Lögberg - 29.10.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.10.1925, Blaðsíða 6
& ». 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 29. OKTÓBER 1925. PEG. Eftir J. Hartley Manners. “Mér verður kent um þetta,” hrópaði þernan á eftir henni. 1 - “Nei, það verður ekki gert. Eg skal sjálf játa mig seka, og það strax.” Peg hljóp í gegnum ganginn opnaði stofudyrn- ar og kallaði afarhátt: ‘Móðursystir! Frænka! Frændi! Komið hing- að! Eg verð að tala við ykkur.” “Þau eru öll saman farin út,” sagði þernan. “Hvað er þá, sem kemur yður til að gera slíkt ónæði? Farið þér iburtu líka, eins og hitt fólkið.” Þernan hvarf, og Peg byrjaði rannsóknarferð sína. Hún hafði aldrei séð jafn merkilega hluti annarsstaðar en í gripasafni. Gamlir og svipþungir hermenn í brynjum og hermannafðtum með hjálma og skildi, störðu niður á hana í dökkum umgerðum. Gamlir höfðingjar með árkollur brostu blíðlega, og gamlar frúr með turnháa flauelshatta horfðu drem'bilega þvert í gegnum hana. Hún varð hálfhrædd við allar þessar myndir og gekk frá myndastofunni inn í dagstofuna, þar sem alt var aldargamalt og mjög skrautlegt, og benti á að þá hefði fjölskyldan verið í fremstu röð höfðingjanna. Hún gekk aftur og fram um herberg- ið og skoðaði alt nákvæmlega, 'og að síðustu varð hún hrifin af eldmóði yfir dálítilli mynd af ásta- guðinum, sem stóð á píanóinu. “Indæli Amor. Þú óviðjafnanlegi hrekkjíilimur, sem kemur svo mörgu illu af stað í þessum theimi!” hrópaði hún. Hún tók standmyndina ofan af píanóinu ög kysti hana. Hræðsla 'hennar var nú horfin. Hún settist við píanóið og fór að leika undirsönginn við eitt af uppáhaldslögum föður síns. Og svo söng hún með bkðu barnsröddinni sinni: “Oh! the days ar-e gone wthen beauty bright My hearts charm vow! When my dream of life from morn till night, was love, still love! New hope may bloom and days may come of milder, calmer beam; But there is nothing half as sweet in life as love’s young dream.” f Liðna daga, lífsins fegurð, hugann hreif huldum völdum, er minn draumur ásta jafnan í mér sveif, morgna’ og kvöldum. Árin bætast, óskir rætast oft með tímans straumum, :;:því fegrurð meiri ei finst í þessu lífi en felst í ásta draumum.:;: Um leið og síðustu tónarnir vorú að hverfa, og hún ætlaði að fara að byrja á næsta versinu, glampaði skyndilega elding í gegnum herbergið, og næstum því á sama augnabliki drundi þruman. Peg þau á fætur og hnipraði sig svo kvíðandi saman í djúpum hægindastól. Brosið hvarf alger- lega af andliti hennar, hún signdi sig, féll á kné og flutti bæn til hinnar iheilögu jómfrúr. Loftið var nú kolsvart og regnið streymdi niður. Aftur 'biríi af eldingarleiftri í hehberginu og þruman kom næstum samstundis. Það var vitan- legt að óveðrið var nú rétt uppi yfir henni. Hún lét aftur augun, eins og hún var vön að gera þegar hún var barn, og hreyfði varirnar við þegjandi bæn. Alt í einu kom ungur maður inn um glerdyrn- ar frá garðinum. Kraginn á frakkanum hans var brettur upp, og vatnið lak niður af hattinum hans, og innan undir frakkanum bar hann lafhræddan hund. Ungi maðurinn var farinn að bretta krag-/ anum niður og hrista af sér vatnið, þegar honum varð litið á hina knéfallandi Peg. <Hann leit undr- andi á hana. "Halló!” Kallaði hann. “Eruð þér hræddar?” Peg leit upp og mætti tveimur brosandi aug- um. Michael stakk hausnum