Lögberg - 29.10.1925, Blaðsíða 4
Bk. 4
LÖGBERG FIMTXJDAGINN,
22. OKTÓBER 1925.
JJogbng
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
nmbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talaimari N-6327 ofi N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáskrift til btaðsina:
TKf eOLUN|BIK PgESS, Ltd., Box 317Í. Wtnnipag, M«n-
Utanáakrift ritatjórana:
LOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
The ‘'Uögberg" le printed and publlahed by
The Columbia Preas, Limited. ln the Columbia
Building, CSS Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba.
Alvarlegar kosningar.
og er það gleðilegur og virðingarverður vottur um
það hve Kingstjórnin hefir farið strang4heiðarlega
með fé þjóðarinnar.
Annað, sem King-stjórnin jhefir gjört er að
leiða í gildi lög, sem íbanna verslunarsamtök er
hefta frjálsa verslun, slík lög voru ekki áður til í
landinu, og hefir stjórnin þegar höfðað mál á móti
nokkrum verslunarfélögum í landinu, sem hún
hafði ástæðu til að haida, að misbyðu verzlunar-
frelsi og alþýðu manna. Sum af þeim málum standa
yfir nú.
Canada þjóðin <hefir átt við hin ömurlegustu
ókjör að búa í sambandi við vöruflutningsgjöld á
sjó og landi, en þó einkum á sjónum, vegna samtaka á
milli eimskipafélaga og eigendanna, og voru og eru
samtðk þessi svo tilfinnanleg, að mönnum í Canada
var nálega ókieyft að fá nautgripi flutta frá Can-
ada til Englands sökum kostnaðar. Þetta mál tók
Maokenzie King stjórnin til meðferðar og fékk einn
af stærri éimskipafélagseigendum á Englandi til
þess að ganga inn á að flytja canadiskar vörur ti!
Evrópu fyrir flutningsgjald er stjórnin sjálf setti
gegn vissri borgun úr riki'ssjóði. Meighen og aitur-
haldsliðið á þingi barðist á móti þessu alt sem það
gat og tafði máiið fyrir stjórninni og því lauk svo
að umiboðsmaður eimskipafélags þess, Sir William
Petersen, dó áður en hægt var að fullgjöra samn-
ingana.
Kosningarnar sem fram fara í Canada 29. þ.
m. eru ef til vill þær alvarlegusVi, sem háðar hafa
verið í þessu iandi. — Áreiðanlega þær aLvarleg-
ustu, sem háðar hafa verið á síðari árum.
Spursmálin, sem um er barist, eru aðallega tvö—
Þjóðareining og hækkun á tollum. öll hin spurs-
málin eru tengd þessum tveimur eða í sambandi
við þau.
Maekenzie King, stjórnarformaðurinn í Canada,
heldur fram, að velferð Canada þjóðarinnar í nútíð
og' framtíð sé fyrst og fremst fólgin í einingu og
samhygð hinnar dreifðu Canada þjóðar. Hann
heldur fram að þjóðin verði að skilja, að hinir
ýmsu partar þjóðarinnar, sem stunda mismunandi
og fjarskylda atvinnuvegi, verði að fá að njóta rétt-
ar síns og þroskaskilyrða óhindraðir af þeim pört-
um þjóðarinnar, sem fjarskylda atvinnuvegi stunda
og háðir eru öðrum framleiðslu- og velmegunar-
skilyrðuni, eða með öðrum orðum að ailir partar
þessa þjóðfélags gefi og taki, í góðvild og einingu,
þjóðfélag’3heildinni til þroska og sjálfum sér til
varanlegrar velferðar.
Arthur Meighen leiðtogi afturhaldsflokksins
heldur því aftur fram, að eina velferðar- og velmeg-
unarvon canadisku þjóðarinnar sé undir því komin
að tollmúrar Canada séu reistir eins háir og toll-
múrar Bandaríkjanna, sem hæstir eru allra toll-
múra í heimi.
Stefnur þessar eru eins ólíkar og dagur og
nótt. Önnur þeirra, stefna Mackenzie Kings, er
bræðrafélags stefna, þar sem hver styður annan og
hver ber annars ibyrði.
