Lögberg - 23.07.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
23. JÚLÍ. 1925.
Bk 1
Dómki rkj u-söf n uðurinn
í Reykjavík hélt aðalfund sinn'
14. júní s.I. og segir~$vo af honum!
í Vísi næsta dag:
Fundurinn hófst með söng ogj
bæn. Þá setti oddviti sóknar-(
qiefndar fundinn og mintist á þær
breytingar um presta safnaðarins,
er oröið höfðu liðið fardagaár.
Séra Jóhann Þorkelsson hefði*
slept dómkirkj uprests embættinu
eftir 34 ára þjónustu, en við þvi
hefði tekið séra Bjarni Jónsson, er
öllum væri kunnur og kær. Kvaðst
oddviti vita, að hann hefSi talað
fyrir hönd alls safnaðarins, er
hann hefði samfagnað honum með
símskeyti við það tækifæri.
Þá sneri hann orðum sínum til
séra Friðriks H'allgrímssonar. og
mintist á, hve greinilega; hefði
komið i ljós, bæði við kosningu
hans og síðar, að mörgu safnaðar-
fólki hefði verið áhugamál að fá
hann hingað, og mælti síðan hér
um bil á þessa leið:
“Vér bjóðum séra Friðrik Hall-
grimsson og fjölskyldu hans hjart-
anlega velkomin. Starfið er hér
meira en nóg fyrir tvo presta. jafn-
vel þótt þeir hefðu sinn aðstoðar-
prestinn hvor. Vér þurfum ekki
annað en nefna eitt orð, til að
minna á, hvílikt feikna starf prest-
um þessa safnaðar er ætlað að
lögum. Og það orð er húsvitjun.
í fámennum söfnuðum gerir hver
góður prestur sér far um, að koma
á hvert heimili safnaðarins minsta
kosti einu sinni á ári í sálgæsluer-
indum, en í voru fjölmenni er hætt
við að tveim prestum sé'það of-
ætlun vegna annara prestsstarfa.
En hitt veit eg þeir geta gert, og
er ljúft að gera, að sjá um að tvær
opinberar guðsþjónustur fari fram
í dómkirkjunni hvern helgan dag
árið um kring, þegar ekki stendur
alveg sérstaklega á, eins og t. d. í
dag.
Oss er það öllum kunnugt, að
mörgum, einkum kvenfólki, er
harla óþægilegt að sækja messu
kl. 11 árd., og því fagnar því alt
kirkjurækið fólk, að mega eiga
von á síðdegismessum framvegis
að staðaldri árið um kring.— Síð
ustu árin voru strafskraftar séra
Jólhanns Þorkelssonar ifarnir1 svo
að þverra, að ekki var hægt að
ætlast til þess, að hann inti eins
mikið starf af hendi og sá prest
ur getur, sem enn er á bezta aldri,
en hefir þó langa prestsskapar
reynslu að baki, — og engum var
þægð í, að séra Bjarni Jónsson
gengi alveg fram af sér, því að
hans starfs viljum vér öll njóta
sem lengst.
Um frú Bentínu Hallgrímsson
er oss ýmsum kunnugt, að hún
hefir tekið mikinn þátt í ýmsu
frjálsu safnaðarstarfi hjá söfnuð-
unum i Argyle, og fyrir slíkar
konur er meira en nóg verkefni
hér í Reykjavík. Fyrir því bjóð-
um vér þau hjónin hjartanlega
velkomin í vorn hóp.”
Séra Friðrik þakkaði góðar við-
tökur.
Þá voru dagskrárefni fundar-
ins tekin til meðferðar.
1. Oddviti las upp reikning yfir
orgelgjöld og sönggjöld árið 1924,
og kostnað við prestskosninguna,(
en féhirðir kirkjugarðsins, Péturi
Halldórsson, las upp reikning
kirkjugarðsins, voru þessir reikn-
ingar áður endurskoðaðir, og sam-
þyktir athugasemdalaust á fund-
inum.
2. Qddviti gerði grein fyrir til-
lögu sóknarnefndar um að byggja
kapellu i kirkjugarðinum, svipaða
og hann hefir áður skrifað um í
Morgunblaðið. En gat þess sér-
staklega, að hann væri því alveg
mótfallinn að gera tilraun til að
fá ríkisstjÖrnina til að reisa þessa
kapellu, því að ef það fengist, sem
væri harla vafasamt, mundi sá
kostnaður skrifast! í, reikning
dómkirkjunnar, og ^íkið Itaka
hann aftur með hærri kirkjugjöld-
um, svo að það væri sama sem að1
láta dómkirkjusöfnuðinn einan
um allan kostnaðinn, þótt allir
bæjanbúar gætu notað kapelluna.
