Lögberg - 29.10.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.10.1925, Blaðsíða 3
♦ ' LÖGBERG FIMTUDAGINN, 29. OKTÓBER 1925. Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga % SggiagsffiasagBggfiaH^^ Nœturferð læknisins 'Eg var hálfa aðra stund að fara þetta fram og Fyrir mörgum árum síðan; var læknir nokkur í Suður-iEnglandi, sem fékk mig til að gegna embætti sínu frá október til maí, meðan hann dvaldi erlend- is. Hérað þetta var fagurt og íbúarnir kurteisir, og buðu mig velkominn. Melsh læknir átti góðan hest, sem eg fékk leyfi til að nota, og með honum ók eg daglega um ihéraðið svo eg kynijst því vel að t viku li$inni. í nágrenninu voru nokkur snotur höfðingja- setur, þar á meðal rautt múrsteinshús. Eg spurði ökumann hvað húsið héti, og svar- aði hann: “Brantfield Grange, hr.” 1 VJeðrið breyttist nú í regn og storma, svo að 31. okt. um kvöldið, þegar eg kom heim, gladdist eg yfir því að vinnu minni var lokið fyrir þann dag. Kvöld þetta var eg þreyttur, sofnaði í hægindastóln-” um og dreymdi um skóladaga mína. Eg vaknaði við háværa hringingu dyrabjöll- unnar. Klukkan á ofnhillunni sló ellefu, svo eg hlaut að Ihafa sofið um tivo klukkutíma. Sw> mundi eg að þjónarnir voru háttaðir, og varð því sjálfur að ljúka upp. Það var hætt að rigna, en skýin þeyttust um loftið með ofsahraða. Við birtuna frá forstofu- lampanum sá eg ungan mann í þykkri kápu, a að giska 30 ára gamlan. Hann var fölur og órólegur. “Er þetta læknirinn?” spurði hann. Eg sá að hann hafði blóðugan klút um úln- liðinn, og hélt að hann hefði meitt sig, og sagði því‘: “Komið þér inn, vindurinn slekkur ljósið, og eg hefi engar eldspýtur hjá mér.” “Eg bið yður að koma með mér undir eins, þar eð bróðir minn hefir orðið fyrir slyai, það er um líf eða dauða að tefla. Komið þér.” “Hvert?” spurði eg. “Til Brantfield Grange. Eg bið yður að flýta yður,” sagði hann æstur. “Hvað heitið þér?” spurði eg kvíðandi, því það voru 4 mílur þangað. Geoffrey Hadwick. Eruð þér tilbúinn? Kom- ið þér.” Eg hraðaði mér í ferðafötin, og spurði hvort hanxl vildi bíða meðan eg léti hestinn fyrir vagn- inn. IMér til ánægju samþykti hann það, fór með mér út í hesthúsið| og hélt á ljósberanum á meðan eg leiddi hestinn ut. ökumaður minn hafði orðið innkulsa og varð að liggja í rúminu. Eg leit á manninn við birtuna frá ljósberanum. Andlit hans var myndarlegt, munðbrinn ihörkulegur, augun dökk og óróleg og langt hrokkið hár. Hann l.ktist allmikið leikara, og það var eitthvað leikhúslegt við langa svarta og síða frakkann hans. Eg gat ekki gert rfiér grein fyrir, hvort mér geðjaðist að honum eða ekki. Eg hafði búist við að þreytti hesturinn mundi fara hægt, en í þess stað var hann fjörugur og sýndi enda tilhreyfingu til að prjóna, þegar hinn óþolinmóði samferðamaður minn snerti við honum. Það var naumast að eg gæti haldið* hestinum í skefjum, og hefði Hadwick ekki verið jafn fimur, hefði hann aldrei getað sest við hlið mína, svo ólm- ur varð hann við snertingu hans. Áður hafði hest- urinn ávalt verið rólegur, en nú var ihann svo ólm- ur að oft lá við að við lentum i skurðinum. Einu sinni lentum við í forarbleytu, svo við ætluðum ekki að losna þaðan, en þegar við losnuð- um hló samferðamaður minn og sagði: “Hesturinn hlýtur að sjá vofur. Við skulum flýta okkur, ann- ars deyr bróðir minn.” Sökum hins dimma og, skjálfandi róms hans, vildi eg einskis spyrja. Loksins komum við að ryðguðu*járnihliði, þar stökk Hadwick ofan, greip beislistaumana og sveifl- aði þeim yfir hliðið, opnaði svo og ýtti mér inn. “Fljótt, eða við komum of seint,” sagði hann og greip í handlegg minn. Gegnum fötin fann eg hve ískaldir fingur hans voru, og furðaði því ekki á hræðslu hestsins. Húsið var dimt og ömurlegt, en ljóábirtu lagði út um hálfopnu dyrnar. Eg varð allæstur þegar eg kom inn. En ef tilgangurinn væri að ræna og drepa mig? Gangurinn var stór