Lögberg - 05.11.1925, Side 3

Lögberg - 05.11.1925, Side 3
♦ LÖGBERG FIMTUDAGINN, 5. NÓVEMBER 1925. BJ* 8 t Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga Peningamaðurinn. Sammel rak geiturnar í hagann og gætti þeirra. Hann stytti sér tímann með' því að tína .ber og éta þau, og þegar íhann var saddur, lagðist hann niður í skugga og sofnaði. Dg hann dreymdu um hesta og reiðmenn, eða um Marianka, um föður sinn og silf- urpeningana hans. Já, þessir silfurpeningaf. Það var sagt að þeir væru frá tíma; þrjátíu ára stríðsins og hefðu verið eign eins eður annars hermanns. Peningarnir skifta um eiganda, en menn geta aldrei séð á þeim í hverra höndum þeir hafa verið, og þessvegna þekkir maður ekki sögu þessara silfurpeninga. En það var þó víst, að þar eð þeir voru frá stríðstímum, þá voru þeir vanir' við að vera grafnir1 hiður í jörðina og liggja þar. Og gamli Sammel fylgdi þessum vana, og lét þá liggja í jörðunni, ekki í járnkistu, en { potti, því þeir voru ekki dauðir, þeir aðeins sváfu og biðu þess, að vakna. En eins og Holgeir danski, áttu þeir að sofa eins lengi og mögulegt var, og vakna ekíki fyr en dauðinn skipaði það. Þetta var Sammels eina sálu- hjálplega trú, og Ihann innrætti syni sínum hana líka. iOg áður en gamli maðurinn dó, sagði hann: Það er bezt að þú grafir mig ofan í jörðina, en fjársjóðinn getur þú grafið upp, þegar þú þarft hans. Hann liggur- hjá stóra grenitrénu, tvö fet tíl* austurs, fimm fet niðri í jörðinni.” Ungi Sammel jarðsetti föður sinn og rannsak- aði fjársjóðinn. Það var alveg rétt. Þeir voru vel geymdir í járnpotti, huldum steinum og tjörguðum að utan, þar lágu þeir rólegir hver við annars hlið þessir silfurdalir, með myndir af furstum og hershöfðingj- um, sem einu sinni höfðu háð grimma íbardaga. Ungi Sammel gat án blóðsúfchellinga háð sigursælt stríð með þeim, en hann ákvað að láta þenna þunga járnpott ofan í jorðina aftur, og samkvæmt ráðlegg- ingu föður síns að kalla e!kki á hetjurnar fyr en nauðsyn krefði. Hann hélt áfram að gæta geitanna glaður og á- nægður, stundum í nánd við sinh kæra fjársjóð, sem lá geymdur Ihjá grenitrénu. Grenitréð stóð nú ekki á hans eigin heldur á ná- grannans jörð^ En þeir voru eins vel geymdir fyrir því. Jörðin þar í nándinni var grýtt og ófrjó, svo engum gat komið til hugar að plægja þar, og þó það kæmi fyrir, var potturinn svo' djúpt niðri að engin hætta var á að hann fyndist. Alt hefði gengið vel, ef Marianka hefði ekki verið. Marianka var dóttir nágranna hans, ung og jplleg stúlka, umkringd af ungu piltunum í sveitinni. Sammel hefði helzt viljað grafa þenna fjársjóð niður líka, svo afibrýðissamur var ihann, en hún elsk- aði hann líka og gaf Ihonum aldrei ástæðu til af- brýði. Einn fagran dag kom faðir hennar til Sammels, og spurði hann hvort hann vildi fá Marianke. “Hve mikinn heimanmund fær hún?” spurði Sammel. • “Engan. Er ást þín svo sterk að þú spyr um peninga? Eg á ekkert, og þó eg ætti eitthvað, mundi eg nota þa,ð sjálfur.” Sagimel bað um umhugsunartíma. En nú gerði hjarta hans uppreist, og hann fann að thann gat ekki lifað án Marianka. Alt í einu duj;tu honum silfurpöningarnir í hug. Bjarta tunglsljósnótt gekk Sammel til greni- trésins, gróf upp pottinn, taldi peningana og hugsaði um, hvort hann mætti með aðstoð þeirra ganga inn í hið kostbæra hjónaJband. Það væri synd og mink- un á þenna hátt. Hann gróf þá enn dýpra niður og sagði hátt: ‘'Hvernig sem alt gengur, læt eg þá liggja kyrra. Eg hefi tvær hendur og hún hefir tvær og með sameinuðum kröftum ættum við að geta komist af.” \ Hann hugsaði ekki úm það, að grenitré geta haft eyru, einkum þegar menn sitja uppi í