Lögberg - 10.12.1925, Blaðsíða 4
Bls. 12
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
10. DESEMtBER, 1926
Tvö œfintýri.
i.
A SANDLEID.
Nókkrir æskumenn lögðu út á sandauSnir mikl-’
ar, til þess aS leita að Allsnægta-eynni, sem þeir höfSu
heyrt aS væri einhvers staSar á eyðimörkinni.
Einn hinna ungu manna var iblindur. Hann ÓS
sandinn hraustlega, eins og förunautar hans, talaSi
fátt og kvartaSi aldrei um þreytu.
Og æskumennirnir gengu lengi, lengi; og loks
komu þeir einn dag síÖla aö lítilli grasey, sem var langt
úti á eySimörkinni, og áSu þar viS uppsprettulind.
En þegar þeir vorii' aö fara þaöan morguninn eftir,
þá sagöi hinn ölindi:
“Hér ætla eg aS láta ’fyrir berast, þangaö til aö
þið komiS aftu.r Eg hefi hér allgott vatn til drykkjar,
nóg nesti til heillar v<ku, og forsælu á daginn undir
litla runnanum hérna.”
“Ntei, komdu meö okkur, bróSir,” sögöu föru-
nautar hans, “því aö það getur ekki verið lengra en
hálf dagleiö til eyjarinnar fögru. ViS sjáum hana nú
þegar í hillingum. ViS sjáum pálmatrén teygja gló-
kollana móti sólu; og við heyrum sætan fuglakliö ber-
ast hingaS á vængjum vorgolunnar suðrænu. A hinni
frjósömu undra-eyju bíða okkar sílfur-tærar svalandi
uppsprettulindir og ljúffengir ávextir. Komdu þvi
meS okkur, kæri bróöir, komdu!”
“Eg veit gjörla, hvernig sú kynja-eyja er útlits,”
sagði sá blindi, “svo eg fengi ekki glöggari hugmynd
um hana, þó eg færi þangaö meS ykkur.”
“Hefirðu þá komiS þangaS?” spurSu förunautar
hans.
“Já, eg hefi komiö þangað,” svaraSi sá hlindi; “eg
hefi komiS þangaö heilskygn, hefi drukkiS þar hið
krystals-tæra vatn, etiS þar hunangs-dögg, og Iesiö Jáar
gómsæt gullepli.”
“Og hve nær komstu þanga?”
“Eg lflom þangaö í nótt,” sagSi hiö blinda ung-
menni; “því aö hinn breiðvængjaSi engill svefns og
dauða sveif meS mig þangað í nótt t sœlutn draumi.”
II.
TAKNIÐ.
Einu sinni sem oftar, kom engill ofan á jörSina á
aöfangadag jóla, til þess aS gleðja mannleg hjörtu-
Hann vissi, aS hann mundi sjá eitthvert tákn á himn-
inum, þegar hann færði því hjartanu frið, sem mest
þyrfti hans viS.
Engillinn kom í stórborg nokkura og fór fyrst inn
í skrautlegt hús, þar sem háaldraöur auSkýfingur sat,
þungbúinn á svip, í mjúkum hægindastól. Alt í kring
um hann lágu dýrar og fagrar jólagjafir, sem ýmsir
auSmenn höfSu sent honum.
“Alt þetta er hégómi,” sagði hinn gamli auSkýf-
ingur við sjálfan sig og horfði á gjafirnar; “já, aum-
asti hégómi.” • '
Þá gekk engillinn inn í stofuna til hans og var aS
sjá sem lítill drengur.
“Afi minn,” sagSi drengurinn, “gleðiíeg jól!”
ÞaS var eins og auökýfingurinn vaknaSi af
draumi. Hann tók drenginn í faöm sér og sagði:
“Þú ert mér betri jólagjöf, en 611 auðæfi heims-
ins; því aS þú minnir mig á drenginn minn, sem var
elskulegt barn eins og þú. En hann hætti aö vera
barn, varS stór og hraustur ofurhugi, fór til fjarlægra
landá og týndist. Nú er hann aftur fundinn. Og eg
finn, aS hjarta mitt fyllist gleði og ánægju.”
