Lögberg - 28.01.1926, Qupperneq 5
LÖGBEBG FIMTUDAGINN,
28. JANÚAR 1926.
Bls. 5.
^KIDNEY
PILLS Js
CH
?°5íest?í5Ií
Dodds nýrnapillur eru besta
nýrnameðaiið. Lækna og gigt bak-
verk, ihjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, sem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pilla
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllurn lyf-
sölum eða frá The Dodd's Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
f jóra þingmenn, og að hann, ásamt
hinum óháðu þingmönnum og þing-
mönnum verkamannaflokksins, gat
haft það á váldí sínu, hvor hinna
gömlu fliokka, skyldi fara með
völd. Leiðtogi íhaldsmanna og
fylgifiskar hans, höfðu í kosuinga-
hríðinni, allir undantekningarlaust
svarið hátolla stefnunni fylgi.
Ekki einungis þverneitað að lækka
tollana frá því, sem nú eru þeir,
heldur ákveðið að hækka þá, til
móts við verndartolla Bandaríkj-
anna. Allir þingmenn frjálslynda
flokksins bænda og verkamanna-
flokksins, áttu það sameiginlegt,
að vera lágtollamenn, og þess-
vegna var etkkert eðlilegra né sjálf
sagðara en það, að þeir tækju
saman höndum í helstu málunum,
þegar á þing kæmi, og varð sú
raunin á.
'Mr. A. Speakman, bændaflokks-
maður frá Red Deer. Alberta, tók
síðastur til máls flokksbræðra
sinna, rétt áður en til atkvæða-
greiðslunnar kom og mun óhætt
mega fullyrða, að hann hafi tal-
að fyrir hönd hinna seytján
bændafiokksmanna, er atkvæði
greiddu gegn vantraustyfirlýsing-
unni. Kvaðst hann sérstaklega ótt-
ast, að ef íhaldsflokkurinn til
valda kæmist, myndi hann hækka
verndartollana þjóðinni til stór
tjóns og nema Crow’s Nest flutn-
ingsgjaldataxtann úr gildi.
Af þ$im þingmönnum íhalds-
flökksins, sem til máls tóku, auk
leiðtoga síns, þótti mest kveða að
þeim Hon. Bennett frá Calgary,
Mr. Cahan, þingmanni St. Lawr-
ence — St. George kjördæmisins í
Montreal og Hon. Hugh Guthrie
frá South Wellington. Báru þeir
allir lof á Meighen, hétu margs-
bonar umbótum, einkum á sviði
fjármálanna og gáfu jafnframt í
skyn að stuðningur af hálfu
bændaflokksins myndi vel þeginn
verða.
Snjallar og efnisríkar ræður,
fluttu þeir Henry Bourassa, utan-
flokkaþingmaður, frá Monreal og
Woödsworth, þingmaður hins ó-
háða verkamannaflokks fyrir Norð
ur-Mið-Winnipeg. Lýstu þeir báð-
ir yfir því, að þeir myndu óhikað
greiða atkvæði gegn vantrausts-
yfirlýsingunni. Var hinn fyrnefndi
einkum og sér í lagi afar harðorð-
ur í garð íhaldsflo'kksins og Mr.
Meighen’s
• Nýju ráðgjöfunum vel fagnað.
Tveir hinna nýju ráðgjafa, þeir
Hon. George H. Bovin, K. C.,
(Shefford), tollmálaráðgjafi og
Hon. Lucien Cannon, K. C. ('Dorc-
hester) Solicitor—General, tóku
báðir til máls í sambandi við van-
traustsyfirlýlsinguna. Voru það
þeirra fyrstu ræður á þingi, eftir
útnefningu þeirra í ráðuneytið.
Var ræðum beggja tekið forkunn-
ar vel.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
Kristjánsson.
Ekkja frá Flögu í Hörgárdal
F. 28. nóv. 1848 D. 10. jan. 1926.
Mér hverfur þar sumar, er svalinn gnýr
og sálin, er lífið burtu flýr,
þótt daglátin spegli hver draumur nýr
og dularfull spáin geymi
vort æðsta og bjartasta æfintýr,
frá æðra og sælla heimi.
En ljóð mitt til þín er ei spurn né spá —■
eitt spor til að þakka og minna á
alt heil-lyndið þínum huga frá
og hjarta þíns eldinn bjarta,
sem vinunum brann sem vorsól há,
svo veturinn hvarf þeim úr hjarta.
