Lögberg - 17.06.1926, Side 4

Lögberg - 17.06.1926, Side 4
BlS. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 17. JÚNl 1926. Xogberg Gefið út Kvern Fimtudag af Tfe Col- ^ umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & j Toronto Str., Winnipeg, Man. Tdiimiri N-6327 oft N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor _ Otanálkrift til blaðsins: TKE C0lUW|BI/\ PRESS, Ltd., Bo« 3171, Wlnntpeg. Utanáekrift ritst)órane: EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnlpeg, R|an. The "Lögberg" ls printed and publlehed by The Colutrbla Presa, Limited, in the Columbla Building, CS6 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Vestur-Islendingar á krossgötum Þjóðtrúin íslenzka um búferlaskifti huldu- fólksins á nýársnótt, er næsta eftirtektaverð og lærdómsrík. Því hún felur í sér sannleika, sem allir hafa gott af að hugleiða, en ekki sízt þeir, sem að einhverju leyti eiga í vök að verjast fyr- ir áhrifum, er þeim geta verið óholl og skaðleg. Allir Islendingar kannast við krosmessu- tíðina, þegar að menn höfðu vista- og búferla- skifti og fluttust úr einum stað í annan, oft í fjarlægar sveitir og landshluta. Eftir þjóðtrúnni átti huldufólkið, þetta ein,- kennilega fólk, ^j-Jjeuna átti í hólum, klettum og hömrum, sér líka krossmessu, og hún var á ný- ársnótt. Þá var það á ferð eftir vegum þjóðar- innar með húslóð sína á leiðinni til sinna nýju bústaða. En á vegi manna eru oftast einhverjar tálmanir, sem erfitt er að komast yfir eða fram- hjá, og svo var það með huldufólkið. En þeirra erfiðasta tálmun voru menskir menn. Þegar þeir settust á krossgöturnar, þá komst huldufólkið ekki fram hjá þeim. Eina úrræði þess var, að bjóða þeim, sem á krossgötunum sat, kostaboð, og þau svó glæsileg, að þeir mensku svöruðu; en þá ærðust þeir, og huldufólkið gat farið ferða sinna. Sigurvon þess, sem á krossgötunum sat, var, að láta ekki ginnast af fagurgala huldu- fólksins og lokkandi boðum um gull og græna skóga. Vestur-lslendingar hafa ávalt verið stadd- ir á krossgötum, síðan áð þeir komu til þessa lands, og eru það enn. Aldarandinn, grunn- hygginn og flár, hefir hampað framan í þá kostaboðum — gulli og grænum skógum, til þess að þýðast sig og ganga í fylgd með sér, og skeyta ekki skilyrðum þeim, sem voru nauð- synleg til þess að þeir gæti haldið fullum sönsum. , Viðleitni aldarandans hefir verið og er, að . fá Vestur-lslendinga til þess að gleyma sjálfum sér svo, og uppruna sínum, að þeir léti fallask inn í hann og flytu með honum viðstöðulaust hvert sem hann vildi bera þá, — æra þá, svo að mótstöðuafl þeirra yrði magnlaust, sjálfs- meðvitundin dofin og framsóknarþráin mátt- vana. ( Og aldarandanum hefir tekist mikið með hvllihoðum sínum. Hver af öðrum á meðal þeirra hefir fallið fyrir fagurgala hans og blátt áfram snúist í lið með honum. Þjóðernismeð- vitund þeirra hefir sljófgast með hverju árinu og með henni hefir þrotið áhuginn og viljinn til þess að leggja nokkuð í sölurnar til stuðnings og þroska þess þjóðemislega arfs, sem þeir sjálfir eiga, — þess sérstaka menningarlega lífs, er þroskast hefir hjá þjóð þeirra í meir en þúsund ár, og hefir verið og er enn, hvort sem þeir yilja viðurkenna það sjálfir eða ekki, afl-/ gjafi athafna þeirra og afkomu í þessu landi. Vér