Lögberg - 13.08.1925, Side 6
8 j. 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
13. ÁGÚST, 1925.
PEG.
Eftir J. Hartley Manners.
“Þið hafið svarið eiðinn! Viljið þið verða
meinsærismenn með því að hlýða þessum gamla
maqni? Lítið. þið á hermennina, einkennisbúning-
ur þeirra er ímynd harðstjórnarinnar. Leiftrið frá
byssum þeirra Sr sönnun fyrir tilfinningu þeirri, er
hennar hátign drotningin ber til þessa hluta kon-
ungsríkisins. Við biðjum um réttlæti, en okkur er
svarað með ibyssukúlum. Við biðjum um frelsi, og
svarið er “dauðinn” frá höndum dáta hennar. Við
tökum á móti áskoraninni. Látið konur ykkar og
börn vera að baki ykkur.”
iMénnirnir bjuggu um sig til að vernda kon-
urnar, fyrir hinni fyrstu árás dátanna.
' Svo gengu mennirnir á St. Kernau’s Hill á móti
hermönnunum, með steina og staura (að vopnum.
Lénsmaðurinn, hr. Roche (reið fremstur her-
mannanna.
“Takið’þið höndum þennan mann þarna,” hróp-
aði hann og benti á O’Connell.
i Reiðikurr heyrðist frá fólkinu.
Faðir Cahill flýtti sér að stilla til friðar.
“Ráðist þér ekki á þá, hr. Roche . í guðs bæn-
um gerið þér það ekki. Annars verður hér mann-
dauði.”
Eg hefi mínar skipanir, síra Cahill, og mér þyk-
ir leitt að verða að hlýða þeim."
“Þetta er ekki áheyrendunum að kenna,” sagði
presturinn.
“Við ætíum heldur ekki að gera þeim neitt ilt.
Það er O’Connell, sem við viljum ná.”
“Þeir sleppa honum aldrei, bíðið þangað til
seinna, og takið hann þá.”
“Nei, við viljum taka hann hér. Hann hefir
oft og víða sloppið frá lögreglunni, en hér skal hann
ekki sleppa.”
Lémsmaðurirtn ruddi sér braut í gegnum ysta
hring mannfjöldans, en lét hest sinn nema staðar
við hæðina.
“Frank Owen O’Connell, eg tek yður fastan í
nafni drotningarinnar, fyrir að hafa æst þessa
friðsömu borgara til uppreisnar,” kallaði hann upp
til æsingamannsins.
“Takið þér mig þá, hr. Roche,” svaraði O’Conn-
ell.
Roche snéri sér nú að ^inum foringja hermann-
anna. og gaf honum bendingu til að taka O’Connell.
Um leið og foringinn tróð sér áfram til að
framkvæma skipunina, var hann barinn með staur
svo hann féll til jarðar.
Og um leið byrjaði bardaginn.
Lénsmaðurinn las uppreistarlögin.
Hann og síra Cahill gerðu alt sem þeir gátu
til að stilla til friðar. Þeir kolluðu til O’Connells
að gefast upp og fá borgarana til að hætta og fara
heim.
Of seinit. y
Dátarnir réðust nú á múginn.
Án allrar reglu og stjórnar, aðeins leiddir af
blindri illsku og iblóðþorsta — réðust írarnir á her-
mennina og bðrðu þá með bareflum og hnefum
sínum.
Hermennirnir hopuðu á hæl, og þeim var gefin
skipun “skjótið.”
Þegar reykurinn leið burtu, voru komin skörð
í raðir uppreistarmannanna. Sumir lágu dauðir á
jörðinni, aðrir veltu sér og kveinuðu af sárum til-
fínningum — þeir voru limlestir. Kvenfólkið fleygði
sér grátandi ofan á þá dauðu. Fyrst í stað varð
kvíðandi þögn hjá borgurunum, en bvo heyrðust
reiðiþrungin orð. O’Connell lá líka fallinn í valn-
um.
Hermennirnir hópuðust í kringum hann.
Borgararnir ætluðu að ráðast á þá til þess að
frelsa hann. En hann kallaði til þeirra:
“Þetta er nóg i dag, vinir.”
Hann benti á þá dauðu og særðu.
“Lifið til þess að hefpa þessara manna. Bíðið
eftir hinum mikla degi —”
Rómurinn bilaði. Hann misti meðvitund sína.