Og engillinn fór sína leiS. Hann sá enn ekki
tákniö, sem hann átti von á aö sjá á himninum.
Von bráSara kom hann þangaö, sem öldruS kona,
fátæklega búin, með körfu í hendi, var aS reyna aS
komast yfir fjölfariö og breitt stræti, sem óteljandi
vagnar fóru um, meö miklum hraöa, fram og aftur.
Þá brá engillinn sér í liki ungs hreystimanns, gekk
til gömlu konunnar, bauð henni gleðileg jól, bar hana
á handlegg sér yfir strætiS, og lét peninga-pyngju í
körfuna hennar aS skilnaSi.
“Guö blessi þenna hrausta, göfuga unga mann,”
sagði ganda konan og horfði á eftir hinum unga vel-
gjöröamanni sínum; “sonur minn væri á líku reki, ef
hann heföi lifað.” Og henni fanst nú heimurinn bjart-
ari og ánægjuíegri en áSur og mennirnir betri.
Og engillinn fór sína leiS. Hann sá enn ekkí
teikniS á himninum.
En nú gekk hann alt í einu inn í hrörlegt hús, þar
sem lítil harmþfungin kona sat hjá likbörum þriggja
ungra sona sinna.
Engillinn tók nú á sig öldungs-gervi, gekk með
hægð þangað sem konan sat og mælti:
“Láttu huggast, dóttir min!”
“Eg get þaö ekki,” sagöi konan, “því aö dreng-
imir mínír eru dánir.”
“Þeir eru komnir yfir á lífsins land, og þú sér þá
þar aftur eftir stutta stund,” sagSi öldungurinn.
“En eg er svo litiltrúuð,” sagSi hin sorgmædda
móöir. j j
Þá lét engillinn sætan svefnhöfga síga á grát- í
bólgin augnalok konunnar. Og um leið opnaðist henni I
nýr heimur, óumræSilega fagur og unaðsríkur. Hún !
horfði hugfangin inn á land dýrðarinnar, sá sonu sína |
í blóma æskunna.r og heyrSi þá tala.
“Trúir þú nú?” spurði engillinn.
“Nú þarf eg ekki trúarinnar viö,” sagöi konan,1
og sál hennar IjómaSi af gleöi og fögnuSi; “því að nú
hefi cg hlotiff vissu um það, að líf er til eftir dauð- |
ann.”
Og engillinn fór sina leið. Hann horfSi til him-
ins og sá, hvar óvenjulega skær stjarna leið meS hægö
yfir hinn fagur-ibláa kvöld-himinn, og myndaöi breiöa
geisila^brú, eins og friðarboga, frá austri til vesturs.
/. Magnús Bjarnason.
Selveiðin,
—r Þessi hyldjúpu andköf úthafsins, sem aldrei
hverfa úr minni neins NorSlendings, liðu langar leiöir
inn yfir landiS og dróu hugi og hjörtu með sér í ómæl-
andi fjarlægSir, fram í fjallageima og út yfir djúp-
mið. — Eg var að raSa skotfærunum í dálítinn skinn- j
poka og var alfoúinn af stað, vestur á flóa, þar sem eg'
bjóst við, hálft í hvoru, að eg mundi hitta útsel, því
mikill vaður hafði sést fara geysandi yfir sjóinn, á
leiS aS austan, fyrir fáum dögum. En þennan morgun
var himneskt vorveður og sjórinn spegilfáður, þó land-1
bárur og boðar létu þrumuraddimar dynja fram meS j
öllum ströndum.
Við vorum þrír á kænunni, kátir, ungir og vel j
nestaðir. Hvað á dauSlegt líf ágætara aS bjóða en
slíkan dag og þvílíka volduga, dragandi fegurð? Ei-
lífSin brosti í þessari skínandi skuggsjá, haf öræfanna
og átti um leið náðargeisla handa þeim minsta smæl-j
ingia, sem leita vildi upp í IjósiS frá myrkrum djúpsins.
