Lögberg - 12.11.1925, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.11.1925, Blaðsíða 2
Bl* 2 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 12. NÓVEMBER 1925. Gleðimót. Sextíu ára giftingarafmæli. Þrátt fyrir það, þótt fjarri sé því að vð Vestur-íslendingar séum á eitt sáttir í opinlberum málum vorum, hver helzt sem eru, er það þó satt, að hvar helst, sem við dveljum, eru það hátíðisdagar þegar íslensku blöðin koma, því a?5, þau færa okkur fréttir af fjarlæg- um bræðrum vorum, víðsvegar í drefingunni hér vestan hafs, en einnig á ættlandinu kæra. Og blöð- in, með öllu sem áhótavant kann að vera færa okkur þó fréttir. Oft eru það dánarfregnir eða æfi- minningar, er það hið helsta sem prestarnir skrifa í blöðin. Má segja að það sé af sem áður var þegar þeir skrifuðu í blöðin um hvað helst sem var, milli himins og jarðar. <■— Blöðin færa okkur ' oft fregnir af giftingum, fá orðar og greinargóðar, einnig skýra þau frá gleðimótum, svo sem skyndi- heimsóknum, í tilefni af tuttugu og fimm ára giftingarafmælum yeða þá fimtíu ára afmæfum. Sjald- gæfari eru sextíu ára minningar- afmælin, en þau eru þó til, langar mig með örfáum orðum að segja frá einu slíku gleðimóti. — Þetta mót, sem hér er um að ræða, hafði verið ákvarðað og að mestu uiylirbúið að haldast skyldi þann 27. sept. En dauðsfall,/— lát dóttur hinna öldruðu ihjóna, sem hlut áttu að máli var frestað til 18. okt. Fór það þá fram undir umsjón nágranna og vina, í sam- ráði við börn, afkomendur og frændalið, sem hlut átti að máli. Hin öldruðu hjón, sem áttu sextíu ára giftingarafmæli voru þau Sigurbjörn Hallgrímsson ættaður frá Brekku í Kaupangssveit í Eyjafjarðarsýslu, fæddur 6. ágúst 1841, og Anna Sigfúsdóttir kona hans, fædd 10. apríl 1842, í Gljúfr- árkoti í Skíðadal í Eyjafjarðar- sýslu. Þau hjón voru gift 27. sept. 1865, af séra Guðjóni Hálfdánar- syni í Lögmannshlíðarkirkju í Glæsiibæjarhreppi í Eyjafjarðar- sýslu. Búskap sinn hófu þau á Mýrar- lóni í sömu sveit. Síðar f’uttu þau að Nesjavöllum, en þaðan til Lög- mannshlíðar; og fóru svo þaðan af landi burt til Ámeríku árið 1874. Dvöldu þau eitt ár í Ontario, en komu með fyrsta hópi íslenzkra landnema til Gimli, 21. okt. 1875. Næsta vor reistu þau bú norður í bygð, þar sem nú er suðurhluti Árnesbygðar. Bjuggu þau um nokkur ár í grend við Dagverðar- nes, en námu síðar land norður með vatninu, og nefndu Flata- tungu, hafa þau nú búið þar í full fjörutíu ár. All-fjölmennur hópur afkom enda nágranna og vina streyjndi að heimilinu í Flatatungu sunnu- daginn 18. október. Hófst sam- sætið með því að sungin voru nokk ur vers af sálminum “Hve gott og fagurt,” o. s. frv. Að því loknu var lesinn ibiblíukafli og bæn flutt. Var því næst sungið “Hvað er svo glatt.” Því næst flutti sá er þetta ritar nokkur ávarpsorð til heiðurshjónanna, sem verið var að gleðja. Mintist hann hlýlega þess, sem ríkti í hjörtum afkomenda þeirra og vina gagnvart þeim. Því næst voru lesin upp skeyti frá fjarlægum vinum og ættingjum. Söngvar voru sungnir, stóðu þeir Björn Magnússon, kaupmaður í Árnesi og Sigurður bóndi Einars- son úr Víðinesbygð fyrir söngnum. Eiríkur bóndi Eiríksson, mælti fram einkar hlýjum