Lögberg - 12.11.1925, Blaðsíða 3
L.ÖGBERG FIMTUDAGINN,
12. NÓVEMBER 1925.
K>« 3
Sérstök deild í biaðinu
SÓLSKIN
Fyrir börn og unglinga
cgaæaasaoflaiaæBagraaMasiæMaaBffigaBBiaaBigBHHBHHaaaBHBsreaBKP^^
íOégsn!
Lafði Melville.
(Pramahald)
Loks sigraði skynsemin — eg gat tamið löngun
mína eftir þér og varð lafði Melville. Já, þetta var
æfintýri, vinur minn, eg fátæk, foreldralaus stúlkan,
varð nú kona eins hinna ríkustu maniiá. Eg gat ekið
í skautvögnum, umkringd af hlýðnum og góðum
þjónum, um þær götur, sem eg áður hafði læðst
feimin og hrædd; eg var klædd í silki og loðfatnað,
og gat þá Ihugsað um litlu, fátæku herbergisþernuna,
í skrautlausa og lítilfjörlega iklæðnaðinum sínum —
já, lífið er óskiljanlega Ibreytingasamt; ekkert er svo
óskiljanlegt að það geti ekki skéð.
Og lávarður Melville hann var ánægður með
giftinguna. Hann sagði mér hvað eftir annað, að
þessi gifting, sem aðrir hefðu álitið vitleysu, væri
í rauninni meðal þess skynsamasta sem hann hefði
gert á æfi sinni. Hann var afarríkur, og hann áleit
að þakklætistilfinningin hjá þeirri konu, sem hann
hafði ge'fið nafn sitt, auð sinn og ávalt verið nær-
gætinn og góður við, mundi ibinda hana fastar við
sig, og sú skoðun var rétt. Hann iðraðist þess aldrei
að hafa gifst mér. Eg stundaði hann í veikindum
Ihans, og þegar hann dó, skildi hann mér eftir allan
auðinn. Vesalings frændur hans fengu dálitla upp-
hæð að hugga sig við — eg hafði meira en nóg.
Margir leituðu eftir að kynnast mér, margir
ibiðluðu til peninga minna og ástar, en eg var búin
að einsetja mér að giftast engum öðrum en þeim
manni, sem hafði hjálpað mér á erfiðustu stundu lífs
míns. Þú óþakkláti maður,” sagði frú la Tour og tók
hendi manns síns —“þú reyndir ekki að kynnast
þeirri konu, sem elskaði þig, hverrar aðal ósk var að
gera þig gæfuríkan og óháðan. Hversvegna varstu
svo lítið á ferðinni? Hviersvegna komst þú ekki á
leikhús eða söngsamkomur?
Ó, hugsaðu þér, eg vissi einu sinni ekki hvert
nafn þitt var.”
Nú tók konan lítinn pening upp úr silkipyngju.
“Sjáðu,” hvíslaði hún, “þetta er'einn af peningun-
um, sem þú gafst mér kvöldið sæla. Þeir útveguðu
mér mat og húsaskjól, en þenna péning geymdi eg,
því daginn eftir breyttust forlög mín till hins bptra.
Aldrei vildi eg farga þessum pening, eg hefi ávalt
haft hann hjá mér. Þig grunar ekki hve glöð eg
varð þegar eg sá þig á götunni fyrir mánuði síoan.
Hve áfjáð eg var til að fá vagninn að nema staðar.
Eg stakk höfðinu út um dyrnar, og notaði þá fyrstu
og bestu ástæðu til að fá þig inn til mín. Það var
nú máské ekki samkvæmt fínustu siðum, en það var
gagnlegt, var það ekki?
Nú var eg aðeins hrædd um að þú værir giftur.
Og þá hefðir þú aldrei fengið að heyra þessa sögu;
eg hefði í kyrþey gert þig ríkan, og eg, vesalings
lafði Melville, hefði svo farið burt, iheim til Eng-
lands, og lifað þar einmana á einhverju af höfðingja-
setrum mínum í hinu fagra Wales.”
Fredric greip gamla peninginn, orsökina til gæfu
hans og heppni, svo kysti hann hendi konu sinnar
af ást og virðingu, hún leit á hann blíðum augum og
sagði brosandi:
( “Sjáðu nú, vinur minn, nú veistu að eg er engin
töframær, hvorki af þeim góðu né þeim vondu, sem
þú ert svo hræddur við. Eg er engin huldumær, en
þar á móti varst það þú, sem gafst mér (hina bestu
gæfu lífs míns.”