Rétt viS vörina vöktu birtingarnir og létu heila heima
glitra á hreistrinu. Hrognkelsi sveimuSu á grunni,
milli landsteinanna, meö blakka, hrjúfa hryggi í vatns-
borðinu, til þess að dýrð sólarirmar mætti líta þá og
snerta. Landkóparnir iSuðu í látrunum, 'sælir og
glampandi, meS síopin augu. Veldi og skraut norð-
lenskrar náttúru ríkti yfir öllu á sjó og landi.
ViS rérum þegjandi langa leiS vestur! án þess að
verða varir þeirrar veiSi, sem viö leituðum eftir. Haf-
sogiS heyrðist dýpra og þyngra í allri kyrðinni. Ómæl-
isvídd þessarar kvikandi, hyldjúpu veraldar greip okk-
ur og gjörði okkur hljóSa. Enginn svartur kollur
var aS sjá í speglinum. En við námum staðar viS og
,við og hvíldum á árunum. Því nú vorurn viS komnir
á þær stöðvar, þar sem búast mátti við aS útselir
kynnu aS sveirna á stangli.
Hádegið ljómaSi á fjallahringunum, og við höfð-
um nú róiS nálægt tveim vikum. Sjávarloftið og róS-
urinn hafði þegar um nokkra stund dregið augu annars
af hásetum mínum aS hringgerðu opi á afturþóftunni,
sem kallast biti, þar sem nestið var geymt. Eg hafSi
veitt þessu eftirtekt og alt í einu voru árarnar lagðar
upp meS þegjandi samþykki allra. Fararbyrgðirnar
voru reiddar fram. —
Við höfSum matast um stund, þegar annar ræSar-
inn lagði harSfiskinn snögt frá sér og þaggaSi okkur
með bendingu. Eg leit við og sá, á að gizka í tvö
hundruS faðma fjarlægð, svart og mikiS höfuS, sem
var aS dýfa sér undir lognborðið. Eg lagöi stýrið um
og teindi bátnum þangað, sem bráSinni var ætlað að
koma upp.
Selurinn kafaSi afarlangt, en ekki í þá átt, sem
okkur sýndist hann taka dýfuna. Fjarlægðin var enn
meiri en áður milli okkar og hans, þegar kollinum
loksins skaut upp aftur. Við stefndum nú beint á
hann. Þegar svo er róið verSur selurinn oft varari
um sig og flýr beint undan. En þá er-að herða róð-
urinn af ýtrasta megni og reyna að komast í færi þeg-
ar kafaranum skýtur upp. Hann hefir synt af alefli
undfrsjávar og verSur, að taka nokkur djúp andartog
áður en hann dýfir sér á ný. Sé maöur heppinn fæst
oft gott færi meS þessum hætti, eftir annaö eSa þriðja
kaf.
f þetta sinn vorum viS enn óheppnir.
Selurinn kom upp langt fyrir aftan bátinn.
Eg tók þá það ráS, aS leggja upp árar og hafast
,ekki aS. Eg hafSi séð, aS þetta var afarstór útselur,
af því kyni sem kallast kampur, en þeir eru haldnir
ganga næst landsel að skynsemd og forvitni. Selur-
inn tók nú dýfu frá bátnum, en ekki mjög Ianga. Ann-
ar hásetinn var neftóbaksmaður, og eg Iánaði af hon-
um rauðan vasaklút, sem eg lét lafa aftur af stýrinu.
Svo biðum við kyrrir, án þess aS láta neitt minsta
hljóð heyrást.
