Lögberg - 12.11.1925, Blaðsíða 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
12. NÓVEMBER 1925.
Jogberg
Gefíð út hvem Fimtudag af Tbe Col-
Hibia Preis, Ltd., (Cor. Sargent Ave. fic
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talaiinart N*6327 N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Otanáskrift til blaSsina:
TKE eOLUMBIA PRE88, ttd., Box 3172, Winnlpag, M«n-
Utanáakrift ritstjórana:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, M»n.
Tho "Lögberg” io printed and published by
The Columbia Preeo, Limited, in the Columbia
Building, €95 Sargent AVe., Winnipeg, Manltoba.
Þakklætishátíðin,
(Thanksgiving Day)
Það er ekki undarlegt, þótt íslendingar vestan
hafs hafi tekið upp ýmsa nýja siðu og þeim áður
óþekta, eftir meira en 50 ára dvöl hér í álfu.
Eitt af því marga, sem við höfum eignast, er
Þakklætishátíðin (Thanksgiving Day). Jafnvel
nafnið á deginum, eins og það er notað vor á meðail,
'ber það með sér, að hugmyndin er ekki íslenzk.
Forfeður vorir mundu vafalaust hafa fundið eitt-
hvert íslenzkara og heppilegra nafn, þótt oss Vest-
ur-íslendingum hafi enn ekki tekist það.
En þótt þakklætishátíðin sé vitanlegt ekki feðra-
arfur vor, þá er hún nú orðin eign vor. íslendingar
hér í landi taka sinn fulla þátt í þessu árlega hátíð-
arhaldi, sem hér í Canada fer fram á mánudaginn,
sem næstur er 11. nóvemlber, en þann dag endaði
stríðið mikla, eins og kunnugt er. í Bandaríkjunuih
fer hátíðarhaldið fram nokkru seinna. Nú 27. þ.nj,
Það er ekki ætlun vor, að segja sögu þakklætis-
hátíðarinnar, eða skýra hugmyndina, sem ibak við
hana liggur. Það mun flestum nokkurn veginn Ijóst.
Þakklætishátíðin er jafn - gömul bygð No-rður-
Evrópumanna á austurströnd Bandaríkjanna. Það-
an hefir hún borist út um alla Norður-Amerjku og
kannské víðar, þótt oss sé það ekki Ijóst nú sem
stendur.
Vitanlega taka Vestur-íslendingar1 fuMan þátt í
þessu hátíðahaldi, eins og hverjir aðrir borgarar
þjóðfélaganna tveggja, Canada og Bandaríkjanna.
Og að því er vér best vitum, gera þeir það með fögn-
uði og af öllu hjarta. Það er öllum gott að læra
'góða siði. Og það er alveg vafalaust góður og fal-
legur siður að þakka Guði fyrir uppskeruna. Þakka
honum “daglegt brauð.” Sjálfsagt gera kristný1
menn það daglega. En það er sérlega vel við eig-
andi, að þjóðin setji sér sameiginlegan dag, til að
þakka Guði gæðin, er hann Ihefir látið falla í skaut
þjóðarinnar allrar og einstaklinga hennar.
Síðan 1621 hafa Bandaríkjamenn haldið þakk-
lætishátíð, svo að segja á hverju hausti. Canada
menn gera hið sama. Þessi fagri siður hefir fest
rætur í hugarfari Vestur-íslendinga. Hann verður
nú ekki frá þeim tekinn.
Á mánudaginn var hélt Canada þjóðin sína ár-
legu þakklætishátíð. Samkomur voru ihaldnar í
kirkjum um allar áttir. Sjálfsagt hafa þær verið
með ýmsu móti; En yfir ðeitt má gera ráð fyrir að
gleði og þakklátssemi hafi verið efst í huga fólksins.
Það er stór og fögur hugsjón, að heil þjóð, öll í
einu, færi Guði þakklæti sitt og beri fram fyrir hann
bænir sínar.
•
—-------o--------
Haust.
