Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 4
Bis. 4 LÖGBEBG FIMTUDAGINN, 24. JÚNl 1926. Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talatman N-6327 ofi N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor L/tanáskrift til blaðsinc TI(I COlUKtBIA PRESS, Ltd., Box 317*. Wlnnlpeg. ^aq. Utanáskrift ritstjórans: ÉOiTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnipag, tyan. The ‘'Lögberw*’ ls printed and publlshed by The Columbia Press, Ldmlted, ln the Columbia Buildlng, (IS Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Þjóðminningarclagurinn í Þingvallanýlendu. 1 mörg ár hafa Islendingar í Þingvallaný- lendu haldið þjóðminningardag sinn 17. júní, og svo gerðu þeir enn. Fyrir margra hluta sakir er 17. júní hent- ugri til þjóðminningar sveitafólkinu íslenzka í Ameríku, en 2. ágúst, enda dagurinn sjálfur fult eins vel valinn frá sögulegu og þjóðræknis- legu sjónarmiði, nema betur sé. í miðjum júní er helst á milli verka hjá bændupum, ef það annars er nokkurn tíma árið um kring. / Veðrið, sem vanalega er hlýtt um það leyti árs á þessum slóðum, var fremur kalt og hrá- slagalegt að morgni. Himininn var þnngbú- inn, brautirnar flutu í vatni, því rignt hafði ná- lega uppihaldslaust í 24 klukkutíma. En þetta voru smámunir einir. Islenzka fólkið í Þingvallanýlendunni hafði ásett sér að minnast ættlands síns og þjóðar, og því datt ekki í hug að láta polla í götum eða gráleit regnský, sem svifu fyrir svalköldum norðan- vindi, aftra sér frá því, að minnast ættlands síns og ættþjóðar. Kl. 3 e.h. var hvert mannsbam í bygðinni, eða bygðunum, Lögbergs og Þingvalla, komið á samkomustaðinn, prúðbúið og glaðvært. Þar að auki var fólk komið að, alla leið frá Swan River og Foam Lake. Og þrátt fyrir vondar brautir og kaldranalegt veður, varð þetta einn sá fjölmennasti þjóðminningardagur, sem þeir hafa haldið í lengri tíð. Vér höfum oft verið á þjóðminningardögum hjá Vestur-lslendingum, bæði í bæjum og sveit- um, en aldrei á neinum, sem ánægja og ein- lægni héldust betur í hendur, en hjá fólkinu í Þingvallanýlendunni á fimtudaginn var, enda var dagurinn sérstakur merkisdagur, því auk þess að vera þjóðminningardagur, var þetta og fertugasta aldursafmæli bygðarinnar. Skemtiskrá dagsins var löng og margbrot- in. Frá klukkan þrjú og þar til kl. eftir sex, stóðu yfir ræður, söngvar og kvæði flutt, og er það nokkuð nýtt fyrir mann, sem verið hefir á mörgum þjóðminningar hátíðum í Winnipeg, að sjá fólk sitja hreyfingarlaust í meira en þrjár klukkustundir og drekka inn í sig hvert orð, sem féll af vörum forseta, sem var séra Jónas A. Sigurðsson, og allra íæðumannanna, sem voru sex, skáldanna, sem kvæðin fluttu og söngflokksins, sem ættjarðarkvæðin söng svo vel. — Þeir, sem ræður fluttu, voru: Mrs. Suð fjörð, ekkja mannsins, sem fyrstur Islendinga reisti heimili í Þingvallanýlendunni. Var það eftirtektarverður kafli úr daghók þeirra hjóna frá fyrstu árum þeirra hér í landi. — Þá flutti Jóhannes Einarson fallegt og vel hugsað erindi (bygðar minni), er hann nefndi: “ Af jörðu ertu kominn”, og er það :birt hér í blaðinu. — Fyrir minni íslands talaði séra J. A. Sigurðsson af sinni alkunnu einlægni og mælskugnótt, en því miður getur sú ræða ekki komið fyrir almenn- ings sjónir nú, en kemíur ef til vill síðar. Éinnig flutti séra Jónas minni Islands í hundnu máli— einn kafla úr miklu og máttugu kvæði, er hann hefir ort um Island. Um Canada flutti Halldór B. Johnson kjarnort, skipulegt og vel framborið erindi. Jón Kristjánsson talaði um eld og eldkveikju skýrt og skemtilegt erindi og vel flutt. Ömmu