Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 24. JÚNl 1926. BIs. 5. Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex ösJcjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu'm lyf- •ölum eða frá The Dodd^s Medi- cine Company, Toronto, Canada. ar og fáeinir í ibílum. Það var nota- legt í vögnunum, vegna þess að þeir voru vel hitaöir, en annars finst mér að þessi dagur og næsti dagur hafa veriS köldustu júnídagar, sem eg man eftir í Manitoba. Víst er um það, að aldrei hefi pg fyr verið á kirkjuþingi síðari hluta jiin-mán- aðar, þar sem þess hefir verið full þörf, að hita kirkjuna, svo manni gæti liðið þar vel. En þeir sáu um það á Gimli að hita kirkjuna, eins og þeir sáu um alt annað, sem að því laut, að gestunum liði sem allra best. Þegar til Gimli kom, mætti okkur só'knarpresturinn þar séra Sigurður Ólafsson og nokkrir fleiri, til að taka á móti gestunum og vísa þeim þangað, sem þeim var ætlað að vera meðan kirkjuþingið stæöi yfir. Séra Sigurður gekk að þessu með hinum mesta dugnaði og hagsýni. Þetta skifti engum togum, eftir fáeinar mínútur var hver maður kominn bangað sem hann átti að vera Hvernig kirkjuþings fólkinu hefir líkað vistin á Gimli má ráða af því að hver um sig hélt að hann væri i besta plássinu. Allir höfðu þar vafalaust mikið til sins máls, en enginn algerlega rétt fyrir sér, nema konan mín og eg, við gistum hjá Mrs. J. Jósephson. K,irkjuþingið var sett í kirkju Gimli-safnaðar á fimtudagskveldið kl. 8.30. Fyrst var guðsþjónusta með altarisgöngu. Séra Jóhann Bjarnason prédikaði. Ekki man eg hvar textann er að finna i ritning- unni en ræðuefnið var: “Kristur alt og öll kristni í honum.” í lok guðsþjónustunnar setti forseti kirkjufélagsins séra Kristinn K. Ólafson þingið á vanalegan hátt Var svo kjörbréfanefnd skipuð og næsti fundur ákveðinn kl. 9 dag- inn eftir. Á föstudaginn voru tveir starfs- fundir haldnir. Skýrslur embættis- manna félagsins og forseta nefnda voru lagðar fram og virtust þær bera þess vott að hagur félagsins og stofnana þess, stæði að minsta kosti eins vel eins og undanfarin ár. Það er ékki þörf að skýra frá því hér, hvað þar fór fram, því fundar skýrslurnar koma á sínun' tíma í gjörðabókinni. Ekki fanst mér að sú tillaga Sameiningarinnar hefði verið tekin mikið ■ til greina að senda unga menn á kirkjuþingið, því þeir voru þar áreiðanlega fáir En þar voru margir skynsamir menn og góðgjamir og má því vel við una hvernig þingið er skipað, þótt eg fyrir mitt leyti, hefði eins og Sameiningin, gjarnan viljað sjá þar fleiri unga menn. Eg saknaði sérstaklega eins þeirra, sem setið hefir á kirkjuþingi nú í mörg ár, en kom ekki í þetta sinn. Það er Gunn- ar B. itjötnson. Það munar ávalt svo mikið um hann þar sem hann er, að þegar hann vantar, þá vekst upp í huga manns eitthvað líkt því sem sagt var um Skarphéðinn forð- um að “heldur vildi eg hans fylgi eins en tíu annara.” Á föstudags- kveldið kom til þingsins séra Jón J. Clemenz, Mætti hann þar sem full- trúi sameinuðu lútersku kirkjunnar (TJnited Lutheran ChurchJ. Séra J. Clemenz var áður einn af prestum kirkjufélagsins, en hefir nú í 25 ár þjónað enskum söfnuðum, bæði í Canada og Bandaríkjunum. Það var ánægjulegt mjög fyrir þingið að hafa með sér í þetta sinn þennan góða vin og starfsbróður. Séra Hjörtur Leó flutti fyrirlest- ur á föstudagskveldið er hann nefndi: .Sá sem elskar Guð, þekkir Guð. Eins og allir vita