Hin, stefna afturhaldsins og Arthur Meighens,
miðar að því að vernda eina sérstaka stétt á kostn-
að alþýðunnar eins og1 sú stefna hefir verið frá
upphafi vegar.
Hinn nafnkunni dhaldsleiðtogi Hreta, Benjamín
Disraeii sagði einu sinni: “Verndartollastefna
getur aldrei orðið þjóðleg. Það er ránsaðferð til
þess að auðga eina stétt mannfélagsins á kostnað
hinna.”
Nú á að beita henni við Canada þjóðina, ef
Arthur Meighen kemst til valda við kosningarnar.
Það á að hækka aftur alla tolla, sem lækkaðir
hafa verið á fólkinu í Canada síðan Mackenzie King
stjórnin kom til valda og sem nemur $10.61 á hvert
mannsbarn í iandinu og ekki aðeins það, það á aS
hækka alla tolla í landinu svo að skattbyrðar fólks-
ins verða að minsta kosti þrefalt meiri en þær eru
TIÚ.
•
Arthur Meighen og allir hans postuiar eru að
telja kjósendunum í Canada trú um, að eina vel-
ferðarvon þjóðarinnar sé í því fólgin að kjósend-
urnir gangi að atkvæðahorðinu á fimtuadginn kem-
ur og með atkvæði sínu skuidhindi sig til að borga
$200.00 meira í skatt á ári í fjögur ár, en þeir
gjör nú, sem er $1,000 auka-útgiftir á ári, fyrir
fjölskyldu,' sem fimm eru í, til þess að verksmiðju-
barónar Austurfylkjanna geti baðað í rósum.
Þessi tilraun sýnir ómótmælanlega að King-
stjórnin í Ottawa hefir haft vakandi auga á vel-
ferð Vesturlandsins, því þar er nautgriparækt í
stærri stíl en í nokkrum öðrum parti þess. Mr.
King hefir,gefið ákveðið loforð um að skiljast ekki
við þetta mál, unz hann hefir ráðið bót á,því.
Vilt þú ekki kjósandi góður gefa honum tæki-
færi til þess, með því að greiða atkvæCi með stuðn-
ingsmanni hans 29. þ. m.?
Iðnaðarástandið í Canada
árið 1921 og nú.
Einhver náungi, sem skammast sín fyrir nafn
sitt, er í íslenzku blaði, sem gjöist hefir það aumk-
unarverðasta viðrini í stjórnmálum, sem sézt hefir
í vestur-íslenzkri iblaðamensku, að leitast við að
telja fólki trú um að Lögberg hafi verið að gjöra
lítió úr gjaldþrotum þeim, sem átt hafa sér stað í
Canada á síðastliðnum þrepiur árum. ^
Allir, sem Lögtberg hafa lesið með öbrjálaðri
skynsemi vita að þetta er ekki satt, og vita líka að
maður sá, :hver svo sem hann er, er með staðhæf-
ingu þeirri að gjöra tvent í seinn, að fara meS vís-
vitandi ósannindi um Lögberg og afvegaleiða ís-
lenzka icjósendur.
Það sem Lögíberg sagði, var að færri iðnaðar-
stofnanir hefðu orðið gjaldjþrota á þeim þremur
árum, sem IMackenzie King stjórnin hefir setið að
vöidum og þessar tilteknu skýrslur hafa verið birt-
ar yfir, en þær voru árin þar á undan, þegar á-
trúnaðargoð þessa ómerkings og hátollastefnan sat
að völdum í Ottawa'. Á fjárhagsárinu sem yfirstóð
þegar Meighen lét af stjórn í Canada urðu 3695
iðnaðarstofnanir gjaidþrota með fjártjóni, sem
nam $78,000,000. Á þeim þremur árum af stjórnar-
tímabili Mackenzie King, sem rætt er um í skýrsl-
um R. G. Duns, urðu 2,274 iðnaðarstofnanir gjald-
I þrota með fjártjóni, sem nam $106,000,000.
Sér nú ekki þessi ómerkingur og allir heilvita
menn hve óærlegt það er að stela undan þeim lið
þessa máls, sem einn getur gefið mönnum sann-
gjarnan samanburð á því hvort um aftur eða fram-
för í þessu efni er að ræða og svo þegar hann er
dreginn fram í dagsbirtuna þá sannast að iðnaðar-
stofnanirnar, sem gjaldþrota urðu á þremur árum
í stjórnartíð Mackenzie King, voru að mun færri, en
á einu ári I stjórnartíð Meighen’s.
