Lögberg


Lögberg - 01.10.1925, Qupperneq 3

Lögberg - 01.10.1925, Qupperneq 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, i. OKTÓBER 1925. Sérstök deild í Uaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga Þegar nota verður öll brögð. Karl þaut frá einum vininum til annars, en árang'urslaust. Það voru engin önnur úrræði en veðsetja úrið. Þegar það var búið, þaut hann til stöðvarinnar og kom þangað nógu snemma til að sjá llestina í fjarlægð. Of seinn! Hann hné niður á bekk. öll sund voru lokuð. Næsta lestin fór að tíu mínútum liðn- um, en Ikom ekki vjið í R . . . . Ungi maðurinn var að örvilnast þegar rosk- inn maður, sem hann þekti, kom; til hans og heils- aði honum. '“Þér ætilið líka með hraðlestinni?” spurði hann með veikri rödd. “Það er heppilegt, þá fæ eg ferðafélaga.” “Eg er nefnilega lifrarveikur, og ætla að finna sérfræðing í K . . . .” Karl leit til hans utan við sig, en þá lifnaði hjá honum hugsun með eldingarhraða, sem aðeins gat átt sér stað í ástfangins manns heila. Hér var maðurinn, hér var björgunin! “Þér verðið samferða til K.......” spurði veiki maðurinn aftur. “Já,” svaraði Karl brosandi. Hann hafði ákveðið hvað hann ætlaði að gera, ^og ef það hepnaðist, var honum bjargað. Lifrarveiki maðurinn var mjög glaður yfir því að fá samfylgd, og enn glaðari varð hann, þegar Karl með samhygðarróm spurði hann nákvæmlega um einkenni veikinnar, og gaf honum með því tæki- færi til að láta hrygð sína í ljós. Karl hlustaði þolinmóður á kveistafi hins veika manns. Hann var búinn að fullhugsa áform sitt. “Hversvegna viljið þér fara til K., þegar til er jafn ágæt klíník i R.? Mejer lælknir er mjög eftir- sóttur sérfræðingur i lifrarveiki, og hefir læknað óteljandi marga hættulega veika menn af henni. Veiki maðrinn, sem var hræddur um líf sitt, beiddi um nákvæmari skýringar, og þegar Karl fann að hann var á réttri leið, hélt hann áfram með varkárni, og hrósaði klíníkinni afarmikið, eins og hann mátti líka með sanni gera. Veiki maðurinn halllaðist að skoðun hans. “Hefði eg aðeins fundið yður nokkrum stundum fyr,” tautaði hann, “nú er það öf seint.” “Of seint er það elkki,” sagði Karl, “við förurn einmitt fram hjá R . . . . það leiðinlega er, að lestin nemur þar ekki staðar.” “Já,” sagði sá veiki, sem fanst að þjáningar sínar fara vaxandi. Lestin nálgaðist R . . . . Hjartað ibarðist í brjósti Karls eins og það ætlaði að brotna. Nú eða aldrei. Holkúlan varð að springa. “Þér lítið alt í einu mjög illa út,” sagði hann við sjúklinginn. “Yður er þó ekki að versna?” Sjúklingurinn varðhræddur. “Mér er sannar- lega mjög ilt,” sagði hann í kvíðandi rómi. “Hvað getum við gert? Lestin nemur ekki staðar í R . . . .” “Það er neyðarhemill til ef þörf krefur,” sagði Karl. “Já, já, neyðarhemilinn — ágæt hugsun.” “Ef þér viljið fórna heilbrigði yðar slíku til- tæki?” “Auðvitað,” sagði hinn veiki hugrakkur. “Viljið þér leyfa mér að fylgja yður til læknis- ins,” spurði Karl vingjarnlega, “eg þekki hann vel.” “Það er of vingjarnlegt af yður.” Hendi Karls var hrist með óvanálegu afli af lifrarveikum manni. Með ástfangins manns ókúganlegum kjark tog- togaði Karl í neyðarhemilinn. Lestin nam staðar, sektin ibbrguð, þetta var að eins augnabliks verk, og Karl var himinglaður. Strax og Karl var búinn að afhenda lækninum veika manninn, þaut hann til Mörtu sinnar, og sagði henni, ánægðari en unt er að lýsa, frá synd sinni. Hann fékk þá mióttöku, sem eyddi allri hræðslu hans við meðbiðilinn. Þegar fyrsti 'gHeðibjarm- inn rénaði fóru þau inn til læknisins, sem bló glað- lega að snarræði unga mannsins, og gaf samþykki sitt til ráðáhagsins, þegar hann sá hin ánægðu and- lit þeirra. , iEinni stundu síðar kom hinn góði frændi, Wimmer. Hann