Lögberg - 23.07.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.07.1925, Blaðsíða 6
ð)3. 6 LÖGBERG FIMTGDAGINN, 23. JÚLÍ. 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. “Svo hershöfðing’inn fór á* samkomustaðinn og talaði þar viðstöðulaust hálfan annan klukkutíma, og þá kallaði maður frá Chicago til hans og sagði hon- um að hætta. Hershöfðinginn var með raunasvip.” ‘Heyrið þið piltar,’ sagði hann, ‘þetta er svo sem ekki skemtilegra fyrir mig heldur en fyrir ykkur. Þið verðið að rétta mér stól piltar, því eg get a'ldrei lokið við þessa bölvaða ræðu nema eg setjist niður.” Lincoln sagði söguna svo skemtilega að Virgin- ía gat ekki varist hlátri; en henni gramdist við sjálfa sig strax á eftir. Maður, sem gæti verið að segja skrítnar sögur, þegar svona stæði á, gæti sannarlega ekki fundið mikið til ábyrgðarinnar, sem fylgdi em- bætti hans. Hann hefði átt að vera leikari. Og samt var 'hann forsetinn, sem hafði stjórnað gegnum stríð- ið, og hershöfðingjar hans höfðu.sigrað Suðurríkin. Og hún var komin til þess að biðja hann að gera sér greiða. Henni fanst hún vera að niðurlægja sig. “Eg kom hinga'ð til þess að tala við þig um frænda minn. Clarence Colfax ofursta,” sagði hún. ‘“Eg skal með ánægju tala við þig um frænda þinn, Colfax ofursta, ungfrú Carvel,” svaraði Lin- coln. “Eruð þið náskyld?” “Er hann hér í borginni?” spurði Lincoln alveg óvörum. Hversvegna' kom hann ekki með þér?” “Hefir þú ekiki heyrt það?” hrópaði hún. “Hann % er Clarence Colfax frá St. Louis, nú ofursti 1 her sambandsríkjanna.” “Hvaða her?” spurði Lincoln. “í .her Joseph Johnstons yfirhershöfðingja.” svaraði Virginía og reyndi að vera' róleg. “En nú hefir hann” — það var kökkur í hálsinum á henni — “nú hefir hann verið tekinn fastur sem njósnarmað- ur af liði Shermans.” “Það er slæmt,” sagði Lincoln. “Og — og þeir ætla at5 skjóta hann.” “Það er ennþá verra,” sagði Lincoln alvarlegur^ “En eg býst við að hann eigi það skilið.” “Nei, hann á það ekki skilið,’ sagði hún. “Þú veist ekki hvað hann er hugrakkur. Hann flaut á bjálka lengst niður eftir Mississippi ánni, og flutti með sér til baka mörg þúsund hvellhettur. Hann réri yfir ána, þegar Norðanmanna fiotinn var á leið- inni ofan eftir, og kveikti í De Soto, svo að þeir gætu séð til a'ð skjpta.” v “Nú, jæja,” sagði Lincoln, það var hreint ekki svo illa af stað farið.” Svo þagði hann stundarkorn. “Ungfrú Carvel,’’ sagði hann, “þessi röksemda- færsla minnir mig á ma'nn, sem eg þekti í Illinois í gamla daga. Hann hét McNeil og var lögmaður. Einn dag var hann að verja mann, sem var sakaður um að hafa ráðist á annan mann og barið hann. ‘Herra' dómari,’ sagði McNeil, ‘þú ættir ekki að senda þennan mann í tukthúsið. Þeir stóðu báðir jafnt að vígi; og það er ekki betri maður til en hann í öllu ríkinu í ryskingum, þar sem báðir standa jafnt að vígi. Og meira að segja, hahn hefir aldrei Verið sigraður á æfinni, þegar hann hefir staðið jafnt að vígi og óvinur hans.” ‘Og ef eg fer í tukthúsið,’ greip sakborningur- inn fram í, “þá skal eg berja á þér duglega, herra dómari, þegar eg kem aftur út.” Dómarinn fór úr frakkanum. — “Þetta er nokkuð undarleg röksemdafærsla, herrar mínir, en rétturinn leyfir haná, eins langt og hún nær. Sakborningurinn geri svo vel og koma út.” Virginia gat aðeins brosað í þetta sinn. Hún barðist við eitthvað, sem hún vissi ekki hvað var. Hún dró þungt andann og henni lá við að gráta’. Hún hefði ekki getað sagt hversvegna það