Urðu töluverðar umræður um
þetta mál, og tóku til máls, sumir
tvisvar, dr. Jón Helgason biskup,
séra Bjarni Jónsson, Pétur Hall-
dórsson og Felix Guðmundsson. —
Að umræðum loknum var svohljóð-
andi tillaga samþykt með 201 at-
kvæði gegn 2:
“SafnaðaQundurinn felur sókn-
arnefndinni í samvinnu við safn-
aðarstjórn fríkirkjusafnaðarins, aö
reisa kapellu í kirkjugarðinum
svo fljótt sem unt er, og veitir
nefndinni heimild til að taka nauð-
synleg lán í því skyni.”
3. 'fíelgMagavlnnan var annað
aðalmálið á dagskrá. Verkamanna
félagið “Dagsbrún” hafði sent
nefnd manna á fundinn í tilefni af
því máli, og lagði hún fram áskor-
un til fundarins frá "Dagsbrún”
um að samþykkja tillögu um af-
nám helgidagavinnu. Frummæl-
andi um málið alment var Sig-
mundur Sveinsson umsjónarmað- i
ur. Hafði hann nýverið átt tal
við nokkra aðalvínnuveitendur |
bæjarins um helgidagavinnu, og'
fengið fremur góðar undirtektir. I
Urðu fjörugar umræijur um þetta
mQ, og tóku til máls auk frum-
mælanda: Sigurbjöm Á. Gislasonj
Ágúst Jósefsson, dr. Jón Helga-j
son báskup, Sigurjón Ólafsson,;
sérai Bjarni Jónsson og Jón Bald-1
vinsson alþingismaður. Voru þeir
allir sammála um, að nauðsyn bæri
til að takmarka stórum helgidaga-
vinnuna. Tvær tillögur komu
fram, sem báðar voru samþyktar
með öllum atkvæðum gegn einu.
Var önnur þeirra frá Sigmundi
Sveinssyni og hljóðaði svo:
“Fundurinn æskir þess, að sókn-
arnefndin setji sig í sem nánast
samband við útgerðarfélög og
verkamenn bæjarins til þess að
vinna’að meiri friðun helgidags'-
ins.”
Hin tillagan var frá Sigurjóni
Ólafssyni og var á þessa leið:
l“Aða:lfundur Iþjóðkirkjusafnað-
arins 7 Reykjavík 14. jýní 1925
samþykkir að fela stjórn safnað
arins að gangast fyrir því, að sam-
þykt verði á næsta alþingi lög um
afnám helgidagavinnunnar.”
4. Þá flutti séra Friðrik Hall-
Igrímsson fróðlegt erindi um
kirkjustarf meðal 'Vestur-Islend-
inga.
Þegar því var lokið, hafði fund-
urinn staðið því nær þrjár stundir
og ekki fleiri mál tekin fyrir. —
En að skilnaði var sungið: Son
Guðs ertu með sanni, og síðan var
slitið fqndi.
Fundarmaður.
------o------
Arnarhóll.
og Ingólfsmyndin.
Fyrir skömmu kvarta'ði “Borg-
ari” yfir því í “Vísi,” hvernig ura-
horfs væri kringum Ingólfslík-
neskið á Arnarhól, og fleiri hafa
Kvartað áður, og er það síst að
ástæðulausu.
Það mun flestum Ihafa þótt vel
ráðið, þegar það var loks ákveðið,
eftir töluverðar bolla'leggingar, að
að Ingólfsmyndin skyldi verða sett
á Arnarhól. Það var svo sem sjálf-
sagt, bæði af sögulegum ástæðum
og svo vegna þess,' að hvergi í
bænum má betur njóta hinnar ó-
viðjafnanlegu ‘dýrðar vorsólsetr-
anna í Reykjavík, en einmitt af bá-
hólnum. Iðnaðarmannafélagið
gerði það það ekki endaslept með
myndina. Það kom henni fyrir og
gerði í kringum hana þrep eða
hjalla' með grænum brekkum, lét
steypa setubekki þar unpi í kring
um fótstall myndarinnar handa
fólkinu tb þess að hvíla sig á og
njÖta útsýnisins og gera blómreiti
rneð lágvöxnum.. harðgcrðum ís-
lenskum skrautjurtum, — alt eftir
fyrirsögn meistarans — og svo
kom hinn merki dagur, þegar mynd-
in var afhjúpuð með söngvum og
ræðuhöldum. Formaður Iðnaðar-
mannafélagsins afhenti hina dýr-
mætu gjöf. Forsætfsráðherra og
borgarstjóri tóku á móti henni með
þakka'r-ræðum og fólk var hrifið,
því að þarna hafði það eignast
þjóðarminnismerki (National-
monument), einstakt í sinni röð.
