Lögberg - 28.01.1926, Page 6
Bls. 6.
LöGBERG FIMTUDAGINN,
28. JANÚAR 1926.*
Á metaskálum
lífsins.
Eftir L. G. Moberley.
Hann þagnafti skyndilega og starði fast á undir-
ritanina.
“Þetta er þó undarlegt,” tautaði hann — ‘‘það
er einkennilegur viðburður. Mary Tritton! — Trit-
ton er ekki algengt nafn. Skifarinn minn — asniíin
sá — heitir Tritton, og hann sagði að mamma sín
hefði átt heima í nánd við Mansmere. Er þetta til-
viljun — eða er það verulegt —”
5. KAPÍTULI.
Eftir heimsókn Sir Miles hjá Dórótheu, datt
henni í hug gamalt skozkt sögukvæði, sem hún gat
ekki gleymt. Tvær hendingar hljóða þannig.
‘‘Mig þér kveljið, ei með orðum, eins og þér haldið,
en tala yðar augna sviftir mig öllu valdi.”
Þegar Miles, síðari hluta þessa fimtudags,
hafði*yfirgefið Dórótheu og borið upp fyrir henni
þá uppástungu. sem henni fanst svo óeðlileg og hafði
valdið henni mikillar geðshreyfingar, óskaði hún
af aihuga að geta nú fengið næði til að íhuga til-
boð hans. En frú Carstairs lét hana ekki í friði
eina mínútu. Hún var ekki sú manneskja, sem tók
tillit til tilfinninga annara, og hana skorti næatum
alveg viðmótslægni. . Undir eins og hún hqyrði hið
létta fótatak Dórótheu fyrir utan dyrnar á herbergi
sem hún lá i, kallaði hún því á dóttur sína, áður eri
hún fékk tíma til að geta farið upp á þriðja loft til
svefnherbergis síns.
“Þú hefir þó ekki ætlað að fara upp án þess, að
segja mér fyrst frá erindi Sir Miles í dag?” spurði
hún alláköf undir eins og hún sá Dórótheu í dyr-
unum. “Nú hvað vildi hann, var það nokkuð sér-
stakt?”
Dóróthea stóð kyr fyrir innan dyrnar, og þegar
hún svaraði ekki strax, varð móðir hennar ennþá
forvitnari. Hún velti sér við í rúminu og sagði ó-
þolinmóð:
"Það hefir þá verið eitthvað mjög áríðandi,
sem hann vildi tala um við þig? Mér datt það í
hug. ó, Dóróthea, flýttu þér að segja mér frá því;
þú veist ofurvel að taugar mínar þola ekki æsingu,
en eg held að þér þyki gaman að því að láta mig
biða.”
“Nei, mamma, það þykir mér sannarlega ekki,” ,
svaraði Dóróthea eins rólega og henni var mögu-
legt, “en mig langar svo mikið til að fá leyfi til að
hugsa um það í næði, sem Sir Miles talaði um við
mig, — áður en eg segi þár og pabba um hvað það
var.”
"Nú, eg hefi þá gizkað rétt á. — Það hefir ekki
verið nein almenn heimsókn, Dóróthea? Hann
hefir viljað að þú hættir við neitun þína — var það
ekki tilfellið?”
Dóróthea gekk nú að rúminu, og um leið og
hún leit á hið æsta andlit móður sinnar, krepti hún
hendur sínar svo fast, að hana sárkendi til; það
var eins og hún með þessum kvölum vildi minna sig
á, að hún yrði að stjórna sér.
"Jú, — það var tilfellið,” sagði hún seinlega.
“Miles kom enn þá einu sinni til að spyrja mig,
hvort mig, hvort eg vildi verða konan hans, óg —"
"Miles er þá gæddur meiri þrautseigju en eg
bjóst við,” greip frú Carstairs fram í fyrir henni
sigri hrósandi “Eg hélt raunar að hann væri einn
að þessum hræðilegu mönnum, sem ekki biðla
tvisvar sinnum. Þú1 veist að sumir menn álíta það
ósamboðið virðingu sinni að endurtaka bónorð,
þegar þeir hafa fengið neitun — og þannig hélt eg
Miles vera.”
