Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 8
Bla. 8. •, KIM i’UDACHNN. 24. JtTNl 1926. Regn og kalsaveður hefir verið alla síðustu viku. Dr. Tweed tannlæknir, verður staddur á Gimli laugardaginn þ. 3. júlí næstkomandi. Mr. H. Halldórsson, fasteigna- sali, sem dvalið hefir í borginni Los Angeles síðastl. vetur, kom til bæjarins um síðustu helgi og dvelur hér fyrst um sinn. Mrs. Sigurður Stefánsson frá Mid-West, Wyoming er stödd í borginni um þessar mundir, í kynnisferð til frænda og vina. Mr. og Mrs. Elías Elíasson, Ár- borg, urðu fyrir þeirri sorg, að missa son sinn, Jón Albert, á fyrsta ári, þ. 1. júní s.l. Barnið jarðsungið af séra Jóhanni Bjarnasyni. X-t C0uc4t Cj -HortJubJt SjuCLfo 'uíl , ~~V^Vj&a» do 't&JL'a, Af <xÆ tL* I’íaj cc th (i \xsJz C&su^. Ue Un. 15 [J OkAjJ^xJ áa^CJL fctv-eu £*, Ía\, uCJ Fyrir nokkru síðan var geti hér í blaðinu þeirra manna af þjóðflokki vorum, er í sumar væru að reisa stórhýsi í Winnipegborg og var sagan þá ekki öll. Hefir nú atorkumaðurinn góðkunni, Mr Árni Eggertsson, fátið byrja smíði á þremur stórum búðum á mótum Spence og Ellice, og verður ekk- ert til sparað, að gera þær sem bezt úr garði. Mr. Halldór bygg- ingameistari Sigurðsson annast um verkið. Hefir hann einnig “contract” á tveim öðrum stór- byggingum og má það sannarlega heita vel að verið. Magnús Hinriksson, bóndi frá Churchbridge, kom til bæjarins á laugardaginn var. Skrapp hann norður til Gimli á sunnudaginn til að heilsa upp á gamla kunningja, og hélt heimleiðis aftur um miðja vikuna. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, rit- stjóri "Sögu”, dvaldi í síðast lið- inni viku vestur í Argyle-bygð í erindum fyrir tímarit sitt. Hefir hann ekki komið þar, siðan aðl hann heimsótti bygðina á aldar-1 fjórðungsafmæli hennar, sem minst var að Grund fyrir löngu síðan. Eru þessar íslenzku sveit- ir hólanna og hæðanna hinar prýðilegustu, og furðu íslenzkar, enn sem fyrrum, er dr. Valtýr Guðmundsson, háskólakennari í Kaupmannahöfn, en þá ritstjóri Eimreiðarinnar, gerði þær kunn- ar öllum íslendingum, í ritgjörð þeirri um vesturför sína, er hann birti í tímariti sínu. Ágætum viðtökum og ísl. gest- risni segist Þorst. hafa mætt al- staðar. En votviðrin voru bænd- um hagstæðari og heppilegri upp- skeru þeirra, en Þorsteini, sem sneri heimleiðis sökum þeirra, áð- ur erindi hans væri lokið að fullu, en þó hinn ánægðasti yfir vax- andi, grænkandi gróðri bygðar- innar, og för sinni. æfingu í að tala íslenzku síðustu tuttugu og fimm árin, en hann heldur henni samt vel við og á- reiðanlega verða honum ekki vandræði úr því, að syngja skýrt og vel og fallega íslenzku sálm- ana. Mr. og Mrs. IS. Landy frá Ar- gyle voru á ferð í bænum í vik- unni sem leið og skruppu norður til Gimli um síðustu helgi. Fóru heim til sín aftur um miðja vik- una. Þurka mikla sagði Mr. Landy að vestan, og að kuldinn einn hefði bjargað korni frá að skemmast til muna á hálendi. Fólksflutningsskipið Stockholm, eign Swedish American eimskipa- félagsins, lét í haf áleiðis til Bos- ton, síðastliðinn laugardag, með fimm hundruð þrjátíu og átta farþega. Gripsholm fór frá Gauta- borg sama dag, með alls fjögur hundruð og tvo farþéga. En til Gautaborgar er Drottningholm væntanleg á sunnudagsmorgun- 2. þ.m. voru þau Sigursteinn Einarsson og Jensína Thorgeirsson gefin saman í hjónaband af séra Jónasi A. Sigurðssyni, að heimili brúðurinnar