Lögberg - 10.12.1925, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.12.1925, Blaðsíða 1
p R O V 1 N G 1 THEATRE ÞESSA VIKU HOUSE PETERS i “The Storm Ilreaker” úr sögunni The Titans eftir Charles Guernon. E öahcrcs R O Y INC17 THEATRE *J NÆSTU VIKU Fred Thomson í leiknum THE WILD BULL’S LAIR’’ og Bebe Paniels í “Wild, Wild Susan“ ii 38. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1925 NUMER 50 Vatna hlátur. 'HeiMar andarm hiátur vatna, — Hugans sorgir grynnast, sjatna. Firrast brigð við elfar óma, — — Andinn þráir helga dóma. Þar sem foss og flúðir hlakha Fæddist eg á elfar bakka. — Vonarljóð á vorsins tungu Vötn og fjallablær mér sungu. Heim, að þessum helgu lindum: Heiðavötnum, jökultindum, Heim að ánni, heim í dalinn, Hvarfla eg unz eg féll í valinn. Hljótt við lindir ljúfra strauma Lifir sál mín helga drauma: —Mun ei lífsins undiralda Eilífðanna farveg halda? Heyrir þú ei, hryggi maður, Hoppar, syngur lækur1 glaður? — Er þú daga tregar tárum Titrar ljós á flaumsins gárum. Aldaraðir elfur hlakka,---- Æfin skeið, —• á grafarbakka. — Sálarlíf frá sólarlindum Samt er æðra straumsins tindum. Meðan lækur landstíð aMa Leikur sér um grund og hjaMa,— —Stundaróró oss þótt hrelli, Andi mannsins heldur velli. Vonahlátur hýrra strauma Hjartans eykur sæludrauma. Oft eg bið: í eilífðinni Einhversstaðar læk eg finni. Fja'Maland sér fátækt valdi Frelsiarinn, er hér ’ann dvaldi.— Hann, við kærleiks helga strauma Heyrir mína vonardrauma: Nýrri’ á jörð, í nýjum heimi, Naumast hygg eg Drottinn gleymi Landinu, er lífskjör gjörðu Lazarus á vorri jörðu. Ef að synd og sorgir manna iSefar miskunn eilífðanna, — Nýrri’ á jörð, við náðar varma, Nýtur Island sinna harma. Verður það, í veröld nýrri, Vonaheimur öllu dýrri? Kærleiks óðal eilífðanna, Eden bæði Guðs og manna? Öll er* tár af augum þverra, Enginn verður þræll né herra,— Gröf og höf er Guðs öfl brúa,— Guð og menn í eining búa: Þá mun Island þjóðnýt eyja, Þar sem engir skilja, deyja. Þar sem andans æðstu drauma Eignast menn við lífsins strauma. Fyrir Island endurborið, Alla trú á lífið, vorið, — Eg, á mínum áar bakka, Eilíflega Guði þakka! Jónas A. 'Sigiirðsson. Haust, Nú mér heilsar haustið kalda, himinn gránar, fyllist snæ, ofsa veður, vatnsins alda, voða spáir sí og æ; grösin hníga, fjólan fríða fallin er og lögst í dá; bak við sortann sé eg líða sólu yfir kaldan ná. « . Haustið flytur fögrum gróður feigðar dóm með köldum róm; þröstur situr sár og hljóður saklaus þegar deyja blóm; bleik á greinum laufin lafa, líf með hverri stundu dvín; glaðir fuglar horfið hafa heim í blómsturlöndin sín. öskrar stormur, stráin ýla, stynur eik í hríðar byl, Enginn skyldi vera’ að víla, víst er skjól og athvarf till: Vetrar tíð í Vesturheimi vekur líf og magnar þor, Þorra kólgur þverra í geimi þegar aftur bemur vor. Jól. Hin friðsæla hátíð færist nær og fagnandi móðir vill börnin skreyte. ■og öllu, sem hægt er, til batnaðar breyta, í brjóstinu kærleiks rósin grær; og hugurinn lyftist, er húmið þver og hátíðar ylgeislum vermir oss sólin, í æðri heimi vor andi sér sitt athvarf og líf við náðar stólinn, og lofgjörð í sátt vér syngjum hátt í sakleysi og frið um jólin. V. J. Guttormsson. Guði sé lof. A heimleið á maí 1925. Guði sé lof fyrir garðinn, — Þó garðurinn minn sé smár. Guði sé lof fyrir geislann, Er gjdlir morgunsár. Guði sé lof fyrir gróður, Er gleður vordögg mig; — Hann gaf mér sól og sumar, Og sendi kjnrtanu — þig. Guði isé lof, sem gefur í grátinn vonarhreim;— Sem kyrrir dag, er kvöldar, Og kemur smali heim. — Guði sé lof, sem geymir Sín gleymnu börn, sem mig.