hefir Hjört- ur mikið álit sem ræðumaður og fyrirlesari og hann hefir áreiðan- lega ekki mist neitt af því góða á- liti við þennan fyrirlestur. Á laugardaginn hafði þingið fund aðeins fyrri hluta dagsins, en gaf allan siðari hlutann “Hinu sam- einaða kvenfélagi,” sem nii hélt sinn fyrsta ársfund. En frá þeim fundi kann eg ekki að segja—ekki í þetta sinn að minsta kosti—því það þing sátu könur einar og buðu okkur karlmönnunum ekki einu sinni að koma þar til að sjá sig eða heyrn Ekki er eg að kvarta um þetta fyrir hönd hinna karlanna. Þeir máttu gjarnan vera fjarverandi. En það er öðru máli að gegna með tiðinda mann Lögbergs. Hann ætti alstaðar að vera friðhelgur. Það hef eg þó sannfrétt, að þessi fundur hafi ver- ið hinn ánægjulegasti í alla staði og það veit eg, að á þessum fundi flutti frú Kirstín H. Ólafson ágætt erindi um kvenfélagsstarfsemi frá ýmsum hliðum. En hvað sem þessu líður þá veit eg að frá þessum fundi verður nánar skýrt síðar og það áður en langt líður. Einnig verður fyrirlestur sá, er frú Ólaf- son flutti bráðum birtur á prenti. Á laugardagskveldið flutti forseti kirkjuféjagsins fyrirlestuir, nefndi hann erindi sitt: Kirkjulegar horfur og hlutverk. I þetta sinn vinst ekki tími til að segja meira frá þessu kirkjuþingi, en það verður gert 1 næsta blaði. F. J. Fiéttabréf. Svold, N. Dak., 12. júní 1926. Herra ritstjóri J. J. Bíldfell! Þegar eg í öndverðum næstliðna mánuði reit þér frá East Lake Colo. gaf eg þér í skyn að verða mætti að eg sendi þér línur, þegar hingað væri komið. Nú loksins tek eg pennann með þeirri vinsamlegu bón að þú takir þær í Lögberg. Fram að þessum tima hefi eg litið um annað hugsað en skemta mér með því að sjá vinhmína og góðkunningja, sint lítt ibréfaskriftum. Nú kom mér í hug “að fresta því ekki til morguns, sem framkvæma má í dag” og i þetta sinn að hlýða því gullvæga spakmæli. Þegar eitthvað óvænt og á sama tíma stórkostlegt skeður festir það svo djúpar rætur i hug- skotum manna, að jafnvel þar sem tveir mætast verður það sterkasta umtalsefnið, lengi á eftir. Þetta átti sér stað í East Lake 10 dögum áður en eg fór þaðan; skal hér i sem fæst- um orðum getið þess atburðar. Öll- um er það kunnugt, að morgun- stundina milli 2 og 4 er heiibrigðum manneskjum eðlilegt að sofa sem værast, og svo mun það hafa verið í East Lake, á nefndum tíma 21. maí, en þundinum hans Péturs litla Erlendssonar varð ekki svefnsamt á téðu timabiii. kl. 2 vaknar Pálína Soffia dóttir min við hávaðan í hon- um, við bakdyr hússins geltir 'hann í ákafa, svo þegar því hefir farið fram um hríð, lætur hann því likast sem vitlaus væri, hleypur hún þá til dyra, þegar hún opnar hurðina, er hann svo æstur að hann kastar sér í fang hennar, hún skipar hon- um að hafa sig hægan og leggjast niður, má geta nærri hvað seppa hefir fallið það þungt að hlýða því fooði, samt gjörði hann það; þá tekur hún eftir birtu, er lagði upp að baki húsaþyrpingarinnar i þá átt er búðin stóð, hún skilur strax hvað það meinti, vekur mann sinn, Jón Axdal, en sjálf hleypur hún berfætt á mötli til okkar, og segir tiðindin. Jón var fyrsti maður að eldinum, þá logaði jafnt í báðum hornum, suð- austur horrfj ibúðarinnar og, suð- vestur horni stórrar byggingar, sem var Poolhall bæjarins, eg giska á að verið hafi 12 þuml. bil á milli þess og búðarinnar, var auðsætt að á sama tima hafði að utanverðu kviknað í báðum byggingunum. Með hjálp annars