fram undan frakka ókunna mannsnns, og heilsaði húsmóður sinni með háu gelti. Peg þau á fætur og greip hundinn, en á sama augnatblikik om ein elding enn þá og jafn- hliða henni hávær þruma. “Lokið jiyrunum Lokið dyrunum!” hrópaði Peg dauðhrædd. Hún skalf eins og strá í vindi, skygði fyrir augun með annari hendinni, en þrýsti Michael að sér með hinni. Ungi maðurinn lokaði glerhurðinni og dróg blæjurnar niður. Að því búnu gekk hann beina leið til Peg. “Snertið þér ekki hundinn minn, Sir,” sagði hún. Hún opnaði dyrnar að hliðarklefa og batt Mich- ael við stól þar inni, og fór svo að athuga ókunna manninn, sem sjáanlega hafði frelsað hundinn hennar frá óveðrinu. Hann var hár herðabreiður, kraftalegur, ungur maður, á að giska tuttugu og sex ára, með glaðlegan aðlaðandi svip og framkomu og gletnislegt leiftur í augunum. Hann leit brosandi á Peg og spurði: “Eigið þér hundinh?” “Hvað ætluðuð þér að gera við hann?” spurði Peg. ‘“Eg sá að thann var að gelta að mjög óróleg- um hesti.” • “Hesti?” hrópaði Peg. “Hesti.” “Hundurinn var ibundinn við dyrnar á hesthús- inu.” “Er það þar, sem þeir geyma Miohael?” Aftur kont eldingarleiftur og drynjandi þruma. Peg hrökk við. ókunni maðurinn huggaði haha. “Verið þér ekki hræddar. Þetta eru að eins sumarþrumur.” “Sumarþrumur og vetrarþrumur eru jafn hræðilegar,” sagði Peg. Ungi maðurinn gekk að einum glerdyrunum og dróg blæjuna til hliðar. “Komið þér og lítið á óveðrið,” sagði hann huggandi og hvetjandi. “Það er svo stórkostlegt í þessum hluta landsins. Komið og sjáið.” “Nei, nei — eg vil það ekki — lokið aftur, lok- ið aftur!” hrópaði Peg. Ungi maðurinn dróg aftur blæjurnar fyrir hurðarrúðuna. Peg leit á ihann og sagði í kvíðandi róm: ‘’Menn ‘segja, að ef einhver lítur á himininn þegar eldingar eru, þá geti hann .séð himnaríki. Og eldingin villir sumum sýn en drepur aðra — alt eftir því hve mikillar náðar maður nýtur.” “Þér eruð kaþólsk?” sagði inn ókunni maður. “Já, hvað annað ætti eg að vera?” spurði Peg undrandi. Aftur kom elding 0g þruma. Peg lokaði aug- unum með hrylling. “Er þetta ekki eins og Guð sé reiður við okkur fyrir syndir okkar?” hrópaði hún. “Við mig máské — áreiðanlega ekki við yður,” sagði ungi maðurinn. “Við hvað eigið þér?” suprði Peg. “Þér vitið ekíki hvað synd er,” svaraði hann. “Hver eruð þér, .sem getið vitað þetta?” spurði Pog. “Eg heiti Jerry,” sagði hinn ókunni. “Jerry.” “Já, og hvað heitið þér?” “Peg,” sagði hún, þrjóskulega ákveðin. “Peg?” sagði hann brosandi. Peg kinkaði kolli og horfði forvitnislega á hann. Jerry — það er undarlegt nafn. En það átti svo vel við .hans tígulega útlit, fanst benni,. Til þess að vera vias um að hún hefði heyrt rétt. spurði hún hann aftur: “Jerry,”' sögðuð þér?” “Blátt áfram Jerry,” svaraði hann glaðlega. “Og þér heitið Peg?” Hún kinkaði kolli brosandi. “Blátt áfram Peg.” “Mér Finst að bæði nafnið og þér, sé töfr- andi.” “Þér megið ekki segja neitt slíkt, meðan eld- ingar og þrumur eru úti,” sagði Peg og hnyklaði brýrnar. “Eg meina þetta,” sagði Jerrý. “Nei, þér gerið það ekki,” sagði Peg með sann- færingarróm. “Sá sem meinar eitthvað,. segir það ekiki. Faðir minn hefir alt af sagt, að eg skyldi gæta mín fyrir þeim manni, seift hrósar mér með orðum við sjálfa mig. Hann er ekki mikils virði, Peg, hefir faðir minn alt af sagt.” Jerry hló glaðlega. “Faðir yðar segir satt, en