þeim, og faðir Mariðnku var sá, sem sat uppi r trénu. Það leið nú nokkur tími, sem Sammel var að Ihugsa sig um, og gæta fjársjóðs síns, svo Marianka var orðjn föl og kinnfiskasogin af sorg. Þá sá hann einn dag, að faðir Mariönku lét tína saman all$ lausa steina á; akrinum og flytja þá að grenitrénu. Þar gátu þeijr legið, þar gréri ekkert hvort sem var. Brátt safnaðist stór steinahrúga ofan á fjár- sjöðinn hans Sammels. Fyrst varð hann hræddur, en strax á eftir hugsaði hann: “Því betur eru pening- arnir faldir, og fyrir mig er það bending þess, að eg eigi ekki að eyða peningum mínum ástarinnar vegna.” 'Skömmu síðar kom faðir Maríönku og spurði hvort Ihann vildi fá stúlkuna. ‘'Borgar þú Ibrúðkaupið?” t “Já. Eg vil ekki vera ágjarn — ofurlítið græði eg með köflum — ertu ánægður með hundrað gyllini íil að byrja með?” Sammel var ánægður og giftingin fór fram. Um sama leyti stofnaði faðir Mariönku lítið brennivínsbruggunarhús, en steínahrúgan undir trérwu fór vaxandi. Tengdasohurinn vissi ekki hvort hann átti að gleðjast éða gremjast yfir þessari steinasöfnun tengdaföður síns. En svo komst hann að þessari niðuijstöðu: Fjársjóðurinn var vel geymdur undir steinahrúgunni, en tengdafaðirinn þurfti enga vitn- eskju að fá um hann. Það eina sem Sámmel var hræddur úm, var, að tengdafaðirinn kynni einhvern tíma að sjá -bláan loga yfir steinahrúgunni, eða heyra undarlegt kvejn, sem oftast var tilfellið þar sem peningar voru grafnir í jörð. Hann spurði því tengdapabba einu sinni: “Trúir þú því að andar séu til?” “Já.” “Trúir þú því, að fólgnir fjársjóðir séu til í jörðu?” “Noi, hver grefur nú fj'ársjóði í jörðu?” svaraðit hinn gamli maður. “Fyr á tímum var það siður, en nú ekki.” iSammel varN ánægður. Gamli maðurinn vissi ekkert um peningana hans. Sammel gat heldur ekki náð í þá, því það tók tíma að flytja steinahauginn. Penihgarnir urðu því að vera þadsem þeir voru, enda þurfti Sammel þeirra ekki nú, því hvorugt ihjónanna hlífði sér við\að vinna, og svo fengu þau árlega dá- lítinn styrk frá tengdaföðurnum. Hjónabandið var gæfuríkt og börnin stálpuðust og þrifust vel. Níunda hjónabandsárið þeirra segir Sammel einn dag við konu sína: “Eg var heimskingi, sem ekki vildi eiga þig án peninga, þú ert trygg og iðin kona, og góð móðir börnunum. Þú ert mér sannur fjársjóður og ein- hvern tíma skal eg segja þér nokkuð, sem þú hefir gaman af. Eg hefi leyndarmál frá æskuárum mín- um.” / Marianka varð hrædd. Leyndarmál frá æsku- árum — það er ekki skemtilegt. Faðir Mariönku var orðinn gamall. Tímum saman sat Ihann á steinhaugnum og horfði á barna- börnin, sem léku kringum hann. “Börn,” sagði hann einu sinni, “hvernig ætli ykkur líði þegar afi ykkar situr ekki lengur á verði hér, og pabbi ykkar kastar steinunum frá trénu?” “Eitt kvöldið tók hann skófluna sína og fór. Fáum dögum síðar dó hann, og nú féll ársstyrk- urinn niður, og ekkert var eftir nema brennijvíns- gerðin, sem hætti bráðlega. Þá hugsaði iSammel: “Það er heppni að eg á fjárájóðinn. Nú skal eg gleðja Mariönku.” Eina nótt í björtu tungsljósi gekk hann til trés- ins, ruddi steinunum iburt og fór að grafa, þegar hann loksins náði í pottinn og lyfti honum upp, fanst honum hann afarléttur. Hann reif lokið af, allir silfurpeningarnir voru horfnir — En þar á móti — 1 þeirra stað láu nýir bankaseðlar í pottinum, og þegar Sammel taldi þá, voru þeir að upphæðinni til miklu meiri en gðmlu silfurpeningarnir. Og á botni pottsins lá bréf, sem á var ritað: “Kæri tengdasonur! * F^rirgefðu að eg hefi kostað heimánmund dótt- ur minnar með vöxtunum af þínum eigin peningum, en eg vildi að þið væruð ibæði gæfurík. Sjálfan höf- uðstólinn