Nú skyldu menn ætla, að “fólk-
ið” hefði kunnað að meta þennan
dýrgrip og fara með hann eins og
dýrgrip sæmdi. En það varð nú
nokkuð á annan veg. Það lagði að
vísu undir sig Arnarhólstúnið og
gerði það að skemtigarði, og við
því var í raun og veru ekkert að
segja. Því að það átti óneitanlega
best við að það yrði um leið gert
að skemtigarði, þar sem fólkið
mætti liggja í grasinu og njóta'
lífsins og útsýnisins. I>að hefði
verið sæmilegt tillag frá ríkinu á
móti gjöfinni. — En það var ann-
að verra. Krakkar höfuðstaðarins
lögðu smámsaman undir sig hjall-
ann kringum Ingálfsmyndina',
tróðu út brekkurnra, gerðu fjár-
götur meðfram tröppunum og eftir
hornum hjallans, tröðkuðu út
ihornstöplana og rótuðu upp ofaní-
buðinum kringum myndina, (hann
er annars mjög óheppilegur), og
kölstuðu honum í allar áttir. Á
þetta horfði fullorðna fólkið oft
án þess að finna' hvöt hjá sér til
þess að banna það, og ekkert opin-
bert eftrlit eða reglur settar sem
bönnuðu slíkt. Blómlbeðunum held
eg að krakkarnir hafi þyrmt nokk-
unveginn. Við þetta bættist svo
það, að það varð siður manná, sem
þrftu að vita um skipakomur eða
vildu hvíla sig þarna á bekíkjunum,
að safnast þarna, og var ekkert við
því að isegja, hefðu þá ekki sumir
þéirra gleymt því’hvar þeir voru
staddir óg haft þar í frammi ýmis-
legt það, sem best væri að þurfa
ekki að tála um, og enginn siðaður
maður mundi láta sér sæma að
hafa þar í frammi. Stækjulyktin
þar uppi er þegjandi vottur. — En
þetta var ekki nóg. Þegar búið var
að ná því grasi sem hægt vár að
hjakka upp úr túninu, var :hóp af
hestum h^eypt á þð, til þess að
hirða það sem ljáirnir höfðu ekki
náð, og klárarnir létu sér ekki
nægja túnið, þeim þótti gott gras-
ið í brekkum hjallans, fóru alveg
upp á hann til þess að ránnsaka,
hvort þar mundi ekki enn betri
grasakostur kringum myndina,
fundu víst áburðarlykfina þaðan,
en urðu fyrir vónbirigðum, þar
voru aðeins nokkrar óætar skraut-
jurtir. í hefndar skyni tröðkuðu
þeir út< öll blómíbeðin. Svoná eij'
sagan, og ekki fögur.
Nú er komið sumar, en alt er í
óhirðu þarna uppi. Lítur út fyrir
að það eigi að verða svo áfram.
En það er okkur Reykvíkingum
til lítils sóma hvernig komið er.
Meðferðin á staðnum er margföld
móðgun; fyrst og fremst móðgun
við minningu þess manns, er fvrst-
ur reisti hér bú og treysti hinu
nýfundná landi til þess að geta
orðið heimkynni siðaðra manna,
móðgun við listamanninn, er gerði
rnyndina, — víðfrægan maiin, —
móðgun við hina veglyndu gef-
endur, serri mega nú með sorg
endur, sem mega nú með' sorg
horfa á hversu lítils gjöf þeirra
er metin, móðgun við fegurðartil-
finningu manna og móðgun við
álmenna velsæmistilfinningu.
Þetta verður að laga sem fyrst.
Útlendingar og utanbæjarmenn
mega ekki sjá staðinn fyr en gerð-
ar hafa verið þar nauðsynlegar
umlbætur. Eins og hann er, er hatm
talandi vottur þess, að vér stönd-
um ekki enn á sérlega háu menn-
ingarstigi. Engin þjóð mundi fara
svona með dýrmætt þjóðarminnis-
merki.
Vonandi taka nú bæjarstjórn og
landsstjórp höndum saman og
bæía úr þessu, og um leið og það
verður gert, ætti að ger-i i\rnar-
hólstúnið að iskemtigarði fyrir
fólkið, með gangstígum og leyfi
til þess að fara um graöið og liggja
í því, þegar kláki og væta er úr
jörð á vorin. Og svo ætti ekki að
leyfa að reist yrðu nein hús fram
með Kalkofnsveginum og þar inn
með, hærri en þau sem nú eru þar,
svo að hið dýrlega útsýni út yfir
sjóinn og til fjallanna til vesturs
og; norðurs, byrgist ekki. — Töð-
unni af túninu verður áð offra
að mestu og beit verða menn að
útvega klárum sínum annars stað-
ar.