manns er þá kom að eldinum, tókst Jóni að bjarga mótorvagni, er stóð við hlið palls- ins fram undan voruhúsinu, sem áfast var við búðina. Á hörninu var allmikið af vörum sem e'kki höfðu verið færðar inn í búðina áður, með því var talsvert unnið i áttina til að verja eldinum i timbrið, sem aðeins var 14 fet frá vöruhúsinu, það af timbrinu, sem næst var bál- inu, varð dökkrautt, og einn borð- hlaðinn lögaði, svo af brann annar endi. Talsimað var i allar áttir, liðu aðeins fáar minútur þar til kominn var fjöldi dugandi drengja, sem unnu fast að varna útbreiðslu elds- ins, og tókst það fram ■ yfir allar vonir. Að tókst að slökkva i timbr- inu, var norðvestur hluta hins litla bæjar borgið, einnig bankanum gagnvart því að sunnanverðu við strætið og allri þeirri blokk; á vest- ur hliðina með því að verja eldin- um í næstu byggingar að austan. var austur hluta þorpsins borgið. Áhöld til slökkvunar voru skjólur og stigar, sem gjörðu mögulegt að komast upp á þökin kl. hálf fjögur logaði i rústunum. Það þarf ekki að kalla það tilviljun að logn var jæssa nótt; því það er svo títt i E. L. en hefði ekki svo verið, í stað þess vindur hvass, var bærinn litli dæmdur til eyðileggingar,' þrátt fyr- ir aðvörun vitra hundsins(<sem var á verði og svo hraparlega misskilinn, kom þó miklu góðu til leiðar, hefði hann ékki gjört aðvart, hefði meiri hluti bæjarins brunnið. Vátrygging á búðinni var lítil borin saman við vörumagnið, $15,000 var hún. Ör- vggisskápurinn skilaði óskemdu þvi sem honum var trúað fyrir. Á hors- inu fyrir austan brunarústirnar stendur allstór búð, bygð fyrir sjö árum, verslun í henni entist ekki lengi, varð gjald- þrota, alt var úr henni rifið, svo veggir einir stóðu eftir, var þá not- um fyrir bilaskýli. Dr. Elrnor kaup- ir búðarskrokk jænna, nú var hann á leið tii Californiu, leitafe er um við frú hans hvort búðin fáist rentuð, gaf hun samjiykki sitt tafarlaust Fyrir hádegi 21 maí tóku sameign- armenn til starfa, þeir eru þessir: Einar Snydal, sonur hans Howard, Jón /Ixdal og á sama tima, sendu doktornum amskeyti, iþegar isvar kom frá honum, 'var það samþykkj-, andi, með þeim ummælum, að hann skyldi bera allan kostnað við innan- byggingu búðarinnar. Margir buðu hjálp sina, leyndi sér ekki vinsæld þeirra sameignarmanna; að smíð- inni var unnið af miklu kappi, þeg- ar þetta er skrifað er smíði búðar- innar lökið, og verslun í henni á- gæt. Vel lítur út með uppskeru í Colorado, regnfall verið óvanalega mikið, svo ef því heldur áfram, er hætt við að eitthvað kunni að leggj- ast af vetrarhveitinu, sem er svo risavaxið. 31 maí kl. 3.30 síðdegis lagði Union Pacific eimlestin á stað frá Denver með henni tóku sér far til N. Dak., Miss María C. Aust- fjörð, sem undanfarna tvo vetur hefir verið ein af kennurum i East Lake skólanum. Pétur Eýlendson yngri og sá er }>etta ritar. Pétur æltar að dvelja hjá móðurbróður sinum Hávarði þar til skólinn byrj- ar í E. L. næsta haust. Frá Denver stefnir braut þessi norðaustur, beygir svo til austurs og í gegnum ríkið Nebigska til Amak. Þótt rúm- ið væri gott og vel færi um mig, var svefninn ekki vær, þar af leið- andi var eg tímanlega á fótum, naut eg þá hins indæla útsýnis, sem það ríki er orðlagt fyrir, gat eg ekki betur séð en uppskeruhorfur væru heldur góðar, en gegnum Iowa var útlitið alt annað en gott, það sem séð varð af brautinni, gripahagar voru víða meira gráir en grænir; þegar