Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.06.1926, Blaðsíða 3
LÖGBEKG FIMTUDAGINH, 24. JÚNl 1926. Bla. 8. 1 T 1 “ *k SOLSKl JNI g Fyrir börn og unglinga j /Efintýrið u n bifreiðina. Fyrir rúmum fimtíu árum vakti einkenni- legt farartæki athygli Kaupmannahafnarbúa og það með réttu. Það; var fyrsta bifreiðin, sem kom til Kaupmannahafnar. Og bifreiðin hélt áfram á sigurför sinni, livað sem tautaði. Það var hæðst og hlegið að henni, það var kepst við hana í illum hug og hleypidómarnir dundu á henni. Ekkert hreif. Rúmum 50 árum síðar en bifreiðin kom til Hafn- ar, varð bifreiðin til að bjarga Frakklandi og bandamönnum þeirra, þegar Þjóðverjar ætluðu að taka Verdun í einum svip. Og nú fimtíu ár- um síðar hafa þotið bifakfæri svo miljónum skiftir um heim allan, af ýmsi gerð. Sú tegund bifreiða, sem kom á markaðinn um síðustu aldamót varð fyrst nothæf hjá ai- menningi og samsvaraði kröfum tímans. En hugmyndin var uppi löngu fyr og varð að framkvæmd og kom oft og einatt að ekki svo litlum notum. Fyrsta bifreiðin, sem sögur fara af, var smíðuð í Meiningen 1647. Hún var dregin upp eins og klukka, en stóð auðvitað kyr í hvert skifti sem hún var útgengin. Eiginleg bifreið var þetta ekki, heldur undanfari bifreiðarinn- ar., Jóhann nokkur í Nurnberg smíðaði aðra gerð 1649 og bætti hana að nokkru, og seldi hana síðan Karli Gústaf Svíakonungi. Þeir New- ton og Papin gerðu ýmsar tilraunir með sjálf- renninga. Betur tókst Cognot, frakkneskum stórskotaliðsforingja 1770. Bifreiðin hans gekk á þremur hjólum fyrir gufukrafti og gat borið tvo farþega og gat farið 3—6 km. á klukkutíma. Nú rak hver tilraunin aðra, bæði á Englandi og í Frakklandi, en ónothæfar reyndust allar þær smíðar. Vagnarnir voru þungir og mestu skröltarar og erfitt að stjóma þeim, og rak hvert slysið annað. Þeir gengu fyrir gufu. En þó tókst tveimur Englendingum, Ogle og !Sum- mers, að smíða “gufuvagn” 1830, sem farið gat 50 km. á klukkutímanum; en, samt náði sú gerð ekki tilgangi sínum. Árið 1871 vora smíð- aðir fyrstu vagnar á gúmmíhjólum. En gufu- keyrslan var svo þunglamaleg og erfið, að úr þessu varð ekki annað en tilraunir einar. Árið 1876 tókst Otto, þýzkum manni, að búa til gasvél og sú vél varð upptökin að bifvélum nútímans. Fóru þá óðar ótal mannvirkjafræð- ingar að velta fyrir sér hugmyndinni um sjálf- renning, eða hvernig gasvélinni yrði komið fyr- ir svo, að hún gæti rent vögnunum. 0g 1886 tókst Daimler að koma einni slíkri bifvél fyrir á hjóli. Og 1894 tókst loks verksmiðjunni Pan- hard and Lfcvasson að smíða hinn fyrsta sjálf- renning með bifvél í, er knúði hann áfram. Þá var hnúturinn í raun og veru leystur. Nú fór fram kappakstur milli Parísar og Bordeaux á Frakklandi. Það var fyrsta bifreiða veðhlaup- ið. Ritstjóri Parísar-blaðsins “Petit JouraaP’ gekst fyrir þessu veðhlaupi. Levasson vann veðféð með því að fara að jafnaði 24 km. á kl- tímanum. Á því sama ári smíðaði Wolfmuller, þýzkur maður, fyrsta bifhjólið, og þá var veg- urinn opinn að bifakfærum vorra tíma.. Ár frá ári, eða öllu heldur dag tfrá degi hafa menn sannfærst um nytsemi akfæra þess- ara, og þeim hefir alt af farið fjölgandi með feiknahraða. Hver verksmiðjan á fætur ann- ari hafa þotið upp eins og sveppar, en ekki horfið jafnhraðan aftur, eins og svepparnir, heldur aukist og margfaldast svo á skömmum tíma, að undrum sætir, því að eftirspurnin hef- ir verið svo mikil. Fyrir nokkrum árum voru eigi til fleiri en 20,000 bifreiðir í öllum heimin- um, en nú eru taldar að vera um 20 mil. bif- reiða í gangi, og þar að auki óteljandi bátar og skip, sem fara um öll höf og ganga fyrir bif- krafti og flugvélarnar eru líka afsprengur bif- reiðanna, og eru nú þeir draumar mannkynsins um loftfarir komnir fram, sem það hefir dreymt þúsundir ára. Bifreiðir voru í fyrstunni að eins hafðar