Oss er sagt, að haustið minni á hrörnun og
dauða. Menn líta á fölnuð laufin, sem haustvind-
urinn slítur af trjánum og feykir ofan á jörðina og
segjum: “Þau eru dauð.”
Við sjáum grösin og blómin fölna, beygja brodda
sína og krónur að jörðu og segjum: “Þau eru að
deyja, við sjáum mennina gráa fyrir hærum fót-
fúna, með bogið bak og kreptar hendur, og segjum:
“það er komið haust.” /
Á haustin kastar hin ytri náttúra skrúða sín-
um, en kjarni lífs hennar er ósnertur.
Undir skjóli frosts og snjós safnar hún nýjum
kröftum, til nýs þroska — til meira lífs.
Haustið og veturinn, sem því fylgir, er hvíldar-
tíð náttúrunnar. ,
í lífi mannanna er sumarið starfstíð, en haust-
ið og veturinn hvíldartíð, eins og í náttúrunni. x
En veturinn hefir verið annað og meira í lífi
hinnar íslenzku þjóðar, en hvíldartími. Hann hefir
verið og á að vera gróðrartíð andans.
Enginn maður er kominn til þess að segja
hvað hin löngu vetrarkvðld eiga mikinn þátt í and-
legum þroska þjóðarinnar íslensku.
A/ldrei verður sá andlegi þróttur með tölum
talinn, sem hin íslenska þjóð, upp til dala og fram
til sjávar hefir eignast á hinum löngu og sólar-
litlu vetrum íslands.
Hiví skyldi haustið þó, sem er boðberi vetrar-
ins vera óvelkomin tíð fóflki því, sem af íslensku
bergi er brotið og sem veit hvað miklu góðu að vet-
urinn hefir komið til leiðar hjá þjóð þeirri, sem þ&ð
er partur af?
Veturinn hefir verið uppskerutíð andans hjá
þjóð vorri og það á hann að vera hjá oss.
Hver einasti maður og hver einasta kona á að
vera andlega auðugri að vetrinum loknum, en hún
eða hann var, við komu hans.
Að sitja inni við eld óbliítt vetrar um kveld,
úti er stormur á þakinu hvín, viður bækur og blöð,
er ekki ógeðfeld tilhugsun, og ef menn gera sér al-
ment far um að eyða vetrarkveldunum á þann hátt,
þá er veturinn ekki aðeins velkominn hvíldartími,
heldur líka þroskatíð í orðsins fylstu og beztu
merkingu.
Oss er ekki kunnugt um athafnir lslendinga í
þessu sambandi, hvorki hér á meðal Vestur-íslend-
inga né iheima á ættjörðinni, en grunur vor er sá,/
að þar sé ekki um framför að ræða frá því sem
áður var, að minsta kosti ekki á meðal íslendinga í
Vesturheimi. Menn segja, ef til vill, að það sé nátt-
urí.egt, þar sem staðhættir manna og þjóðlífs fyrir
komulag sé nú svo breytt frá því, sem áður var.
Eitthvað af sannleika mun vera í þwí, og líka
því, að í þessu landi sé svo margt til skemtana
og afþreyju að fólk þurfi ekki að hýrast heima hjá
sér yfir bókum. En það breytir ekki þeim sann-
leika að lestur góðra 'bóka, er hverjum manni
þroskaskilyrði og ekki heldur því, að andlegur
þroski er vd’ferðarskilyrði bvers einstaklings,
sveita og þjóðfélags.
Vér segjum ekki að fólk eigi að halda sér frá
öllum úti-skemtunum á vetrum. Hæfilega mikið af
þeim er öllum holt. En vér segjum að menn og
konur þurfi að takmarka þær meira en gjört er nú
og verja þeim tíma, sem þannig vinst til nytsamlegs
lesturs.
Látið veturinn, sem fer á hönd vera yður and-
lega gróðurtíð, eyðið, sem mestu af honum við
lestur góðra bóka.
—-------o--------
“When Sparrows Fall,”
Eftir Láru Salverson.
Þetta er hin önnur skáldsaga er þessi höfund-
ur hefir látið frá sér fara. Hin, The Wiking Heart
kom út fyrir ári síðan og hlaut þá almennings lof.