var. Hún hafði komið í návist þessa manns og fyrirlitið sjálfa sife fyrir það að‘ þurfa að biðja' hann bónar. Henni hafði komið hlátur í hug við að sjá framan í hann. Nú gat hún ekki litið framan í hann án þess að verða vör við einhverja' undarlega tilfinningu. Hváð var það, sem að svipurinn á þessu andliti bar vott um? Sorg? Já, það var næst því að verh það. Hvað hafði svo þessi maður gert? Hann hafði sagt henni fáeinar skrítlur og gefið hæðnisleg svör við spurningum hennar. Já, þau höfðu verið hæðn- isleg. en hún var ekki viss um nema í þeim feldist djúp speki, og henni fanst það niðurlægjandi. Henni hafði aldrei komið til hugar, að nokkur maður væri svona. Og því má bæta við, að Virginía hélt að hún kynni að fa'ra með karlmenn. “Og svo að við ihöldum áfram vörninni,” tók Lincoln aftur til máls, “þá held eg að Colfax ofursti hafi fyrst áunnið sér orðstýr i.Jacksons herbúðun- um, þegar hann einn af öllum föngunum neitaði að vera látinn laus.” Hún hrökk við og leit á hann fljótt, en svo niður a'ftur. “Já,” svaraði hún, “já, en eg bið þig um að gefa honum það ekki að sök.” Hefði hún aðeins getað séð framan í hann þá! En hún horfði niður fyrir sig. “Heyrðu stúlka mín,” sagði forsetinn, “e^ heiðra hann fyrir það. Eg var aðeins að ha'Ida áfram með vörnina, sem þú byrjaðir á. En svo var það slæmt. að h'ann skyldi fara úr einkennisbúningnum, sem hann hafði borið með heiðri og sóma og reyna’ að komast í fylkingar Shermans í borgaraklæðum — sem njósnari.” Hann sagði siðustu orðin mjög góðlátlega: en hún var í of miklum hugaræsingi til þess að taka nokkuð eftir því. Hún rétti úr sér og það var leiftur í augum hennar, eins og blár bárukantbur í stormi. “Njósnari!” hrópaði hún. “Það þarf mesta hug- rekki til þess að vera njósna'ri í stríði. Hann verður þá skotinn . Þið Norðanmeiin eruð ekki ánægðir með það, sem þið hafið unnið; þið eruð ekki ánægðir með það að lítillækka herforingja okkar og setja menn okkar í fangelsi. Eg býst þélst við því að þið skjót- ið okkur 611. Og ðll þessi miskunnsemi, sem eg hcfi heyrt svo mikið um, er ekkert — alls ekki neitt —” Henni v^rð orðfa'll, hver sem ástæðan var. “Ungfrú Carvel,” sagði forsetinn, “eftir að hafa hlustað á þetta er eg hræddur um að hún þýði ein- mitt alls ekki neitt.” Það var sorgarhreimur í röddinni, ósegjanlega djúpur sorgarhreimur ■— þa'ð var sorg af raunum heillar þjóðar! Og í augum hans var sorg undan þungu o!ki, aem borið er með þolinmæði — enginn , mun nokkurn tíma vita hversu þungt það ok var. Það var sársauki þyrnikórónunnar, sem er borin vegna skilningssljórra' manna. Það var engin furða, þó að Virginíu yrði orð- fall. Hún leit á Abraham Lincoln þar sem hann stóð niðurbeygður og sorgmæddur, og það var scm Ijós- geisli félli á hann. En það undarlegasta' af öllu var það að á þessu undarlega augnabliki fann hún til styrkleika hans. Það var sami styrkurinn og hún fa'nn hjá Stephen Brice. Henni flaugþað alt í einu í hug. Hún gekk hægt að glugganum og leit út yfir græna grasflötinn, þar sem rennvot trén skulfu í vindinum; hún horfði fram hjá ófullgerðu minnis- merki George Washington, yfir Potomac ána, til Alexandríu í blárri móðu í fjarska. Regnið lamdi gluggarúðurnar. Hún grét lágt. Hifn hafði fundið mátt, sem hún gat ekki sigrað, hún hafði séð sorg, sem hún gat ekki kqnnað til botns og það þótt hún sjálf hefði þekt sorg. Eftir nokkra stund fann hún að hann stóð <-i- lægt henni. Hún snéri sér við og leit framan í hann