og gamall hengilampi stráði birtunni um hann. Á veggjunum héngu lé- legar fjölskyldumyndir. Legubekkur og eitt eikar- borð voru húsmunirnir. — Dyr voru til beggja hliða í ganginum og stigi lá upp í dimt heilbergi. Fylgdarmaður minn hvarf og skildi mig einan eftir í forstofunni. Hefði eg orðið að bíða lengi, þá hefði eg farið heim aftur, svo gramur var eg. En um leið og eg sté fyrsta sporið til dyranna, kom hann með lampa í hendi. Komið þér með mér upp, þar er Oliver, en gangið þér hávaðalaust.” sagði hann. Hann gekk á undan inn í það ógeðslegasta svefnihetbergi, sem eg hefi séð. Þar lá ungur mað- ur í reiðfötum á rúminu með stþrt sár á vinstri síð- unni er blóðið rann úr. , Fyrst hélt eg að hann væri dauður, en svo lyfti hann upp höfðinu og sagði: “George, það var mér að kenna, eg barði þig fyrst.” Hadwick laut niður að honum og tók hann í faðm sinn, svo að ljósu hrokknu lokkarnir hvíldu á öxl hans og sagði: “Við vorum báðir reiðir, Noll. Hún var ekki verð lífs bróður míns. Hér” — hann gaf mér bendingu — “frelsið þér líf bróður míns, og alt sem eg á, skal verða yðar.” Eg ætlaði að segja að læknar væru ekki vanir að heimta svo hátt kaup, en, þá þrýsti ungi; maður- inn sér að bróður sínum og grét. Eg varð hræddur, enda þótt eg ihefði staðið við margan banabeð áður. Þegjandi gekk eg til unga mannsins í því skyni að hjálpa honum, en þá lagði ibróðir hans hinn líflausa líkama á rúmið og sagði kuldalega: “Þér komuð of seint, herra, farið þér nú,” og lagði um leið köldu fingurna sína á úlnlið minn og ibenti á dyrnar. "Það er nauðsynlegt,” byrjaði eg að segja, en fann um leið að eg stóð gagnvart afturgöngu, þaut út til hestsins míns í ofboði og ók h'eim með ofsa- Ihraða. 1 aftur. Daginn eftir kom ökumaðurinn inn til mín og sagði: “Hvað hafið þér gert við hestinn, herra? Hann verður óbrúklegur að minsta kosti í viku.” “Eg var sóttur til Brantfield Grange seint í gærkvöldi,” svaraði eg. “iGuð varðveiti yður, iherra, þar er enginn lif- andi vera, og hefir ekki verið í mörg ár,” svaraði hann undrandi. Sama daginn fann eg prestinn, og spurði hann hvort hann þekti nokkuð til Brantfield Grange. “Það er undarlegur og ógeðslegur staður,” svaraði hann. “Enginn býr þar nú, og bændurnir tala illa um hann. í lok siðustu aldar bjuggu þar tveir ibræður, Hadwick að nafni, báðir skapmiklir og báðir ástfangnir í sömu stúlkunni. Þjónn þeirra sem lifði fyrstu ár þessarar aldar, sagði að hún hefði elskað Öliver þann yngri, fram yfir hinn, en lofað þó að flýja með iQeoffry, þeim eldri. Oliver komst að þessu, og í bræði sinni barði hann bróður sir*i með svipuólinni á andlitið. Þeir háðu svo ein- vígi, en það var ekki fyr en Oliver var að dauða kominn, að íbróðir hans iðraðist þessa verks, fór að leita Jæknis, og fanh loks einn, en of seint. Oliver dó í faðmi hans um leið og læknirinn kom inn. Þegar jarðarförin fór fram, drap Geof- frey sjálfan sig, og það er sagt að vofur eða svipir séu í húsinu, en það er líklega rugl.” “Nær átti þetta sér stað?” spurði eg. < “B ðum nú við,’ sagði prestur. “Það átti sér [ stað á Allra heilagra messu.;’ Eg hefi aldrei trúað að andar væru til, og geri það ekki enn þann dag í dag; en þessi viðburður er og hefir verið mér alger leyndardómur. Að þetta hafði ekki verið draumur, sýndi ibleytan á hjólun- um og ásigkomulag Bayards, og þar að auki hjól- förin heim til Brantfield Grange. 