Lögberg - 17.06.1926, Síða 3
LÖGBEKjG flmtudaginn,
17. JCNÍ 1926.
Bls. 8.
IIARPA.
Nú ertu komið bjart á brá,
þú Iblessað sumar nýtt,
mín sæla von, mín sálar þrá,
með sólarbrosið blýtt.
Með fagurstiltan fuglasöng
og fossa’ og lækja hljóm,
með náttlaus dægur ljós og löng
með logn og dögg og blóm.
Þú komst að vekja hverja sál.
Ó, kallaðu líka’ á mig.
Þú endurborna alheims mál,
ó, allir ski'lja þig.
Ó, fagra Harpa’ um himin svíf,
kom hingað nær og nær,
þú blésað vor, þú lífsins líf,
þú ljóssins móðir kær.
Þá mestu stærð, þá minstu smæð
þú mettar hér á jörð.
Ó, kom og lyft oss 'hæst í hæð
með hjartans þakkargjörð.
—Bjarmi. Ólína Andrésdóttir.
Verið farsœl.
(Indverskt æfintýri.)
Eina nótt, þegar tunglið skein sem glað-
ast yfir jörðina, sat hinn mikli, vitri guð Krish-
na í djúpum hugsunum.
“Eg hélt að maðurinn væri hin fegursta
vera í heiminum, en það er ekki; þarna sé eg
lótusblómið vagga sér í næturgolunni. Hversu
langtum fegra er það en allar lifandi verur!
Eg get ekki þreyzt á að horfa á bikar þess,
hvemig hann lýkst upp núna í hinum silfur-
björtu tunglskinsgeislum. Nei, það er enginn
líkur því á meðal mannanna,” sagði hann og
stundi þungan.
“Hvers vegna get eg ekki skapað einhverja
veru, sem er það sama meðal mannanna eins og
lótusblómið meðal blómanna. Jú, eg vil skapa
slíka veru til þess að gleðja jörðina og böm
hennar. Ó, lótus! vertu lifandi kona, og stattu
hér frammi fyrir mér. ’ ’
Þá skalf vatnið, eins og þegar það titrar
kringum svöluna, þegar hún snertir það með
vængjum sínum. Nóttin varð bjartari; máninn
varð fegurri; næturgalinn söng sína fegurstu
tóna og alt varð aftur hljótt. Það var full-
komnað. Fyrir framan Krishna stóð lótusblóm-
ið í líki mannlegrar vem. 1
Sjálfur guðinn undraðist fegurð hennar.
“Þú ert blóm vatrianna,” sagði hann: “vertu
nú blóm hugsana minna.”
Og stúlkan fór að tala hvískrandi, eins og
hin hvítu lótusblóm tala þegar sunnanvindur-
inn kyssir þau, og sagði:
“Herra, hví gerðir þú mig að lifandi verut
Hvar býður þú mér nú að búa? Eg bið þig að
minnast þess, að meðan eg var blóm, titraðu
blöð mín af ótta við hvern vindblæ. Eg óttað-
ist hið mikla regn, hina öflugu vinda, þrumum-
ar og eldingarn^r. Þótt þú hafir boðið mér að
verða að mannlegri veru, þá hefi eg þó haldið
mínu fvrra eðli; eg er hrædd við jörðina og alt,
sem á henni lifir. Hvar býður þú mér að búa?”
Krishna leit liinum altsjáanda augum sínum
upp til stjamanna. Hann spurði hana:
“Viltu búa uppi á fjöllunum?”
“Herra, þar er alt og þar er snjórinn.”
“Þá sal eg búa þér til kristalshöll á marar-
botni.”
“Hin stóru skrímsli búa á mararbotni; eg
er hrædd við þan, herra.”
“Viltu heldur ibúa á hinum óendanlegu
sléttum?”
“Ó, herra! Vindar og byljir leika lausum
hala á hinum óendanlegu sléttum.”
“Hvað á eg þá að gjöra við þig? 1 hellum
búa hinir feimnu einsetumenn. Viltu búa í hell-
um, langt í burtu frá glaum heimsins?”
