Lögberg - 28.01.1926, Síða 4
BIs. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
28. JANÚAR 1926.
X o q be t §
Gefið út hvem Fimtudag af TLe Col
azubia Pre«s, Ltd., ,Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talnlmnn >.6327 o* N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Ucaná»kríft tíl biað»in»:
ril COIUWBI^ PgESS. Itd., Box 3171, Wnnlpog.
UtanSskríft rit»tjóran«:
lOiTOR 10CBERC, Box 317* Winnipog, «*an.
I he "I.fiffberg’ ia prlnted and publlshed by
The Columbia Preee, Limited. in the Columhia
Buildlng, €95 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba.
Dr. Valdimar Briem,
Vígslubiskup.
A öðrum stað í þcssu blaði birtist lítið. en
hlýtt og fallegt ljóð eftir skáldið séra Jónas
A. Sigurðsson til Dr. Briem. Ljóð það er ort
út af ástríku bréfi, er séra Jónas fékk frá
vígslubiskupi Valdimar Brfiem fyrir nokkru
síðan og einnig í sambandi við sjötugasta og
• áttunda afmælisdag séra Valdimars, sem hann
á, fimtudaginn þann 4. febrúar næstkomandi.
Ljóð þotta beindi.að nýju hugsun vorri að
þessum ástmög hinnar íslenzku þjóðar, þar
sem hann situr í géislum hinnar lækkandi sólar,
hógvær, hreinn og hugprúður. Á bak við hann
liggur fagurt atorku og áhrifa mikið lífsstarf
— framundan eilífðar vissan og eilífðar lönd-
in, vafin gullnum skýjum, sem að hann í langa
tíð hefir haldið uppi fyrir sálarsjónum þjóðar
sinnar — þjóðarinnar, sem hann elskaði og
þjóðarinnar, sem að elskar hann nú og virðir,
flestum öðrum fremur og nú á þessum afmæl-
isdegi árnar honum allrar blessunar og þakk-
ar af heilum hug hið óeigingjarna og göfuga
starf, er hann hefir nnnið í þarfir hennar í
meira en hálfa öld.
Œfintýri á gönguför,
Sjónleikur sá hinn alþekti og ágæti eftir
Hostrup var sýndur af leikfélagi Sambands-
safnaðar á mánudags- og þriðjudagskveldið
var í samkomusal þess safnaðar, og var ágæt-
lega sóttur bæði kveldin. Leikurinn, sem oft
hefir verið sýndur áður á meðal Islendinga hér
í Winnipeg tókst sæmilega vel, þegar tillit er
tekið til þess að fólk það, sem þátt tók í hon-
um er flest viðvaningar í leiklistinni og undir-
bjó leikinn í hjáverknm. Sum hlutverkin voru
þó vel og sómasamlega af hendi leyst, svo sem
hlutverk Kamerráðsins, sem Páll S. Pálsson
lék. Skrifta-Hans var vel leikinn á pörtum.
Svipbreytingar góðar, en naumast nógu mikið
fjör í leiknum. Annað er það sem vér fellum
oss ekki við og það er, að gera Skriftn-ITans
rolulegan. Hann er að vísu ógæfusamur, en
oss virðist hann frá hendi höfundarins gáfaður
og slunginn og á því, finst oss að meira þurfi
að bena, en ræfilshættinum. Björn Hallson,
sem lék Skrifta-Hans, gleymdi stundum að
sýna þýðingarmikil atriði t. d. þegar Hans
skríður út úr runnanum til þess að rétta úr sér
sökum þess hve lágf þar er inni, sagði hann
áhorfendum frá.þeirri fyrirætlun sinm, en
gleymdi að gjöra það.
Ástarrullurnar í leik þessnm eru áhrifa
miklar eins og þær eru í flestum tilfellum eða
eiga að vera. En oss fanst þær furðu kaldar
nema helst hjá Kristínu Stefánsson, sem lék
Jóhönnu. Láru (Sigríði Blöndal) tókst ein-
hvern veginn tregt að sýna kærleikseld og atlot
tilfinninganæmrar stúlku, sem elskar af heil-
um hug.