í þessu tilfelli gild- ir dómur hans ekki. Eg ætla ekki að smjaðra — að eins að segja sannleikann.” Eftir stutta þögn sagði hann: “Hver eruð þér?” “Eg er systurdóttir móðursystur minnar,” sagði Peg og leit hræðslulega til hans. Jerry hló aftur. “Og hver er móðursystir yðar?” “Frú Chi—ster”. “Hver?” f Peg reyndi aftur að nefna þetta erfiða nafn. “Móðursystir mín er frú Chi—ster”. “Frú Chichester?” spurði Jerry undrandi. “Já, það er rétt,” sagði Peg. “Það er einkennilegt.” “Já, er það ekki? Þér munduð aldrei hafa haldið, að jafn skrautleg kona sem hún, ætti aðra eins systurdóttur og mig, er það ekki?” “Það var ekki þetta, sem eg átti við,” sagði Jerry. “Jú, það var þetta, sem þér meintuð. Þér megið ekki skrökva meðan þrumur og eldingar eru útá,” sagði Peg alvarleg. “Eg átti aðeins við, að eg hefi aldrei heyrt Alaric minnast á það, að hann ætti slíka jafn töfr- andi frænku.” “Þekkið þér Alaric?” spurði Peg og brosti. “Mjög vel,” svaraði Jerry. Brosið ihennar Peg breyttist í innilegan hlátur. “Hversvegna hlægið þér?” spurði Jerry. “Eg var að hugsa um, að ef faðir minn aéi Alaric, að eins eitt augnablik. Nú — Alaric hefir þá ekki vitað að eg var til, fyr en eg féll hingað niður í dag.” “Hvaðan félluð þér niður hér?” “Frá New York.” “Það er undarlegt.” “Það er ekkert undarlegt við það. Og New York er næstum eins stór og London.” J‘Eruð þér fæddar þar?” spurði Jerry. “Já,” svaraði Peg. “En af írskri ætt?” ' “Hvernig getið þér vitað það?” spurði Peg, ó- viss um hvort hún átti að skoða þetta sem hrós eða móðgun. “Af yðar \ rauninni töfrandi mállýsku,” svar- aði Jerry. “Mállýsku?” sagði Peg og leit undrandi á 'hann. ‘*Eg tala enga mállýsku. Eg tala alveg eðlilega. Það eruð þér, sem talið mállýsku, finst mér.” “Finst yður það?” spurði Jerry gletnislega. “Finst yður það?” endurtók Peg, og hermdi vel eftir honum. Hann hló glaðlega og alúðlega. “Hvers konar einkennileg*ung stúlka er þetta,” hugsaði ihann. Peg hafði á meðan tekið eftir postulíni í einum skápnum, og sté upp á stól, til þess að skoða það betur. Jerry dróg blæjurnar til hliðar, opnaði gler- dyrnar og leit til himins, sem nú var fagur og blár og sólin skein skært. “Óveðrið er hætt,” kallaði hann til Peg. “Alt rafmagn er horfið úr loftinu. Reiði himinsins er rénuð. Komið og sjáið!” Peg svaraði hátíðlega: “Guði sé lof!” iSvo hélt hún áfram að skoða herbergið og það, sem í því var, settist stundum á þenna stól og litlu síðar á hinn, þefaði af blómunum og dáðist að glingurmununum. “Ætlið þér að vera hér?” sagði Jerry og byrj- aði aftur á samtalinu, sem "forvitni Pegs hafði stöðvað. ”Máské — og máské ekki,” svaraði Peg óviss. “Skrifaði frænka yðar eftir yður?” “Nei — móðurbróðir minn.” “Móðurtoróðir yðar?” “Já, Nathanael móðurbróðir minn." “Nathanael?” “Nathanael Kingsworth. — Friður sé með hon'- um.” “Nathanael Kingsworth!” hrópaði Jerry undr- andi. Peg kinkaði kolli. “Hann er dáinn núna, vesalingurinn.” “En þér eruð þá ungfrú Margaret O’Connell?” “Það er eg — ea hvernig vitið þér það?” “Eg var hjá frænda yðar, þegar hann dó,” “Voruð þér þar?”