til skemtunar. Það! voru auðmenn einir, sem . höfðu ráð á að kaupa þær. Og það voru auð- menn einir, sem gátu lagt á þá hættu að verða fyrir farartöfum, ef bifvélar biluðu, En milj- ónir hugvitsmanna unnu nú að því nætur og daga, hveraig bæta mætti bifreiðarnar, svo að þær gætu komið að almennum notum og orðið örugg og ódýr fararfæki. Og nú er sú öld kom- in, að bifreiðar þykja einhver hin öyuggasta og hraðskreiðustu farartæki á misjöfnum veg- um og jafnframt hin ódýrustu. Nú eru bifreið- ar hvarvetna notaðar, þar sem hestar voru not- aðir áður, og í sumum borgum hafa þær alger- lega útrýmt hestvögnum, sérstaklega í hverri stórborg og sömuleiðis í landbúnaðinum, þar sem hestar voru nær eingöngu notaðir áður til flutninga. Nú geta bændur látið vinna að jarð- yrkju á fáum dögum og flutt korn sitt og af- urðir á markaðinn á fáum klukptímum. Kostn- aðurinn er ef til vill meiri, en tíminn sparast meira en að því^kapi, sem kostnaður hefir aukist. iSamfara þessu vaxa borgimar hröðum skrefum, því bifreiðin gerir . allar samgöngur svo fljótar og greiðar, hjá því sem áður var. Fyrir 20 árum urðu kaupsýslumenn að búa sem næst verzlunarbúðum sínum; en nú hika þeir ekki við að búa í margra mílna fjarlægð frá miðstöðvum stórborganna, því nú getur hver þeirra átt sína bifreið vísa, en áður áttu þeir undir högg að sækja far með járnbrautarlest- inni, ef þeir bjuggn utan borgar. Og auðvitað getur kaupmaðurinn fengið alt, er hann þarfn- ast til heimilis síns á skömmum tíma með vöru- bifreið. Þá eru kirkjuferðirnar ekki erfiðar orðn- ar. Nú þurfa menn ekki að vera að aka eða ríða tímum saman til kirkjunnar. Hér yrði of lngt mál að segja frá nytsemi bifreiða og bifhjóla í heimstyrjöldinni síðustu, Til dæmis að taka, þá voru það bifreiðar, sem fluttu á næturþeli öll hergögn og vistir og ann- an forða til Yerdun. Og þeim var það að þakka, að Þjóðverjar gátu eigi náð þeirri kastalaborg á sitt vald. Jámbrautir allar voru þeir búnir að sprengja upp, svo að eimreiðum varð ekki við komið. En fyrir bifreiðunum gátu þeir ekki stemt stigu. Þá mætti rétt minnast á, hver fyrir-taks tæki bifreiðar eru, þegar hafa þarf hraðan á borði, svo sem ef slökkvilið þarf að bregða sér eða hjálparlið til herstöðva eða læknar til sjúk- linga. Merki eru gefin, sem allir kannast við og þá stökkva allir til hliðar, öll umferð hættir og björgunarmennirnir bruna fram að hjálpa og bjatga, þar sem eldurinn, neyðin eða slysið steðja að. Með þessmn hætti hafa bifreiðamar bjargað lífi óteljandi manna og ógrynni fjár- muna á þeim fáu árum, sem þær hafa verið á ferðinni. 1 Ameríku fara verzlunarbifreiðir 'brun- andi til fjarlægra afsketra bygða og flytja vör- ur tiil og frá. Það eru sölubúðir á veltandi hjólum, sem hafa allan þann varning á boðstól- um, sem viðskiftamennirair þurfa á að halda. Þeir, sem búa langt frá þjóðvegum, þurfa nú ekki áð fara í búðir lengur með æraum kostn- aði og tímaeyðslu, heldur koma sölubúðiraar brunandi heim að húsdyrunum þeirra. Þá eru bifreiðamar eigi lítill hægðarauki skógarhvggsmönnum, sem höggva skóg langt frá alfaravegum og áður gátu eigi komið trjám sínum til markaðarins, nema með hinum mestu erfiðleikum, annað hvort með hestum fyrir eða niður eftir fljótum. Nú sækja bifreiðar alt til þeirra í löngum lestum. Kostnaðurinn minkar, og meiru er afkastað síðan flutningur varð svona greiður. Þá eru nú ótaldar ferðabifreiðarnar. Áður fóru menn í hópum með járnbrautarlest á til- tekinn stað eða á stórum markaðsvögnum og höfðu allar nauðsynjar með sér. En í Ameríku og á Englandi eiga ferðamenn kost á afarstftr- um ferðabifreiðum. Þær eru eins og hús eða heimili á flugferð. Þar eru eldhús og svefn- stofur og dagstofur. Og setjast ferðamenn þessir að, hvar sem þeir hitta fyrir vænlpgan stað, í skógi eða við vatn til langdvalar. Ekki er nú