minni flutti Einar !Sigurðsson næst, sem gerður var góður rómur að, og birt er hér í hlaðinu. — Síðastur talaði Jón J. Bíldfell um Vestur-ls- lendinga og að ræðu hans lokinni söng söng- flokkurinn þar til valið Ijóð og svo Eldgamla ísafold og God save the King. Eftir að þessum parti skemtiskrárinnar var lokið, var tekið til leikja, en þeir, sem ekki vildu eða gátu tekið þátt í þeim, settust að ágætis máltíð. sem búin var þar á staðnum. Síðar um kveldið hélt eldra fólkið heim, en hið yngra steig dans unz dagur rann. Enn um Björgvinsmálið. Undirrituð nefnd, er frumkvæði átti að því, að samskot sfcyldu hafin meðal fólks vors hér í álfu, í þeim tilgangi að afla hr. Björgvini Guð- mundssýni frekari mentunar í hljómlist, finnnr sér skylt, að skýra vitumjl frá gangi málsins á ný. Að því hefir verið vikið áður í vikublöðun- um íslenzku, að svo fremi að nægilegt fé safn- aðist í tæka tíð, myndi Björgvin verða sendur á hljómlistarskóla þann í Lundúnum, er Royal College of Musio nefnist. Hefir stofnun sú þegar getið sér hið mesta frægðarorð, og hafa þaðan útskrifast ýmsir hinna allra merkustu sönglagahöfunda samtíðarinnar, svo sem Cole- ridge, Taylor, Stanford, Vaughn Williams, Chas. Woods og margir fleiri. Eins og gefur að skilja, er við skóla þenna að eins úrvals- kennurum á að skipa og þarf því eigi að efa, að Bjorgvin myndi verða þar aðnjótandi þeirrar fullkomnustu fræðslu, sem völ er á. Geta má þess og, að þrátt fyrir ágæta kenslukrafta og annan úthúnað, er kenslan þar þó mun ódýrari, en við margar aðrar stofnanir slíkrar tegundar. Fé það, sem inn er komið í sjóðinn, nemur talsvert á tólfta hundrað dala. En til þess að nefndinni reynist kleift að skera úr, hvort nokkuð verði af utanför Björgvins eða eigi, þarf hún að fá að minsta kosti níu hundrnð dali í viðhót, fyrir 1. ágúst næstkomandi, og ber hún það traust til glöggskygni og góðvildar al- mennings, að marki þessu verði auðveldlega náð. Nefndin er innilega þakklát öllum þeim, er þegar hafa látið eitthvað af hendi rakna tii þessa nauðsynja fyrirtækis, hvort heldur sem um stórar eða smáar upphæðir var að ræða. En á hinu er henni engin launung, að hún hefir sætt talsverðum vonhrigðum í sambandi við hinar smærri upphæðir, að þær skuli ekki hafa orðið fleiri fram að þessu, — undirtektirnar al- ' mennari, því að kornið fyllir mælirinn. Leyfir hún sér því að skora á almenning af nýju, að senda inn tillög sín við allra fyrstu hentugleika og skiljast eigi við málið, fyr en yfir lýknr. Nefndin gengur þess eigi dulin, að raddir hafi komið fram, er dregið hafi í efa, að rétt væri frá öllu hernjt, að því er viðkæmi hæfi- , leikum Björgvins, hvort eigi hefði hlaðið verið á hann oflofi og þar fram eftir götunum. Bezta svarið er að sjálfsögðu að finna í verkum Björg- vins sjálfs. Þeir sem heyrðu helgikantötuna, “Til komi þitt ríki”, eru auðvitað ekki í nokkr- um minsta vafa um hæfileika Björgvins, sem tónskálds. En svo eru þeir líka margir, sem eigi urðu þeirrar ánægju aðnjótandi, að hlýða á það fagra verk. Og frá sjónarmiði slíkra manna gæti málið horft nokkuð öðruvísi við. En til þess að taka af öll tvímæli, sneri nefndin sér til eins hins lærðasta söngfræðings hér í borg, jafnvel í öllu landinu, og leitaði óhlut- drægs álits hans, um hæfileika Björgvins Guð- mundssonar, og leyfir hún sér hér með að leggja það fram fyrir almenning orði til orðs, eins og henni harst það í hendur: “Mr. Bjorgvin Gudmundsson’s gift and achievements as a composer presented them- selves in a striking way to my notice during the past winter when I attended a performance of his sacred