kom brosandi inn. En þegar hann sá Karl, varð hann sem yfirgefinn af öllum góðum öndum, og við að sjá hið gleðigeislandi andlit Mörtu, vissi hann að sín von vah þrotin. En læknirinn klappaði honum huggandi á herð- arnar, og bað hann að gleyma og sætta sig við eitt glas af víni. Hinn sanni björgunarmaður, lifrarveiki mað- urinn, varð brátt fullibata, því það kom í ljós að veiki hans var að milkui leyti bygð á ímyndun. Auðvitað fékk hann seinna að vita um þetta bragð, sem hanh sér óafvitandi hafði átt mikinn þátt í, én að hann fyrirgaf Karii til fulls, vottaði hin kostbæra brúðkaupsgjöf, sem hann sendi ungu hjónunum, er hann að öllu skoðuðu hafði fært gæf- una. Framtíð hennar. Sidney Randell var að búa sig undir hið hættu- legasta augnablik lífs síns, með því að drekka enn- þá háifan bolla af kaffi, og velja sér enn einn Hav- anavindil úr vindlakassanum, sem þjónninn rétti að honum. Hann hafði ákveðið að biðja Kate Langley að verða konu sína þennan dag, og njóta með sér auðs þess, sem hann erfði eftir föður sinn. Þegar hinir ilmandi reykjarhringir sveimuðu kringum hana, sýndist honum andlit Kötu brosa hvetjandi til sin í gegnum þá. iHann áleit hana undurfagra. í raun réttri var hún ekki fögur, eftir almennri skoðun, en hvaða ung stúlka hafði jafn mikilúðleg augu og aðdáanlegan munn? Hann elskaði jafnvel freknurnar á litla nefinu hennar, og rauðjarpa hár- ið Ihenar gerði honum villuljós. Hann brosti þegar hann mintist þess, að hann hafði barið dreng í skólanum, sem kallaði Kötu “Rauðhaus”. Hún hefir þá aðvlíkum verið tíu en hann tólf ára. Hann hraðaði sér út úr húsinu til hins ákveðna staðar, snotrut, tvílyft hús í hinum enda bæjarins. Heimili' Kötu var alls ólíkt hinu skrautlega 'heimili Ihans, en því gaf hann engan gaum þegar hann með hröðum fetum hljóp upp tröppurnar og hálfhikandi hringdi klukkunni. Unga stúlkan opnaði sjálf dyrnar. “Sid,” sagði hún glöð og hissa, og bað hann að ganga inn í litlu daglegu stofuna. “Þú hefir líklega ekki búist við mér í dag,” sagði hann feimnislega, sem gaf grun um hulið erindi. “Nei, það gerði eg ekki,” svaraði Kata, “eg bjóst fyrst við þér í næstu viku.” “Eg veit það, en —” hann gat ekki fundið orð- in, en leit vandræðalega í kringum sig. “Er nokkuð að þér, Sid? Hvað er það? Get eg ekki hjálpað þér?” “Það er einmitt það sem þú getur,” sagði hann, “þú getur gert mikið. Eg vil biðja þig að giftast mér.” “Giftast þér?” sagði unga stúlkan undrandi. Randell gekk til hennar og tók hendi hennar blíðlega í sínar. “Já, Kata, eg elska þig. Éngin önnur stúlka í heiminum hefir haft áhrif á mig. Eg hefi elskað þig frá þeim dögum, er eg bar þig yfir pollana á leiðinni til skólans.” “Ó, Sid,” sagði Kata og roðnaði, sem gerði hana ósegjanlega fagra. “Já, J að er nú raunar langt síðan.” “Ekki vitund ofllangt,” sagði ungi maðurinn hlý- lega. “Eg man ennþá hvernig þú vafðir örmum , þínum um háls mér af hræðslu við það, að þú kynn- [ ir að detta.” \ “Ó,” Kata var að horfa á rósirnar á gólfdúkn- um. Randell greip báðar hendur hennar hlýlega, og dróg hana nær sér. “Góða Kata segðu aðeins að þú elskir mig. Segðu að þú viljir giftast mér.” Nú varð nokkurra mínútna þögn, meðan unga stúlkan var að hugsa sig um. Randell horfði á hana vonandi þess, að hún liti hlýlega til sín, en í stað þess reyndi hún að losa hendur sínar. Dálítill kvíði kviknaði í huga hans. “Kata,” sagði hann hálfmóðgaður, “þú meinar þó ekki að þér þyki ekki vænt um mig. “Nei, það meina eg ekki.” Hún leit á hann, en leit strax undan aftur. Með gleðiópi tók Randell hana í faðm sinn. “Hjartað mitt,” sagði hann, “eg vissi að þú elskaðir mig, eg er sá gæfuríkasti maður í heimin- um, og við verðum lánsöm.” Sökum l$æti sinnar tók hann ekki eftir