Þú reyndir hve heima oft örðugt er
að uppskera það, sem sáði hver.
En hér verður íslenzkan beinaber
og brokkgeng og fælin og mæðin.
Svo þungt verður huganum þar og hér
hjá þeim, sem ei sníða skæðin.
lEn íslenzku geymdirðu fræðin flest.
í fróðleiknum sjálfrar þín nauztu bezt,
þótt áhuginn beindist að ættvísi mest,
sem ágætu tengdist minni.
1 hug varstu skýr unz sól var sezt
á síðustu göngunni þinni.
Þú áttir svo sjaldgæft sonalán,
að sumargjöf næstum varð haustsins rán,
þótt ellin, sem fálki með augu frán
sjái’ alstaðar bráð á vegi.
Þú húsfreyjan ríktir áhyggju án
að æfinnar sunnudegi.
Þú trúðir á sálar sigur þann,
sem svefninn og dauðann yfirvann,
og dýrðina, Ijósið og lífið fann,
er leiðirnar hérna skildu.
Þú áttir í huga þér eld, sem branh
frá eilífðarlöndunum mildu.
Þar brostu þér fagnandi framtíðar lönd,
með frændur og vini af þessari strönd,
sem móti þér tækju, er brystu bönd
og búin varst þú að stríða. i—
1 tW þinni’ eg kveð þig. En tek, þér í hönd
með treganum jarðarlýða.
Og vertu svo blessuð um eilíf ár,
þú íslenzka göfgi með djúpar þrár,
þér andi Guðs friður himinhár
og helgi oss minning þína.
Svo kveðja þig bæði vor bros og tár,
i báðum þú lengi munt sk’ína.
Þ. Þ. Þ. <
skýrði efni og orðfæri og Miss Að-
albjörg Jbhnson las Auroru, blað
félagsins.
En það sem telja má aðalefni
þess, sem fram fór á þessum fundi
var kappræða og var umræðuefnið
þetta: “Ákvaðið að kvenfólk ráði
meiru i heiminum en karlmenn.”
Játandi hliðina höfðu Miss Lauga
Geir og Matthías J. Matthíasson,
en hina neitandi Egill Fáfnis og
Miss Ingibjörg Bjarnason. Játandi
hliðin vann kappræðuna að dómi
þeirra er til þess voru kvaddir.
Það er óhætt að segja að þessi
kappræða eða mælskusamkepni,
eða hvað menn nú vilja kalla það,
hafi tekist mjög vel og verið þeim
til sóma er hlut áttu að máli. Alt
þetta fólk talaði íslensku vel og
virtist létt um það, þótt enskan
muni þeim öllum tamari, að einum
undanteknum, Agli Fáfnis, sem er
fyrir fáum árum kominn til þessa
lands.
Stúdentafélagið íslenska er nú
búið að vera til í nærri fjórðung-
aldar og hefir oftast haldið uppi
fundarhöldum nema einhvemtíma
á stríðsárunum. Fundurinn &
laugardagskveldið var manni sönn
un þess, að það er enn í fullu
fjöri og góðar vonir um að það
eigi enn langa lífdaga fyrir hönd-
um.
báta, en þar eð brim var við land I hræddur maður og hjarta hreinn
gátu þeir ekki lent. Þeir biðu
þessvegna í bátunum fyrir utan
brimið, þangað til seinnipartinn
á mánudag, að þeir gátu lent við
illan leik þó; en alt gekk það
slysalaust. Meðallendingar voru
altaf í fjöru og gáfu skipbrots-
mönnum bendingu þegar þeir
skyldu róa í land.
Skipið hafði meðferðis 480 smál.
af kolum, er áttú að fara til ísa-
fjarðar, til hvers þar vitum við
ekki.
ástríkur eiginmaður og góður
faðir. Manni finst, að við reikn-
ingsskilin hinstu, hafi hann feng-
ið þau orð að heyra af vörum hans,
sem síðast yfirskoðar reikninga
lífsins:
“Þú varst trúr yfir litlu, eg mun
setja þig yfir mikið; gakk inn í
fögnuð herra þíns.”
Um afstöðu stjórnarinnar til
breytingartillögu Mr. Meighen s,
fórust Mr. Boivin þannig orð:
“(1) Ef til þess kæmi, að tillag-
an fengi framgang, myndi stjórnin
ekki eiga annars úrkosta, en að
segja af sér.
