Lögberg - 10.12.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.12.1925, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 10. DE9EMBER, 1925 BIs. 11 Sérstök deild í bíaðinu SOLSKIN Jóiin, Jólin eru um fram alt hátíð ibarnanna, því í eðli * sínu er boðskapur þeirra svo, að enginn nýtur hans til fulls, nema sá, sem tekur á móti honum með hreinni og viðkvæmri toarnslund. Hin sanna jólagleði er fólgin í sælu þeirri, er barnssálin nýtur í samfélagi við guðstoarnið Jesú. í sannleika getur enginn verið glaður, nema að hann sé sæll. En sæll getur enginn verið, nema að sál hans sé hrein, viðkvæm og fögur, eins og sál barnsins. Jesú kom í heiminn til þess að hreinsa sálir allra manna af óhreinindum þeim, sem á þær voru fallin og gjöra þær aftur hreinar og toarnssálunni líkar. Eitt af skáldunum íslensku segir þegar hann hugsar um hið hreina og saklausa æskulíf, eftir að hann er kominn til fullorðins ára. Gjörðu mig aftur sem áður eg var, alvaldi Guð, meðan æskan mig toar! Gefðu mér aftur hin gullegu tár! Gefðu’ að þau verði’ ekki hagl eða snjár! Þessi gáfaði og fjölhæfi maður hafði reynt mai’gt í lífinu. Hann hafði numið xfiikið af fræðum þeim, sem mennirnir þektu. Hann hafði ferðast á meðal menningjaþjóða. Hann hafði notið náttúru- fegurðarinnar í landi feðfa sinna og í öðrum lönd- um. Hann hafði elskað og hatað og notið sæmilegs hluta af gæðum þeim, er efnaleg velmegun veitir. Alt þetta leggur hann á metaskálar huga síns og hann kýs hið hreina, viðkvæma og tállausa barns- hjarta umfram það alt: Hin gullegu tár toarnsins eru í augum hans perlurnar dýrustu, gimsteinarnir, sem verðmestir eru. Jólalboðskápúrinn er sá eini tooðskapur, sem mönnum hefir verið boðaður er í sér felur það lífs- afl að geta geíið þreyttum og ferðlúnum vegfaranda aftur hin gullegu tár æskunnar. Jólagesturinn kemur til þess, að tooða og tojóða mönnum nýja æsku — til þess að láta unga og gamla vita að æskan þarf aldrei að taka énda — og sakleysi æskunnar aldrei að fölna, æskuvonirn- ar aldrei að dvína, né heldur æsku-viðkvæmnin að deyja og Hann kemur að þerra tregans tár er titra, þér maður, á kinn, hann kemur að lækna lífs þíns sár, sem læst eru í hjartað inn. H'ann kemur afj leiða hvert lítið toarn, í lífinu, er þráir skjól. hann kemur að verma hugans hjarn, við himneska náðar sól. Hann kemur að færa þér, föllnum frið, og frelsandi réttir þér hönd; hann kemur að tojóða í toöndum grið, þinni torotlegu, særðu önd. Santa Claus. Það eru víst fáir í enskumælandi löndum, sem ekki hafa heyrt talað um Santa Claus, toarnavininn mikla, sem á hverjum vqjtri er látinn koma frá töfra landi norðurljósanna akandi á hreinum sínum með gjafir til þess að gleðja toörnin á jólunum. En það eru ekki allir og síst öll toörn, sem hafa heyrt sögu Santa Claus. |Santa Claus var ekki hið upprunalega nafn hans og hann var heldur ekki neinn draumalanda maður, heldur var hann til — lifði, elskaði, hjálp- aði og dó. 1 Myra í Litlu-Asíu, sem nú heitir Dembre átti biskup einn heima á fjórðu öld, sem Nikulás hét. Hann var lærður maður eftir því sem þá gerðist og gegndi emtoætti sínu með kærleiksríkri skyldrækni, umburðarlyndi og óeigingirni. Hann náði brátt vin- sældum miklum hjá alþýðu og leituðu menn til hans með vandamál sín, sem hann leysti úr eftir bestu föngum. Engan mannamun gjörði hann sér, því það er sagt, að jafnvel ótoótamenn hafi átt sama kær- leiksríka viðmótinu að mæta hjá honum og aðrir. Fyrir þessa mannkosti sína, var hann þegar í lifanda lífi kallaður hinn helgi Nikulás. 