gegnum tárin. Andlit hans bar meðaumkunar rvip. Hún blygðaðist sín ekkert nú. Hann hafði fært stó! nálægt henni. “Sestu niður, Virginía,” sagði hann. Nafnið féll Iétt og náttúrlega af vörum hans. Hún hlýddi ihonum eins og barn, Hanr. stóð kyr. “Segðu mér frá frænda þínum,” sagði hann. “Ætlar þú að giftast honum?” Hún beið ofurlitla stund með að svara. Skyldi þaðbjarga Clarence? En á þessari stundu hefði hún ekki getað sa'gt neitt nema sannleikann, þótt hún hefði átt lífið að leysa. “Nei,” sagði hún. “Eg var — en eg elskaði hann ekki. Eg held að það sé en ástæðan til þess að hann hefir verið svona • ógætinn.” Lincoln bro-sti. “Liðsforinginn, sem sá Colfax ofursta tekinn, er hér í Washington núna'. Eg sendi eftir honum þegar nafn þitt var nefnt. Hann er ef til vill hérna frammi i biðstofunni. Eg vil segja þér\fyrst af öllu að þessi maður varði frænda þinn og bað mig að náða ha’nn.” “Hann varði hann! Hann bað þig að náða hann! Hver er hann?” hrópaði hún. Líncoln brosti aftur. Hann gekk að bjöllu- strengnum og talaði nokkur orð við dyravörðinn, sem svaraði k'allinu. Dyravörðurinn fór út. Svo opnuð- ust dyrnar og inn kom ungur liðsforingi, hár vexti og grannvaxinn. Hann gekk hratt inn gólfið og hneigði sig djúpt fyrir forsetanum. En Lincoln horfði ekki á hann, hann horfði á stúlMina. Hann sá að hún lyfti upp höfðinu feimnislega. Hann sá að hún opn- aði varnirnar og að blóðið kom fram í andlitið á henni. En hún stóð ekki upp. Forsetinn stundi. En hann sá leiftrið í augum hennar. Þa'ð var sagt með sanni um Abraham Lin- coln, að hann læsi fólk niður í kjölinh. Liðsforinginn stóð kyr og horfði á forsetann. horfði utan á vangann á honum. Hurðin lokáðist á eftir honum. I “Majór Brice,” sagði Lincoln, “þegar þú baðst mig að náða Colfax ofursta, held eg a'ð þú hafir sagt mér að hann hafi verið innan takmarka síns liðs, er hann var tekinn.” “Já, hann var það.” Alt í einu snéri Stephen sér við, eins og ihann væri knúður til þess af augnaráði forsetans; og hann horfðist í augu við Virginíu. Hann gleymdi, hvar hann var, og eitt augnablik gleymdi hann manninum, sem hann virti öllum mönnum meira. Hahn sá hönd hennar kreppast utan um stólbríkina. Hann gekk eitt skref iwer henni og nam staðar. Lincoln var aftur tekinn til máls. “Hann bar fram vörn, fogmannsvörn, sem vaT honum í alla staði ósamboðin, ungfrú Virginía,” sagði hann; “hann bað mig að náða frænda þinn vegna' .smáVægilegra^ formsástæðu. Hvernig líst þér á það?” “ó,” sagði Virginia; þessi eina upphrópun og ekkert annað kom fram af vörum henuar. Roðinn á vöngum hennar varð enn dýpri. Hún rendi augunum, hægt til forsetans. Og hún undraðist nú hvemig að jafn ófríður maður gæti verið svona fagur. “Eg vil að þú skiljir það, lögmaður góður,” sagði Lincoln, “að eg sleppi ekki Colfax ofursta sökum neinna formgalla. Eg gef honum líf sökum þess að tíminn, sem við höfum beðið eftir í fjögur ár er nú kominn — tími miskunnseminnar. Þökkum guð’. fyrir það. Virginía var staðin á fætur. Hún gekk yfir skrif- stofugólfið og bar hátt höfuðið, og í hjarta henn- ar var fögnuður, þangað sem þessi sorganna maður stóð og brosti til hennar. “Herra Lincoln,” sagði hún stamandi, “eg þekti þig ekki, þegar eg kom hingað. Eg hefði átt að þekkja þig, því eg heyrði hanh, eg heyrði majór Brice lofa þig. ó hvað eg óska þess að hvsr maður og kona o«r hvert barn í Suðurríkjunum gæti komið ihinga'ð og séð þig, eins og eg hefi séð þig í dag. Eg held — eg held að