Lögberg - 10.12.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.12.1925, Blaðsíða 6
Bls. 14 LttGRFTRG FIMTUDAGINN, 10. DESBMBER, 1925 PEG. Eftir J. Hartley Manners. Hún fann hann í morgunverðarherberginu, liggandi endilangan á legubekknum, lesandi í "Morgunhlaðinu.” Hann þaut á fætur undir eins og hann sá hana, kysti hana, fékk hana til að setjast við hlið sína og spurði alúðlega hvernig henni liði. “Eg hefi ekki getað sofnað í alla nótt,” svaraði hún örvilnuð. “Hefir þú heyrt nokkuð jafn skammarlegt?” sagði hann meðaumkandi. “Eg átti líka bágt með að sofna aftur, varð að velta mér fram og aftur í rúminu áður en eg gat sofnað. Viðbjóðslegt að vera truflaður að nóttu til,” sagði hann og geisp- aði. “Hvað eigum við að gera?” spurði frúin utan við sig. “Við verðum að reyna að sofna ofurlítið seinna í dag,” sagði hann hughreystandi. “Nei, nei, Alaric, —• eg meina með Margaret!” “Með'þenna litla villikött? Ekkert, að svo miklu Ieyti sem mig snertir. Hún hefir nú áform- að, að vilja ekki vera hér lengur, og svo er úti um það.” “Og um leið er úti um peninga okkar,” sagði frúin og stundi. “Þú varst nú fremur slæm við hana, mamma. Við höfum nú í rauninn öll verið slæm við hana — að mér undanskildum. Eg hefi að minsta kosti kom- ið henni til að hlæja einstöku sinnum. Hamingjan góða, hana langaði til að dansa, það tjáir ekki að banna það, hún verður að því leyti að fá vilja sínum framgengt, það er betra að táta hana dansa, heldur en að víð deyjum úr hungri, af því að hún fer héð- an.” “Eg gerði að eins skyldu mína. Eg gat ó- mögulega Ieyft henni að fara til danssamkomunn- ar — ungri stúlku á hennar aldri'—” “Ungri stúlku! Góða mamma, í Ameríku eru þær giftar og eiga barn á hennar aldri.” “En, guði sé lof, ekki héi* í Englandi.” “Það verður bráðum eins hérna hjá okkur, mamma. Þær eru farnar að yfirgefa vanann, sýn- ist mér. Áður fyrri var kvenfólkið kyrt á gang- stígunum. Nú eru þær oft úti á miðjum strætun- um, fjöldi af þeim.” “Það er ekki kvenfólk,” sagði frúin. “Jú, jú, og mjög myndarlegar stúlkur líka, margar af þeim. Eg var sannarlega farinn að elska eina þeirra.” “Einmitt þegar vonin lifnaði hjá mér —” “Þekkir þú Mary Fairbanks, mamma?” “Nei,” svaraði móðir hans hörkulega, “eg átti við Margarte með minni von.” “Ó, vlliköttinn! Gerðir þú það? En eg ekki. Að því er hana snertir, er engin von, því máttu trúa.” “Eg ímyndaði mér að áhsif okkar með tím- anum —” “Nei, nei — nei, nei — hún verður aldrei full- orðin — heldur áfram að gáskast, þó hún fylli stof- una af bðrnum.” En ef hún lenti undir stjórn góðs manns —” “Góðs manns, sem vildi eiga stúlku af hennar tægi ? Slíkir menn vaxa ekki á trjám, mamma. Nei, nei, hún verður að fara aftur til Ameríku, og eg verð að ibyrja að vinna, svo við getum ljfað eins og áður. Eg hefi hætt við læknisfræðiiial það tekur °f lanf?'an tíma til þess, að maður hafi nokkuð upp úr henni. Og það er heldur ekki viðfeldið starf. Eg held eg vilji heldur fara til Canada.” Frú Ghichester þaut á fætur óttaslegin. “Til Canada? Þú að fara til Canada? En góði drengurínn minn —” “Ágætt land, mamma, og nóg að gera líka; hér heima er alt of þröngt, öll pláss upptekin. England er of Htið og of gamalt. Maður með mínum skaps- munum, getur tæpast dregið andann hér, á þessari litlu eyju. Þar yfir frá eru afarstór landflæmi til