— Guði sé lof fyrir lífið, ' Alt líf, — en einkum þig! Jónas A. Sigurðsson. i 1 Gamall aftansöngur. i. Nótt er heilög. Himnar bláir. Húmið lýsa kyndlar smáir. Jörðin auð og andinn hlýr. Sveitin eins og sál í draumi. Sólskinið í hugarstraumi flæðir yfir allar brýr. Aftansöngur lyftur lotning. Lýðurinn er kongur, drotning. Himininn sær og heimur nýr. Hrifningin frá sál til sálar sambandið við guð sinn máilar. Andi myrkra undan flýr. Vonin mælir vorhug sönnum: Velþóknun er yfir mönnum. Fjötrum trú í frelsi snýr. Sætt er hlotin. Sonur hæða sárum fæddist til að græða .meinin öll, sem böl til býr. II. Kertin alla kirkju lýsa. Kristnir jólasálmar rísa upp í söngsins hæðir hátt. Sálmur hver sem úthafs alda upp við strönd er reisir falda, sunginn æðsta sýnir mátt. Brimsins hljóð um hérað flýgur, hljómur sálmsins einnig smýguT héraðssál um helga nátt. •Lýð í fjálgleik sálarsjónar sögu barnsins prestur tónar: þessa heims og himins sátt, þar sem dýrð hins æðsta ahda enn á ný til jarðarstranda drotnun blæs í duftið smátt. Saga Krists er saga þjóða: sæluvon hins mikla góða krossfest fyrir kotungshátt. Kristur guð, og Kristur maður, Kristur sunginn — hálofaður: hrakinn enn á hjarnið blátt. Samt í hugsjón helgrar gleði, hvílir þú í jötubeði, barn, sem sigm hllieim átt. III. Syngið meira! Syngið hærra! Syngið dýpra, þyngra, stærra! Syngið Jesú jörðu á! Rofni þak, er sálm þér syngið! Söngvaöldur! Rlukkum hringið Líkt og hljómslög himni frá! Það eru að eins undrin stærstu, æðsta listin, tónar hæstu, hug sem lætur himin sjá. 1 Kveðja. fsland! Þú heimkynni inndælla vona, andríkra stórmenna framtíðar land. Frón mitt! þú ættstólpi aðalsins sona, ýtrustu manngöfgi; sannleikans band. Haltu við sæmdinni, heitrofum farga, heiðmðu arfinn frá gullaldartíð, hjálpaðu mannkostum, hugsvinnum bjarga, hvettu og gleddu og styrktu þinn lýð. Hrópaðu’ á liðval við einherja’ að etja í öllu, sem gott er og fagurt og þarft; láttu þig ómenni aldregi letja, íslenzkt mun sigra, svo haltu fram djarft. Sneiddu hjá útlendu glingri og glysi, gefðu af íslenzku mannviti og dáð; útlenda menningin oft veldur s>lysi, íslenzkt skal verja í lengd sem í bráð. 'Siðferðið íslenzka, gamla og góða, gættu þess vandlega, haltu því faát; höfðingsskap íslenzkan, hann skaltu bjóða; heiður skal vopnið og borið fram hvasst. Landrækt skal tildur alt, tcjkið frá öðrum, trygðrofar, spjátrungar, háðung og prjál, látum það alls ekki leggjast að jöðrum, lifum við íslenzka þjóðsiðu’ og mál. Hugur minn allur og hjarta mitt bendir heim til þín, fóstran, sem örlög mér bjóst. Kveðju þér útlaginn svofelda sendir, (saknandi* ástar móður við brjóst): “Vestanblær kystu, svo vermist burt mjöllin,j voldugum, eldheitum kossi frá mér, strendurnar, dalina, firðina’ og fjöMin, fegursta landsins, sem manndóminn ber. ” Jóhannes Jósefsson. V. J. Guttormsson. Þ. Þ. Þ. Gunnar B. Björnsson ritstjóri og frú hans. Fardagaóður 30. nóvember 1925. I. Hann nafni þinn manna vænstur var, Að vallarsýn mjög af öðrum bar í fræknleik öllum hinn fyrsti. Er báðum höndum hann hjó og skaut Og hlífðarlaust jafnan örin þaut, — Þá markið hann aldrei misti. Að þrjú voru’ á lofti sverð í senn 1 sókn hans, það báru ýmsir menn, — Og hæð sína’ herklæddur stökk ’ann. En ráðhollur, mildur vinum var, 'Með víkingum ægishjálm þó bar, — Af hólminum aldrei hrökk ’ann. “Við alla menn vildi eiga gott”,— En órækan ber þess sagan vott: Hann atgeimum ota kunni. — Og ekki gat fremri íslending, Frá útlöndum er hann sótti þing; — — Og íslandi heitt ’ann unni. II. Eg glapmáll væri, ef gleymdist nú, Hvre Gunnari eldra líkist })ú, Með kynsvip af kappa snjöllum. Og hluti þinn skarður hværgi vmr, Þú heilsteyptur eins og Gibraltar 1 mannfélagsmálum — öllum. Þitt orð reyndist beinskeytt—ör á sjreng, Og orðknárri veit eg naumast dreng, — Sá hittist ei hverju á strái. — Sem eyrun klæja þú kendir ei, Þitt karlmannlegt, ugglaust heyrðist nei Hjá meðalmenskunnar jái. Oft fjaðra-atgeir þinn feiknir söng, En.feig vrar þá einhver stefna röng Og hégómavefurinn hálfur.