Lögberg - 17.06.1926, Page 8

Lögberg - 17.06.1926, Page 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN, 17. JÚNÍ 1926. l Jr Bænum. Ármann Björnsson og Otto Kristjánsson, báðir frá Winni- pegosis voru í borginni um helg- ina síðustu. Messur í Gimli prestakalli sd. 20. júní: Húsavík: séra G. Guttormsson. Gimli: séra J. A. Sigurðsson. Betel: séra N. S. Thorlaksson. Árnesi: séra K. K. ólafsson. Allar messur byrja kl. 11 f.h. Sig. Ólafsson. Þann 11. þ.m. voru gefin saman í hjónaband Axel Johnson frá Lundar og Ólöf Helga Sigurðsson frá Mary Hill, Man. Hjónavígsl- an var framkvæmd af séra H. J. Leó, að heimili hans, 549 Sher- burn St. Framtíðarheimili þeirra verður í grend við Lundar. RxJHrervy, Ayn-Ouwxfy* cte> hxftj CJtxr^ loöU Íúl <r^|-t/ue_Jt ajfc fctk# OOyvwj Cf Oft/VWJ fíjLÍrirtr\, ciftdAu^ "tt# CjLAUXÁa. >U^CU.cUl^1 (r| hrÚCJ) •J3^ XjL&ls jumJJ fKíJli "tlu,tXavvu, _ í CCL 'ct usiJtc fbJjLue s d/v^ cL a Guttormur J. Guttormsson frá Riverton og H. F. Danielsson frá Árborg, voru staddir í borginni um síðustu helgi. Skáldið frá River- ton sagðist hafa vanrækt Ijóða- gerðina nú um tíma, en ekki væri það svo að skilja, að hann væri hættur að yrkja, eða ætlaði sér að hætta því — ekki fyrst um sinn, að minsta kosti. Maður getur þvi átt von á að sjá einhver ljóðmííli eftir Guttorm áður en hjög Iangt líður og mun flestum þykja það vel farið. Gísli Gíslason frá Geysir, Man., var staddur í borginni um síð- ustu helgi. Jón Jónsson og Jónas Hall, bændur að Gardar, N. Dak., voru staddir í borginni um helgina sem leið. Sögðu þeir alt gott að frétta úr sinni bygð, nema regnfall hefði verið of lítið, og voru því akrar ekki sem bezt útlítandi nú sem stendur, en það gæti enn vel laga t, ef regn félli áður en langt líður. — Jón Jónsson kom til Gardar 1880, og er því einn af íslenzku bændunum, sem þar hef- ir lengst verið. Hann er rausn- arbóndi i sinni sveit og hefir um langt skeið látið mikið og v?I til sín taka í málum sveitar sinnar, héraðs og ríkis. Hann kom ung- ur til þessa lands árið 1873. Nú er hann farinn að eldast, en svo unglegur og fjörlegur, að maður mundi halda, að hann væri að minsta kosti tíu árum yngri en hann er. Mlr. og Mrs. J. K. Jónasson frá Vogar og sonur þeirra,. Snorri, komu til bæjarins á mánudags- kveldið var frá Winnipegosis, þar sem þ^u voru að heimsækja son sinn Guðmund, er þar verzlar í stórum stíl og nýtur almenns trausts og álits. 1 Winnipegosis dvaldi ferðafólkið sjö daga. og naut hinnar ágætustu gestrisni hjá löndum þar yfirleitt, og sem það biður Lögberg að færa hjart- ans' þakkir sínar. — Frá Winni- pegosis hélt ferðafólkið til Dau- phin, þar sem annar gonur þeirra, Ólafur, býr, og vinnur þar á stóru bílaverkstæði. Þar héldu þau kyrru fyrir yfir helgina og héldu svo áfram leiðar sinnar og til Winnipeg. Eru tvö af börnum þeirra hjóna hér í bæ, stúlka, Jón ína, sem er að læra hjúkrunar- fræði á iSt. Boniface spítalanum, og Egill, er vinnur hjá Eaton fé- laginu. — Héðan halda þau Mr. og Mrs. Jónasson og Snorri norð- ur til Árborgar til þess að heim- sækja Dr. Svein Björnsson, sem er aldavinur Jónasar, Sigtrygg Jónasson og fleiri kunningja þar nyrðra. Þaðan heldur ferðafólk- ið þvert yfir land til Lundar, þar sem þau heimsækja enn eina dótt- ur sína og annað venzlafólk, og svo heim, og býst ferðafólkið við að i ferðalagið alt muni ganga um þriggja vikna tími. Mrs. Kirstín