að velja um, svo byrja eg á því að ala upp gripi eða eitthvað því um líkt, og eftir fáein ár erð eg orðinn ríkur og þá kem eg heim aftur.” “Þú mátt ekki yfirgefa mig, Alaric; eg þoli ekki að missa þig!” “Nei, þá hætti eg við það, mamma. Mér finst aðeins að það sé synd, að láta alt hið ágæta land þar yfir frá ónotað, þegar menn geta fengið það fyrir ekkert. Nú fer eg út og viðra mig dálítið og hugsa um þetta, og þá skal eg finna ein- hver ráð, skal eg segja þér.” Hann klappaði á herðarnar á mömmu sinni og for raulandi út. Hann var aðeins kominn fáein skref eftir garðstígnum, þegar frúin kallaði á hann. Hann stóð kyr og hún gekk hröðum skrefum til hans. “ó,* Alaric það er eitt, sem getur frelsað okkur.” “Hvað er það, mamma?” “Það er undir þéF komið.” “Undir mér komið? Jæja — þá vil eg heyra það.” .w “Ætlar þú að gera það þá?” “Auðvitað, þegar það er til þess að frelsa þig og Ethel og gamla heimilið okkar.” Hún leiddi hann inn í lítið lystihús, lagði hend- ur sínar á herðar honum og spurði hátíðlega: “Alaric! Líst þér vel á hana?” “Hverja?" “Margaret.” * ‘“Stundum er hún skemtileg. Ekki alls fyrir löngu dró hún upp landabréf af Norðurálfunni fyrir mig, sem var eitt af því markverðasta, sem eg hefi séð. Hún sagði, að það væri þannig, sem faðir hennar vildi að Norðurálfan liti út. Hún hafði inn- limað England, Skotland, og Wales í Þýskaland, og það sem eftir var af landabréfinu, var írland. Þetta var til þess að hlæja sig dauðan yfir__” “Ó, Alaric! Góði drengurinn minn!” greip hún fram í fyrir honum. Hún lagði báðar hendur sínar á axlir hans aft- ur, og fór að gráta. “Hvað er að, mamma, hví grætur þú?” “Ó, ef þú gætir, ef þú gætir,” sagði hún snðkt- andi. “Gæti hvað?” “Tekið þetta óstjórnlega barn og lagað hana.” “Átt þú við að eg skuli siða Margaret, mamma?” “Já, drengurinn minn.” , 'fHann (ihló hálf vandræðalegur. Svo sagði hann ákveðinn: “Nei, mamma. Eg get gert margt, en að vera siðameistari — nei. Lát þú Ethel gera það þa-5 er að segja, ef Margaret vill vera hér.” “Það vill hún áreiðanlega, ef að þú vildir trú- lofast henni,” sagði frú Chichester hátíðlega. Alaric fölnaði af eintómri hræðslu, honum fanst lystihúsið hringsnúast. Að hugsa sér mann með jafn glæsilega framtíð og hans beið, fjötra fób sinn þannig. , “Heitibinda sig henni? Það getur ekki verið alvara þín mamma. Hamingjan góða. Slíkri gáska- skepnu.” “Hún hefir þó blóð Kingsworthanna í æðum sínum,” sagði frúin. “Það er alt horfið. Þar er ekkert eftir nema írska blóðið — blóð hans O’Connell’s,” svaraði Alaric ibeiskjulega. “Gerðu svo vel að minnast ekki á þetta efni aftur, mamma. Þú hefir svift mig jafnvægi mínu með þessu.” En móðir hans var nú á annari skoðun. “Þú verður að muna, að hún er dóttir Angelu systur minnar.” “Maður á bágt með að trúa því, þegar maður heyrir hana tala.” # Hann ætlaði a ðganga í burt frá móður sinni og út í garðinn, en hún hélt honum föstum. “Hún fær fimm þúsund pund árlega, þegar hún verður tuttugu og eins árs að aldri.” Frú Chichester barðist af öllu afli fyrir heim- ili sínu, þar sem hún hafði lifað svo gæfurík með manni sínum og þar sem hún hafði alið tvö börn. Það hlaut að vera mögulegt að gera Peg skikkan- lega, þegar búið væri að binda hana við fjölskyld- una, hugsað hún. Augnatillitið, sem fylgdi orðum þessum, kom Alaric loksins til að