eitthvað af gremju þeirra myndi þá hverfa.” Abraham Lincoln lagði hendina á öxl stúlkunn- ar, og Stephen, sem horfði á, fanst sefti hann væri að leggja blessun sína yfir hana'. “Virginía,” sagði Lincoln, “eg hefi elkki liðið vegna Suðurríkjanna, eg hefi liðið með þeim Sorg ykkar hefir verið mín sorg og sársauki ykkar hefir verið minn sársauki; það sem þið hafið mist hefi eg mist og það sem þið hafið unnið,” bætti har.n við hátíðlega, “hefi eg unnið.” Hann leiddi hana að glugganum. Skýin þutu fyrir vindinum og blár heiðríkjublettur sást yfir Potomac-ánni. Hann benti með löngum handleggnum yfir ána í suðaustur. Sólin stafaði geisUim sínum á hvít húsin í Alexandríu. “í byrjun stríðsins,” sagði hann, “blakti fáni þarna, og hann sást frá húsinu, þar sem George Washington átti heima og dó. Eg var vanur að hörfa á fánann og þakka guði fyrir, að Washington hefði ekki lifað það að sjá hann. Og stundum — stuiidum hugsaði eg um það, ihvort guð hefði í kald- hæðni leyft að fáninn væri settur einmitt þarna.” — Rödd hans varð klökk — “Það var rangt,” hélt hann áfram. “Eg hefði átt að vita, að þettá væri refsing á okkur — það var refsing á mig, að sjá fánann þarna. Syndir okkar urðu að verða þvegnar burt í blóði áður en við gætum orðið mikil þjóð, eins og guð ætlaði okkur að verða. Þú unnir þeim fána, Virginía; þú ant honum enn; og eg óska þess í allri hreinskilni, að þú unnir honum ávalt. Eg óska þess að sá dagur komi, er öll þessi þjóð, bæði Norðan- menn og Sunnanmenn, líti aftur til hans með lotn- ingu. Þúsundir Ameríkumanna hafa fallið undir því merki fyrir málefni, sem þeir trúðu að væri gott og rétt. En eg óska líka þess að sá dagur komi, er þú elskar fánann, sem þú sérð þar nú — fána Washing- tons, sem er enn ibetri enn hinn.” Hann þagnaði. Það stóðu tár í augum Virginíu. Hún hefði ekki getáð komið upp orði þá. Lincoln gekk að skrifborði sínu og settist niður við það. Hann beygði sig áfráip, svo að annað hnéð næstum snerti gólfið, og fór að skrifa, og varirnar á honum bærðust um leið. Þegar hann stóð upp aftur, virtist hann vera enn hærri en áður. “Þárna,” sagði hann, “eg býst við að þétta dugi. Eg sendi Sherman þetta. Eg hefi minst á þetta við hann áður.” Þau þökkuðu honum ekki; þeim var það báðum um megn. Hannsnéri sér að Stephen með þessum skrítna svip, sem Stephen hafði svo o'ft séð á and- liti hans. “Steve,” sagði hann, “nú skal eg segjá þér sögu. Hérna um kvöldið var Harlau hér og vafað halda ræðu fyrir fólkinu út um opinn gluggann. Drengur- inn minn, hann Tad, sat fyrir aftán ihann. “Hvað eigum við að gera við uppreistarmer.n- ina?” spurði Harlan mannþröngina. “Hengja þá!” hrópaði fólkið. “Nei,” ságði Tad, “við eigum að hanga á þeim.” “'Og hann hafði rétt fyrir sér, drengurinn. Það er einmitt það, sem við ætlum að gera — við ætlum að hanga á þeim. Og heyrðu Steve,” bætti Lincoln við, “ ef þú ert eins skynsamur, og eg hefi haldið að þú værir, þá trúi eg ekki öðru en að þú gerir það líka.” Hann stóð kyr eitt augnablik og brosti að því, hvérnig Stephen og Virginía roðnuðu. Hana hafðf þrek til þess að varpa af sér áhyggjum sinum og taka þátt í gleði annara. Og í því var hans ánægja fálin. ,Svo tók forsetinn upp úrið sitt og leit á það. “Hamingjan góða!” hrópaði hann. “Eg er orðinn tíu mínútum of seinn fyrir fundinn í stjórnardeildinni. Þú getur þakkað májórnum, Virginía, fyrir hjálpina, sem hann hefir veitt þér. Þú getur gert það í næði hér. Verið þið alveg eins og þið