Gamall borgari.
Vísir.
Vöxtur bæjanna.
Vöxtur bæjanna er einhver
merkasta breytingin i þjóðlífi voru
á síðustu tímum. Það þarf ekki
annað en að lita á íbúatölu í
Reykjavík, til þess að sjá hve stór-
vaxinn hann hefir verið:
Árið 1801 307 íb.
— 1840 890 —
i— 1860 1444 —
— 1880 2567 —
— 1901 6882 —
t— 1915 14200 —
— 1924 rúm 19000 —
Vöxturinn er þó mjög hægfara
frám yfir miðja síðastliðna öld en
mjög hraður eftir aldamótin. Svo
mikið hefir að þessu kveðið, að
sveitafólki hefir fækkað í sumum
héruðum og njí eru það aðeins
43% —'ekki helmingur þjói)arinn-
ar, — sem Iffir á landbúnaði. Þó
er 'fólksfækkunin lítilfjörleg eða
engin í flestum sýslum frá því
sem hún var árið 1880 en langmest
í Árnes- og Rangárvallasýslum og
töluverð í Húnavatnssýslu.
Efir því sem á horfist, er þess
skamt að bíða, að meirihluti þjóð-
arinnar séu borgarbúar. Þaö má
getá nærri að þessi mikla bylting
hefir rík á'hrif á heilbrieðismál
vor og þess vegna þótti mér ástæða
til þess áð minnast á hana í Heil-
Ibrigðistíðindum.
Hræðslan við bæina. Að sjálf-
sögðu hefir uppgangur bæjanna
vakið hina mestu athygli og ýms-
um getum verið leitt að því, af
hverju hann ka^mi. Flestum hættir
við að líta á hann sem einhvers-
konar villigötu, að þáð sé einkum
leti og skemtanafýsn, sem teymi
fólkið í kauptúnin. Sumir halda
að það 'sé.u skólarnir sem vcnji
unga fólkið á borgalífið og vilja
bæta úr þessu með því að flytja
þá upp í sveit, þó oft sé þa'ð aýr-
ara og að mörgu leyti óþægilegra.
Jafnvel heilsuhæli vilja menn' nú
hafa sem lengst frá kauptúnunum.
Menn eru bersýnilega hræddir við
þau, halda að þau hljóti að veiá
spillingarbæli í samanburði við
sveitirnar.
Flest af því, sem eg hefi séð í
blöðum vorum um vöxt bæjanna
út í hörgul. Hann er ekkert sér-
átakt fyrir oss heldur gengur hann
yfir flest lönd f og er a'uðvitáð
sprottinn af knýjandi nauðsyn.
Fólksfjölgunin. Það er eftirtekt-
arvert, e,ð vöxtur bæjanna og fólks
fjölgun 1 landinu hefir haldist í
hendur. Það sem bætist við af
ungu fólki lendir 1 bæjunum. —
Síðan 1880—1890 hefir fólki fjölg-
að mjög hratt, vegna þess áð
manndauði hefir minkað stórkcst-
lega og þessi mikla fólksfjölgun
1— um 1000 menn á,ári, — er ein
af helstu orsökunum til uppgangs
bæjanna. Án hennar hefði hann
hlotið að vera lítilfjörlegur. Aftur
held eg, áð flestir séu í raun og
veru sammála um, að fólksfjölg-
unin hafi verið fremur til góðs
en ills, jafnvel að h\in\sé ój’ækur
vottur þess, að nú fyrst sé þjóðin
að komast úr kútnum eftir ault og
seyru liðinna alda.
Unga fólkið og atvinnuvegir
landsins.
Næst fólksfjölguninni er vöxtur
Ibæjá atvinnumál. Þegar næg at-
vinna Ibýðst í bæjum, vaxa þeir.
bregðist hún á einhvern hátt mink-
a þeir óðar eða hverfa. Meðan
Rómverjar réðu Englandi og höfðu
þar hersveitir, bygðust þar marg-
ar skipulegar borgir, en eftir burt-
för þeirrá og innflutning Engil-
Saxa eyddust borgirnar, því nýju
innflytjendurnir stunduðu sveita-
búskap, sem fullnægði öllum
þeirra þörfum. Nú hefir það geng-
ið svo hjá oss, að atvinna eykst
ekki að neinu ráði í sveitum og
býlum fjölgar þar ekki það telj-
andi sé. Þáð bætast við 1000 menn
á hverju ári í landinu, og svo
framarlega sem sveitirnar ættu
að sjá þeim fyrir farborða, þyrft.i
að stofna 300—400 lífvænleg ný-
býli á hverju ári.