orðum til heiðurshjónanna, sem hlut áttu að máli og afhenti peningaupphæð. Voru einnig góðir gripir gefnir, sem áður höfðu afhentir verið. Fólk naut sín og gladdist á mjög eðlilegan og óþvingaðan hátt. — Fjarlægðar vegna og líttfærra vega, var miklu færra fólk saman komið en ella myndi. Dóttir þeirra hjóna í Flatartungu, Mrs. Ander- son í Poplar Park, ásamt dóttur- dóttir þeirra, gat ekki verið við- stödd. í lok samsætisins talaði Sigur- björn bóndi. Orð hans voru fögur, vel valin og heppileg, áttu þau æskulhreim í sér fólginn. Þau hjón eru bæði furðu eru, þrátt fyrir 84 ára æfifær. Gengur Sigurbjörn enn að vinnu á heimili sínu, og þótt farinn sé hann að þreytast og heyrnin sé farin að ibila, geng- ur hann enn íbeinn og með léttu göngulagi, gætir enn fjörs í öllum hreyfingum hans, Hann heldur enn óskertum gáfum og fylgist vel með, þótt líkami hans sé far- inn að þreytast. i— Anna húsfreyja er hrumari að heilsu, er hún nærri blind. Mjðg báru þau myndarlegan svip með sér gömlu hjónin, er þau sátu hlið við ihlið. Enda varpar aftan- skin æfida^sins fögrum roða á heiðarlega starfsmenn, sem þau, og kvöldfriðurinn hugðnæmari en hádegisskeið. — Áður en sezt var að snæðingi, voru 5 barna barna börn hjónanna skírð. <— Fyrir veitingum stóðu þær Friðrikka dóttir þeirra hjóna og ellistoð þeirra; einnig Mrs. Anna Helga- son, ásamt mörgum öðrum er að- stoðuðu og gengu um beina. — Við sem stödd vorum á samsæti þessu fundum til þess hve Ijúft er að nema staðar, og horfa um ðxl, með öldruðum vegfarendum. Það vorum við, sem nutum þesSi heiðurs að mega dvelja með þeim sem hlut áttu að máli, á þessum minningardegi. Það er sameigin- leg bæn okkar allra að kvöldró, og fegurð umvefji ihið þreytta starfs- fólk, sem hér á hlut að máli unz að morgnar af eilífðardegi. Um bæði þessi hjón má vel heimfæra orð Steingríms skálds: “Elli, þú ert ekki þung. anda Guði kærum. ' Fögur sál er ávalt ung, undir silfur hærum.” Það erfagurt útsýni í Flata- tungu frá bænUm til að sjá. Skóg- urinn ruddur af hendi iðjumanns- ins vamar því, að þröngt sé um- horfs. Sólin stafaði undur fögrum geislum þetta kvöld, stafir hennar voru fagrir yfir skóginn að sjá, lengst í vestri. Mót austri og ár- dagssól blasir vatnið við. Þar er opin sýn, er árdagssól í heiði skím Þar blasir við átt sú er til íslands veit. Árbjarmi sá, sem boðar nýj- an og ibetri dag, verður líka kær- kominn gestur hjónunum í Flata- tungu úr sömu átt þegar starfs- degi er lokið, rökkrið er horfið, og aftur tekur að morgna. nóv. 1925. Sigurður Ólafsson. Háskólinn. Ræða rectors, Magnúsar Jóns- sonar prófessors, við setn- ingu hans 3. okt. 1925. Háttvirta samkoma! Um leið og nýtt háskólaár ihefst og skrásetn- ing nýju háskólaborgaranna fer fram, minnumst vér þess með söknuðu að á umliðnu ári átti há- skólinn a bak að sjá, einum sinum mætasta kennara, Guðmundi pró- fessor Magnússyni, or andaðist 23. nóv. síðastl. í stað hans hefir Guðmundur próf. Thoroddsen ver- ið skipaður og óskar háskólinn honum allra heilla við þann starfa. Með lögum nr. 40, 27. júní þ. á. var stofnað docentsembætti við heimspekisdeildina, í málfræði og sögu íslenskrar tungu í sambandi við almenna