1 Svo eru líka hvítir blettir eftir fingur Geoffrey’s á úlnlið mín- um. Ljósið. Kom þú blessað ljósa ljós, lýs þú ísafoldu. Eg finn vel, að mig vantar anda og orð, til þess að tala eins vel og eg vildi um það, sem hverj- um manni er kærast, og sem þest hefir styrkt mig 0g glatt, en það er: Blessað ljósiið, í margvíslegri merkingu þess orðs. Eitt það fyrsta, sem, ungbarnið veitir eftirtekt, er ljósið, hvort heldur er sólar- eða tunglsgeisli eða inni kvéikt ljós, og hverfi það, grætur barnið eða stingur sér til svefns, og þó það vitkist meira, ei> ljósið ein aðalgleði þess. Þetta helst mannsæfina út, sljófu auga gamalmennisins hefi eg oft _séð glitra gleðitár yfir ljósadýrð jólanna eða geislum sólarinnar. Þegar birta dagsins eykst eftir vetrar- sólhvörfin, fagna yngri og eldri, eða þegar sólina fer að sjá” eftir nokkurra daga eða vikna hvarf, hve mikið er ihenni þá ekki fagnað. — Þótt tíð sé mild, þrá menn sólskin á hverjum einasta degi, það er eins og sál og líkami mannsins andvarpi: Ljós! meira ljós! — Skáldin breiða töfrablæju sólar- geislanna yfir umhverfið, til þess að fullkomna dýrð náttúrunnar, hvort heldur hún rennur “í gliti gulls” og “sæinn sveipar tær sól í skærum öldum.” eða “Á dýrðarskeið r!s dagsól heið, á dalinar ljóm- ar og fjöll” og “Hivað sástu sál mín fegra, en sólar morgundýrð.” Og alt elskar sólin, “hagann græn- an og hjarnið kalt,'” alt fegrar hún og bætir. “Hvar sem tárin kvika á kinn, þau kyssir geislinn þinn.” — Það yrðu víst seint taldar upp unaðssemd- ir ljósanna, þeirra sem augun sjá, en þó hafa and- legu ljósin enn meiri þýðingu fyrir lífið, eins og alt sem annað gleður, hafi áhrif á Ihitt, meðan sálin er í umbúðum líkamans, og Víst er um það, að ljós náttúrunnar hafa oft meiri áhrif á sálina en mælskuþrungin orð ræðumanna. — En það er eitt ljós, sem hefir sömu áhrif á sálina og sólarljósið á náttúruna til þess að verma og lífga, gleðja og græða, það er: Ljóí kærleikans, og það ljós erum við, sem kennum okkur við nafn Krists, hins alfull- komna kærleika, skyldug til að kveikja* og láta loga okkar á milli. — “Æ, maður hefir nú svo oft heyrt þetta, en hve margir eru þeir, sem eftir því breyta?” spyr þú með efasvip. Já! hvemargir þeir eru, það er hvorki mitt né þitt að telja, einungis kemur okk- ur það vrð, hve oft og skært okkar eigin ljós loga. “Það er nú líklega heldur dauft, mænn varitar held- ur en ekki efni til þess að gera gott, og svo eru menn oft svo langt frá þeim, sem bágt eiga, að ó- mögulegt er að ná til þeirra, það gengur svo víst fyrir flestum.” Það er satt, að ljósin okkar loga dauft, því ekkert mannlegt er fullkomið, en þau eru oftar kveikt og loga skærara, en þeir geta séð, sem líta á alla tilveru^a eins og í gegn um reyklitað gler. — Kærleikurinn er ekki hávær, og því er það að margt kærleiksverkið er að engu haft í ræðu og riti, þó það hafi sín blessunarríku áhrif á þann sem það .vinnur og þann sem fyrir því verður. Al- veg eins og ljósið lýsir upp húsið, sem það er kveikt í, þó ekki megni það að bera birtu langt út fyrir það, en samt stafa geislar þess út um gluggana og geta gert mikið gagn, “vísað leið, er veginn þrýtur,” og vakið von og gleði í huga þeirra er fram hjá fara. —1 Þannig er því liíka varið með ljós kærleik- ans; margoft má rekja geisla þess gegnum margar áraraðir, pó það virðist aðeins hafa lýst stutta stund. —1- /Unglingur hefir orðið fyrir geislum, og það hefir haft áhrif á alla æfi hans til góðs, og þau áhrif hafa aftur náð til annara, það er sönn mót- sögn við “Eitt einasta syndar augnablik — oft leng- ist í æfilangt eymdarstrik,” eða eins og skáldið sjálft orðar það “Eitt augnablik helgað af himins- ins náð oss hefja til farsældar iftá.” — Einu sinni var lítil stúlka á mannmörgu heimili að fága hnífa og matkvíslar, hún gerði það með ánægju og af kappi og söng við vinnu sína: “í veröldinni er dimt, viS verðum því að lýsa hver í sínu horni, eg í mínu, þú í þinu, og þá fer alt vel.” ;— Þetta kapp og ánægja hennar breiddist út til alls iheimilisfólksins, því öllum þótti það minkun að vinna ver en litla stúlkan; hún ibar kærleika til starfs síns, og það ljós lýsti fleirum á sömu braut. Merkur guðfræðirtgur hefir sagt svo frá, að eitt sinn, er hann bar þunga sorg, og margir höfðu sýnt honum hluttekningu, hafi hann mætt kunn- ingja sínum á förnum vegi, er aðeins hefði lyft hattinum