Fæstar sveitir hafa sýnt nokkra
viðleytni í þessa átt. Þvert á móti
hefir fjöldi kota verið lagður í
eyði og allur þorri bænda hefir
þá trú, að kotbúskapur beri sig
ekki og sé til niðurdreps. Satt að
segja sýnist íslensk búskapai-
reynsla styðja það mál, hvort sem
þetta þyrfti enn áð ganga svo með
allri nýju þekkingunni, sem bæM.
hefir við á síðari árum, 0g betri
aðstöðu að mörgu leyti en verið
hefir við á síðari árum, og betri
aðstöðu að mörgu leyti en verið
hefir undanfarnar aldir. Ef fjölga
skal býlum að miklum mun verður
ja'rðrækt að aukast stórkostlega
og fjárbúskapur að breytast að
miklu leyti í kúabúskap. Enn er
það ósannað mál, að þetta geti
'borið sig, þó allir voni að ókleyft
sé það ekki. Meðan svo stendur er
ekki vert áð gera mikið úr nýbýla-
málinu.
Sveitirnar hafa þá alls ekki séð
börnum sínum fyrir atvinnu —
ekki þeim sem bættust við — og
ekki reynt til þess. Öll börnin, sem
bættust við gömlu íbúatölumf, hafa
sveitamenn borið út — á kaup-
staðamölina'!
Þeim var ef til vill einn kostur
nauðugur, en þeir hafa heldur ekki
yfirleitt sýnt neina alvarlega við-
leitni til þess að sjá börnunum
farborða á ánnan veg. Það er ekki
til nejns að benda á það, að þörf
sé fyrir 3—4000 ódýra vinnumenn
og vinnukonur í sveitunum. Unga
fólkið gerir flest þá kröfu, þegar
það er fulltíða, að geta átt með
sig sjálft, og eignast heimili fyrir
sig. ,
Eg get ekki láð því það.
Afkoman á mölinni. .Þær voru
ekki sérlega ájitlegar í fyrstu
þessar horfur útbornu barnanna,
sem settust að á kaupstaðamölinni.
Þar voru lítil eðá engin hús fyrir
snauða aðkomumenn, landið ó-
frjótt og rándýrt, yfirleitt ekkert
að lifa af nema blikandi hafið við
ströndina. Það var eina vonin og
1 eini atvinnuvegurinn.
Og unga fólkið, sem var að berj-
ast fyrir lífi sínu og framtíðarheirr.
ili, lá ekki á liði sínu og lét hend-
ur standa fram úr ermum. Hvert
húsið vár reist eftir annað, fyrst
lítilfjörlegir kofar, síðar myndar-
leg hús ogjúðast stórhýsi. Bátar
voru smíðaðir, síðar þilskip og að
lokum keypt stóreflis eimskip með
besta búnaði. Og jafnframt fór
litla kauptúnið að vaxa svo brak-
aði í hverju tré, og tók á skömm-
um tíma slíkum stakkaskiftum, að
það varð að heilli borg.
Það var eiris ,og sjórinn hefði
miskunnað sig yfir malárlýðinn,
Káldlyndur var hann stundum,
en oftast örlyndur við dugnaðar-
menn. Þessvegna fjölguðu bæði
húsin og skipin með hverju ári, og
þessvegna farnaðist útbornu börn-
unum betur en áhorfðist.
Það skipaðist einhvern veginn
svo á skömmum tímá, að frjósömu
sveitirnar voru orðnar langt á
eftir ötulu útgerðarbæjunum og
húsin á mölinn hálfu meira virði
en allar jarðirnar, — þó undarlegt
sé.—
Uppgötvun bóndans. Einu sinni
heimsótti mig merkur bóndi. —
Hann ikvaðst vilja segjá mér frá
merkilegri^ uppgötvun, sem hann
hefði gert. Eg spurði hver hún
væri. Hann sagði mér'þá, að hann
hefði dvalið mánaðartima í bæn-
um og notað hahn til þess að hitta
alla sveitunga sína, sem bjuggu
hér í bænum, en þeir voru allmarg-
ir, og grenslast eftir hðgum þeirra
og afkomu allri. sagðist hann nú
vita með vissu hversvegna fólk
flytti til Reykjávíkur, en það hefði
hann aldrei skilið fyr.