Kirkjugangan.
Skozkur læknir nokkur segir svo frá:
“Þegar eg var dállítill drengur, stóð eg einn
sunnudag hjá móður minni fyrir utan kirkjudyr í
Glasgow, og vorum við að bíða eftir því, að kvöld-
söngurinn Ibyrjaði. Þar biðu líka margir aðrir, all-
ir kyrlátir og þegjandi eins og siður er til í Skot-
landi á sunnudögum. Þá sá eg ihvar tveir ungir
menn komu og náHguðust kirkjuna. Þeir voru í
hversdags fötum sínum og hálfdrukknir. Þegar
þeir gengu fram hjá kirkjudyrunum, voru þeir að
hlæja og flyssa og fóru seinast að kveða ljótar vís-
ur. Sumir þeirra, sem viðstaddir voru, létu á sér
heyra, hve andstygglegt sér þætti þetta, sumir
spurðu, hvar lögregluþjónarnir væru. En móðir
mín sneri sér til min og sagði við mig: “‘Far þú til
þessara ungu manna og bið þá að fara með okkur í
kirkju og setjast í stólinn okkar.” Eg náði þeim og
gjörði eins og móðir mín hafði sagt, Annar þeirra
'hfló kuldahlátur, iblótaði og ragnaði: en hinn stóð
við og hugsaði sig um, hvort hann ætti að þiggja
þetta kynlega boð, eða ekki. Lagsmaður hans vildi
draga hann með sér; en hann stóð kyr, starði á mig
og sagði: "Þegar eg var lítill eins og þú, fór eg á
hverjum sunnudegi í kirkju; nú hefi eg ekki verið
þar í þrjú ár og kann alls ekki vel við það; eg held
að eg fari með þér." — Eg tók í hönd hans og leiddi
hann til kirkjunnar, hvernig sem félagi hans lét og
bölvaði, og setti hann í stól okkar.—Presturinn lagði
út af Prédik.: 11. kap., 1. v.: “láttu brauð þitt fara
yfir hafið, og þú munt finna það aftur eftir marga
daga.” Hinn ungi maður tók vel eftir, en var feim-
inn og hnugginn. Eftir messuna flýtti hann sér út
úr kirkjunni; en móðir min náði honum og spurði
hann blíðlega, hvort hann ætti nokkra biblíu. —
“Nei,” svaraði hann, "en eg get útvegað mér hana.”
"Takið þá biiblíu sonar míns,” mælti hún, “og haldið
henni þangað til þér fáið keypt yður biblíu; lesið
vel í henni þessa viku og komið svo aftur í kjrkju á
Bunnudaginn kemur.” i— Hann tók við biblíunni og
hraðaði sér iburt. Næsta sunnudag kom ihann ekki
og hrygðist móðir mín af því; hún talaði oft um
hann og beiddi Guð fyrir honum. Þriðja sunnudag-
inn kom hann aftur og settist í kirkjustól okkar. Nú
var hann þokkalega búinn en mjög fölur útflits.
Eftir messuna lagði hann biblíuna í bekkinn og
skundaði burt án þess að móðir mín gæti talað við
hann. Á eitt af saurblöðunum hafði hann skrifað
nokkrar línur með blýanti og neðan undir fanga-
mark sitt: G. E. 1 þessum línum skýrði hann frá, að
hann hefði verið veikur í hálfan mánuð og vottaði
móður minni innilega þökk fyrir þá umlhyggju, sem
hún hefði borið fyrir sálarheill hans, og bað ihana
að biðja fyrir sér. Loks gat hann þess, að hann
væri Englendingur, og ætlaði að ferðast heim að
viku liðinni.
Svo liðu mörg ár; móðir mín var dáin og eg orð-
inn fulltíða maður. Eg var skipaður læknir á skip-
inu St. George, sem kastaði akkerum í Tafeílvík í Suð-
ur-Afríku; þar hitti eg á öðru herskipi, sem lá við
hliðina á okkur, gamlan vin og kennara, og fór með
honum daginn eftir -til kirkju. Herra nokkur, sem
sat fyrir aftan mig, bað mig að lofa sér að sjá biblíu
mína, og er hann hafði skoðað hana, skilaði hann
henni aftur, en kom seinna til mín í veitingahúsinu,
lagði höndina á öxl mína, og bað mig að taHa eins-
lega við sig; fórum við inn í.stofu þar við hliðina, og
settumst niður. Hann virti andiitsfall mitt fyrir
sér, stundi þungan og tárfeldi; hann leit út til að
vera um þrítugt, var hár vexti og veil búinn, en mag-
ur og veiklulegur í andliti; hann spurði mig að heiti
og ihvaðan eg væri, og loksins spurði hann, hvort eg
íhefði ekki fyrir mörgum árum boðið drukknum
manni, sem vanhelgaði sunnudaginn, að setjast í
kirkjustól minn. Þetta var maðurinn, sem móðir
mín hafði beðið fyrir og áður er getið.