“Miles hefði aldrei spurt mig i annað sinn,”
svaraði Dóróthea alvarleg, “ef ekki —”
"Nei — nei — eg skil hann svo vel,” greip
móðirin fram í fyrir dóttur sinni, sem aldrei hafði
verið jafn gröm yfir hinni leiðinlegu venju móður
sinnar, að grípa fram í fyrir fólki, sem hún áleit
tala-of seint — ”hann hefði auðvitað ekki endur-
tekið bónorð sitt, ef hann hefði ekki erft óðal,
lausafé og nafnbót frænda síns, en hann hefir n<:i
haft alt þetta í þrjá mánuði, og hversvegna hefir
hann þá ekki komið fyr Því hefir hann Ueðið þang-
að til í dag?”
"Það* var alls ekki nafnbótin, óðalið eða arf-
urinn í heild sinni, sem kom honum til að koma
hingað í dag,” sagðí Dóróthea, um leið og hún
settist við rúmið og lagði sína hendi ofan á móð-
urinnar, sem Iék sér að ábreiðunni; “það er ekki af
því Miles er orðinn ríkur, að hann*endurtekur bón-
orð sitt. Hann vissi að það mundi ekki breyta á-
formi mínu.”
"En hvað er það þá, sem hefir komið honum
til að endurtaka bónorðið? Ó — flýttu þér að
segja mér frá því. Kveldu mig ekki lengur með
þessari endalausu þögn.”
“Mér þykir það leitt, mamma, að þú skulir taka
það þannig. Mér finst það svo hræðilegt fyrlr
mig — og eg hefi alls engan tíma fengið tll að
hugsa rólega um þetta, eftir að hann —”
“Hvað er það, sem er svo hræðilegt?” greip
móðirin aftur fram í fyrir henni. “En það að hann
hefir aftur biðlað til þín? Það er þó harla undar-
legt að taka giftingar tilboði á þennan hátt — þau
hanga raunar ekki á trjánum — flestar af ungu
stúlkunurm hlaupa og hoppa, undir eins og þær fá
biðil. Já — þegar eg var ung stúlka, var það á
annan hátt, eg hafði sæg af tilboðum áður en eg
játaðist föður þínum,—og ef eg hefði tekið einhvern
af hinum, sem ásóttu mig,— þá hefði eg máské ekki
verið eins illa stödd og eg er nú. Nei — við skul-
um ekki segja að það sé hræðilegt, að þú færð
giftingartilboð.”
“Það var ekki giftingartilboðið, sem mér
sýndist svo hræðilegt,” sagði Dóróthea og reyndi
að brosa. —"Þegar jafn góður drengur og Miles
biðlar til stúlku, getur hún aðeins sagt, eins og
mér sýnist, að hann veiti henni mikinn heiður. Það
sem mér finst hræðilegt, er að Miles er veikar.
Hann hefir í dag fengið að vita, að hann á aðeins
eftir að lifa eitt ár, og hann kom í dag til að biðja
mig að vera konu sína þetta eina ár.”
Frú Carstaifls varð svo undrandi og máské líka
hrygg yfir þeim örlögum, sem höfðu Wtt þennan
mann, er hún hafði þekt frá æskuárum hans, að hún
þagnaði fáeinar sekúndur. Hún horfði efandi á
dóttur sína, eins og hún gæti ekki trúað sínum eig-
in eyrum.
“Og hverju hefir þú svarað honum?” stamaði
hún loks.
"Eg beiddi hann að veita mér umhugsunartíma.
Eg verð að í'huga þetta nákvæmlega, og eg get ekki
svarað honum fyr en eg er búin að tala við Oliver.”
“Þú ætlar að tala við hr. Dynecourt?” sagði
frú Carstairs; “er það alvara þín, Dóróthea, að
spyrja hann hvað þú eigir að gera? Þú hefir sagt,
að þú værir á engan hátt bundin honum ? Hvern-
ig getur þú þá verið svo barnaleg, að álíta þig
skuldbundna honum? Þú getur fyrirfram vitið
hverju hann muni svara þér. Enginn maður, sem
þykir vænt um stúlku, getur ráðlagt henni að sam-
þykkja uppá stungu Miles.”