sögðum, að Vestur-lslendingar væm staddir á krossgötum í þessu landi, að því er þjóðræknisskyldur þeirra og viðhald snertir. En þeir eru ekki þeir einu, sem þar eru staddir. Allir skandinavisku þjóðflokkamir, aem tekið hafa sér bólfestu hér í álfu, eru staddir þar líka, og hafa verið. Vér tökum hér til saman- burðar iSkandinava sökum þess, að þeir standa oss íslendingum næst, eða vér þeim, en ekki af því, að það séu Skandinavar einir, sem á kross- götunum standi Öllum þeim mönnum hefir aldarandinn böðið sömu hylliboðin, og hann hefir hoðið oss Islendingum. Hann hefir reynt til þess að æra þá alla. En Norðmenn, Svíar og Danir hafa staðist þau hylliboð betur en vér íslendingar. Þeir hafa þagað við þeim og aldarandinn hefir hörfað undan þeim, eins og huldufólkið á kross- götunum undan menskum mönnum, og aldrei get- að ært þá svo, að þeir hafi mist sjónar á skyld- um þeim, er þeir höfðu gagnvart sjálfum sér og menningu feðra sinna. Og svo ákveðnir hafa þeir verið í því, að Norðmennirnir einir hafa reist fjóra háskóla í Bandaríkjunum og lagt fram $2,500,000 þeim til viðhalds; og auk þess hafa þeir reist marga miðskóla og prestaskóla, og hver fermdur safnaðarlimur leggur fram f jóra dollara á ári til stárfrækslu þessara stofn- ana og alt þetta gera þeir af fúsum og frjálsum vilja, og til þess að varna þess, að þeir ærist af aldarandanum ogyrðu að umskiftingum, eins og mennirnir, sem gleymdu sjálfum sér á kross- götunum forðum. Vér Vestur-tslendingar eigum einn einasta miðskóla, sem vér höfum sjálfir stofnað í sama augnamiði og með sama takmarki og frændur vorir Norðmennimir hafa stofnað sína skóla— til þess að vera varnarmúr þess sem nothæfast er og haldbezt í menningu feðra vorra, okkur sjálfum til þroska og þjóðfélögunum, sem við búum hjá, til eflingar og hann sveltur. Það er talið, að um tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund Islendingar séu í Ameríku og á meðal alls þess fjölda finnast ekki nógu marg- ir með nægum áhuga, eða ræktarsemi við það, sem fegurst er í arfi þeirra til þess, að sjá þess- ari einu og tiltölulega ódýru mentastofnun far- borða. Upphæðin, sem til þess þarf árlega, er hér um bil $4,000. Það öru ekki til fjögur þús- und menn í þessum 20—30 þúsundum Vestur- Jslendinga, sem vilja láta af hendi $1.00 á ári, til þess að halda við mentastofnun, er sé mið- stöð íslenzkrar menningar vor á meðal og flytji það, sem vér sem þjóðflokkur eigum að miðla til menningarlegs þroska út í þjóðfélögin, sem við búum hjá. 1 þrettán ár hefir þessum skóla verið hald- ið við með eftirgangsmunum og erfiðleikun^ og þrátt fyrir aðstoð er hann hefir notið frá frændum vorum Norðmönnum og öðrum utan Islendinga, er hann nú staddur í fjárhagslegu öngþveiti, svo mjög er tvísýnt um framtíð hans, og alt fyrir þatí, að Vestur-íslendingar hafa brugðist honum og með honum sjálfum sér. Skólinn var stofnaður og hefir verið starf- ræktur af kirkjufélaginu íslenzka og lúterska, hefir verið ein af stofnunum þess frá byrjun, og mætti því ætla, að skólinn hefði Tiaft stuðn- ing kirkjufélagsfólks yfirleitt. Svo er þó ekki, þó hins vegar að hann hafi átt þar vini, því jafn- vel þótt engir af Islendingum utan kirkjufé- lagsins hefðu lagt skólanum lið, þá hefði honum verið borgið með ákveðnum stuðnin^i