Lögberg - 15.04.1926, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTCJDAGINN,
15. APRÍL 1926.
Blfl. 7.
Every Meal
Púsundir fjölskylda
neyta þess daglega
sér til heilsubótar.
Kaupið það i pundatali
—það er ódýrast—
Ask
for
Faulin’s—
WINNIPEC
FORT WILLIAM
RECINA
PAULIN
CHAMBERS
CO.LTD
X^Estab
the
ORIGINAL
Digestive
Biscuit
I SASKATOðN
CALGARY
EOMONTON
Í8T6)X
Veizlusalurinn.
Frh, frá bl*. 2
alsmenn frá nærliggjandi herbúÖ-
um voru boÖnir til veislunnar og
eftir aÖ búiö var að matast og
drekka átti dansskemtun aö fara
fram. Sir John haföi staðið á fæt-
ur til þess að mæla fyrir minni
Georgs konungs þegar húsþjónn-
inn kom með þær fréttir að Rupert
heföi, verið skaitinn 'til dauðs í
skurði þar sem hann hvíldi sig
eftir orustuna við Culloden. Þaö
er sagt að Sir John hafi staðið í
sömu sporum nokkra stund meö
bikarinn í hendinni. Svo setti hann
bikarinn á borðiö bauð gestunum
góða nótt-fór upp í svefnherbergi
sitt og skaut sig. Dóttir hans misti
vitið og dó innan sex mánaða.
Presturinn þagnaði um stund.
Svo hélt hann áfam og mælti
“þetta er sagan af “Manor House,"
og það er sagt aö fimta mai á
hverju ári, þá sitji fólk þetta að
veis-lu í veisluusalnum. Sjálfur hefi
eg aldrei séö það, þó eg hafi oft um
það heyrt, en eg þekti gamlan inann,
sem sagðist hafa séð það. Það var
gamall bóndi, sem nú er dáinn fyrir
nokkrum árum, en hann var svo
undarlegur stundum, að eg hélt að
honum fyndist, að hann sæi það
sem honum haföi verið sagt — n.ú
veit eg að það hefir ekki verið.
“Hvernig gerið þér yður grein
fyrir því, að eg skyldi sjá það?“
spurði eg.
“Þeir einir, sem komnir eru í
námunda við skugga dauðans sjá
þetta. Bóndinn, sem var sóknar-
barn mitt,, misti konu Stna fáum
dögum eftir að honum birtist þessi
sýn og þér mistuð móður yðar —”
Presturinn þagnaði og eg hneigði
höfuðið til merkis um þátttöku
mína í þeirri þögn.
Fjörutíu Og þrjú ár eru liðin.
S'kyldi húsið mikla standa enn?
Eðá skyldi tönn tímans hafa lagt
það að velli og þessar raunamæddu
sálir fundið frið?
Edzven Bradshaw.
Byggið upp
en brjótið ekki niður fyrip öðrum.
Þeir, sem vinna án endurgjalds,
geta varla gert betur, á þeirri leið
er á starfssviði liggur.
Eg sendi báðum íslenzku blöð-
unum litla undirstöðu fyrir stóra
byggingu; — vona eg til að marg-
ir verði til að byggja úr góðu efni
ofan á. Þessi fyrsta undirstaða,
í þessari gerð, er gjörð úr lélegu
efni, því ljóðasmiður er eg ekki,
en vil að Ijóðasmiðir fái tækifæri
til að sýna list sína í nýju formi,
að kveða eftir stafrofi okkar; eg
hygg að margt sæist vel valið og
spaugilegt, og þar með þarflegt
fyrir viðhald íslenzkunnar; og er
það ósk mín, að sem mest gagn
mætti verða fyrir islenzku blöðin
og starfsfólk þeirra.
Nýársgjöf frá
Magnúsi M. Melsted,
National City, Cal.