Krishna sat á steini og studdi hönd undir
kinn. Stúlkan stóð titrandi af ótta fyrir fram-
an hann. En nú var farið að birta og gullnum
roða sló á skýin í austrinu og á sjóinn og á
pálmatrén og bambusskógana. Hinn bleiki
hegri, hinn blái storkur og hinn hvíti svanur
sungu niður við vatnið. 1 skóginum heyrðist
söngur páfuglanna, og hreimfagur kliður bland-
aðist saman við mannsrödd, eins og þegar perl-
ur hrynja af streng. Krishna vaknaði af hugs-
unum sínum og sagði:
“Það er skáldið Volamiki, sem er að heilsa
sólaruppkomunni. ’ ’
Þá opnuðu liljurnar bikara sína og Volam-
iki sást koma á sjónum. En þegar hann sá mann-
blómið, hætti hann að leika. Skelin af perlu-
fiskinum, sem hann hélt á, datt úr höndum hans
og sökk til botns. Hann stóð alveg grafkyrr og
þegjandi, eins og hinn mikli Krisþna hefði
breytt honum í trédrumb.
Hinn mikli guð varð glaður, þegar hann sá
þessa einlægu aðdáun hans og sagði:
“Vaknaðu, Volamiki, og talaðu.”
Og Volamiki sagði:
“Eg elska.”
Hann mundi að eins þetta eina orð.
Þá brá gleðisvip yfir ásjónu Krishna og
hann sagði:.
“Fagra mær! eg hefi fundið stað handa
þér til að búa á í heiminum—stað, sem þú skalt
eiga — það er hjarta skáldsins.”
Volamiki sagði aftur:
“Eg elska.”
Og hinn voldugi Krishna leiddi meyna með
vilja sínum að hjarta skáldsins, sem var gagn-
sætt eins og kristall.
0g mærin var björt eins og sumamótt og
hljóðlát sem Gangesfljótið, þegar það rennur
hægt í farvegi sínum; hún gekk inn í musteri
sitt. En þegar hún sá lengra inn í hjarta Vol-
amikis, varð hún náföl. Óttinn greip hana, eins
og þegar kaldur gustur næðir gegn um mann-
inn. — Krishna undraðist og sagði:
“Blóm! er það mögulegt, að þú sért líka
hrædd við hjarta skáldsins?”
“Herra!” sagði hún; “hvemig gaztu feng-
ið af þér að skipa mér að búa þar? 1 þessu eina
hjarta sé eg bæði fjallstindana og undirdjúp
hafsins, þar sem ýmsar kynlegar verur eru. Eg
sé sléttumar, þar sem vindamir leika sér, og eg
sé dimmu hellana. Því er eg svo hrædd, herra. ’ ’
En hinn vitri og góði Krishna sagði:
“Vertu ekki hræd. Ef snjór er í hjarta
Volamiki, þá skalt þú vera vorblærinn. Ef und-
irdjúpin vatnanna eru þar inni, þá vertu perlan
á botninum; ef kyrð eyðimerkurinnar ríkir þar,
þá átt þú að vera gæfublómið á eyðimörkinni;
ef dimmu hellamir eru þar, vertu þá sólar-
geislinn, sem fyllir þá með ljós og yl.”
Og Volamiki, sem loksins gat komið fyrir
sig orði, sagði:
“Og vertu farsæl.”
NOKKRAR SÖGUR.
Skynsemistrúin.
Á veitingahúsi sátu þrír ungir menn og
töluðu saman.. Segir þá einn þ^irra: “Eg trúi
því, sem eg skil, því og engu öðru.” — “ Já,
sama segi eg,” sögðu báðir hinir.
Nálægt þeim sat gamall maður, sem heyrt
hafði tal þeirra. Hann flutti stól sinn nær þeim
og segir: “Má eg segja yður, ungu herrar
ferðasögu mína í dag?” Því játuðu allir hinir.
“Eg fór með járnbrautinni og sá nokkrar gæsir
sem voru að kroppa gras. Trúið þér því?”
“Já,” sögðu allir ungu mennirnir.
‘ ‘ Seinna sá eg nokkrar kýr og sauðkindur,
sem líka kroppuðu gras. Trúið þér því?”
“Já,” sögðu hinir.