kirkju- félagsmanna. í kirkjufélaginu er hátt á sjötta þúsund fermdra meðlima. Ef hver þeirra hefði lagt árlega til eín sextíu cent, (ekki fjóra dollara eins og frændur þeirra, Norðmennirnir, leggja sínum skólum), þá hefði skólanum verið fylli- lega bor.gið. Við erum þetta miklu minni menn og skeytingarlausari með það, er lýtur að feðra- arfi vorum, en þeir. V % Menn spyrja, hvaða persónulegt gagn þeir geti haft af skólanum. Þeirri spurningu er ekki þægilegt að svara. Beinast liggur þó við að segja, að óhugsanlegt sé að þeir, sem skólann styrkja, fái dollar fyrir dollar fyrir þann stuðn- ing. Eðli hugsjóna þeirra, senLjSkólinn er bygð- ur á, er ekki þess efnis. ^ Það mætti eins vel spyrja, hVaða gagn að maður hefði af því að lesa Islendingasögur, ljóðin íslenzku, eða Eddurnar. Hagnaðurinn af því er ekki sýnilegur. Það er ekki hægt að mæla hann í dollurum og centum; en sjóndeild- arhringurinn víkkar, hugsanirnar skýrast og millibilið á milli þess liðna og líðanda styttist. Menn hafa þann hagnað af skólanum, að hann setur þá Jslendinga, eða fólk af íslenzku bergi brotið, sem á hann gengur, í sambanTli við orð og anda feðra sinna, víkkar sjóndeildarhring þeirra og opnar þeim veg að lífsreynslu þjóðar- innar, sem þeir eru partur af, til þess að ávaxta í sínu eigin lífi og í lífi samtíðarfólksins. Hug- arfarið, sem þessi spurning er sprottin af, er naumast sam!hoðin sönnum manni. Hitt væri honum samboðnara að spyrja: “Hvað get eg gjört til þess að styðja það, sem fegurst er og líklegast til gagns og gæfu mér og meðbræðrum mínum?” Kirkjuþingið, sem í hönd fer, verður statt á krossgötum að því er skólastofnun þess og skólamálið snertir. Með reynslu að haki, sem sýnir ótvíræðilega, að stofnunin hefir ekki nótið óskorins stuðnings kirkjufólksins sjálfs, með þörfina skýra fyrir stofnunina og auðsæjar hættur á vegi kirkjufélagsins, ef það yrði fyrir áhuga- og skilningsleysi sinna eigin meðlima að hætta við skólann, verður það að skera úr, hvort þessi tilraun Isl. í Vesturheimi með sína eig- in mentastofnun, eigi að lifa eða deyja. En hvort sem gert verður, þá þarf að gera þing- heimi það ljóst, að ef áfram verður haldið, þá krefst framtíðarvelferð stofnunarinnar óskiftra krafta kirkjufólksins og einlægni—þarf að gjöra þingheimi það skiljanlegt, að það er ekki til neins að vera að leika þann feluleik, sem átt hefir sér stað í þessu máli eitt kirkjuþingið eftir annað, að samþykkja að halda skólanum áfram, og láta hann svo ekki koma sér neitt við árið útr og eins það, að ef við hann verður hætt, þá hvílir ábyrgðin, sem því fylgir og á- hrifin, sem það hlýtur að hafa á lfcirkjufélagið í heild, á kirkjufélaginu sjálfu, sem og öðrum þeim, er eigi hafa vakað á verði, sem vera bar, yfir þessu máli og þeim öðrujn málum vor á meðal, er mest varða íslenzka þjóðarsæmd. Efri málstofan og ellistyrkurinn. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, þá hefir ellistyrksmálið verið á prjónunum í Ott- awa á þessu yfirstandandi þingi. Stjómin hafði tekið það upp á sína arma og loksins við- urkent, að menn, sem íbúnir eru að slíta sjálfum sér í þarfir lands og þjóðar, án þess að komast yfir nægilega mikið af heimsins gæðum til þess, að forða sér frá því, eftir að þeir eru orðnir ó- færir til vinnu, að verða öðrum til byrði, síð- asta áfangann hér á jörðu. Frumvarp það, sem stjórain lagði fyrir þingið, kvað svo á, að kona eða karl, sem væru brezkir borgarar og 70 ára að aldri, skyldu fá í þóknunarskyni $20 á mánuði fyrir vel unnið dagsverk. Flestir munu hafa fagnað þessum lögum, þótt þau manpúðleg og makleg viðurkenning á þjónustu fólks í þarfir þjóðarinnar yfir langt æfiskeið, og auk þess hefði þessi litla upphæð verið mörgum léttir, sem lítið eða ekkert hefðu fyrir sig að leggja. Eftirlaunamálið hefir ekki ávalt verið óvin- sælt, þegar um eftirlaun embættismanna hefir verið að ræða, en það er þá af því, að mönnum hefir ekki fundist að hlutaðeigandi emhættis- maður, eða embættismenn hafi verðskuldað þau. ^UIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll* I SKREYTIÐ HEIMILIÐ. | jZ Það er á vorinað menn fmra að hugsa um að fegra og endurnýja heimili sín. H Draperies, blaejur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl. | HREINSAÐ 0G LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. \ Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd. § = W. E. THURBER, Manager. | | 324 Young St. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 E = Kallið upp og fáið kostnaðaráaetlun. — Ti 1111111 ii 111 ii 111 ii 111111111M1111iiii111iiiii1111111111ii111111111:11111 n 1111111 ii 11 ii 1111 i 11111111 f= Alþýðan hefir verið sanngjörn, þegar um eftirlaunamálið hefir verið að ræða. En nú, þegar hún átti að fá að njóta góðs af þessum eftirlaunalögum, þá rís efri málstofan í Can- ada — þessir æruverðu Senatorar—, sem sjálf- ir eru á eftirlaunum, hvort sem þeir lifa lengi eða stutt, upp, og drepur frumvarpið um elli- styrk eða eftirlaun alþýðunnar aldurhnignu. Hver ástæða hefir verið fyrir þessu til- tæki, er ekki gott að vita. En hún var sannar- lega ekki sú, að um væri að ræða óþarft mál — þeir bara drápu málið, eins og þessir háttsetttu senatorar vildu segja: “Vér einir höfum völd og rétt.” Frá þeirra sjónarmiði, þá nær það ekki nokkuri átt, að þessir mannræflar, sem búnir eru að brjótast í gegn um lífið og slíta kröftum sínum frá barnæsku í þarfir lands og þjóðar, fái nokkum styrk eða viðurkenningu. Þeir, með öðrum orðum, sjá ekkert nema sjálfa sig, og eins lengi og þjóðin lætur þá halda á- fram að kvista niður hin þarflegustu mál og fyrirtæki þjóðarinnar — á meðan að þjóðin tek- ur ekki fram fyrir hendur þeirra og neyðir þá til þess að sjá eitthvað annað en sjálfa sig, þá halda þeir áfram að vera þröskuldur í vegi framfara og eðlilegum þroska þjóðarinnar. Hudsonsflóa ibrautar málið, eða öllu heldur fjárveitingin til brautar þeirrar, var samþykt í þinginu snemma í þessurn mánuði. Oss er mikið ánægjuefni að geta þess, að allir aftur- halds þingmennimir frá Manitoba studdu mál- ið við umræðuraar og fjárveitingin var sam- þykt án þess að atkvæðagreiðsla færi fram á milli flokkanna. Nú er að sjá hvað þeir náðugu herrar í efri málstofunni gjöra við það. Allir I vita, að þá sárlangar til að drepa Hudsonsflóa brautina. En sumir halda, að þeir þori það ekki. En hvort sem meiru ræður hjá Senatorunum að lokum, rótgróin óvild til 'brautarinnar, eða ótt- inn, fyrir afleiðingunum, þá er víst, að það er ekkerit sem stendur nú í vegi fyrir því að við brautina verði lokið, nema Senatorarair í efri