Gegnum raðir dátanna kom ung stúlka’ ríðandi
— tæplega tvítug að aldri. Við hlið hennar reið
dauðhræddur hestasveinn. Hún reið beina leið til
, #
lénsmannsins, sem lyfti hatti sínum og heilsaði
henni.
“Farið með hánn til “The Gap,” sagði hún
með skipandi róm, og benti á O’Connell, þar sem
hann lá hreyfingarlaus.
“Það á að setja hann í varðhald,” svaraði
lénsmaðurinn.
“Æftlið þér að lífláta ennþá fleiri menn. Eruð
þér ekki ánægður með alla þá dauðu og særðu sem
hér eru?”
Hún leit með meðaumkun á hinar kveinandí
konur, og svo með fyrirlitningu á foringjann, sem
skipað hafði að skjóta.
“Þér hafið ástæðu til að vera hreykinn yfir
starfi yðar í dag!” sagði hún.
“Eg hlýddi aðeins skipan minni,” svaraði.for-
inginn auðmjúkur.
“Farið þið með þenna mann heim til bróðuh
míns. Iftnn /nun afhenda lögreglunni hann, eða
ábyrgjast hann, þangað til hann er orðínn heill
heilsu aftur. Við skulum frelsa hann fyrst um
sinn.”
, Hún sté af baki, og fór ásamt hestasveininum
að húa til börur úr greinum trjánna, sem lágu á
jörðinni. r
“Gefið sumum af mönnum yðar skipun til að
bera hann.” #
Það var skipandi hreimur í rödd hennar, sem
vakti beyg og lotning, bæði hjá lénsmanninum og
foringjanum.
“Tilkynnið stjórn yðar, að dátar hennaV hafi
skotið þessa vopnJausu menn, hr. Roche.”
Svo snéri hún sér aftur að borgurunum.
“Farið þið heim aftur, borgarar góðir.”
Hún benti á þá dauðu og særðu.
“Þessir hafa látið lífið fyrir málefnið. Gerið
þið nú eins og hann sagði — lifið fyrir það.”
Hún reið af stað og stefndi niður 1 dalinn.
Með henni fór lénsmaðurinn og hermennirnir með
börurnar.
Foringinn gaf skipanir, og hermennirnir gengu
af stað með nokkra af uppreistarmönnunum með
sér.
Vesalings örvilnuðu bændurnir urðu einir eftir
hjá þeim dauðu og deyjandi, lausir við ilsku og
æsingu.
Þeir knéféllu snöktandi hjá þeim föllnu.
Lögin og framkvæmdarmenn þeirra höfðu
sigrað í þetta skifti. ,
Þannig breyttu fylltrúar ensku stjórnarinnar
á árinu 1800, þegar Victoria drotning var við völdin.
4. KAPÍTULI.
Nathanael Kingsworth heimsækir Irland.
Meðan viðburðirnir skeðu, sem um er getið í
næsta kapítula á undan, var sá maður, sem hafði
forlög uppreistarmannanna í hendi sinni, næstum
, því jafn illa staddur og O’Connell hafði verið á St.
Kernau’s Hill.
Meðan O’Connell barðist fyrir heimild írlands
til sjáfsstjórnar, átti Kingsworth mjög erfitt með
að stjórna jafn óhlýðinni og órólegri þjóð.
Hinn framliðni faðir hans hafði alla æfi sína
kvartað yfir verðfalli landeignanna, sem einn af for
feðrum hans hafði fengið í arf fyrir mörgum manns-
öldrum síðan, og sjálfum sér hrósaði hann fyrir
það, að hafa aldrei stigið fæti sínum á frland.
Hann hafði mikla óbeit á öllu írsku,* sem er
vissum e^skum ættum meðfætt. Sjálft orðið “írsk-
ur” hljómaði illa í eyrum hans. Hann gat ekki
heýrt það án þess að hryllingur færi um hann, og
hann bannaði nánustu samvistamönnum sínum að
nefna það. Samkvæmt hans skoðun var það að öllu
leyti ósæmandi, óþolandi og laust við alla þjóð-
hylli.
Hann hafði einu sinni í veislu talað þau orð
um írland, sem stóru London-blöðin álitu þess verð
að opinbera, og framleiddu seinna æsandi árásir á
írsku þjóðina. Gamla manninum þóttí afar vænt um
þetta, og þreyttist aldrei á því að Tninnast á það, að
hann væri sá fyrsti er felt hefði þenna sanngjarna,
sögulega dóm um írana, og hann var fús til að endur
taka hann, þegar einhver af gestum hans vissi ekki
hver var upphafsmaður hans.