# * #
Fer i leitir forvitinn,
Flakka um sveitir hinna,
Fær þá skeyti foringinn
Fyrir heiti minna.
Geðill tóa gengur frjáls,
Gjörir spóa rægja,
Gamall kjói grár um háls
Gjörði að lóu hlæja.
Höldum friði. Hefjum þor.
Hret í viði þánar.
Helgisiði, haust og vor,
Heimsins smiður lánar
Inn hjá ljóðum Iðunn býr,
Inn við glóð og kjarna,
Inn frá sjóði íðil skýr
Innir hróður barna.
Islands sól af aftni hné,
íslands fjóla hnígin,
íslands njólu aldrei sé
íslands jólin stigin.
Klæðin þandi kæla stinn,
Köld að vanda bandi,
Knör að landi knúði inn
Kolbeinn sandtakandi.
Ljóss við sæti lofðungs hver
Liggur mætur vegur,
Ljóns við fætur leikur sér
Lambið kæti meður.
Magnast kvæða mega spjöll
Mjeður klæða hrundum,
iMörg því gæði menjaþöll
Má um ræða á fundum.
:Nú fer hind í nauða dans,
Notar landið skarpa,
Nú frá tindi norðanlands
Næðir vinda harpa.
'Odd eg smíða Oddi hjá,
Oddur lýði hræðir,
Odd því níða allir fá,
Oddur víða þræðir.
Ó frá Lóu elur hrós,
Ó er Jóa að hæra,
Ó hjá Nóa ærir rós,
Óli og kjói særa.
Prúðir vilja prestar fá
Prýði skilja sína,
Páskalilju prestur má
Planta á iljar piínar.
Q að eiga kætir mig,
Q úr mega teiga,
Qptinn veiga kalla eg þig,
Qútin Feiga deiga.
Rauk frá norðri rósa fans,
Rauk fí*á sporða föllum,
Rifu upp skorður reifarans,
Reistar úr borðum höllum.
Sigurfána setjum hér,
Sorg afplána móðu,
Svo ef skánar sendi eg þér
Svarta Spánar tróðu.
Tekjugreinar til þín er
Tel þér leynisögur,
Tælir sveina, trúðu mér,
Telpan reynist fögur.
Ot með skjóma, ungur sveinn,
Úti er rómu slagur,
Úti er frómur Aðalsteinn,
Úti Ijómar dagur.
Upp frá' falli ugla flýr,
Uppi á palli situr,
Uppi á palli örninn býr,
Undur snjall og vitur.
Veltu Ijótum vanda frá,
Varast hótin kífsins,
Víst mörg rótin verður kná,
Vegabót í lífsins.
X-ið lim er axi frá,
X-in glymur skærri,
X með fimur exi bitá,
X-in rymur nærri.
Y er rétt í ausu nafn,
Y er sett í feyru,
Y má pretta aurasafn,
Y er þétt í meyru.
Zíons náði sigla til,
Zíons fjáðu hallir,
Zíons gljáðu sólarþil,
Zíon þráðu allir.
Þrauta festar þankinn ber,
Þreyta mest i leynum,
Þarfur prestum þjónninn er,
Þægur í flestum greinum.
ÆJðstu tíðir æskan lér,
Æsku líða jólin,
Æðst og friðust ætla ég .
ÆJðsta og blíða sólin.
örðug þykja öfug göng,
Örðug svikin hinna,
Öllum þykir öldin löng,
Öll er rykug vinna.
Til vina—
Ef farið þið í ferð um Róm,
Þar fjörs mín stundir linna,
Þá leggið visið vallarblóm
Á vonir rósa minna.
BLAÞRÆÐIR.
Ástbjörn skrýðir ársins rós,
Ángurs kvíða hrekur,
Álma víðirs andans Ijós
Ást og blíðu vekur.
Aungvir vilja að mér gá,
Aungvir vilja hlýða.
Allir vilja eta hrá
Aldin fyrri tíða.