málstofu þingsins í Canada, sem hvorki þing né þjóð hefir neitt vald yfir, eins og nú standa sakir. Takmörkun ræðuhalda. Síðustu fregnir frá Ottawa láta þess getið, að nú mnni senn draga að þinglokum, ef ekkert óvænt komi fyrir, og mega það í raun og sann- leika kallast góð tíðindi, því þingið hefir staðið yfir lengi og þarafleiðandi orðið þjóðinni kostn- aðarsamt. Til þess að flýta fyrir þingslitum og iáta ekki alt drukna í mælsku eða málæðisflaum, gerðist sú nýlunda, að kosin var þriggja manna nefnd, er hafa skyldi það hlutverk með höndum; að finna út heppilegustu leið til að stytta þingræður sem mest mætti verða, án þess þó að málin biðu við það nokkura halla, eða yrði flaustrað í gegn íhugunarlaust. Með það fyrir augum, að tilraun þessi gæti horið nokkurn verulegan árangur, varð að sjálfsögðu að nást samkomulag milli hinna ýmsu flokka, eða leið- toga þeirra, og tókst slíkt vonum fremur. Nefndina skipa þrír menn, þeir Rt. Hon. Arth- ur Meighen, leiðtogi íhaldsflokksins; hon. ö. H. Boivin, tollmálaráðgjafi, fyrir hönd frjálslynda flokksins og Mr. Robert Forke, foringi bænda- flokksins. Hefir nefndin þegar haldið nokkra fundi, átt tal við einstaka þingmenn mp mál- efni þetta og komið því til leiðar, að þingmenn hafa flutt til muna styttri ræður en ella mundi orðið hafa. Er svo til ætlast, að ræðutakmörk- un þessi leiði til þess, að flýta megi fyrir þing- slitum um tvær vikur, og sparast við það hreint ekki svoi lítið fé. Það virðist ekki nokkrum minsta vafa und- irorpið, að hér sé um nauðsynjamál að ræða, er kjósendur landsins muni taka vel. Eitthvað varð að taka til hragðs, er flýtt gæti fyrir störfum þingsins, og eiga þeir þjóðarþökk skil- ið, er frumkvæði áttu að nýjung þessari. % Komið hefir það til tals, að einskorða ræð- ur við tíu mínútur, að undanskildum ræðum ráðgjafa, flokksforingja og flutningsmanna hinna ýmsu mála. Hvort sú aðferð næði að öllu tilgangi sínum, skal látið ósagt. En hitt er þó jafnframt víst, að af slíkum tilraunum myndi marg4 gott leiða og mikið fé sparast. Um það hefir nokkkuð verið rætt í seinni tíð, hvort ekki væri gerlegt að láta radio-öldurn- ar flytja ræður-þingmanna víðsvegar nm land, svo kjósendum gæfist kostur á að verða þeirra aðnjótandi' eins og þær í raun og veru væru. Sýnist slíkt all-fýsilegt, ef hrundið yrði í fram- kvæmd, og kæmi þá tíu mínútna ræðu fyrir- komulagið einkum að góðu liði. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& D oorCo. Llmited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. • - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK íMHKeKHKHKHKHKBKBKHKBKHKHKHKBKBKBKBK^CBKHKHKBKBKHKBKHK McDanald-Dure Lumber Co. itd. Byggingatimbur Sash, Doors, Moulding, Interior Finish, Oak Finish Oak Finish a Specialty Eitt stykki eða vagnhlass. Skrifstofa: Gor. Wall og St. Matthews Ave. Private Branch Exchange Phones: B2477 og B2478 í <hKbKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKbKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhK»- ÞR0SKI HEILíBRI'GÐAR grund- vallar-reglur í við- skiftum og útfærzla starf- sviðsins jafnt og þétt hef- ir einkent viðgang þessa banka meir en fimtíu ár. Nú í dag er. banki þessi einn hinn öflugasti í heimi og styður viðskifta- starfsemi og heimili og gengur í broddi fylkingar að því er viðkemur aukinni ut- anlandsverzlun. The Royal BanR of Canada Landnám Islendinga vestan hafs 50 ára. Eftir Richard Beck. Ithaca, Ne. Y., 2. ág. 1926. Um þessar mundir eru þeir at- birðir að gerast vestan Atlants- ála, sem íslendingar Austan hafs geta illa látið sig engu skifta. 