austur i mitt ríkið kom, mætti okkur nístandi kaldur og hvass vindur, svo loka varð hlerum á norðurhlið vagnanna. Eftir því sem austar færðist í ríkinu Minnisota, var útlitið betra, og í grend við St. Paul ágætt; þegar við fórum þaðan var kl. 10.30, mátti segja að eg svæfi í einum dúr til Fargo, N. D., til þess þá að geta litið yfir fögru slétturnar, með tilkomumiklu skóg- arbeltunum, er gefa íbúunum svo ágætt skjól fyrir norðanblástrinum Alla leið hingað norður var allur jarðargróði skamt á veg kominn, en þó með því útliti að vænta má meðal uppskeru, ef veður hlýnar áður langt um líður. I Grafton stönsuð- um við Pétur, kvöddum okkar kæru samferðastúlku, sem við höfðum átt svo skemtilega samferð með, én hún hélt áfram til heimilis síns í Hensel. Á brautarstöðinni mættu okkur Miss Sigríður Hávarðson. dóttir Péturs sál. tengdabróður míns og þær systur Sigríður og Þorbjörg Lillian, dætur Tryggva tengdason- ar míns og Hallfríðar dóttur minn- ar, var það fagnaðarfundur. Þeim systrum Þóru og Sigríði líður ágæt- lega, hafa einlægt nægilegt verkefni. Þótt ekki dveldi eg i Grafton nenia nóttina, gafst mér tækifæri að sjá nokkra góökunningja mína, mér til mikillar ánægju. Að eg fór næsta dag til Cavalier, sem var sá 3. júní réðisit af ]>ví, að eg hafði lofað að vera þar þann dag, hefði svo gjarn- an viljað dvelja í Grafton þann dag og vera viðstaddur er Sigríður dóttur dóttir mín tók miðskólapróf- ið. Hér sem annarsstaðar, líður fólki mínu vel, eg er við góða heilsu fyr- ir minn aldur. ÖHum lesendum Lögbergs óska eg góðs gengis á komandi tíð, þin einlægur, Guðbrandur Erlendsop. Ameríkusniðið í Evrópu (Lauslega þýtt.) Grein sú, sem hér fer á eftir, er tekin upp úr franska tímaritinu 1’ Ilustration frá 10. apr. 1926 og er þar forystu grein. Hún er eft- ir Guglielmo Ferrero. — Hér er í fáum dráttum sýnt, hve kjör Ame- ríkumanna og Evrónumánna eru ólík, en hvernig ófriðurinn hefir orðið til þess að Ameríkusnið hef- ir komið á líf Evrópumanna, enda þótt hinar gjörólíku kringumstæð- ur og menning geri Evrópumönn- um ókleift að apa Ameríkumenn í blindni. Fyrir 17 árum síðan, í febrúar 1909, kom eg til New York, frá Chicago. Eg var á förum úr Bandaríkjunum, hafði verið þar á ferð undanfarið. Kvöld eitt buðu kunningjar mínir mér í klúbb einn, til miðdegisverðar. Var eg þar spurður mikið um það, hvers eg hefði orðið áskynja, á ferða- lagi mínu, um hagi Bandaríkja- manna. Eg svaraði þeim spurn- ingum í stuttu máli á þessa leið: Á hinu fjögra mánaða ferðalagi roínu hér vestra, hefir margt boy- ið fyrir augu mér. En af því öllu saman, hefi eg dregið tvær aðal- ályktanir. Eg sé, að þið eruð auðugri hér vestra, en við, en eg sé ekki betur, en auðmenn ykkar og efnamenn ykkar berist lítið á. Eg hefi séð auðæfi ykkar, séð, að eg hafði eigi rétta hugmynd um þau áður. Þið eruð mikið auðugri en menn hafa hugmynd um hinum- megin hafsins, og þið eruð ef til vill auðugri en þið sjálfir gerið ykkur grein fyrir. Þetta er önn- ur ályktun mín. Þá er hin. Eg get ímyndað mér, að hún komi ykkur spanskt fyrir sjónir. .