Hann var fæddur í Leeds á Englandi, af vænum
og ráðvöndum foreldrum, sem höfðu komið honum
í góðan skóla og uppalið hann í guðsótta. Þegar
ihann var 15 vetra, dó faðir hans, og móðir hans varð
að taka hann út úr skðlanum og koma honum til
kenslu ihjá iðnaðarmanni. Þar ilærði hann margt ilt,
og varð svo mikill óreglumaður, að móðir hans dó
af sorg; fór hann þá til Skotlands og var búinn að
svalla í tvö ár í Glásgow, þegar móðir mín varð verk-
færi í Drottins hendi til að láta hann sjá að sér.
Þegar hann sá móður með syni sínum ganga á Guðs
vegi, mintist hann barnæsku sinnar og móður sinnar,
sem hann hafði gjört svo mikla hjartasorg. Þetta
fékk svo mikið á hann, að hann lagðist veikur, og
þegar ihonum batnaði, var hann orðinn annar og nýr
maður. Hann fór aftur til Eglands, varpaði sér \
faðm móðurbróður síns, og fékk ihjá honum fyrir-
gefningu og leyfi til að stunda guðfræði. Þegar
hann hafði flokið lærdómsiðkunum sínum og tekið
prestsvígslu, fór hann sem kristniboði til Suður-
Afríku og hafði verið þar í allmörg ár. “Þegar eg,”
sagði hann, “í morgun sá biblíu yðar, þekti eg hana
aftur, og sannfærðist af blýantsskrftinni, sem enn er
læsileg, um, að mér hafði ekki missýnst. En vitið
þér, hver lagsmaður minn var þennan eftirminnilega
sunnudag, þegar þér skoruðuð á mig að fara í
kirkju? Það var hinn illræmdi Jakob Hill, sem árið
eftir var handtekinn sem stigamaður og ihengdur.
Af þessu sjáið þér hin óttalegu forlög, sem eg frels-
aðist frá fyrir Guðs umræðilegu náð og mannelsku
móður yðar. Eg var hrifinn af barmi glötunar,-
innar.”
Tannlœknirinn,
Er það svo undar.legt að margir biðluðu til
hennar? Faðir hennar átti fjórlyft hús, alveg
skuldlaust, og í þessu húsi voru herbergin hennar,
sem hún var einráð yfir.
• Og hve yndisleg María var, þegar hún kastaði
hofðinu aftur á ibak tilgerðarlega, og hristi ljósu
lokkarta, og sýndi þar að auki tvær raðir af mjalla-
hvítum tönnum.
Er það svo undravert að hún hafði svo marga?
Á meðal þessara mörgu voru það einkum tveir, sem
hún tók frami yfir hina.
iKarll, var ungur, laglegur og ríkur, máské rík-
ari en faðir hennar. Auðvitað var hann honum
velkominn tengdasonur.
Játvarður var líka ungur og eins fallegur, en
hann skorti mammon. Og þó hallaðst María frem-
ur að honum en hinum. En hvað er vilji dótturinn-
ar á móts við vilja föðursins. Játvarður átti að
sönnu ást Maríu, en Karl fylgi föðursins, sem var
þyngra á metunum.
Játvarður örvilnaðist. Hvaða gagn var að ást
Maríu, þegar vilji föðursins var honum gagnstæð-
ur. 1000,000 dálir Ihafa meira vald en sú sterkasta
ást. Um tíma gekk það bærilega, eflskendurnir gátu
fundist með leynd, og hugguðu hvort annað. En
einn daginn fann faðir þeirra þau„ þegar þau áttu
ástasamtal, og afleiðingin varð, að Pátvarði var
bannað að eiga samfundi við Maríu og hennar
sjálfrar var nákvæmlega gætt eftir þetta.