Bara jeg væri brennivín,
Brúsi fyltur Rommi,
Blessa mundu blöðin mín
ÍBaldvin, Fúsi, Tommi.
C er huld í sagnar þrá,
C er duldar kliður,
C-ið kulda segir frá,
C er skuldar Ijður.
Dagur felur dóm og kíf,
Dygða elur vegi,
Dagur telur dygðugt líf,
Drottinn selur eigi.
Einn eg ræ í austan blæ, •
Einn má lagið hafa,
Einn á daginn upp eg þvæ,
Einn eg hlæ og skrafa.
Janúar 1926
M. Melsted.
Frá Mountain. N.D.
Mér finst fremur nýlendubrag-
ur kominn á íslenzku blöðin;
hvorugt hefir enn þá minst á stór-
bruna, er varð á Mountain, 24.
marz. Verzlunarbúð E. Thorwald-
s«nar kaupmanns og bankinn á
Mountain, sá er Einar Brandsson
veitti forstöðu síðustu árin. En
af því að mál þetta kemur mér
ekki við, þá held eg að eg segi
ekki meira.
Eg ætlaði lítið eitt að minnast
á vísurnar, sem hafa komið út í
blöðunum; þær eru því miður of-
m;ög afbakaðar og rangt sagt frá
um höfunda. Eina slíka vísu
rakst eg á í Tímariti Þjóðræknis-
félagsins seinasta. Þar er sagt,
að Sigvaldi skáldi hafi ort vísuna:
“Að enginn skyldi menta mig,” o.
?. frv.,’ um sjálfan sig. Það er
50c box
All druRgisto.
Karlmenn Vita
AÐ krafturinn verður magnlaus
gegn sýkingarhættu, sé skurfur
og sprungur vanræktar
AÐ bloðeitrun veldur sársauka —
orkuþroti, — vinnutapi.
AÐ Zam-Buk drepur og útilokar
smittandi sjúkdómsgerla.
AÐ í viðbót við að vera sóttverj-
andi, má ávalt reiða sig á Zam-
Buk við sviða og húðgræðslu.
AÐ engin meðul, sem innihalda
fitusmeðju, jafnast á við Zam-
Buk við húðsjúkdómum.
“d út a Tuxh^HcA ffcx
rangt. Sú vísa er eftir Júlíönu
Jónsdóttur skáldkonu og prentuð
í "Stúlku”. Eg hefi haft kvæða-
bók Júlíönu undir hendi og veit
fyrir víst, að hún er þar. Allir,
sem þektu Sigvalda, vissu, að hann
var of mikill metnaðarmaður til
að yrkja svoleiðis vísu um sjálfan
sig, enda var Sigvaldi vel mentað-
ur eftir því sem menn voru þá,
afbragðs skrifari og reiknings-
maðu-r með meiru, enda höfðu
jafnvel prestar hann til að kenna
börnum sínum. Það þætti djúpt
tekið í árinni, ef sagt væri, að börn
er hann kendi, héfðu verið eins
þroskuð og börn er ganga hér á
barnaskóla, þó hygg eg samt, að
svo hafi verið. H.
Fundurinn í Selkirk.
Þð er ekki rétt, sem J. B. ritar í
Lögbergi 8. apr. næstl., að eg hafi
“lokað fundinum” í Selkirk 23.
Marz. Eg var ekki fundarstjóri og
það var heldur ekki á mínu valdi
eða nokkurs annars fiskimanns, að
loka umræðum, svo lengi sem þær
voru í samræmi við tilgang fund-
arins; en þegar ræður J. P. Sól-
mundssonar fórir í þá átt að vekja
iilindi milli verkgefenda (fiski-
kaupmanna) og vinnuþurfanda
('fiskimanna), fanst mér réttast
að láta aðstoðar ráðgjafann vita
að J. P. S. var ekki aðal málsvari
fiskimanna.