væruð heima hjá ykkur.” ^ Hann opnaði hurðina, nam staðar anöggvast og leit til baka til þeirra. Brosið hvarf af andliti hans og svipur, sem var sambland af þrá og hlýleik færð- ist yfir það. Svo var hann horfinn. Þau hreyfðu sig ekki úr sporunum nokkra stund, meðan þau voru enn undir áhrifum forsetans. Svo leit Stephen í augun, sem svo lengi höfðu forðast hann; þau forðuðust ihann ekki nú. Virginía varð fyrri til þess að taka til máls og hún ávarpaði hann með nafni. “Ó, Stephen,” sagði hún, “hvilíkur sorgarsvipur hvíldi ekki yfir honum-” Hann stóð nálægt henni, við hlið hennár. Og hann svaraði henni með þessum alvörugefna mál- rómi, sem hún kannaðist svo vel við. “Virginía, hefði eg getað öðlast það, sem eg óskaði mest eftir af öllu, þá hefði eg kosið að þú þektir Abráham Lincoln.” Hún leit niður fyrir sig og dró ört andann “Eg — eg hefði átt að vita það, eg hefði átt að vita hvernig hann er. Eg hefi heyrt þig tala um hann. Eg hafði séð hann í þér og eg vissi það ekxi. Manstu eftir deginum er við vorum saman í sumar- hýsinu í Glencoe fyrir löngu? Það var þegar þú - varst nýkominn heim aftur eftir að hafa séð hann í fyrsta sinn.” “Já, eins og það hefði skeð í gær,” svaraði hann. “Þú varst breyttur má'ður þá,” sagði hún. “Eg sá það. Nú skil eg af ihverju það var. Það var af því að þú hafðir séð Lincoln.” “Þegar eg sá hann,” svaraði Stephen lotningar- fullur, “vissi eg, hvað smár eg va'r og þröngsýnn.” Frá sér numinn af nálægð hennar, dró hann hana til sín, unz hún hvíldi í faðmi hans. Hún streittist ekki á móti, en leit upp til hans og hann kysti hana. “Þú elskar mig, Virginía!” hrópaði hann. “Já, Stephen,” svaraði hún lágt. Hún var enn fegurri nú en hún hafði verið nokkru sinni áður. Hún faldi andlit sitt við barm hans. “Eg — eg get ekki annað. ó, Stephen, hvernig eg hefi barist á móti því! Eg hefi reýnt að hata þig, en eg get það ekki — nei, eg get það ekki. ,Eg reyudi að móðga þig og eg gerði það. En þegái* eg sá, hversu vel þú tókst hverri móðgun, þá grét eg.” Hann kysti höfuð hennar. “Eg elskaði -þig sífelt, Virginía,” sagði hann. “Dreymdi þig um mig, Virginía?” Hún lyfti upp höfðinu fljótt og það var hræðslu- svipur í augum hénnar. “Hvernig vissir þú það?” “Af því að mig dreymdi um þig,” svaraði haun. “Og þeir draumar voru í huga mínum hálfa daga, þegar eg var við vinnu mína. Eg hugsaði um þá, þegar eg sat á hestbaki á hergöpgunni.” “Eg geymdi líkámína drauma í huganum,” sagði hún. Og eg hataði sjálfa mig fyrir að gera það.” “Viltu giftast mér, Virginía?” “Já.” “Á morgun?” “Já, á morgun.” Svo bætti hún við lágt —” Eg — eg á engan að nema þig — nú.” Hann þrýsti henni aftur í fáðm sinn, og hún fann til ósegjaftlegs fagnaðar yfir styrkleik hans. “Guð hjálpi mér til þess, að vernda þig vel og gæta þín,” sagði hann. Hún losaði sig hægt úr faðmlögum hans og snéri sér að glugganum. “Líttu á, Stephen,” sagði hún, “sólin er loksins farin að skína.” Þáu þögðu um stund og horfðu út; regndroparn- ir glitruðu á hverju blaði og fögnuður hins nýfædda gróðurs fylti hjörtu þeirra. 