- “Já. Og hann sagði mér alt um yður.” ‘^Gerði hann það? Eg vildi að hann lifði enn þá — og einkum, að hann hefði hugsað um okkur dálítið fyr. Hann, sem átti svo mikla peninga — og pabbi, sem enga áttá — og eg, sem er einkadóttir systur hans.” “Hvað gerir faðir yðar?” Þetta var efni, sem hún gat útlistað óendanlega — ef hún -aðeins hefði athugulan áheyranda. Og þó undarlegt væri, þá leit út fyrir að þessi ókunni maður, gagnstætt frænku hennar, væri sú rétta persóna að tala við, um hinn tilbeðna föður sinn. “Faðir minn getur getur alt sem hann vill — nema að græða peninga. Og ef hann vinnur sér inn fáeina skldinga, getur hann ekki geymt þá. Honum geðjast ekki að peningum, og mér ekki held- ur. Við höfum aldrei haft mikið af þeim, en við höfum séð aðra Ihafa þá, og við höfum samt verið gæfuríkari en þeir — það höfum við verið.” Hún þagnaði aðeins til þess, að draga andann, og hélt svo áfram: “Stundum hefir þító komið fyrir, að við höfum næstum soltið, en aldrei hefir pabbi mist kjarkinn; og eg ekki heldur. Og þegar okkur hefir liðið verst, hefi eg aldrei heyrt paibba kveina eða vera svip- þungan; og aldrei á allri æfi minni hefir hann tal- að hörkulega við mig. Við erum fremur sem bróð- ir og systir, en sem faðir og dóttir.” Tár komu fram í augum hennar og röddin varð skjálfandi. “Og mér finst eg vera veik af löngun eftir honum; og er viss um að hann þráir mig líka — hans eigin Peg, sem hann var vanur að kalla mig.” Hún byrgði augun með hendi sinni, en tárin ' runnu svo hratt, að þau komu út á milli fingranna. Hún hvíslaði afarlágt: “Eg vildi að ég væri komin heim aftur — heim til pabba!” Jerry fann undir eins til mikillar meðaunixun- ar. Það vai* eitthvað við einmanalega ásigkomu- lagið ungu stúlkunnar og kjarkinn hennar, sem snerti hinar instu tilfinningar hans. Þér megið ekki gráta!” sagði hann mjög alúð- lega. Hann fann að tár ætluðu að koma fram í hans eigin augu. Peg losaði vasaklútinn sinn frá ibeltinu með varkárni, og þurkaði tárin, af augum sér svo braut hún vasaklútinn saman aftur, með sömu vandvirkn- inni, og lét hann á sama stað. “Eg er ekki vön að gráta,” sagði hún. “Fað- ir minn lét mig aldrei fá neina ástæðu til þess. Og hann hefi eg aðeins séð gráta tvisvar sinnum — einu sinni, þegar við höfðum eignast ofurlítið af peningum og hann lét lesa sálnamessu fyrir móður mína, og fórnaði nokkrum yndislegum kertum til hinnar heilögu jómfrúr; þá grét hann. Og svo aftur núna, þegar eg fór frá hoMim, en það var eftir að við skildum. Kann hló og spaugaði í s'fellu á meðan við vorum saman á leiðinni til skipsins, en þegar skipið fór frá ibryggjunni, gat hann ekki lengur dulið tilfinningar sínar, hann grét eins og lítið barn. “Peg,” kallaði hann. “M.'n eigin, litla Peg!” Eg segi yður það satt, að eg hefði helst viljað hoppa út úr skipinu aftur •— en það var komið af stað — og eg kann ekki að synda.” Ó, hve hughægra henni varð við það, að geta talað við' einhvern um föður sinn. Henni fanst nú þegar, að hún hefði þekt Jerry árum saman. Svo sagði hún: “Það kvöld grét eg unz eg sofnaði — og mörg ðnnur kvöld á skipinu. Eg skeytti alls ekki um að koma hingað — eg gerði það aðeins til þess að hlýða föður mínum. Hann áleit, að það mundi verða mér til góðs. Og nú vildi eg helst, að eg hefði aldrei komið hingað —já, þess óska eg inni- lega. Hann saknar mín á ihverri mínútu, sem líður — og eg sakna hans. Og mér líður hér heldur ekkl vel, eg skeyti ekki um að verða heldri stúlka. Og ekki skulu þau heldur geta gert mig að því, ef eg fæ við það ráðið. Menn geta ekki búið til silki- pyngjur úr svínseyra, sagði palbbi minn alt af. Og