að Churchbridge. — Brúðurin er dóttir Halldórs og Guðfinnu Thorgeirsson, en brúð- guminn sonur Jóhannesar Einars- sonar og konu hans að Lögberg P. O. Er hann útlærður búfræðing- ur, B.S.A., frá búnaðarskólanum í Manitoba. Sem stendur er hann við skrifstofustörf í Regina og ungu hjónin búsett þar. Mál það, er leiðtogar O.B.U. fé- lagsins hafa höfðað gegn Webb borgarstjóra hér í Winnipeg, kom fyrir rétt í vikunni, og eftir vana- legt nudd á milli málaflutnings- mannanna, kvaðst Webb ekki við- urkenna að hann hefði oftalað i ncinu. Málinu var frestað til 29. þ.m., þegar það kemur enn á ný fyrir pólitírétt, og verður aá að líkindum útkljáð af dómaranum þar, iSir Hugh John Macdonald. Hinar árlegu tjaldbúða-samkom- ur sjöunda dags Adventista verða haldnar í Kelvin Grove í East Kil- donan frá fyrsta til ellefta júlí n. k. — Til þess að komast þangað, tekur maður strætisvagninn, sem merktur er “Kildonan” á Aðal- strætinu og stígur af á Bowman stræti. Sá vagn gengur fram hjá báðum járnbrautarstöðvunum í Winnipeg. Þegar maður stígur af, sjást tjöldin hinu megin við strætið. ■— Margir ágætir ræðu- menn munu koma þar og tvær ís- lenzkar samkomur verða haldnar þar á hverjum degi. Þeir sem hafa í hyggju að leigja tjöld, eru vinsamlega beðnir að skrifa und- irrituðum. Allir eru boðnir og velkomnir á þessar samkomur. Virðingarfylst, Davíð Guðbrandsson. Grænlandsmálið. Um það mál farast Dagblaðinu í Reykjavík þannig orð 17. maí: Töluvert hefir nú á síðustu ár- um verið ritað á íslenzku um Grænland og réttarafstöðu vora til þess. En mest af því hafa að- eins þrír menn ritað, þeir Einar Benediktsson skáld, Jón Dúason hagfræðingur og Helgi Valtýs- son forstjóri. Flestum mun kunn- ugt um hvað þeir hafa lagt til þessara mála, en óneitanlega höf- um vér veitt því oflitla athygli. Hafa margir látið skrifin um Grænland eins og vind um eyr- un þjóta, eða þá skapað sér það skamsýna hugsunarleysis álit, að ísland sé nógu stórt fyrir þessar fáu hræður, sem hér lifi sultar- lífi og verði einnig nógu stórt í ófyrirsjáanlega langri framtíð. - En þetta er einmitt kórvilla skam- sýna hugsunarleysingjans. Sýnir það m. a. hversu rótfast og alment áhugaleysið er, að þrátt fyrir þær beinu og óbeinu tilraunir sem gerðar hafa verið til að vekja verulega umhugsun og athygli fyrir þessu stórfelda þjóðmáli voru, þá hefir ekki enn tekist að vekja þann almenna áhuga, sem er fyrsta skilyrðið til að hrinda stórmálum fram á leið. En enginn má ætla, að það sem skrifað hefir verið um Grænland og afstöðu vora til þess, hafi eng- an árangur borið, því margir hafa veitt þeim málum fulla athygli, og skilja til hlítar hvers virði Grænland gætl verið íslenzkri framtíð. Hér er til áhugi fyrir endurheimt Grænlands, að eins ekki nógu almennur enn þá og ekki styrktur af réttum hlutað- eigendum. Alþingi og landstjórn hefir sýnt vítavert tómlæti í þessu stórmáli og hefir þar staðið illa á verði fyrir íslenzkan málstað. —iRaunar er ísland nógu stórt —enn þá, — en það ber ekki þau j auðæfi í skauti sínu, er geta full- nægt framtíðarmöguleikum hinnar íslenzku þjóðár. Þvú þýðir ekki að neita, að þeg- ar endurreisn og fullnýting Is- lands verður tekin til raunveru- legrar framkvæmdar, verður svo margt að sækja til annara, að okk- ur mun reynast ómögulegt að afla þess, nema vér eigum sjálfir ítök í því landi, sem geymir þau auð- æfi, sem okkur vanhagar um, og