Stúdentarnir Eihek og Herlöv laglegir á
leiksviði og gerðu hlutverkum sínum hærileg
skil einknm Eibek. Herlðv þótti oss frekar
daufur og gefa sig altof lítið við eins álitlegri
stúlku og Jóhönnu, en söngrödd hafði hann
góða.
Vermund lék Sigfús Halldórs frá Höfnum,
og fanst oss honum takast vel að sýna hið
kalda og keksnisfulla stolt, er þeirri persónu á
söngur hans prýddi mjög leikinn.
Guðbjörg Sigurðsson, .sem lék frú Kranz kem-
ur mikið laglega fyrir á leiksviði og gerði sínu
hlutverki góð skil og hið sama má segja um
J. F. Kristjánsson, er lék assessorinn og Garð-
ar Gíslason, er lék Pétur bónda, neriui hvað oss
fanst að hann væri að gjöra tilraun til þes3 að
gjöra hann helzti auðvirðilegan.
Einn galli finst oss á leik þessum og á
hann við alla Ieikendurna, eða nálega alla, að
þeir töluðu of lágt. Það vantaði mikið á að
greinilega heyrðist til þeirra um allan salinn
og snm orðin heyrðust alls ekki, og er það
sjálfskaparvíti, sem Öllum er innan handar að
laga.
Annað, sem vér vildum benda á, sem ekki
á fremur við leikfólk þetta, en flesta eða alla
aðra, sem vér höfum séð og heyrt taka þátt í
leikjum hér vestra að fólkið talar alt of seint,
sem gjörir leikinn dragandi og fjörlausann og
er það stærri galli en þó mönnum mishepnist
með einstakar persónur. Það er eins og málið
sé að missa hinn hrífandi mátt sinn áTörum
™r Vestur-fslendinga og ef Svo er,
}>á verður samræmið á milli orða og athafná
dofið og dautt. Leiktjöldin hafði hr. Friðrik
Swanson málað og voru þau falleg, sem vænta
mát.ti, en þau nutu sín ekki sökum rúmleysjs —-
og það gerði leikfólkið varla heldur, því til
þess að geta gjört leikrit þessu þau skil, sem
það á skilið þarf húsrúmið að vera haganlegt.
Að kanna Saharaeyðimörkina.
f tíð þeira manna, sem nú lifa hefir ver-
ið gjört meira til þess að kanna ókunn héruð
og stöðvar fornrar menningar, en á nokkrum
öðrum mannsaldri sögunnar.
Arlega nú í nokkur undanfarin ár, hefir
maður heyrt um undursamlega fundi í gröfum
höfðingja fomaldarinnar, af borgum, sem
grafnar hafa verið upp mörg fet niður í jörð-
inni og fyrir löngu síðan voru heimkynni
hundraða, eða jafnvel þúsunda manna, af dýra
leifum frá svo löngu liðinni tíð, að líf það, sem
þá þróaðist á jörðu var mjög svo ólíkt því, sem
nú á sér stað, og hyggjast þeir, sem það leggja
fyrir sig að geta með, því sannað framþróun-
arkenninguna alþektu.
Einn ldiðangnirinn er fynrhugaður ,fem
líklegur er að vekja allmikla eftirtekt. en hann
er til héraðs þess í Afríku er Hoggar hoitir,
en það má nefna hjarta Sahai a eyðimorkuriim-
ar.
Franskur greifi.Byron de Porok stendur
fyrir för þessari og hefir þegar haft mikinn
viðbúnað. Safnað að sér Mahara úlföldum á
norð-austurströnd Afríku og hefir með þeirri
hjálp varðað leiðina og flutt öll nauðsynleg
tæki og vörur og skilið þær eftir á 500 kíló-
metra millibili.