Það hafði átt sér stað eftir einn óvanalega
harðan vetur, að kartöfluuppskeran brást af ein-
hverri ástæðu, svo að litla írska þorpið, eða réttara
sagti íbúar þess, áttu afar erfitt, svo það var ó-
mögulegt að fá nema Títinn hluta þeirrar leigu sem
hr. Kingsworth bar. Engar áminningar fengu hina
þrjósku leiguliðá til að borga það, sem þeir áttu að
borga. Hótanir, stefnur, burtrekstur — alt varð
árangurslaust. Fólkið borgaði alls ekkert. Skatt-
heimtumaður Kingsworths lýsti því yfir að síðustu,
að hann gæti ekkert innheimt, það væru engin önn-
ur úrræði, en að bíða betri tíma.
Æstur yfir lækkun tekna sinna og þrunginn af 1
óslökkvandi hatri til hinna ósanngjörnu þegna
sinna, sem neituðu að borga honum, greip hapn
tækifærið við veislu í gildishöllinni, til að svara
hamingjuóskaskál, sem drukkin var fyrir nýlend-
urnar.
Hann lýsti með vel völdum orðum verðgildi
bresku nýlendanna — Indlandi hinu ríka og þjóð-
holla keisaradæmi. Ástralíu, með hinn geymda auð
bygð af þjóðhollum og starfsömum manneskjum, er
neyttu síns brauðs, í sveita síns andlitis, virðandi,
bæði guð og drotninguna.. Sönn fyrirmynd fyrir
heiminn. Land, þar sem daglaunamennirnir h'röfi-
uðu sér með, að leggja sitt heiðarlega innunna kaup,
við fæturna á heiðarlegum og kröfúvægum landeig-
endum. *
Að hinu leytinu bentá hailn á hinn litla hluta
bresku eyjanna, þar sem það væri álitinn glæpur
að borga leigur sínar, þar sem eigendur landeign-
anna yrðu að þola móðganir og skammir — já, drep-
andi kúlur frá hendi launmorðingja, ef þeir væru
nógu óforsjálir til að heimsækja land, þar sem lög-
in væru aðeins til þess að vanrækja þau, og þar sem
glæpir væru alsfaðar altíðir. Þesskonar ásigkomu-
lag væri lifandi ásakanir fyrir hina ensku stjórn.
Hversvegna á slíkt ásigkomulag að líðast, þeg-
ar þrjúhundruð sextíu og fimm menn sitja í neðri
deildinni til að líta eftir því, að hinum vitru lög-
um og réttvísi þessa lpnds sé hlýtt?” spurði hann
hina undrandi áheyrendur.
Og um leið og hann leit í kringum sig eftir
svari, sem aldrei kom, vy það, að hin vængjuðu
snæfuryrði fæddust á vörum hans:
“Það væri betra að forsjónin léti bylgjur At-
lanthafsins renna yfir þetta land, og eyðileggja þá
þjóð, er virðist hafa ákveðið að eyðileggja sjálfa
sik, og rýra heiður og virðingu okkar volduga keis-
araríkis ”
Hann fann um leið og hann settist, að þetta
var merlrisdagur fyrir hann, og líka fyrir England.'
“Times” skrifaði líka daginn eftir, þegar bað
skýrði frá ræðunum:
“Um leið og hann skaut máli sínu til ihinnar
hingað til svo kærulapsu forsjónar, benti hr Kings-
worth á ráðning allra hinna írsku gátna.”
Þegar nú sonurinn, Nathanael Kingsworth,
varð eigandi þessara írsku landeigna, þar sem jafn *
ólöghlýðið fólk átti ^heima, ásetti hann sér að fara
þangað og sjá ásigkomulagið með sínum eigin aug-
um, og í fyrsta skifti sté einn af þessum ættbálk
fæti sinum á írska jörð. f
Ásamt teimur systrum sínum, var hann kominn
þangað í kyrþey fyrir nokkrum vikum, og hann
byrjaði strax á því starfi, að læra að skilja fólkið
og kjörin, sem það varð að búa við.
Sama daginn og fundurinn á St. Kernau’s Hill
áUi sér stað, var hann með nákvæmni að rannsaka
alt viðvfkjandi stjórninni á landeigninni ásamt
umboðsmanninum.