þörf að komast til einhvers bæjar eða á gistihús; alt, sem menn þarfnast, geta þeir haft með sér. Við þingkosningar nota þingmanna- efni farartæki þessr og geta þá farið ferða sinna sem frjálslegast, þurfa þá ekki að vera bundnir við járabrautaríestir né að leigja sér húsnæði, og haldið svo ræður sínar hvar og hvenær sem þá lystir. Með verzlunarbifreiðum er líka séð fyrir andlegri velferð þeirra, sem afsíðis búa. Smá bókasöfn eru send til þeirra með millibilum og á sunnudögum eða á kvöldum kemur kirkjan sjálf veltandi á hjólum til þeirra. Og enn er það óendanlega margt, sem bif- reiðar kunna að verða notaðar til. Með hverj- um degi, sem líður, er nýju blaði bætt við í hina stórfeldu myndabók bifreiðanna. Og þó maður fari, eins og hér er farið, á harða flugi yfir þá bók, þá er þó auðsætt, með því að bera bifreið- arnar frá 1890—1900 saman við bifreiðir vorra tíma, miljónanna allra af brunandi bifreiðum, að í þá bók er ritað eitt af heimsins undursam- legustu æfintýrum — æfintýrið um bifreiðina! —Ileimilisbl. B. J. þýddi. Ef eg bara alténd vissi— 1 járnbrautarlest á Þýzkalandi voru allir gengnir til hvílu í svefnvögnunum, nema, einn maður, sem gekk um gólf með ungbarn á hand- leggnum og var að reyna að hugga það með blíðmælum, og það grét eigi að síður látlaust. Eftir litla stund fóru að heyrast kvartanir og reiðiorð úr rúmunum í kring: að ferðamenn- irnir gætu ekki sofið, og það væri ekki leyfilegt að lialda vöku fyrir þeim. Loks kallar feitur maður og segir: “Því eruð þér hér með þennan krakkavarg, öllum til leiðinda? Því farið þér ekki með bamið til móðurinnar?” Því svaraði maðurinn með barnið og sagði í klökkum róm, að því miður gæti hann það ekki þótt hún væri með sömu lestinni, því hún væri liðið lík. Eftir fáar mínútur voru f jórar konur hálf- klæddar komnar á ganginn milli rúmanna, sem buðust til að hugga baraið — og sjá um það á leiðinni. Auðmaðurinn klæddi sig einnig og gekk til ekkilsins og sagði: “Eg bið yður að fyrirgefa þau særandi orð, sem eg sagði. Eg vissi ekki hvemig á stóð — hefði eg bara vitað-----” Ein af konunum tók barnið sér í fang með blíðu, svo að það hætti að gráta og sofnaði. Þær sáu allar um að því liði sem bezt það sem eftir var ferðarinnar. Já, hefði eg bara vitað! Ef menn hefðu þessi orð oft í huga þá væri mörg reiðiorð og særandi ótöluð. Vissu menn um þá byrði, sem margir bera þegjandi, þá mundu flestir ekki vilja á hana bæta/ óskastundin. Til er munnmælasaga um hinn ágjama Midas konung í Austurlöndum. Hann óskaði sér eitt sinn, að alt, sem hann snerti, yrði að gulli. Hann hitti á óskastundina og óskin var uppfylt. En það varð honum ekki til ánægju. Maturinn og vínin sem hann snerfi og ætlaði að neyta varð að gulli, bækurnar sem hann ætlaði að lesa urðu að gulli, og dóttir hans, sem honum þótti mjög vænt um varð að gulli, þegar hann tók í hönd hennar. * Þá sá hann loks, að margt í heiminum er meira vert en gullið. Hann baðst því fyrir í margar vikur, að hann væri leystur úr þessum álögum. Gimsteinarnir. Ein af konum miljónamæringanna í Ame- ríku var orðlögð fyrir skraut og þá gimsteina og skrautgripi, sem hún átti. Einu sinni kom til hennar mikils métin vin- kona hennar, sem bað hana að lofa sér að sjá skrautgripina. Frúin tók því glaðlega og gekk burt; hún kom bráðlega aftur með tvo syni sína og sagði: “Þetta eru mér dýrmætustu gim- steinarnir, sem eg á. ’ ’ Þrír lceknar. Þegar hinn frægi læknir Dumoulin lá fyrir dauðanum, voru margir læknar hjá honum. — Undir andlátið sagði hann: “Eg læt eftir mig þrjá góða lækna.” Hinir viðstöddu læknar héldu hver um sig, að hann mundi vera einn af þessum þremur, en þá bætir Dumpulin við: “Það er vatnið, vinnan ög hófsemin.