skilja kringumstæðurnar. Hann reyndi að folístra en gat ekki, hætti við það og taut- að, eins og hann væri að sleppa allri lífsins gæfu. “Fimm þúsund pund um árdð. Fimm þúsund pund!” Frú Chichester skildi þessi orð eins og játandi svar. iHann ætlaði að gera þetta, hann, sem var hennar uppáhald, alt af reiðufoúinn að gera vilja hennar, þó hætta væri á ferðum — hann var sann- arlega hennar sonur. Hún faðmaði hann að sér. “Minn góði, góði drengur,” sagðrhún glöð. Alaric losaði sig. “Gefðu mér tíma, mamma. Gefðu mér tíma til umhugsunar. Menn geta ekki eyðilagt alla framtíð sína, án augnafoliks umhugsunar.” “Þú mundir frelsa alla fjölskylduna, Alaric.” “Það getur nú verið gott, mamma, en sjálfan mig þá?” “Okkar blóð rennur líka um æðar hennar, Alaric.” “Eg gef ekkert fyrir okkar folóð — afsakaðu mamma >— en eg get ekki metið það meira en alt annað.” “Famtíð þífC yrði óhult. Hugsaðu um hvað það þýðir, Alaric.” “Eg hugsa, eg hugsa, mamma. Eg sé hver hjálp þetta gæti ofðið fyrir okkur, og þú sérð hvað þetta gildir fyrir mig?” “Já, Alaric. Ef eg héldi að þetta gerði þig ekki ánægðan^skyldi eg ekki hvetja þig til þess, því máttu trúa.” Alaric stóð hugsandi. “Hún er nú í rauninni lagleg, þegar hún er fallega klædd,” sagði hann. “Hún getur folátt áfram verið fögur,” sagði frúin. “En hún er svo geðrík,” sagði Alaric. “Það hverfur, þegar ást hennar vaknar.” “Hún yrði að greiða hár sitt vel, og hætta að dekra við hunda. Mér geðjast að snotrum hefðar- meyjum, en hata hunda. Hún yrði að hlýða mér í þessu.” “Kvenmaður, sem elskar, hlýðir alt af,” sagði frúin. “Já, það er nú spursmálið,” sagði Alaric. “Elskah hún mig?” Frúin leit viðkvæm á son sinn og sagði: “Hvernig gæti hún lifað í nálægð við þig heil- an mánuð, án þess að elska þig?” Alaric kinkaði kolli. “Nei, aðvitað. Nú, jæja, ef hún elskar mig, þá vil eg þínvog Ethels vegna, og mín vegna — það er að segja —” t Harin greip hendi móður sinnar, þrýsti hana og sagði: “Jæja, mamma. Eg skal gera það. Það verð- ur erfitt — en, eg skal gera það.” “Guð folessj þig drengrinn minn! Guð foless’i þig!” sagði frnpn ánægð. 14. KAPÍTULI. Alaric fórnar sér. Litlu síðar gekk frá Chichester upp til Peg, sem stóð við gluggann og horfði úti í þungbúnum hugs- unum. “Góðan morgun, Márgaret,” sagði hún. Hún talaði næstum vingjarnlega. “Góðan morgun,” svaraði Peg lágt. ^ “Eg er hrædd um að eg hafi verið of hörð við þig í gærkveldi,” sagði frúin. Þetta var nú stærsta viðurkenning, sem hún hafði gert á æfinni. “Það verður í síðasta skifti,” sagði Peg, viðbú- in ófriði. “Já, það er einmitt það, sem eg sagði Alaric. Eg skal aldrei oftar vera hörð við þig.” Hafi frú Chichester ímyndað sér að þessi sátt- gjörnu orð hefðu nokkur áhrif á Peg, þá skjátlaðist henni. Peg var óviðráðanleg. “Þú yrðir að minsta kosti að fara til New York í næsta skifti,” svaraði Peg. “Það er þó ekki alvara þín að yfirgefa okkur, þó að eg sneypi þig dálítið,” sagði frú Chichester. ‘“Jú, það geri eg. Þetta er í síðasta skift, sem þú færð tækifæri til að skamma mig. Og nú vil eg helst vera ein og í næði, eg hefi mikið að hugsft um, mikið og ógeðfelt, svo eg vil biðja þig að lofa mér að vera næði.” Nú var breyting orðin á kringumstæðtínum. f gær var það frúin, sem skipaði og Peg sem hlýddi t—1 af og tfl. í dag var frúnni skipað út úr herbergi í sínu eigin