Lögberg - 15.04.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.04.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 15. APRÍL 1926. BIs. 5. Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt toak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllmn lyf- •ölum eða frá The Doddl’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. fyrir hvern og einn, að ljá lið sitt hverju góðu málefni, þegar vissa cr fengin fyrir því, að slíkt lið geti komið að notum. Eg þekki þenna unga listamann og veit því, að hver sú hjálp, sem honum yrði láin í té, myndi ekki verða fyrir gíg. Eg er þess fullviss, að hann myndi ávaxta sitt pund með þeirri sömu samvizkusemi og ástundan, sem hann hefir leitast við að hlúa að því gegnum árin, sem liðin eru siðan hann fyrst varð var þess neista, sem lifað hefir ‘sálu hans. Fyrir þá eiginleika, sem raunar má finna hjá þjóð vorri mjög víða — hefir ónærgætni og kald- sinni mannlífsins, ekki náð að granda hinni dýrmætu gáfu. B. G. hefir barist vel gegn um fá- tækt og vonbrigði, með hugann allan á t>ví að framleiða þann á- vöxt sálar sinnar, sem guð hafði blásið honum í brjóst í svo ríkum mæli. Hann sá snemma, að ef hann ekki gerði það, þá væri líf. hans farið forgörðum; því hann gat ekki neitt annað gert, sem var í fullu samræmi við lífshugsjón- ina. Þetta er rétt lýsing á mann- inum, sem nú er farið fram á í fullri alvöru og einlægni að sé rétt hjálparhönd. Menn verða að gæta að því, að hér er ekki verið að mælast til, að Björgvin Guð- mundsson sé styrktur til náms vc-gna mannsins sjálfs, þrátt fyr- ir mannkosti og gáfur. Heldur, og miklu fremur, er hér áskorun til allra góðra Islendinga um að hlúa eftir megni að hverju því bezta, sem á sér rætur í þjóðlífi voru. Hlúa að því þannig, að meðal annars geti það orðið sjálf- um oss og afkomendum vorum til blessunar og eftirbreytni. Sumir halda því fram, að vér íslendingar séum svo sundur- lyndir og skiftir í skoðunum, að slíkt verði sí og æ farartálmi hverri nýtri hugsjón, sem skapast lijá oss. En mér er nær að halda, að ósamræmi það sé oft og tíðum meira á yfirborðinu, og ef slegið er á hina réttu strengi í fullri al- vöru og einlægni, eigi hvert gott og göfugt málefni hvergi betri stuðningsmenn en vora íslenzku menri) og konur. Eg vil því staðfastlega mæla með því að menn taki hér höndum saman og Ieggi fé í Björgvins- sjóðinn, sem þegar hefir verið byrjaður með það eitt fyrir aug- um, að hlú að listgáfu hverri, sem vér kunnum að verða varir við á meðal vor, ekki einungis nú, held- ur 1 allri framtíð. Árborg, 11. apríl 1926. S. E. Björnson. Lögin krefjast fullnæg- ingar. Eitt af aðal skylduverkum menta- stofnananna er að koma þeim skilningi inn hjá hverjum einasta nemanda, að það sé eins mikill glæpur gegn heilbrigði líkama og sálar, að misbjóða kröftunum í þjónustu góðra ,verka, eins og vondra. Þegar kona eða karl dreifir svo kröftum sínum við hin ýmsu við- fangsefni, jafnvel þau sem bezt eru, að hún eða hann stofnar heilsu sinni eða lífsþroska í voða, þá verður sá áhugi hennar að glæp. Það er dkkert ilt eða syndsam- legt að taka þátt í miðnætur- dönsum, eða spilasamkvæmum, eða öðrum slíkum mannfélags athöfn- um. Þær eru í sjálfum sér mann- inum þarfar til tilbreytingar. En þegar ungir eða gamlir sleppa sér of-mjög í þeim, gjöra sjálf sig ó- hæfari til hinnar