Eftir nokkur köf fór kampurinn aS færast nær,
og loksins kom eg skoti á hann, en hitti illa. Hann
tók fyrst langa dýfu, en nú gátum viS séö, hvert róa
átti. Bráin á sjónum sagöi til og svo fór óðum að
draga saman meS okkur. Selurinn var auðsjáanlega
særSur til ólífis.. En þá kom það fyrir, sem eg get
aldrei gleymt. ,
Kampurinn tróö marvað og rétti sig upp, á
aS gizka fimtíu faðma frá bátnum. Þetta væri held-
ur langt fyrir högl, en samt miðaði eg og ætlaði að
fara aS hleypa af. En þá greip selurinn til sunds
beint á bátinn. Eg hafSi oft heyrt sagt frá því hvernig
selir réSist á báta, þegar líkt stóS 4- En það var eins
og eitthvert óskiljanlegt hik kæmi yfir okkur alla. Við
hreyfSum okkur ekki í bátnum og kampurinn rétti sig
aftur upp örfáa faðma frá kænunni.
| Blóðið lagaSi úr sári á kverkinni og yfir granirnar.
Mér sýndist hann einblína á mig, þarna sem eg stóS í
skutnum á selabyttunni með morSvopnið til taks á
móti þessum saklausa, forvitna einstæðing hafsins, sem
var viSskila við sitt eigiB kyn, sjálfur að eins óvopn-
aður meinleysingi.
Eflaust hefir sú breyting veriS áður aS ná tökum
á mér, smátt og smátt, að aumkva dýrin eins og menn-
ina, þégar þau eru í nauð eða verSa fyrir meiðslum og
dauSa. Mér finst það nú til dæmis, meS öllu óskiljan-
legt, hvernig eg hefi getað fengiS af mér að drepa sak-
lausa fugla mér til gamans, án þess að nein neyS krepti
að mér. Endurminningar um þetta fylla mig oft við-
bjóSi og andstygð á minni eigin tilgangslausu og létt-
úSugu grimd. En í þetta skifti opnuðust fyrst áugu
min. Þessi blóðuga, mállausa ákæra stendur mér oft
fyrir hugskoti — en eg hefi aldrei fyr komið mér til
þess aS færa neitt um það í letur.
Kampurinn gjörði enga tilraun til árásar á bátinn
— og svo leið þetta andártak, sem verður aS notast,
með skutli eSa áróSri, ef veiðin á ekki að missast. En
selurinn steinsökk í sama svip — og eitthvert huliS afl
lagöi þögn og kyrS yfir þessa litlu bátshöfn, sem frem-
ur hafði lagt af stað í þessa veiSiför af leik heldur en
þörf.
Maður í álögum, segir gamla sagan! Eg get ekki
gjört mér grein fyrir hve oft eg hefi, síSan þetta kom
I fyrir, hugsaö um lið Faraós og sækonur þjóösagnanna.
i En óendanlegur tregi og iSrun kemur upp hjá mér,
! þegar eg núnnist1 þess augnaráös, sem selurinn beindi
á mig, þegar hann hvarf í djúpiö.
— Eg hefi ætíð orðið staðfastari meS árum og
reynslu í sannfæringu minni um algjört orsakasam-
iband, milli alls og allra. Þessi viðburSur, sem er mér
svo minnisstæSur, hefir sjálfsagt átt að vera mér bend-
ing, samkvæmt æðri ráSstöfun. Ef til vill hefir mér
veriS ætlað, þegar á þessu skeiði æsku minnar, aS
innrætast einhver neisti af miskunnsemi við aðra, sem
máttu sín miSur eSa báru þyngri byrði.
En hvílikur óteljanlegur fjöldi atvika birtist í
örsnöggri svipan fyrir athugulum augum í borgum
þúsunda og miljóna, í kvikmyndastraumi strætalífs
og skemtihalla, — þar sem ætíS og alstaðar endurtek-
ur sig hin sama saga. Er ekki hamingja heimsins
grundvölluð á samanburSi eigin auðæfa, yfirburða,
fegurðar og fróSleiks gagnvart þeim snauSu, grunn-
hygnu, miður mentuSu og óásjálegri, er byggja um-
hverfi staðanna, margir við eymd og tötra? Hver ó-
mælisgeimur af örbyrgS og læging þarf að hlaSast
undir stétt hinna æSri, sem svo kallast, til þess aS
þeir’ geti þóknást sér sjálfum og fundið sinn eigin
mikilleik.