“Og seinast sá eg hesta, sem bitu gras. Trú-
ið þér því?”
“ Já, auðvitað trúum við því”, segja hinir.
“Gott er það, að þið trúið þessu, en getið
þið nú sagt mér: Hvemig stendur á því, að
nokkuð af grasinu, sem gæsimar átu, verður að
fjöðrum, og nokkuð af samskonar; grasi, sem
sauðkindumar átu, verður að fínum hárum, sem
í einu orði er ull. Og nokkuð af grasinu, sem
kýrnar átu, verður að stuttum, þéttum hámm.
Og dálítið af grasinu, sem hesturinn át, verður
að löngum og sterkum hámm í makka og tagli
hans?”
Hinir gátu engu svarað og gengu sneyptir
burt.
Lygin.
Lygin er ætíð skaðleg, hvort sem hún er
Sögð með orðum eða gerð á annan hátt. Jón
litli lá fárveikur í barnaveiki, svo að faðir hans
varð að vitja læknis. Á leiðinni spyr hann
dreng, sem Pétur hét, til vegar. Hann svarar
engu, en bendir með hendinni á ranga leið. Mað-
urinn, sem var ókunnugur, fór þá leið, sem hon-
um var vísað á, og lenti fyrir það í forarmýr-
um, varð að fara yfir á á vaðleysu og lenti sjálf-
ur í lífsháska. Þó þótti honum töfin, fyrir stór-
an krók um nokkra klukutíma verri, því að af-
leiðingin varð sú, að þegar læknirinn kom til
Jóns litla, var hann andaður.
1 líkræðunni gat presturinn þess, að lygin
væri orsök til dauða þessa drengs. Þegat' Pét-
ur frétti þetta, grét hann sáran og varð þung-
lyndur um tíma. Hann strengdi þess heit að
vera sannorður alla æfi, og verða aldrei vísvit-
andi valdur að böli annara.
Raunabót.
f
Tveir vinir gengu saanan; annar hét Frið-
rik, hinn Jóhann; hann var mjög áhyggjufull-
ur og var að segja vini sínum frá skuldabasli
sínu, heilsumissi og vinamissi ásamt öðrum
mótgangi, sem &ð honum steðjaði. Meðan á
þessu samtali stóð, gengu þeir fram hjá háum
steinvegg og sáu hest standa þar og teygja höf-
uðið upp á steinvegginn. Friðrik segir þá:
“Veiztu hvers vegna hesturinn teygir höfuðið
svona hátt?” “Nei,” svaraði Jóhann. “Það
er af því,” segir Friðrik, “að hegturinn vill sjá
inn í garðinn, en veit, að hann getur ekki séð
gegnum veginn. Farðu nú að eins og hestur-
inn, horfðu upp yfir andstreymis-myrkrið;
horfðu upp, því að ef þú hyggur nógu hátt, þá
færðu raunabót.”
Gamli Páll.
Á gamalsaldri skrifaði Páll þetta í minnis-
bók síná: “Eg hefi lengst af æfinnar verið ó-
lánsgarmur, en má sjálfum mér um kenna. Þeg-
ar eg var ungur, eyddi eg tímanum í gjálífi, er
eg átti að læra. Þekkingu og mentun áleit eg þá
einskis virði, en seinna í lífinu sá eg, að þarfara
hefði mér verið að nota lærdómstímann betur.
Fullorðinn kunni eg fátt og vissi lítið. En
versta verkið, sem eg hefi gert, var það, þegar
eg strauk um fermingaraldur frá foreldrum
mínum til ókunnugra, sem leiddu mig út í slark
og drykkjuskap. Fyrsta staupið, sem eg drakk,
var upphaf ógæfu minnar. Eg flæktist úr einu
og í annað, og lærði því ekkert verk til hlítar,
varð í eingu meðalmaður, svo að nú, þegar eg
er farinn að heilsu og kröftum, sé eg ekki önn-
ur úrræði fram undan en sveitarstyrkinn. Eg
óska því nú af heilum hug, að eg hefði farið á
yngri árunum betur með heilsuna, og geymt
elliárunum marga krónuna, sem eg hefi illa
eytt, en einkum iðrast eg þess, að eg strauk burt
frá móður minni og hlýddi ekki hennar mörgu
góðu bendingum á æskuárunum. Mér var skyld-
ast að hjálpa henni, þegar hún hafði slitið sín-
um kröftum fyrir mig og systkini mín á upp-
vaxtaráranum.