þarfari þátttöku í hinum þýðingarmeri verkum lifsins, þá verður hið saklausasta af slíkum samkvæmum að lesti, sem eyðileggur sjil og líkama. Það sem mest er að á vorri tíð, er að of margir á meðal vor standa í þeirri meiningu, að þeir geti eytt fé sínu og átt það samt., að vér getum etið brauðið og átt það líka. Lögmál sjálfsverndunarinnar er ki'öfuhart og hlífðarlaust. Það krefst jafngildis fyrir hvert pund, sem það lætur úti. Hvert pund, sem við látum af hendi við ofnautnina, verður að endurborgast með pundi af heilsu vorri og kröftum, og enginn, hvorki kona né karl, kemst hjá því að borga. Frá Vestur-íslendingum Samtal við séra Ragnar Kvaran. Séra Ragnar Kvaran var meðal farþega á Islandi hingað í fyrra- dag, ásamt frú sinni. Hann hefir eins og kunnugt er verið prestur hins frjálslynda íslenzka safnað- ar í Winnipeg í 4 ár. Og nú er hann kominn heim til nokkurra mánaða dvalar. Söfnuður hans í Winnipeg bauð honum 9 mánaða frí, með þeim skilmálum, að hann réðist sem prestur safnaðarins næstu 2 ár. Svo mikið þykir söfn- uðinum til þess koma, að hafa séra Ragnar sem prest sinn þar vestra. Mbl. hafði tal af séra Ragnari í gær, og spurði hann um ýmislegt frá Vestur-ísiendingum. En það varð að samkomulagi, að séra Ragnar skrifaði hér í blaðið inn- an skamms greinar um ýmisleg mál Vestur-íslendinga, og verður því fljótt farið yfir sögu hér nú. — Hver er þessi landi vor, Grettir Algarsson, sem vakið hef- ir á sér athygli heimsins? — Því miður get eg ekki leyst úr þeirri spurningu, segir séra Ragnar. — Canada - íslendingar þekkja hann ekki og vita engin deili á honum. ^ — En — meðal annara orða — er það satt, sem heyrst hefir, að Vestur-íslendingar ætli að fjöl- menna hingað árið 1930? *— Já, það er alveg áreiðanlegt. Gert er ráð fyrir, að hingað komi þá um 1000 manns að vestan. — “Scandinavian-Amerikan Line” er jafnvel farin að hugsa um undir- búning undir að taka þá mann- flutninga að sér, eftir því sem mér skilst. — Hvað getið þér sagt mér af Þjóðræknisfélaginu vestra? — Um þann félagsskap gæti eg margt sagt; hann er að mínu áliti þess verður, að honum sé meiri gaumur gefinn en verið hefir. Yfirleitt er það svo, að mestu örð- ugleikar þess félagsskap.ar stafa af því, hve afskiftalausir menn eru hér á landi af Vestur-íslend- ingum yfirleitt. Það ætti þó ekki að vera erfitt að koma mönnum í skilning um það, að éigi gildir einu hvernig fer um þessar 30 þúsund- ir íslendinga, sem eru vestan hafs. Eitt af málefnum þeim, sem Þjóðræknisfélagið hefir tekið til meðferðar, er bókasalan. íslenzka bókasalan hefir eigi verið í sem beztu lagi vestra undanfarin ár. Hefir það orðið til þess, að ísl. bækur hafa selst lítið vestra. Áð- ur gátu útgefendur hér reiknað með því, að 500 eintök læsilegra bóka seldist vestra. En nú er lít- il sala þar af bókum þeim, sem hér eru gefnar út, og enn minni er salan af vestur-ísl. bókum hér. heima. Hvernig hefir til dæmis Andvökum Stephans G. verið tek- ið hér, þessum 2 bindum, sem út eru komin fyrir nokkru? Hefir þeirra verið getið í íslenzkum blöðum? Mér er ekki kunnugt um það, að svo hafi verið. __íHvert er helsta mál Þjóð- ræknisfélagsins um þessar mund- ir ? — Ef taka ætti eitthvert sér stakt mál, er rétt að minnast á löggilding íslenzkunnar sem náms- Til yðar eigin hagsmuna. Allar rjómasendingar yðar, ættu að vera merktar