Þessi nýja saga, “When Sparrows fall” er með
nokkuð öðrum hætti en sú fyrri. The Viking Heart
eins og menn muna var bygð á sögulegum viðburð-
um í landnámstíð ísíendinga í Nýja Islandi og Win-
nipeg. When Sparrows fall fer fram aðallega á
meðal Norðmanna og er býgð á frumbyggjalífí
þeirra, þó er ekki hægt að segja að ihún sé 'bygð á
landnámssögu þeirra heldur befir bók þessi að
færa mannlífsmyndir. Hún er og frábrugðin vana-
legum skáldsögum að því leyti að í henni er ekki
að finna svik eða samsæri, sem svo oft er aðal
kjarninn í skáldsögum og sem höfundar þeirra
beita andans afli sínu að þroska og fullkomna.
Sagan er í þremur köflum. 1 fyrsta kaflanum
kynnist maður þremur heimilum og þremur ungum
stúlkum, sem alast upp saman, ’bindast vináttu-
böndum og dreymir sameiginllega um framtíðarlíf
sitt eins og öllu ungu fólki er tamt. Vonir þeirra
eru ibjartar, líf þeirra saklaust og fratntíðin lofar
öllu fögru. Svo koma heimilisáhrifin á líf þess-
ara stúlkna allra, og ráða svo mjög um afdrif
þeirra.
Annar kafli bókarinnar segir frá þroskaskeiði
þessara stúlkna, þegar þær, hver um sig koma út I
lífið og fara að taka þátt í hinum almennu störf-
um þess. Er sá kafli mjög eftirtektaverður og
lærdómsríkur, Höfundurinn gjörir þar skýra grein
fyrir áhrifum iheimilslífsins á val þeirra í lífinu og
framkomu alla og trúum vér vart öðru, en að
lestur þess kafla opni augu margra fyrir hættu
þeirri, er hið sundurtætta og gleiðgenga heimilislíf
vorra daga, hefir á sálarlíf hinna lítt þroskuðu ung-
linga, Sem svo verða síðar í lífinu að byggja á þeim
grundvelli, sem þar er ilagður.
Þriðji kaflinn hljóðar um afdrifin sem í alla-
staði eru eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing af því
sem á undan er gengið og þegar maður leggur bók-
ina frá sér eftir lesturinn, þá gjörir maður það með
þeirri tiCfinningu að hér sé um þarfa bók að ræða
— bók, sem hefr ákveðinn boðskap áð fljrtja — boð-
skap mannúðar og mannkærleika — bók, .sem skrif-
uð hefir verið með það fyrir augum að sjóndeildar-
hringur þeirra, sem læsu yrði víðari, ihugsanir
þeirra hreinni og göfugri og útsýn þeirra yfir lífið
fegurri og heilbrigðari en hún áður var.
Persónurnar í'sögu þessari eru allar göfugar,
þó misbrestir séu á lífi sumra þeirra — þar ekki að
finna einn einasta karakter, sem er ljótur — karakt-
er, sem legst yfir hug lesendans eins og ísa-þoka og
fyfllir hann óhug og hrylling frá byrjun sögunnar
til enda, sem svo oft á sér stað í skáldsögum. Það
er eins og hver einasta persóna í þessari sögu hiti
lesandanum um hjartaræturnar, og Clare, sú ógæfu-
samasta af stúlkunum, þráir það mest allra hluta,
eftir að örlögin hafa sett frostmark sitt á sálu
hennar, og hún liggur fyrir dauðans dyrum, að unn-
usti hennar fái aldrei að vita annað, en hún hafi
verið saklaus sem barnið og hrein eins og blómið.
Það er nokkuð erfitt að segja hver af persón-
' um sögunnar sé aðdáanleguít. Þær eru allar aðdá-
anlegar og eru mannlýsingar auðsjáanlega ein af
sterkustu hliðum Láru Salverson, sem höfundar.