málsögu, en um raun- verulega umbót er hér ekki að ræða, þar sem fé til ámóta kenslu áður hafði verið veitt á árlegum fjárlögum. Stöðugt skipar sami kennari og áður, dr. phil. Alex- ander Jóhannesson, það embætti, og býður háskólinn hann velkom- inn í tölu fastra kennara. Þess má geta að styrkveitingar til stúdenta tókst að færa í líkt horf og áður hafði verið og að með lögum nr. 35, 27. júní þ. á. var ákveðinn styrkur til náms við er- lenda háskóla, handa íslenskum stúdentum, alt að 4 á ári. Eins og ástæður eru nú virðist löggjafinn þar með hafa valið þá stefnu, að sjá mönnutn aðallega fyrir kenslu hér við háskólann — og þá auká hann og fjölga kenslugreinum — fremur en að koma þeim fyrir utanlands. Þessi athöfn er annars venju- lega helguð nýjum stúdentum, er bætast í hópinn, og skal eg ekki víkja frá þeim sið. Eg býð yður alla velkomna til háskólans, óska að starfið hér megi verða ykkur til þroska og hamingju. Það má búast við því að ykkur lítist að ýmsu leyti erfiðlega á framtíðina. Þið hafið t. d. lengi mátt hejrra að þið væruð of margir. Það er auðvitað rétt að ekki getið þið allir hugsað til þess að verða eirt- bættismenn, en eins og högum er háttað, býst eg við að heldur fækki þeim mönnum, er leggja út á há- skólabrautina með embættisstarf fyrir augum. Ef á hitt er litið aðl þið hafið notið þeirrar almennu undirbúningsmentunar er bestur er kostur á, er það því meira gleði- efni því fleiri sem hennar njóta og hvað sem menn leggja fyrir sig síðar á æfinni, á skólanámið, ef í lagi er, aðj vera þeim stuðn- ingur, en aldrei hjndrun. — Þetta fyrirbrigði, stúdentaf jöldinn, er ekki neitt sérstakt fyrir okkur, en það er síst áhyggjuefni hér á landi, þar sem avo margt er ó- gert og þörfin brýn fyrir hvern góðan og vel undirbúinn dreng. Viðvíkjandi sjálfu náminu hér við háskólann, skuluð þið leita til kennara ykkar í hverju einu, sem þið kunnið að verða í vafa um. Eg veit að hver einstakur kennari er boðinn og búinn til þess að leið- beina ykkur, ekki aðeins viðvíkj- andi sinni einstöku kenslugrein, heldur ennig alment, bæði um til- högun námsins og annað. Það má margt alment um þetta segja, en þó er það svo að sitt hentar hverj- um. Eitt atriði þessu viðvíkjandi vil eg taka fram. Sökum þess hve háskólinn enn þá er fáskrúðugur, er viðbúið að sumir ykkar hafi ekki getað valið það nám, sem þið hefðuð helst kosið, en tekið þá annað, það skyldasta af því sem fyrir hendi er. Hinsvegar liggur nærri, að aðrir hugsi sér til tækfæri að Jeggja fyrir sig starf, sem ekki út- heimtir lokapróf héðan frá há- skóíanum. í hvorutveggja falli er þetta undirrót þess að sumir ykk- ar hverfi frá skólanum án þess að ljúka fullnaðarprófi, og er ekki við það að athuga, er svo er, að útgöngudyr opnast er áður voru lokaðar og tekið er fyrir, með ráðn um hug annað nám eða annað starf. En eg vil ráða ykkur frá að hætta námi smámsaman, án þess eiginlega að hafa tekið nokkra á- kvörðun um það. Besta ráðið er því, og góð regla, hvernig sem á- statt er, er það þegar frá 'byrjun að setja sér ákveðinn daglegan 'starfstíma, en bíða ekki eftir því, að maður sé sérlega vel fyrir kall- aður. Sú aðferð getur farið vel, en hitt