hefi eg sama sem ekki snert. í stað banka- seðlanna gat eg látið bankabók í pottinn, en þú þekk- ir þær líklega ekki, og hefðir máské eyðilagt hana í reiði þinni. Tengdasonur, farðu að mínu dæmi,'og láttu peningana vaxa, þeir vinna fyrir þér og toörn- um þínum, og vertu ekki reiður við mig, eg hefi vilj- að ykkur vel.” “Ó, þú gamli refur, þú hefir reglulega gatobað mig,” tautaði Sammel, en hann var ekki hið minsta reiður. Hann fylti holuna með steinum, en gekk heim til konu sinnar með seðlana. “Hér eru sparipeningarnir mínir,” sagði hann. “Hamingjan góða! Hvaðan hefir þú fengið þá?” “Þeir hafa verið Iánaðir öðrum, og nú hefi eg; fengið þá aftur.” Hann lét hana hafa þá skoðun, að heimanmund* ur hennar hefði verið toorgaður af peningum föður hennar. En þeim, sem sækist eftir ríkri konu, ráðlegg eg að snúa sér að elstu dóttur Sammels, fal- leg og góð stúlka, sem peningar fylgja. Lafði Melville. Það var seint um kvöldið, þegar ungi maðurinn losnaði við brúðkaupsgestina, yfirgaf dánssalinn, gekk, upp þröngan stiga, barði hægt að dyrum nokkr- um og gekk inn, að hann fleygði sér á kné frammi fyrir konu sinni, sem sat og toeið hans hjá ofnipum í sínum skrautlega torúðarbúnipgi. v “Stattu nú upp,” sagði hún og rétti honum hendi sína. “Nei, nei,” sagði ungi maðurinn um leið og hann þrýsti hendi hennar að vörum sínum, “nei, nei, láttu Aig liggja svona, dragðu ekki hendina þína að þér, því þá verð eg hræddur um að þú sért töframær, sem flýir burt frá mér, og að alt þetta sé draumur.” Fredric de la Tour hafði fulla ástæðu til að efast um gæfu sína. Fyrir aðeins mánuði síðan höfðu forlögin gert 'hann ríkan, gæfusaman og ó- háðan, á þann hátt sem hann hafði aldrei dreymt um. Hann var þrítugur, foreldralaus með mjög litl- ar tekjur. Einn dag var það, þegar hann gekk eftir* götujium í París, að skrautlegúr vagn nam staðar rétt fyrir framan hann, og kona nokkur í vagnihum stakk höfðinu út um dyrnar og toenti honum að koma til sín. Þjónninn kom, lét tröppuna falla niður og bauð honum mjög kurteislega að setjast við hliðina á skrautklæddu konunni, sem heilsaði honum með indælu brosi. Varla var ihann seztur þegar vagninn fór af stað. “Já, eg hefi fengið Ibréfið yðar,” sagði hún bros- andi, “en þrátt fyrir afsökun yðar og neitun, vona eg nú hiklaust að þér verðið til staðar við kvold- skemtun mína. Þér fáið ekki að fara. Þér vitið hve mikils eg met yður.” “Mig?” “Já, yður. En — hvað sé eg? Nú sé eg að mér hefir skjátlast. Þér eruð svo líkur Lerun lögmanni að misgrip mín eru fyrirgefanleg.‘ En hvað þér hljótjð að hugsa um mig?” Löngu áður en skýringin var á enda sögð, nam vagninn staðar fyrir framan skrautlegt hús, og Fredric gat ekki stilt sig um að rétta lafði Melville ihendi sína og hjálpa ihenni ofan úr vagninum. Hann gerði það með ánægju, þvj hún var yndislega fögur, ung kona með dökk augu, fallegan hörundslit og hvítar tennur. Það var því engin furða að hann þáði með ánægju heimboð hennar, ekki aðeins þetta kvöld, heldur einnig mörg önnur, og brátt varð hann einn af hejmilisins sjálfboðnu gestum. Þessi unga, ríka ekkja var umkringd af aðdá- endum, en þeir voru smátt og smátt látnir fara og sá sem hún valdi, var toinn ungi, látlausi umboðs- maður. * , Stundum stóð Fredric fvrir framan spegilinn sinn og athugaði sjálfan sig. Hann var ekki ljótur, en fallegur vpr toann heldur ekki. Klæðnaður hans var^látlaus, eins og vel átti yið hans litlu tekjur. Hann var enginn yfirburða gáfumaður, svo að hann varð að ætla, að hann væri elskaður sjálfs síns vegna, eða þá að lafði Melville breytti í einbvers konar blindni. því það var hún, sem fyrst mintist'á að þau ættu