“Og hversvegna flytur það?”,
spurði eg. ^
“Vegna þess að því líður miklu
betur en í sveitinni, hefir betri at-
vinnu og kemst. betur af. Það er
sannarlega eðlilegt, þó það flytji
til bæjarins!”
Þessi uppgötvun bóndans er
márgfalt réttari en alt bullið um
letina', spillinguna og skemtana-
fýsnina. Margt dregur fólk til
bæjanna en mest'af öllu tvent:
vonin um að geta eignast heimili
fyrir sig, og að
atvinnu. G. H.
ísafold 22. júní ’25.
a eignast heimilij . . ,. r , r.11 r ^ . J.
geta fengið^betri IVlunicipality ot V íilage OI Llimll
SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES
By virtue of a warrant issued bv thf Mavor of the MUNICIPAL-
ITY OF VILLAGE OF GIMLI, in the Province of Manitoba, under
his hand and the Corporate Seal of the said Municipality, to me di-
rected, and bearing date the 7th day of July, A.D. 1925, command-
ing me to levy on the several parcels of land hereinafter mentioned
and described, for the arrears of taxes due thereon with costs, I do
hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs
are sooner paid, I will, on Saturday, August 29th, A.D. 1925, at
the Council Chamber, in the Town Hall, Gimli, Man., in the said
Municipality, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed
to sell by public auction, the said land for arrears of taxes and
costs.
All these lands are patented.
I>ESCRIPTION
Fangaskipið.
I bréfi, sem hr. Hjörtur Líndal,
sonur Mr. og Mrs. B. S. Lindals
hér í bæ, ritar foreldrum sínum
frá Englandi, er eftirfylgjandi
kafli:
“Við fórum að sjá skip um dag-
inn, sem var í siglingum fyrir 100
árum á púlli Englands og Astral-
íu og flutti fanga á milli þeirra
landa. Er skip það hin ægilegasta
mynd af lifi því, er þeir vesaling-
ar, sem ófrjálsir voru, eða í ónáð
komust á þeim árum, áttu við að
búa. Þar eru allir fangaklefar
með öllum ummerkjum: Kéðj-
nrnar, sem fangarmr voru hnept-
ir í, og pyntinga verkfæri, sem
mönnum hrýs nú hugur við að sjá
með öllu hugíanlegu fyrirkomu-
lagi og svo margvísleg, að maSur
furðar sig á þeim heiftarhug, sem
á bak við þau liggur, og kvala-víti
því, er menn þeir, sem framleiddu
þau, hafa átt yfir að ráöa. Fanga-
klefarnir eru allir niðri i botni á
skipinu, og fyrir framan dyrnar á
þeim eru lautir ofan í harðan við-
inn, þar tsem fangarnir hafa staðiö
0& stigið svo árum skifti, á hverj-
um degi og beöiö óþreyjufullir eft-
ir því, að fá að^ sjá daginn og
sólina.
Skip þetta er gjört úr viði, sem
nú er ófáanlegur (Burmese Teak)
frá Indlandi, og væri gaman aö
eiga stól eða borð úr honum.
Þegar maður ber saman í hug
anum það, sem menn og konur
þær, er þetta skip flutti, áttu við
að búa—hegningu þá hina grimmu
er það þurfti aö liða fyrir afbrot
sín, við það, sem fangar eiga nú
við að búa, þá rís sú spurning upp
í huga mér, hvort^slík pynting, slík
grimd í garð afbrotamanna, sé
nauðsynleg til þess að halda hin-
um glæpsamlegu tilhneigingum
manna i skefjum? Er það ekki
einmitt þessi strangleiki, bem
haldið1 Jhefir glæpasögu brezku
þjóðarinnar hreinni en glæpasögu
ilestra annara landa? Og þegar
eg sé og virði fyrir mér þjóðlífið
hér í 'kringum mig, þá er eg að
hugsa um, hvort 16 bað sé hegn-
ing og harðneskja í líking við það,
sem fólk það, er þetta skip flutti,
sem verður að beita, til þess að það
fáist til að bera virðingu fyrir
lögum og forðast glæpi.
í skipi þessu er hurð úr jámi,
sem ekki heyrir því þó til, en var
eitt sinn fyrir klefa í Lundúna-
turninum (’London Tower). Of-
urlitlu broti náði eg úr þeirri hurð,
sem eg sendi þér. Um sögu þess
veit eg ekki, en væri hún rituð þá
býst eg við að það væri hryllileg
kvalasaga. Hurð sú, sefn það er.