“Eg hefði aldrei farið að íhuga tilboð Miles,”
sagði Dóróthea og stundi “ef ekki—”
“Ef ekki — hvað?” spurði frú Carstairs óþol-
inmóð, þegar dóttir hennar hikaði, “þú gerir þér
alla hluti of erfiða, Dóróthea. Hversvegna vill
Miles endilega að þú giftist sér? Eg get ekki skil-
ið hversVegna hann er svo kröfuharður og eigin-
gjarn. Þegar hann vill hjálpa þér og okkur hn.um,
getur hann gert það á annan hátt. Ef það er satt,
að hann sé veikur og verði ekki bjargað, hversvegna
vill hann þá giftast þér, — hið auðveldasta var þá
að arfleiða þig að nokkru af peningum hans.”
Hinn espandi og ákveðni raddhreimur frú Car-
stairs, eins og hann var stundum, vakti gremju hjá
dóttur hennar, og í dag var henni sannarleg kvöl að
hlusta á móðurina. Það var því engin furða, þó
að því væri komið að hún misti þolinmæðina.
“Þú getur getið því nærri mamma, að þetta var
fyrsta hugsun Miles. Sérhver, sem þekkir hann,
hlýtur að vita, að hann hugsaði fyrst um þetta. En
það eru nokkur undarleg skilyrði í erfðaskrá frænda
hans. Miles getur aðeins arfleitt konu sína og
börn; ef hann deyr ógiftur þá fær fjarskyldur æti-
ingi óðalið og lausaféð. Og þar eð hann vill að eg
8é rík og óháð, hefir hann í dag beðið mig að vera
konu sína þetta eina ár.”
“Og þegar svo sorgarárið er liðið, getur þú
átt hr. Dynecourt,” sagði frú Carstairs fjörlega.
“;En þetta er nú ágætt, Dóróthea. Já, nú skil eg
alls ekki hversvegna þú lítur út eins og syrgjandi
drotning yfir þessari uppástungu. Annað eins til-
boð og þetta eiga fæstar stúlkur kost á að fá. Þú
færð tækifæri til að gera tvo menn gæfuríka, og
sjálf verður þú mjög rík kona. — Og þar á ofan
munt þú — en eg þekki þig nógu vel til að vita, að
þú munir aldrei líta á þetta málefni frá þeirri hlið,
— þú munt þar á ofan verða fær um að flytja vesa-
lings foreldra þína frá þessari fátækt og eymd, sem
þeir eiga svo erfitt með áð þola.”
Um leið og frú Carstairs talaði þessi orð, rétti
hún út hendi sína og benti á húsmunina i herberg-
inu, sem dóttir hennar hafði átt svo erfitt meö að
útrega, en hafði þó með umhyggju sinni og striti
getað búið herbergið þannig út, að það benti hvorki
á fátækt né eymd — hvað sem segja mátti um hin
herbergi íbúðarinnar.
‘En eg efast heldur ekki um, að þú munir finna
einhverja afsökun til þess að veita okkur ekki
þessa hjálp,” sagði hún gremjulega um leið og hún
, hné niður á koddann.
“Það var að eins hugsunin um,alt það, sem eg
gæti gert fyrir pabba og þig, og svo um það, að eg
gæti máské gert Miles gæfuríkan þetta eina ár, sem
hann á eftir að lifa, er varnaði mér þess að neita
tilboði hans,” sagði Dóróthea með sorgþrungnum
svip 1 fögru augunum sínum. “Mundir þú í raun
og veru verða glöð, mamma, ef eg tæki tilboði
Miles?”
“Hvort eg mundi verða glöð, kæra Dóróthea?
