Lögberg - 25.06.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.06.1925, Blaðsíða 6
fÍJ. 6 LÖGBERG FIMTCJDAGINN, 25. JÚNÍ 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL “Heyrðu Brice,” sagði hann eftir nokkra þögn, 4,þú manst eftir því, þegar Grant sendi mig til þess að reka liðið hans Joe Johnstons Iburt úr Vicksburg. Þú særðist þá í áhlaupinu, sem Lauman gerði. Grant hélt að hann þyrfti að vara mig við Johns- ton. ^ “Hann er slægur, Sherman," sagði hann, “hann er hættulegur maður.” “Grant,” sagði eg, “láttu mig fá nóga menn og nógan tíma til þess að yfirlita svæðið, og eg er ekki hræddur við sjálfan djöfulinn.” , Ekkert gæti gefið ljósari hugmynd um mann- inn en einmitt þetta. Og það er skrífið atvik, að hann skuli hafa Johnston aftur nú fyrir framan sig í því sem við vonum að verði lokasenna striðs- ins. Honum fellur vel við Johnston og hann ber mestu virðingu fyrir honum. Eg vildi að þú hefðir getað séð inn í tjöldin hjá okkur við og við. Þá sjaldan að sólin hefir skinið á þessari ihergöngu, hefir alt umhverfis tjöldin verið prýtt með hárauðum ullarteppum, pg gráum teppum, sem hafa komið. frá vistastjóranum, og hvítum Hudsonsflóa teppum, sem eru reyndar ekki lengur hvít; og þau hafa öll verið þanin á staura til þerris. Það er merkilegt hvernig að fá- ein tjöld og nokkrir snarkandi eldar, og mannamál, sundum glaðlegt en stundum dauflegt, eftir þvf ■hvernig veðrið er, getur breytt útlitinu á dálítilli eyðihæð, sem er vaxin furutrjám. Þú spyrð að hvernig okkur líði. Eg myndi skammast mín fyrlr það að láta eitt kvörtunaryrði koma fram yfir mln- ar varir. En hermennirnir! í hvert skiftí, sem eg vakna með fæturna niðri í vatnspollí á milli tepp- anna, þá get eg ekki annað en hugsað til þeirra. Þeir verða að leggja ibjálkabrýrnar yfir mýrarnar, sem hestarnir ókkar klöngrast eftir. Tjðldin okkar og áhöld og vistir er flutt í vögnum. Þeir verða oft að Ibera á bakinu tjaldakrílin, seöi þeir skríða inn undir, er þeir fara að sofa, og þeir vefja sig innan í teppi, sem þeir hafa borið á Ibakinu allan daginn, istundum vaðandi í vatni upp í mitti. Maturinn sem þeir borða hefir legið margar þreytandi mílur 1 malpokum þeirra og hann er matreiddur í ofurlít- illi pönnu, sem líka er hluti af ibyrði þeirra. Þeir hafa byssurnar sinar og annan útbúnað og fjöru- tíu hleðslur af skotfærum á bakinu. Svona halda þeir áfram glaðir í skapi, án þesss að vita hvert þeir eru að fara og án þess að hugsa mikið um það, ef þeir aðeins vita, að þeir eru ekki á undanhaldi. Þeir eru reiðuibúnir að byggja vegi eða víggirðingar, kð rífa upp jármbrautir eða höggva til efni í viðarbrýr og setja þær saman; eða þá, og það fellur þeim best, að sækja á óvinina i steikjandi sólarhita eða dynj- andi regni, gegnum mýrar, fen og kviksyndi. Þeir gengu tíu mílur til þess að gera áhlaup á McAlister- vígið. Og þeir ráku upp fagnaðaróp, þegar skot- hvellir framfylkinganna fóru að heyrast, þegar við komum til Savannah. Enginn maður, isem hefir séð, en ekki tekið þáitt í erfiðleikum þeirra, hefir nokkurn rétt til þess að kvarta um það sem bann hafi sjálfur orðið að reyna. Við komum í þennan snotra smábæ í gær- kveldi og náðum sambandi við Schofield, sem var hér daginn áður með herflokk. Eg skrifa þetta bréf í bústað Schofields yfirhersihöfðingja. | Það var dálítil orusta á þriðjudaginn við Bentonville og við komum þangað í reyk, eins og vant er. En nú þökkum við hamingjunni fyrir að það var ekki reykur af brendum heimilum, heldur af viðarkvoðu, sem óvinirnir höfðu kveikt í áður en þeir fóru. Eg verð að hætta. Shefijnan yfirhershöfðingi hef- ir sent eftir mér. Á hraðboðssnekkjunni “Martin” á hafinu 25.. marz, 1865. Hjartkæra móðir mín:—^ Nú hefir nokkuð, sem er mjög undarlegt, komið fyrir. En það er best að eg byrji á uppháfinu. 