Játvarður var nú s’orgbitinn og gramur. Við
að bættist að hann fékk vonda tannpínu. Menn
geta matið sálarpínsli eins mikið og menn vilja, hin
líkamlegu taka þeim þó fram, og þrátt fyrir allar
ástasorgir kvartaði Játvarður nú aðeins undan
tannpínunni. Svo snéri hann sér til eins af vinum
sínum, nafnkunns tannlæknis, sem auk þess þek'ti
dálítið til ásigkomulags þeirra Maríu. Og þegar
hann kvartaði yfir tannpínunni, mintist hann auð-
vitað á aðrar sorgir líka.
Tannlæknirinn óskaði einskis fremur, en að
losa vin sinn við íbáðar sorgirnar, og þar eð hann
var í eðli sínu bjartsýnismaður, vonaði hann að sér
mundi lánast það.
Og. hann fékk líka tækifæri til þess.
Á meðan menn lifa er enginn óhultur fyrir
tannpínu. Hús tengdaföðursins var skrautlegt, en
súgur var þar samt. Það voru varla liðnir tveir
dagar þegar Karl, hinn gæfuríki ibiðill, kom til
tannlæknisins og kvartaði yfir tannpínu. í gegnum
heila tannlæknisins þaut nú áform með eldingar-
hraða, meðan hann skoðaði tennur Karl og sagði:
“Þér hafið ágætar tennur, eruð blátt áfram öfunds-
verður, það er aðeins leitt, að aftast er dálítil hola.
En það er auðvelt að bæta úr því, látið þér mig
setja nýja tðnn inn.”
“Nei, í guðanna bænum, gerið þér það ekki, eg
get ekki lliðið falskar tennur, og svo þekkjast þær
strax.” I . jl ^
“Hvað segið þér? Hugsið yður um, þekkið þér
ungfrú Maríu?”
“Hvort eg þekki hana,” sagði Karl gleðigeisl-
andi, “en það getur enginn ásakað hana fyrir
að hafa falskar tennur. Það eru sannar perlur,
sem hún ber í munninum.”
Og sá sem hefir smíðað þessar perlur er eg.
Þessar 32 perlur, sem tæla alla karlmenn, og eiga
svo vel við hið áhrifamikla bros hennar, eru frá
mínu verkstæði. Og þær eru tæpiega þrisvar sinn-
um 32 kr. virði.
“Er það?” ihrópaði Karl utan við sig, “eg þakka
yður fyrir jálpina, en þér vitið hvernig tannpína
er, þegar maður er kominn til læknisins, 'hverfur
hún. Verið þér sælir.”
I“Verið þér sælir — i— ha ha, þetta var gaman,
eg hefi aldrei á æfi minni séð Maríu, vesalinginn,
y hún á máské þær ibestu tennur í heiminum.”
Karl var naumast sestur heima hjá sér, þegar
hann byrjaði á bréfi til föður Maríu:
“Háttvirti herra!
Eg er neyddur til að opinbera yður nokkuð, þó
mér falli það afar erfitt, en það er nauðsynlegt.
Umgengni mín við ungfrú Maríu hefir leitt mig að
þeirri niðurtöðu, að við eigum ekki saman, og að
samband okkar um alla æfina yrði til ógæfu ....”
Og svo meiningarlaust orðagjálfur til að dylja
sannleikann.
Fyrst gat faðirinn naumast trúað þessu, en
þegar hann hugsaði sig betur og sá að Karli var
þetta alvara, varð hann afarreiður.
Hann var hræddur um að þetta hefði vond á-
hrif á Maríu, sem ihann hélt að væri farin að elska
Karl. En hún tók þessu með ró, og nú var hvorki
minst á Karl né Játvarð um tíma.
En hvað skeður ,— pabbi fékk tannpínu, og
þessi tannpína neyddi hann til að finna lækninn
okkar.
Hann hafði lag á að snúa samtalinu að Ját-
varði, og hrósaði honum takmarkarlaust.
Pabba þótti vænt um ab heyra þetta, og þegar
hann gekk heim, sagði hann við sjálfan sig: “Ját-
varíjur skal verða tengdasonur minn.”
Ekki leið nú langur tími þangað til Játvarður
I náði takmark sínu.
I ’ Ungu hjónin nutu sæludaganna, sem koma ung-
um elskandi eiginmanni til að viðurkenna svo margt
fyrir konu sinni.
Og þá fékk hún líka að heyra um klókindabrögð
tannlæknisins, sem var frömuður gæfu þeirra.
Undrandi hætti Játvarður við sögu sína, því
María, sem hafði roðnað meir og meir, segir alt í
einu hálfgrátandi og hálfreið. “En hvernig getur
tannlæknirinn hafa fengið að vita þetta, mínar
tennur eru ekki frá honum, eg lét búa þær til í
París.”