G. Oddleifsson var til þess val-
inn, og fórst honum það vel, sem
vænta mátti af svo skýrum manni.
Sú skýring, er eg gaf fundar-
stjóra, að fiskimenn hvorki vildu
né gætu greitt atkvæði með breyt-
ingu á núgildandi fiskireglum, þar
að sú breyting hefði verið eyðir
legging og í mótsögn við bænar-
skrá, er fiskimenn höfðu sent til
Ottawa, er bað ekki um neina
breytingu. Þessi skýring varð til
þess, að ónauðsynlegt var að
framlengja fundinn.
Að ræða þar sósíalista pólitík
fanst mér algerlega rangt. En
annað hefði J. B. getað gert, eftir
að fundi var slitið, og það var, að
hafa sérstakan fund fyrir séra Jó-
hann. Þar hefði hann getað helt
eða velt sér yfir “capitalista”, án
þess að fiskimenn bæru siðferðis-
lega ábyrgð á orðum hans. Það
má vera, að einum eða tveimur af
fundarmönnum hafi fundist orð
mín: “I have nothing to do with
him” bera vott um kala til séra Jó-
hanns, en það er ekki rétt; per-
sónulega er mér ekki illa við
manninn; eg er fús á að viður-
kenna gáfur hans, en mér hefir
stundum fundist séra J. P. S. ekki
vera fiskimönnum einlægur; eða
hvað á að kalla það, er hann vilt-
ist til Boston á únítara kirkju-
þing, en bænarskrár fiskimanna
voru eftir og voru sendar til Ot-
tawa með pósti (eg var þá í fram-
kvæmdarnefnd fiskimanna(. Samt
gáfum við fiskimenn J. P. S. ann-
að “tækifæri” að vera einlægur;
það var 1911; en hvernig fór það
ár? “Herra J. P. Sólmundsson er
lagður á stað til Ottawa fyrir hönd
fiskimanna, þar á hann að flytja
mál þeirra og biðja um sitthvað.”
Ef nú Mr. Sólmundsson hefði far-
ið á föstudag ( en hann fór á
laugardag), þá hefði ferðin kost-
að minna, því þá hefði hann ekki
þurft nema til Winnipeg. En svo
kannske hefir hann eitthvert
annað erindi í Ottawa, sem mönn-
um verður ekki ljóst um fyr en við
næstu ríkiskosningar; fiskimenn
eru ekki of góðir til að opna
budduna einu sinni á hverjum
tveilmur árum í, þarfir...?”
í tilefni af þessum ummælum
“Gimlungs” skoruðu fiskimenn á
séra J. P. S. “að tilgreina opinber-
lega afstöðu sína í þessu máli”;
en Jóhann þagði; það var von,
því “The Fisheries Commission
var að finna að 301 Portage Ave.,
Winnipeg,” ekki þurfti lengra.
Eg skrifaðist á við einn nefndar-
manna, D. F. Reid, og fékk verð-
mætar upplýsingar í sambandi við
þetta mál. Þegar hér var komið,
nristi eg alla tiltrú til J. P. S.. Eg
hélt þá, að við fiskimenn værum
nú lausir við þennan elskulega
mann, en svo var þó ekki. — Hann
var að vísu kominn í kaf, en koll-
inum skaut upp aftur. Það var
1914, — sjá fundarákvæði bls. 6 í
fundarbók "Fishermen’s Union of
I.ake Winnipeg”, — ”'Samþykt, að
G. B. Magnússon tilkynni séra J.
P. Sólmundssyni, að ekki sé hægt
að taka hann í félagið”.
G. B. Magnússon (Chairman),
A. E. ísfeld (Sec.-Treas.).
Eg vona að fiskimenn skilji nú
af hvaða ástæðn að eg var, og er,
á verði, er séra J. P. S. á hlut að
niáli, en af persónulegri óvild er
það ekki. |
A. E. Isfeld,
9. apríl 1926.