1 gærkveldi/ þegar eg hætti að skrifa, er Sherman gerð boð eftir mér, ætlaði eg að fara að segja þér frá bardaganum í Bentonville á þriðjudaginn var. Mower gerði áhlaup í gegnum skóg, sem var ógreið- ari yfirferðar en flest, sem eg hefi séð og hann komst svo nálægt Johnston sjálfum, sem var við brúna yfir mylnulækinn að hann var ekki meira en sem svarar hundrað föðmum frá honum. Auð- vitað vissum vifc það ekki þá; við fréttum það hjá föngunum, sem uið tókum. Eg hefi mjög litií í orustum verið síðan eg komst í foringja ráðið, eins og eg hefi skrifað þér. En þegar orustan byrjaði sá eg að ef eg yrði kyr hjá yfirhershöfðingjanum, sem var á bak við vara- deildirnar, þá myndi eg mjög lítið eða ekkert sjá. Eg fór þessvegna fram fyrir, til þess að “fá upp- lýsingar” og fór út fyrir bardagasvæðið út í skóg- inn. En þar sem eg gat ekki séð neitt þaðan, snéri eg hestinum við, og rétt í því varð eg var við ein- hverja hreyfingu nokkuð til hægri handar frá mér. ^ramfylking uppreistarmannanna hafði látið und- an síga rétt í því bili, og tveir af okkar mönnum voru að eiga við einn af óvinunum, sem barðist sem hann gat. ;Mér fanst það skrítið að ftessi maður skyldi ekki vera gráklæddur heldur vera í einhverte konar dökkleitum fötum. Eg gat ekki komist til þeirra á hestbaki sökum bleytu, og eg var rétt að fara af ibaki, þegar mað- urinn féll. Þeir fóru að bera hann aftur fyrir en fjarlægðust mig við það vegna þess að þeir fóru krók kringum kelduna. Eg kallaði á þá og annar þeirra kom til mín; eg spurði hann að, hvað um væri að vera. “Við höfum náð í njósnara,” 'sagði hann og bar ótt á. “f njósnara hér!” “Já májór. Hann var falinn þarna í runnanum og lá þar alveg flatur. Hann hélt víst að okkar pilt- ar myndu hlaupa yfir sig, og að hann gæti á þann hátt komist í okkar fylkingar. Jim Poley næstum datt um hann, og hann tók á móti með hnefunum eins rösklega og nokkur maður, sem eg hefi séð til. Rétt í þessu fór herdeild fram hjá okkur. Eg sagði svo yfirhershöfðingjanum frá þessu um kvöldið og hann sendi yfir í heribúðir seytjánda herflokksins til þess að fá upplýsingar. Þau boð komu til baka að maðurinn héti Addison og að hann þættist vera Norðanmönnum vinveittur og ætti plantekrur þar í grendinni. H]ann sagðist hafa verið tekinn nauðugur í herþjónustu í uppreistar- herinn og svo hefði hann særst, verið sendur heim, en nú væri sér batnað og þá ætti að taka sig aftur í herinn. Hann sagðist hafa tekið þetta ráð til þess að komast í okkar lið .Þetta var ekkert óalgengt, en Mower hershöfðingi bætti við í orðsendingu sinni að sér þætti isagan ótrúleg. Það væri einkum vegna þess að útlit mannsins væri mjög eftirtektavert, og hann virtist einmitt vera úr þeim hópi Suðurríkja- hermannanna, sem ekki hikuðu við neitt. Hann hefði sár, sem hefði verið mjög slæmt, og sem hann augsýnilega hefði fengið af sprengikúlubroti. En þeir hefðu ekki getað fundið neitt á honum. Sher- man sendr orð til baka að mannipum skyldi ihaldið þangað til hann gæti séð hann sjálfur. /Klukkan var hér um bil níu í gærkvöldi þegar eg kom að húsinu, sem yfirhershöfðinginn hafði tekið sér aðsetur í. Eftirlitsmenn stríðsfanga