'MMnnmælasaga er til um það hve innilegan þátt hinn helgi Nikulás tók í kjörum manna og að ýmsar stéttir í mannfélaginu hafa litið á hann sem > sinn sérstaka verndara, þar á meðal ungar meyjar. Munnmælasagan hljóðar svo: “í Pa/tara tojó aðalsmaður, er átti þrjár dætur er allar voru gjafvaxta, en hann var svo fátækur, að hann gat ekki greitt þeim heimanmund og vildi því enginn líta við þeim. Aðalsmaðurinn. sá engin ráð til þess að toæta úi: þessum vandræðum og var í þann veginn að- sleppa hendinni af dætrum sínum er hin heilagi Nikulás frétti um hvernig ástatt var. Hann torá við undir eins og tók sjóð með gulli og kastaði inn um gluggan á svefnherbergi ^tðals- mannsins að næturlagi. Aðalsmaðurinn var ekki genginn til hvílu og féll sjóðurinn við fætur honum. Tók hann féð og galt með því heimamund elstu dóttur sinnar. Hið sama gjörði Nikulás aðra og þriðju nóttina, en þriðju nóttina náði aðalsmaður- inn í klæði hans og hélt honum föstum. En Nikulás bað hann að hafa ekki orð á þessu við nokkurn mann.” Út af þessu atviki varð það siður ihjá eldra fólki um þær slóðir, að láta gjafir til ættmenna sinna í skó eða sokka þeirra. Ennfremur hugsaðist mönnum út af þessu ör- læti hins heilaga Niikulásar, að gjöra líkingar af honum þar sem hann hélt á teini, er þrjú gull- hnoðu, eða gullkúluý voru festar á, og hafa pen- ingamangarar á meðal enskumælandi þjóða nú slegið eign sinni á það merki til þess að tákna iðn sína. Upp á minningu Nikulásar var haldið að hon- um látnum ogf er gert enn í dag hjá ýmsum þjóðum svo sem Rússum og ítölum og er 6. des. haldinn há- tíðlegur enn í dag í minningu um hann, og hans minst þá sem sérstaks mannvinar, en einkum þá toarnavinar. / Það er víst enginn efi, að Santa Claus hug- myndin, sem gagntekið hefir hugi hins enskumæl- ‘ andi heims í síðastliðin tvö hundruð ár, er komin til þeirra frá Nikulási hinum helga, barna- og mann- vinarinsf Hvaðan að Bretar hafa fengið nafnið Santa Claus er oss ekki fyllilega ljóst, en þó er ekki ólíklegt, að það sé til þeirra komið úr Hollensku “iSan Nicolaas” enda gjörir það minst til', þeir hafa rétt til þess að draga úr forðatoúri liðins tíma eins og aðrir og enginn efi er á því, að alt hið besta hefir þeim gengið til með það að færa þessa nug- mynd inn í þjóðlíf sitt þó nú sé toúið að gjöra hana að féþúfu, eins og flest annað, sem menn geta fest hönd á og haft einhern tímanlegan hagnað af. Jólatré drottins og fátœki drengurinn. Eftir Teodor M. Dostoievsky. Eg er skáldsagnarithöfundur, og mér finst, að mér hafi dottið í hug saga. Hví segji eg ag mér “finst”, þegar eg veit með vissu að eg hefi toúið söguna, til? Eg get einhvrenveginn ekki losað mig við þá shugsun, að það sem sagt er frá í sögunni hafi virkilega átt sér stað og að það hafi einmitt komið fyrir á jóladagskveldið. Mér finst að eg sjái drenginn — svolítinn dreng -hér um toil sex ára gamlan, eða jafnvel yngri. Dreng- urinn þessi vaknaði morgun einn í saggafullum og köldum kjallara. Hann var vafinn innan í yfir- höfn, sem honum var alt of gtór, og skalf af kulda. Svo var kalt í þessum kjallara að andi drengs- ins var eins og heit gufa, sem spýtist út úr gufuvél- um í köldu vetrarveðri og þar sem drengurinn sat, í horninu á fleti, ^em frekar líktist kistu en rúmi, virtist hann hafa skemtun af að sjá heitan anda sinn, sem hann andaði frá sér, mynda þvítteita gufu — leysast í sundur og hverfa eða samlagast loftinu í kjallaranum. En hann var mjðg