Hve ótölulega mörg bleik, deyjandi andlit sökkva
í þetta friðaða lygna yfirborS mannhafsins, sem
geymir dauöa og glötun? Gangi eg fram hjá tötruð-
um beiningamanni, sný eg stundum aftur. Er þaS
blóðuga myndin, sökkvandi viS borðstokkinn, sem
gægist upp í öræfum minninganna?
Einar Benediktsson.
Tvö vinagildi hjá
Minneotingum.
Eftir gömlum og góðum sið
okkar Vestur-íslendinga vil eg nú
hripa Lögbergi ofurlítinn pistil
um tvö vinamót, sem haldin voru
hér á slóðum í síðustu viku.
Fyrri athöfnin fór fram í guðs-
húsi Vesturheimssafnaðar, norð-
austur af Minneota, sunnudaginn
29. nóvember. Fólkið var óvenju-
lega margt á messustaðnum þann
dag — og sækir þó sá litli söfn-
uður mæta-vel kirkju sína. Húsið
var troðfult fram í dyr; margir
þar aðkomandi og af öðrum þjóð-
flokkum. Aðdráttaraflið var að
þesáu sinni það, að þar á staðn-
um átti að minnast atburðar, sem
gjörðist 1 kirkju safnaðarjns
þrjátíu árum áður þeg-
ar ungfrú Lukka Ed-
wards og yngismaðurinn John B.
Gíslason— sem nú er ríkisþing-
maður fyrir Lyon County og enn í
dag er kallaður í hópi landa sinna
“Jón á Stórhóli”—voru gefin sam-
an í heilagt hónaband, það var 13.
nóvember 1894. Vígsluna fram-
kvæmdi séra Björn B. Jónsson,
sem þá var þjónandi guðsmaður
þar í sókninni.
Skyldi nú gjöra þá minningu há-
tíðlega. Stundin hófst með því að
sá, er þetta ritar fór með messu-
gjörð, sem að mestu leyti var á
ensku máli. Síðan flutti Múría G.
Árnason, skáldkona bygðarinnar.
ávarp í ljóði til þeirra hjóna,
kjarngott og vel kveðið. Þar næst
var fólkið, eitthvað á þriðja hundr
að manns, beðið að ganga niður í
samkomusalinn undir kirkjunni.
Var þar komumönnum gætt á ræð-
um og söng. Ræðuhöldunum stýrði
Gunnar B. Björnsson ritstjóri.
Aðrir ræðumenn vorn Anton And-
erson, County-nefndarmaður og
George Smith verzlunarstjóri,
báðir frá Cottonwood; Hugh
Lampman, verzlunarmaður frá
Granite Falls, svili Jóns, og svo
prestur safnaðarins. Hinum síðast
nefnda hafði verið falið að af-
henda þeim hjónum dálitla pen-
ingagjöf frá bygðarmönnum og
öðrum vinum og mælast til þess,
að upphæðinni yrði komið í ein-
hvern eigulegan hlut, til minning-
ar um hugarþel gefendanna.. Þakk
aði þigmaðurinn með fögrum orð-
um fyrif þann sóma, sem sér og
konu sinni hefði verið sýndur með
gjöfinni, ræðunum og öllu hátíð-
arhaldinu.
Tvö foréf með heillaóskum til
þeirra hjóna voru lesin við þetta
tækifæri. Annað var frá ríkis-
stjóranum Theodore Christianson,
en hitt frá dr. Birni B. Jónssyni í
Winnipeg. Ríkisstjórinn lauk
miklu lofsorði á þingmensku Jóns
og frammistöðu hans alla í opin-
berum málum og taldi hann með-
al persónulegra vina sinna. Sam-
hljóða því var vitnisburðurinn í
bréfi séra Björns, en auk þess
mintist bréfritarinn með skemti-
legum orðum á liðnar tíðir, þegar
hann var prestur safnaðarins.