liggur fult eins nærri að endalokin verði/ þau, að maður verði aldrei vel fyrir kaMaður. Úr því eg er farinn að ráðleggja ykkur að takmarka sjálfir aka- demiska frelsið, langar mig strax að bæta öðru við. Það er mjög góð regla að ælta sér einhverja á- kveðna stund á degi til líkams- æfinga eða að minsta kosti til hreifingar. Það er betra en ekki þó aðeins sé örstuttur tími, nokkr- ar mínútur, og mjög einfaldar hreifingar, sem allir kunna. Þetta er mjög fljótt að komast í vana, þegar einu sinni er byrjað og get- ur varið mann mörgu slæmu. Æskilegt væri að stúdentar gætu haft með sér íþróttafélög, þó í smáum stíl væri. — Fyrir þá stú- denta, sem ekki eiga að heimili að hverfa, er það áríðandi að reyna að koma sér sem heilsusamlegast fyrir. Heilsan er stundum það eina og alt af það dýrmætasta, sem maður á. Þó að til standi að greiða j úr húsnæðisvandræðum stúdenta, er það ekki komið í framkvæmd enn og maður getur lent á stöðv- um þar sem heilsan er í veði. Með því að þrúka alla útsjónarsemi, með því að fara í félagsskap, tveir eða fleiri, um góða íverustaði, sem einum eru of dýrir o. þvíl., má stundum hepnast að koma sér betur fyrir en ella, en eins og enn er ástatt er sannarlega hægra að kenna heilræðin í þessu efni en að halda þau. Það er ósköp skiljanlegt að ykk- ur lítist erfiðlega á framtíðina, að ykkur þyki þröngt um og dimt yfir og að ykkur langi suma hverja burt héðan að kanna ókunnuga stigu, langi að sjá önnur lönd og siðu annara þjóða, að þið þráið meira líf og meira ljós. — En þið eruð ekki þeir einustu, sem svo er farið, slíkt hið sama hrærist með ungum mönnum á ykkar reki í öllum löndum. Þetta er eðlileg löngun æskumannsins og á fyrir sér að breytast í vilja hins þrosk- aða mftíiiis til umbóta, til’ þess að láta hugsjónir æskunnar rætast. En í hverja átt, sem starfsþrá- ykkar beinist, þarf undúirbúnings við, einng hið innra með sjálfum ykkur, því betri því hærra sem markið er sett. Það er ekki nóg, að nema sína fræðigrein, læra, það er ekki nóg að smíða verkfærið og æfa höndina, það þarf líka að undirbúa hug og hjarta er stjórna henni. Með því móti fer 'ærdómur og mentun saman og styðja hvort annað. Og undir eins og þið eruð komnir inn á þá braut verðið þið varir við hvernig ytri erfiðleik- arnir, sem nú vaxa ykkur í aug- um, hverfa eða missa ibroddinn. Þá er engin hætta á að þið þykið of margir. Þjóðin okkar hungrar og þyrstir eftir sannmentuðum mönnum, eins og raunar allarf þjóðir, en því meirj sem mögulejk-j arnir eru til andlegs þroska, þvíj minni sem þjóðn er, afskektari og fáskrúðugri, því sárari er þráin. Það er þýðingarlaust að koma með ráðleggingar um það, hvar í heiminum þið skulið verja starfs- kröftum ykkar, ihér á landi eða annarsstaðar. Það fer eftir köllun hvers eins og “sú ramar taug, er rekka dregur föðurtúna til” er ekki spunnin af ráðleggingum. En þó þið leggið fram starf hér í fá- sinninu, þá óttist ekki að það sé unnið fyrir gýg, eða komi að litl- um notum, þessvegna. Eg skal nefna eitt einasta atriði: Við er- um fámennasta þjóðin, sem nýtur fulls frelsis, fjöldi þjóða, og það miklu stærri, þrá ihið sama, og það sem því rtr til fyrirstöðu að óskir þeirra nái