svangur. Nokkrum sinnum hafði hann farið ofan úr þessu rúmi sínu um morg- uninn og yfir að fletinu þar sem hún móðir hans lá veik á dýnu, sem lítið var þykkri en pönnukaka með einhverjar tuskur vafðár saman undir höfð- inu í kodda stað. Hvernig hafði hún komist þangað? Hún hefir máské komið ásamt drengnum frá.einhverjum smá- sveitabæ og orðið skyndilega veik. Lögreglumenn höfðu komið og tekið konuna, sem var húsráðandi í húsi þessu og dróg fram lífið fa því, að leigja gestum lítið “horn” í húsi sínu og haldið henni á lögrelustöðvunum í tvo daga. Gestirnir voru farnir, sá eini, sem eftir var í húsinu var dauða drukkinn og toúinn að vera það í tuttugu og fjóra klukkutíma — var með því að toúa sig undir hátíðina. í öðru horni á húsinu lá átta- tíu ára gömul kona, sem verið hafði barna-hjúkr- unarkona,. en var nú yfirkomin af gigt og aðfran^ komin daða —- ein og yfirgefin og hljóðaði svo hátt að drengurinif var hræddur við hana. Drengurinn hafði verið að leita sér eftir ein- hverju að borða og fundið dálítinn vatnssopa sem hann drakk, en ekki eina einustu matarskorpu gat hann fundið, svo hann reyn^di í tíunda sinnið að torölta yfir að rúmi móður sinnar til að vekja hana, en gat það ekki. \ Honum fór að líða illa í dimmunni, því það var komið kveld fyrir löngu og enginn. kveikti Ijós. Hann strauk litlu hendinni um andlt móður sinnar og skildi ekkert í, að hún skyldi ekki hreyfa sig og hann fann að andlitið var kalt eins og ís. En svo var nú svo ósköp kalt í herberginu hugsaði hann. Hann stóð dálitla stund við rúmið og hélt hendinni á kaldri öxl móður sinnar, sem var dáin. Svo dróg hann hendina að sér og reyndi að verma fingurnar sem voru orðnir kaldir, með anda sínum, fálmaði svo af vana í rúmfleti sínu eftir húfu sinni, fann hana, setti han á höfuð sér og fór hljóðlega út á götuna. Hann hefði verið farinn fyr, ef það hefði ekki verið fyrir stóran hund, sem var uppi á loftinu og hann var hræddur við og var að gelta þar við dyrnar á einu herberginu. En nú var hann farinn svo ekkert var að óttast og hann komst klakklaust út á götuna. ó hvílík toæjardýrð! Aldrei á æfi sinni hafði hann séð neitt þvílíkt. í bænum, sem hann hafði komið úr grúfði myrkrið biksvart___ að- eins einn olíulampi, sem settur var upp'á viðarstaur átti að lýsa alla götuna. Það voru hlerar fyrir gluggunum á litlu, strjálu timlburhúsunum. Gðturnar voru mannlausar undir eins og fór að skyggja. Fólkið lokaði sig inni f húsunum, en aðeins hópar a.f hundum — hundruð þúsund af þeim góluðu og geltu alla nóttina. En þar hafði honum þó verið hlýtt og þar hafði hann haft nóg að toorða, þar sem nú — ó, Guð minn! ef aðeins að hann gæti fengið eitthvað að borða! En hvílkur hávaði og þrumur! Hvilíkt ljósahaf! Hvaða aragrúi af fólki! . . . hestar, vagnar . . . . ög kuldinn það var svo lifandis ósköp kalt. Hvíta mekki lagði upp af móðum hestunum og út úr nösum þeirra, þar sem þeir hlupu fram og aftur. í gegnum logn-mjöllina heyrast hófaskellirnir í steinlögðum strætunum og það var svoddan troðn- ingur og stympingar .... En guð minn, hann langar svo mikið I að toorða — aðeins munnbita af ein- hverju. Og fingurnir hans litlu eru nú alt í einu orðnir sárir svo honum svíður í þá. Lögregluþjónn fór fram hjá drengnum og fer út úr vegi til þess að þurfa ekki að skifta sér af honum. Nú er hann kominn inn í aðra götu, svo ósköp breiða. Hpr verður hann sjálfsagt troðinn undir Hernig að alt fólkið hleypur, ekur og hrópar. Og Ijósin — þvílík toirta! Hvað er nú