Annars ferst þessum ómerkingi og öllum aftur-
haldspostulunum að Mr. Meighen meðtöldum illa
að vera að masa um afturför í verksmiðjuiðnaði og
verksmiðjuhrun í stjórnartíð Mackenzie King.
Árið sem Meighen fór frá völdum — 1921, voru
17,917 verksmiðjur í Ontario fylki, sem á það
þroskastig voru komnar að koma undir verksmiðju
lögin, sem fyrir^kipa trygging fólks þess, sem við
þær unnu.
Árið 1924 voru þær orðnar 25,155 að töiu, eða
að þeim hafði fjölgað um 7,238 á þeim þremur árum,
sem Mackenzie King-stjórnin hafði verið við völd-
in.
Það hefir verið sagt um Islendinga að þeir
hafi aidrei kóngsþrælar verið.
Væntanlega gjörast þeir ekki auðvaldsþrælar
við þessar kosningar.
-----1—o--------
Þeim heiður, sem heiður ber.
Menn heyra oft sagt í þessari kosningabaráttu
að King-stjórnin í Ottawa hafi ekki gjört neitt til
þess að greiða fram úr vandamálum manna í Vest-
urfylkjunum. Þetta eins og margt, vér viljum segja
flest, er mótstöSumenn stjórnarinnar segja um at-
hafnir stjómarinnar á þeim fjórum, eða nálega
fjórum árum, sem hún hefir setið að völdum, er
ósatt.
Ástæðan fyrir því að fólk yfirleitt Ijefir ekki
heyrt meira um þær framkvæmdir en það hefir gjört,
er sú, að hér í Manitoba á Mackenzie King stjórnin
ekki að neitt fréttablað innlent, sem fundið hefir
skyldu sína í að skýra frá. þeim athöfnum, en ekki
sú, að þær sé ekki að finna.
Það er ekki áform vort aS halda því hér fram
að King-stjórnin hafi í athöfnum sínum látið hag
manna í Vesturfylkjunum sitja í fyrirrúmi fyrir
hag fólksins í öðrum pðrtum landsins, því það hefir
hún ekki gjört, og á heldur ekki að gjöra. Hennl
hefir skilist ,að velferð hvers eins hluta ríkisins er
óaðskiijanleg frá heildinni, og það er heildarmynd-
in í þessu efni, sem verður að takast til greina. L
Því hefir ekki verið haldið á lofti fyrir kjós-
endum, að King-stjórnin hefir verið ein af þeim
fáu stjórnum í þessu landi, sem ekki hefir veriS á-
sökuð um óráðvendni í samibandi við fjármál. Ekk-
ert orð hefir heyrt í ræðu, eða sést a prenti í þá
átt og þegja menn þó sjaidan yfir slíku, um kosn-
ingar, ef um nokkrar misgjörðir í þeim efnum er
að ræða. í þetta sinn hefir King-stjórni« tekið það
vopn algjörlega úr höndum mótstöðumanna sinna
Árið 1921 unnu 272,518 manns við þessar verk-
smiðjur í Ontario, en árið 1924, 337,000 manns.
Árið 1921 voru hlutir í Dominion Textile fé-
laginu $142,00 virSi, árið 1922 voru þeir komnir
upp í $255,00.
Árið 1921 seldust hlutir í Pennmans prjóna-
félagsins fyrir $89.00, en árið 1925 fyrir $158.00.
Hlutir canadiska baðmullarfélagsins seldust
árið 1921 fyrir $85.00, 1925 fyrir $121.00.
Hlutir í Sherwin William Paint félaginu seld-
ust árið 1921 fyrir $88.00, en 1925 fyrir $130.00, og
hlutir í Canada Cement félaginu seldust árið 1921
fyrir $67.00, en 1925 fyrir $112.00.
Árið 1922 seldu Canada menn * verksmiðju-
varning upp á $303,000,000 til annara þjóða, árið
1928 seldu þeir $364,000,000, árið 1924, $415,000,000.