húsi — af þessari fyrirlitnu ungu frænku. Hjún fór, huggandi sig mteð því, að sugurinn væri í hendi Alarics. Margaret litlu grunaði lítið hvílíkur heiður stóð henni til fooða með biðlun Alarics. Margaret fór nú á meðan að finna svörtu ferða- fötin sín og hattinn með rauðu blómunum; hún ætlaði ekki að fara með neitt af því, sem frænka hennar hafði gefið henni. Áður en hún foyrjaði að hafa fataskifti, mundi hún eftir því, að hin dýrmæta gjöf Jerrys, bókin með ástasögunum, lá niðri í stof- unni á sínum vanalega stað, undir gólfdúknum. Hún flýtti sér ofan til að sækja hana, en um leið og hún tók hana upp, fann hún til sárrar kvalar í huga sínum yfir því, að hún fengi aldrei oftar tækifæri að tala um innihaldið við gefandann — b'ekkinga- manninn með nafnbótinni, sem hafði látist vera Ibóndi, og komið henni til að afhenda sjálfa sig, föður sinn og land sitt. — Hún blóðroðnaði yfir því að hugsa um það, hve mikið hann mætti hlæja að sér eftr á þó hefði hann alt af verð svo viðfeld- inn, athugull, og skemtilegur, þegar þau voru saman. Um leið og hún ætlaði að ganga upp stigann, kom Alaric inn í stofuna. “Halló, Magaret,” kallaði hann. Hann fann sig vera fram úr hófi viðkvæman og var fölur í andlti og hendurnar rakar. Peg snéri sér við og faldi foókina fyrir aftan bakið. ■ “‘Á hverju heldur þú á foak við þig1?” “Eini hluturinn, sem eg ætla að taka með mér og hafði ekki þegar eg kom.” Svo hélt hún bókinni á lofti fyrir augum hans. “Þú ætlar þó ekki að gera alvöru úr því að fara?” “Jú, það ætla eg.” “Vertu ekkj svo grimm,” stamaðr Alaric. “Grimm, segir þú?” endurtók Peg undrandi. “eg get ekki séð að það sé grimdarlegt.” ií þetta skifti misti Alaric sjálfsálit sitt. f stað þess að það var hann, sem veitti hinni fyrirlitnu frænku sinni heiður, fanst honum að hann yrði nú að foiðja hana um greiða. Hann reyndi að vera eins blíður og hann gat, og sagði ísmeygilega: “Eg hélt að við tvö yrðum reglulega góðir vin- ir.” “Hélstu það? sagði Peg með gletnislegu augna- forosi. “Það er meira en eg gerði.” “Þú mátt ekki skeyta neitt um það, sem mamma sagði í gærkvöldi. Lofaðu því.” Hann sté: upp á sömu stigarimina og hún stóð á. 1 * “Má eg það ekki? Eg hefi nú samt gefið því gaum, og geri það enn, og eg held áfram að gera það þangað til eg sit í vagnínum, sem flytur mig héðan.” “Vertu nú dálítið sanngjörn. Þú skilur að mamma var ofurlítið reið,-en nú er hún það ekki lengur.” “Eg var líka mjög gröm, en eg er það nú held- ur ekki lengur,” sagði Peg. Hún ætlaði að halda áfram, en hann stöðvaði hana. Farðu ekki frá mér. Gleymdu þessu og vertu vina mín.” Honum/ gramdist mótstaða hennar, og fór að verða ákafur. “Gleyma, segir þú? Nei — eg get ekki gleymt því, og eg skal ekki verða ykkur til skammar hér eftir.” “Veistu, að mér er ijarið að þykja mjög vænt um þig?” sagði hann. HJann reyndi að vera eins og hann væri ást- fanginn. Peg leit á hann og hló. “Nei, það veit eg ekki. Nær varst þú var við þetta?” “Einmitt núna, þegar eg hélt að þú mundir ætla að fara. Eg segi það satt, að méi^ sárnaði að hugsa um það.” “Jæja, það gleður mig,” sagði Peg og hló. “Gleður það þig?” “Já, eg hélt að ekkert gæti haft áhrif á þig, sem ekki truflar vellíðan þína, og það er heldur ekki mögulegt.” "Jú, það er einmitt þetta, sem gerir það.” “Hvað segir þú?” Peg fór nú að verða forvitin. Hvað