að gifta sig. Fredric vissi að hún var rík, en fyrst eftir gift- inguna komst hann að því, að hann og hún áttu mikl- ar jarðeignir í Burgundarskóginum í Normandi, hús í Parjs og margar aðrar landeignir, sem hann hafði aldrei heyrt nefndar. Þetta var sem draumur fyrir unga manninn, sem toeið þess hræddur að hann mundi alt í einu vakna. Bæði borgarStjórinn og presturinn höfðu annast um giftingu þeirra, en það var ekki nóg — hann vildi ekki sleppa hendi konu sinnar né standa upp, vegna hræðslunnar við það, að þá kynni þessi glapsýn að hverfa. “Stattu upp vinur minn,” sagði konan hans aft- ur, “dragðu hægindastólinn hingað, og svo skulum við spjalla saman. Það var einu sinni —” “Já, þannig byrjá öll æfintýri,” greip Fredric fram í fyrir henni. “Hlustaðu nú á, vinur minn. Það var einu sinni • ung stúlka, foreldrar hennar höfðu verið vel meg- andi, en mistu alla eign sína sökum óheppilegs gróðabralls. Þau tojuggu í Lyon, en vonuðu að ná betri stöðu 1 París og fluttu þangað. En ekkert er eiits erfitt eins og>að ná aftur glötuðum eigum, eða að hljóta þá stöðu, sem maður ihefir eitt sinn mist. Það fékk faðir ungu stúlkunnar að reyna. I fjógur ár toarðist hann við fátæktina og eymdina og dó að síðustu á sjúkrahúsi. Móðir hennar dó skömmu síð- ar, og nú var unga stúlkan einmana — alveg ein- mana. íHún átti ekkert til að lifa af, en talsverðar skuldir hvíldu á henni í ’Lyon, sem hún gat ómögu- lega Iborgað >— já, ef góð huidumær befði viljað sinna mér, þá hefðí hún átt að koma nú, en engin kom. Árangurslaust leitaði hún sér að atvinnu^— ein- mana í þessum sfcóra bæ fékk hún alls ekkert. En hún varð að lifa — á nóttunni gat hún ekki sofið sökum svengdar, já, Fredric, við komum beint frá óhófssömu toorði, þar sem kampavínið streymdi, við sitjum umkringd af öllu mögulegu skrauti, og þig hlýtur að furða á því, að eg skúli draga upp jafn aumkunarverða mynd fyrir þér, en hlustaðu nú á mig: Sulturinn, þessi harði, áþreifanlegi sultur, hann neyddi ungu stúlkuna til að toetla. Hún tók á sig gamált sjal, vafði klút og þykkri tolæju um höf- uðið, toeygði líkama^sinn saman og gekk út á götiftia. * ■ Þar stóð Ihún og rétti fram hendina, en hún var fögur og hvít og gat komið uipp um hana, og vafði því horninu af gamla sjalinu um hana. Hún stóð þar sem ekki var mjög tojart, og þegar ung stúlka gekk fram hjá, rétti hún* hendina út og bað um skild- ing fyrir brauð, en ungar stúlkur í París hafa annað að hugsa á kvöldin en að gefa fátækum peninga. Ef gamall maður gekk fram hjá vogaði hún að toiðja um hjálp, en ellin er oft köld og spör á peningum'—hann gekk líká fram hjá. Kvöldið var kalt og ýætusaiht, nóttin toyrjaði og lögregluþjónarnir fóru að líta eftir götunum. Vesalings stúlkan, setn var svöng og þreytt, vogaði loks að ibiðja ungan mann Um ölmusu, hann stóð kyr, leitaði í vösum sínum, rétti henhi pening og ætlaði svo að^halda áfrum. 1 sama bili lagði lögregluþjónninn þungu hend- ina sína á öxl hennar og sagði: “Nú náði eg yður.* Þér hafið betlað á götunni. Viljið þé* verða sam- ferða til stöðvarinnar?” 1 Skyndilega snéri ungi maðurinn við, tók arm Ibetlarans undir handlegg sinn, sem hann hélt að væri gömul*kona, og sagði við lögregluþjóninn: “Yður skjátlast, þessi gamla kona er ekki toetlari, eg þekki hana vel.” “En, herra minn, lögin banna alt betl á götum.” “Eg endurtek að konan er gamall kunningi minn. Mín góða kona, hvíslaði hann að mér — látið mig fylgja yður yfir í næstu götu; takjð þér þessa franka og leyfið mér að frelsa yður frá þessum þjón, sem ofsækir yður.” “Peningarnir runnu frá þinni ihendi í mína,” sagði kona hans, “og þegar við gengum fram hjá