Það vantar sízt hjá Islendingum,
að skáld veigarnar glóa eins og
perlur í gleðibikarnum og renna
nógu ljúflega niður við slík tæki-
færi. Þá geta fáir stilt sig, sem
eitthvað eiga hjá sér af Suttungs-j
miðinum. Svo var enn. Jalnvel
séra Björn, sem er enginn sér-
legur kiveðskapardýrkari, eins og
kunnugt er, og kallar eldci alt
ömmu sína í þeim efnum, hafði
brugðið sér á leik ofurlítið, svo
að sumt málið féll í stuðlum hjá
honum í bréfinu. Komst hann svo
að orði:
“Við óskuðum Jóni til lukku meðj
Lukku,
og Lukku til lukku með Jón” —
þegar hann mintist á brúðkaup
þeirra hjóna fyrir þrjátíu árum.
Að síðustu var fólkinu gætt á
kaffi og ís-rjóma. Stóðu fynr því
konur bygðarmanna. öll var gleð-
in í góðu hófi, og þótti víst flest-
um vel og maklega með stundina
farið, þó helgidagur væri.
Jón þingmaður býr á föðurleifð
sinni, “Stórhpli” í Vesturheims-
foygð. Hann er ástsæll af bygðar
mönnum. Sæti hefir hann átt í
ríkisþinginu síðan 1918 og þykir
með hinum nýtustu mönnum í
þeirri stöðu. Hann er vel máli
farinn, skýr maður, minnugur á
margskonar fróðleik, gagnkunn-
ugur ríkismálum og í öllu góður
þegn. Þau hjón eru bæði gestrisin
heim að sækja.
Síðara samsætið fór fram á
næsta kvöldi, 30. nóvember, í fund
arsalnum undir kirkju sankti
Páls safnaðar í Minneota. Var
það haft í vinsemdar skyni við
Gunnar ritstjóra Björnsson, for-
seta safnaðarins, og frú hans Á-
gústinu, sem nú )eru að flytja
með yngstu bömum sínum til vet-
ur-vistar í St. Paul. Gunnar var
á þessu sumri skipaður í skatt-
nefnd ríkisins, en nefndin hefir
skrifstofu sína þar í höfuðstaðn-
um.
Jafnvel þótt burtför þeirra
hjóna væri ekki fyrirhuguð til
heimilaskiftis fyrir fult og alt, þá
fanst mönnum ómaklegt að sleppa
þeim frá sér þegjandi og kveðju-
laust, eins„og ekki væri neins að
minnast eða neitt að þakka eftir
samveruna í öll þessi ár og alt
það, sem þau hafa lagt á sig fyrir
kristindóminn og kirkjulífið hér,
og önnur félgsmál, bæði fyr og
síðar.
Fyrir á sök var efnt til sam-
komunnar. Gengust fyrir boðinu
fulltrúar í sankti Páls söfnuði, sex
að tölu, með prestinn að odda-
manni, en kcvnur í söfnuðinum
tóku að sér að sjá um veitingarn-
ar. Aldrei hefir víst nokkur til-
raun til vinafagnaðar fengið
hjartanlegri og almennari stuðn-
ing hér á slóðum, heldur en þessi,
því að öllum er hér hlýtt til Gunn-
ars. Hann fluttist hingað á land-
námsárunum þrévetur með móður
sinni, hún vann fyrir sér og hon-
um á ýmsum stöðum meðal frum-
býlinganna fyrstu árin, og hér
hefir hann alist upp og átt heima
síðan. Frumbúunum finst eins og
þeir eigi hvert bein í honum;
hann er í þeirra augum kjörsonur
bygðanna. En hinir -söm eru um
eða innan við miðaldur, skoða
hann næstum því eins og uppeld-
isbróður sinn. Og öllum finst þeim
hann hafa orðið sifjum þessum
til mikillar sæmdar, eins og satt
er, og skorti því ekki góðan hug í
undirtektum fólksins. ■
Samkvæmið var ætlað íslendingt
um einum og vensla fólki þeirra,
því að'ekki var rúm fyrir fleiri
Skömmu eftir klukkan átta var
fjölmennið orðið svo mikið í saln-
um að þar hefir aldrei verið jafn
margment áður. Mun þar lítið
hafa skort í þrjú hundruð manns.