Beið þessi liggur í gegnum* Ouergha In-
Salah og Tamnrosset héruðin og verður a«Sal að-
seturstaður leiðangurs þessa á því síðast-
nefnda, sem Frakkar hafa nú skýrt _upp og
nefna Fort Laperine. Þaðan liggur leið þeirra
eftir eyðimörkinni inn til Hoggar, þar sem
enginn Evrópumaður hefir áður komið svo
menn viti.
Leiðin þangað er hin ægilegasta, ekki að-
eins vegna hitans, sem er brennandi á dagin og
vatnsskorts, sem þar er náttúrlega mikill,,
heldur er hún þakin Iíkum manna, sem hafa
reynt til þess að ná til Hoggar héraðsins, eða
Hoggar landsins, en örmögnuðust af hita,
þorsta, eða urðu skotmark íbúa evðimerkur-
innar. Á einum stað meðfram vegi þessum er
sagt að heil herfylking Touaregs manna liggi í
sömu stellingum og hún féll þar í orustu í forn-
öld.
Mönnum kann að þykja þetta undarlegt, en
svo er það samt. Hitinn þar í Sahara hefir
sömu áhrif á líkamann og smuming Egvpta,
eða ís hefir á lík, sem í honum geymast. Þau
'þoma og varðveitast svo um aldaraðir.
Á þessum svæði, sem nú hefir verið min.st
á hefst mannflokkur sá við, er Toua^eg nefn-
ist. Fólk það er’ einkennilégt og hefir ekki á-
kveðinn samastað, heldur flyst úr einum stað
í annan eftir kringumstæðum og atvikum, em
það afkomendur hinna fornu Lybian og Númi-
díu-manna og hefir veist að hverjum einasta
ókunnum manni, eða mannflokki, sem leitað'
hefir inn í land þeirra alt frá dögum Karþagó
manna, og til vorra daga.
Um Touareg-iskar konur segir kapt. Cecil
D. Priest, sem heimsótti þennan flokk manna
fyrir tveimur til þremur árum: “Stúlkumar
era sérlega laglegar, en afburða sóðar, þær þvo
sér aldrei, og er það mest því að kenna, að
heimili fólksins er langt úti á eyðimörkinni og
verður því að vemda hvern vatnsdropa. Hör-
undslitur þeirra er kaffi-brúnn, og ef dæma
ætti eftir augum þeirra þá yrð; ekki á' betra
kosið. En “bætir hann við, “í þeim má lesa
afbrýðisemi þeirra og “ótrúmensku”. Mönn-
um þykir ef til vill kynlegt að menn skuli vera
að sækja það svo fast að komast inn í þetta
dapra, dauðra manna heimkynni, eyðimerkur
landið ægilega, sepi enginn af síðari tíma
mönnum héfir komið til baka úr til þess að
segja mönnum hvað fyrir augun hafi borið
þar. En þegar menn vita að í landflæmi þessu
sem er afar stórt — nálega eins víðáttumikið
og Bandaríkin í Ameríku, er fjallgarður einn
mikill, sem Atakor-fjöll nefnist og eru eins há
og stórkostleg eins og Alpafjöllin í Sviss og
að í nánd við þann fjallgarð er hið nafnkunna
fjall “Gyri” þar sem forfeður Touareg-anna
,tóku hina dýra og fáséðu emerald-steina er
þeir seldu Karþagó-mönnum endur fyrir löngu,
þá fer manni að skiljast kapp það er menn
leggja á að komast þangað.
Árið 1881 er sagt að franskur liðsforingi
hafi fundið fjallið “Gyri”, eða komið auga á
það og gerði hann tilraun með 90 vöskum mönn
um að ná til þess, en áður en hann.komst alla
Ieið myrtu Touareg-amir hann og alla hans
menn á þann hátt að þeir byrluðu þeim eitur-
drykk, sem asfelele nefnist og er seyði af
jurt með því nafni. En drykkur sá hefir þau
áhrif, að hann ærir menn.
Loftslag kvað vera all einkennilegt á þess-
nm stöðvum. Hiti afskaplegur á daginn, en
svo kalt á nóttum að vatn botnfrýs í ílátum og
era því fjöllin snæviþakin að ofan alt árið.