Ijóskerinu, sem eg áður hafði forðast, sá eg andlit þitt.” \ “Mitt anrdlit?” spurði Fredric utan við sig af undrun. “Já, vinbr miún, það var líf mitt og máské mann- orð mitt, sem þú frelsaðir á þenna hátt, þú gafst lafði Melville 5 franka pening — þinni tilvonandi konu.” / “En hvernig er það mögulegt. Þú, sem ert svo ung, svo fögur, svo rík — að þú hafir toetlað?” “Já, eg hefi tekið á móti ölmusu, en aðeins einu sinni, og það var frá þér. Daginn eftir útvegaði gömul kona mér stöðu, sem eg þekti dálítið, sem her-' bergisþernu ihjá gamalli heldri konu — systur lá- varðar Melville. Hún varð hrifin af mér, annaðist mig vel, og eftir það var farið með mig sem dóttur hennar eða góða vinstúlku. N \ Við og við kom lávarðurinn, bróðir hennar á h^imilið, hann talaði stundum við mig, og athugaði mig nákvæmlega öðru hvoru — eg hugsaðl lítið um þenna gamla, heldri mann, og varð þvj utan við mig af undrun, þegar hann kom til mín einn dag, settist við hlið mína og sagði: \ “Ungfrú Blanche, eg þekki æfisögu yðar, systir mín hrósar yður mikið;'eg held þér séuð vel hugs- andi og gætið velsæmis yðar. — Þér eruð ungar, þér eruð'fagrar, viljið þér verða kona mín?” “Kona yðar?” hvjslaði eg nálægt yfirliði af undrun. “Já, eg á miklar eignir, sem eg er neyddur til að arfleiða hina slungnu fxændur mína að — systir mín á nóg — viljið þér verða lafði Melville, og sýna. að þér getið toorið auð og allsnægtir með sömu still- ingunni og þér hafið borið fátækt og neyð? Eg er bráðum 68 ára, er oft l^valinn af gigt, en vil síður vera háður þjónum mínum. Viljið þér verða mín?” Eg starði á Ihann, á langa og roagra líkamann hans, kalda og alvarlega andlitið og hvössu augfin — og andliti þínu, Fredric brá enn á ný fyrir hugskoÆ- sjón mína, tolíðu alvarlegu augun þín, ungi beini vöxturinn; eg heyrði góðu og hlýju röddina þína, þegar þú hjálpaðir mér í vandræðum mínum. Eg * elskaði þig, Fredric, þó eg hefði aðeins séð þig einu sinni — og eg toað Melville lávarð um umilyigsunár- tíma. Marga fúíðaði á því, að eg greip ekki þessa ó- s, skiljanlegu gæfu tveim höndum undir eins, en það gerði lávarðinn enn ákafari. (Framahald) DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Graham ogf Kennedy Sts. Cor. Phone: A-1834 Office tlmar: ’2_3 Heimili: 776 Victor St. Phbne: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu & aTS selja metSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er- aS fá, eru notuð eingöngu. pegar þér k’gmiS með forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, a<5 fá 'rétt það sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Glftingaleyfisbréf THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthijr Building, Portage Ave. P. O. Bok 1656 Phones: A-6849 og A-6840 DR 0. BJORNSON 216-220 Medicai Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2—3. v Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manltoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Oífice Hours: 3—5 1 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Mcdical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Br að hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somei-set Bldg. Stundar (sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Br að hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-0410 Helmlli: 806 Victor St. Slmi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 72J !4 Sargent Ave. Viðtalstimi: 4.30—6 e.h, Tals. B-6OO6 Heimill: 1338 Wolsley Ave. Simi: B-7288. í DR. J. ÖLSON Tannlæknir 216-220 Medical Árts Bldg. Cor. Graham og Kehnedy Stfl. Phone: A-3Í521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Ttmnlieknir 614 Somerset Bfock Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi) A-8889 1 l DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Res. >— N-8538 Hours — 10—1 and 3—6. Munið símanúmerið A 6483 og pantið meðöl yðar hjá oss.— Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskrittlr með sanl- «yizkusemi og vörugæði eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrSca reynslu að baki. — Allar tegundlr lyfJa, vindlan, ls- rjómi, sætindl, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre D»me Giftinga- og Jarðarfara- v > Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tíils.: B-720 St. John: 2, Ring 3 . A. S, BARDAL 848 (Sherbrooke St. Selur likkistur og ánnast um út- farir. Aliur útbúnaður §á bezbi. EnW fremur seíur hann allskonar minnisvarða og legsteina. t Sl?rifst. Talsínil: N-6607 - Ilelmilis Talsími: J-8302 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. Islenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Wesb Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 > Pelr hafa einnlg skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Plney og eru þar að hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern niiðylkudag Riverton: Pyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miðvlkudag. Piney: priðja föstudag 1 hver^um mánuði. A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðtngur Hefir rétt til að flytja mál hæðl I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Selnasta mánudag I hverjum mán- uði staddur I Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á hösum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLYASON TEACHER - of PIANO ""Ste. 17 Emily Apts. Emily St. KING GEORGE HOTEL (Cor. King og Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel á leigu og veitum við- skiftavinum öll nýtízku pæg- indi. Skemtileg herbergi *il . leigu, fyrir lengri eða skemri tima, fyrir mjög sanngjarnt verð. petta er eina hótelið 1 \nimipeg-borg, sem fslending- ar stjóma. TH. BJARNASON Emil Johnson. A. Thomas SERVXCE ELECTRIC Rafmagns Oontracting — Alls- kyns rafmagnsáliöld seld og við pau gert — Seljum Moffat og McClary Eldavélar og höfum þær til sýnis á verkstæði voru. 524 SARGENT AVE. (ganUa John^on’s byggingin við Young Street., Winnipeg. Verskst. 11-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: A-8383 Hcima Tals.: »-A-93fe4 G. L. STEPHENSON , PLUMBER Allskonar rafmagnsáhöld. svo sem straujám, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOMfe ST. Sími: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjamason, eigandi. 290 PORTAGE Ave., Winnipeg. Næst bið Lyceum leikhftsið. T Islenzka bakaríið Selur beztu vömr fyrir lægsta verð. Pantanir afgreiddar bæðl fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur viðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave> Winnipeg. Phone: B-4298 JOSEPH TAYLOR Lögtaksmaður Heimatalsirfii: St. John 1844 Skrifrtoíu-Tals.: A-6557 Tekur lögtaki bæiði húsaileiguskuld- ■», veðskuldir og víxlaskuldir. — Aí- yreiðir alt, sem að lögum lýtur. Skrifstofa 255 Main St. MRS. SWAINSOIJÍ nð 627 SARGENT Ave., Winnipeg, hefir óvalt fyrlrllHgjandl úrvals- Wrgðir af nýtí/.ku kvetthötttim. Ilún er elna ísL konan, sem sllka verzlun rekur f Wlnnipe'g. fslend- ingar, látið Mrs. Stvainson njóta viðsktfta yðar. LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. pegar þér þurfið að láta gera HBM ^TITCHING, þá gleymiS ekki að koma I nýju búðina á Sargent, Alt verk gert fljútt og vel. Allskonar satrmar gerðir og þar fæst ý-mislegt sem kvenfólk þarfnast. MRS. S. GUNNLACGSSON, Eigandl Tals. B-7327. Wtnniiieg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.