Á sama tíabili voru flutt inn til Canada fullgjörð-
ar verksmiðju-vörur frá öðrpr þjóðum, sem hér
segir: árið 1921 $929.874,130; áriS 1922, 531,355,579;
1923, 574,551,323; og árið 1924 639.343,645. sem
sýnir að útflutti verksmiðjuiðnaðurinn hefir farið
vaxandi en sá innflutti minkandi í stjórnartíð King
stjórnarinnar, svo að nemur 227.378,088 á þremur
árum.
Árið 1921 voru 177 skóverksmiðjur í Canada,
sem til saman höfðu höfuðstól, sem nam $31,644,855.
og við þær unnu 11,268 manns.
Árið 1922 var tala skóverksmiðjanna 181, höf-
uSstóllinn $29,881,921 og við þær unjiu 11,968
manns, 1923 er tala verksmiðjanna komin upp í
189, höfuðstóllinn er 30,533,591, og tala vinnufólks
12,439. og samt segir þessi ómerkingur og allir aft-
urhaldspostularnir að verksmiðjuiðnaðurinn í Can-
ada sé og hafi verið í afturför í stjórnartíð Mac-
kenzie King.
Það mun sannast kosningadaginn, að þessum
mönnum tekst ekki að telja kjósendunum í Canada
trú um, að hvítt sé svart, og að missagnir þeirra
faila máttlausar við veginn.
--------o---------
Stutt yfirlit yfir fjárhagsástandið
í Canada 1921 og 1924.
i.
1921.
í Marz 1921 seinasta árið, sem Arthur Meigben
sat að völdum nam þjóðskuld Canada $2,422,000.000.
'Tekjur ríkisins, sem stjórn hans innkallaði
með sköttum af ýmsu tægi, námu $460,000,000.
Upphæð sú, sem stjórn Meighens innheimti það
ár, nam $41,99 centum á hvert mannsbarn í landinu.
VersiunaVhalli Canada nam það ár $30,000,000.
Það er, að þjóðin keypti að vörur frir $30,000,000
meira, en hún seldi og skuldaði þyí $30.000.000 á
því sviði.
Gjaldmiðill þjóðarinnar var fallinn svo að
kaupmagn canadiska dollarsins var aðeins frá 80
til 85 cent á Bandaríkjamarkaðinum. í fáum orðum:
Fjárhagur Canadaríkis hefir aldrei í sögu landsins
verið í eins slæmu ástandi og að bann var þá.
1924.
í Marz 1924 eftir þriggja ára stjórnartíð Mac-
kenzie King var þjóðskuld Canada $2,419.000.000.
Tekjur ríkisins, sem King-stjórnin innkallaði með
ýmsum sköttum, námu $350,000,000.
Upphæð sú, sem hver einstaklingur varð að
borga til ríkisþarfa það ár nam $31.38.
Verslunarhallinn, sem Mackenzie King stjórnin
tók við, var orðin að verslunarhagnaði, sem nam
$284,000,000.
Gjald miðiil þjóðarinnar var aftur búinn að ná
fullu verði um allan heim.
Það sem að King stjórnin hafði því komið til
ieiðar á þremur árum er:
1. Borgað $3,000,000 niður í þjóðskuldinni.
2. Áukið verzlun landsins, svo að á þremu^ árum
snéri hún $30,000,000 halla \ $284,000,000 versl-
unarhagnað.
3. Fært niður stjórnarkostnaðinn um $110,000,000
á ári, úr $460,000,000 og ofan 'í $350,000,000. ,
4. Fært niður skattana úr 41.99 centum á mann
ofan I $31,38, eða. um $10,61 á hverju manns-
barni í landinu.
6. Kingstjórnin hefir ekki aðeins komið jafnvægi
á gjaldmiðil þjóðarinnar og alt fjárhagsá-
stand, iheldur eflt hið fjárhagslega sjálfstæði
hennar svo að canadiski dollarinnar er nú í dag
% úr centi meira virði á New York markaðinum
en dollar Bandaríkja þjóðarinnar.
Mönnum ber að meta það, sem vel er gjört og
þái líka þessa meðferð Mackenzie King stjórnarinn-
ar á fjármálum ríkisins á þeim erfiðustu árum, frá
fjármálalegu sjónarmiði, sem yfir þessú þjóð hafa
komið. i
II.