H. Ólafsson frá Gardar, N. Dak., kom til borgar- innar á mánudaginn. Verður hún hér hjá föður sínum, Mr. Her- mann, nokkra daga og fer einnig til Gimli til að fund þann, sem safnaða kvenfélögin halda þar í sambandi við kirkjuþingið. Mrs. Olafson fer heim til sín um miðja næstu viku. “Fredrick VIII”, sem er eitt af fólksflutningaskipum Scandinavi- an-American línunnar, fót frá Oslo 4. júní og kom til New Yorkj hinn 13. Frá New York fer skip- ið austur um haf hinn 22. þ.m. írr bréfi frá Hnausum, Man., 8. júní: — “Engin tíðindi héðan frá okkur; allgóð líðan manna það eg til veit. Tíðin góð, nema okk- ur vantar meira regn. Eg held að jörð hafi aldrei verið eins vatns- lítil eins og hún er nú, viðast vatnslaust í gripahögum; þó lítur hagi og engi furðanlega vel út, en harðvelli mundi fara til baka ef ekki koma vætur; hér hafa ekki komið nema smáar skúrir. Fyrsta sumar sem eg hefi lifað hér, að ekki hefir fundist fluga (musq- uitos), en vart við bolaflugur. — Akra útlit heldur gott, sáð í seinna lagi, en komið upp heldur fljótt; bara við fenjfjum nú skúrir, mundi verða gott sumar. Nú kominn góður hagi fyrir allar skepnur svo kýr gera gott gagn. — F. F. Dr. Benedikt K. Björnsson frá Mandan, N. Dak., kom til borg- arinnar á laugardaginn og fór aft- ur í gær. Dr. Björnsson er að- stoðar dýralæknir North Dakota ríkisins. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann kemur til Winnipeg, og sagðist hann hafa haft mikla á- nægju af að kynnast íslendingum hér. Dr. Björnson er fæddur og uppalinn ,á Gardar, N. D., en síð- ustu tíu árin hefir hann verið í Mandan, og eru þar engir aðrir fslendingar. En ekki hefir hann gleymt íslenzkunni fyrir þvi og talar hana ágætlega. GJAFIR til Jóns Bjarnasonar skóla. Dr. Jón Stefánsson, Wpg $100.00 A. S. Bardal, Wpg........ 100.00 Safnað af O. Anderson, Baldur, Man:— C. Benedictson ........... 20.00 O. Anderson.... ........... 5.00 Bergur Johnson............. 1.00 í umboði skólaráðsins votta eg alúðarþakkir fyrir þessar gjafir. S. W. Melsted, féh. EIMREIÐIN KOMIN. Ef þú vilt fá glögt yfirlit yfir íslenzk stjórnmál og átta þig vel á því, um hvað barist er, verður þú að jesa Eimreiðina 1926. Fjórir þektustu stjórnmálamenn lands- ins rita um þau mál. Það verður það langmerkasta, sem ritað hef- ir verið um íslenzk stjórnmál nú um langt skeið. “Vér viljum hafa alþing á Þing- velli” var krafa Fjölnismanna. Þessi krafa verður hávær á næstu árum og er þegar komin fram í þinginu. Lesið gjörðabók Fjöln- ismanna, sem kemur út í Eimreið- inni á þessu ári. íslenzkur karlakór fór fyrir skömmu til Noregs . 1. I. hefti Eimreiðarinnar þ. á. er mjög skemtileg grein um einu söngför- ina, sem farin hefir verið áður til útlanda, för söngfélagsins ‘Hekla’ til Noregs 1905. Kynnist bókmenta-hreyfinéum þeim hinum nýju, sem nú eru uppi. í ýtarlegri og fróðlegri grein í I. hefti Eimreiðarinnar þ. á., skýrir skozkur mentafrömuður frá einni slíkri hreyfingu. Hvaða samgöngur eigum við í vændum? Bílvegi? Járnbrautir? Flugbátaferðir ? Lesjð grein um þessi efni með fjölda mynda í Eiermiðinni, I. hefti þ. á. Auk þessa, er væntanlegúr í Eimreiðinni, á þessu ári, fjöldi afj ágætum ritgjörðum, sögum og kvæðum. Beztu og vinsælustu rit- höfundar þjóðarinnar, svo sem dr. jSig. Nordal, Einar H. Kvaran skáld, dr. Guðm. Finnbogason o fl. o. fl. skrifa í Eimreiðina á þessu ári. Já. Eimreiðin, sem