ÞAKKARORÐ
til Melanktons safnaðar í Mouse
River, N. Dakota.
“Þess ber að geta, sem gert er,”
segir gamall íslenzkur málshátt-
ur. Það sem íslenzka safnaðar-
fólkið í Mouse River hefir gert
fyrir mig frá því fyrst er eg kom
þangað, og svo nú síðast fyrir
konu mína í fjarveru minni, er
vissulega þess vert, að á það sé
minst opinberlega, sem vott þakk-
lætis frá okkur, sem höfum orðið
fyrir þessari- rausn og velvild
bygðarbúa, og þeim sjálfum til
verðugs lofs.
Við hjónavígslu okkar þ. 27. des.
s. 1. var kirkjan svo fagurlega
prýdd með blómum og öðru
skrauti, að unun var á að líta.
Höfðu yngismeyjar bygðarinnar
mest starfað að þeim undirbún-
ingi. Að vígslunni lokinni bauð
söfnuðurinn okkur til samsætis í
samkomuhúsi þorpsins. Var þar
margt manna, en öllum veitt ó-
sparlega. Þar miðluðu og ýmsir
ræðumenn af andlegri auðlegð
sinni. Forseti safnaðarins, Mr.
Hillman, stýrði samsætinu.
Sunnudaginn 3. jan. eftir messu,
bað einn safnaðarmanna sér hljóðs
og afhenti okkur álitlega upphæð
í peningum, gjöf frá söfnuðinum
og kvenfélaginu. Sunnudaginn 21.
marz komu nokkrar konur á heim-
ili konu minnar, tilheyra þær fé-
lagskap þeim, er nefnir sig “The
Happy Ten”. Héldu þær henni
veizlu og gáfu henni ýmsa verð-
mæta muni að skilnaði. Auk þessa
hafa okkur borist ýmsar gjafir
frá einstökum vinum, sem of langt
yrði upp að telja.
Fyrir hönd sjálfs mín og konu
minnar, vil eg votta ykkur, kæra
safnaðarfólk og vinir, hið innileg-
asta þakklæti okkar fyrir allar
gjafirnar, peninga eða peninga-
virði, og fyrir allan kærleika og
virðingu, sem þið hafið sýnt okk-
ur í svo ríkum mæli.
Lundar, Man., 7. apríl 1926.
Valdimar J. Eylands.
Guðvaldur Jackson
1841—1926.
Laugardags morguninn 13. marz
andaðist hinn valinkunni öldung-
ur Guðvaldur (Jónsson) Jackson
á heimili dóttur sinnar í Elfros,
þar sem hann hafði búið síðustu
árin. Rúmfastur var hann að eins
síðustu vikuna, hafði. fram að
þeim tíma verið all-hress og sí-
starfandi, þó hann væri 84 ára að
aldri, og hefði ávalt unnið mikið.
Guðvaldur sál. Jackson.fæddist
í Sandfellshaga í Axarfipði í
Þingeyjarsýslu 4. október 1841.
Foreldrar hans voru Jón Péturs-
son og Guðrún Einarsdóttir. Hjá
þeim ólst hann upp þar til hann
var 26 ára að aldri. Þá fluttist
hann til Vopnafjarðar og settist
að á Hámundarstöðum. Það sum-
ar (17. júní 1876) giftist hann eft-
irlifandi ekkju sinni, Kristínu
Þorgrímsdóttur Péturssonar frá
Jökuldal í N.-Múlasýslu. Stofn-
uðu þau hjón þegar bú á Há-
mundarstöðum í Vopnafrði, og
bjuggu þar góðu búi í 21 ár.
Fluttust þau svo þaðan til Ame-
ríku og settust að í íslenzku bygð-
inni í N. Dakota, og voru þar í 11
ár; þá fluttust þau til Vestur-
Minnesota og bjuggu þar 8 ár; þá
fluttust þau með börnum sínum
til Elfros, Sask., árið 1907, og hafa
búið þar ávalt síðan.