Greifi Porok hefir gert samning við höfðingja
Touareg-manna um að fá að fara í friði gegn-
um land þeirra og stjóm Frakka hefir lofað
að leggja honum til hundrað hermenn og þrjár
vélabyssur.
Öhappa tiltæki.
Fyrir nokkra síðan barst það út um heim
allan í blöðum og tímaritum, að nýr æfintýra-
maður hefði bæst í hóp þeirra, sem ákveðið
höfðu að ná til norðurpólsins. Þessi maður
var Islendingur, fæddur í Canada og gekk und-
ir nafninu Grettir Algarsson.
Vér vitnm ekki hvenær maður þessi fékk
það í höfuðið að leggja út í leiðangur þennan.
En fyrir réttu ári síðan fór hann til Englands
í þessum erindum. Þegar þar kom hafði hann
ekkert til fararinnar eftir því sem sagt er
nema sjálfan sig.
En það er nú nokkuð þegar þessi “Eg” er
áræðinn, álitlegur, einarður og getur vel komið
fyrir sig orði. 1 einu af stórblöðum þessa
lands, sem gjörir þessa ferð Grettis að umtals-
efni er honum þannig lýst: “Hann var tutt-
ugu og fjögra ára gamall, einarður, vel vaxinn
og herðabreiður, ágætlega máli fárinn, fram-
koma hans laðandi og útlit hans alt.. Ennið
breitt og hátt, hárið ljóst og nokkuð hrokkið,
er vel eygður, munnurinn nokkuð stór og lýsir
festu og nefið beint og svipmikið.”
Með þessum tækjum og óbilandi festu
tókst Gretti að safna $10,000 í Englandi ög
að fá skip til ferðarinnar, sem var bæði segl
og gufuskip búið að mönnum og vistum og
lagði þessi nýi heimskautafari út frá Liverpool
22. júní s. 1.
Mr. Bee—Mason loftskeytaumsjónarmaður
skipsins og sá, er sögu þessa ’segir, getur þess,
^ að fyrirboði einhverra atburða, sem enginn
jieirra gat gert sér grein fyrir hvað gæti verið,
liafi lagst yfir skipshöfnina alla. Sumir þeirra
kölluðu.þetta hindurvitna hégilju og vildu ekki
láta uiulan þessum óhug, eða váboða. En svo seg
ir Bee—Mason að þetta hafi farið að skýrast
fvrir þeim og að ]>að hafi verið foringi farar-
innar, sjálfur Grettir Algarsson, sem óhug
þessum olli og þunga hugboði skipverjanna.
Að kveldi hins fimta dags er þeir voru í bafi,
stóð loftskeytaumsjónarmaðurinn uppi á þil-
fari og horfði út á úlfgrátt hafið, þegar ein-
hver lagði hönd á öxl honum. Hann snéri sér
við og sá að það var Grettir Algarsson, sem
ávarpaði hann og sagði: “Buzz (það var
gælunafn, er Shackleton hafði gefið Mason
áður fyr, er hann var í ferð með honum). “Eg
þarf að tala við þig. Geturðu komið ofan í
káetu með mér?” ^
Bee—Mason kinkaði kolli og fylgdi Gretti
ofan í káetuna. Þegar þangað var komið, á-
varpar Grettir Bee—Mason og segir: “Veistu
það, að eg er jarlinn af Akureyri? Svo sann-
arlega er eg það. Akureyri, skal eg segja þér,
er ahnar stærsti bærinn á íslandi og þar geri
eg kröfu til stórkostlegra eigna.