(2) Sá væri jafnframt skilning
flokksins. Rt. Hon. W. L. Mac-
kenzie King og æsktu þess jafn-
framt, að hann fengi sem allra
fyrst sæti á þingi. Mun þess og
eigi verða langt að bíða úr þessu,
með því að aukakosning í kjör-
dæmi því, þar sem hann býður sig
fram, Prince Albert, Sask., fer
ur stjórnarinnar í máli þessu, aðjfram þann 15. febrúar næstkom-
þótt tillagan yrði feld, myndi ráðu- andi, og má hiklaust telja hon-
Hveitisamlagið.
Eitt af því, sem bændurnir hafa
jafnan talað mikið um, er hvað
gert væri við það korn, sem af-
gangs væri sérstalklega í kornhlöð-
unum við hafnirnar. Hvað hveiti-
samlagið snertir, hefir fyllilega
verið' ráðið fram úr því. Það sem
afgangs er, ef það er nokkuð,
rennur í sameiginlegan sjóð þeirra
er kornið rækta. Að þessir afgang-
ar renna til þeirra, sem kornið
eiga, er eitt af því, sem einkennir
aðferð hveitisamlagsins, þar sem
hveitið fer um farveg samlagsins
fceint frá framleiðanda til neyt-
anda. Auðvitað er við því búist
af starfsmönnum hveitisamlagsins
sem vinna við kornhlöðurnar, að
vigta rétt, en ef samt sem áður
eitthvað kynni að verða afgangs,
þá fá meðlimir hveitisamlagsins
það alt aftur.
Margir bændur búa þannig, að
þeir fá aðeins noktkurn hluta upp-
skerunnar. Ýmsir hafa verið í vafa
um hvort þeir, er þannig eiga hlut
af uppsk^runni gætu gengið í
hveitisamlagið, ef hinn, sem á
hlut á móti þeim, vill ekki verða
meðlimur. Þó landeigandinn vilji
ekki ganga í hveitisamlagið, eða
þá hinn, sem vinnur landið vilji
það ekki, þá kemur það ekki í veg
fyrir að sá af þeim, sem inn vill
ganga, geti gert það. Það er þann-
ig ástatt um marga, sem nú til-
heyra samlaginu. Það er því ekk-
ert því til fyrirstöðu, að hver, sem
þannig stendur á fyrir, gangi í
hveitisamlagið fyrir sitt leyti.
Það eru ýmsir bændur í Mani-
toba og Saskatchewan, sem gjarn-
íslenskur togari grunaður um
landhelgisbrot. “Þór” skýtur 6
fallbyssuskotum á eftir honum. en
togarinn sleppur.
Seinnipartinn í gær kom varð-
skipið Þór hingað til bæjarins.
Þegar eftir komu hans flaug sú
fregn eins og eldur í sinu um bæ-
inn, að Þór hefði hitt togara vest-
ur við ólafsvík á mánudagsnótt-
ina var. Var togarinn ljóslaus.
Var hann svo nálægt landi, að
grunsamlegt þótti. En er varð-
skipið nálgaðist togarann leitaði
hann undan, báru varðmenn kensl
á, að þar var hinn nýi togari Jupi-
ter, er keyptur var nýlega í stað-
inn fyrir Belgaum, Skipstjóri
Þórarinn Olgeirsson.
Er togarinn leitaði undan, höfðu
varðmenn ekki önnur ráð en
hleypa úr byssunni. Sex sinnum
varskotið á eftir togaranum, en
alt kom fyrir ekki. Hann sigldi út
í myrkrið.
Morgunbl. 16. des.
Œfiminning.
neytið hvorki skoða það, sem
beina velþóknun þingsins á gerð-
um þess, síðastliðin fjögur ár, né
heldur slkýlaust umboð til þess að
sitja áfram við völd um óákveðinn
tíma.
(3) Hitt lægi í augum uppi, að
fall vantraustsyfirlýsingarinnar
hlyti að skoðast sem viðurkenning
þess, að King stjórnarformaður
hefði breytt rétt, er hann ákvað
eftir kosningar að vera við völd
unz þing kæmi saman og stefna
því til funda, eins fljótt og frekast
var kostur á.
Frjálslyndi flokkurinn sem einn
maður.
Rétt um þær mundir er þing
koan saman, lýstu allir þingmenn
frjálslynda flokksins trausti sínu
á stjórnarformanni og leiðtoga
Moldar minni.