fram að ganga er, þegar alt er athugað, ekki svo mjög beinn yfirgangur annarar þjóðar, sem það, að réttlætistilfinning yf- irráða þjóðarinnar, deyfist af ef- anum um að þær séu sjálffærar, óttanum vð að alt kafni í and- leysi, smásálarskap og vesaldóm, að smáþjóðina langi aftur til kjöt- katlanna í Egyptó og sé þá ver farið en heima setið. — Sérstakt starf, jafnvel þó smátt sé og unnið úti í afkima lands, sérhvert starf, sem miðar að því að okkar litla þjóð geti haldið uppi viðunandi menningarástandi, legg ur því sinn skerf, ekki aðeins til þess að sanna tilverurétt okkar, en getur líka orðið fjarlægum þjóðum stuðningur 1 lífsbaráttu þeirra. Eg brá upp fyrir ykkur dálítilli skímu af me»taþrautinni og bjart- ari hlið hennar. En þegar eg lít yfir ykkar litla hóp, fámennan, misjafnlega viðibúinn, óharðnað- an, verð eg að bæta öðru við. Það bíður ykkar líka barátta, því harð- ari því göfugra markmið, sem þið setjið ykkur. Þið eruð stríðsmenn og í stríði særast menn og falla á stundum. Þessi eru nú einu sinni kjörin og má ekki breiða yfir það. En réttur ykkar er að iheyja bar- áttuna sem markmiðinu sæmir, salva dignitate: þið þurfið ekki að leita baráttunnar, og þó út í hana sé komið, jafnvel þó þið standið í sporunum margtroðnu, með sverð in að framan og svikin að baki, er það rétt að haga vörninni eins og Kjartaji, ólafsson gerði eða Julius Cæsar. Eysteinn konungur befir eitt skifti fyrir öl'l gjört lítið úrt því “að brytja niður iblámenn,” þið komist ekki hjá erfiðari mótstöðu- mönnum og erfiðari mótstöðu en mönnum. En þið eruð ekki einir um baráttuna og ekki verjulausir. Það býður hvers manns skjöldur og sverð, geymt óbifanlega í bjargi, eins og segir í sögunni af Böðvari bjarka. Þegar maðurinn er kominn og stundin er jcomin, liggja þau honum laus fyrir. Hæfi- leikarnir vaxa með erfiðleikunum. Verið því hugdjarfir og vonglaðir. Brosið getur opnað himana ekki síður en tárin. Munið það, bæði í sigri og ósigri, munið það stað- fastlega, að þið eruð ‘ljóssins börn,” þá er öllu óhætt. , — Lögr. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. lEnskur höfundur segir svo frá: Eg er eins og George Washington í því, að mér er ómögulegt að segja ósatt. Móðir mín brýndi stöðugt fyrir mér að segja alt af satt, 'og fóstra mín sagði oft við mig: “Segðu satt Tumi litli, því annars kemur skollinn og tekur þig.” Eg fylgdi trúlega þessu heil- ræði og hefi fylgt því alla mína æfi, enn af því hefir bara leitt að Stórkostlegt Urval af yfir 20 gerðum af Nýjum Skóm Látið ekki hjálíða að koma inn sem allra fyrst og velja skóna sem fara yður bezt. HÉR ERU BEZTU KJÖRKAUPINIBŒNUM ^HOE ^HOPinx SOMERSBT BLDG. 296 PORIAGB AV& eg er mesti álánsbjálfi á Guðs grænni jörð. Eg ætla að segja ykkur nokkur atvik þessu til sönnunar. Eldabuskan hafði eitt kvöld hjá sér hermann og gæddi honum á tei og sætindum. Mér varð litið fram í eldhúsið og sá eg þá þenna rauðklædda mann. Eldabuskan kallaði á mig og sagði: “Ef ein- hver uppi spyr hvort nokkur sé í eldhúsinu, þá segðu að það sé bara fóstra þín og eg.” Fóstra mín bað mig líka að segja þetta, kysti mig og gaf mér kökubita. Eg tók við ibitanum, en var ekki rótt