— — En sízt vrnr auður þín erfðasynd, Þú einn hefir klifið frægðartind, Og sagðir þér langflest sjálfur. Ef vestræn Njala er síðar sogð, Og sögusögn rétt í dóm þar lögð: Þú telst með þeim frægu, fáu. Þótt hugtökin íslenzk heygi menn, Frá haug sínum Gunnar kveður enn: Að hegna’ öllu lieimsku, lágu. III. Þið hjón hafið frægan garð vorn gert. Hver geldur nú alt, sem það er vert, Er hlutum að Hlíðarenda? -*-En hvernig geta þeir fluzt oss frá, Er fastarmál allra hjörtu tjá, Og hugarfýst himinsenda? Hve ljúft ef heimur, að þessi þjóð Nú þekkir, að íslenzkt hetju-blóð Hér lifir oft lengur en var$i? En berið þann orðstír alla stund — Við erlenda hirð, á jöfurs fund, í mannlífsins Miklagarði. Jónas A. Sigurðsson. I I “Barn er oss fætt.” Himinhvolfið, stjörnublikum stráð, stafar geisladýrð á hrímgað láð. Hélurós á hríslu hverri skín, en hjúp, — sem perlu-ofin rykkilín, sig vefur fold, er máninn birtu breiðir um bjarkasal, og englahárið greiðir ínn ískrýnd fjöll, þar undramyndir rísa sem alsett blvsum jólatré, og lýsa í helgidóm þar Drottinn sjálfur messar og dauðlegt alt í faðmi náðar blessar, og tekur allan heim við sig í sætt, því “sonur er oss gefinn”, “bam oss fætt”. Sú jólagjöfin — Jesú, prýðin bama, — Jólaljósið — lieimsins leiðarstjarna. Pétur Sigurðsson. *< L r Jólatrés-söngur bamanna. Lítið, böm, á loftsins fríða boga, sem leiftrar skært um glæsta himinvoga, þar engla skari’ um endalausar tíðir alföður hlýðir. Þar gjörvöll alheims listaverkin ljóma, og lífsins fagra þakkarsöngva róma útvaldir um allar aldaraðir, þér, eilífi faðir! ! Fagnið, böm, því frelsarans dýrðarveldi, hið fyrirheitna, birtist á þessu kveldi í einum stalli, — af illu fljótt um setið og einskis metið. , Himneska stjaman lýsti langa vega lávörðum þeim, er1 vonuðu hjartanlega eftir frelsi af óvinarins valdi og lausnargjaldi. Lausnarinn þjóða, ljóssins skrýddur veldi, Lýstu upp hjörtu barnanna á þessu kveldi, að englafjöld í anda fái séðan unz leysast héðan. Amen þér rómi engla og manna tungur, eldur, jörð, sjór og vatna straumur þungur, og alt, sem hrærist eilífðar í heimi, aldrei þér gleymi. Himna sjóla geislaglóð glansar um Njólu stólinn. Hugar bólin glöð og góð gyllir jólasólin. Magnús Einarsson. i May Sawyer. 20. Júní 1910—4. Nóv. 1925. t skógarlundi berar bjarkir standa. Öll blómin fallin kaldrar jarðar til. Úr djúpi haustsins daprir stormar anda, seni dauðastunur yfir ljósi og yl. 1 skógarlundi æskuvorsins unga, var áður skrúð og vöxtur, líf og skjól. En nóttin kom, hin djúpa, þagnurþunga, og þá varð haust og vetur — hvergi skjól. Er kvöldsins roða nóttin dimma dylur, vér degi þökkum fyrir ljós og yL En þegar roða morguns myrkur hylur, oss mist er alt, sem bezt oss dreymdi til. Sem morgunroði í móður, föður geði Þú, May, varst þína fimtán ára stund. Með ’yndisleik þú öllum varst til gleði, Svo æskuprúð, með göfga og stilta lund. í skógarlundi vorið unga varstu. A vetrum jól, á sumrum ljúfur blær. Með ást og skilning hverja byrði barstu, er báru þeir, sem hjarta stóðu nær. Þótt létirðu eftir ljós í hverju spori, og ljúfust myndin þín sé geisli hlýr, þú birtist,. ISlay, ei aftur okkar vori, þó ungur rísi maíblómi nýr. Og því er alt af sami saknaðs þunginn, og sorgin eilíf-ný við hverja gröf. Og þess vegna’ eru sigurljóðin sungin, sem sigla lífsbát yfir dauðans höf. Þar æðsta sælu hugsjón hverrar aldar, á himni skapar jarðarbarnsins sál. Þar ástsól skín, er haustið hjá oss tjaldar. Þar huggun eilíf friðar sorgarmál. En þeim, sem eins og berar bjarkir standa, þú blessun æðsta, vertu náðarskjól. Frá himni þínum sendu ástaranda, og inn í myrkrið ljós frá þinni sól. Þ. Þ. Þ.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.