Þetth var mjög leiðinleg vinna. §lík fátækt og
þarna átti sér stað, var alveg óskiljanleg á þessum
stað, sem var aðeins í fárra stunda ferð frá hans
eigin enska heimili. Að undanteknum fáeinum
nokkurn veginn velmegandi kauþmönnum, virtust
allr íbúarnir að lifa við skort á, matvælum og öllu
öðru. Alílir voru sokknir niður í skuldir. Þeir
skulduðu landeigendunum, kaupmönnunum og þar
á ofan hver öðrum bæði peninga og vörur. Þeir
virtust hafa myndað mannfélag, sem var algerlega
útilokað frá öllum öðrum, mannfélag, sem aldrei
útilokað frá öðrum, mannfélagsskap, sem aldrei
neinar tekjur eða peninga frá öðrum, enda var þar
lítið um peninga, sem fóru alt af fækkandi. og ef
þannig héldi áfram, mundi sá dagur koma, að hinn
síðasti penny væri horfinn, og plássið jafn snautt
af peningum og íbúar þess voru af fatnaði.
Þetta hafði afarmikil áhrif á Nathanael Kings-
worth. f fyrsta skifti kom honum til hugar, að æs-
ingamennirnir hefðu máské ástæðu til að tala eins
og þeir gerðu, að þeir væri ekki að berjast fyrir
engu. En jafnframt^ fann hann inst í huga sínum
grun um það, að þeir væru samt sem áður óheiðar-
legir, undirróðrargjarnir menn, grunur, sem or-
sakaðist, af uppeldi hans og orðum föður hans um
írana, og sem hélt áfram að búa í huga hans, þrátt
fyrir sannfæringu hans um hið ömurlpga ásigkomu_
lag þorpsbúanna.
Nathanael hataði alt óréttlæti og heima^í Eng-
landi á landeign sinni, hegndi hann fyrir það þegar
hann gat. Var nú þetta ásigkomulag, sem hann
hafði uppgötvað, sprottið af ensku óréttlæti eða
írskri rangsleitni? Þessari spurningu reyndi hann
að svara með hreinskilni.
“Það lítur ekki út fyrir að hér finnist einu
sinni sixpence í öllu þorpinu,” sagði hann við um-
boðsmanninn, þegar hann var búinn að gefa skýrslu
sína.
“Og það á sér heldur ekki stað fyr en einhver
flytur peninga hingað, í stað þess að taka þá héðan,”
svaraði umboðsmaðurinn.
“Þér eigið við landeigendurna?”
“Já, það geri eg. Og eg hefi hvað eftir annað
skrifað föður yðar um þetta sama efni..”
“En þér verðið þó að viðurkenna, að það er
sanngjarnt að við væntum borgunar fyrir notkun
landa okkar og húsa? Það erum við í Englandi,”
sagði Kingsworth styttingslega.
“í Englandi búa flestir landeigendur á jörðum
sinum, og eru hreyknir yfir því.”
“Já það er sannarlega engin ástæða til að vera
hreykin yfir þessari landeign,” sagði Kingsworth
og hló beiskjulega.
Svo bætti hann við:
“Og að þvi er það áhrærir að lifa hér —”
Og hann ypti öxlum fyrirlitlega.
“Áður en Kingsworth ættin eignaðist þessa ♦
landeign, bjó fjölskyldan MacMahon hér og bæði
voru þegnar hennar ánægðir með hana og hún með
þá, herra.”
“Eg vildi að hún hefði haldið áfram að vera
eigahdi,” sagði Kingsworth gremjulega.
“Hún eyðilagði sig vegna undirmanna sinna,
það er sannleikurinn hr. Umibætur hér — nýja vegi
þarna. Grjótnáma til að gefa fólkinu vinnu. og
flóðgarður til að vernda heimili fátæku fiskimann-
anna frá því, að eyðileggjast. Og þegar neyðin
þrengdi að, var ekki heimtaður einn penny af leig-
unni, í þess stað sá kvenfólk fjö.lskyldunnar um, að
þeir bjargarlausu fengju mat og hjúkrun. Til þess
að útvega peninga, urðu eigendurnir að veðsetja
landeignina og að síðustu voru skuldirnar orðnar
svo miklar, að þeir urðu að yfirgefa hana.”
Umboðsmaðurinn snéíri sér við og leitl út á
sléttuna til að dylja geðshræring sína.