því að hún reyndi að losa sig. “Eg get ekki gifst þér, Sid.” “Þú — getur ekki — gifst mér?” Hann endúrtók orð hennar með hægð, efandi um, hivort hann hefði heyrt rétt. “Fyrir augnabliki síðan sagðist þú elska mig, og nú —” “Eg elska þig, Sid. Eg h'efi engann annan elsk- að, en —” “En hvað?” spurði Randell glaður. “Það getur ekkert "en” verið til, þar sem ástin er. Ástin sigrar allar hindranir.” “Þú verður að muna að eg er fátæk,” sagðt. Kata. “Ó, er það það, sem er í veginum?” Það glaðn- aði aftur yfir Randell. “Hjartað mitt, mér þykir vlænt um að þú ert fátæk, eins og þú segir. Eg hefi nóga peninga handa okkur báðum, og meira en það. • Þegar þú ert orðin frú Randell, skal þig aldrei skorta neitt. Þú skalt fá alt sem þú vilt, þína eig- in bifreið, kjóla frá París, ný Ibrönugrös á hverjum morgni, hádegi og kvöldi, ef þú vilt það. Og hvað segir þú um að fara brúðkaupsferð til Evrópu?” Eitt augnablik brá fyrir gleðigeislum í augum ungu stúlkunnar, sem eins og aðrar fegurðarelsk- andi stúlkur hafði ánægju af að hlusta á nöfn ýmsra skrautmuna. En svo sloknuðu geislarnir og hún hristi höfuðið ákveðin. “Geturðu ekki skilið að eg get aldrei þegið alt þetta af þér, Sid'?” “Hvað þá — getur konan ekki þegið það, sem maður hennar gefur henni?” sagði Randell undr- andi. “Sumar konur máské, en eg ekki. Eg er ef til vill öðruvísi. En eg yrði aldrei ánægð yfir þeirri vissu, að eg hefði ekkbrt lagt í búið. Þú ert ríkur. Þú h.efir álitlega stöðu í mannfélaginu hvar sem þú verður, en eg — hvað er eg? Ekkert. Eg er aðeins dóttir. ekkju, sem vinnur og þrælar fyrir daglegu brauði. Eg verð lfka að hugsa um mömmu, hún getur ekki endalaust haldið áfram að sauma.” “En móðir þín þarf ekki að sauma lengur, hún getur verið hjá okkur.” “Já, það er nú fallegt af þér, Sid, en eg get ekki þegið svo mikið göfuglyndi. Eg held, að þeg- ar maður og kona g'ifta sig, eigi ástæður þeirra að vera líkar. Framtíð þín er Óhult — en mín — mín liggur enn fyrir f'raman mig. Eg verð sjálf að vinna fyrir mér — enginn getur hjálpað mér.” Meðan hún talaði, starði hún á hlut sem stóð á borði 1 einu horinu. Rartdell leit þangað. “Hvað er þetta?” spurði hann. “Framtíð mín,” SVaraði hún alvarlega. “Með öðrum orðum, það er ritvélin mín — og þó ekld mín, eg hefi fengið hana að láni. Eg get ekki saumað, málað eða leikið á hljóðfæri, svo eg geti lifað af því, þessvegna ætla eg að reyna ritstörf.” Randell vissi .að fleiri tilraunir yrðu árangurs- lausar. Hann hafði lesið nokkrar stuttar sögur, sem hún hafði sent til ritstjóra í New York og Ghicago, en enda þótt hann elskaði þessa ungu stúlku, gat hann ekki fengið sig til að álíta, að mennirnir. sem str^x sendu sögurnar til baka, hefðu dæmt þær rangt. “Eg veit hvað þú hugsar,” sagði hún. “Þú berð ekkert traust til mín, af því engin af mínum sögum hefir verið tekin i blöðin. En bíddu dálítið og sjáðu hvað síðar skeður.” Randell leit aftur á ritvélina og sárlangaði til að eyðileggja Ihana, duldi vonbrigði sín, kvaddi og fór. Hann gekk niðurlútur, og horfði til jarðar, eftir götunum, og hugsaði um hinn horfna draum sinn. Alt í einu stóð maður kyr fyrir framan hann og hrópaði glaðlega: “Halló, iSid. Hvers vegna ertu svona þunglyndislegur?” Randell leit upp og þekti Herbert Harvey, hug- sjónaríkan mann, sem aldrei hafði lánast að koma þeim í framkvæmd. Menn báru samt traust til hans, og því veittist honum auðvelt að lána pen- inga hjá vinum sínum, sem varð til þess að hann nenti ekki að vinna. Sidney vissi af reynslunni, að því glaðari sem Harvey var, því meir þarfnaðist hann peninga, og var því við því búinn hað koma mundi. “Hvert ætlar þú, gamli vinur?” “Til Evrópu,” svaraði hinn strax. “Hvað segir þú?” sagði Hartvey hissa. “Það er nokkuð langt burt. En hvert ætlar þú núna?” “Til Evrópu,” svaraði Randell aftur. “Eg fer í kvöld.” ‘En það fer engin lest til New York í kvöld.” “Ekki það?