voru þar fyrir utan og í ganginum var fult af herfor- ingjum. Þeir sögðu mér að yfirhershöfðinginn væri að bíða eftir mér og bentu mér á hurð á stofu, sem hafði verið iborðstofan. Eg opnaði hurðina. Tvö kerti brunnu í tinstjökum, sem stóðu á mahóní-Jborði. Yfirhershöfðinginn sat hjá þeim með krosslagðar fætur og hélt blaði af mjög þunn- um pappír, sem hafði verið bögglað saman, mjög nálægt augunum og var að reyna að lesa það. Hann leit ekki upp þegar eg kom inn. Eg varð var við háan og Ibeinvaxinn mann, sem stóð þar skamt frá í skugganum. Hann var í hinum þægilega klæðnaði plantekrueigenda í Suðurríkjunum, með barðastóran fló’kahatt á höfðinu. Hann bar höfuð- ið hátt og ljósið skein á hökuna aðeinis, augnalokin, sem skugga bar á, voru' hálflokuð, Það er eftirtektarvert hvérnig mér varð við. Rétt í ibili varð mér við alveg eins og þegar kúlan hitti mig í áhlaupi Laumans. Mér fanst eg finna til sársauka, en samt var mér ómögulegt að gera mér grein fyrir, ihvernig á því stæði. En þetta er það sem hefir valdið mér einkennile^ustu tilfinn- inganna síðan: Þú manst þvíst eftir því að hafa verið einu sinni tíma í Hollingdean, þegar eg var drengur, og hafa heyrt söguna um hinp fífldjnrfa, konungholla forföður Northwells lávarðar — þann sem hafði kniplingakragann utar> yfir ljósgula flauelinu, þann með mjóu hðkuna og letilega fyrir- litningarsvipinn í augunum. Augun á myndinni eru málúð þannig að augnalokin eru hálfldkuð. Mér datt þessi mynd í hug í fyrsta sinn, sem eg sá Clar- ence Colfax, og nú aftur datt mér myndin fyrst I hug. Rödd yfirhershöfðingjans kom mér til þess að hrökkva við. “Þekkir þú þennan mann, majór Brice?” spurði hann. “Já, herra yfirhershöfðingi.” “Hver er hann?” “Hann heitir Cólfax — Colfax ofursti held eg.” “Eg hélt það,” sagði yfirhershöfðinginn. Eg hefi hugsað mikið um þennan atburð síðan. þar sem eg er hér á norðurleið yfir grænan sjó- inn og undir heiðbjörtum himninum, og það virðist vera eitthvað svo óeðlilegt. Já, eg gæti næstum sagt að það væri yfirnáttúrlegt, hvernig eg rekst á þennan mann aftur og aftur, og ávalt á mótl honum. Eg get munað ívernig hann N leit út á þrælauppboðinu, sem þó virðist vera liðið hjá fyrir langa löngu: mjög fríður, mjög unglingslegur, en samt með eitthvað það í svipnum, seip knýr fram virðingu. Það var nógu einkennilegt, að eg skyldi hitta hann í Vicksburg. En þetta — að standa augliti til auglits við hann í litlu borðstofunni í Goldsboro! — Og hann fangi — njósnari. Hann hafði ekki hreyft sig. Eg vissi ekki hvernig hann myndi taka því að eg heilsaði honum, en eg gekk til hams og rétti honum hendina. “Sæll, Colfax ofursti,” sagði eg. Eg er viss um að málrómur minn hefir ekki verið sem styrkastur, því eg gat ekki að því gert að mér féll hann vel í geð. Hann brosti og rétti mér hendina. Svo brosti hann aftur til mín og til yfirhershöfðingjans, rétt eins og hann vildi segja, að nú væri þessu öllu lokið. Hann brosir alveg framúrskarandi fallega. “Það er eins og að við getum ekki'komist hjá því að hittast, majór Brice,” sagði hann. Hugrekki hans var alveg framúrskarandi. Eg . K'at séð, að yfirhershöfðinginn komst líka við, hf því hvernig að hann horfði á hann. Og hann verð- ur ofurlítið snöggari í málrómnum, þegar það kemur fyrir. “Eg býst við að þetta geri út um það, ofursti,” sagði hann. “Já, eg býst við því, herra yfirhershöfðingi,” sagði Clarence ennþá brosandi. Yfirhershöfðnginn snéri sér frá honum snúð- ugt og að borðinu og sló hendinni