Þó þið séuð efnaðri hér vestra, en við eigum að venj- ast í Evrópu., þá gera auðmenn- irnir hér sér eigi þau makindi með efnum sínum, eins og tíðkast aust- ai^ hafs. Eftir því, sem eg hefi bezt getað séð, þá lifir almenn- ingur hér vestan hafs betur en í Evrópu. En auðmenn og efna- fólk fólk Evrópu lifir ríkmann- legar heldur en í Ameríku. Sögu- sagnirnar um óhófslíf auðkýfing- anna amerísku, eru tilbúnar frá rótum, af mönnum sem aldrei hafa stigið fæti éínum á ameríska jörð. Amerísku auðmennirnir gefa hall- ir miklar handa skólum og menn- ingarstofnunum. En að öðru leyti lifa þeir spart, þó þeir eigi hund- að sinnum meiri eignir, en þeir sem auðugastir eru í Evrópu. — Mismunur á lifnaðarháttum er þó enn þá meiri hjá millistéttar- fólki, efnafólkinu. Þó það hafi minni tekjur í Evrópu, lifir það n:un þægilegra lífi en í Ameríku. Eg gæti tilfært fjölmörg dæmi máli mínu til sönnunar. En eg læt mér nægja, að taka dæmi frá einni hlið daglega lífsins — fr4 þjónustufólkinu. Vestan hafs þurfa menn að vera mjög vel efnaðir, til þess að geta haft vinnustúlku á heimili sínu. Fæstir geta Ieyft sér að hafa stúlkur í ársvist. í ítalíu t. d. geta embættismenn eða aðrir, sem hafa 3—4000 líra í laun, þaft vinnukonu. Kaup þeirra er 15 lírur á mánuði. Maður, sem hef- ir 10 þúsund lírur í árslaun, get- ur haft tvær árstúlkur, og hafi hann 20 þús. lírur í laun, getur hann haft bæði stúlkur og þjóna. Herbergisþjónar kosta 60—60 lír- ur á mánuði. í Frakklandi, Englandi og Þý^kalandi, er kaupið nokkru hærra en í ítalíu, og eigi eins auð- velt að fá vinnufólk þar. En hvergi hafa menn í Evrópu hug- mynd um annað eins kaup og goldið er hér vestra, því hér heimta miðlungs stofustúlkur 40 dollara í kaup á mánuði. í sam- anburði við það, sem hér er vestra, er það mikil gæfa fyrir þá, sem nokkur efni hafa í Evrópu, hve auðvelt er að fá þjónustu- fólk. orðið til þess, að ástandið í Evrópu nú, er svipað því, eins og það var í Ameríku fyrir ófriðinn. EVrópa hefir fengið Ameríku- snið, áður en nokkurn varði. Nú er ekki lengur hægt að fá þjónk ustufólk, eins og áður var, það er jafnerfitt hér og í Ameríku. Kven- fólkið keppir við karlmennina um alskonar stöður, það vi'll koma í stað þeirra, vill vinna, vinna sér inn fé, Iifa sjálfstæðu lífi. Stórborgir Evrópu stækka óð- um, alveg eins og borgirnar vestra og stórborgalífið verður sífelt hraðara, óheilnæmara, íburðar- meira, óþægilegra, fíflalegra og ótryggara, eftir því sem lengra líður. Sællífi breiðist út til allra s’íétta eins og í Ameríku. Um leið og almenningur venur sig á meira héglífi, þál hverfur viðhafnarlíf það, sem Evrópumenn höfðu tekið um gömlu ríkisættum iðnaðar- landanna. Hinir mýríku slæp- ingjar eru oft nokkuð einfaldir í sér, þeir geta eigi haldið hinum gömlu hofmannasiðum, lífið alt verður hversdagslegt, eins og í Ameríku. Hér eins og þar sigr- ast vélamenning, og stóriðjan á hinni fyrri stéttaskifting. Alt jafnast. “Þetta eru framfarirnar,” segja þeir bjartsýnu. Það er alment slagorð í ítalíu, t. d. nú á dögum, að þjóðin hafi sofið þangað til nú fyrir fáum árum. Að ófriðurinn hafi vakið þjóðina, hann hafi því orðið ítölum til blessunar. Álíka skoðanir skjóta up höfði víðsveg- ar um álfuna. En það mun eigi reynast eins einfalt og brotið eins og margur hyggur, að setja Ame- ríkusnið á líf Evrópuþjóðanna. Alt myndi þó geta balað, ef fram- leiðslan ykist um leið. Þegar eg kem til Evrópu aftiy: þá mun eg hafa það hugfast, hve munurinn er mikill í þessu efni hér og þar. Um þessi ummæli mín var rætt alt þetta kveld, þarna fyrir 17 ár- um. Og menn komust að þeirri niðurstöðu, að það, sem gerði mismuninn, væri það eitt, hversu Bandaríkjamenn væru mikið auð- ugri en Evrópumenn. Mig furð- aði á því, hve mikið stærilæti