Spurningar þínar eru svo barnalegar, að þær eru
næstum hlægilegar. Hvernig getur þú spurt svo
heimskulega? Heldur þú að eg sé ánægð með að
okkur líði eins og okkur líður hér — þar sem eg
verð að telja hvern skilding er eg læt af hendi, og
verð að vera án svo margra þæginda, sem eg hafði
vanið mig við. Að eins það, að vita, að nú væri
lokið öllum þessum sparnaði og nauðsynlegu nísku,
mundi gera mig ósegjanlega ánægða.”
Og frú Carstairs, sem að mestu skorti alla hæfi
leika, var þó hneigð fyrir sorgarleik, og þegar hún
endaði athugasemdir sínar að þessu sinni, huldi
hún augu sín með vasaklútnum og fór að gráta
snöktandi.
Fyrir manneskju, sem var jafn blátt áfram og
eðlileg og Dóróthea, var hið samanblandaða lund-
arfar móðurinnar og hin undarlega, ógrundaða
framkoma, alveg óskiljanlegt. Hana grunaði ekki
að það var nauðsyn fyrir móðurina, að taka hina
daglegu viðburði, sem innskotsþætti í sjónleik. —
Hún elskaði að leika sjónleik, og hún gat ekki án
þess verið. — Dóróthea skildi alls ekki, að orð
móðurinnar voru sjaldnast bygð á tilfinningum, —
hvernig gat nokkur manneskja grátið, hugsaði hún,
án þess að vera mjög sorgþrungin? Og þegar hún
sá nú hin tárvotu augu móður sinnar, fann hún til
sárrar iðrunar. Hversvegna var hún að hika við
að taka tilboði Miles? Var þessi hikun hennar ekki
hrein og bein eigingirni? Hugsaði hún ekki ein-
göngu um sjálfa sig. þegar hún hikaði við að giftast
honum? Og átti hún ekki aé ganga fram hjá sínum
eigin óskum, þegar vellíðan margra manneskja var
undir því komin að hún játaði Miles? Eins árs
ihjónaband var alt sem heimtað var af henni —
var sú fórn í rauninni of stór? Þannlg barðist
Dóróthea viðsjálfa sig, og skyndilega stóð hún upp
með ákafa, sem henni var óvanalegt.
“Eg get ekki áformað peitt ákveðið, fyr en eg
hefi talað við Oliver,” sagÓi hún einbeitt, “við er-
um að sönnu ekki heitbundin hvort öðru með nein-
um loforðum, en eg verð að ráðfæra mig við hann
um þetta. Það væri ekki rétt af mér að játa Miles,
án þess að spyrja Oliver um álit hans á þessu.”
“Þú ert um of samviskusöm og ástfangin,”
sagði frú Carstairs, “og það gagnar auðvitað ekki
að mótmæla. þér, því þú ferð alt af þína eigin leið.
Og ef alt á að vera undir Dyn^court komið, þá get
eg strax slept allri von um nokkurn bata fyrir okk-
ur. Enginn maður lætur sér detta íhug að sam-
þykkja giftingu ástmeyjar sinnar með öðrum
manpi.”
“Olivei? er svo eðallyndur,” sagði Dóróthea, sem
eins og sönn.stúlka, sá allar dygðir hjá þeim manni,
sem hún elskaði. “Hann lítur ekik á þetta málefni
með eigingirni. En eg verð að vita um álit han3.
Og ef hann heldur að eg eigi að játa Miles, þá geri
eg það, þín og hans vegna.”
“Guð blessi þig, barnið mitt,” sagði frú Car-
stairs, sem aftur lét sjónleikara eðlishvötina stjorraa
sér. “Fá þú hr. Dynecourt til að koma hingað eitt-
hvert kvöldið og tala um þetta við þig. Hve lélegt
sem ásigkomulag okkar er, þá er ekki ómögulegt að
við gætum búið til handa honum viðunandi dagverð
— og hve illa, sem hér líður, skal eg þó þín vegna
fara á fætur það kvöld.”