Þögn.
Adam sem eiginmaður.
Þetta var á kvenfélagsfundi.
Kona nokkur hóf máls og sagði: Maður nokk-
ur, viðlbjóðslegt dýr af karlmanni að vera, hefir ráð-
ist opinberlega á kvenfólkið. Eftir hans skoðun
erum við latar og ey?íslusamar, af því við gerum
ekki öll innanhússverkin, en látum vinnukonunum
sumt eftir. Hafði Eva nokkra vinnukonu? spyr
þessi einfeldningur. Hún hafði énga vinnukonu, og
eg skall með fáum orðum skýra frá ástæðunni til
þess, að Eva enga vinnukonu þurfti.
Það var af því að Adam var fyrirmyndar eigin-
maður. Hann kvartaði aldrei um að gat væri á
sokkunum sínum, eða að hnapp vantaði í skyrtuna,
eða að hann stingi fingrunum gegnum glófana.
Hann gekk heldur ekki út í götuforina og kom
heim með stígvél sem átti' að bursta. Og hann sat
ekki tímunum saman og góndi í dagblað, til þess
alt í einu stökkva á fætur og spyrja hvort matur-
urinn væri tilbúinn.
Adam kveikti sjálfur eld í stónni, og lét pottinn
yfir eldinn. Hann tók sjálfur rófurnar upp úr jörð-
unni og flysjaði kartöflurnar, fágaði hnífa og gerði
skyldu sína. Hann var ánægður með einfaldan
dagverð, og kom aldrei með ónot til Evu þó graut
urinn væri sviðinn eða steikin of mikið steikt. Hann
gerði heldur ekki pentudúkinn óhreinan við hverja
máltíð en þurkaði skeggið með fíkjuviðarlaufi.
Hann þurfti heldur ekki að láta þvo stroklínsskyrtur
á hverjum degi. Guð hafði skapað hann til gagns en
'ekki til viðhafnar. Adam var glaður, þegar hann
fékk að mjólka kýrnar og gefa hænsnunum fóður.
Hann kom Evu aldrei í vandræði með því að draga
með sér 3 eða 4 vini tiil dagverðar. Á kvöldin fór
hann aldrei á samkomufund, til þess að fá ástæðu
tifl að vera úti á nóttunni, og Eva þurfti aldrei að
vaka og ibíða eftir honum.
Á sunnudögum fór Adam aldrei á veitingahús
til að leika knattleiki á borði, meðan E^a sat heima
og vaggaði Kain. Hann íblótaði aldrei yfir því að
fjnna ekki morgunskóna sína, og lét Evu aldrei
liggja á gólfinu og leita þeirra með skörungnum.
Hann vissi að Eva var ekki eingöngu sköpuð handa
honum, og hann leit ekki svo á, að innanhússtörf
væru manninum til minkunar. Þessvegna gat Eva
verið án vinnukonu, og ef mennirnir tækju Adam
sér til fyrirmyndar, gætum við verið án vinnukonu
þann dag í dag.
Að þessari ræðu lokinni, báðu ekki fleiri menn
um orðið.
ÍLoðvík 13. í Frakklandi var eitt sinn á ferð og ætl-
aði að koma við í þorpinu Languedoc. Býjargréifinn
og hinir aðrir valdsmenn þar voru í mestu vandræð-
um með, hverjar vðtökur þeir ættu að veita konungi.
Þeir ráðfærðu sg þá við slátrara nokkurn, sem hafði
orð á sér fyrir að vera mesti spekingur. Hann varð
hróðugur af, að ráða hans var leitað, og bauðst til
að nefna embættismennina fyrir konungi. Og það
gjörði hann þannig um leið og hann ávarpaði kon-
ung: “eg er slátrari hér í bænum og færi yður hér
nokkuð af nautfé mínu.” Býgreifinn og ráðherr-
arnir hneigðu sig og öfllum líkaði þetta vel.
Maður nokkur, sem hafði borðað í veitingahúsi,
ætlaði að laumast iburt án þess að borga matinn.
Gestgjafinn, sem varð var við það, gekk til hans og
mælti: "ef þé_* hafið mist peningabudduna yðar,
herra minn, bið eg yður að minnast þess, að þér haf-
ið ekki tekið hana upp hérna.”