Settu þig niður, Bee—Mason og hlpstaðu
A mig. Þessi leiðangur er ekki farinn til pess
að græða fé á honum, og ekki heldur í vísinda-
legum tilgangi. Leiðangur þessi er farinn í
pólitískum tilgangi — til þess að tryggja vin-
áttubandið milli Islendinga og Englendiga:
Eftir þetta fór að bera á óskiljanlegu hjali
hjá Gretti um afburða hæfileika sína og aldrei
fékst hann til þess að taka handartak, eða
hjálpa skipverjum þó brýna nauðsyn bæri til
og svo var hann að segja þessar undra sögur
af sjálfum sér, sem hlutu að hafa slæm áhrif
á félaga hans, t. d. þessa í sambandi við komu
Dana konungs til Akureyrar.
“Þegar hans hátign kom þá stóð eg á
tröppum hallar minnar. Alt í einu sló eg
sverðinu, sem eg hélt á, á skjöld minn þrisvar
sinnum og að vörmu spori komu þrjú þúsund
hermenn í ljós og lutu konunginum.”
Ein af sögum hans var sú, að hann ætlaði
með 90 íslenska hermenn að taka bæ við Rauða-
hafið til þess að befna ættmanns síns eins, sem
þar hefði verið drepinn.
Af þessu, sem að ofan er sagt, ef satt er
er það ljóst, að maður þessi er naumast með
réttu ráði, og er það eitt út af fyrir sig nægi-
legt hrygðarefni, en það er þó ekki eina hrygð-
arefnið í sambandi við þetta mál, því með þess-
ari framkomu er íslenzku þjóðinni misboðið og
hún lítilsvirt í augum allra þeirra er tiltrú
báru til vitsmuna hennar, hreysti og hng-
dirfsku.
Endalok heimskautafarar þessarar, þeirrar
fyrstu, er íslendingur átti yfir að ráða urðu
þau, að tskipshöfniix á “ísland,” svo hét skipið,
tók öll ráðin af Gretti. Það var 19. september
lenti skipið þá í ofsaveðri undan Cape North.
Skipsbátarnir voru leystir og settir fyrir borð,
en fylti jafnharðan á stjórnborða og á meðan
mennirnir reyndu alt sem þeir gátu að halda
horfi, var Grettir að syngja inni hjá matreiðslu
manninum: “We won’t be sick until morning”.
Eftir að veðrinu linti hélt skipshöfnin fund og
tók öll ráð af Algarsson og var þar með
norðurförinni lokið og er nú skipið og menn-
irnir komnirtil Englands fyrir all-löngu síðan.
Ársbœkur Bókmentafélagsins
1925.
Þær eru ný-komnar hingað vestur og eru
þrjár í þetta sinn: Skínir XCIX. ár, Annálar
XI. bindi, 5. hefti.
iSkírair, tímarit Bókmentafélagsins, er
fróðlegt rit og skemtilegt nú eins og ávalt. Rit-
ið er 240 bls. að stærð og auk þess “Skýrlsur
og reikningar” félagsins yfir árið 1924,-
XXXV bls.
Efnisskráin ber það með sér, að Skírnir
hefir margt að flytja í þetta sinn, sem bók-
hneigðum mönnum mun þykja fýsilegt til lest-
urs og fáir munu verða fyrir vonbrigðum við
lesturinn, því ritgerðirnar eru vel ritaðar fróð-
legar og S'kemtilegar.
Efnisskráin er á þessa leið:
Guðmundur prófessor Magnússon, læknir. Eft-
ir Sæmund Barnhéðinsson.
Kirknatal Páls biskups Jónssonar. Eftir
Ólaf Láru3son.
Benedikt Jónsson Gröndal, yfirdómari og
skáld 1760—1825, hundrað ára dánarminning.
Eftir Hannes Þorsteinsson.
Um rannsóknir á Herjólfsnesi. Eftir Matt-
hías Þórðarson.
Undir straumhvörf. Eftir Sigurð Nordal.
Eðíisfar íslendjnga, Eftir Guðmund
Finnbogason.
Um nokkrar vísur Egils Skallagrímssonar.
Eftir Guðmund Finnbogason.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& DoorCo.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Souris Lump tonnið 6.50
Rosedale Lump “ 12.50
Vér höfum verzlað með Rosedale kol síðan
vér byrjuðum eldiviðar verzlun vora og alt
af eykst salan, sem sýnir að fólki líkar þau.