um 30 ár hef ir verið eitt langmerkasta tímarit ið, sem gefið hefir verið út á ís lenzku máli, verður væntanlega betri þetta ár, en nokkru sinn áður. Árgangur hennar þetta ár er $2.50. Nýir kaupendur fá einn eldri árgang (1925) í kaupbætir, með- an upplagið endist. Hraðið pönt- unum, og borgunum, því það er farargreiði “Fjölnis” hins yngra. Afgreiðslumaður er: Arnljótur B. Olson, 594 Alverstone Str., Winnipeg, Man., Canada i----------— Land til sölu. Þrír kvartar úr section, sem liggja fast að sumarbústaðnum Hillside Beach, sem er níu mílur fyrir norðan Grand Beach. — Landið er vel fallið til þess að rækta á því jarðepli og alla garð- ávexti; nægar slæjur, og góð sala fyrir allar afurðir til fólksins, sem að sumrinu býr þar. Enn- fremur er landið vel fallið til þess að rækta á því hafra, barley og aðrar korntegundir. Járnbraut- arsamband við Winnipeg er á- gætt, og landið, sem hér um ræð- ir, er alt mjög nálægt járnbraut- arstöð, það sem lengst er í burtu frá henni, er að eins í mílu og kvart fjarlægð. Þar er gott til fiskjar. Verð á landi þessu er frá $10 til $12.50 ekran. Skilmál- ar eftir samkomulagi. Hús er á hverju landi, dálítið unnið á þeim og ágætt vatn. Eigendurnir eru viljugir til að taka hús og bygg- ingarlóðir í Winnipeg í skiftum. Lysthafendur snúi sér til Cham- bré and Chambré 707 Lombard Bldg., Winnipeg. Talsími A-2653. MEiHgMgEíaMgsaSHg&aSCföHaKlg&raHHHgMKHgBraHglSE&SgMgGaaHaMaiiMraSKi K) 53 M % Silfurbrúðkaup áttu þau Mr. og Mrs. Steingrímur Johnson við Kandahar, þann 6. þ.m. Mintust vinir þeirra hjóna og kunningjar þess með því að sækja þau heim og afhenda þeim að gjöf borðbún- að úr silfri. Skemti fólk sér hið bezta í heiðurssamsæti þessu við söng, ræður og samtöl.—Wynyard Advance. — Frá öðru silfurbrúð- kaupi segir það sama blað, er haldið var í sambandskirkjunni í Wynyard, mánudagskvöldið 7. þ. m., til heiðurs þeim hjónum Mr. og Mrs. John G. Christianson. Var þar fjölment og skemtanir góðar. Gestirnir færðu silfur- brúðhjónunum silfurborðbúnað að gjöf. Skip Swedish-American línunn- ar “Gripsholm” kom til Gothen- burg á laugardagskvöldið. “Stock- holm” kemur frá Gothenburg til Halifax á mánudaginsmorguninn. “Drottningholm” fór frá New York á fimtudaginn með 111 far- þega; kemur við í Boston á föstu- daginn og tekur þar 171, farþega; heldur svo áfram til Halifax með alls 1285 farþega. í dánarfregn frá hr. Kolbeini Sæmundssyni, Pt. Roberts, Wash., um lát Jónínu heit. Mýrdal, hafa orðið tvær prentvillur. Þar segir að hún hafi “all-lengi verið búin að þjást af lungnaveiklun,” en á að vera taugaveiklun. Einnig er nafn fyrra manns hennar 'ekki rétt. Hann hét Ámundi, en ekki Ásmundur, eins og þar er sugt. Þegar Mjólkurframleiðslu bóndinn býr sig undir að senda RJÓMANN . Þá vill hann fá að vita, hvar hann getur fengið fult verð fyrir hann. Dag hvern merkja mörg hundruð bændur Vesturlandsins dunka sína til CRESGENT CREAMERY vegna þess að þeir vita að þeir fá þar hæst verð, rétta vigt, flokkun og peningana í pósti innan tuttugu og fjögra klukku- j| stunda. Sendið til “Crescent” það borgar sig I CRESCENT CREAMERY Company Limited BRANDON WINNIPEG YORKTON Dauphin, Swan River, Killarney, Portage la Prairie, Vita. M B W s | Dauphin, Swan River, Killarney, Portage la Prairie, Vita. | H S MSKEKBMEMEHEMEHSWgWSMEKISHEMEMSMEMSKIEBCKHSWSHSMEMSKEHEM