til vor; vegna þess að vér erum eina raunverulega rjómasamvinnufélag bænda, sem starfrækt er í Winni- peg. Vér lögðum grundvöllinn aðþessu fyrirkomulagi, sem reynsthefir bænd- um Vesturlandsins sönn hjálparhella. Með t>vl að styðja stofnun vora, vinnið þér öllum rjómaframleiðendum Vesturlandsins ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, sem veitir hverjum bónda óháða aðstöðu að því er snertir markaðs skilyrði. Æfilöng œfing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu og markaði lýtur tryggir yður ábyggilega afgreiðslu og hagvænlega. Manitoba Co-operative Dairies Ltd."' 844 Sherbrook Street, - Winnipeg, Man. Sex af sjö verð- launum unnin af Robin Hood brauðum. í bökunarsamkepn- inni, sem fram fór í " Calgary, unnu Robin Hood brauðin fyrstu og önnur verðlaun. Af sjö verðlaunum, unnu Robin Hood brauðin sex, gieinar í skólum Manitoba. Þess hefir verið getið lauslega hér í blöðunum, að íslenzkan væri við- urkend sem námsgrein í skólum þar vestra. En mér er til efs, hvort almenningi er ljóst hér heima, hve þetta mál er mikils- vert fyrir okkur íslendinga. íslenzkan hefir fengið viður- kenningu hjá kenslumálaráðuneyt- inu, sem “klassisk” tunga, ,ámóta við grísku og latínu. Áformið er, að halda henni til vegs þar vestra, og fá sömu viðurkenningu fyrir hana um alla Ameríku. En fáist það, er auðsætt, að sama viðurkenning verður auðfengin í Evrópu. Þá opnast nýir og miklir mögu- leikar fyrir menningu vora og tungu, segir séra Ragnar. Hver getur gert sér fyllilega í hugar- lund, hve mikla þýðingu það hef- ir, ef íslenzka yrði kend í háskól- um um heim allan sem “klassiskt” mál, og opin væri leið íslenzkum málfræðingum að fá stöðu við helstu háskóla heimsins? Það eru engin smámál eða hé- gómamál, sem Þjóðræknisfélag Vestur-lslendinga hefir á dagskrá sinni. Og harla einkennilegt, ef heima til þess að hafa áhuga fyr- ir þeim féla'gsskap. Var þá samtalinu lokið í þetta sinn. Og fyrir hönd hinna mörgu vina og kunningja séra Ragnars og konu hans hér í bæ, óskar Mbl. þau velkomin hingað til landsins. Mætti heimkoma þeirra verða til þess, að efla og auka samúð og kynning milli íslendinga austan hafs og vestan.—Mbl. 10. marz. skýrslur hvers mánaðar skuli, að því er frekast verður við komið, innheimtar í sama mánuði og vera komnar á skrifstofu lögreglustjóra 5. dag næsta mánaðar á eftir. Eiga lögreglustjórarnir síðan að annast um, að verðupphæðir skýrslnanna séu lagðar saman og tilkynna stjórnarráðinu heildar- upphæðina fyrir umdæmi sitt með símskeyti, eigi síðar en 8. dag eigi tekst að fá íslendinga hér mánaðarins og afgreiða jafnframt Hermannaglettur. Hermannaglettur, hinn velþekti sjónleikur Hostrups, var leikinn í Goodtemplarahúsinu á Sargent ave í síðustu viku, undir umsjón Goddtemplara og var mjög ábóta- vant, fátt eitt í leiknum, sem var sæmilega af hendi leyst. Söngur- inn, sem leikurinn stendur eða fellur með að miklu leyti, mis- hepnaður og leikur allra persón- anna líflaus og sofandi, nema helst leikur Garðars Gíslasonar, sem skýrslurnar sem póstsendingu til hagstofunnar. Skýrslurnar úr Reykjavík skulu þá og afhentar hagstofunni og leggur hún þær saman. Samkvæmt símskeytum lögreglu- stjóranna og afhentum skýrslum úr Reykjavik, hefir verðmæti inn- fluttu vörunnar í janúarmánuði | þ. á. numið alls 2,512,397 kr., þar ! til Reykjavíkur 