Ofurlítið bros léík á vörum Dórótheu. Svo
mikið þekti hún móður sína að hún vissi, að et Oli-
ver Dynecourt dveldi sem svaraði tveimur stundun:
á heimili hennar, þá mundi hún finna eitt eða ann
að ráð til að fá hann til að hallast að sinni skoð-
un. En Dóróthea vildi að Oliver væri alveg sjálf-
ráður þegar hann gæfi henni leiðbeiningar í þessu
efni, og hún sagði því ákveðin að hún vildi heldur
tala við Oliver heima hjá honum, þó það væri má-
ské ekki vel viðeigandi.
Hún gat ekki gert sér ljóst hverjar afleiðingar
þetta áform sitt mundi hafa, fyr en morguninn eft-
ir þegar hún sat í biðstofu Dynecourts. Það sem
henni í gær fanst svo auðvelt og blátt áfram, virt-
ist henni nú ómögulegt að framkvæma.
Oftar en einu sinni stóð hún u;>p til að fara,
svo erfitt fanst henni þetta áform.
“Hvaða gagn er að þvi að eg fari?” sagði hun
við sjálfa sig. “Eg hefi áformað þetta og verð því
að framkvæma það, það væri rangt og óheiðarlegt
að leita ekki álits Olivers.”
Svo settist hún aftur og leit í blöð, sem lágu á
borðinu..
“En ert það þú, Dóróthea?” sagði hann, þeg-
ar hún kom inn til hans. Alvarlegi svipurinn, se.u
hann var vanur að bregða á sig gagnvart sjúkling-
um sínum, hvarf strax, hann gekk til Dórótheu,
greip hendur hennar og þrýsti henni að sér. “Því
sagðir þú ekki stofustúlkunni nafn þitt, eða fékst
henni nafnspjaldið, þá hefðir þú komið undir eins
inn. Eg læt sjúklinga mína bíða, svo þeir haldi að
eg eigi annríkt.”
“Koma enn þá'fáir sjúklingar til þín, vinur
minn?” spurði hún alúðlega.
“Já, það máttu reiða þig á,” svaraði hann og
hló kuldalega, “annaðhvort koma engir sjúklingar,
eða að þeir, sem koma, geta ekki borgað fyrir sig,
og komi einhver, sem getur borgað — þá er það oft-
ast tilfellið, að hann er við dyr dauðans, vesalings
maðurinn. Það er leiðinlegt fyrir mig að sitja hér
dag eftir dag, og bíða sjúklinga, sem aldrei koma.
Og þegar eg hugsa um það, Dóróthea, hve lengi við
verðum að bíða þess að verða sameinuð, þá ætlar
hjarta mitt að springa af óþolinmæði og sorg.”
Hann settist við hliðina á Dórótheu og horfði í
augu hennar. Hið blíða og ástríka augnatillit hans
var auðskilið.
Þó aðsvipur Dórótheu væri sorgþrunginn, var
andlit hennar óvanalega fagurt. Það var eitthvað
svo eðallynt og hreint við fallega ennið hennar, og
augun svo blíð og góð þrátt fyrir sorgina, sem 1
þeim bjó.
Loks sá Dynecourt að svipur hennar var alvar-
legur og hryggur.
“Já, þessi langa bið er óþolandi,” endurtók
hann um leið og hann þrýsti henni henni að sér og
kysti hana með ákafa miklum. “En hversvegna
kemur þú hingað í dag?” spurði hann eftir stutta
þögn. “Þú ert þó líklega ekki veik? Það skyldi nú
-bætast við alt annað.”
Hún dró hendur sínar með hægð úr hans.
“Nei, nei, Oliver, eg er alheilbrigð. Eg er ekki
komin til að tala við þig sem lækni, heldur tu að
biðja þig um góða ráðleggingu. — Það er svo erfitt
að vita hvað maður á að gera, þegar maður vill
brejit rétt við alla, og eg get ekki ákveðið neitt fyr
en eg heyri álit þitt, Oliver — þú mintist á ríkan
sjúkling, sem ekki gæti batnað — hét ekki sá mað-
ur Miles Hernesley?”
“Jú — það er undarlegt að þú skuldir vita það.