þetta ______ ííluggi, en sú rúða og á toak við rúðuna herbergi og í herberginu tré svo stórt að það nær upp undir loft. Það er jólatré og á því logar fjöldi litilla Ijósa, þar eru líka gyltir pappírstoögglar, epli og alt i kringum það eru litlar torúður, litlir hestar og herbergið nærri fult af börnum, sem eru að hlaupa fram qg til baka — hreinum velbúnum toörnum, þau hoppa af kæti, eru að toorða og drekka. Þaran fer stúlka að dansa við einn af drengjunum og þar er músík, sem heyrist í gegnum gluggann. Og litli drengurinn fyrir utan gluggann fer líka að hlæja, en nú er honum líka farið að svíða í tærn- ar, og fingurnir á honum eru orðnir rauðir af kulda og hann getur ekki beygt þá — hann getur ekki einu sinni hreyft þá fyrir sársauka, þegar að hann verð- ur þess var fer hann að gráta og hleypur áfram. Hann stansar aftur við annan glug!ga og fyrir innan hann er herbergi og í því eru tré, og toorð og á borðunum allar tekundir af sætabrauði, rauðu, gulu og þar voru líka möndlur. Fjórar konur prúðbúnar sátu þar inni og gáfu brauðið^til þeirra sem inn kómu og fólkið var að fara út og inn svo að segja á hverri mínútu. Drengurinn litli læddist upp að dyrunum, opn- aði þær fljótt og fór inn. Þeir sem inni voru hróp- uðu á hann og toentu á hann. Ein af konunum fjórum kom til Iþans lagði eirpening í lófa honum opnaði dyrnar, sem var sama og að vísa honum út. Hann varð hræddur misti peninginn úr lófa sínum af því figurnir voru svo stirðir að þeir gátu ekki haldið' honum og hann valt ofan tröppurnar. Dreng- urinn hljóp eíns hart og hann gat, þegar að hann kom út og vissi ekkert hvert að hann fór. Hann langaði til að gráta en til þess var hann of hrædd- ur, hann gat ekki heldur vel hlaupið, en var þó að toera sig að því, honum var svo kalt og hann varð að blása í hendur sér til þess að reyna að verma þær, og svo fann hann til einkennilegrar kendar.— hann var svo einmana og yfirgefinn. En alt í einu . . . . Ó, herra minn, hvað er nú þetta? Hópur manna stóð við glugga og var að horfa á þrjár torúður, sem voru fyrir innan glerið. Þær voru fag- urlega toúnar í græna kjóla og litu út eins og þær væru lifandi verur. Þar inni sat líka gamall mað- ur og lék á eitthvert stórt hljóðfæri, sem líktist fiðlu og tveir aðrir stóðu Kjá honum og léku á litlar fiðlur. Þeir líta hver til annars og varirnar á þeim hreyfast, þeir eru að tala saman, en ekki er hægt að heyra hvað þeir segja því glerið er á milli. Drengurinn hélt fyrst að þetta væru alt lifandi verur, en þegar að hann var orðinn sannfærður um að þetta voru alt leikföng, hló hann hátt. Aldrei á æfi sinni' hafði ann séð slík leikföng áður og hon- um hafði ekki komið til hugar að þau væru til. Hann langaði til að gráta, en varð að hlæja. — Brúðurnar voru svo feykilega skrítnar, — alt í einu fann toann að einhver greip til hans, sem á toak við hann stóð. Það var óþokka strákur miklu stærri en hann. Hann 'toarði hann í höfuðið og sparkaði í fæturnar á hon- um. Drengurinn litli datt ofan í snjoinn, fólkið hrópaði og ávítaði. Hauðhræddur torölti hann á fætur og* hljáþ og hljóp áfram unz að hann hálf meðvitundarlaus, kom að skíðgarðshliði. Þar inni var stór garður og í garðinum var viðarhlaði og á bak við hann lagðist hann niður, þar fanst honum að honum mundi vera óhætt, þar var myrkur, og að þar myndu þeir aldrei finna hann. Hann lá kyr og lét eins lítið á sér bera og hann gat, en náði varla andanum fyrir hræðslu. Skyndi- lega — svo skyndilega, fanst honpiri sér líða