úr, hefir að sjálfsögðu geymt
margan merkismann hinnar ensku
þjóðar, er beið dauðans i þessum
ægilega Lundúna turni, og ekki ó-
líklegt, að Maria Skota drotning
hafi einnig nálægt því komið, er
bún beið aftökunnar eftir að dóm-
ur var fallinn y fir hana.
Tuttugu og tvær miljónir manna
hafa skoðað skip þetta, víðsvegar
um lönd. Þiljur þess, bitar og
borð er þéttskrifað nöfnum þeirra,
sem hafa skoðað þáð.”
Þesíi ofanskráði bréfkafli er
ritaður af einum af hinum yngri
mönnum i hópi vorum og sýnir,
að hjá honum fer saman eftirtekt
og hugsun. Skipið með sinum
fornu leifum hrífur huga hans
með sér aftur í tímann og vekur
hjá honum ástæðu til þess að bera
saman hið forna og hið nýja, sem
aftub leiðir í ljós hinn nána skyld-
leika á milli þess sem var, og þess
sem er, sem er og líka aðalskilyrði
tvrir sönnu og ábyggilegu heildar
yfirliti. \
Eitt af því, sem hinu uppvax-
andli fólki er nauðsynlegt, er að
minnast þess og skilja, að við-
burðirnir, sem að baki liggja, og
þtir sem eru að gjörast nú eru §vo
náknýttir að mörgu leyti, að þeir
verða ekki aðskildir, og að aðstaða
þess gagnvart hinum ýmsu spurs-
málum lífsins, er mjög undir því
komin, að þeir þekki fortiðina og
þá hluti, sem í henni gjörðust, en
hendi sér ekki hugsunarlaust út í
hringiðu hinnar líðandi stundar.
Lots 25 and 26
Lots 89-90
Lots 95-96
Lot 124
Lot 125
Lot 126
Lot 116
Lots 15 arid 16
Lot 11
Lot 55
Rge. of Taxes Costs TOTAL
.. 1 96.48 .50 96.98
.. 1 96.48 .50 96.98
..* 1 98.69 .50 99.19
.. 1 126.01 .50 126.51
.. 1 62.54 .50 63.04
.. 1 76.97 .50 77.47
.. 1 68.42 .50 68.92
.. 1 64.02 .50- 64.52
.. 1 70.80 .50 71.30
... 1 42.81 .50 43.31
... 1 53.95 .50 54.45
.. 1 52.88 .50 53.38
... 1 42.53 .50 43.03
... 2 168.40 .50 168.90
... 2 45.25 .50 45.75
... 2 164.62 .50 165.12
... 2 64.07 .50 64.57
... 2 113.72 .50 114.22
... 2 23.90 .50 24.40
... 2 114.75 .50 115.25
... 2 124.61 .50 125.11
... 3 98.16 .50 98.66
... 3 20.58 .50 21.08
... 3 128.58 .50 129.08
... 3 73.02 .50 73.52
... 3 51.67 .50 52.17
... 3 36.14 .50 36.64
... 3 70.80 .50 71.30
... 3 36.14 .50 36.64
... 3 28.49 .50 28.99
... 3 152.68 .50 153.13
... 3 18.16 - .50 18.66
... 3 18.16 .50 18.66
... 3 39.59 .50 40.09
... 3 98.16 .50 98.66
... 4 47.78 .50 48.28
... 4 18.16 .50 18.66
... 4 64.34 .50 64.84
... 4 15.84 .50 16.34
... 5 113.98 .50 114.48
... 5 15.84 .50 16.34
... 5 78f38 .50 78.88
... 5 20.58 .50 21.08
... 5 43.64 .50 44.14
... 6 95.73 .50 96.23
... 6 82.29 .50 82.79
... 6 94.05 .50 94.55
... 6 23.75 .50 24.25
... 6 23.75 .50 24^25
... 6 52.23 .50 52.73
... 6 66.49 .50 66.99
... 7 26.92 .50 27.42
... 7 28.52 .50 29.02
.... 7 31.66 .50 32.16
Dated at Gimli, this 16th day of July, A.D. 1925.
B. N. JONASSON,
Secretary-Treasurer.
Rural Municipality of Gimli
SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES
By virtue of a warrant, issued by the Reeve of the RURAL
MUNICIPALITY OF GIMLI, in the Province of Manitoba, under
his hand and the Corporate Seal of the said Municipality, to me
directed, and bearing date the 20th day of June, A.D. 1925, com-
manding me to levy on the several parcels of land hereinafter
mentioned and described, for the artears of taxes due thereon
with costs, I do hereby give notice, that unless the said arrears of
taxes and costs are sooner paid, I will, on Saturday, the 29th day
of August, A.D. 1925, at the Council Chamber, in Gimli, in the said
Rural Municipality, at the hour of two o’clock in the afternoon,
proceed to sell by public auction, the said lands for arrears of taxes
and costs.