getur þannig bætt úr fátækt vorri. Gg það er Grænland eitt, sem það getur gert. Grænlandsmálið er því stærsta málið, sem nú á að vera á dagskrá þjóðarinnar og undir úrlausn þess er meira komið um framtíð ís- lands sjálfs, en um afdrif nokkurs annars máls. THE WONDERLAND THEATRE Fimtu- Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU Son of His Father Saga sem gerist í Vestur- landinu, Áhrifamikil mynd Reykjavík, 22. maí Vegagerð er fyrir ’nokkru byrj- uð hér nærlendis. Mosfellsheið- arvegurinn þarf nú mikilla end- urbóta við. Kom t. d. stórt skarð hjá Moldbrekkunum og var byrj- að að vinna það þegar norðan- kastið kom, en þá varð að hætta nokkra daga vegna frosts og snjóa. Nú er aftur byrjað þar á vegagerðinni og miðar vel áfram. —Dagbl. Mrs. H. Anderson, Hensel, N.- D., kom til bæjarins á laugardag- inn var og dvaldi hér þessa viku. Hún skrapp norður að Gimli. Mrs. Anderson bjóst við að fara heim aftur á laugardaginn kemur. Til athugunar. Almenningi gefst hér með til vitundar, að sölubúð Thomas Jewelry Co.. 666 Sargent Ave., verður lokuð eftir klukkan eitt á laugardögum yfir júlí og ágúst mánuð. Þetta eru viðskiftavinir félagsins vinsamlega beðnir að festa í minni. Gefin saman í hjónaband, af Dr. Birni B. Jónssyni, að heimili hans hér ' borginni, miðvikudaginn 16. júní, (Miss Jóhanna Ólafía Fred- rickson, frá Cypress River, og Mr. James Alexander Carrie, frá Hol- land, Man. Verður framtíðar- heimili ungu hjónanna þar í bygð- inni. 29. júní 1896 voru gefin saman í hjónaband hér í Winnipeg, Mr. G. M. Jóhannsson og Miss Sigur- laug J. Ásgrímsdóttir, af Major Bennett í Sáluhjálpar hernum, en sem nú hafa heimili sitt að Gimli, Manitoba. Mrs. Anna Baker frá Langruth, Man., var skorin upþ á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, á miðvikudaginn í vikunni sem leið. Dr. B. J. Brandson gerði upp- skurðinn, er hepnaðist hið bezta, og líður Mrs. Baker sæmilega vel. Hún er systir Mrs. A. G. Polson, að 118 Emily St. TILKYNNING. Pétur Árnason frá Santiago, er dvalið hefir hér norður frá und- anfarandi, lagði á stað heimleið- is með Can. Pacific brautinni vestur til Vancouver og þaðan skipaleið til Victoria og Seattle, síðan með eimlest heim. Með honum fór héðan að norðan sonur hans Árni. Mr. og Mrs. Sveinbjörn Lofts- son, frá Bredenbury, Sask., komu til borgarinnar sunnudaginn í fyrri viku. Var Mrs. Loftson að leita sér lækninga og var skorin upp á Almenna sjúkrahúsinu sið- astliðinn þriðjudagsmorgun, af Dr. B. J. Brandsyni. Heilsast henni eins vel og frekast má von- ast eftir. iSíðastliðinn föstudag, lézt að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, Dr. og Mrs. A. Blöndal, 806 Victor St., Winnipeg, merkisbónd- inn IStefán Pétursson frá Cyp- ress River, 89 ára að aldri. Hafði hann búið í grend við Cypress River í 38 ár. Lætur hann eftir sig fjóra sonu, Jón, augnalæknir hér í borg, Árna, Ólaf og Harald, ásamt tveim dætrum, Mrs. C. Cry- er og Mrs. A. Blöndal. — Líkið var flutt til Cypress River í gær, miðvikudag, undir umsjón A. S. Bardals, fer jarðarförin fram í dag frá heimilinu kl. 2 og líkið jarð- sett i grafreit Brúarkirkju. Sendið rjóma yðar til P. BURNS & Co. Ltd. Hœzta verð greitt, nákvœm vigt og flokkun. Vér kaupum einnig egg og alifugla og greiðum ávalt hæzta markaðsverð. P. Burns & Co. Limited, Winnipeg Rjómabú um alla Vestur-Canada. O^KH><HKHKHKHj<HKHKHKH><HKHKHKH><HKH><HKH><HK3ftí><H><H3^-<í<H^<H5<: I RJÓMI ! M t s | Bændur, er selja rjóma, ættu að senda hann reglulega til § | pRESCENT (^REAMERY | s “Að leika sér með að skifta um viðskiftavini” að því er g 25 | snertir rjóma, getur verið skemtilegt í bráð. en borgar sig | h þó ekki. Sá bóndi er velur beztan markað, ög heldur sér 1 1 þar stöðugt, fær mestan arðinn, er alt kemur til alls. g ^ 1 Þúsundir rjómaframleiðenda í Manitoba ogSaskatchewan m a hafa sannfærst um að “Crescent“ markaðurinn er beztur | H x Undirritaður er í þann veginn að gefa út nokkur af lögum sín- um. Það fyrsta er þegar komið út. Heitir “Ad Cinaram”. Kvæði eftir Frederic Manning; með enskum texta að eins. Útsett í d- moll fyrir lága meðalrödd (a-d). Kostar 35 cents. Lagið geta menn| fengið hjá íslenzku bóksölunum í Winnipeg, eða beint frá höfund- inum. Virðingarfylst, Magnús A. Árnason. 2373 California St. San Francisco. Cal. Sér Jón J. Clemens, sem einu sinni var einn af prestum kirkju- félagsins íslenzka og lúterska hér í landi, er nú að heimsækja forn- ar stöðvar hér í Manitoba. Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu, sat hann kirkjuþingið á Gimli, sem fulltrúi Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku (United Lutheran Church). Má hætt fullyrða, að séra Jón hafði ánægju af að sjá aftur gamla starfsbræður og fjölda vina, og það leyndi sér ekki að á kirkju- þinginu var séra Jón kærkominn gestur. Það eru nú rétt 25 ár síðan séra Jón Clemens fór frá Argyle og hætti að tilheyra kirkjufélaginu. Hefir hann jafnan síðan þjónað enskumælandi söfnuðum bæði í Canada og Bandarfkjunum. Síð- astliðin sjö ár hefir hann verið í Emporia, Kansas, en er nú nýlega fluttur til Aurora, 111., og þjónar þar lúterskum söfnuði: Church of the Redeemer. Áður en séra Jón Clemens kom til kirkjuþingsins, heimsótti hann foreldra sína og bróður, er heima eiga í^Ashern, Man., og í gær fór hann til Argyle að heimsækja þar sína gömlu vini og safnaðarfólk. Heimleiðis fer hann á laugardag- inn kemur. Séra Jón hefir víst haft litla h og vilja ekki skifta um. Þeir græða á stöðuglyndi sínu. I CRESCENT CREAMERY Company Limited BRANDON WINNIPEG YORKTON Dauphin, Swan River, Killarney, Portage la Prairie, Vita. KSMSMSKSMEMSMEMgMSMSMEMSHSMSMSHSMSMSMSMSMSMSKlSMSKSMSM Ánœgja ábyrgst Hæsta verð greitt og peningarnir sendir um hæl, Sendið rjóma yðar beint til IUUTCHHM CO-OPERATIVE CREAMERIES V/INNIPEG, - - - MANITOBA Ú<h3<h3<h3<h3<h3<h3<h3<h3<b3<h3<h3<h3<b3<H3<h3<h3<h3<83<h3<h3<h3<h3<h3<h3<h3Íh3 Sjcddhitt manngöfgi. í tilefni af því að fyrir rúmlega hálfu öðru ári síðan fhittust hingaS vestur um haf ung hjón Mr. og Mrs. Andrés J. Strapmland frá íslandi (Skáleyjum í BorgarfiróiJ og að loknu ferðalaginu dvöldu fyrst Vim tíma hjá móöurbróður Mr. Straum- þinds E. Gíslasyni á Gimíi en siSar nokkra mánuöi hjá séra E. J. Melan er ,þá gegndi prestverkum Sambands safnaðarins hér. En sakir vanheilsu er stafaði frá sérstökum líkams- kvilla er Mr. Straumland hafði boriö í fleiri ár og sem eftir skamma dvöl hér virtist fara versnandi og úrræðin því þau einu að leita lækn- ishjálpar og jtaka isjúkrahússvist um tíma, en sem varð þó lengri* en viS var búist þrátt fyrir hina al- kunnu listvirkni og alúð er Dr. B. J. Brandsson fer aSallega stundaSi sjúkdóm hans) lagSi fram í ríkum mæli án nokkurrar kröfu til endur- gjalds fyrir verk sitt allan tímann yfir 15 mánuði og munu slík