það er það, ^em eg er — svínseyra.” Hún þagnkði og horfði niður á gólfið. Jerry var í allmikilli geðshræringu yfir þess- ari eðlilegu opinberun hugsana hinnar sorgþjáðu, ungu stúlku, sem hún opnaði fyrir honum ásamt tilfinningum sínum. En þegar hún talaði svo niður- lægjapdi um sjálfa sig, varð hann að brosa, laut niður að henni og sagði: “Eg get því miður ekki verið yður samdóma.” Hún leit á hann og sagði kæruleysislega: “Það hjálpar mér ekki hið minsta, hvort þér eruð mér samdóma eða ekki. Það er samt sem áður það, sem eg er — svínseyra.” Hann reyndi að hugga hana. “Þegar þér eruð orðnar; kunnugri hér, þá vona eg* að yður líði betur.” “Þekkið þér fjölskylduna hérna — Chi — stere?” “Já 1— mjög vel.” “iHvernig getið þér þá ímyndað yður, að eg muni una mér hér?” “Af því ab þér hafið meðvitundina um, að þér gleðjið föður yðar.” “En eg er svo einmana.” “Þér eruð meðal vina.” Peg hristi höfuðið g sagði beiskjulega: “Nei, það er eg ekki. Þau eru máské ættingjar mínir, en þau eru ekki vinir mínir. Þau skammast sín fyrir mig. “Nei, nei,” greip Jerry fram í. “Jú, jú,” sagði Peg. “Þau skammast sín fyrir mig. Þau sendu mig fram í eldhúsið, þegar eg kom. Og svo létu þau Michael inn í hesthúsið, en það er Michael ekki vanur við, skal eg segja yður. Hann var vanur v?ÍS að sofa inni hjá pábba.” Engin furða þó völskuhundurinn gelti sem óð- ur væri inni í hesthúsinu, fyrst hann var svo góðu vanur, hugsaði Jerry með innvortis hlátri. Orð Pegs voru svo hvetjandi og hraðfara, að annað augnablikið lá honum við að gráta, og á hinu augna blikinu að skellihlæja. Hann reyndi aftur að hugga hana. “Þegar ættingjar yðar læra að þekkja yður til fulls, verða þeir áreiðanlega jafn hreyknir yfir yð- ur, eins og faðir yðar er — og eíns og eg vildi vera.” Peg leit undrandi á hann. “Vilduð þér vera hreykinn yfir mér?” "Já, eg mundi verða hreyknari og glaðari en eg get lýst með orðum, ef þér vilduð skoða mig sem vin yðar.” “Vin, segið þér?” spurði Peg grunsöm. “Eg þekki yður alls ekki.’ Hún fjarlægðist hann dálítið. Vináttu var að r hennar áliti ekki auðvelt að gefa eða þiggja. Og að þessi ungi maföur, með ókunna nafnið Jerry, skyldi alt í einu falla niður úr skýjunum og bjóða henni vináhtu sína, gerði hana ennþá grunsamari. Henni gramdist það líka. Hver var hann? Jerry sagði: “Eg get gefið yður þau bestu meðmæli. Eg er til dæmis skólalbróðir Alarics frænda yðar.” Peg leit til hans með óduldri fyrirlitningu. “Einmitt það,” sagði hún. “Það hefði eg í yðar sporum þagað um.” Svo snéri hún baki að honum. Hann gekk á eftir henni. “Viljið þér ekiki eiga mig fyrir vin?” “Eg veit það sannarlega ekki,” sagði Peg. “Mér finst vera eins ástatt fyrir mér og grísnum, sem var lagður í mjúkt og gott rúm. Hann vissi ekki hvort hann kunni yið sig eða ekki. Hann hafði alla æfi sína lifað án sængur, og hann gat ómögu- lega hrygst yfir því að sakna þess, sem hann hafði aldrei átt.” Jerry hló glaðlega að þessari nýju líkingu, sem var sögð með jafnmikilli hreinskilni og Sú fyrri. Peg leit beint í augu hans: “Eg skal segja yð- ur, að þér hafið einn góðan hæfileika,” sagði hún. / “Við hvað eigið þér?” spurði Jeíry. “Að þér hafið ekki gleymt að hlæja, eins og allir aðrir í þessu húsi.” Jerry hélt áfram að hlæja og Peg tók alt í einu þátt í ihlátrinum. Hún sló .handarbakinu á handlegg hans kunnuglega og spurði: “Hver