cantata “Thy Kingdom Come” at the First Lutheran Church in this eity. Since that timp I have had further opportunities of becoming familiar with Mr. Gudmundsson’s writings as well as his interests and methods of work Bearing in mind that Mr. Gudmundsson is self-taught and that up till now his main pro- fessional work has not been musical, his com- position, -I think, give evidence of very remark- able creative talent. Although these are chief- ly in'the form of vocal music, they comprise a wide field, including oratorio, sacred and secular choruses, part-songs, solos, duets and trios etc., and arrangements of Icelandic folk-songs and church chorals. The style of expression in this music, espec-- ally in the sacred choruses is rohust, and solid, marked by depth of feeling, a sure knowledge of vocal effect, a sympathetic response to the serious and devout atmosphere of the com- poser ’s native Lntheran chorale melodies, and a genuinely Handelian aptness in setting his text through the varied and forceful media of the cantata style—the formal chorus, the dramatic chorus, the recitative, solo, quartet and instru- mental interlude. Knowing as I do that to Mr. Gudmundson’s already mature and characteristic musical ideas along these lines and his fluency in self-expres- sion are coupled powerful enthusiasm, rare in- dustry and keen re-aetion to the national and religious ideals of thé Icelandic community in this eountry, I feel quite certain that if an ex- tended period of study covering a wide field of practical and theoretical music could be pro- vided for him in an environment where a con- tact with the best music of all periods could be made, Mr. Gudmundsson can be relied upon to produce results of quite exceptional interest as a composer, teacher and community leader in music. A. H. Egerton. Ofangreint bréf skýrir sig sjálft. Fellur innihald þess í öllum meginatriðum, nákvæm- lega saman við skoðun nefndarinnar á hljóm- listargáfu Björgvins, sem og þeirra annara Is- lendinga, er veizt hefir sú ánægja, að kynnast hinu hljómauðga sálarlífi hans. Höfundur bréfs þess, er hér um ræðir, er Mr. Arthur H. Egerton, einn af hinum lang- frægustu organleikurum í Canada, og djúplærð- ur maður á öllum sviðum tónfræðinnar. Er hann útskrifaður með lofi af Royal College of Music í Lundúnum, — þeirri sömu stofnun, sem ætlast er til að Björgvin stundi nám við. Dvaldi hann auk þess langvistum við fram- haldsnám í Þýzkalandi og á Frakklandi. Fram- hjá áliti slíks manns, er því eigi auðvelt að ganga, athugunarlaust. 1 'hinu fámenna þjóðlífi vpru, hefir margt ágætis mannsefnið orðið úti,—íátið lífið á öræf- um afskiftaleysisins. Er eigi tími til kominn, að tjaldið falli í fullnaðarlok slíks harmssögu- þáttar? Að Bjfcrgvin Guðmundsson sé efni í stórmerkan hljómfræðing og söngskáld, verður nú tæpast lengur dregið í efa. Eigum vér ekki að verða samtaka um að greiða honum veg? — Héraa er hendin! Winnipeg, 21. júní 1926. J. P. Pálsson. Einar P. Jónsson. Fr. A. Friðriksson. S. K. Hall. Baldur] H. Olson. M. B. Halldórsson. Paul Bardal. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Minni Þingvallanýlendu. Flutt á 40 ára afmæli bygðarinnar af Jóhannesi Einarssyni. “Af jörðu ertu komiim” er vanalega kveðjan hinsta prestanna til vor. Eg hefi aldrei heyrt sannleiksgildi orðanna efað svo eg tek þau _sem góð og gild. Ef þetta er rétt, þá erum við mannfólkið lifandi mold og því, þegar rætt er um land eða sveit, þá er það eiginlega fólkið, sem við erum að tala um. Það, sem næst er, varðar mestu, og það er bygðin okkar, dauð og lifandi, ef svo má að orði kveða. Möguleikana, sem hér eru, og vonina um að hagnýta þá. Til þess þurfum við fyrst trú á landið, þ.e. bygðina, óbilandi trú, þá mun annað laga sig sjálft. Og eins og Dr. P. Pétursson sagði: “Trú- in er sannfæring þeirra hluta, sem maður ekki sér”. í því trausti gjörum við okkar búskapar áætlanir. Mín trú á bygðinni er bjargföst, annars á öllum sveitabygðum. Þar vex meiri hluti þeirra manna, er fram úr skara, þar er aflstöð þjóðanna. Mann- fólkið hefir ætí£ þráð frelsi. Hvergi er jafn óháð frelsi að finna eins og í sveitunum. Bias, einn af 7 spekingum forn-Grikkja taldi það fullsælu manns í þessu lífi að eiga jörð í góðri sveit, þá væri maður óháður. — Elzta rit, sem við eignum okkur, að eg hygg, er Sæmundar Edda. Þar segir: “Þó tvær geitur eigi og tágreftan sal, þá er það bétra en bón.” Alveg sama hugmyndin, og máske eldri það, að minst er á geit, en ekki kú eða kind, bendir í afar fjarlægð frá okkar tíð. — Abraham Lincoln sagði eitt sinn: “Bygð af óðalsbændum, er jafn-óháð krýndum kónungi, peninga kónungi og landeigna konungi.” Þannig ástands óska eg þessari bygð. En þetta er ekkí alveg nóg; það er raunar arfur, sem mölur og ryð fær grandað. En bætt og fegrað félagslif er arfur, sem ómöulegt er að eyða og sem allir njóta. Glati þjóðlífið hónum geymir sagan hann. Það er betra að vera fátæklingur í vel skip- uðu þjóðfélagi, en auðmaður í því þjóðfélagi, sem ekki verndar hið siðferðislega gildi auðsins. Við skuldum menning forfeðra vorra. Við skuldum landinu hér og sveitinni, að viðhalda og glæða vorn andlega arf og að standa að minsta kosti jafnframt þeim beztu í aukinni félagsmenning. Megi bygðin rækja þá skyldu. Þegar ykkur finst erfitt að fylgjast með samtíð- inni sómasamlega, þá kennið ekki landinu eða bygð- inni um. Það eru ekki allar syndir guði að kenna. Né heldur er frjór jarðvegur og gott loftslag full trygging fyrir velgengni. Það er sagt um Spán og Portúgal, að loft og láð sé hið bezta, en það, öem er þar á milli alls ekki sem bezt, nefnilega fólkið. Menningin eða framþróunin er að miklu leyti það, að leggja töluvert á sig, því eru líkur til, að mannvænna fólk vaxi upp, þar sem skilyrðin fyrir tilverunni eru dálítið ervið. Sumar þjóðir hafa meira bolmagn en aðrar. íslendingar hafa náttúr- legt bolmagn, andlegt og líkamlegt, en eins og W. Wilson sagði eitt sinn: “Við verðum að gæta þess, að jarðvegur almennra tilfinninga sé ætíð frjór og vel unninn, því það vaxa aldrei ávextir nema ræt- urnar nái í frjómold lífsins. Eg óska, að fólk hér leyfi aldrei, að hinn and- legi jarðvegur verði kögglóttur af vanhirðingu. Þá er eg viss um, að andleg blóm og verzleg velmegun þróást og vaxa í sjálfstæðri sveit. . Fáein orð til landnemanna. Þegar herra forset- inn sagði mér að bygðin væri 40 ára gömul, lét það heldur illa í eyrum. Mér fanst hann skyldi sagt hafa: 40 ára ung. En eg tel þetta út af fyrir sig tilfinningamál. Mér finst þegar maður gengur á þeirri jörð, þá ætti að taka skó af fótum sér. — Ein- staklings lífið er stutt, en þjóðlífið áframhaldandi. Þó er hvorttveggja með svipuðu sniði, og virðist háð sömu lögum. Við segjum, að “tvisvar verði gamall maður barn; en við ættum ekki að segja það með léttúð. Börnin lifa og hrærast í einfeldni trúarinn^ ar — ekki heimsku, vel að merkja — þau trúa og vona áforma og byggja. Þau vaxa auðvitað tölu- vert samkvæmt þeim jarðvegi, sem þau eru plötnuS í, samkvæmt þeirrí aðhlynnningu, sem þau njóta. En þótt hvorttveggju þessu sé óbótavant, þá hefir það tiltölulega lítil áhrif í bili. Áhyggjur og sorgir hins fullorðna eru fyrir