Hún er ef til vill eina manneskjan, sem
hefir þótt vænt um mig og verið ant um mig, en
eg hefi launað henni það með ræktarleysi og
vanþökk.
Aldrei hefi eg gift mig, og er það líklega
það skársta, sem eg hefi gert um æfina, að eg
lét það ógert, að leiða saklausa konu út í ógæfu
mína.
Eg hefi nú hripað þetta í þeirri von, að æfi
mín geti orðið öðrum til viðvöranar. ”
Gætið þess, ungu menn, að verja vel ung-
dómsárum yðar, og misbjóðið ekki heilsunni
með óreglu.
Ljóðbænir Hallgríms Péturssonar.
Þessi ljóð hafa nýlega verið prentuð í blað-
inu, en voru þar ekki rétt. Því eru þau hér
prentuð aftur. — Ritstj.
I.
MORGUNBÆN.
1 þínu nafni uppvaknaður
er eg, Jesús, guð og maður.
Lof sé þér fytir líf og gæði,
líkamans heilsu, föt og fæði,
og alt það þín óþreytt mildi
aumum mér til leggja vildi;
bið eg þig, minn blíði herra,
blessun þína ei lát þverra.
Hegðan minni’ á hverjum degi
halt á sönnum dygða vegi;
lát mig njóta ungdóms ára,
er þú barst í manndóm klára;
gef uppfræði æsku mína
andi þinn fyrir verkun sína,
svo í ótta’ og elsku þinni
ávöxt góðan færa kynni.
Hlýðni, trygð og trúna bjarta
tendra’ og nær í mínu hjarta,
að mér svo með aldri hrönnum
aukist náð hjá guði’ og mönnum.
Heims og satans hrekkja snörum
hrind frá mér, svo ei óvörum
mig ógætinn í sér festi,
eður dragi’ í synd og lesti.
Vemda mig frá voða öllum,
vondum dauða’ og slysaföllum;
englar þínir að mér gæti,
engum svo eg meiðslum mæti.
Mitt verklag og miskunn þína
mér lát vera unun mína;
auk mér skilning orða þinna,
eru þau lampi fóta minna.
Gef mér jafnan gott að læra,
góðlyndum við alla vera,
varfæram í velgengninni,
vongóðum þó raunir finni.
Ljúfi Jesú, með lífi’ og öndu
legg eg mig í þínar hendur;
þar vil eg fús að lyktum lenda,
lofaður sértu utan enda.
II.
KVÖLDBÆN.
Nú vil eg enn í nafni þínu
náðrigi guð, sem léttir pínu,
mér að minni hvílu halla,
. og heiðra þig fyrir gæzku alla
þáða’ af þér á þessum degi,
því er skylt eg gleymi eigi;
enn þá má eg aumur játa,
angri vafinn sýta’ og gráta:
móðgað hefi’ eg margfaldlega
mildi þína guðdómlega.
Útslétt mínar syndir ‘svartar,
sundur kramið lækna hjarta,
afþvegið í æðsta flóði,
endurlausnarans Jesú blóði,
svo eg kvittur sofi í friði,
sál og líf af englaliði
umkringd, isatans ilsku hrekki,
ógn og slægðir finni ekki.
Blessa hús og hvílu mína,
hjástoð lát mig merkja þína,
þá mun aðsókn illra anda
ei hið minsta kunna’ að granda.
Lát mig þenkja’ á þessu kvöldi
það: eg lifi’ í veiku holdi;
brothætt gler og bólan þunna
brotna snart og hjaðna kunna.
Þú, einn guð, skalt þar um ráða,
þínar kný eg á dyr náðar,
af míns hjarta insta gmnni
andvarpa og bið með munni:
þegar eg skal seinast sofna,
sál við skilur, fjör mitt dofnar,
hjartans faðir, í hendur þínar
hverfa lát þá öndu mína;
hold í jörðu hægt lát blunda,
helgra þar svo bíði funda,
og upprisinn að eg víki
inn með þér í himnaríki.