innanbrjósts. “Tekur þá ekki skollinn mig, ef eg skrökva?” sagði eg. “Ó sussu nei, væni minn, þetta er svo sem eiginlega ekki að skrökva.” Eg fór upp og var hugsandi út af þessu. Undir eins og móðir mín sá mig spyr hún mig: “Er ókunn- ugur maður niðri í eldhúsinu? Mér iheyrðist það.” Sannleiksást mín sigraði mig undir eins og eg svaraði: “Já mamma, þar er maður rauðklædd- ur og eg vil ekki þessa köku,” og svo fleygði eg kökubitanum á gólfið. Mamma sagði að eg væri gott barn, en bæði eldabuskan og fóstra mín klipu mig og stríddu mér til að hefna sín og undir eins þá fann eg greinilega til þess að það borgaði sig ekki æfinlega að segja satt. Einhvern dag heyrði eg að móðir mín sagði: “Eg vona þó að skrattinn reki ekki hana frú Johhnsen Jiingað í dag. Stundar korni seinna kom frú Johnsen og mamma tók henni báð-j um höndum: “‘Nei hvað mér þótti vænt um að þér komuð. Eg átti líka von á að þér munduð koma.”l “Mamma”, sagð eg, “þú mátt ekki skrökva. Skollinn kemur þá og tekur þig.” Frú Johnsen brá heldur kynlega við þetta og mamma fór með mig inn í ihina stofuna og flengdi mig. Eg átti frændkonu, sem þótti fjarska vænt um mig. Hún hafði aldrei gifst, en var svo rík að hún vissi ekki aura sinna tal; það var á margra vitorði, að hún hafði arf- leitt mig að öllum eigum sínum. Mer var ekki meir en svo um hana, af því hún var svo Ijót og leíðin- leg. Verst af öllu þótti mér að hún tók mig æfinlega upp í fangið á sér og lagði hendurnar um hálsinn á mér. Þykir þér vænt um mig, Tumi litli,” sagði hún einu sinni og lagði mig undir vanga sinn. “Nei,” sagði eg, og það fór hryllingur um mig allan. “Hvað er þetta? af hverju þykir þér ekki vænt um mig, óhræsið þitt?” Af því þú ert svo ljót og leiðin- leg.” < Hún f.leygði mér úr fangi sínu og sagði að eg mundi á endanum fara í fangelsi og eg skyldi aldrei fá grænan eyri af hennar eigum. Faðir minn lamdi mig með reyr- priki og móðir mín flengdi mig með vendi. Þau urðu bæði köld til | mín, og þeim hætti að þykja vænt um mig, alt saman af því að eg sagði ált af satt. En eg gat ekki að þessu gert, það var eins og eg væri fæddur með þessum ósköp- um. Meðan eg var í skóla hötuðu allir skólabræður mínir mig, og kölluðu mig njósnara og rógbera. Og nú þegar eg er kominn á fullorðinsárin, er eins og allir forðist mig, af því er er svo sann- orður. Oft hefi eg hugsað með sjálfum mér: Á eg nú elfki að herða upp hugann eins og maður og Ijúga, en .lýgin kemst ekki lengra en upp í hálsinn á mér. Fyrir,skömmu komst eg í kynni við unga stúlku, sem sagði að sér þætti vænt um mig af því, að eg væri svo hreinskilinn og sannorð- ur. Eg fékk ást á henni og.við hétum ihvort öðru æfilangri trygð. Einu sinni segir hún við mig: “Þykir þér hún fröfcen María lag- leg Tumí?” Eg vissi reyndar að hún öfundaði fröken Maríu af fríðleikanum. “Já,” sagði eg, "mér þykir hún bara falleg.” “Þykir þér hún fallegri en eg?” “Já, fal- legri þykir mér hún »— en—.” Hún rauk burtu og daginn eftir sagði hún mér upp. Eg er eyði- lagður maður á sál og líkama af því eg hefí alt af sagt satt. Lesendurnir halda ef til vill að eg segi ekki satt frá þessu. En hefi eg ekki margsinnis sagt að eg get ekki skrökvað? Líknar-stofnanir