Stefáni Freeman og konu hans, gleymir maður
aldrei né heldur frú Swanson. Stefán gáfaður, en
óhagsýnn draumsjónamaður, með sumarsól í sál og
undursamlega heilbrigða og fagra útsjón yfir lífið,
þrátt fyrir þröngan efnahag og ýmsa erfiðleika,
reynist stórhetja þegar maður, sem hann þekti sær-
ir hann banasári. Með Ibros á vörum, kærleikseld
í hjarta tekur hann sekt hins unga ógæfusama
manns upp á sig og deyr með það eitt fyrir augum,
að atburðurinn mætti verða hinum seka manni og
konu hahs sem með fljótfærni sinni og ofsa var or-
sökin að hermdarverkinu, til betrunar.
Þegar Stefán liggur sjúkur á Ibanabeðinum
gengur hin ágæta kona ihans í gegnum hina sömu
eldraun. Wailter, hinn ógæfusami maður, sem slys-
ið henti er niðurbrotinn og í örvilnan í húsi þeirra
Freemans hjóna, þar sem hann1 og kona hans fljót-
færin, hugsunarlaus og frek, leigðu. Snðggvast
rís iblossi reiðinnar út af hinu hróplega ranglæti,
siem maður hennar hafði orðið fyrir frá hendi
Walters, en það er ekki nema augnabliks tilfinn
ing. Meðaumkunin, mannúðin og vorkunsemin> við
hinn ógsefusama mann og ditla barnið hans vinnur
sigur í sálu hennar. Hún skilur að verkið er unn-
ið og afleiðingum þess verður ekki afstýrt, en sálu
þessa manns, og ef til vill konu hans er ekki ör-
vænt um að frelsa.
Þegar maður stendur augliti til auglits við
rííkar persónur, hreinar, göfugar og guðelskandi
hetjur, sem svo mjög skera úr við það, sem maður
á alment að venjast í lífinu — persónur, sem draga
lesendann að sér með ómótstæðilegu afli þá verð-
ur manni á að spyrja, er þettá tilbúningur höfund-
arins, eða er það raunverulegur sannleikur? Hvort
sem er, þá eru slíkar myndir ósegjanlega fagrar og
ibetur að vér hefðum meira af þeim í skáldsögum
vorum, en vér höfum, en þó helst í lífi manna.
Sama er að segja um frú Swanson, sem þrátt
fyrir erfiðar fjárhagslegar kringumstæður, og ann-
ir heimilisins var ávalt boðin og búin til þess að
hjálpa þeim, er ver voru staddir en hún, hjúkra
þeim og miðla þeim af því litla sem hún hafði
með gflöðu geði og kærleiksríku viðmóti.
Um galla þessarar bókar skal hér ekki
rætt. Líklega mætti finna þá einhverja, eins
og í flestum, eða öllum öðrum bókum, sem út eru
gefnar. Vér höfum ekki verið að leita að þeim,
skiljum öðrum það eftir — hugur vor hefir aðeins
dvalið við hið fallega og gagnlega, sem bókin ihefir
að færa og af því er mikið þar að finna. Þetta er
bók, sem ekki verður kastað í ruslakistuna eftir að
búið er að lesa hana. Hún verður lesin aftur og
aftur og menn geyma myndirnar, sem í henni er
haldið á lofti, í huga sínum lengi eftir að þeir lesa.
HnEwIwMwImLnIwD
GeriO heimilin hlý og aðlaSandi meO góöwm Stormgluggum
og Stormhurðum.
HURDIR
2tt. 6in.
2ft. 8in.
2ft. lOin
3ft. x 7ft.
x 6ft. 6in., glazed.... $6.00
x 6ft. 8in„ solid .... $5.25
, x 6ft. 10in„ glazed $7.10
solid
$6.35
GDUGGAR
12x20, 2 lt. $1.76 10x20, 4 lt. $2.33
12x28, 2 lt. $2.14 12x20, 4 lt. $2.47
16x24 2 lt. $2,10 12x24, 4 lt. $2.70
20x24, 2 lt. $2.40 14x24, 4 lt. $3.22
24x24, 2 It. $2.81 14x28,4 lt. $3.67
Aðrar atœrðir fást meO Uku verOl.