1,438,319 kr. eða ! framundir þrjá fimtu (57 prct.) af öllum innflutningnum. Sam- ; kvæmt skeytum lögreglustjóranna j hefir verðmæti útflutnings í janú- | ar þ. á. numið rúmlega 3% milj. kr. eða um 1 milj. kr. meira held- ur en innflutningur. En aðgæt- andi er, að innflutningur er æfin- lega langminstur fyrstu mánuði ársins, þar sem útflutningurinn aftur á móti er venjulega töluvert meiri þá heldur en vormánuðina, vegna þess, að um nýár er oftast eftir allmikið óútflutt af afurðum fyrra árs. Enn fremur er ekki ó- sennilegt, að eigi hafi náðst að telja að þessu sinni allan innflutn- [ ing í janúarmánuði og hafi hann | þvi í raun og veru verið eitthvað meirij—Morgbl. 12. marz. aftur var yfirdrifinn á suinum pörtum. Rétt er þó að taka fram j að Ragnar Stefánsson hafði auð-1 sjáanlega lagt sig eftir að skilja [ verkefni það, sem honum var trú- að fyrir og hélt sér vel í gegnum leikinn. Ástarrullan í leiknum var aldeilis ómöguleg. Jakob Kristjáns son, sem lék Lange óðalsbónda er snotur á leiksviði. Reyndi alt sem hann gat til að fjörga leikinn og lét ekki bugast, en það var ekki á neins eins manns færi að blása anda í eins þunglamalegt fólk og þátt tók í leik þessum. Frá Islandi. í yfirlitsgrein fjármálaráðherraj í Morgunblaðinu um síðastl nýár, [ gat hann þess, að ráð væri fyrir því gert, að safnað væri skýrslum um innflutning ínánaðarlega, svo haegt væri að fá yfirlit yfir hann jöfnum höndum við útflutninginn. Um þetta segir í Hagtíðindum: “Til þess að geta jafnóðum feng- ið yfirlit yfir verðmæti innflutn- ingsins, hefir stjórnarráðið skip- að svo^fyrir, að allar innflutnings Verkakonur hafa krafist 85 aura kaups um klukkustund í fiskvinnu, en útgerðarmenn vilja greiða 80 aura. í gær gerðu þær verkfall hjá sumum útgerðarfélögum. •— Verka menn hófu samúðarverkfall í morgun, en það nær að eins til af- fermingar þeirra skipa, sem eru! koma af veiðum. Vísir 16. marz. | Disney Leith. Dáin er 19. fyrra mánaðar áj eynni Wight skáldkonan skoska Mrs. Disney Leith í hárri elli. — Hún var fjölda mörgum íslending-| um að góðu kunn, hafði ferðast1 hér um land í 18 eða 19 sumur! (síðast 1914) og unni mjög landií þessu og þjóð. Margur maður bæði hér í bæ og víða um land kannast við trygð þá og vinarþel, sem hún auðsýndi þeim, til hins sðasta. Útför Þórðar kaupmanns Guðjohnsen’s. Blaðið Berlingske Tidende, skýr ir svo frá jarðarför Þórðar Guð- johnsen’s, fyrrum kaupmanns á Húsavík: “íslenski kaupmaðurinn Þórður Guðjohnsen, var jarðaður í gær, 21. marz frá Frederiksberg kirkj- unni að viðstöddu miklu fjölmenni. Fór athöfnin stór-hátíðlega fram. Var þar saman kominn fjöldi bú- settra íslendinga í Kaupmanna- höfn, til þess að sýna minningu hins mikilsvirta samþjóðarmanns, verðskuldaða virðingu. Meðal þeirra, er vér komum auga á við útförina, má nefna J. H. Sveinbjörnsson, einkaritara kon- ungs, ásamt frú, greifafrú Trampe, rithöfundinn Guðmund Kamban, prófessor Svb. Sveinbjörnsson, á- samt frú; Chr. stórkaupmann Hav- steen, Thor Tulinius framkvæmd- arstjóra, H. M. Hoyberg dýralækni, capt. Rosenlöv ásamt frú, stórkaup mann Jakob Gunnlaugsson, Th. Kristjánsson ritstjóra, Pétur lækni Bogason og frú, Gunnar Hafstein bánkastjóra, stórkaup- mann Ásgeir Pétursson,o. fl. Kistan var sveipuð íslenzka fán- anum og skreytt ógrynni hinna fegurstu blómsveiga, frá hinum mörgu