lýsti sér í ummælum Vestanmanna um málið. Hvernig stæði á því, að Banda- ríkjamenn væru svo auðugir? Það kæmi til af því, að auðmenn og eínamenn eyddu ekki fé sínu 1 ó- hóf, heldur keptust við að láta sem mest af handbæru fé í ný fyrirtæki; svo og vegna þess, að vestra neyttu auðmennirnir krafta sinna í þjónustu framleiðslunnar, en í Evrópu eyddu margir auð- menn lífi sínu í það, að láta sér líða vel. Okkur virtist, að útskýra mætti sérstöðu amerískra kvenna út frá líku sjónarmiði. Hvernig á því stæði, að amerískar konur leituðu til iðnaðarins, verzlunar, eða sæktu eftir einhverjum sjálf- stæðum lífsstöðum,í stað þess að fylgja fornum ráðleggingum og beina huga sínum að hannyrðum við arineld heimilisins. Að þær væru frfihverfar því, að feta í fót- spor mæðra sinna, myndi koma til af því, að það væri regla Ame- ríkumanna, að gera alla, ríka og fátæka, konur og karla, að fram- leiðendum. Þetta 17 ára gamla samtal kem- ur eigi heim við ástandið eins og það er nú, það er ekki annað en niælikvarði og lýsing á tímabili í sögunni, sem liðið er hjá. — Heimsstyrjöldin varð til þess, að líkara varð umhorfs en áður, beggja megin hafsins. Fr það eigi á þann veg, að ástandið í Ameríku breyttist í Evrópusnið, heldur hins vegar, að Ameríku- snið kom á Evrópu. í heimsstyrjöldinni voru milj. verkfærra karla teknir frá vinnu sinni og sendir til vígvallanna. En um leið og þetta var gert, urðu ófriðarþjóðirnar að neyta allra krafta, til þess að fram- leiðslan minkaði sem minst. Varð þetta til þess, að fjöldinn allur af fólfci, sem áður hafði setið auðum höndum, ellegar hafði haft atvinnu við að þjóna fólki þvi, sem sat auðum höndum, það tók nú að vinna við alskonar fram- leiðslu, við iðnað og landbúnað. Lífið í Evrópu fékk Ameríkusnið. Þegar ófriðnum lauk, sneru all- margir hermannanna, sem kom- ust lífs af, í hinar fyrri stöður sínar. En margir þeirra, sem tóku við nýjum störfum, er ófriðurinn skall á, héldu þeim að ófriðnum loknum. í kjöl ófriðarins komu rústirn- ar til sögunnar, ríkiskuldirnar margföldu, hækkun skattanna dýrtíð. Margar stéttir hafa orðið að þola mestu raunir, síðan ó- friðurinn hófst. Þeir, sem hafa haft við þröng kjör að búa, vilja leggja mikið á sig, til þess að geta rétt við. Aðrir hafa efnast á ó- friðnum. Þeir ríghalda í efni sín af öllum mætti. Alt þetta hefir Evrópa er nú einu sinni ekki Ameríka. Fyrir einni öld síðan bjó í Ameríku iðin og þrekmikil þjóð, sem hafði sérstaka afstöðu. Það var áður en járnbrautirnar komu til sögunnar. Ameríkumenn áttu hemju landflæmi af frjósömu landi, skóga og námur óteljandi. Þjóðin hafði ágæt tækifæri til þess að notfæra sér öll þessi nátt- úru auðæfi. Lifði hún við hag- kvæmt stjórnarskipulag . Með hverri kynslóð gaf landið meira af sér eftir því, sem ffilkinu fjölgaði, og auðlegð safnaðist. Og náttúruauðlegðin reyndist meiri í landinu en nokkurn mann gat grunað. Eftir 1850 kom nálega miljón manna frá Evrópu til Ameríku á ári, uns ófriðurinn skall á. Þar fengu Ameríkumenn mikinn liðs- afla, menn sem aðrar þjóðir höfðu alið upp handa þeim. Fyrir Banda- ríkjamenn var það eins og ein miljón fullorðinna manna fæddist þar á ári, sem strax gæti tekið til vinnu! Þar að auki geta Bandaríkja- menn lifað og leikið sér, unnið, og gert sínar framtíðaráætlanir, án þess að þurfa að taka hið minsta tillit til, að ófrið geti bor- ið að höndum. í hvert skifti sem eg kom til