Nú — það er satt, nú man eg að þú fyrir löngu síð-
an talaðir um vin þinn, sem héti Hernesley . Man
eg þetta ekki rétt — en var það ekki dálítið meira
en vinátta, sem hann bar til þín? — Nú — ekki
mundi eg eftir þessu, þegar hann var hér í gær, og
þegar eg að endaðri rannsókn varð að segja hon-
um — að hann gæti ekki lifað lengi.”
“Er þá ekkert mögulegt að gera fyrir hann,
Oliver? Er það satt, að hann geti ekki lifað nema
þetta eina ár?” _
“'Hann hefir þá sagt þér frá heimsókn sinni til
mín i gær?” spurði Dynecourt. “Nei, eg get ekkeit
gert fyrir hann, og enginn getur hjálpað honum.
Ef hann lifir rólega og þægilega, þá getur hann
máské lifað, eitt ár enn, en það er mjög vafasamt.”
“Ó, Oliver — nú skal eg segja það. Það er
viðvíkjandi Miles að eg er komin til þín í dag.
Mlles hefir nefniiega beðið mig að gera þetta eina
ár gæfuríkt fyrir sig — hann hefir lagt gæfu sfna
i mínar hendur, þetta eina ár.”
“Við hvað áttu, Dóróthea?”
“Það er erfitt fyrir mig að segja það,” sagði
Dóróthea, “það bendir á kulda og síngirni, ef ínað-.
ur segir það eins og það er, en Miles kom til mfn
þegar hann fór frá þér, hann sagði mér frá öllu,
sem þú hafðir sagt, og svo bað hann mig að verða
konu sína þetta eina ár, sem hann á eftir að lifa.”
Dynecourt spratt á fætur, og blossandi roði
breiddist um andlit hans.
“Þú átt að verða konan hans?” hrópaði hann
æstur, en stilti sig svo og sagði rólega, næstum
kuldalega. “Ó, það* er satt, eg gleymdi því, þú
ert ekki bundin við mig á neinn hátt. Eg hefi
enga heimild til —”
“Jú, þú hefir,” greip Dóróthea fram í fyrlr
honum. “Við erum að sönnu ekki heitbundin, en þu
veist að eg tilheyri þér —r þér einum. Og þó er svo
erfitt að segja, hvað réttast er að gera.”
“Hvað réttast er að gera? Getur þú spurt um
það?” spurði Oliver hörkulega og hló. “Annars
vegar stendur fátækur vesalingur eins og eg er,
hins vegar stórauðugur óðalseigandi, Miles Hernes-
ley — getur nokkur skynsöm manneskja verið í efa
um hvern þeirra er réttara að velja?”
“Oliver,” bað Dóróthea með blíðri en ákveðinni
rödd. “eg bið þig að hjálpa mér til að finna hvað
réttast er að gera. Þú ert hyggnari en eg. Gefðu
mér gott og hyggilegt ráð. Þú veist að eg sækist
ekki eftir auði, eg vil heldur strita sem kona fá-
tæks manns er eg elska, heldur en lifa við skraut
og allsnægtir með manni, sem eg elska ekki. En”
— hún gekk að glugganum og starði út í garðinn —
“þú verður að gæta þess, Oliver, að eg hugsa ekki
eingöngu um sjálfa mig, það eru aðrir, sem eg verð
líka að hugsa um. Ef svarið hvíldi á mér einni,
skýldi ekki standa á því.”
“Þetta málefni snertir ekki aðra en þig, að því
undanteknu, að það verður drepandi kvöl fyrir mig
að sjá þig sem konu hans.”
“Þú mátt ekki tala þannig, Oliver, að eins hugs-
unin um að þú þjáist mín vegna,, er óþolandi fyrir
mig. En heldur þú ekki að eg þjáist líka? Mín eina
hugsun er, að ef eg giftist Miles, gæti er gert for-
eldrum mínum lífið þægilegt og máské útvegað þér
gæfu líka,”
.........~ --------------■ « '
“Útvegað mér gæfu með því að verða annars
manns kona?”