frændum, vinum og sifja- liði. Kveðjuathöfnin hófst með því að sunginn var sálmurinn “Kirke- klokke, ej til Hovedstæder.” Því næst flutti séra Kai Lænkholm lík- ræðu og jós líkið moldu. Var þá sunginn sálmurinn “Hærra minn Guð til þín, og loks fyrsta erindið af þjóðsöng íslendinga, “Ó, Guð vors lands.” Síðan var likið flutt til líkbrenslustöðvarinnar og brent, en askan látin í lokað leirker, er flutt skal til ættjarðar hins fram- liðna og moldað í grafreit fjöl- skyldunnar á Húsavík. Oss hefir einnig borist í hend- ur Kaupmannahafnarblaðið “Fin- ancielle Tidende”, er getur um frá- fall Þórðar Guðjohnsen’s. Er þar ferið hinum lofsamlegustu orðum um dugnað, gestrisni og skapgerð hins framliðna öldungs, er telur hann verið hafa um langt skeið, einn af áhrifamestu viðskiftafröm- uðum þjóðar sinnar. PROVINCE. Myndin, sem sýnd verður á Pro- vince leikhúsinu næstu viku, nefn- isl “The Red Kimono.” Er hún bygð á samnefndri sögu eftir Adela Rogers St. Johns, en kvik- mynduð af Mrs. Wallace Reid, sem getið hefir sér frægð mikla í Hollywood. Er hún dóttir eins hins frægasta lögmanns í Californ- íu, sem eigi er aðeins viðutkendur innan takmarka þess ríkis, heldur og um Bandaríkin þver og endi- löng. Áhrifamesti kafli myndar- irnar. er sá, er fjallar um morð- BAKIÐ YÐAR EIGIN g BRAUDi með | ROYAL Sem staðist hef- ir reynsluna nú yfir 5o ár yfirheyrsluna gegn Gabrielle Dar- ley. Lauk henni svo, að konan var s.vknuð en hinar svokölluðu heldri konur, sem þóttust hafa verið vin- ir hennar, gerðu henni lífið litt bærilegt. Davis kvikmyndafélagið, hefir eignarrétt á mynd þessari og hefir auðgast við sýningu hennar stór- kostlega, bæði að fé og áliti. Látið ekki hjá líða að fara í Provjnce í næstu viku og horfa á mynd þessa. WONDERLAND Eins og almenningi er þegar fyr ir löngu kunnugt, sýnir Wonder- land aldrei annað en úrvalsmynd- ir, og á hin sívaxandi aðsókn vafa- laust að rekja rætur sínar til þess. Myndin, sem sýnd verður þrjá siðustu dagana af yfirstandandi viku, nefnist “The Unholy Three,” og er bæði fræðandi og skemtileg. Á mánu, þriðju og miðvikudag í næstu viku, sýnir Wonderland kvikmyndaleik einn mikinn og hrif andi, sem nefnist “Infatuation.” Er það ein af myndum First Nati- onal félagsins, með Corinne Grif- fith í aðalhlutverkinu. Er myndin bygð á leiknum “Caesars Wife,” sem vakið hefir/nesta athyglina í New York undanfarið. Af öðrum leikendum má sérstak Iega nefna Malcolm McGregor, Warner Oland, Leota Lorraine, Martha Mattox, Claire Du Brey og Clarissa Selwyme. Myndin er tek- in undir umsjón Irving Cummings. “Það skal nokkuð til” Að tala sannleikann, þegar lítil ósannindi eða krókaleiðir geta orðið til mikils hagnaðar. Að fylgja sannfæringu sinni. Að reyna^ að sýnast annað en maður er. Að lifa heiðarlega eftir efnum og ástæðum og forðast.að íþyngja- öðrum. Að reisa sig við aftur og læra af reynslunni. A^S neita að gera það, sem vissa er fyrir að ekki er rétt, enda þótt það sé almennur siður. Að þegja öðrum í vil, en sjálf- um sér í óhag. Að láta ekki smjaður og dálæti heimsins spilla sér. Að segja ákveðið nei, þegar allir aðrir segja já.—Ljb. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess hve efni og útbúnaður ei fullkominn. Kievel Brewing Co. Limited St. Boniface Phoness IN1178 N117Í) %

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.