Bandaríkjanna, fyrir styrjöldina, sagði eg við vini mína: “Þið vitið af afspurn, hve miklu tjóni ófriður getur valdið, en þið vitið ekki, hvernig það er, að lifa í stöðugum ótta um það, að ófriður geti skollið yfir mann. Enginn veit hve nær hann skell- ur á.hvernig hann fer, hverjar verða afleiðingarnar, en allin vita, að ófriður getur breytt lífs- stöðu og afkomu hvers einasta manns. Þetta er mesta mein Ev- rópu.” Ekkert er Bandaríkjamönnum fjær skapi en bylting. Þeir vita sem er, að víða um heim gjósa upp óeirðir og byltingar við og við, og margar þjóðir verða fyrir þá skuld, að lifa við sömu til- hugsun og þeir, sem búa nálægt eldfjalli, sem getur tekið til að gjósa. En Bandaríkjamenn, sem eru lausir við herskyldu, lifa við hátt kaup, hafa gott olnbogarúm í lífinu, eru menn mun löghlýðn- ari en t. d. Evrópumenn. Þeim bregður við, 0g þá furðar á því, að þeir heyra, að í Evrópu séu menn að boða byltingu, og hún eigi að yngja upp þjóðirnar. Þessar hagstæðu kringumstæður hafa gert Bandaríkjamenn bjart- sýna. En bjartsýni þeirra hefir gert mörgum Evrópumanni gramt í geði, sem fundið hefir til þess, j að forsjónin hefir eigi getað séð öllum þjóðum fyrir 10 miljónum ! ferkílómetra af auðugu landi. En bjartsýni þessi — með auðæfum I þeihi, sem eru undirrót hennar, gerir þjóðinni ómetanlegt gagn. Hún vegur á móti ánægju og ó- samlyndis öldum þeim, sem gera vart við sig í öllum menningar- löndum Norðurálfu. Þó auður Ameríkumanna gefi þeim ekki þau lífsþægindi, sem önnur eins og mun minna ríki- dæmi lætur Evrópumanni í té, þá er það víst, að auðlegð Ameríku- manna veitir lífi þeirra festu, sem að gagni kemur. Traditionqlly Good! CALGARY BEER Athugun og árvekni leiddi til þess, að Calgary bjórinn varð fyrst búinn til. í meira en þrjátíu ár bezti bjór í Vestur- Canada. Hreint, glitrandi vatn, frá jöklum Kletta- fjallanna, bezta malt tegund úr byggi Sléttufylkjanna, og úrvals hops frá Brit- ish Columbia, ganga í bandalag með að gera þjór þenna í alla staði fullkominn. Calgary Brewing and Malting CO., LIMITED. Calgary - Canada.. Miðlungstéttirnar eiga að vísu ekki eins auðvelt með að koma sér upp heimili vestra, eins og í Evrópu, í stórborgunum verða fieiri að láta sér þar nægja, að húsum. En hin almenna bjart- hafast við á greiða- og matsölu- sýni, og einstaka skemtanir eða tilbreytingar, sem menn geta leyft sér við og við, svo sem eins og það, að fara í ferðalag til Ev- rópu, vonin um óvæntan hagnað, sem frekar má búast við að ræt- ist, vegna hinna hraðfara fram- fara í landinu, alt þetta saman- lagt gerir það að verkum, að menn eru ánægðir með hlutskifti sitt. Og svo mikið er víst, að hinn fljótfengni auður vestra, hefir orðið til þess, að' bæta kjör al- mennings, en við það hefir komið rólegt skiplag á í landinu, sem nykil fengur er að. Það er eitthvað annar svipur yfir Evrópu! Stórveldin hafa yfir mjög takmörkuðu landsvæði að ráða, og eru auðsuppsprettur landanna litlar, í samanburði við íbúatölu, jafnvel í auðugri lönd- unum. Hrávörur og náttúruöfl lr.ndanna geta framfleytt að eins litlum hluta af þjóðunum. Og þó vélamenningin sé í almætti sínu og allar stéttir séu látnar vinna ?.f fremsta megni, þá verður eigi annað sagt, en afraksturinn sé fremur rýr. Hér brennur jörðin undir fótum vorum. Hér vofir ófriður sífelt yfir höfði manna, auk þess sem menn standa í moldviðri póli- tískra hleypidóma. Verða menn því að vera hér við öllu búnir. Aldrei veit maður, hvaða stjórn- málastefna tekur við, né hvernig henni verður framfylgt. 