Vor fyrst var mold. Að moldu slætt
hvert merkurdýr —
þess fyrri daga fiskivers
var faðmur hlýr.
Við sólarinnar svása yl
varð særinn stór;
við áhrif ljóss og lífræns mjöðs
varð leirinn frjór.
Vor fyrst var mold. Úr skorpu-skáp
vor sköpun sté;
vort dýraríki, grösin græn
og grenitré.
Og breytiþróun þörf var lífs,
að þroskast meir;
unz mannlegt loks var mótað hold
í mök við leir.
Sú haldvéf nú er hæsta snild
á hnetti þeim,
þar grundvöll lagði leirinn fyr
að lífsins heim;
því holdsins andans innri makt
hér æðst á fold.
við sólareld var soðin upp
úr svartri mold!
Vor glæsta mold! þess grunnur alls
sem gaf oss líf,
er seðftr oss — og seinast ert
vor síðsta hlíf!
þitt dýrkar nafn um eilíf ár
vor andi rór;
vér lifum, því við lífsmagn þitt
er leirinn frjór.
(X T. Johnson.
um þar sigur vísan. Þykir enda
líklegt að hann nái kosningu gagn-
sóknarlaust.
Merkilegir hljómleikar
í vœndum.
Undanfarna mánuði hefir all
stór flokkur karla og kvenna,
(eitthvað um sjötíu raddir) verið
a.ð æ<fa söngverk eitt mikið og
meúkilegt , eftir Björgvin tónskáld
Guðmundsson, og er svo til ætlast
að hljómleikarnir fari fram í
Fyrstu lútersku kirkjunni, seinni
part næstkomandi mánaðar, ef til
vill þann 22. Er verk þetta flokkur
helgisöngva. fSacred Cantata, og
nefnist “Advenat regnum tuum’
(Til komi þitt ríki).
Hljómverk þetta er næsta fagurt
með há-kirkjulegum blæ, máttugt
og mjúkt til skiftis. Ætti söngelskt
íslenskt fólk í þessari borg, því
ekki að sitja sig úr færi, heldur
láta hvert einasta sæti kirkjunnar
verða fkipað hljómleikakveldið.
Geta má þess og að sungin verða
jafnframt við þetta tækfæri tvö
lög eftir Björgvin, við texta úr
“Strengleikum” Guðmundar Guð-
mundssonar, svo sýnt er, að eigi
verður móðurmáli voru skipað í
krókbekk.
IBjörgvin Guðmundsson er víð-
gáfaður maður, óvenju auðugur
af nýjum melódíum og er sárt til
þess að hugsa, að honum hefir
eigi veizt frekari kostur til enn víð
tækari mentunar í ríki tónanna.
Fólk það, er að undirbúningi
hljómleikanna vinnur, hefir sýnt
frábæra alúð, að því er æfingum
viðkemur, og er slíikt gleðilegur
vottur um vaxandi áhuga.
Jóhann Kr. Johnson.
Svo sem um var getið á sínum
tíma í íslensku blöðunum, andað-
ist að heimili sínu í Winnipeg, 17.
ágúst 1925, Jóhann Kristján John-
son, kaupmaður, er nú sýnd hér
andlitsmynd hans og skal getið
Nýir bændur og vinnu-
lýður fyrir Canada.
í samkomulagi við stjórn lands-
ins, hefir Hudsonls Bay Company
Overseas Settlement Limited, tek-
ist. á hendur að flytja hingað vænt-
anlega bœndur og koma þeim hér
fyrir á hagkvæmum bújörðum.
Verður fólk það, er inn flyst á
þenna hátt, frá hinum ýmsu
Evrópu-löndum.
'Hudson’s Bay félagið er þekt
um víða veröjd fyrir ráðvendni og
nákvæmni í öllum þess athöfnum
og er mönnum því óhætt að reiða
sig á, að það lofar engu upp í
ermina sína.'