Þeim Guðvaldi og Kristínu varð
11 barna auðið; af þeim dóu 3 í
æsku, hin náðu öll fullorðinsaldri.
Valinkunnur sonur þeirra, Ey-
vindur að nafni, dó árið 1922; hin
börnin lifa föður sinn og eru
þessi: Sigríður Hallgrímsson, í
Minneota; Guðjón Jackson, Grand
Forks, N. Dak.; Sigurveig Jack-
son, i Elfros, Sask.; Björg Björns-
son, Seattle, Wash.; Hallfríður
Vance, Penticton, B. C.; Elín Ein-
arsson, Elf-ros, Sask., og Sigþrúð-
ur Goodmundson, Elfros, Sask.
Sjálfsagt mætti nefna ýms ein-
kenni þessa góða og vinsæla
manns, er maður athugar æfiferil
hans. Eg ætla hér að nefna að-
eins nokkur einkenni, sem mér
fist bera hvað mest á. Hann var
heilsusterkur maður og heilbrigð-
ur bæði andlega og líkamlega, og
var því ávalt vongóður og bjart-
sýnn. Hann var líka sérlega dug-
legur maður; æfinlega var hann
Ágætt Meðal Við Hjartveiki og
Magakvillum.
Læknar með margra ára æfingu,
telja undursamlegt hve vel
það reynist.
iLesendurnir munu sannarlega
undrast, er þeir heyra hve fljótt
meðal þetta verkar. ' Hafi læknir-
inn ekki ráðlagt yður það, skuluð
þér fara til lyfsaíans og fá flösku
af því. Það heitir Nuga-Tone, er
ljúffengt og mánaðarforði kostar
að eins $1.00. Það mun valda yð-
ur undrunar, hve skjótt þér finn-
ið til bata. í sambandi við hjart-
vejki, meltingarleysi, stíflu, lifr-
arveiki og höfuðverk, á það engan
sinn líka. Það skerpir matarlyst-
ina og eykur lífsþróttinn að sama
skapi, styrkir hjarta og nýru og
veitir væran svefn. Reynið það í
nokkra daga, samkvæmt forskrift-
inni og séuð þér ekki ánægð skul-
uð þér afhenda Ivfsalanum það
sem eftir er af pakkanum og mun
hann skila aftur peningunum.
Framleiðendur Nuga-Tone þekkja
meðalið svo vel, að þeih mæla ó-
hikað með bví við hvern sem er.
Þess vegna ábvrgjast beir bað og
fela lvfsalanum að ábyrgiast ör-
vggi bess. Fæst hjá öllum á-
byggilegum lyfsöluni.
vinnandi, bæði seint og snemma,
og það fram undir andlátið. Hafði
hann sanna unun af vinnunni, en
þó mesta unun af því, að gjöra
hvað eina vel og vandlega og með
mikilli prýði. Ekki má heldur
gleyma gestrisni hans. í gestrisn-
inni var bæði kona hans og börn
honum sérlega samhent. Há-
mundarstöðum var viðbrugðið
víða um sveitir fyrir gestrisni
mikla, og þegar þau Guðvaldur og
Kristín reistu bú í Ameríku, fór á
sömu leið, — allar brautir lágu
þangað. Og þetta hélzt alt af við,
hvert sem þau fluttu. Hann var
líka frábærlega félagslyndur og
trúhneigður. Hann bar hlýjan hug
til sérhvers þess félags, sem hon-
um fanst starfa til góðs, og sér-
staklega var honum ant um kirkju
félagsskapinn og studdi hann af
ráði og dáð. Hann var lika sér-
lega trúhneigður, og einlægur í
sínum kristindómi.