dreng- lyndisdæmi fá. Sambliöa þessu má einnig setja hina göfugmannlegu framkomu séra Rögnv. Péturssonar, er eftir litla persónulega viökynning viö Mr Straumland mun hafa gjört sér talsvert ómak og fyrirhöfn meö við- leitni sinni að beina honum braut hér til nytsemdar og frama, hefði honum auSnast bót á heilsu sinni. Auk f jársöfnunar og kostnaðarlegr- ar <álbyrgðar er hann tókst á hendur fyrir sjúkrahússvist hans og hann persónulega lagt niun hafa talsvert fé til. Framkoma þessara tveggja göfugmanna sérstaklega, auk fjölda annara manna sem með kærleiks- ríku viðmóti, alúð og hugulsemi hafa gjört hjónum þessum þennan leiðinda tima, sem þau hafa dvalist hér, eins léttbæran og frekast hefir verið hægt við að ráöa, er af vensla- fólki þeirra hér af einlægu hjarta þakkað. Vitandi á sama tíma að hvort þeirra þannig hlutfallslega hafa búið sjálfu sér í haginn. Ekki einungis fyrir nálæga heldur enda- lausa framtíð handan landamær- anna lifs og dauða. í smbandi viö ofanritað skal þess einnig getiö að ofangreind hjón á- samt Mrs. G. J. Christie og fóstur- syni hennar lögöu af stað héðan á- leiðis til íslands þann 14 þ. m. Þau hjón alfarin, hin síðarnefnda Mrs Christie til dvalar þar fyrir ótak- markaðan tima, en að miklu leyti 5 þeim tilgangi að verða þeim til liðs og ánægju á ferðalaginu, sem fram- hald af framkomu hennar við þau hjón meðan þau dvöldu hér. Gimli, 18. júní 1926. E. Gíslason. |) “Það er til ljósmynda smiður í Winnipeg,, Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. KennedyBldg Mánu- Þriðju- og Miðvikudag NÆSTU VIKU Norma Talmadge Og Ronald Colman “K.KI u Hún þráöi mest af öllu að komast á leiksviðið — og sigraði. En í hinum mikla kýmileik “Kiki“ nær Nórma Talmadge hástigi listar sinnar. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg C. J0HNS0N hcfir nýopnað tinsmíðaverkstofu að 675 Sargent Ave. Hann ann- ast um aít, er að tlnsmíði lýtur og leggur sérstaka áherzlu á aSgerðir á Furnaces og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. Heimasími N-8026. Connought Hotel 219 Market Street Herbergi leigð fyrir $3.50 um vikuna. R. ANDERSON, eigandi. The Viking Hotel 785 Main Street Cor. Main and Sutherland Herbergi frá 75c. til $1.00 yfir nóttina. Phone J-7685 CHAS, GUSTAFSON, eigandi Ágætur matsölustaður í sam- bandi við hótelið. Vér höfum allar tegundir af Patent Meðulum, Rubber pokum, á- samt öðru fleiraer sérhvert heimili þarf við hjúkrun sjúkra. Laeknis ávísanir af- greiddar fljótt og vel. — Islendingar út til sveita, geta hvergi fengið betri póst- pantana afgreiðslu en hjá oss. BLUE BIRD DRUG STORE 495 Sargent Ave. Winnipeg Hvergi betra að fá giftingamyndinatekna!: en hjá Star Photo Studio 490 Main Street Til þess að fá skrautlitaðar myndir, er bezt að fara til MASTER’S studio 275 Portag© Ave. (Kensington Blk.) </###»############################- EiFOJtfi Hardware SÍMI A8855 581 SÁRGENT Því að fara ofan í bæ eftir harðvöru, þegar þér getiðfeng- ið úrvals varning við bezta verði, t búðinni rétt í grendinni Vörurnar sendar heim til yðar. "VhMHXHXHX! Til yðar eigin hagsmuna. Allar rjómasendingar yðar, ættu að vera merktartil vor; vegna þess aðvér erum eina raunverulega r jómasamvinnufélag bœnda, sem starfrækt er i Winni- peg. Vér lögðum grundvöllinn aðjþessu fyrirkomulagi, sem reynsthefir bænd- um Vesturlandsins sönn hjálparhella. Með því að styðja stofnun vora, vinnið þér ölluni rjómaframleiðendum Vesturlandtins ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, lem veitir hverjum bónda óháða aðstöðu að því er snertir markaðs skilyrði. Æfilöngœfing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu og markaði lýtur tryggir yður ábyggilega afgreiðslu og hagvænlega. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. 844 Sherbrook Street, - Winnipeg, Man. ÐH><HjB£<H£<HlHjB£<Bþ<Bþ<H£<BjHÍ<HjHþ<f<Hjí<f<i<í<í<I<Bþ<f<HjH[HjH!f<I<HÍÍ<i<HCf<l<f<í<I<H!HÍ<Í AUGLÝSIÐ f L0GBERGI Swedish-American Line CpííMI Vér spinnum hvaðagarn sem DL1L1 OrUul, er, úr ull yðar. Vér kaupum einnig ull, og greiðum hæzta verð. Sendið oss ullina yðar. Fairfield & Sons, Fort Garry Woollen Mills Winnipeg, Manitoba M.S. GRIPSjHOLM .... frá New York 3. júlí S-S. DROTTNINGHOLM . frá New York 16. júlí Fargjald frá New York $122.50, fram og til baka $196.00. , Fáið farbréf yðar hjá næsta umboðsmanni, eða hjá Swedish-American Line 470 Main Street, WINNIPEG, Phone A-4266 House of Pan Nýtízku Klæðskerar 304 WINNIPEG PIANO Bldg Portage og Hargrave Stofns. 1911. Ph. N-65S5 Alt efni af viðurkendum gæðum og fyrirmyndar gerð Verð, sem engum vex í augum. ÞJÓÐLEGASTA Kafíi- og Mat-söluhúsiS iiem þessi borg heflr nokkurn tíma haft innan vébanda sinna. F>rirtaks máltíSir, skyr,, pönnu- kökui, rullupylsa og þjóöræknls- kaffi. — Utanbæjarmenn fá sé. kvalt fyrst hressingu á. . WEVEli CAFE, 692 Sargent. Ave 9imi: B-3197. Kooney Stevens, eigandi. GIGT Ef þú hefir gigt og þér er ilt f bakinu eða f nýrunum, þá gerðir þú rétt í að fá þér flösku af Rheu- matic Remedy. pað er undravert Sendu eftir vitnisburðum fólks, sem befir reynt það. $1.00 flaskan. Póstgjald lOc. SARGENT PHARMACY 724 Sargent Ave. PhoneB4630 LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að» líta inn í búð vora, þegar þér þartnist Lingerie eða þurfið að láta hemistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton MHS. S. GUNNTiAUGSSON, Elgaidl Tals. Ii-7327. Winnlpeg Chris. Beggs Klœðskeri 679 SARGENT Ave. Næst við reiðhjólabúðina. Alfatnaðir búnir til eftir máli fyrir $40 og hækkandi. Alt verk ábyrgst. Eöt pressuð og hreins- uð á afarskömtnum tíma. Aætlanir veittar. Heimasími: A4571 J. T. McGULLEY Annast um hitaleiðslu og alt sem að Plumbing lýtur, öskað eftir viðakiftum Islendinga. ALT VERK ÁBYRGST’ Sfmi: A4670 687 Sargent Ave. Winnipeg Mobile, Pnlarine Olía Gasolin. Red^s Service Station Home &Notro Dame Phóne > á. BWGKIN, Prop. FRCTS HKKVK’K ON BCNWAT CCP AN nlFKEKK.NTIAI. fiUAII i Frá gamla landinu, Serges og Whipcords við afar sanngjörnu verði. Sellan & Hemenway MERCHANT TAILORS Cor. Sherbrook og William Ave. Phone N-7786 CANAOIAN PACIFIC NOTID Canadian Pacific elmsklp, þegar þér ferðist til gamla landsins, íslands, eða þegar þér sendið vinum yðar far- gjald til Canada. Ekki tiækt nS fá betri aðbúnað. Nýtizku skip, útlbúin með öllum þelm þægindum sem skip má veita. Oft farið á milll. Pargjald á þriðja plássi milli Can- ada og Rcykjavíkur, S 122.50. Spyrjist fyrir um 1. og 2. pláss far- gjald. Leitið frekarl upplýslnga hjá um- boðsmanni vorum á staðnum eít skrifið W. C. CASEY, General Agent, Canadian Pacifc Steamships, Cor. Portage & Main, Wlnnlpeg, Man. eða H. S. Bardal, Sherbrooke St. Winnipeg Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6151. Robinson’s Dept. Store, Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.