>> —Þjóðvfél. Alm. 1915. HEILRÆÐI. Vertu áreiðanlegur. Vertu svo, að menn geti treyst þér. Efndu það, sem þú hefir lofað Hafðu taumhald á hverju ótöluðu orði þínu, en þjónaðu því, sem þú hefir talað. Þetta er gullvægt heilræði, og sé því fylgt í öllu, sem að höndum ber í lífinu, þá kemstu úr mörgum vanda og hjá mörgum óþægindum. Það er hægðarleikur að lofa, en hitt er erfiðara að efna það, sem þú hefir lofað. Vertu því heldur vrkár í því að lofa, en gáttu rakleitt að því að efna loforð þín. Áreiðanlegur maður vinnr sér traust og virðing annara, hveraig sem högum þínum er liáttað ; en talir þú þvert um huga þinn, þá fyr- irlíta þig allir. Orð er orð og hafirðu bundið eitthvað fastmælum, þá máttu aldrei rjúfa það aftur. ' Gleymdu því heldur ekki, að hvert léttúð- arorð, sem fer þér af vörum og öll kaldyrðin, sem koma kunna frá köldu og kærleikslausu hjarta 'þínu, geta haft hin verstu áhrif. Af þeim leið- ir ilt eitt og sé þau töluð verða þau ekki aftur tekin. — Það, sem kemur frá hjartanu, nær til hjartans. En vingjaraleg, ástrík orð eru græðandi smyrsl særðum huga. Láttu þér því heldur góð orð en vond um munn fara. Og mundu um fram alt eftir því, að í orðum þínum er fólgið vald, sem þú átt að beita vel, en ekki misbeita. Hugsaðu áður en þú talar. Hugsaðu þig um áður en þú lofar. Þá talar þú færri þarf- laus orð og efnir fleiri loforð. — Heimilisbl. TRÚBOÐINN. Hindúi einn, sem Abdur hét, hafði tekið kristna trú og var að tala við landsmenn sína, sem heiðnir voru. Þeir greðu háð og narr að hans ósýnilega guði og sögðu: “Okkar guð getum við séð og þreifað á honum, en hvaða gagn getur þú haft af þínum guði, sem þú getur ekki séð og veizt ekkert hvemig er?” Þá sagði A.: “Hafið þið séð tollheimtu- menn?” Hinir: “Já marga og margoft.” A.: “Hafið þið landshöfðingjann?” Hinir : “Já, en örsjaldan.” A.: “En hafið þið séð keisarann?” Hinir: “Nei! En hveraig getur þú búist við að við, fátækir og umkomulausir, höfum ráð til þess að geta séð sjálfan keisarann?” A.: “Hvernig stendur þá á því, að þið vegsamið keisarann og hlýðið hans boðum, sem þið þó getið ekki séð? Við sem erum fátækir og lágt settir í í menningarstiganum, sjáum daglega. okkar jafningja, en stórmennin sjáum við sjaldan eða aldrei. “Ykkar guði getum við séð næstum því á hverju götuhomi,1 af því að þeir eru svo smáir; en minn guð býr á himnum, af því að hann er svo stór, og þess vegna getum við ekki séð hann. Hann er mælanlega stór, en við erum í saman- burði við hann ómælanlega litlir.” —Þv. Alm. EIGINGIRNI OG SJALFSELSKA. Eigingirni veðjaði eitt sinn við vini sína um það, að hún væri sú valdamesta í heiminum. Hún sagði, að allir menn væru sínir þrælar, allir beygðu sig fyrir sér„£g allir viðurkendu að hún drotnaði yfir heiminum. Hún skoraði á þá, sem höfðu veðjað við hana, að þeir skyldu ferðast með henni um heim allan, svo hún gæti sannað þeim, að hún hefði á réttu að standa. — Þeir urðu við áskorun Eig- ingirninnar og fóru með henni land úr landi. Alstaðar sáu þeir, að allir höfðu hana í háveg- um og báru hennar ok með ánægju. Loks hélt liún mjög f jölmennan fund í þétt- bygðu landi. 1 byrjun fundarins gekk hún fram og kallar með hárri rödd, svo að allir heyrðu: “Er nokkur sá hér í þessu fjölmenni, sem ekki vill viðurkenna, að eg sé sú voldugasta drotning á þessari jörðu og sú, sem mestu ræð?” Meðan fjöldinn var að kalla og vegsama vald Eigingirninnar, gekk fram að hásæti henn- ar fátæklega búin kona með ungbara á hand- leggnum og tvö böra, sem héldu í hennar út- siltnu föt. Hún var einörð, djarfmælt og sagði “Eg beýgi mig ekki fyrir þínu valdi og viður- kenni ekki, að þú sért voldugust allra á þessari Professional Cards — :. . -■ ■■ ■ " -------- DK. B. J. BRANDSON flÖ-2i,0 Mcdical Arts Bldg. Cor Graham og Kcnnedy Sta. Phone: A-1834 Ofíicc ttmar: 2_3 Heimili: 776 Victor Slt. Phone: A-7122 Winnipeg:, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu & atS selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er atS fá, eru notuS eingöngu. I>egar þér kómitS metS forskriftina til vor, megitS þér vera viss um, at5 fá rétt þatS sem læknirinn tekur til. Notre Daine and Slierbrooke Phones: N-7658—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Uanitoba. DR, B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kenivedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimill: 921 Sherbume St. Winpipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er ati hltta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. .Heimili: 373 River AVe. Tals.: F-2691 Dr. K. J. Backman 404 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgeilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar 10-12, 3-6, 7-8 Phone, office A-1001. H. N8538 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Er aö hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Office Pbone: N-6410 Heimili: 80'6 Victor St. Simi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724% Sargent Ave. Viötalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 ITeimill: 1338 Wolsley Ave. Slmi: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Plione: A-3521 Heimill: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlirknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: A-8889 Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkkistur og annast um út- farir. Ai’.ur útbúnaöur sá bezbi. Enn fremur seiur -hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Talsími: J-8302 MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Winnipeg, hefir ávalt fyrirlbagjandi úrvals- birgðlr aí nýtízku kvenliöttunv Hún er eina fsl. konan. sem slikn verzlun rekur í Wtnnipeg. lslend- ingar, látlð Mrn. Swainson njóta viðskifta yðar. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. 'p. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. Islenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-West, Perm. Bldg 356 Main St. Tals.: A-4963 þelr hafa einnig skrifstofur aö Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta S. eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miövikudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miövikudag. Piney: þrlöja föstudag 1 hverjum m&nuöi. A. G. EGGERTSSONx. fsl. lögfræðingur Hefir rétt til aö flytja mál bæöl 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sa.sk. Seinasta mánudag 1 hverjum mía- uöl staddur I Churcbbridge Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. A. G. JOHNSON «07 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur atS sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Srifatofusfml: A-4263 HAssfmi: B-SS26 J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emlly St. Erail Johnson SICKVICE ELEOTRIC Rafmagns Contracting — AH»- kyns rafmagsnáhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þœr til síinis á verkstæOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin við Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLUMBER AUskonar rafmagnsáhöld, svo seim straujiím, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 676 HOME ST. I Sími: A-4153. ísl. Myndastofa NewLyceum Phato Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portagc Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægata verð. Pantanlr afgrelddar bseM fljótt og veL Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur vtðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Whmtpe*. Phone: B-4298 jörðu. Eg ber í brjósti mínu það, sem er vold- ugra en þú og getur drepið þig.” Þegar konan hafði Iokið máli sínu stóð Eigingimin upp og sagði í ergilegum róm: “Eg hefi tapað veðmál- inu; eg gleymdi móðurástinni, þegar eg veðjaði. Hún er neisti frá kærleikans guði, sem alt sigr- ar.” Tr. G.—Þv. Alm.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.