‘Tlla framkvæmdar velgerðir samrýmast ekki
við hyggileg viðskiftaáform, minn góði Burke,”
sagði Kingsworth með illa dulinni gremju.
Honum líkaði ekki hreimurinn í rödd umboðs-
mannsins. í honum fólst lof um hinn fyrverandi,
fátæka landeiganda, og skortur á viðurkenningu
þess góða hjá hinum núverandi.
“Já, það er þannig, sem Englendingár skilja
þetta,” sagði Burke.
Kingsworth hélt áfram.
“Ef við þektum alt ásigkomulagið, mundum við
að líkindpm sannfærast um, að sú aðferð, sem hinir
fyrri eigendur notuðu, er orsök ihinnar núverandi
eymdar. Enginn landeigandi hefir heimild til að
spil.la sínum undirmönnum með því, að Iáta þá búa
leigulaust, og þa_r á ofan að gefa þeim peninga. Það
er skylda manna að vinna; að vera óháðir, er það
takmark, sem maður á að setja sér. írarnir skrækja
líka alt af um að fá að vera óháðir, en maður sér
aldrei að þeir hagi sér á þann hátt, að þeir vilji
vera óháðin.”
“Maður getur ekki helt vatni úr katli, og vonast
eftir að það sjóði, hr. og jafn gagnslaust er að
prédka um að vera óháður, fyrir fólki, sem er háð
í öllu, smáu og stóru.”
m
“Samhygð yðar virðist að öllu leyti vera með
fólkinu?” sagði Kingsworth.
Hann horfði rannsakandji jaugum á umboðs
manmnn. i
“Enginn getur alist upp hér, án þess að gera
það,” svaraði Burke.
“Þér eruð að minsta kostt hreinskilinn.”
‘ Slæmt að það eru ekki fleiri, sem eru það, hr.”
“Eg ætla að hugsa um hvað hægt er að gera,
til þess að betra ásigkomulagið. Gætið þess — að
eg lofa engu. Eg ætla að reyna leiguliða mína, þó
útlitið sé vonlaust. Eg ætla að veita þeim vinnu,
sem bágast eiga. Og ef þeir eru fúsir til að nota
þann áhuga, sem eg ber fyrir þeim, ætla eg að
stækka áform mín. Geri þeir það ekki, hætti eg við
alti, og reyni að selja landeign mína.”
Burke léit á hann og brosti undarlega.
Hann var grannur, fjörlegur maður um fim-
tugsaldur, glöggur og aðgætinn með augu, sem
istundum blikuðu af gleði, stundum af reiði, og voru
stundum sorgbi'tin, alt eftir því hvernig geðshrær-
ingarnar voru. Um Jeið og hann Ieit nú í augu
Kingworths, var kaldranalegt blik í þeim.
“Fólkið verður án efa þakklátt, þegar það heyrir
um umhyggju, landeigandans.”
“Eg vona það, þó að sagan segi, að þakklæti
sé ekki almennir hæfileikar hér í írlandi. Ef ír-
lendingur er steiktur, munu menn alt af verða þess
varir, að það er annar fri, sem snýr kvíslinni með
steikinni á yfir eldinum,” sagði einn af stjórn-
málamönnum okkar nýlega í neðri þingdeildinni.”
“Það er máské þessvegna, að hinn sami stjórn-
armaður setur þá í fangelsi, sem reyna að sameina
írana,” sagði Burke og brosti ofurlítið.
“Þér minnist þarna á bölvun þessa lands —
æsingamennina. Þeir eru í raun og veru aðal or-
sökin til allrar eymdarinnar. Hver mundi vilja verja
peningum sinum í því landi, sem stjórnað er af
slikum ibófum? Frelsið þér írland frá æsinga-
mönnunum, þá ýtið þér velmegun og velferð lands-
ins áfram um hundrað ár. Það eru þeir, sem hindra
alla framför.
Hann greip héraðsblaðið og las fyrirsögn einn-
ar greinarinnar.
“Eg sé að þið hafið æsingamenn hér líka?”
“Já, þeir eru til hér, hr.
“Rékið þá burtu úr þorpinu, og látið fólkið
vera í friði fyrir þessum skraffinnum. Segið þeim,
að frá þeirri stundu að þeir fara að vinna fyrir
mig, vil eg ekki hafa neins konar fundi á minni
landeign. Og ef nokkrir af leiguliðum mínum eða
verkamönnum, taka þátt f slíkum fundum annar-
staðar, þá verði þeir reknir úr húsunum og frá
vinnunni.”