Talsimið A-6356 og biðjið um “City Orders”
The Empire Sash and Door Co. Ltd.
Allskonar VID U R til heimilisparfa
Skrifstofa: Bank of Hamilton Bldg. Phone Tard—Henry
Main and McDermot A-6356 and Argyle
Sjálfsvald undirstaða allra dygða
Eftir Rev. Thomas B. Gregory.
Guð minn! Hvað hefi eg gjört? Voru orðin,
sem brutust út af vörum manns, er hann stóð í
leiðslu og horfði á mann er hann hafði greitt rot-
högg og lá andvana við fætur hans.
Me'nnirnir urðu missáttir. Skiftust á óvin-
gjarnlegum orðum. Reiðin greip annan þeirra.
Hann reiddi upp hnefann og hann féll með ofur-
afli í andlit mótstöðumannsins, svo Ihann lá and-
vana á jörðinni, og upp frá því lá sektartilfinningin
sem nagandi ormur í sálu þess, sem höggið greiddl.
Guð minn! Hvað hefi eg gjört? Maður þessi
átti ekkert það til í eigu sinni, er ihann hefði ekki
gefið til þess að hann hefði ekki greitt þetta högg.
En verkið var framið og ekki hægt að afturkalla
það, og ihann stóð og horfði í andlit hins dauða,
þar sem hann lá og eldur helvítis brann í hjarta
hans. ,
Sá er mikilmenni, sem kann að stjórna geði
sínu — meiri en sá, sem borgir vinnur.
Það er glæsilegt að íleggja borgir undir sig og
sigra voldugar herfylkingar, en hversu seinir eru
menn ekki til þess að skilja að ennþá veglegra er
að vera herra sinna eigin ástríða og hvata.
Sjálfsvald er upphaf alls ríkisþroska. Að vera
herra sinna eigin hugsana og að hafa vald á skaps-
munum sínum er úndirstaða alls valds og allrar
frægðar.
Hver er það, sem ekki ihefir lesið um sigra
Hannifoals, Friðriks mikla og Vilhjálms þögla á víg-
völlum víðsvegar um heim. En höfum við atftugað
það, sem enn þá er þýðingar meira í fari þessara
manna, því að hreysti þeirra og mikilmenska kom
ef til vill skýrar í ljós í því, hve ótakmarkað vald
þeir höfðu á sjálfum sér, heldur en í sigrum þeirra
á vígvellinum.
Hið fegursta í fari Hannibals voru ekki hinir
vanalegu sigrar hans í orustum, sem honum sjaldn-
ast brugðust, heldur ihin óraskanlega þoiinmæði,
sem hann mætti smásálarskap stjórnar sinnar
með.
Friðrik mikli var stór í sókn, undursamlegur
—aðdáanlega mikilhæfur, en hann var enn meiri
• í hinu rólega, þolinmóða og ósigrandi valdi er hann
hafði á sjálfum sér og kom þonum að svo miklu liði,
þegar hann átti við ofurefli að etja, að hann sigr-
aði.
Og Vilhjálmur þögli, ekki svo nefndur fyrir þá
sök að hann gæti ekki talað, heldur fyrir það, að
hann gjörði það ekki þegar hann þurfti þess með,
og sýndi foina undursamlegustu ró og þolinmæði,
þegjandi gat sá mikli maður þolað þungar sorgir,
og þegjandi þoldi hann ögranir og óréttíæti.
Marg sinnis var sá maður reyndur eins til-
finnanlega og hægt er að reyna mannlega þolin-
mæði, en aldrei misti hann jafnvægið á ríkisárum
sínum.
Enginn er sá Bandaríkjamaður til, sem metn-
aðurinn hreifir sig ekki hjá, þegar hann hugsar
um þær sigurvinningar, er nöfn þeirra Grants og
Lees minna á, en vex metnaður hans þó ekki ósegj-
anlega miklu meir þegar foann hugsar um sjálf-
stjórn þá hina aðdáanlegu er þeir hersfoöfðingjar
báðir sýndu er þeir mættust í Appomatox.