Þar mun eg þúsund þakkir færa.
Þér sé lofgjörð, prís og æra.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON f#16-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offtce tímar: 2 3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka fiherzlu & að selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hsegt er að fá.t eru notuð eingöngu. pegar þér komið með forskriftina til vor, megið þér vera viss um, að fá rétt það sem læknírinn tekur 4.11. COLCLEUGH & Ca Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. i Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherbume St. Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Mcdical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Piione: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er að hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimill: 373 River Ave. Tals.: F-2691
Dr. K. J. Backman 494 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgeilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar 10-12, 3-6, 7-8 Phone, office A-1091. H. N8538
DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stupdar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er að hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Offioe Phone: N-6410 Heimili: 80'6 Victor St. Slml: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN 724)4 Sargent Ave. Viðtalstlmt: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Helmili: 1338 VVoLsley Ave. Slmi: B-7288.
DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimill: Tals. Sh. 3217
DR. Gí J. SNÆDAL Tanhlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslml: A-8889
Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um út- farir. Aílur útbúnaður sfi beztii. Enn fremur seiur hann allskonar mlnnisvarða og legsteína. Skrifst. Talsíml: N-6607 Heimilis Talsími: J-8302
THOMAS H. JOHNSON
Og
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðtngar.
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P. O■ Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
fslenzklr lögfræðingar.
708-709 Great-West Perm. Bld*
856 Main St. Tals.: A-496S
I>eir hafa einnig skrifstofur afl
Lundar, Riverton, Gimli og Plney
og eru þar að hitta fi. eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern miðvlkudag
Riverton: Pyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miðvikudag.
Piney: PriBja föatudag
1 hverjum mánuBl.
A. G. EGGERTSSON
ísi. lögfræðingur
Hefir rétt tii aC flytja mfil bæBi
I Manltoba og Saskatchewan.
Skrlfstofa: Wynyartl, Saslt.
Seinasta mfinudag I hverjum mfin-
uði staddur 1 Churchbrldge
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun-
ina yðar til vor. Þaulæfðir sér-
fræðingar annast um alla lyfja-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunni.
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bidg.
WINNH»EG
Annast um fasteigmr manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundi*.
SrifWofusfmi: A-4263
Hfissimi: B-SSM
J. J. SWANSON & CO.
Selur bújarðir. Látið það félag
selja fyrir yður.
611 Paris Building, Winnipeg.
Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLVASON
TEACHER
of
PIANO
Ste. 17 Emily Apts. Emlly 8t.
Emil Jolmson
SERVIOE B2LEOTRIO
Rafmaons Contractino — AUt-
kyns rafmaoandliöld teld oo vi/J
þau ocrt — Eo tel Moffat oo
McClarv Eldavélar oo hefi þasr
til sýnis d verkstœöi minu.
524 SARGENT AVE.
(gamla, Johnson’s byggingrin Tlð
Young Street, Winnipeg)
Verskst. B-1507. Heim. A-728S
Verkst. Tals.:
A-8S83
Heima Tals.:
A-9384
G. L. STEPHENSON
PLTJMBER
AUskonar rafmagnsáhöld, svo
straujóm, víra, allar tegundir af
gltisum og aflvaka (batterles)
VERKSTOFA: 676 HOME ST.
Sími: A-4153. fsl. Myndastofa
NewLyceum Photo Studio
Kristín Bjarnason eig.
290 Portage Ave, Winnipeg
Næst við Lyceum leikhúsið.
MRS. SWAINSON
að 627 SARGENT Ave., Wrinnipeg,
liefir fivalt fyrirlliflgjandi úrvals-
hdrgðir af nýtízíku kvenliöttiun.
Hún er eina ísl. konan, sem sllka
verzlun rekur í Winnlpeg. fslend-
ingor, Ifitlð Mrs. Swainson njóta
viðskifta yðar.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vörur íyrir lægsta
verð. Pantanir afgredddar b
fljótt og veL Fjölbreytt úrval.
Hrein og lipur viðskifti.
Bjamason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Winnlpeg.
Phone: B-4298