Þeir bændur, sem kynna að vilja
fá vinnufólk frá Evrópu, eða
frændur og vini, ættu að snúa sér
sem allra fyrst til Hudson’s Bay
Overseas Settlement, Limited,
Main Street, Winnipeg, er lætur
góðfúslega allar upplýsingar
þessu viðvíkjandi í té. Er áríðandi
fyrir menn, að senda þangað fult
nafn ásamt heimilisfangi. Hafi
bændur enga ákveðna persónu í
huga, er þeir vilja fá hingað út,
heldur eitthvert vinnufólk, þá
getur félag þetta komið slíku til
leiðar á afar skömmum tíma. Út-
vegar félagið með glöðu geði öll
skjöl og skilríki, setur sig i sam-
band við persónur þær. er inn eiga
að flytjast, og hefir eftirlit með
ferðalaginu til hins ákveðna stað-
ar í Canada. Eftir að' hingað kem-
ur, mun félagið leiðfcæina fólkinu
á margvíslegan hátt, og láta það
þar með verða aðnjótandi þeirrar
miklu þekkingar í sambandi við
kosti og val bújarða, er félagið á
yfir að ráða.
Þess er æskt, að sem flestir
sendi -nöfn og heimilisfang vina
sinna í Evrópu, þeirra, er í hyggj.u
hafa að flytja hingað, til Hudsön’s
Bay Com[>any's Overseas Limited,
Winnipeg, sem veitir fúslega allar
frekari upplýsingar þessu viðvíkj-
andi.
Athygli bænda í hinum ýmsu
bygðarlögum, skal hér með dregin
að auglýsingu Hudson’s Bay
Company Overseas, Limited, sem
birtist á 5. blaðsíðu í Lögbergi
fimtudaginn þann 28. janúar.
MAGIC
BAKING
POWDER
an Vildu ganga í samlagið um að helstu æfiatriða.
selja grófari korntegundir, en
vilja þó gjarnan mega seíja heima
fyrir, hafra til útsæðis, án þess
að þurfa að fá leyfi til þess hjá
embættismönnum samlagsins I
hvert sinn. Þetta er hægt að gera,
því sérstakar ráðstafanir hafa ver-
ið gerðar, svo meðlimir hveitisam-
lagsins geti selt hafra heima fyr-
ir. Upplýsingar þessu viðvíkjandi
ai^Vrifstofan í té og eins
nefndirnar í hverju héraði. í Al-
berta fylki eru ekki samtök um að
selja grófar korntegundir.
Stúdentafélagið.
Stúdentafélagið hélt fund á
laugardagskvöldið ! fundarsal
Fyrstu lútersku kirkju. Fundur-
inn var vel sóttur ogskemtilegur.
Forseti félagsins Miss Aðalbjörg
Jöhnson stýrði fundinum vel og
skörulega. Islenzkan er henni á-
reiðanlega ekkert ofurefli þó hún
sé alin upp hér í landi.
Sveinbjörn ólafsson talaði um
að auglýsa lsland meðal annara
þjóða. Hann talaði á ensku, en
aít annað fór fram á íslenzku.
Quartett sungu Miss Bjarnason,
Miss Bardal, Hermann Melsted og
Jón Bjarnason. Miss Halldórson
lék á píanó.
GISLI A LÓNI.
Þegar eg sá þig síðast, frændi,
svipurinn þinn var hreinn sem fyr.
Þá bar fjölda gesta að garði,
og gleðibros við hverjar dyr.
Sama höföings lundin ljúfa,
sem léði þér ætíð þol og fjör,
Þitt hús var kóngshöll bygðarbúa,
sem blíðkaði margra hrygðar kjör.
Eg veit á Lóni ríkir rökkur,
og renna af kinnum saknaðs tár,
hvar bros þitt skein er depill dökkur,
sem dreifist vart í fleiri ár.
Hún Margrét þín og mætar dætur
mistu sína hjartans þrá,
en það eru að eins nokkrar nætur
unz njóta þín að aftur fá.
Dagsverkið þitt er klappað og klárt
bg komið í gegn með prýði;
þó að stundum sviði sárt,
þú sintir ei kveifara lýði;
í heims þrauta kifi þú ei brást,
en þoldir öll jelin svölu;
sannar þakkir; þú sífelt varst
' í sómamanna tölu.
Þú áttir skilið þann skapadag,
í skyndi sem bar að hendi;
þú áttir skilið þann hinzta hag,
sem heilagur Guð þér sendi;
þú áttir sk'ilið það himneska hrós,
sem hreptir þú, firtur kvölum;
þú áttir skilið að liða sem ljós
frá lífsins jarðnesku sölum.
Jón Stefánsson.