Guðvaldur sál. var lagður til
hvíldar í Elfros grafreit þriðju-
daginn 16. marz, við hlið sonar
síns, er á undan var genginn. Séra
Haraldur Sigmar stýrði útförinni,
og fylgdu fjölda margir hinum
látna heiðursmanni til grafarinn-
ar. Mútti af ýmsu marka hinar
miklu vinsældir hans, konu hans
og barna. Enda hafa þau áunnið
sér þær vinsældir.
H. S.
DÁN ARFREGN.
24. febr. síðastliðinn andaðist
að Portland, Oregon, U.S.A., Mrs.
Mark McGregor, 29 ára að aldri.
Hið íslenzka nafp hennar var Ól-
afía Pálsdóttir Árnasonar og konu
hans Halldóru Pálsdóttur, er
bjuggu um eitt skeið að vestan
verðu við Manitobavatn, unz þau
fluttu vestur til Big Grass; þar
andaðist Páll, en Halldóra býr þar
enn með sonum sínum. ólafia
sál. ólst upp hjá foreldrum sínum
og kaus sér að ganga mentaveg-
inn; var skólakennari nokkur ár
áður en hún giftist. Hún eignað-
ist f jögur börn, tvo drengi og tvær
stúlkur, er nú syrgja ástríka móð-
ur ásamt eftirlifandi manni henn-
ar, móður hennar og stystkinum
er guð almáttugur huggi og styrki
í þeirra þungu sorg. J. H.
Hveitisamlagið.
Mr. W. H. Frederick, skrifari
hveitisamlagsins í Minnesota, var
staddur í Winnipeg í vikunni sem
leið, og hitti að máli helztu starfs-
menn hins canadiska hveitisam-
lags hér í borginni. Gerði hann
sér hinar beztu vonir um árang-
urinn af starfi hins nýstofnaða fé-
lags syðra, Central -Selling Agency,
fyrir vorhveiti í Minnesota, North
Dakota, South Dakota og Mon-
tana.
í þessu nýja Northwest Mark-
eting Company eiga hveitisamlög
og kornhlöðufélögin alla hlutina.
Nokkrum spurningum svarað.
Meðal þeirra spurninga, sem
skrifstofu Samlagsins hér í borg
hafa borist, má nefna þessa:
Er mér heimilt að selja nábúa
minum hveiti, sem er meðlimur
Samlagsins?
Svar: Til þess að slík sala megi
fram fara, þarf fyrst að fá leyfi
hjá aðalskrifstofunni. Þegar sam-1
komulag um slíka sölu hefir náðst
milli aðilja, þarf að gera aðal-
skrifstofunni aðvart, og mun hún
þá veita leyfið.
Getur hveitiræktarbóndi, sem
vill fá upptöku í Samlagið, selt af-
gang af fyrra árs uppskeru, á opn-
nm markaði?
Svar: Kornafgang þann getur
hann selt áður en hann gerist fé-
lagi, en ekki eftir að hann hefir
bundist samningum við Samlagið.
í því falli, að Samlagsmeðlimur
fari af býli sínu, selji það eða
leigi, þarf þá hinn nýi ábúandi að
undirskrifa nýja samninga eða
takast á hendur að fullnægja hér-
aðlútandi samningsábyrgð fyrir-
rennara síns?
Svar: Samningurinn er bind-
andi fyrir þann, er staðfesti hann
með undirskrift sinni, en snertir
að engu lejdi býlið sjálft. Ef
hinn fyrri eigandi á framvegis
hlut í býlinu, verður uppskeran að
sendast Samlaginu, en hinn nýi
e;gandi eða ábúandi ætti ekki að
láta hjá líða, að sækja um upptöku
1 Samlagið, sem allra fyrst, til að
tryggja sína eigin hagsmuni.
Lesendum blaðsins er heimilt
að spyrja allra spurninga viðvíkj-
andi Samlaginu, og verður þeim
tafarlaust svarað hér i blaðinu.
• Fiðluhljómleikar.