meinti þessi skringilegi piltur? Hann var svo alvarlegur. Alaric þorði ekki að horfa á hana. Hann leit á skóna sína og sagði: “Þú getur skilið að það hlýtur að hafa for- lagaþrungin áhrif á ungan mann, að lifa heilan mánuð undir sama þaki og þú?” “Forlagaþrungin?” hrópaði Peg. “Já, einmitt. Það verða mér vonforigði að sjá þig ekki hlaupa upp stigann, né lesa í foókum þínum hingað og þangað 4 henbergjunum. Peg hló innilega. Nú var hún aftur glöð. “Þú gleymir þessu, Alaric,” sagði hún. “Það er nú það versta. Eg veit að eg gleymi því aldrei.” “Getur það skéð?” spurði Peg hlæjandi. “Já,” sagði Alaric og studdi hendinni á hjart- að. “Þetta er máské af því að eg truflaði nætur- svefn þinn?” “Þú hefir rænt mig allri rósemi minni. Ef þú ferð, fæ eg hana aldrei aftur. Þetta kom yfir mig áðan eins og elding.” Hann trúði næstum sínum eigin orðum, er hann mælti þetta. Peg leit athugandi á hann. “Þetta er sannarlega þér til hróss. Eg hélt að þý hugsaðir aðeins um sjalfan þig, eins og allir Eng- lendingar.” “Nei, nei, þér skjátlast,” sagði Alaric. “Við þráum sumt stundum ákaflega mikið; við tölum ekki um það, því við viljum ekki bera hjartaii utan á jakkanum.” “Það er Jíklega skynsamlegt, því annars yrði það foráðlega útslitið.” “Góða, litla frænka mín,” sagði Alaric, “veistu, að eg ætla að fara að gera nokkuð, sem eg hefi aldrei áður gert?” Peg spurði forvitin: “Hvað þá? Þú hefir þó ekki áformað að gera neitt gagnlegt?” Alaric teygði úr sér og sagði: “Eg ætla að foiðja ungrar hefðarmeyjar. Hvað segir þú um þetta? Og hver heldur þú að hún sé?” Hann þagnaði með þá von að hún mundi geta þessa. “Þó eg reyndi í hundrað ár, gæti eg ekki getið þess, Alaric.” “ Reyndu, reyndu!” sagði hann. ‘Mér er1 ómögulegt að fougsa mér, hver það er, sem vildi giftast þér, er hún folind?” “Getur þú ekki getið þess?” “Nei, hver er það?” ‘Þú.” Forlög hans láu nú í hendi Pegs. Hann beið svarsins áhyggju|ullur. Hún leit á hann eiris og hún skildi ekki. Svo hallað hún sér að stigahandriðinu og hló, hló svo að tárin ultu ofan kinnar hennar. Fyrst varð Alaric ringlaður, en svo áleit hann að hláturinn stafaði af geðshræringu, og hló líka. /Þú tekur þessu myndarlega. Eg hefi ait af heyrt að ungar stúlkur grétu, þegar einhver foeiddi þeirra.” “Eg geri það líka. Eg græt af hlátri,” sagði Peg. Alaric hætti að hlæja. “Eg verð líklega að segja þér, að eg hefi ekk- ert til að bjóða þér, nema trygð mína, gott og gam- alt nafn, og stöðu mína, þegar eg hlýt einhverja. Peg fór nú að skilja hann. Hún leit egnandi augum á hann og sagði: “Haltu að eins áfram. Þú ert alveg ómót- stæðilegur.” / “Það er þá alt eins og vera ber? Ágætt! Það eru aðeins fáein smáatriði, sem við verðum að koma okkur saman um, til dæmis dálitla hlýðni frá þinni hlið, sem er alveg nauðsynleg, og svo um- hyggja fyrir ytra útliti, fatnaður, skrýfun hárs, mál- fa^ri, o. s. frv. — en um fram alt, engan Michael.” “ó!” hrópaði Peg með hryggri rödd, en sí- iðandi gletnisglampa í augunum. “Má eg ekki hafa Michael?” “Nei,” sagði hann ákveðinn. “Það er foezt að afráða það strax. If öllu falli ekki inni.” “En í hesthúsinu?” “Já, við gætum foúið til klefa handa honum ein- hversstaðar, ef þú vilt ekki missa hann.” “Michael er alt, sem eg á í þessum heimi, að föður mínum undanteknum. Hvað viltu gefa mér í staðinn?” Hann forosti, laut