Jóhann Kr. Johnson var fæddur
4. dag ágúst mánaðar árið 1858 á
Dvergarsteini á Islandi. Var hann
sonur Jóns prests Jónssonar, er
lengi þjónaði Dvergarsteins-
prestakalli, og konu hans Bjargar
Magnúsdóttur, er ættuð var frá
Hömrum í Eyjafirði. Er Jóhann
var tíu vetra misti hann föður
sinn, var hann eftir það hjá móð-
ur sinni þar til hann var sextán
ára. Fór hann þá til Eskifjarðar
til frænda síns, Jóns sýslmarns
Jónssonar og var skrifari har.s
hálft annað ár, réðist hann þá sem
bókhaldari til Karls kaupmanns
Tuliniusar á Eskifirði og var þar
fast að fimtán árum. Eftir það
fluttist hann til Djúpavogs og var
bókhaldari við verslun örum og
Wulfs i sex ár. Næstu þrjú árin
var hann við verslunarstörf hjá
Otto Wathne á Seyðisfirði. Byrj-
aði hann þá verslun á sjálfs sín
reikning á Seyðisfirði og hélt
henni áfram þar til hann fluttist
til Vesturheims.
Árið 1892, 8. sept. Icvæntist Jó-
hann og gekk að eiga ungfrú
Guðríði Helgu Hóseasardóttur frá
Jórvík í Breiðdal. Lifir hún mann
spili og slíku athæfi. “The Wheel”
er samt sem áður ekki prédikun
beinlínis. Það eru myndir, sem ber
fyrir augað hver eftir aðra, sem
sýna lífið eins og það er og a-
horfendurnir draga sínar ímynd-
anir og ályktanir af þeim.
Leikararnir eru sjálfir trygg-
ing fyrir því að vel sé leikið, eins
og t. d. Harrison Ford, Claire
Adams, Mahlam Hamilton, Mar-
gret Livingston David Torrence,
Clara Horton og George Horris.
Það erhægt a(ð skilja “The Wheel”
og myndin dregur vafalaust að sér
fleira fólk heldur en flestar aðrar
myndir á þessu ári.
WALKER
John Coates, hinn frægi enski
tenor söngvari verður á Walker
leikhúsinu mánudagskveldið 1.
febrúar næstkomandi. Það er í
fyrsta sinn, sem hann er þar og
eina skiftið, sem hann syngur í
Winnipeg. Mr. Co'ates .hefir hlotið
mikla aðdáun þeirra, er söng unna
í New York, Boston, Montreal,
Ottawa og hvar annarstaðar þar,
se.m hann hefir komið nú á fyrstu
ferð sinni um Canada og Banda-
ríkin. Hann er þektur fyrir sína
fögru rödd og sérstaklega hvern-
ig þann fer með efnið og, skýrir
skemtilega söngvana, sem’ eru á
skemtiskránni. Það þarf ekki æfða
söngfræðinga tilað skilja og gleðj-
ast af að heyra John Coates. Sæt-
in eru nú til sölu.
* * *
Sir John Martin Harvey, fræg-
astur leikari í hinum enskumæl
andi heimi, verður á Walker leik-
húsinu á þriðjudagskveldið. 2.
febrúar og verður þar í fimm
kveld og einnig síðari hluta dags
á miðvikudag og laugardag. Hann
sýnir þar leikinn “The Only Way’
sem hann er frægur fyrir að leika
svo ágætlega. Hann sýnir mjög
fallega á leiksviðinu atriði úr
stjórnarbyltingunni frönsku. Með
honum verða margir ágætir leik-
arar, sem leikið hafa með honum
í London og á fyrri ferðum hans
um Canada þar á meðal Lady Mar
tin Harvey og mörgum leikurum,
sem ekki hafa áður verið i Winni-
peg.
Sætir eru nú fáanleg nær sem
WONDERLAND.
Leikurinn The Freshman verð-
ur sýndur á Wonderland á fimtu-
dag, föstudag og laugardag í þess-
ari viku. Það er mjög spennandi
og skemtilegur leikur, sem sýnir
skólapilt, sem hefir mikið álit á
sjálfum sér og sækist eftir því að
láta mikið á sér bera og komast í
álit hjá félögum sínum og öðrum.
En þetta sjálfsálit var ekki bygt
á réttum grundvelli og hann kemst
að því að þeir sem Tiann hélt að
þætti mikið til sín koma, gerðu
bara háð að honum. Þeir höfðu
haft hann bara eins og fífl. En
hann rankar við sér og hættir að
sækjast eftir lofi annara, en reyn-
ir að vera eitthvað sjláfur og hann
sýnir að hann getur það. Leikur-
inn er mjög hrífandi.