ofan þau; þau lifa í annar- legum undra heimi, eins og sagt hefir verið: “Augu þeirra eru speglar hins yfirnáttúrlega, þau eru skáld, gædd þeim krafti að sjá og trúa áður en þau skilja.” Svo fölna æskublómin, eða partur af þeim, og við höfum fullorðinn mann með konu, vinnandi hvíldarlaust á starfssviði lífsins, svo önnum kaf- in, að æskan gleymist. Sumum, enda finst það fjarstæða, að taka það til greina sem þeir hugðu háleitt í æsku, segja með sjálfsþótta: Hví skyldum við, vaxið fólk, hugsa eins og börn. Winni- peg prestur, t.d., skýrandi trú sína, brúkaði þess konar orð nýlega. Hann auk heldur vitnaði í Pál postula máli sínu til stuðnings. Reyndar>veit eg nú ekki, hvaðan hann hefir skýra grein um barnæsku Páls eða hans hugsanir í elli, enda er hér ekki tími né réttur staður að ræða slíkt nú. En þessu trúi eg fastlega, að gömlu börnin eigi fróðleik af rejmslu, sem þeir, eljandi miðaldra, með öllum lærdómi sinn- ar tíðar geta alls ekki átt. Eg trúi því, að gömlu börnin uni við þann fróðleik í einverunni, þó þau virðist yfirgefin. Gömlu börnin líða ekki á sama hátt og þau ungu, Eitthvert afl hefir deyft tilfinn- ingar þeirra, í missi eigna eða ástvina og annari mæðu. Þar virðist enginn dauði ríkja, þau eru ut- an við okkar heim. Landnemarnir hér, voru börn þessa lands. Þeir og þær þektu lítið eða ekkert af heiminum, fremur en barnið þekkir mannheiminn. Hefðu máske ekki háð bardagann eins hraustlega, ef þau hefðu skilið. Erfiði og ánægja gjörðu harðan kost ljúffengan. Dáðríkur dugnaður framreiddi það á einum manns- aldri, það sem hér er að sjá af mannvirkjum. Þungu sporin þeirra, þá skýr, eru mörg grasi gróin. Bjálka- kofarnir, með torfþökum, eru horfnir. Ekkert, sem jafnast við það, sem hér hefir verið unnið er að ^.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiniiiiiiiL: | SKREYTIÐ HEIMILIÐ. I j-5 Það er á vorinað menn fara að Kugsa um að fegra og endurnýja heimili sín. “ Draperies, blaejur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o»fI. | HREINSAÐ 0G LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. | Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd. | W. E. THURBER, Manager. = WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 E H Kallið upp og fáið kostnaðaráætlun, ” Tl 1111111II11111111111111111111II111111111 ll 11111 ll 11111111111II11111111111 n 111IIIII111111111111111111 rr. = 324 Young St. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& D oorCo. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambcrs Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK McDonald-Dure Lumber Co. Ltu. Byggingatimbur Sash, Doors, Moulding, Interior Finish, Oak Finish Oak Finish a Specialty Eitt stykki eða vagnhlass. Skrifstofa: Cor. Wall og St. Matthews Ave. Private Branch Exchange Phones: B2477 og B2478 SNXHIHIHSKSHEHSHSHSHEIMSHSHSIISHSHSHEKSHSKSHZHIHSHXHZHS &a x H X B s 9 s H S H X KJ S H S | s H X M S Kl S H H S H S H X H S H S H S 63 X H S H X H X H X H X H X 9 X H X H X H X H X H X 9 X H X H X H X H X 9 X 9 X H Vorhljómar. Flutt og sungið á sumardag fyrsta 1926, á þjóð- ræknis fundi deildarinnar “ísland”, að Brown, Man. Eg elska þig, sólroðna sumarsins dís, er sendir oss hressandi vakningar þróttinn og blikandi geisla, að bræða hvern ís, svo breytist í dagrenning koldimma nóttin, af vetrarins dróma hver dugkendin rís oig dreifir burt skýjunum vonsælugnóttin. Eg elska þig, vordagsins andsvali hlýr, með angan frá suðrænum góðviðris-ströndum þú laðar og fjörgar sem lífsstraumur nýr og líknar, og rýmkar á þvingandi böndum, og hugsjóna orku til athafna knýr um ómælisgeima