í2SB5HSHSHSH5H5ZSH525H5HSHSa5rESH5E5HSH5HSa5a5a5a5H5H5HSHSHSaS25HSZ5H5a5 Fundarboð Þann 3. þ.m. gaf dr. Björn B. Jónsson saman í hjónaband í Fyrstu lút. kirkju, ungfrú Jónínu S. Kröyer og hr. Albert Thompsen. Á eftir hjónavígslunni var mjög rausnarleg veizla haldin að heim- ili foreldra brúðarinnar, er sátu um þrjátíu manns. Skemtu veizlu- gestir sér við söng og ræður þar til brúðhjónin lögðu af stað um kvöldið með eimlestinni til Fernie, B.C., þar sem heimili þeirra verð- ur fyrst um sinn. Mrs. S. O. Pálsson, Blaine, Wash., kom til borgarinnar á sunnudaginn var. Er hún erinds- reki á kirkjuþingið, sem hefst á Gimli í dag. Býst Mrs. Pálsson við að dvelja eitthvað hér eystra eft- ir að þinginu er lokið og heilsa upp á kunningja og frændfólk, ■ sem hún hefir ekki séð síðan að hún flutti héðan og vestur, en síðan eru 22 ár. DrTTweed vefður í Árborg mið- vikudag og fimtudag 23. og 24. júní. Hinn stórvaxni íslendingur. Er- win Johnson frá Sinclair, Man., er nú í sumar að ferðast í Vestur- Canada með félagi, sem “Conklin and Garnet .Shows” heitir. Kem- ur hann til Manitoba og sýnir sig í Carman, Portage oy Dauphin og verður hann á þessum stöðum frá 30. júní til 10. júlí. Erwin er enn kornungur maður, en hann er 8 fet á hæð og vigtar 250 pund, að því er sagt er, og er talinn stærst- ur ungur maður í Ameríku. Mörg tilboð hefir hann fengið um að ferðast með sýningarfélögum, en næstu þrjú árin er hann bundinn samningi, sem hann gerði fyrir tveimur árum við mann, gem Olesen heitir. WONDERLAND. Warner Brothers gera öjlum öðrum betur þeirra, er kvikmynd- ir hafa gert, þar sem Cyd Chaplin er einn af leikendunum. Það er vegna þess, að þeir hafa fundið sögur, þar sem Chaplin á engu síður heima heldur en hann átti í “Charley’s Aunt”. “The Man on the Box”, sem tek- ið er úr hinni ágætu sögu eftir Harold McGrath, er einmitt hlut- verk fyrir Chaplin. Hann er þar aðalleikarinn, en með honum eru David Butler, Alice og Kathleen Calhoun, Theodore Lorch, Helena Costello, E. J. Ratcliffe, Charles F. Reisner, Charles Gerrard og Henry Barrows. Sagan segir frá Bob Warburton. Hann er auðugur, en rússneskir njósnarar ná af honum öllu, sem hann á, svo hann hefir bókstaflega ekki einu sinni föt til að fara í. Leikurinn er sérstaklega spenn- andi og skemtilegur. Almennur fundur verður haldinn í Municipal Hall, að Árborg, sunnudaginn 27. júní kl.'2. e.h. Tilgangur fundarins er að ákveða um íslendingadag 2. ágúst 1926, og hvort hátíðarhaldið fari fram á Hnausum, í Riverton eða í Árborg. Menn eru beðnir að fjölmenna. G. O. EINARSSON, ritari. 5H5HSHSHSH5HSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSESH5HSHSHSHSHSH5HSHSH5H5HSHSHSHÍ Ánœgja ábyrgst Hæsta verð greitt og peningarnir sendir um hæl, Sendið rjóma yðar beint til SASKilTCHEWAN CO-OPEfiATIVE CREAMERIES WINNIPEG, - - - MANITOBA 0<HKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKf 'YkKhKHKHKI Til yðar eigin hagsmuna. Allar rjómasendingar yðar, ættu að vera merktartil vor; vegna þess að vér erumeinaraunverulega rjómasamvinnufélagbænda, sem starfrækl er í Winni- peg. Vér lögðum grundvöllinn aðþessu fyrirkomulagi, sem reynsthefir bænd- um Vesturlandsins sönn hjálparhella. Með því að styðja stofnun vora, vinnið þér öllum rjómaframleiðendum Vesturlandsins ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, sem veitir hverjum bónda óháða aðstöðu að því er snertir markaðs skilyrði. íj Æfilöng oefing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu ög markaði lýtur x tryggir yður ábyggilega afgreiðslu og hagvænlega. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. 5 844 Sherbrook Street, - Winnipeg, Man. 5 0 ULL - SPUNI. Vér spinnum hvaðagarn sem er, úr ull yðar. Vér kaupum einnig ull, og greiðum hæzta verð. Sendið oss ullina yðar. Fairfield & Sons, Fort Garry Woollen Mills Winnipeg, Manitoba Til leigu þriggja herbergja íbúð, með ágætum húsmunum, uppi á lofti að 210 Langside St. Enn fremur tvö herbergi, björt og rúm- góð á fyrsta gólfi. Mjög sann- gjörn leiga. Fæði fæst einnig keypt á staðnum, ef óskað er eft- ir. Sími: B-3995. GJAFIR að BETEL í MAl. í minningu um ömmu okkar, Hlíf Guðmundsdóttur: Thelma Jóhannsson, Josephina Jóhannsson, Magnús Jóhanns- son....., ............ $10.00 í minningu um mína kæru Hlíf Guðmundsdóttur: Indriði Jónatansson..... $2.00 Miss iRúna Sigmar, Glenboro, 2 kassar brúkuð föt, góð. Mr. oy Mrs. Jón Einarsson, Hallson, N. D.......... $5.00 Mrs. G. Elíasson, Arnes P.O. 5.32 Mr. Kristján Kristjánsson, skósmiður frá Vancouver 5.00 Ónefndur, Geysir P.O., hvít- fiskur virtur á ...... $10.00 Beztu þakkir, Jónas Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave., Wpg. i Frá gamla 'landinu, Serges og Whipcords við afar sanngjörnu verði. Sellan & Hemenway MERCHANT TAILORS Cor. Sherbrook og William' Ave. Phone N-7786 Vér höfum allar tegundir af Patent Meðulum, Rubber pokum, á- samt öðru fleiraer sérbvert heimili þarf v|ð hjúkrun sjúkra. Læknis ávisanir af- greiddar fljótt og vel. — islendingar út til sveita, geta hvergi fengið betri póst- pantana afgreiðslu en hjá oss. BLUE BIRD DRUG ST0RE 495 Sargent Ave. Winnipeg The Viking Hotel 785 Main Street Cor. Main and Sutherland Herbergi frá 75c. til $1.00 yfir nóttina. Phone J-7685 CHAS. GUSTAFSON, eigandi Ágætur matsölustaður í sam- bandi við hótelið. Connought Hotel 219 Market Street Herbergi leigð fyrir $3.50 um vikuna. R. ANDERS0N, eigandi. “Það er til Ijósmynda smiður í Winnipeg,, Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. KennedyBldg THE WONDERLAND THEATRE Fimtu- Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU SYO CHAPLIN * l THE M On The Box Hlœgilegra en Charles Auat nóg til að springa af hlátri, Mánu- Þriðju- og Miðvikndag NÆSTU VIK.U Lights of Old Broadway KIKI— er að koma Einkennileg yfirlýsing birtist nýlega í íslenzku blöðun- um frá hr. G. E. Hallson, þar sem hann brigslar Lundarfólki um slúður, lygi, ærumeiðandi orð og rógburð. Þar sem við undirritað- ir vitum greinilega um málavexti í þessu efni, teljum við það skyldu okkar að þegja ekki yfir sannleik- anum. Mr. Hallson tilkynti það sjálfur lögreglunni, að faðir sinn hefði veitt rottur án leyfis og selt Snæbirni Einarssyni skinnin af þeim. Vilji hann bera á móti þessu, þá er auðvelt að fá vitnis- burð lögreglunnar. tLundar, 14. júní 1926. O. F. Eyjólfsson. Paul B. Johnson. C. Björngson. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Gor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg C. J0HNS0N liefir nýopnað tinsmíðaverkstofu að 675 Saigent Ave. Hann ann- ast um aít, er að tinsmíði lýtur og leggur sérstaka áherzlu á aðgerðir á Furnaces og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. Heimasími — N-8026. G. THDMAS, C. THQRIAKSON Við seljum úr, klukkur og ýmsa gull og silfur-muni, ódýrar en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Vandað verk á öllum úr aðgerðum, klukkum og öðru sem handverki okkar tilheyrir. Thomas Jewelry Co. 666 Sargent Ave. Tals. B7489 1 *Hvergi hetra að fá giftingamyndinatekna en hjá Star Photo Studio 490 Main Street Til þess aÖ fá skrautlitaðar myndir, er bezt að fara til MASTEH’S studio 275 Portag© Ave. (Kensington Blk.) cXtftBE LF0/{ð Hardware SÍMI A8855 581 SARGENT Því að fara ofan í bæ eftir harðvöru, þegar þér getið feng- rð úrvalö varning við bezta verði, í búðinni réttí grendinni Vörnrnar sendar heim til yðar. AUGLÝSIÐ I L0GBERG1 Swedish-American Line S.S. STOGKHOLM ....... frá New York 19. júní M.S. GRIPSHOLM ....... frá New York 3. júlí S.S. DROTTNINGHOLM ... frá New York 16. júlí Fargjald frá New York $122.50, fram og til baka $196.00. Fáið farbréf yðar hjá næsta umboðsmanni, eða hjá Swedish-American Line 470 Main Street, WINNIPEG, Phone A-4266 House of Pan Nýtízku Klæðskerar 304 WINNIPEG PIANO Bldg Portage og Hargrave Stofns. 1911. Ph. N-6585 Alt efni af viðurkendum gæðum og fyrirmyndar gerð Verð, sem engum vex í augum. ÞJÓÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið. sein þessl borg lieflr nokkurn tíma haft Innan vébaiula slnna. FVrirtaks máltíiSir, skyT, pönnu- kökui, rullupylsa og þjóCræknis- kaffl. — TJtanbæjarmenn fá sé. avalt fyrst hressingu á TVEVEL CAFE, 692 Sargesnt ,Ave Sími: B-S197. Kooney Stevens, eigandi. GIGT Ef þú hefir gigt og þér er ilt í bakinu eða i nýrunum, þá gerðir þú rétt í að fá þér flösku af Rheu- matic Retnedy. Pað er undravert Sendu eftir vltnlsburðum fölks, sem hefir reynt það. $1.00 flaskan. Pöstgjald lOc. SARGENT PHARMACY 724 Sargent Ave. PhoneB4630 LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í búð vora, þegar þér þarfnist Lingerie eða þurfið að láta hemistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton JULRS. S. GCNNIiAUGSSON, EiglukU Tals. Ii-7327. WinnipeK Chris. Beggs Klœðskeri 679 SARGENT Ave. Næst við reiðhj ólabúðina. Alfatnaðir búnir til eftir máli fyrir $40 og hækkandi. Alt verk ábyrgst. röt pressuð og hreins- uð á afarskömmum tíma. Aætlanir veittar. Heimasími: A457I J. T. McCULLEY Annast um hitaleiðslu og alt sem að Plumbinglýtur, öskað eftir viÖskiftum Islendinga. ALT VERK ÁBYRGST* Sími: A4676 687 Sargent Ave. Winnipeg Mobile, Polarine Olía Gasolim, Ked’sService Station Home &Notre Dame PKöne ? A. BBBGMAN. Prop. FRBB 8IKVÍCI ON BDNWiT CCP AN MFFBRKNTIAL SKBMI Exchange Taxi Sími B500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við allar tegundir bifrpiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera viil. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. CANAOIAN PÁCIFIC NOTID Canadian Pacific eimskip, þegar þér ferðist tii gamla landsins, Islands, eða þegar þér sendið vinum yðar far- gjald til Canada. Ekkl hækt að fá hetrl aðbúnað. Nýtízku skip, útlbúin með öllum þelm þægindum sem skip má velta. Oft farið á milli. Fargjalil á þriðja plássl mllli Can- ada og Reykjavíkur, $122.50. Spyrjist fyrir um 1. og 2. pláss far- gjald. Leitið frekarl upplýsinga hjá um- boðsrnanni vorum á ataðnum eð* skrifið W. C. CASEY, General Agent, 364 Main St. WinniiKvg, Man. eða H. S. Bardal, Sherbrooke St. Winnipeg Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6X51. Robinson’s Dept. Store, Winnineg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.