Húsbóndi nokkur sagði við vinnumann sinn:
“Rér eftir byrjar vinnan klukkan 5 á morgnana og
stendur yfir til klukkan 7 á kvöldin.” “Það er gott,
húslbóndi góður,” mælti þjónninn, “en getum við ekki
eins byrjað klukkan 7 á morgnana og hætt klukkan
5 á kvöldin, því að þá þyrftum við ekki að fara eins
snemma á fætur?”
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2 3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherzlu 4 aS selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. þegar þér kómiS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Pnones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medicai Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Piionef' A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjökdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691
DR. A. BLONDAL 818 Somorset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjökdóma. Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 80'6 Victor St. Simi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN 724 Sargent Ave. ViStalstimi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 HelmUl: 1338 VVolsley Ave. Slmi: B-7288.
DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phonc: A-3521 HeimiU: Tals. Sh. 3217
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. ^TalsIml: A-8889
DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Res. — N-8538 Hours — 10—1 and 3—6.
Munið símanúmerið A 6483 og pantlS meSöl yðar hjá oss.— SendiB pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskrtftir meS sam- vizkusemi og vörugæði eru fiygei- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrtka reynslu aS ’baki. — Allar tegundir lyfja. vindlau, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arllngton og Notre Dame
Giftinga- og Jarðarfara- _ Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tais.: B-720 St. John: 2, Ring 3
A. S. BARD^L 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um öt- farir. AiJnr útbönaður sá bezti. Enn íremur seiur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Taisími: J-8302
JOSEPH TAYLOR
Ijögtaksiuaður
Heimatalslml: St. John 1844
Skrifetofu-T'als.: A-6557
T«kur lögtaki beeCi hösaleiguskuld-
t, veBskuldir og vixlaskuldir. — Af-
/reiBir alt, sem at5 lögum lýtur.
Skrifstofa 255 Main St.
THOMAS H. JOHNSON
og
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðingar,
Skrifstofa: Room Sll McATthur }
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
fslenzkir lögfræðingar.
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
Peir hafa einnig skrifstofur að
ILundar, Riverton, Gimli og Piney
og eru þar að hitta á eítirfylgj-
and timum:
Lundar: annan hvern miðvikudag
Riverton: Pyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miSvikudag.
Piney: priBja föstudag
I hverjum mánuBi.
A. G. EGGERTSSON
fsl. lögfræðingur
Hefir rétt til að flytja m&l bæBl
I Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Seinasta mánudag I hverjum mán-
uBi staddur I Churchbridge
J. J. SWANSON & CO.
Verzla meB fasteignir. Sjá
um leigu á hösum. Annast
lán, eldsábyrgS o. fl.
611 Parls Bldg.
Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLYASON \
TEACHER
of
PIANO
Ste. 17 Ehnily Apts. Emily St.
KING GEORGE HOTEL
(Cor. Klng og Alexander)
Vér liöfuin tekið þetta ágsrta
Hotel á leigu og veitum við-
skJftavlnum öll nýtízku t>seg-
indi. Skemtileg herbergi til
le.igu fyrlr lengrl eða skemri
tíma, fyrir mjög sanngjamt
verð. pettai er eina hóteUð f
Winnii>eg-borg, sem fslending-
ar stjóma.
TH. BJARNASON
Emil Johnson. A. Thomas
SERVIOE ELECTRIC
Rafmagns Contracting — Alls-
kyns rafmagnsáhöid seld og við
þau gert — Seljum Moffat og
McClary Eldavólar og höfum
þær til sýnls á verkstæðl voru.
524 SARGENT AVE.
(gamia Johnson’s byggtngin við
Young Street., Wlnnipeg.
Verskst. B-1507. Heim. A-7286
Verkst. Tals.: Heima Tals.:
A-8383 A-9384
G. L. STEPHENSON
PLUMBER
Allskonar rafmagnsáhöld. svo sent
stranjám, vira, allar tegundlr af
glösum og aflvaka (batteries)
VERKSTOFA: 676 HOME ST.
Sími: A-4153. ísl. Myndastofa.
Walter’s Photo Studio
Kristin Bjnrnason, eigandl.
290 PORTAGE Ave., Winnlpee.
Næst blS Lyceum leikhösiS.
LINGERIE VERZLUNIN
625 Sargent Ave.
þegar þér þurfiS aS láta gera HEM
8TITCH1NG, þá gleymiSí ekki að
koma 1 nýju böSina 4 Sargent. Alt
verk gert fljótt og vel. Allskonar
saumar gerSir og þar fæst ýmiSlegt
sem kvenfðlk þarfnast.
MRS. S. GCNNIiAXJGSSON, KJgandi
Tals. B-7S27. Wlnnipe*