í kveðjuskyni og litið til sín um leið, en það snögga augnatillit hefði verið sér til meiri huggunar en öll sú hluttekning, sem sér hefði verið sýnd af öðrum, svo mikið ljós getur ljómað frá einu kærlei'ksríku augnatilliti. Ekki þékki eg nokkurn mann, sem ekki finni þess mikinn mun að ferðast í þoku eða glaða sól- skini, og þó er munurinn margfalt meiri á þeirri velláðan, sem ljós kærleikans veitir. Fyrir 'því hverfur þoka tortryggninnar og sjálfselskunnar, og við hlýju geislana þess verða stormar reiði og drambsemi að þýðum hugblæ. Og það dásamleg- asta er, að þetta ljós logar, með skærari eða dauf- ari birtu, í hjarta hvers einasta manns, sem skyn hefir öðlast. — öllum er Sameiginlegt að þrá kærleikann, blíðlyndu barni og kaldlyndum manni, sómamanningum jafnt og glæpamanninum, sú þrá er gjöfin ómetanlega, sem fylgir guðseðli manns- ins. — Hún sefur stundum þessi þrá, en aístaðar vaiknar hún við ljómann af ljósi kærleikans. Með öðrum orðum: Sannur kærleikur vekur ætíð kær- leika. En þvi er ver, að ekkert ljós á jörðu er svo bjart, að ekki geti skugga á það iborið, og því nýtur oft svo Mtið birtu og varma þess ljóss, sem þó er “sólbros sætt jum svartan skýjadag,” og sem svo óendanlega “getur blíðkað, ibætt og betrað andans hag.” 1 Nú eru mörgum orðin kunn áhrif sólarljóssins á líkamsheilsu manna, en samt eru menn hirðulitlir og framkvæmdarlausir um notkun þess, sem kemur til af því, að menn trúa ekki nema til hálfs, að það sé heilsunni riauðsynlegt. Alveg eins er ástatt um áhrif 'kærleiksljóssins á andlega lífið. Væri mönn- um orðin það lifandi sannfæring, að kærleikurinn sé “Mestur í heimi,” þá mundi hver og einn hlynna be|ur að honum í huga sínum og lýsa öðrum um leið, og bjartara yrði þá kring um mann sjálfan. Við mundum þá líka enn betur finna, hva^okkur er mikið ábótavant, og tækjum undir með skáldinu í alvöru og einlægni: Kærleikans andi! hér kom með þinn sólaryl blíða, kveik þú upp eld þann, er hjartnanna frost fnegi þíða breið yfir bygð bræðralag, vinskap og trygð, lát það vorn lífsferil prýða. Björk. — Hlín. I LEIÐSLU. Hjá frjóviði laufkvikum lá eg og leit út sólþrunginn geim; í hugmynda sjónauka sá eg, eg sá inni í blómanna heim. í helgidóm himneskra jóla var hugur minn fluttur og sál; þar töluðu fáfill og fjóla; eg fann að eg skildi það mál. Þau töluðu’ um ástir og unað, og alt það sem lífið á kært svo hiklaust; þau gat ekki grunað að guðmál það eg hefði lært. Sem glóandi geisla frá sólu á gull-lokka fífils ag leit og blá-anga blikandi fjólu, sem brostu svo djúp og svo heit. Mér fanst eins og l'fsstraumur liði með ljóshraða sál mína’ í gegn, er fylti’ hana svölun og friði, sem frjóvgandi dögg eða regn. Og hjarta mitt varð eins og harpa; þar hljómaði strengur við streng; nú ómbárum innra þeirvvarpa að eyra mér hvar sem eg geng. Sig. Júl. Jóhannesson. •o Öldulag. Langt út á vatninu svanurinn söng með snjóhvíta vængina sára, til strandar í fjarska, var leiðin svo löng þá lyfti sér freyðandi bára. Hún sagði svo blítt: “eg skal ibera þig hljótt á brjóstunum freyðandi mírium, þá öldulag kveður um koldimma nótt, þú kennir það ungunum þínum.” Og láttu þá syngja það kvðld eftir kvöld, við kvæði í rímuðu stefi, eg vona að heyra það öld eftir öld, þá andvarinn þýtur í sefi. A. E. tsfeld. ---------o->------- \ Vanmátta fley. Eg Mti$ og vanmátta fleyið mitt finn í faðmlögum öldu og “Kára”, æ, syngdu nú fyrir mig svanurinn minn og svæfðu mig rjúkandi ibára. A. E. tsfeld. 9 Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office tímar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu & atS selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá_ eru notuS eingöngu. Pegar þér komiS meS forskriftina til vor, megiB þér vera viss uni, aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Slierbrooke 'Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdéma. Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimiii: 80'6 Victor St. Simi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724^4 Sargent Ave. ViStalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Heimili: 1338 Wolsley Ave. Sími: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: A-8889 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office þhone A-1091. Res. — N-8538 Hours — 10—1 and 3—6. Munið símanúmerið A 6483 og pantiS meSöl ySar hjá oss.— SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskrittir meS sam- vizkusemi og vörugæSi eru úyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsríka reynslu aS 'baki. - Ailar tegundir lyfja, vindlan, Is- 'rjóml, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. Mc Burney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og Jarðarfara- Blóm * með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkkistur og annast um út- farir. Aiimr útbúna'Sur sá bezti. vEnn fremur seiur hann allskonar mlnnlsvarSa og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 HelmiUs Talsími: J-8S02 JOSEPH TAYLOR liögtaksmaSur Heimatalsiml: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: A-6557 Tekur lögtaki bœCi húsaileiguskuld- f, vefiskuldir og vtxlaskuldlr. — Af- jreiGir altf sem aI5 lögum lftur. Skrifstofa 255 Maln St» THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN fsl. lögfræölngar, Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræðlngar. 708-709 Great-West, Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 þeir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftiríylgj- and tlmum:, Lundar: annan hvern miBvikudag Riverton: Pyrsta fimtudag. Glmli: Fyrsta mlðvikudag. Piney: þriSJa föstudag I hverjum mánuði. A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæðl I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard. Sask. Seinasta mánudag i hverjym mán- uðl staddur I Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Apnast lán, eldsábyrgB o. ff. 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PLANO Ste. 17 Emlly Apts. EnJly St. KING GEORGE HOTEL (Cor. Klng og Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel á leigu og veituro við- skiftavinum ÖU nýtízku pæg- indi. SkemtUeg herbergi tU leigu, fyrir lengri eða skemri tfma, fyrlr mjög sanngjamt verð. petta er eina hóteUð í Winnlpeg-borg, sem fslending- ar stjóma. TH. BJARNASON Emil Johnson. A. Thomas SERVICE ELECTRIC Rafmagns Oontracting — AUs- kyns rafmagnsáhöid seld og við þau gert — Seljuin Moffat og McClary Eldavélar og höfum þær til sýnis á verkstæðl vom. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin vlð Young Street., Winnipeg. Verskst. BI-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLIJMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujám, víra, allar tegundir *f glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Sími: A-4153. ísl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjarnason, elgandl. 290 PORTAGE Ave., Winnlpeg. Næst biS Lyceum leikhúsið. tslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrlr lægsta verð. Pantanir afgreiddar baíl fljótt og vd. Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur viðskifti. Bjamason Baking Co. 676 SARGteNT Ave. Winnipeg. Phone: B-4208 MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Winnipeg, hefir ávalt ryrirliagjandi úrvals- Hrgðir aif nýtízku kvenliöttum. Hún er etna ísl. konan. sem slíka verzlun rekur f Winnlpeg. fslencí- lngar, látið Mrs. Swainson njóta vlðskifta yðar. \ LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. þegar þér þurfið að láta gera HEM STITCHJNG, þá gleymiB: ekki að koma I nýju búðina á Sargent. Alt verk gert fljótt og vel. Allskonar saumar gerðir og þar fæst ýmislegt sem kvenfðlk þarfnast. MRS. S. GUNNLAUGSSON, Etgaodl Tala. B-7327. Wlnnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.