Hefir nokkur hershöfðingi nokkru sinni haft
meiri ástæðu til þess að mildast af sigrum sínum
en Grant hafði í Appomatox? Hafði hann ekki unn-
ið sigur iá því stórkostlegasta upphlaupi, sem heim-
urinn þekti og frægðarljómi umkringdi nafn hans
þá, sem aldrei fölnar.
Lee aftur á foinn bóginn var sá, er ástæðu hafði
til þess að taka sér ósigurinn nær, en nokkur
annar herforingi, sem á undan honum hafði beðið
ósigur.
En hvað kemur fyrir? Var þar nokkur vottur
sigurþóttans í fari sigurvegarans, eða vonleysi
og örvænting í svip þess sigraða? Nei! Sigur-
vegarinn og sá sigraði höfðu svo mikið vald yfir til-
finningum sínum að framkoma þeirra verður til
fyrirmyndar um aíla ókomna tíð um hógværð og
sjálfsvald.
Að hafa vald á sjálfum sér, er dygð allra
mannlegra dygða.
Þegar maðurinn hættir að hafa vald yfir þrám
sínum og tilfinningum, hættir foann að vera mað-
ur. Straumar lífsins hrífa hann og hann verður
þræll ástríðanna, sem í það og það skiftið eru sterk-
astar í sálu hans.
Til þess að vera frjáls — siðferðilega frjáls *—
að vera maður en ekki að eins skepna, verða menn
að stjórna ástríðum þeim, sem vilja foera þá út
yfir merkjalínur velsæminnar *— út í haf eyðilegg-
ingarinnar. “í valdi sjálfstjórnarinnar,” segir
Herbert Spencer, “er að finna eitt af aðal fullkomn-
unar skilyrðum mannsins — að láta ekki eftir á-
stríðunum .— að láta ekki foerast af blossa tilfinn-
inganna úr einum stað í annan, heldur hafa taum
á þeim i— halda sér til baka — halda jafnvæginu og
láta svo heilbrigða dómgreind skera úr máflum —•
það er það, sem mentun nútímans, að minsta kosti
siðferðileg mentun, er að leitast við að gjöra.
’Enginn þarf að hugsa að slíku takmarki —
slíkri sálargöfgi verði náð alt í einu, eða á svip-
stundu, það eru gullnir ávextir langrar sjálfsafneit-
unar, sem ekki fást á einum degi, en sem vissulega
ættu að vera hverjum manni fáanlegir eftir margra
daga sjálfsprófun og sjálfsafneitun og á þeim tíma
ættu menn að geta tamið dýrið í sjálfum sér svo, að
þeir gætu orðið nokkkurn veginn heilir menn.
KOLI KOLI KOL!
ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS
DRUMHELLER COKE HARD LUMP
Thos. Jackson & Sons
CQAL—COKE—WOOD
370 Colony Street
Eigið Talsímakerfi: B 62-63-64
POCA STEAM SAUNDERS ALSK0NAR
LUMP COAL CREEK YIDUR
AUSTUR CANADA
DES. 1. 1925, TIL JAN. 5. 1926
VESTUR AD HAFI
VISSA DAGA í DES., JAN., FEBR.
Látið Ö88 hjólpa yður meðfyrireetlanir á ferðalagi
yðar. Sérhver umhöðsmaður Canadian Natiönal
Railways mun góðfúslega láta yður í té allar upp-
lýsingar viðvíkjandi fari ög öðru,
Pegar pér sendiS peningða, þá sendið Canadian Nlational Express Money Order og T'oreign Cheques. pegar þér ferðist, þá hafið Travel- lers Cheques, sem, fást hjá Clnadian National Rallway umboðmönnum og Express skrifstofum. -
Landnám Islendinga.