Hér um bil klukkan níu var tekið
til óspiltra málá með ræðuhþld,
söng og kvæðalestur, en klerkur
safnaðarins var hafður í forsæti.
Ræður fluttu Jón þingmaður Gísla
sten og Björn lögmaður bróðir
hans; töluðu báðir um þátttöku
Gunnars í opinberum málum,
blaðamensku hans og önnur störf,
og höfðu þar nóg umtalsefni, því
að Gunnar hefir verið við margt
riðinn og er vel þektur um alt
ríkið. Næstur þeim talaði Th.
Thordarson læknir og beindi orðum
sínum til frúarinnar; þótti það
vel til fallið, því að hún hefir engu
síður en maður hennar sýnt af sér
dug og drengskap í sínum verka-
hring.
Kvæði voru lesin þar, svo sem
að líkindum ræður. María G. Árna-
son flutti kveSjuljóS viSkvæmt
eftir sjálfa sig, og prestur las upp
“fardagaóð”, til Gunnars og þeirra
hjóna, frá séra Jónasi A. Sigurðs-
syni. Hafa hvortveggju ljóðin
verið send Lögbergi til birtingar.
Séra Jónas líkir Gunnari við nafna
hans á Hlíðarenda. Sá mannjafn-
aður finst mér vel til fundinn í
alla staði — nema Gunnar yngri
hefir ihlotið ólíkt betra kvonfang
en nafni hans. Loks kom öldung-
urinn Jón Eyjólfsson, sem nú er
nær áttræðu, fram fyrir mann-
fjöldann með ferhendu-flokk, sem
hann hafði sett saman í gamal-
íslenskum alþýðustíl. Inngangs-
erindið var á þessa leið:
Ætla eg að yrkja brag
um hann Gunnár nú í dag;
það verður eitthvert sagl og sag,
sem menn kalla: rímnalag.”
En efnjð í dírápunni gekk í
sömu átt eins og þetta stef:
“Gunnar farinn fyrir skatt,
færii* margt til bóta,
þó er bezt að segja satt:
sár er Minneóta.”
Þessu næst afhjúpaði prestur-
inn silfurbikar af þeirri gjörð, sem
á ensku kallast “loving cup” Þar
í höfðu verið látnir tvö hundruð
dalir í gullpeningum. Var það gjöf
til þeirra hjóna “frá íslenskum
vinum,” eins og áletrun öðru meg-
in á bikarinn lét í ljósi — en hin-
um megin voru grafin þessi orð
úr Hávamálum:
“Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr et sama;
en orðstírr
deyr aldrígi,
hveim sér góðan getr.”
Stóð þá Gunnar upp og þakkaði
vel fyrir gjöfina og vinahótin öll,
en synjaði þverlega fyrir allar
kveðjur; sagðist ætla sér að eiga
sitt aðal heimili hér í bæ framveg-
is eins og áður, og helst alla æfi;
vildi mega skrásetja sig sem að-
kominn frá Minneota, í vistarbók
himnaríkis, ef hann næði þar inn-
göngu. Líf sitt væri svo sterkum
taugum bundið við æskustöðvarn-
ar, að sér fyndist hann aldrei geta
kvatt þær fyrir fult og alt. Og
meðlimur sankti Páls safnaðar
sagðist hann mundi verða svo
lengi sem báðir lifðu, hann og
söfnuðurinn.