1 mörgum löndum álfunnar reyna frekir stjórnmálaglannar að freista gæfunnar. Takist þeim að koma áformum sínum í fram- kvæmd, leiða þeir hina vígbúnu, ókristnu Evrópu í miðaldamyrkur. Til þess að Ameríkusnið komist á atvinnulífið, þarf að vera fast skipulag á stjórnarfarinu — hvort j heldur sem það er konungstjórn eða lýðveldi; þjóðin þarf að vera friðsöm innbyrðis, og engin ó- friðarblika má vofa yfir frá hendi j nágrannanna. Ef þetta er alt á 1 annan veg — eins og t. d. nú á sér stað í Evrópu, þá leiðir reip- ! togið hver vandræðin eftir önnur yfir þjóðirnar. Það gæti aldrei komið að gagni, að setja Ame- ríkusnið á atvinnulífið í Evrópu, nema hér væri komið innra jafn- vægi á, að friðurinn í álfunni væri sæmilega trygður. Og kem- ur slíkt ekki af sjálfu sér. — Taka verður til að kippa þessu í lag einhvern tíma! og verða menn þá að vera samtaka i því, að vinna I að endurreisn Norðurálfuþjóð- anna. Mikið er talað um endur- reisn Norðurálfunnar. Eigi má gleýma því, að engu verður komið í kring með orðunum tómum, meira þarf til, til þess að úr því verði endurreisn. Og atvinnulíf Evrópu verður aldrei stælt í j blindní, eftir hinum ameríska j mælikvarða, því nokkur grund- j vallaratriðgi eru í menningu Norð- j urálfu, sem eru tengd sterkum j böndum við tilveru þjóðanna, er ! hér búa. Þann dag, sem þau j bönd verða rofin, er úti um Ev- j rópumenninguna. — Lesb. Mbl. Frá íslandi. Mjög illkynjuð taugaveiki geis-| ar nú á ísafirði, er talið að hún1 eigi upptök sín í mjólk sem flutt hefir verið til bæjarins frá sér- stöku heimili og hefir fólki nú verið bannað að neyta hennar. — Milli 20 og 30 manns hafa nú tek- ið veikina, og eru flestir þungt haldnir en 2 hafa dáið. Nýja sjúkrahúsið er fult og hefir Gam- almennahælið (gamli spítalinn) einnig verið tekinn fyrir tauga- veikissjúklinga. — Reynt hefir verið að hefta útbreiðslu veikinn- ar innan bæjar en það hefir tek- ist illa og koma daglega fyrir ný sjúkdómstilfelli. En engar ráð- stafanir hafa verið gerðar til að einangra ísafjörð og taka fyrir allan fólksflutning úr bænum til annara héraða. Virðist þó vera full ástæða til þess þar sem tauga- veikin er mjög illkynjuð og virð- ist ætla að verða mannskæð en hins vegar miklar og tíðar sam- göngur um þetta leyti árs.—Dbl. WONDERLAND. Hlutskifti Normu í “Kiki” er mjög hrífandi. Á mánudag þriðjudag og mið- vikudag í næstu viku verður sýnd á Wonderland leikhúsinu myndin “Kiki”, með Normu Talmadge í aðal hlutverkinu. Er það ein af First National myndunum. Mynd þessi er afar spennandi og hefir inni að halda margvíslegan fróð- leik auk þess sem hún er krydduð fyndni frá upphafi til enda. Er þar sýnt hvernig söguhetjan reyn- ir að komast að við söngkýmileik, og að henni er vísað úr vistinni þegar fyrsta kveldið. Eftir það reynir hún að koma sér í mjúkinn hjá Ronald Colman leikhússstjóra til þess að fá heimboð í veizlu eina og fær hún sér þar helzti mikið í staupinu af kampavíni, er orsakast af launráðum, er keppi- nautur hennar, Gertrude Astor, hefir bruggað. Eftir því sem lengra líður á leikinn, verður hann æ skemtilegri. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess hve efni og útbúnaður er fuilkominn. KíevbI Brewing Co. Limited St. Boniiace Phones: N1178 N1179 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.