Miðað við manntölu þjóðar eiga
íslendingar öldungis efaflaust heið
ur foinna mikilvægustu og mark-
verðustu landnámsdáða heimssög-
unnar. Menn hafa einatt mjög um
of eignað þessi afrek hinum nor-
ræna kynþætti vorum og látið
leggjast í gleymsku annað foreldri
vort. En það voru ekki Austmenn,
heldur íslendingar, sem skipuðú
og byggðu lýðveldið forna. Þær
einkunnir, sem dýrmætastar eru í
eðfli þjóðar vorrar mega mjög rekj-
ast til breska fjöldans í skipshöfn-
um landnemanna. Djúp sjón, næmi
og óþrotleg seigla eru meginmerki
þess nýja, sjálfstæða þjóðarstofns
sem lagði höndur á hin stærstu
hlutverk, er unnin hafa verið í
Norðurheimi, nám íslands, Græn-
lands og Vínlands. Og ef gjöra
skyldi rækilega upp milli ættar-
móta meðal vor, þeirra, er gleggst
verða rakin til Noregs eða Bret-
landseyja, hygg eg að flestir
mundu verða á máli Guðbrandar
Vigfússonar, hins fróðasta manns
um þá foluti, en hann telur hið
vestlægara kyn yfirgnæfandi í
þjóð vorri.
Sagnafræði, braglist og máfls-
menning eru arfleifðir vorar. Og
þegar ræða er um íslensk landnám,
skín stjarna vor hátt frá fornu.
Því fámenni voru ber sú skylda
fyrst af öllu, að láta merki ís-
lenskrar tungu hefjast yfir mál-
skyldum þjóðum, er verða að
sækja til ,vor um göfgun og auðg-
un sinnar eigin orðmentar. Há-
skólar Norður og Vestur-álfu eru
boðnir og búnir til þess að skipa
íslenskum málfræðingum á kenn-
arastóla. Hamhlaupin í jarðyrk-
ing, iðnaði og samgöngubótum
tímans fleygja fram allri máls-
menning í ennþá bersýnilegra um-
róti. En þar stendur norrænan ein
allra heimstungna J alvæpni, ’á
eigin stofni. Og þennan dýra arf
eigum vér einir allra þjóða.
Landnám lslendinga! Það er
fyrst, og fram um alt, vísindaiðk-
un og varðveizla á móðurmálinu
íslenska. En hvernig vinnum vér
nú að ^essu heilaga ábyrgðar-
starfi? Bókmentir vorar eru óvé-
fengjanlega í foráðri hættu, sem
eg vil reyna að skýra. Þjóðin les
ekki né safnar ritverkum, líkt því,
sem gjörðist áður og eru þrjár
meginástæður til þess, ofvöxtur
sjávarbæjanna, vaxandi nám út-
lendra tungna, og lestrarfélögin.
Og allar þessar orsakir ,eru því
voðalegri fyrír'málið, sem þær
eiga eðlilegri og auðsærri rætur í
fámenni voru og landsvíðáttu. En
þrátt fyrir þetta liggja hér þó enn
önnur rök að, sem valda ef til vill
ennþá verra tjóni, eins og nú hátt-
ar um útgáfu íslenskra rita. óþol-
andí skipun á sölu bóka og rit-
gerða helst í hendur við svo af-
skaplegt ofverð á útgáfu þeirra,
að eyðilegging sjálfstæðra bók-
menta á lslandi er óhjákvæmileg,
ef ekki verður hér ráðin einhver
bót. Og ber þess jafnframt að geta
að hér er unt að leita eðlilegra
hjálparmeðala. Með því að nota
tæki nýjustu tísku og leita úr leið
frá ýmsu ólagi og kostnaðí í
Rekjavík, sem keyrir fram úr ölflu
hófi, og einkum með því að lífláts-
dómur heilbrigðrar ritmensku
hreinsi úr vegi það órgynni af
andlegum óþverra, er nú þróast í
þögn og samábyrgð lélegustu rit-
ihöfunda t— væri unt að ryðja
ibraut lífvænum ritum á íslandi,
er samiboðin væru gáfum og göfgi
þjóðernis vors.
En mestri og haldbestri bót
mundi mega koma fram um bók-
söluna ísSensku. Hér eins og svo
/