CONMORE BRIQUETS tonnið á - - $15.50
Thos. Jackson & Sons
Eigið Talsímakerfi: B62-63-64
lijuíríon'sljay'ííompaiig
(Olu’t'n'aö 5ritli'iin’nt ilimiíi’ú.
Félag þetta mun hafa eftirlit með ferðalagi BÆNDA.
FRÆNDA OG VINA frá Evrópu, er hafa í hyggju
að taka hér upp landbúnað.
Félag þetta hjálpar
BŒNDUM
til að fá vinnulýð frá Evrópu,
Félag þetta leiðbeinir NÝBYGGJUM við að velja sér
hentugar ábúðarjarðir f Manitoba, Saskatchewan og
Alberta,
Stílið allar fyrirspurnir til
iluböon’á Companp (^beröeaö
^ettlement Hímtteb
Department 12 93 MAlN STREET, WINNIPEG, MAN.
Eða til
Evrópu Skrifstcfa að 1 Charing Cross W.C. 2, London, Eng-
Adam og Eva rekin úr Paradís. Eftir
Gunnar Benediktsson.
Uppreisn Austurlandaþjóða. Eftir Hall-
grím Hallgrímsson.
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga. Eft-
ir Arna Pálsson.
Þá .eru ritfregnir eftir ýmsa höfunda um
margar nýjar bækur. Eru það sérstaklega
fræðibækur, sem um er ritað. Það mun vekja
eftirtekt margra, að það er aðeins eitt af skáld-
unum, se'in ritstjóra Skímis, Áma Pálssyni,
þykir vert að minnast í þetta sinn. Það er
Davíð Stefánsson og er talað um kvæði hans
vel og lofsamlega. Loks eru í ritinn skýrslur
og reikningar, félagsins ein,s og fyr segir og
hefir sá kafli líka áreiðanleap. sinn fróðleik að
fiytja.
Það er ekki ætlun vor að skrifa ritdóm um
þennan árgang Skírnis, heldur aðeins skýra
frá innihaldinn og þar með vekja eftirtekt á
þessu merka riti og hinu merkilega og virðu- '
lega Bókmentafélagi, sem miklu fleiri Islend-
ingar vestan hafs ættu að tilheyra, heldur en
raun er á. Með því gerðu þeir sjálfum sér
og félaginu gagn.
Það hefti Annálanna, sem nú er nýkomið,
nær frá 1626 og fram yfir 1700. Fróðlegt rit
og töluvert skemtilegt mun mörgum þykja, en
ærið fornt að efni og máli. Forabréfasafns
heftið er aðeins efnisyfirlit, en ómissandi þeim
sem fyrri hefti safnsins eiga.
0r herbúðum Sam-
bandsþiugsins.
Frá því hefir þegar verið skýrt
að vantraustsyfirlýsing sú, er Rt.
H)on. Arthur Meighen, bar fram á
hendur Macikenzie King stjórn-
inni, dag þann, er hásætisræðan
var flutt, hefði feld verið með
þriggja atkvæða meirihluta. Er það
því sýnt, að meirihluti þings var
samræmur stjórninni að því er þá
ályktan hennar snertir, að sitja við
völd frá síðustu kosningum og
bíða átekta þar til þingið sjálft á-
kvæði hver skyldi með völdin fara.
Eins og almenningi er kunnugt,
lauk síðustu kosningum þannig,
að enginn flokkur hlaut ákveðinn
meirihluta )þings. Ihaldsflokkur-
inn varð mannflestur en þó eigi
svo, að hann gæti upp á eigin
spýtur tekið stjórnartaumana í
sínar hendur. Frjálslyndi flokkur-
inn var fimtán þingmönnum veik-
ari og gat heldur ekki af eigin
ramleik búist við því að halda
völdum áfram. En þá kom það til
sögunnar, er reið baggamuninn.
Bændaflokkurinn taldi að af-
stöðnum kosningum tuttugu og