Winnipeg-borgar leita enn á ný fjárstyrks frá almenningi undir umsjón FEDERATED BUDGET Þetta ár eru það 24 líknarstofnanir, sem peninga þurfa frá Samlaginu, til að hjálpa þeim sem hjálparþurfa eru. Stofnanirnar eru: 13 fyrir börn 3 fyrir gamalmenni 3 fyrir sjúka 1 fyrir folinda 1 fyrir tæringarveika 1 fyrir hjúkrun 2 fyrir andlega uppfoygging. Til Húsmœðranna, Til að finna ánægjuna af að gefa, þarf eitt- hvað að vera lagt \ sölurnar. Til að njóta þeirrar gleði, þarft þú sjálf eitthvað að gera. Vilt þú gefa það, sem ein kvöldskemtun á viku kostar, eða vilt þú gefa gjaldið fyrir eitt forjóstsyfcurs “foox” á viku — vilt þú neita þér um eitthvert lítilræði, sem sé varið til þess að gleðja þá, sem bágt eiga, og láta þeim iíða betur? Munaðarleysingjar, gamalmenni, blind- ir og sjúkir og fleiri, treysta á góðvild þína og vonast eftir hjálp. Vilt þú nú ráða þetta við þig og gefa önlátlega, þegar til þín verður komið? | Til Manna. Menn skilja það og viðurkenna, að Federated Budget fyrirkomulagið, sparar tíma og pen- inga. Það er skynamleg starfræksluaðferð. Federated Budget má ekki fara út um þúf- ur. Það er komið vel á veg og tilgangurinn verður að nást, eða vér hættum. Upphæðin, sem foeðið er um, er eins lág og mögulega getur verið til 12 mánaða starf- rækslu stofnananna. Ef Federated Budget hættir, verða stofnanirnar aftur a§ taka upp þá kostnaðarsömu aðferð, að vera alt af viku eftir viku að Ibiðja fólk um peninga. Menn og Konur, sýnið djarfan hug. Fólkið í Winnipeg hefir jafnan reynst örlátt. Menn og konur: hjartna yðar og breytið því í gull, sem líknar-stofnanirnar þurfa. Grafið upp gull Hvað mikið ætti eg að gefa? Þú einn getur sagt, hvað mikið. Það er ekki ætlast til, að þú líðir, en að þú leggir eitt- hvað í sölurnar. Þú þarft ekki að sjá það lakasta til að vita, að örbirgðin á sér stað. Þú þarft ekki að sjá svöng börn, örvasa gamalmenni, tæringarveika sjúklinga, blint fólfc og aðra silíka, til að vita, að hjálp er því nauðsynleg. Mánaðarlegar og fjögra mánaðarborganir þakksamlega þegnar • Þegar þú ákveður hvað þú ætlar að gefa, væri gott að ákveða hvaða upphæð þú gefur á mánuði eða ársfjórðungi. Hugsaðu þér þetta nú, svo þú getir útfylt skjal þessu viðvíkjandi þegar komið verður til þín. Reyndu ekki að friða samvizfcuna með Iítilli upphæð rétt í svipinn. Mundu, að Federated Budget biður um hjálp bara einu sinni á ári, sem verður að end- ast í 12 mánuði, og mundu einnig, að hjálpin er fyrir 24 líknarstofnanir, sem þurfa hennar mjög tfíð. Líknarstofnanirnar eru þessar: Anti-Tufoerculosis Society . SBenedictine Orphanage Canadian National Institute for the Blind Children’s Hospital Ohildren’s Aid Society Children’s Home Convalescent Hospital Federated Budget Home of the Good Shepherd Infants’ Home Jewish Old Foilks’ Home Joan of Arc Home Kindergarten Settlement Ass’n Jewish Orphanage Knowles Home for Boys Mothers’ Association Old Folks Home Providence Shelter St. Boniface Orpfoanage and Old Folks Home St. Joseph’s Orphanage Victorian Order of Nurses Winnipeg General Hospital Y. M. C. A. Y. W. C. A J Federated Budget Board of Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.