1 dag halda landar okkar há- tiðlegt hálfrar aldar afmæli ís- lenzks landnáms í Vesturheimi. Tímamót þessi eru svo merkileg, að maklegt er að geta þeirra að r.okkru. Snerta þau að eins ís- lenzka þjóðarbrotið vestra, held- ur einnig alla Islendinga. Eg hygg það mála sannast, að systkini okkar vestan hafs hafi eigi ávalt notið þeirrar samúðar og skilnings frá heimaþjóð sinni, sem æskilegt hefði verið, en báðir aðilár hafa eflaust átt sök á því að svo var. Misskilningur af beggja hálfu hlóð eigi ósjaldan þann múr þeirra á milli, sem örðugur reyndist yfirferðar. Skal þar eigi meira um rætt. Skiln- ingsleysið mun nú, sem betur fer, að mestu, eða öllu, horfíð úr sög- unni. Aukin samúð og samvinna eru alls staðar augljós. Bróður hönd og hugur brúa hafið. Atlants álar eru að vísu djúpir, en hafa þó reynst væðir, þó er það trú mín, að mörgum íslendingum heima sé eigi eins kunnug sem skyldi saga hins nýrra landnáms landa þeirra í Vínlandi hinu góða. Myndi þó hvorki ófróðlegt né ógagnlegt, að kynnast þeim þætft í sögu þjóðar sinnar, svo er hann hrífandi og ríkur þess, sem frá- sagnar er vert. Okkur, sem heima erum aldir, sem heitastir þykjumst ættjarðar- vinirnir, og erum vonandi slíkir, f:nst ómögulegt til þess að hugsa, hvílík blóðtaka það hefir verið fámennri þjóð okkar, að sjá á bak svo margra mætra dætra og sona. Sannarlega metur enginn það tjón til aura og álna. En hinu glejmium við eigi ósjaldan, hvern skerf landar okkar vestan hafs hafa lagt til menningar kjör- lands síns og hvert gagn þeir hafa beinlínis og óbeinlínis unnið ætt- jörð sinni þótt fjarlægð skildi þá frá henni. 'Göngum nú á sjónarhól á þess- um tímum í sögu íslenzkra Vest- manna, og rennum augum yfir farinn feril þeirra. Flestir af þeim flytjast vestur um haf með léttan sjóð verald- legra auðæfa. All-tíðast mun framtíðarvonin hafa verið vega- nestið mesta, en að baki harkspár af hálfu sumra þeirra, er eftir sátu. Margur þeirra var svo settur, að “hans aleign var far- bréfið keypt fyrir grip”, og að “framtíðin bjó í hans höndum tveimur.” Var því eigi ^nnars kostur flestum þeirra, þá er vest- ur kom, en að taka hvert það staf, sem bauðst. . IStóðu landar okkar einnig ver að vígi mörgum öðrum, því að þeim voru eigi kunn- ir starfshættir eða vinnubrögð er- lend. Fæstir þeirra munu hafa kunnað enska tungu til nokkurrar hlítar. Var því á brattann að sækja og margan örðugan hjalla yfir að klífa. Eigi voru örðugleikarnir minni þeim, sem gerðust bændur. Akur- yrkju voru þeir lítt vanir eða notkun búnaðartækja. Skóga þurfti að brjóta, ryðja land og plægja fyrir bæjarstæði og akra. Bjálkakofar voru fyrstu skýlin. Þar við bættist loftslag óheil- næmt þeim, og stundum skæðar drepsóttir. — Hér er því um land- nema að ræðá, í þess orðs dýrustu merking, og örðugleikar frumbýl- ingsára þeirra verða vart dregnir nógu Ijósum litum, hvað þá orðum auknir. Hver sá, sem séð hefir ruddar merkur Canada, og einnig

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.