Þessum orðum urðu allir fegn-
ir, sem von var, jafnvel þótt vinir
hans geti unnað honum betri vist-
♦♦♦
:
T
T
T
T
T
T
T
f
T
T
T
t
t
t
♦:♦
X I
T
t
t
♦:♦
f
f
GAPITOL
LEIKHÚSID
óskar öllum sínum .mörgu
íslenzku viðskifta-vinum
Gleðilegra Jóla
OG
Farsœls Nýárs
r
t
t
t
♦:♦
T
t
CRESCENT VERD FYRIR
TILGERDA ALIFUGLA
mikið hœrra verð þessa vikn
Bændur ættu að senda oss nú strax alla þá fugla, sem þeir
hafa að selja, til að njóta ihagnaðarins meðan verðið er hæst.
Vér borgum í dag (9. des.) fyrir
No. 1 valdir
TYRKJAR
Hænur og
ungir hanar
No. 1 Hænsni, 5 pd. 26c
No. 1 Hæsni, 4-5 pd. 23c
Nr. 1 Hænsni, undir 4 pd. 19c
Nr. 1 Fowls, yfir 5 pd .... 19c
Nr. 1 Fowls, 4-4 pd.16c
Nr. 1 Fowls, undir 4 pd. 13c
yfir 14 pund .......... 32c
11—14 pund ............ 29c
9—11 pund...... ....... 26c
undir 9 pundum ........ 23c
Gamlir Toms........... 22c
Nr. 1 Gæsir, feitar ... 12c
Nr. 1 Andir* feitar ... 15c
Gamlir hanar .....
9c
Þetta verð er alt miðað við Winnipeg. Þegar sent er til
útibúa vorra að Yorkton, Swan River, Dauphin, Brandon eða
Killarney, verður að taka 2 cent af pundinu til að borga kostn-
aðinn við að búa um sendingamar að nýju og senda þær til
Winnipeg.
Fyrir No. 2 alifugla bor um við hið hæsta verð sem á þess-
um fuglum er þegar þeir koma til vor. ,
CRESCENT
CREAMERY
COMPANY
LIMITED
■IIIIHIIIIHIIIIHIIIII
Notið Talsímann
til að
Senda Heilla óskir yðar
um hátíðirnar
MANITOBA TELEPHONE
SYSTEM
lll■ljl■lljl■ilil
iiuifliiiii
I
ar hér á jörð, heldur en fáanleg
er í einum litlum sveitabæ.
Samkvæmið fór alt ánægjulega
fram og endaði, eins og hér er
venja, með því að konur báru
veitingar fyrir hvern mann í saln-
um. .—
Gunnari ritstjóra þarf eg ekki
að lýsa fyrir Vestur-íslendingum.
Þeir skilja víst flestir, hversu sár
myndi verða skilnaðurinn, ef slík-
ur maður hyrfi héðan með alt sitt.
En ekki kemur til þess að svo
stöddu. Blaðið Minneota Mascot,
sem Gunnar hefir í meira en ald-
arfjórðung haldið út, er enn undiri
hans umsjón, útgáfuna annast
synir hans tveir, Valdimar og
Björn, og ungur maður, Kristinn
Johnson í félagi með þeim, en rit-
stjórnargreinarnar eru frá Gunn-
ari sjálfum oftast nær, eins og
táður. Blaðið heldur því stefnu
sinni einkennum og vinsældum að
sjálfsögðu. Synir Gunnars eru hin-
ir mannvænlegustu og svipar
þeim mjðg til föður síns.
* * *
Eg átti nýlega tal við innlend-
an mann um íslenska landnámið
í þessu ríki.
“Er hahn fjölmennur, íslenski
hópurinn þarna í Minneota og þar
í kring?” — spurði hann. »
Sagði eg honum, að talan færi
varla yfir fimm hundruð, þó eng-
um væri slept.
“Það hlýtur að vera merkileg
þjóð, íslendingar,” sagði maður-
inn, “— ekki nema hálft þúsund,
og þó er hópurinn alkunnur um
alt ríkið.”
Ekki get eg neitað því, að mér
þótti hólið gott; — en þó hefði
næsta lítill gaumur verið gefinn
að íslenska fólkinu hér um slóðir.