á vængjum svifþöndum. Eg elska hinn samstilta söngfuglaklið, og svellandi tóna frá iðgrænum meiði: hvar eyðist hver stundin í eining og frið, því ástin þar ríkir í sólbjörtu heiði; það gæti eg alla tíð unað mér við um ókomnar stundir á framtíðar skeiði. Eg elska hin smágjörvu bernskunnar blóm, er baðast í vordýrðar ársólar skini svo broshýr og lífsfjörg—og laus við alt gróm,- sem léttasti tónninn í vindarins hvini; sem hugskejd;i birtast í himneskum óm, 1 frá hjartfólgnum, langþráðum, trúföstum vini. Eg elska þær stöðvar hvar undi eg barn og aldrei þær gleymast né tapast mér sýnum, sem ylgeisli lýsir upp æfinnar hjarn endurskygð minning af leikföngum mínum; þá vermdist við sagnanna íslenzkan arn: er orkunnar miðlaði frumneistum sínum. Eg elska hvern mannúðar velsæmis vott, er veginn fær sveipað í ljósbrota hjúpi, —og nemur á brottu hið nistandi glott sem nádreggjum, líkist að eitraðar drjúpi, — og bægir því illa en glæðir alt gott og gróminu feykir úr hugskotsins djúpi. Jóhannes H. Húnfjörð. R x H X ■ X g X 65 X 9 X 9 X H X M X 9 X H X 9 X H X H X K) X H X 9 X H H X g H X H X H X H X H X 9 X 63 X KJ X H X H X H X H X H X H X H X H H X H X H X 63 X g X H HXHXHXHXHSHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXH3H3H finna í fornsögum okkar um jafn- langt skeið á landnámstíð Islena- inga á fslandi. Eg trúi því og óska, að landnámsmenn og konur þess- arar bygðar, hvar sem þau dvelja, lifi í endurminningu landnáms- bcrnskunnar, þegar efnin voru sem engin, vonin sterk og kjark- ur og skyldurækni vann sigur, þó munnvatnið væri salt af áreynslu. Og þið, starfandi fólk, lítilsvirð- ið ekki landnáms bernsku þessa fólks, þegar gömlu börnin sitja í kvöldgeislum langrar æfi og lifa upp æskuár, sem þið ekki skiljið. Staldrið heldur við, hagræðið þeim og hlúið gegn kulda kæruleysis- ins. Kastið ekki að þeim gífur- yrðum sjálfbirgingsins, fremur en þið mundjið vísvitandi brjóta leikföng barnanna ykkar. Að síðustu, aðra setningu úr skilnaðarkveðju prestanna: “Af jörðu skaltu aftur upp rísa.” í sömu trú og eg hefi nú talað að af frumbyggjum þessarar bygðar vaxi þeir menn og þær konur, að þó nöfn og saga landnemanna gleymist, þó leiði þeirra hverfi í jörðu þá gejrmist íslenzkú nöfn- in meðal framtíðar fólksins. Megi athafnir þeirra ávaxta frumgróð- urinn þannig, að umsögn þjóðar- innar verði: Þessum manni eða konu má treysta, hann eða hún mun vera afsprengi íslenzku land- nemanna í Þingvallanýlendu. Kirkjuþingið 1926. Það er hið fertugasta og annað ársjiing Hins Evangeliska lúterska kikjufélags Islendinga í Vestur- heimi, sem eg hefi í huga að se^ja lesendum i Lögbergs frá. Eins bg Iesendum blaðsins er kunnugt, var það sett og haldið í kirkju Gimli safnaðar þetta árið, og fengu því þeir sem þing þetta sóttu enn eitt tækifæri til aS skoða fornar stöðv- ár—elstu stöðvar Islendinga 5 Vestur-Canada. Eg ætla mér ekki að segja nákvæmlega frá störfum þessa þings. Frá þeim verður skýrt í Gjörðabók þingsins, sem væntan- lega verður géfin út, eins og gert hefir verið í mörg undanfarin ár Þessar kirkjuþingsfréttir, verða því ekki annað en lauslegt yfirlit yfir hið helsta, sem sá er þetta ritar, sá þar og heyrði. Heldur mun eg ekki hirða að hafa þær sniðfastar, og get- ur vel verið, að mörgum finnist þær heldur lauslegar. Eg fór á fimtudaginn hinn 17. þ. m., kl. 5.30 með járnbrautarlestinni sem fer til Riverton. Með þeirri lest voru langflestir kirkjuþings- menn, sem að sunnan komu og vest- an og úr þeim áttum komu þeir flestir. Einstöku menn komu þó síð- 0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.