á pappírsblaðið. “Þessu verður ekki mótmælt,” sagði hann. “Það er auðvitað að þetta hefði komist til hinna háttstandandi borgara, sem það átti að fara til, ef þér hefði tekist að koma þínu áformi fram. Þú varst ekki í einkennisbúningi, þegar þú varst tek- inn. Þú þekkir ófrið nógu vel til þess að skilja hættuna, sem þú tókst á þig. Hefirðu nokkuð að segja?” “Nei”. “Kallaðu á Vaughan höfðusmann, Brice, og segðu honum að fylgja fanganum aftur í varðhald- ið.” “Má eg tala við hann, herra yfirhershöfðingi?” sagði eg. * Yfirhershöfðinginn kinkaði kolli. “Eg spurði hann að, hvort dfe gæti skrifað helm fyrir hann, eða gert nokkuð annað. Það var sem hann kæmist við að þessu. Eg skal einhvern tírria segja þér frá hvað hann sagði. Þá kom Vaughan og sótti hann. Og eg heyrði varðsveitina axla rifflana og þramma burt í kvðld- kyrðinni. Yfuihershöfðinginn og eg sátum einir eftir með mahóní-borðið á milli okkar, og mynd á veggpum af einhverjum horfði á okkur út úr skugg- anum. Rök vorgolan streymdi inn um gluggann og ljósin blöktu á kertunum. Eftir nokkra þögn vogaði eg mér að segja: “Eg vona að hann verði ekki skotinn, herra yfirhershöfðingi. “Eg veit ekki, Brice,” sagði hann. “Get ekkl * sagt um það núna. Þykir leiðinlegt að skjóta hann, en stríð er (stríð. Fyrirtaks stofn, sem hann er af — leitt við skulum þurfa að /berjast á móti þessum náungum.” Hann þagnaði og sló með fingrunum á borðið. “Eg ætla að senda þig til Grants hershöfð- ingja á City Point með skilaboð,” sagði hann. ‘’Mér þykir fyrir því að Dunn skyldi fara aftur í gær, en það er ekki hægt að gera við því. Getur þú lagt af stað eftir hálfa klukkustund? “Já.” “Þú verður að fara ríðandi til. Kinston. Járn- • brautin verður ekki fullgerð fyr en á morgun. Eg sendi isímskeyti þangað og til Eastons yfirhers- Ihöfðingja í Morehead City. Hann mun hafa bát til reiðu handa þér. Segðu Grant, að eg ætli að koma þangað sjálfur eftir tvo eða þrjá daga, þegar alt sé komið í lag hér. Þú getur Ibeðið þangað til eg kem.” “Já.” Eg snéri mér við og ætlaði að fara, en eg gat ekki gleymt Colfax. “Herra yfirhershöfðingi?” “Já, hvað?” “Gætir þú, haldið Colfax ofursta þangað til eg finn þig aftur?” Það var dirfska að fara fram á þetta og eg skalf á beinunum. Og hann leit á mig með þessu skarpa augnaráði sínu, sem ætlar alveg að ganga í gegnum mann, ) Þú Ibjargaðir lífi hans einu sinni áður. Var ekki svo?” “Þú leyfðir mér að láta senda hann heim frá Vicksiburg.” ' Hann svaraði með spaugsyrði um eitthvað, sem ’ hann hefði sagt á tröppum dómhússins í Vicksburg. Eg segi þér ef til vill einhvern tíma hvað það var.” “Nú jæja,” sagði hann. “Eg skal sjá til, eg skal sjá til. Guði sé lof að þetta stríð er bráðumi búið. Eg skal láta þig vita, Brice, áður en eg læt skjóta hann.” Eg reið þessar rúmar þrjátíu mílur til Kins- ton á lítið meira en þremur klukktistundum. Þar Ibeið eimreið eftir mér og eg stökk inn í klefa hjá vingjarnlegum 'eimreiðarstjóra. Við þutum gegnum skóginn austur að sjó. Það var einmana- legt ferðalag og eg hugsaði mikið um þig. Eg var hræddastur um að eimreiðin færi af teinunum og að skeytin, sem eg var með næðust; því að eins ótt og herinn okkar hafði komist áfram hafði brautin eftir hann lokast eins og á eftir skipi, sem siglir um sjóinn. Alstaðar voru flokkar á ferðinni, sem rifu upp járnbrautalböndin og eyðilögðu brýr. í einar fimip mínútur varð dálítið hlé á leið- indunum. Við sáum ljós á milli trjánna. Eimreið- arstjórinn sagði að það væri ekkert hús þar og að þetta hlyti að vera eldur. Við dróum ekki af hraÓ- anum, og ismám saman urðu logarnfr stærri og rauðari, þar til við vorum komnir fast að þeim. Þar sást enginn maður og ekki eitt einasta skot rauf næturþögnina. í dögun sá eg sundið, lygnt og grátt teygja sig til austurs. Og þar lá báturinn bundinn við bryggju hjá afskektu geymsluúsi, og gufan kom í hvítum 'strókum upp um reykhófinn í köldu morgunloftinu. 