Járnbrautir þjóðarinnar.
Canada menn eiga 21.862 mílur af járttbrautum
sem þeir hafa nauðugir viljugir orðið að veita mót-
töku. Enginn vdit með vissu hvað þær brautir hafa
kostað ríkið og þá aðra, sem að þeim stóðu, en
menn vita að Canada ríki varð að taka við þessum
'brautum til þess að tapa ekki fé því, sem það hafði
lagt í þær, með öllu.
Árið 1921 var járnbrautarkerfi þessu skift í
þrjá flokka. Canadian Northern Railway, eða C.
N. R., Grand Trunk Pacific Railway og Inter-col-
onial Railway. Hvert af þessum kerfum höfðu
stjórn og ráðsmenn út af fyrir sig og þjóðin var að
sökkva undan ofurþunga útgjalda þeirra, sem þess-
ar járnbrautir kröfðust.
Þrjú síðustu árin, sem afturhaldsstjórnin sat
að völdum, nam starfræksiuballinn við brautarkerfi
þess, sem hér segir:
Árið 1919, 14,223,711.85.
1920, $34,532,701.76.
1921, 11,543,577.69.
í þrjú ár $60,299,991.30. ,
Þegar Mackenzie King kom til valda sameinaði
hann allar brautirnar undir stjórn Sir Henry Thorn
ton og meðráðanda hans og afieiðingarnar eru þær,
að í stað starfrækslukostnaðarhalla, sem nam
$60,299,991.30' á þriggja ára stjórnartíð afturhalds-
flo'kksins, þá hefir orðið hagnaður á starfrækslu
brautanna í stjórnartíð Mackenzie King, sem nem-
ur $40,561.613.11.
“Rock of Ages,”
Ó, þú klettur aidanna,
Einkaskjólið mannanna;
Fórn þín, ein, er frelsun roín,
Fel þú mig í örmum þín;
Þvo mig hreinan lifs úr lind,
Lækna mig af aliri synd.
Hversu máttlaus höndin mínl
Hún ei fyllir boðorð þín;
Engin verk, nei, engin tár
Orka mún að græða sár;
Ekkert fyrir útan þig,
Einan, getur frelsað mig.
Úrræði eg engin finn,
Engin, nema krossinn þinn:
Nakinn hér eg stend sem strá,
Styrk og skjól og náð að fá,
Óbreinn fiý eg lífs að lind; ,
Lát mig ekki deyja’ í synd!
Lausnari, ó, líkna mér;
lát mig ætíð búa’ í þér;
Einkum veit mér aumum skjól,
Er þá sezt á dómsins stól,
Ó, þú klettur aldanna,
Eilíft skjólið mannanna!
F. R. Johnson, þýddi.
--------o--------
H-E-I-M-I-L-í-D
OerUf heimiUn hVý og aðlaðandi með góðwm Stormgluggum
og Stormhurðum.
HURDIB
2ft.
2ft.
2ft.
3ft.
6in. 3
8in. :
lOin.
x 7ft.
6Et. 6in„ glazed....
6ft. 8in„ solid ....
$6.00
$5.25
x 6ft. 10in„ glazed $7.10
solid
$6.35
12x20,
12x28,
16x24
20x24,
24x24,
OLUOOAR
lt. $1.76 10x20, 4 lt.
$2.14
$2.10
$2.40
$2.81
Aðrar stcerðir fást með Uku verði.
Talslmið A-63S6 og biðjið um "City Orders”
$2.33
12x20, 4 lt. $2.47
12x24, 4 lt.
14x24, 4 lt.
14x28, 4 lt.
$2.70
$3.22
$3.67
The Empire Sash and Door Co. Ltd.