“Eg,sk^l segja þeim það, hr.”.
“Eg ætla að útrýma. þesskonar ólögum.”
“Ef yður tekst það, þá verðið þér sá fyrsti til
að gera það, hr. Kingsworth.”
“Það á að halda fund í dag, sé eg,” sagði
Kingsworth, þegar hann leit aftur á blaðið,
“Já, hr..”
“Hver er þessi O’Connell?”
“Hann er fæddur hér, hr.”
“Hvað er hann — Iaunaður æsingamaður?”
“Eg held hann fái enga borgun.”
“Hversvegna varpar lögreglan honuni pkki í
fangelsi?”
“Hún gerir það máské, hr.”
“Eg skal sjá um að hún geri það.”
Burke brosti.
/
“Hvað er það, sem þér brosið að, hr,-Burke?”
“Mig furðar á því að enska stjórnin skuli ekki
þreytast á því að láta þá i fangelsi. Undir eins og
hún er búin að þvi, koma aðrir og taka pláss hins
fangna manns. Það er eltingin og árásirnar, sem
hvetja nýja menn til að taka að sér málefnið. Lát-
ið þér mann í fjötra, þá hefir hann hundrað læri-
sveina daginn eftir.”
“Við skulum vita,” 'sagði Kingsworth hörku-
lega. “Hér á þessum stað, skal lögunum að minsta
kosti verða hlýtt. Þessir fundir og blóðsúthelling-
arnar, sem þeim fylgja, eru til skammar fyTÍr ment-
að fólk.”
“Já, það segið þér eflaust saitt, hr. landeig-
andi.”
“Áður en eg ver einum penny til endurbóta á
kjörum fólks míns, verð eg að fá loforð þess fyrir
því, að það forðist þesskonar viðbjóðslega bardaga.
Eg ætla að byrja með þenna O’Connell; komið þér
með hann hingað á morgun. Eg ætla annaðhvort
að stjórna landeign minni samkvæmt mínum vilja,
eða losa mig við hana. Faðir minn freistaðist oft
til hins síðara.”
“En hann stóðst freistinguna samt sem áður
hr.”
“Já, því ver. Nú — þetta er nægilegt í dag.
Við skulum láta þessi skjöl liggja hér, og ætla að
líta yfir þau aftur. Það er erfitt að átta sig á
þessum flóknu viðskiftum. Komið þér aftur á
morgun kl. 10, og takið þenna O’Connell með yður.
Látið mig lika fá lista yfir þá áreiðanlegustu og
skynsömsutu af rtiönnunum, svo ætla eg að tala við
þá um það að byrja á ýmsum störfum. En segið þeim
jafnframt, að það sé með því skilyrði, að þessar
heimskulegu æsingasamkomur hælrti.”
Það skal eg gera, hr. Á morgun þá, kl. 10.
Svo snéri Burke sér við til að fara.
Og eg vona að þér verðið varkárari gagnvart
undirmönnum mínum, heldur yen þér hafið verið
gagnvart mér, hr. Burke.” <
“Við hvað eigið þér?”
Eg vona að þér látið yður nægja að finna til
samhygðar með þeim, en láta hana ekki í ljós með
orðum.”
Því get eg ekki lofað, hr. Kingsworth.”
“Það verður hyggilegast fyrir yður í framtíð-
inni, hr. Burke.”
“Eg er nú fyrst og fremst maður og svo land-
eignaumboðsmaður.”
“Einmitt það!”
“Já, herra. Eg hefi verið. neyddur til að gera
margt óviðfeldið fyrir föður yðar, og hefði eg ekki
sagt nokkur vingjarnleg orð fyrir sjálfan mig, þá
hefði líklega ekki verið mikið eftir af landeign yðar
í dag, hr. Kingsworth.”
“Hvað meinið þér?”
“Munið þér ekki það sem fram <fór, þegar hinn
skozki umboðsmaður Kilkees kastaði út úr húsunum
tvö hundruð manns á einum degi, hr.’”
“Nei.” ' y
“Lesið þér þá um það. Það gefur góðar bend-
ingar.” ,
“Hvað skeði þá?"
“Þessar vesalings heimilislausu manneskjur,
sem var fleygt út, kveiktu eld í hverju einasta húsi
og hverju einasta tré, hr.“
“Eg skyldi nú geta orðið laus við slíka þorpara
fljótlega.” ^ ^