50. KAPÍTULI. Enn úr bréfum Stephens Brice. Á aðalstöðvum Bandaríkjahersins, City Point, Virginía 28. marz 1865. Hjartkæra móðir mín:'— Eg komst hingað heill á húfi í fyrradag, og eg vona að þú fáir ibráðum eitthvað af bréfum þeim, sem eg sendi þann dag. Það er næsta undarlegur ibær þessi City Point; hann er hermannabær, sem hefir þotið upp að vetri til eins og gorkúla. Eg varð alveg forviða þegar eg sá hann fyrst hér á hálendinu. Flóinn hér fyrir framan, sem myndast af Appomattox-ánni, er allur þakinn möistrum og reykháfum, eins og höfn í stórríkum hafarbæ. Hér eru fallibyssubátar og bátar hlaðnir með vistum, skonnortur og barkar og gufuskp, alt í einni bendu. Kafteinninn okkar ^ýndi mér herskipið Malvern með fána Porters aðmíráls. Flutnings'barðar lágu Ibundnir við löngu ibryggjurnar, og á þá var hlaðið vörum eftir þeim endilöngum og með fram þeim stóðu lág varningshús. Þótt þetta væri á sunnu- degi var eimreið að skrölta másandi og hvæsandi neðan undir skörðóttum bakkanum. Hátt uppi á flötum höfða milli ánna tveggja, er tjalda —■ og timburkofa iborgin. Stóru trén, sem eru rétt að byrja að grænka, gnæfa hátt yfir þökin. Frem3t á höfðanum var stórt flagg, sem hékk niður með stðnginni, og eg þurfti ekki að láta segja mér, að þar væri aðsetur Grants yfirhershöfðingja. Ljómandi fallegur gufubátur lá við bryggjuna og eg var ekki fyr kominn á land, én þeir sögðu mér, að Lincoln forseti ætti hann. Eg las nafnið á honum, það var “River Queen.” Já, forsetinn er hér líka með konu sína og fjölskyldu. Hér eru margir, sem eg ólst upp með í Boston. Eg er hér með Jack Hancock, sem þú manst sjálf- sagt vel eftir. Hann er orðinn höfuðsmaður óg hef-/ ir skegg. En eg veyð að halda áfram með sög- una. Eg fór bekia leið til Grants yfir hershöfð- ingja. Húsið, sem bann býr í, er ekkert annað en. óvandað skrifli, rekið saman úr borðum, rétt eins og skýli, sem húsa^smiður hróflar upp til br.áða- byrgðar. Það er aðeins stöngin og stjörnufáninn, t sem aðgreinir það frá öðrum húsum af sama tagi. Hópur af foringjum stóðu fyrir framan húsið. Þeir voru að spjalla saman og sögðu mér að yfirhers- höfðinginn hefði farið að sækja bréf sín í póst- húsið. Hann er rétt eins látlaus og alþýðlegur og minn yfirhershöfðingi er. Yfirforingi Rankin fylgdi mér inn í iskrifstofu, sem er mjög óbrotið herbergi, og við settumst þar niður við langt borð. Eftir litla stund kom maður inn með síðan hatt á höfðinu og einkennisfrakki hans var ólhneptur. * iHJann var að reykja vindil. Við risum á fætur og eg gaf merki. Þetta var æðsti hershöfðinginn. Hann horfði á mig en sagði ekkert. “Þetta, herra hershöfðingi er Brice majór úr herforingjaráði Shermans,” sagði Rankin. “Hann kemur með skeyti frá Goldsboro.” Hinn kinkaði kolli, tók af sér hattinn, lagði hann á borðið og rétti út hendina eftir skeytunum. Hann hreyfði sig ekki meðan hann var að lesa þau til neins nema að kveikja í öðrum vindli Eg er hættur að láta mér ibregða nú, þó að eg sjái eitthvað óvanalégt, eða undravert ætti eg öllu heldur aö segja. Það