Allskonar VID U R til heimiUsþarfa
Skrifstofa: Bank of Hamilton Bidg. Phone I Yard—Henry
Main and McDermot A-6456 and Argyle
Dr. J. P. Howden
þingmannsefni frjálslynda flokksins í
St. Boniface
Dr. J. P. Howden, þing
mannsefni frjálsl. flokks-
ins í St. Boniface, var fædd-
ur að Perth, Ont, 5. des-
ember, árið 1879. Var fað-
ir hans læknir þar í borg-
inni. Dr. Howden yngri
fluttist til Winnipeg með
fjölskyldu sinni 1882. Naut
ihann hér algengrar barna-
skóla mentunar, en tók síð-
ar að stunda nám við há-
skóla Manitolba-fylkis. Hóf
hann nám í læknisfræði
1902 og útskrifaðist með
heiðri í þeirri fræðigrein.
Hefir hann gegnt læknis-
störfum í Norwood í bart-
nær 22 ár. Dr. Howden er
Manitobamaður í húð og
hár, og þótt ekki væri hann
fæddur þar, og hefir mjög látið sér ant um hag St. Boniface
borgar, sem og fylkisins í heild sinni. Bæjarráðsmannsstöðu
gegndi hann í St. Boniface árin 1907,1908,1912 og 1913 og var
tvisvar sinnum kosinn Iborgarstjóri, gagnsóknarlaust, árin
1914—1915, var hann yfir-heillbrigðisstjóri St. Bonifaee borg^
ar.
Dr. Howden er maður, sem bverju kjördæmi er sæmd í að
senda á þing.
Greið Dr. J. P. Howden, atkvæði yðar við kosningarnar
þann 29!
Greiðið honum atkvæði yðar þann 29. Okt
Kjörkaup á Eldivið
Vér höfum um 300 cords af ágætum eldiviÖ, ófúnum,
þurrum og af meðal stærð til sölu.
Tamarack - - $8.50 per cord
Pine - - $7.00 “ “
Spruce - - $7.00 “ «
Poplar - - $6.50 “ “
Slaps - - $6.00 “ “
Slaps í stóarlengd hálft cord $4.09 Millwood $3.00
Talsími að deginum A2191. Kveldin A7224
i TH0RKELSS0N, Box Manufacturer
KOL! KOL! KOL!
ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS
DRUMHELLER COKE_HARD LUMP
Thos. Jackson & Sons
COAL—COKE—WOOD
370 Colony Street
Eigið Talsímakerfi: B 62-63-64
POCA
LUMP
STEAM
COAL
SAUNDERS
CREEK
ALSKONAR
VIDUR
FLJÓTIR AÐ BYGGJA.
í enska blaðinu “Daily Mail” er
frá því sagt, að maður nokkur að
nafni G. Holt Thomas, hafi látið
timburverksmiðju eina í Bucking-
hamshire í Englandi, byggja fyr-
ir sig lítið timburhús ('bungalow)
eftir fyrirsögn hans sjálfs, og var,
verkinu lokið á UP/4 kl.stundumJ
*—Að byggingunni unnu 4 æfðir,
húsasmiðir og 2 algengir verka-
menn, en (sjálfur ihafði G. Holt
Thomas yfirumsjón með verkinu
Stundartafla yfir vinnuna lítur
þannig út: Kl. 6.30 f.h. byrjað á
verkinu, kl. 6.50 f. h. farið að
lefcgja gólfið, kl. 7.30 f.h. byrjaði
að reisa veggi, kl. 8.30 f. h. lokið
við veggi að utan og innan, kl. 11
f. h. reistir gaflar og sperrur og
iagt loftið, kl. 12 á hád. til kl. 2
e. h. unnið að sperrum, ræfri og
Öðru trésmíði þakinu tilheyrandi,
kl. 3.30 e. h. þaksteinslagning velj
á veg komin, kl. 4.45 e. h. seinasti
þaksteinninn lagður. *— í húsinu
I er ein setustofa, tvö svefnher-
j bergi, 'baðklefi og eldihús. Slík
hús segir G. Holt Thomas að muni
kosta um 300 steriingspund, þar í
innifalið verð grunnsins, hvort
heldur sejn hann er gerður úr
múrsteini eða sementssteypu. —
í enska blaðinu er mynd af þessu
húsi, og er það mjög snoturt hús.
—M. í Vísi.
Við stúlku sem þótti helsti ver-
gjörn: , o
Þú ert spanga hlynum hjá
helst í gangi lipur,
þfnum vanga utan á
Amors hangir svipur.
Júlíana Jónsdóttir,
skáldkona.