*’ spurði Randell önugur. “Þá verð eg að bíða til morguns.” “Þú hefir áformað þetta alt í einu,” sagði Harvey. “Já, fyrir fáum minútum síðan.” “Þú ert heppinn maður, að vera nógu ríkur til að geta fullnægt löngunum þínum. Eg hefði líka gaman af að fara þ^ngað og eyða æfi minni þar á ferðalögum.” “Það er éinmitt það, sem eg ætla að gera,” sagði Sidney, “en það er ekki af ferðalöngun — eg er óánægður.” “Spil eða kauphallarbrall?” spurði Harvey. “Hvorugt. IMitt sgjl var ást, og eg hefi tapað sökum auðsins, sem þú öfundar mig af. Getur þú hugsað þér að ung stúlka neitar biðli af því, að hann getur veitt henni alt sem hún vill?” “Hún er flón,” sagði Harvey gramur, en bætti strax við: “Afsakaðu, Sid, en hún hlýtur að vera ólík öðrum.” “Já, hún fylgir sínum skoðunum. Hún hefir járnvilja.” “Mér þykir það leitt, góði vinur, en hertu upp hugann og gleymdu henni. Eg óska þér lukkulegrar ferðar, og —” rödd hang lækkaði þegar hann sagði: “Getur þú ekki lánað mér dálitla upphæð? Eg á erfitt uppdráttar núna.” Randell brosti ósjálfrátt, tók upp vasabókina sína og rétti Harvey fáeina seðla og sagði: “Hérna Herbert, það er lítið.” “Þökk fyrir, Sid, þú skaðast aldrei af góðvild þinni við mig. Vertu sæll. Lukkulega ferð ” Snemma næsta morgun lét Randell lögmann sinn koma til sín, og fól honum á hendur umsjón eigna sinna, og fór ,svo með hraðlestinni til New York. Sama kvöldið útvegaði hann sér far með skipi, sem daginn eftir ætlaði til Miðjarðarhafsins. Randell fanst hann hafa lifað öldum saman, en það lærði hann, að tíminn læknar öll sár. # Og um síðir varpaði hann frá sér þunglyndinu, og fór að atihuga þá staði sem skipið kom við á. Hann ferðaðist hingað og þangað, eftir því sem honum datt í hug, og hugsaði aldrei um morg- undaginn. Hann skrifaði lögmanni sínum að ó- náða sig ekki með viðskiftaerindum, og í marga mánuð vissi enginn í Ameríku hvar hann var. Mánuðirnir urðu að tveimur árum, og svo byrj- uðu þeir aftur hringgöngu sína. Stundum hugsaði Randelll um Kötu, en hrinti endurminningunni um hana jafn fljótt frá sér og hún kom. iSvo var það einn morgun, þegar hann neytti morgunverðar í sólbyrginu í litlu laglegu hóteli hjá Alpafjöllunum, að honum var rétt bréf frá Damton lögmanni hans. Það bar með sér að hafa verið sent af stað fyrir mörgum mánuðum síðan, og sí- felt verið sent á eftir honiim. Hann opnaði bréfið og las aftur og aftur fyrstu línurnar, án þess að trúa nýunginni sem þær fluttu. Að undanteknum fáeinum hundrðum var hann pen- ingalaus. “Eg er ekki orsök þessa,” skrifaði Damton, “eg get. gert grein fyrir hverjum dollar. Samkvæmt skipunum yðar hefi eg breytt eftir bestu getu.’ Peningalaus. í tvör ár hafði hann, eytt peningum hugsunar- laust — og nú. Það gat ekki verið satt. Seinasta setningin í bréfinu vakti eftirtekt hans. “Eg ræð yður til að koma heim,” sagði hún. Sama kvöldið hélt hann af stað heim á leið. Það var alvarlegri og hyggnari maður, sem tveim vikum síðar gekk upp tröppurnar í Center- ville. Tom Bartley, fasteignasali, heilsaði honpm fyrstur manna. “Mér þykir léitt að það skyldi vera eg sem varð að selja heimili yðar.” sagði ihann. “Það gei;ir ekkert,” sagði Randell. “Eg hefi ásett mér að^ setjast að í New York.” “New York,” sagði Bartley. “Allir fara þangað, þegar þeir yfirgefa Centerville. — Langleys voru þær síðustu sem þangað fóru.” Randelll roðnaði þegar hann heyrði nafnið. Langleys,’ sagði hann, “í New York?” “Hafið þér ekki heyrt?” sagði Bartley, glað- ur yfir því að geta flutt honum nýjungar. “Þér munið víst hve fátækar þær voru — þær áttu bágt