Það kom örvilnunar svipur á Dórótheu sorgin í
rödd hans kvaldi hana ósegjanlega, og á einu
augnabliki varð henni það ljóst, að þessi maður
hugsaði að eins um sjálfan sig; meðan Miles með
sinni göfugu ást, hugsaði að eins um að gera hana
lánsama og ánægða.
En jafnskjótt og þessi hugsun lifnaði, var hún
bæld niður, en slíkar hugsanir skilja alt af eftir
ofurlítið spor.
“Má eg segja þér hvernig Milés bar þetta upp
fyrir mér?” spurði hún rólega, og svo sagði hún
honum skýrt og greinilega frá því, sem Miles hafði
sagt. “Hann tók það mjög glögt fram, að þetta gæti
líka orðið þeim manni til góðs, sem eg elskaði — og
þegar eg hugsa um það, að eg með eins árs hjóna-
bandi við Miles gæti útvegað þér efni, sem koma
þér og stöðu þinni að gagni — þá fanst mér að eg
mundi geta lagt þetta í sölurnar. Miles sagði þetta
svo fallega, að mér fansteg yrði að segja þér hvern-
ig hann leit á málefnið. Það getur verið að þér
finnist þetta hart og ósanngjarnt, Oliver — en þú
verður að minnast þess, að ef eg samþykki að verða
kona Miles þetta eina ár, þá er eg að því liðnu mjög
rík kona. Já — það virðist nú hryllilegt — en
Miles sagði sjálfur, að þegar hann væri dáinn, þá
gæti eg gifst þér og þá yrðum við rík og laus við
öll vandræði. Hugsaðu þér, Oliver — en mig hryll-
ir við að segja það'— en mundu ekki peningar verða
þér ómetanlegum notum við hinar vísindalegu
rannsóknir þínar? Framtíð þín mundi véjrða öll
önnur, ef þú hefðir næga peninga.”
Dóróthea þagnaði, og nú, varð dauðakyrð í her-
berginu, en fyrir hverja sekúndu sem leið, fór æs-
ing og.kvíði Dórótheu vaxandi.
Fyrir utan gluggann kvökuðu smáfuglarnir í
greinum mórberjatrésins — og runnarnir og trén
höfðu fengið grænan blæ, sem gaf í skyn að vorið
nálgaðist. Inni í stofunni stóð hinn þögli maður
hjá ofninum, og í huga hans átti sér stað harður
bardagi, sem hann gat enn ekki vitað hvernig enda
mundi. Endirinn átti að verða tilfinnanlegri og
langvarandi heldur en hann á þessu augnabliki
grunaði. Menn kasta litlum steini í lygnt vatn, og
þó steinninn sé ofurlítill, verða hringirnir í vatn-
inu stærri og stærri, unz þeir ná fjörunni beint á
móti. Og hafi maður kastað steininum í vatnið,
getur maður ekki hindrað ölduhringina frá að
stækka. Þpnnig stendur maður gagnvart ákvörð-
un, sem maður ætlar að taka, maður íhugar •— snýr
sér svo annaðhvort að hinni góðu eða vondu hlið
— afleiðingarnar af breytni vorri er oss ómögulegt
að sjá — en hafi maður að lokum ákvarðað eitthvað,
láta þær sig ekki vanta. Steininum, sem við fleygð-
um í vatnið, getum við ekki náð aftur.
Oliver Dynecourt var skilningsskarpur og hug-
ur hans vann nú með ákafa. Meðan Dóróthea tal
aði, skildist honum strax að stór peningaupphæð
yrði honum til ómetanlegs gagns í framtíðinni.
Hann var duglegur og djarfur, og kominn að því að
gera mikilvægar uppgötvanir, sem mundu gera af-
armiklar breytingar í læknisvísindunum, en fá-
tæktin ibatt hendur hans. Hann hafði alt af verið
metnaðargjarn — og nú stóð honum til boða tæki-
færi að komast í fremstu röð. En fyrir hvaða verð?
Hann leit af klukkunni á arinhillunni til ur.gu
stúlkunnar við gluggann. Hana átti annar raað-
ur að eignast? Þessi hugsun kom blóði Olivers til
að streyma eins hratt og af hitaveiki.