er nóg til af því um alt þetta land. Mér fanst það ekki svo undarlegt þó að þessi þögli her- foringi með brotin og hrukkurnar í buxnaskálmun- um væri maðurinn, sem síðastliðin fjögur ár hefði óðfluga hækkað í tigninni þangað til hann er orðinn að yfirhershöfðingja all's hersins. Hann er ellilegri að sjá og andlitið magrara heldur en þegar eg hitti hann á götunni hjá vopnabúrinu í St. Louis og hann var ekkert annað en atvinnulaus hersnáp- ur. Að öðru leyti er hann ekkert breyftur. En hví- líkur munur er ekki á áhrifunum hjá sama manni, eftir því, hvort ihann hefir völd eða ekki! Mér fanst all-mikið til um hann þá, eins og eg mun hafa sagt þér. Það var sökum þess að eg heyrði ofanígjöf hans til Hoppers, sem var isannar- lega verðskulduð. En mér datt þá ekki í hug, að hann væri maðurinn, sem ætti að koma úr Vestur- landinu til þess að bjarga landi sinu frá að klofna í sundur. Og hann hefir gert það svo látlaust og rólega og án þess að sýnast eða láta á sér bera. Hann er sá eini af ölluhi þeim, er hafa reynt að sigra Lee, sem hefir komist í nánd við markmiðið, og þó hafa þeír haft alt ,sem til þeas hefir þurft við héndina. Hann hefir getað haldið honum í kreppu meðan Sherman hefir farið yfir ISuðurríkin. Og báðir þessir menn voru alveg óþektir þegar stríðið byrjaði. Þegar yfirhersöfðinginn var búinn að lesa iskeytin, braut hann þau fljótt saman og stakk þelm í vasa sinn. “Sestú niður, majór, og segðu mér um þennan seinasta leiðangur ykkar,” sagði hann. Eg talaði við hann hálfa klukkustund, eða réttara sagt, talaði til hans. Hann er ekkert likur Sherman að þessu leyti: eg held að hann hafi opnað munninn einum tvisvar sinnum til þöss að spyrja spurninga. Þú getur ímyndað þér að þær hafa verið að gagni, og á þeim var auðheyrt að ihonum var mjög vel kunnugt um göngu okkar frá Sav- annah. Margir yfirforingjar og aðrir komu inn meðan eg var að tala við hann. Hann sat þarna og reykti og var hinn rólegasti. Stundum sagði hann já eða nei, en langtum oftar gerði hann ekki annað en kinka kolli. Einu sinni gerði hann ungan lautin- ant, sem var mjög óðamála og átti bágt með'að koma orðum að því sem hann vildi segja, alveg for- viða með því að leggja fyrir hann stutta spurningu. Yfirhershöfðinginn virtist vera betur kunnugur þvl sem lautinantinn var að gera heldur en hann sjálf- ur. Þegar eg fór frá honum spurði hann mig að, hvar eg hefði aðsetur og sagðist vona, að vel færi um mig. • Jack Hancock beið eftir mér og við gengum svo saman um bæinn. / Alstaðar var einhver undirbúningur á ferðinni, því vegirnir eru að þorna og yfirhershöfðinginn er að undinbúa síðasta leiðangurinn á móti Lee. Vesa- lings' Lee! Hann hefir barist undra vel með því sem hann hefir á að skipa. Eg held að hann verði talinn með mestu hershöfðingjum þjóðar vorrar. Mig langaði auðvitað niikið til þesls að sjá forsetann, svo við fórum niður á bryggjuna og þar fréttum við, að hann hefði ibrugðið sér burt ríðandi Þeir segja, að hann ríði næstum á hverjum degi yfir bjálkabrýrnar og gegnum mýrarnar; og hvar sem piltarnir sjá háa hattinn hans reka þeir upp fagnaðaróp. Þeir þekkja hann orðið (eins vel og varðturninn á sléttunni í Bermuda-héraðinu í Delaware. Hann situr í tjöldunum og skiftist á gamansögum við foringjana, og hann iskemtir veik- um og særðum í spítölunum. Er ekki þetta hönum líkt? RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÖMANN TIL / The Manitoba Co-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.