52. IUÍPÍTULI. , Annapolis. Það var ósk Virginíu og þessvegna var hún heilög. Stephen sjálfum stóð á sama hvert þau fóru. Þannig stóð á því, að þau stóðu þennan sól- bjartá dag í miðjum apríl undir stóru trjánum, sem teygja lim sitt yfir ósteinlögðu strætin í gamla bæn- um, Annapolis. Þeim hafði verið vísað á hlið og á bak við það voru grænir lilac-runnar, sem uxu í röðum meðíram gangstígnum upp að stóra húsinu, sem Lionel Carvel hafði látið bygggja þar. Virginía mintist þess að Riöhard Carvel hefði leitt Dorothv Manners eftir þessum stíg dag einn í júní fyrir hundrað árum. Þau gengu upp tröppurnar/ sem nú voru orðnar hálffúnar af elli og notkunarleysi, og Virginíá iyfti upp koparhamrinum, sem var á hurðinni, nú þakinn með spansgrænu, en sem Scipio hafði verið vanur að fægja þar til hann glóði. Stephen dró upp úr vasa sín- um þungán lykil, sem Carvel hershöfðingi hafði fengið honum, og snéri honum í ryðgaðri skránni. Hurðin opna^iist og Virginía stóð í forstofunni í húsi forfeðra sinna. Loftir þar inni var rakt og fult af myglulykt eins og daginn, sem Richard hafði komið aftur fhá Englandi og frétt að afi sinn væri dáuður og fundið húsið tómt. En þarna, þar sem stigarnir skiftust, var glugginn með þremur bogunum, sem hann hafði lýst. Síðdegissólin skein inn um hann nú, eins og þá og skuggarnir af trjágreinunum, sem laufið var að ibyrjá að springa út á, hrísluðust á gólfinu. En stóra klúkkan, sem Lionel Carvel var vanur að draga upp, var í Calvert-húsinu ásamt mörgum öðrum dýr- gripum. Þau gengu upp á loftið og reikuðu hægt og lotn- ingarfull um auð gólfin, og fótatak þeirra bergmál- áði um alt ih^sið. Ýms atvik úr lífi langafa hennar flugu Virginíu í hug. Hérna var herbergið >— hörn- hehbergið i aðalhúsinu að aftanverðu, þar sem glugg inn vissi út að auðum garðinum — sem móðir Rich- ards hafði búið í. Hún mintist þess að hann hefði stolist þar inn, daginn éftir heimkomu sína, og opnað hleraná. Þeir voru nú ophir, því að lásinn var brot- inn( af. Bænaborðið var farið og sömuleiðis kom- móðan, en háa rúmið var þar enn, að vísu rúð hvítu tjöldunum, og tröppurnar, sem hún hafði notað til þess að komast upp í þáð. Næst gengu þau inn í gríðarstórt herbergi, sem var eins breitt og það var langt. Það hafði verið herbergi Lionels Carvels, og þar líka var stóra rúmið, - sem gámli maðnrinn hafði legið í, þegar hann vnr veikur af liðagigtinni; og Richard hafði setið þar hjá honum og lesið fyrir hann úr tímaritinu Specta- tor. Gluggarnir á annari hlið herbergisins vissu ut að Férskvatnsgötunni, en út um gluggana á hlnni hliðinni mátti sjá yfir þákið á lágu húsi, sem stóð þar á móti, þangað .sem sólargeislarnir glitruðu á bláu og hvítu yfirtborði Chesapeake- árinnar. “Væri það ekki gamán, góði minn,” sagði Virg- inía, þar sem þau stóðu við gluggann, ef við gætum búið hér langt frá háreysti heimsins — bara við tvö. En þú yrðir aldrei .ánægður með það,” bætti hún við brosandi í ávítunarróm. “Þú ert maður, sem verður að verá þar isem starfið er mest. Eftir suttan títna muntu hafa margt um að hugsa fleira en mig.” Hann heyrði fljótt að rödd ihennar var hálf raunaleg. Og hann dró hana nær sér. “Við höfum öll skyldum að gegna i heiminum, elskan mín,” sagði hann. Það getur ekki ávalt verið leikur.” “Þú ert Púrítani!” hrópaði hún. “Að hugsa sér það, að eg skuli hafá gifst manni, sem er I’úrí- tani! Hvað mundi langa-langa-largafi minn hafa sagt, hefði hann vitað þáð — hann, sem var eld- heitur konungssinni? Mér finst eg geta séð hann istanda þarna í dyrunum, ygldan á brún, i bláum flauelsfrakka og í silfuhbryddu vesti.” \ RJÓMI Ötyðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framieiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eíni framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL Tlie Manitoba Go-opera(ive Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.