með að komast af. — En nú eru þær ríkar. Þær búa í fallegu húsi í þokkalegu nágrenni, hafa jap- anskan þjón og franska herbergisþernu og prívat- skrifara — svo eg ekki nefni bifreið og þesskonar muni. Og hvernig haldið þér að þær hafi náð í alla -þessa peninga? Þær hafa fengið þá með aðstoð ritvélar. Ungfrú Katá byrjaði að skrifa smásögur. Fyrst var þeim enginn gaumur gefinn, en þær héldu áfram að koma út og alllir lásu þær. Svo var það einn dag að bærinn vaknaði til meðvitundar um a ðhún væri rithöfundur — því bóksalarnir hér auglýstu smásögu eftir hana. Og hún seldist eins vel og volgt brauð. Tvær aðrar komu strax á eftir, sem almenningi geðjaðist líka vel að. Svo snéri hún þeirti í leikrit, og hver fyrir sig veitir henni miklar tekjur. Skiljið þér það?” Framh. Professional Caras DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu & atS selja meíSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér kómiB meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Phones: ' N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Mcdical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-18S4 Office tlmar: 2—3. Helmili: ^64 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. . DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Mcdlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef Og kverka sjúkdðma.—Er áS hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdðma. Er a6 hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 80'6 Victor St. Slmi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724*4 Sargent Ave. Viðtalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Heimili: 1338 Wolsley Ave. Slmi: B-7288. , DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslml: A-8889 Munið símanúmerið A 6483 og pantiS me6öl y8ar hjá oss.— Sendi6 pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir me6 sam- vizkusemi og vörugæði eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdðmsríka reynslu a6 baki. — Allar tegundir lyfja, vindlan, Is- rjðml, sætindi, ritföng, tðbak o.fl. Mc Burney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litliun fyrirvara BIRCH Blómsaii 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherhrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Enn fremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Talsíml: J-8302 JOSEPH TAYLOR Bögtaksmaður Heimatalsimi: St. John 1844 Skrlfstofu-Tals.: A-6557 Tekur lögtaki bæ®i húsaleiguskuld- 'þ, veðskuldir og vlxlaskuldir. — Af- /reiðir alt, sem að lögum lýtur. Skrifstofa 255 Main St. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Westi Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 þelr hafa einnig skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar a8 hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mi8vikudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimll: Fyrsta mi8vikudag. Piney: þriðja föstudag 1 hverjum mánu8i. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðingur Hefir rétt til a8 flytja mál bæ81 I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstof^: Wjuiyard, Sask. Seigasta mánudag 1 hverjum mán- uði staddur 1 Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verzla me8 fasteignir. Sjá urh leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bidg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emily Apts. Emlly St. LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. þegar þér þurfið a8 láta gera HEM STITCHJNG, þá gleymið ekki a8 koma 1 nýju búSina á Sargent. Alt verk gert fljðtt og vel. Allskonar saumar gerSir og þar fæst ýmlslegt sem kvenfðlk þarfnast. MRS. S. GUNNTiAUGSSON, Mgandi Tals. B-7327. Wlnnipeg )

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.