Fiðluhljómleika hélt Mr. Thor-
steinn Johnsón fiðlulei-kari með
nemendum sínum í Goed Templars
Hall að kvöldi þess 7. þ.m. Hljóm-
ltikar þessir fóru að öllu leyti
piýðilega fram, og munu um 30 af
nemendum Mr. Johnstons hafa
tekið þátt í þeim.
Mr. Johnston er einn af þeim
Vestur-íslendingum, sem með
framúrskarandi elju og dugnaði
hefir aflað sér svo mikillar ment-
unar í sinni list, að hann hefir nú
ti margra ára haft á sér það álit,
að vera talinn með beztu fiðlu-
kennurum 1 Winnipeg, enda hafa
nemendur hans oft hlotið verðlaun
fyrir fiðluspil.
Það sem mér þótti tilkomumest
af því, sem leikið var þetta kvöld,
var Petite -Symphonie (samspil)
eftir Moret, og fiðlusóló, sem
Arthur Furney spilaði, sem var
Concerto eftír Viatti einnig Sym-
phonie Concertante eftir Dancla,
sem þau léku, Fjóla McPhail og
Arthur Johnston; Romance úr
Concerto í D Moll eftir Wieniow-
ski, sem Harold Potter lék mjög
smekklega. Einnig lék Richard
Seaborn Mazurka de Concert, eft-
ir Musin, prýðisvel, enda er það
lug bæði fagurt og frumlegt. Þá
var líka leikið hið heimsfræga lag
Schuberts, Ave Maria, á fjögur
fíólín, viola og píanó, og tókst
piýðilega, þó mér virtist að það
hefði mátt leika það lítið eitt hæg-
ar. Mr. Stanley Hoban söng tvö
lög og tókst vel að vanda, því hann
er ágætur söngmaður. Píanó
fylgiraddirnar léku þær Anna
Johnston, Ethel Bird, Lillian Fur-
ney, Sybil Baxter og Mrs. Hoban,
og gjörðu það svo vel, að unun var
á að hlýða. J. F.
Samstæðar hendingar.
Rósum skærri röðull hnetti prýða
Rósir spretta í geirum fjalla hlíða
Rósa stafi rekkar skráðu víða
Rósaþyrnar einatt Iáta svíða
Rósailmur reynist angan blíða
Rósalíf er hverfult sumar tíða
Rósir tína rjóðust börn án kvíða
Rósir skreyta borð í húsum lýða.
Jóhanna S. Thorwald.
SKEYTI.
Ei virðist hlý þín hugafrót—
hyljast augun glýju—
sýnist þér það sviða bót,
í sáriö höggva’ að nýju ?
Ei færir þig á, frægöartind
þótt feitt þú skrifir letur,
ef þú hefir enga mynd
öðrum málað betur.
Þér virðast ekki vísna-ljóð
vera skálda fæða.
Oft þau hafa örvað móð
og undir látið blæða.
Við bctri mann þinn bregð ei trú,
—að brjóstum snú ei geiri—
úlfs ert maki'—að úlfum þú
einnig gerir fleiri.
Þú heggur titt sem hræfuglinn,
—hörð er dómsins ræða—
en ef þér skykli eitthvert sinn
frá eigin vopni blæða.
Við eyra mér eg heyri hróp,
er helzt eg skykli rækja:
Að varast æ í varga hóp
að verjulitlum sækja.
R. J. DaviSsson.
Hin -Eina Hydro
St e a in H e at ed
i WINNIPEG
Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn,
það er að segja hreinsaðann og olíuborinn á ör-
stuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo
býður við að horfa, eða vér sendum áreiðanleg-
an bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann
til baka, á þeim tíma er þér œskið. Alt verk
ley^t af hendi af þaulvönum sérfrœöíngum.
Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum
stað í miðbœnum, á móti King og Rupert St.,
á bak við McLaren hótelið.
Praipie City Oil Co. Ltd.
Laundry Plione N 8666
Head Office Plione A6341