Twp. Rge.
DESCRIPTION
S'ec.
More of fTaxes
of less Arrears
Acres
Costs TOTAL
Akureyri 10. júní.
í gær fengu bátar, er gátu róið
með nýja beitu góðan afla, fra
5000 —10.000 pund. Annars mjög
rýr afli undanfarið, vegna beitu
leysis, oftast undir 1000 pun^ á
bát. Slæmar horfur eru á því, að
síld yeiðist til beitu hér á innfirð-
inum vegna mórillu.
óvenjulegir vatnavextir e»u í
ám hér nyrðra, einkum Eyjafjarð-
ará; hólmarnir allir í kafi og er
sem stórt sföðuvatn að líta frá
þjóðveginum að vestan austui-
undir fjallarætur, brúin og risið
á kofunum á Kaupangsbakka hið
eina, sem stendur upp úr.
Jarðarför Stefán3 heitins Ste-
fánssonar, fyrv. alþingismanns,
fer fram H morgun.
18
18,
18
18
18
18
18
19
18
19
20
20
20
21
21
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
4 E
3 E
3 E
3 E
3 E
80
80
160
160
80
80
80
154
160
160
133
162
160
160
160
160
Ei/2 of SE14, .....18
Wi/2 of N.E.14 ....30
N.W.l/4 ...........30
SWl/4 ............. 2
Si/2 of SEi/4 ..... 3
Ei/2 of NWi/4......10
Ni/2 of SWl/4 .....12
NEl/4 ........... 20
NEi/4 .............35
SWI/4 .............10
Frac. NEl/4 ....... 5
NWi/4 .............18
NWi/4 .............36
NEi/4 .............23
SEl/4 .............13
NWl/4 .............13
Plan 1759—
Lot 18, Blk. 1 ........t............
Lot 5, Blk. 2 ...,i.......f..........
Lot 1, Blk. 4.......................
Lot 5, Block 5 .....................
Lot 7, Block 7 .....................
Lot 16, Block 7 .....................
Lot 7, Block 12 ....................
Lots 12 & 13, Block 18..............
Lots 12, 13 & 14, Block 27 .........
Lot 3, Block 6, Plan 1493 ..........
Plan 891—
Lots 1 and 2, Block 1 ...............
Lot 9, Block 1 .....................
Lot 13, Block 1 .....................
Lots 3 and 4* Block 2 ..............
Plan 1227— "
Lots 25 and 26, Block 2 ............
East % of East V2 of Lots 1, 2 & 3
Block 3 ........................
East 1/4 of West V2 of Lots 1, 2 & 3,
Block 3 ...........L............
Lot 4, Block 3' a...................
Lots 12, 13 & 14, Block 4...........
Lot 11, Block 4 ....................
Lot 6, Block 1, Plan 2242 ...........
Lots 8, 9, 10, 11, 12, 13, Blk. 1, Pl. 2242
Lot 9, Block 2, Plan 2242 ...........
Lot 12, Block 1, Plan 2777...........
Lot 13, Block 1, Plan 2777 .........
Dated at Gimli, Manitoba, this 15th day of July, A.D. 1925.
• , * E. S. JONASSON, *
Sec.-Treas., Rural Municipality of Gimli.
$48.60 .50 $49.10
47.16 .50 47.65
92.91 .50 93.41
174.90 .50 175.40
125.20 .50 125.70
49.94 .50 50.44
49.94 .50 50.44
166.70 .50 167.20
101.21 .50 101.71
81.26 .50 81.76
260.76 .50 261.26
118.68 .50 119.18
169.62 .50 170.12
110.07 .50 110.57
98.28 .50 98,78
97.74 .50 98.24
71.49 .50 71.99
78.63 .50 79.13
74.05 .50 ’ 74.55
64.34 .50 64.8á
11.28 .50 11.78
11.43 .50 11.93
11.43 .50 11.93
8.57 .50 9.07
12.87 .50 13.37
16.72 ’ .50 17.22
28.44 .50 28.94
13.39 .50 13.89
13.39 .50 13.89
63.57 .50 64.07
52.57 \ 51.86 .50 53.07
.50 - 52.36
51.86 .50 52.36
50.18 .50 50.68
31.79 .50 32.29
10.05 .50 10.55
10.04 .50 10.54
50.38 .50 50.88
10.05 .50 10.55
8.36 .50 8.86
10.05 .50 10.55
1