Hann átti að láta hana selja sig fyrir sig.
Þetta lá bak við uppástunguna, það var áreiðan-
legt, hann vissi að Dóróthea, eins og allar sannar
stúlkur, hugsaði fyrst af öllu um, að gera alt scm
hún gæti fyrir þann mann, sem hún elskaði — og
ef hún giftist Miles, væri það aðeins til þess að út-
vega honum auð. Átti hann að láta hana gera það?
Átti hann að láta hana selja sig Hernesley að eins
til þess, að útvega sér auð? Og gat hann leyft það?
Nei, þúsund sinnum nei. Honum yrði ómögu-
legt a ðsjá Dórótheu sem annars manns konu. Það
yrði óþolandi! 0g /þó —!
Hve margar sálir hafa efcki þessi tvö orð dregið
i hlydýpi freistinganna? Hve margir hafa ekki
fallið, af því þá skorti staðfestu til að standa á
móti því tælandi, sem duldist bak við þessi orð:
“Og þó—”
Fullnægða metorðagirni — ágætt starfssvið —
mikla nafnfrægð. Alt þetta mundi hann eignast, ef
hann samþykti að sú stúlka, sem hann elskaði —
nú, þegar rétt var litið á þetta, hvað var það þá
sem heimtað var af henni. Hún átti að giftast
góðum manni aðeins eitt ár, stunda hann og gera
ánægðan síðustu æfidaga hans. Þetta væri að eins
góðverk, þegar rétt er á litið, að leyfa Dórótheu að
vera kona Miles þetta eina ár. Það mundi gera
hinn veika mann gæfuríkan og sömuleiðis foreldra
hennar.
Á eftir — en hvað hugsanir geta flogið ví§a —
þegar hún væri orðin ekkja, þá yrði hún hans til
æfiloka — og þá yrði framtíð þeirra óhult að öllu
leyti.
En ef hann nú réði Dórófcheu til að samþykkja
ekki uppástungu Miles, hvernig mundi þá líta út
fyrir þeim? Hvernig yrði þá framtíð hans og
Dórótheu? Já, fyrifc hann yrði það röð af erfiðum
árum. Hann yrði að vinna hart, og margs yrði
hann að sakna, ef hann eftir mörg ár vonaði að
komast svo langt, að hann gæti varið öllum tíma
sínum í þarfir visindanna — ef hann á annað borð
gæti nokkru sinni komist svo langt. Og fyrir
Dórótheu mundi þessi langi biðtími verða jafn erf-
iður, og á meðan yrðu þau bæði gömul, grá og
þreytt. En ef hann gæfi nú Miles eftir þetta eina
ár — og það yrði máské ekki heilt ár — þá styttist
biðtími þeirra, og gæfurík framtíð- væri í vændum.
Freistingin klóraði og kipti í hann. Metnaðar-
,girnin barðist við ástina til þessarar ungu stúlku,
sem hafði gefið honum í vald úrslit þessa málefn-
is. En metnaðarlöngunin var sterkari, og þegar
hún loks gat komið tilfinningum hans til að þagna,
var Oliver Dynecourt orðinn sem annar maður, og
þegar hann talaði, var málrómur hans hörkulegri
en hann var vanur að vera.
“Þegar eg er nú búinn að, íhuga þetta rækilega
held eg að það sé réttast, að þú takir tilboði Hern-
esley,” sagði hann nokkuð hikand^ og Dórtóhea
snéri sér undrandi að honum. “Eins og þú sagðir,”
bætti hann við, “verður þú fyrst og fremst að hugsa
um foreldra, þina. Væri það rétt að hrinda frá sér
slíku tilboði, sem mundi gera ellidaga þeirra gæfu-
ríka? Og væri það ekki synd gagnvart vesalings
Herriesley, að neita honum um að gera þetta síðasta
æfiár hans ánægjulegt? Já, Dóróthea, þú leitaðir
minna ráða í þessu efni, og hve erfitt sem það er,
verð eg að endurtaka, að eg held að það sé réttast,
að þú takir tilboði hans.”