Á mánudag, þriðjudag og mið-
vikudag næstu viku sýnir Wonder-
land Ieikinn “So this is Marriage”
sem ^ Hobart Goldwyn hefir gert.
Þar er ekki aðeins sýnd mynd af
hjónalifinu eins og það er nú á
dögum, heldur sýnir hún einnig
hvernig það var í gamla daga hjá
unga fólkinu þá. Það gerir mynd-
ina miklu falegri og skrautlegri
að tekin er inn í hana sagan úr
biblíunni um Davið konung í nátt-
úrlegum litum. f leik þessum eru
margir ágætir leikarar, sem leysa
hlutverk sín eðlilega af hendi og
Ieika prýðis vel.
Frá íslandi.
Skipstrand.
Norskt eimskip, “Eina Ingva
Nathan Are,” strandaði aðfara-
nótt mánudags austur í Meðal-
landi. Mannbjörg varð.
(ISímtal við Vík, 15. des.)
Aðfaranótt mánudags 14. þ. m.
strandaði norskt eimskip “Eina
Ingva Nathan Are”, frá Bergen,
á Efri-.Eyjarfjöru á Meðallandi.
Skipið hafði strandað á útfiri og
sinn og býr með börnum sínumlfólk vill koma af þeim sjö skiftum
að 512 Toronto St. í Winnipeg 1 sem Sir John Martin Harvey leik-
Þeim hjónum varð fjögurra barna ur hér í “The Only Way
auðið. Fyrsta barn þeirra, Björg-
vin Stefán, dó tæplega árs gamalt.
Hin þrjú eru öll uppkomin og heita
Svava, Lára Gyðbjörg og Hóseas
Joseph Walter.
Til Vesturheims komu þau
Jóhann og Guðríður og börn þeirra
sumarið 1903. Eftir skamma dvöl
í Argyle, Man. fluttust þau til
Edinburg í North Dakota og var
Jóhann þar við verslunarstörf i
tvö ár. Til Mozart í Saskatchewan
fluttust þau í maí 1906 og voru
þar 1 tólf ár. Rak Jóhann þar
verslun öll þau ár og græddist fé
töluvert. Vorið 1918 seldi hann
verslunina og flutti til Winnipeg
og bjó þar til dauðadags.
Jóhann Kristján Johnson var
skýrleiks maður og frábærlega vel
að sér í þeim fræðum, er hann
lagði fyrir sig, reikningsmaður og
bókhald'ari frábærlega góður og
Alveg óviðjafnanlegur
drykkur
Sökum þess hve efni og útbúnaður'er 8
fuilkominn.
PROVINCE.
Stjórn Province Ieikhússinsímæl
ir ekki með því, að börn sjái mynd-
ina “The Wheel.”
Það er í samræmi við þá
stefnu, sem hefir bygt upp þetta
leikhús, að ráðsmaður þess kemur
nú fram og auglýsir að myndin, er
sýnd verður næstu viku, “The
Wheel” er ekki þannig að holt sé
fyrir börn og unglinga að sjá
hana. Honum er ljóst að flestar
myndir hans eru þannig að börn
mega gjarnan sjá þær, en hikar
ekki við að vara mæður og feður
við að láta\börn sín sjá þessa af
því hún snertir áhættuspil. Mr.
Jernberg álítur að þar, sem hann
gefur þessa aðvörun, þá geti for-
eldrar óhætt sent börn sín á leik-
húsið á öðrum tímum, og ekkert
verði sýnt, sem þarf að óttast.
Myndin “The Wheel” verður
sýnd á Province leikhúsinu næstu
vándvirkU. Ráðvándur var hann b™ar á mánudaginn Þeir
William Fox og Victor Schertzlng-
og mátti ekki vamm sitt vita í
nokkrum hlut; geðprýðismaður og
svo vinsæll, að aldrei mun hann
Séra H. J. Leó las Þrimskviðu og komust skipsmenn, 14 að tölu, í hafa átt óvin á lífsleið sinni; guð-
er hafa gengið svo frá henni, að
hún hlýtur að vekja athygli þeirra
sem láta sér ant um góða siði, þvi
leikurinn sýnir hættuna af áhættu
Kievel Brewing Go. Limited
St. Boniface
Phones: N1888
JN1178