vel. Verkijmir i höndunum og fótunum voru horfnir, og honum fanst sér vera eins hlýtt og að \iann sæti við þægilegan ofnhita. Hann rétti úr sér og hrökk við, því hánn hélt að hann hefði verið að því kominn að sofna. Hve ánægjulegt var það ekki að sofna- þarna ofurlitla stund. “Eg skal hvíla mig hérna stundarkorn og fara svo aftur og horfa á torúðurn- ar” hugsaði drerigurinn og brosti og bætti svo við: “Það er rétt eins og þær séu lifandi,” ^vo fanst honum að móðir sín vera að syngja við sig eins og hún var vön að gjöra. “Mamma, eg er að sofna; það er svo gotti að sofna hérna.” Komdu til mín; komdu á jólatréssamkomuna mína drengur!” heyrðist honum hvíslað í þlíðum róm rétt við eyra sér. , Fyrst hugsað hann að þetta væri móðir sín, en það var ekki hún. Hver var það þá, sem kallaði á hann? Hann sá engan, en fann að einhver beygði sig ofan að sér og tók hann í faðm sér í myrkrinu. Hann rétti út höndina . . . Hvílík birta! hvílík Ijósa- dýrð . . . og hvílkt tré nei það var ekki tré; að minsta kosti hafði hann aldrei séð slíkt tré. Hvar var hann annars? Birta og fegurð al- staðar og svo margar torúður alt í kringum hann. Nei, það eru ekki torúður, það er alt litlir drengir og stúlkur, glaðleg og falleg börn. Sum eru að dansa, sum fljúga í loftinu og hópa sig í kringum hann faðma hann að sér og kyssa hann og þegar hann lítur betur í kringum sig þá sér hann móður sína, hún er þar líka og horfir glaðleg og torosandi á hann. “Mamma, mamma! Ó, hvað hér er yndislegt,” hugsaði hann og kysti toörnin, sem voru í kringum hann aftur og hann langaði til þess að segja þeim alt um brúðurnar, sem voru á bak við rúðuna. En í staðinn fyrir að gjöra það spyr hann þau að; Hver eruð þið iltlu drengir og litlu stúlkur og svo hló hann og þótti undur vænt um þau öll saman. “Þetta er jólatré drottins,” svöruðu þau, á þess- um degi þá hefir herran jólátréssamkomu fyrir ðll toörn, sem ekki eiga kost á að hafa jólatréssmkomu sjálf þarna niðri . . . .” Og hann fékk að vita að þessar stúlkur og piltar voru alt itíörn eins og hann sjálfur. Sum þeirra höfðu frosið til dauðs, þegar mæður þeirra skildu þáu eftir í körfum í/vetrarkuldum við bak- dyrnar á skrifstofum stjórnarembættismannanna. önnur hðfðu dáið á volæðis heimiluHÍ, þangað sem þau höfðu verið send frá toarnaheimilunum og enn önnur dáið úr hungri upp við visin og þur brjóst mæðra sinna, eða þá kafnað í reykjarsvælu í þriðja pláss farþegjaklefum í járnbrautarvögnum. Og þarna voru þau öll orðin að englum — gestir hjá Kristi og hann sjálfur var mitt á meðal þeirra, réttandi út hönd sína til þeirrA og tolessaði þau á- samt hinum fátæku syndföllnu mæðrum þeirra. Og mæður þessara litlu toarna stóðu þar líka skamt frá og grétu. Hver þeirra þekti litlu stúlk- una eða litla drenginn sinn og börnin hlupu til mæðra sinna og kystu þær og jperruðu tárin af aug- um þeirra með litlu höndunum sínum og ibáðu þær að gráta ekki því að þeim liði svo vél. En niðri á jörðinni fanst lík, lítils drengs undir viðarhlaða á jóladagsmorguninn. Hann hafði flúið þangað af gðtunni og hafði frosið í hel. Móðír hans fanst líka og hafði bún dáið á undan honum, og þau höfðu aftur fundist hjá Guði á himnum. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Mcdical Arts Bldg. Cor. Graham. og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu á. aC selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. Pegar þér kómið með forskriftina til vor, megið þér vera viss um, að fá rétt það sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO, Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-766S—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Árts Bidg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmáV: 2—3. Heimiii: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Oífice Hours: 3—5 Heimtli: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 MeAieal Arts Bidg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 806 Victor St. Slmi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724j4 Sargent Ave. Viðtalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Heimili: 1338 Wolsley Ave. Slmi: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: A-8889 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office ptoone A-1091. Res. — N-8538 Hours — 10—1 and 3—6. Munið símanúmerið A 6483 og pantið meðöl yóar hjá oss.— Sendlð pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- vizkuseml og vörugæði eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrlka reynslu að baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og JarSarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S, BARDAL 848 Sherhrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Enn frennur seiur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Helmilis Talsími: J-8302 JOSEPH TAYLOR Lögtaksmaður Heimatalslmi: St. John 1844 Skrifetoíu-Tals.: A-6657 Tekur lögtaki bæði húsaleiguskuld- », veðskuldir og vlxlaskuldir. — Af- /feiðir alt, sem að lögum lýtur. Skrifstofa 255 Main St. THOMAS H. JOHNSON H. A. BEÍtGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: A-68T9 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fsienzkir lögfræðingar. 708-709 Great-West, Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 j>eir hafa einnig skrifstofur að Eundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miðvikudag Rlverton: Fyrsta flmtudag. Gimli: Fyrsta miðvikudag. Piney: priðja föstudag 1 hverjum mánuði. A. G. EGGERTSSON (sl. Iögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæðl I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uðl Btaddur I Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verzla með fastelgnir. Sjá um leigu á húsum. Annast. lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON teacher of PIANO Ste. 17 Emilv Apts. Emily St. Emil Johnson SERVIOE EEEOTRIC Rafmagrvs Contracting — AXls- kyns rafmagsnáhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þœr til sýnis d verkstœði minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin við Young Street, Winnipeg) Verskst. Bl-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: Hehna Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLðMBBR Allskonar rafmagnsáliöld, svo sem straujóni, víra, allar tegundtr af glösimi og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Sími: A-4153. ísl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjamason, elgandi. 290 PORTAGE Ave., Wtnnlpeg. Næst bið Lyceum lelkhúsið. lslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanir afgrcdddar bæði fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. llrein og lipur viðskifti. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wimdpeg. Pholie: B-4298 MRS. SWAINSON ! að 627 SARGENT Ave., Winnipeg. hefir ávalt fyrirligjgjandi úrvals- birgðir af nýtázku kvenhöttmn. Hún er eina ísl. konan. sem slíka verzlun rekur í Wlnnipeg. fslend- lngor, látlð Mrs. Swalnson njóta vlðsklfta yðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.