niður að Peg og hvíslaði: “Sjálfan mig, góða. Hvað segir þú um það?” Peg leit á hann og svaraði sakleysisleg: “Eg foeld eg vilji heldur Michael.” Hann hrökk við. “Þetta er ekki alvara þín?” “Jú, það er,” svaraði hún einfoeitt. “En hugsaðu um hagsmunina.” “Fyrir þig eða mig?” “Fyrir þig, auðvitað.” “Eg get ekki hugsað um annað en Michael. Hann hefir sýnt mér meiri trygð og velvild, heldur en nokkur manneskja hér í Englandi hefir gert, en hann er líka írskur. Þökk fyrir tilfooðið — en eg vel MichaeJ.” “Þú átt þó ekki við að þú neitir mér?” “Jú,” svaraði Peg. “Þú neitar hendi minni og—hjarta?” “Já, það geri eg.” “Er þetta óraskandi ákvörðun?” Hann gat ekki trúað sinni eigin heyrn. “Já, alveg óraskandi,” svaraði Peg. Henni lá við að skellihlæja, þó hún sæi að Alaric væri hryggur. Alt í einu glaðnaði yfir hon- um og hann sagði alúðlega: “Þú ert folátt áfram engill.” “Er egr?” spurði Peg. “Þetta var dásaml^a gert af þér. Flestar aðrar ungar stúlkur hefðu flogð í faðm minn. En þú—þú ert engill. Eg er þér eilíflega þakklátur.” Hann þrýsti hendi hennar. “Eg skal aldrei gleyma þessu. Og geti eg nokk- urn tíma gert eitthvað fyrir þig, þá er eg fús til þess, nær sem er og hvar sem er”. Hann heyrði rödd móður sinnar í hliðarher- berginu, og um- leið kom Ethel eftir ganginum. Hann hvíslaði fljótlega: “Þú hefir létt af mér þungri foyrði — eg varð nefnilega að (biðja þín — hafði lofað því, þú skilur. Eg verð að tala við þig, áður en þú ferð. Nú, Eth- el, hvernig líður þér? Ágætlega?” Án þess að bíða svars, fór hann til herbergis síns, til þess í næði að gleðjast yfir því, að hann slapp svo vel frá þessu. Peg gekk á móti Etfoel, greip foáðar foendur hennar. “Komdu upp með mér,” sagði hún að eins. Ethel fylgdi foenni þegjandi. 15. KAPITULI. Montgomery Hawkes. Hinn fyrsta júlí kom hr. Hawkes eins og hann hafði sagt, til þess að kynnast árangri þessa mán- aðar, sem liðinn var. Frú Chichester tók á móti honum allsvipþung. svipþung. “Nú?” spurði lögmaðurinn. “Hvernig gengur það með skjólstæðing okkar?” “Fáið þér yður sæti,” sagði hún. “Þakka yður fyrir,” svaraði hann. “Eg vona að alt gangi vel.” “Alls ekki,” svaraði frúin og foristi höfuðið. “Ekki?” spurði hann hissa. “Eg skal segja yður, að eg hefi gert alt, sem eg hefi getað,” sagði gamla konan með tár í augum. “Það er eg viss um, frú Chichester,” sagði hann. Hann fór nú að verða alvarlega hnugginn. “En hún vill samt sem áður yfirgefa okkur. Hún er nú þegar foúin að biðja um vagn, og er að koma fyrir munum sínum,” sagði frú Cfoichester. “Góða i— hvað segið þér?” sagði lögmaðurinn updrandi. “Hvert ætlar hún að fara?” “Heim til föður síns.” “En hverá vegna? Það er alveg meiningar- last.” / “Eg varð að áminna hana í gærkvöldi. Hún tók því afar illa, og nú ætlar hún að fara.” “Ó,” sagði Hawkes og hló. “Ofurlítið af barns- legum þótta. Eg mun geta sigrað hann. En hvern- ig hefir hún hagað sér?” “Stundum ágætlega, stundum—” Frú Chichester endaði setninguna með talandi handahreyfingu. “Ekki eins og vera skyldi?” sagði Hawkes. “Áreiðanlega ekki!” “En hernig gengur henni með námið?” “Illa.” “Við megum ekki foúast við of miklu af henni”, sagði lögmaðurinn mýkjandi. “Gætið þess^ að alt er nýtt og ókunnug* henni.” “Þér eruð þá ekk vonlaus, herra Hawkes?” \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.