eruð þér annars, hvað hafði þér fyrir stafni?” “Sitit af hvoru,” svaraði Jerry. ^Eitt sinn var eg hermaður, svo reyndi eg mig við læknisfræði og svo við lögfræði, svo var eg mannvirkjafræðingur í Suður-Ameríku eitt ár, og nú er eg bóndi.” “Bóndi?” endurtók Peg. “Já, eg stunda búnað.” Peg hugsaði um skrautlegu fötin hans og hefðarlegu framkomuna og hló. “Það getur sannarlega ekki verið ^paug, hvorki fyrir jarðv^ginn eða dýrin, að hafa yður fyrir hús- Ibónda,” sagði hún. 1 “Það er það iheldur ekki,” sagði hann. “Þeim líkar alls ekki m'nar aðferðir, þær eru nýjar fyrir þau.” / “Þér ætlið að láta mig trúa þessu.” “Alls yfir, þá kann eg mesta grúa af mismun- andi störfum, en ekkert nógu vel til þess, að eg geti hrósað mér af því.” “Það er alveg eins og með pabba þetta,” sagði Peg með áhuga. . “Þér skjallið mig,” svaraði hann með alúðlegri kurteisi. Peg ímyndaði sér að hún heyrði einhvern kaldranalegan hreim í röddinni og leit upp. * “Það veit eg mjög vel að eg geri. Það er eng- inn maður í heiminum eins og pabbi. En hann seg- ir, að í þessari lélegu tilveru komist maður ekki á- fram! með neinu öðru en peningum.” “Faðir yðar segir satt,” sagði Jerry. “Pen- ingar eru mælikvarði nútímans, sem allir eru mæld- ir með.” “Og hann hefir enga,” hrópaði Peg. “En hann hefir í öllu falli mig. Og eg fer til hans aftur. Mig langar ðkki til að vera hér.” Svo flýtti hún sér upp stigann til herbergis síns. Jerry hrópaði ákafur á eftir henni: “Nei, nei, ungfrú O’Uonnéll. Þér megið ekki þjóta í burtu á þenna hátt.” “Jú, eg má,” hrópaði Peg til toaka. “Hvers- vegna á eg að vera hér, til þess að fólk hæðist að mér, sem ekki er þess vert að leysa skóreimar föð- ur míns? Og sem samt sem áður vogar sér að banna mér að nefna nafn hans í nærveru sinni? Eg elska föður minn, og það er auðveldara að þola skort á fæðu heldur en á ást.” Alt í einu lyfti Peg annari hendinni hátt upp, og gerði Jerry undrandi með því, að tala með líkri rödd og æfður ræðumaður þessi orð: “Og það er þetta, sem írarnir gera alstaðar í heiminum. Englendingarnir ihafa hrakið þá burtu frá föðurlandi sínu, og gert þá heimilislausa á hnettinum, en ekkert, sem þeir einhversstaðar geta eignast af landi og gulli, getur gefið þeim endur- bót fyrir skilnaðinn frá foðurlandi þeirra og þeim, sem þeir elskuðu. Hún endaði ræðu sína með því að hækka rödd- ina, eins og Jerry hafði svo oft heyrt opinibera ræðu-, menn gera. Svo sendi hún þessum unrandi, unga manni bros og sagði: “Vitið þér hvað þetta var?” “Eg hefi alls engan grun um það,” svaraði Jerry rólegur. “Það var aðeins lítill kafli úr einni af st»óru ræðunum hans pabba míns, sem hann hefir flutt fyrir írlands málefni.” “Er það tilfeTlið — fyrir málefni írlands?” sagði Jerry. “Já, hann hefir alla æfi sína barist fyrir því, að gera frland frjálst — að fá handa því heima- stjórn, eins og þér vitið. En Englendingum er svo ókunnugt um kringumstæðurnar; þeir ímynda sér að þeir þekki þær betur en faðir minn. Ef að þeir vildu bfeyta, eins og faðir minn bendir á, þá yrði aldrei oftar neinn órói á írlandi.” “Líklega ekki,” sagði Jerry með áhuga nokkr- um. “Nei, ekki hinn mínsti. Eg vildi að pabbi væri hér og gæti skýrt þetta fyrir yður; og léti yður heyra hvað sönn mælska orkar. Þykir yður gaman að hlusta á ræðumenn?” / 1 +

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.