Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 4
Bi«. 4 LÖGBERG FEMTUDAGINN, 29. JXJIÁ 1926 Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TnJaimari N-6327 N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Otanáskrift til blaðsins: TKE COLUMBIK PRESS, Ltd., Box 3171, Wlnnlpsg. M»0- Utsnáskrift ritstjórans: ED1T0R LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpog, M»n. Tho "Lögborg” la prlntod and publlshed by Tho Columbia Pross, Umited. in ths Coiumbia Buildlng, t»6 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba. Blekkingar. Þau eru mör||, meðulin, og margvísleg, sem notuð eru í kosningabaráttu. Sum þeirra eru heiðarleg og því ekkert út á þau að setja. önnur, ekki að eins vafasöm, heldur .blátt á- fram blekkíngar, sem menn glæpast á og gleypa eins og fiskar flugur, eina kosninguna eftir aðra. Auðn og eyðilegging. Það var plágan, sem Hon. Arthur Meighen sagði í kosningunum síðustu að vofði yfir landi og lýð, ef fólkið ekki kysi hann og gæfi honum kost á að vernda landið og þjóðina frá slíkum óförum með hátollastefnu sinni. Margir trúðu þessari staðhæfingu Mr. Meighens, og enn aðrir studdu hann við kósn- ingarnar sökum eigin hagsmuna, svo að hann hafði 116 fylgismenn á þingi af 245, en ekki nógu marga til þess að bjarga þjóðinni frá eyðilegging með hátolla stefnu sinni. Það er ekki ófróðlegt að athuga, að hve miklu leyti að hrakspár Meighens hafa ræzt á fjárhagsárinu síðasta, sem endaði 31. marz 1926. Ekkert sýnir efnalegt ástand þjóðarinnar eins glögt og ábyggilega, eins og verzlunar við- skifti hennar út á við, það er útfluttar og inn- fluttar vörur, eða þó öllu heldur mismunurinn á því, sem þjóðin þarf að kaupa og þess, sem hún selur, og er1 slíkt nefnt verzlunarhagnaður eða verzlunartap. Ef að eyðileggingar kenning Mr. Meighens hefði verið sönn og að stefna og stjórn frjáls- lynda flokksins var að gjöreyðileggja velmeg- un þjóðarinnar, þá er ekki mikils hagnaðar af verzlun hennar að vænta. En reynslan hefir sannað, að kenning Meighens var á sandi bygð, því aldrei í sögu Canada þjóðarinnar hefir verzlunarhagnaður hennar verið eins mikill og hann var á síðasta f járhagsári, að undanteknu stríðsárinu 1918. Menn muna flestir eftir hríð þeirri, sem stóð í þessu landi út af gagnskiftasamning Sir Wil- frid Lauriers við Bandaríkin. Sá samningur, eins og menn vita, átti að opna veg fyrir Canadamenn til þess að selja af- nrðir sínar þar og kaupa Canadamönnum mark- að hjá þjóð, sem telur 110,000,600 íbúa. Afturhaldið í landinu ætlaði að ganga af göflunum út af þessu gjörræði Lauriers, fórn- aði höndum til himins og hrópaði: “landráð!” Frá einum enda til annars í landinu töldu afturhalds postulamir fólkinu trú um, að með þessu tiitæki væri verið að svíkja Canada und- an brezku krúnunni í hendur Bandaríkja- manna. / Og fólkið trúði — trúði nógu margt til þess að gagnskiftasamningurinn var drepinn. Hlið um tollgarðs Bandaríkjanna var aftur lokað og hændur Vesturfylkjanna sátu uppi með vörur sínar, sem þeir gátu varla losast við, — sáu of seint, að afturhaldið hafði dregið þá á tálar — blindað þá svo með landráða hjali, að þeir mistu sjónar í bili á sínum eigin hagnaði og á sínum eigin rétti. Þessi innieign þjóðarinnar, sem nemur $401,134,405 er aðallega hjá Bretum. Að eins $8,502,563 hjá öðrum þjóðum og svo langt er frá því, að óheilla spádómur Meighens rættist, að verzlunar hagnaður Canada þjóðarinnar, þegar miðað er við fólksfjölda, er mestur allra þjóða í heimi. — Ctfluttar vörur frá Canada voru $1,328,537,137 virði á fjárhagsárinu 1926; 1925 vom þær 1,081,361,643 doll. virði, og 1924 $1,058,763,297. Verzlunarhagnaður þjóðarinnar árið 1926 nam $247,175,494 umfram það, sem hann var árið 1925, eða 22.9 af kundraði, og $269,773,480, eða 25.5 af hundraði, fyrir árið 1924. Sýnist Hon. Arthur Meighen eða öðrum há- tollamönnum, sem hrópuðu auðn 0g eyðilegg- ing yfir Canada í kosningunum 1925, að efna- ]eg afkoma þjóðarinnar gefi þeim eða nokkram öðram heimild til slíks tals? 1 kosningunum, sem nú eru fyrir hendi, verða hátolla postulamir að finna upp á nýrri reifarasögu að segja fólkinu, því vindbóla sú er þeir bygðu á í kosningunum 1925, er sprungin. Hið sama stendur til að gjört verði við kosnigaraar ,*sem fram eiga að fara 14. sept- ember næstkomandi, og tilefnið er þingræðis og þjóðræðisbrot, sem framið var í Ottawa, þegar að Hon. W. L. Mackenzie King var neitað um þingrof af ríkisvaldinu. Afturhaldshlöðin og afturhaldspotftularair halda fram, að ríkisvaldið hafi fullan rétt til þess að setjá Canadaþjóðina á kné sér ef því sýnist svo, því að hún sé eignarfé brezka ríkisins og að það geti eiginlega farið með Can- adnmenn eins 0g því gott þykir 0g eins og það gjörði í þetta sinn. Þegar þessir afturhaldspostular 0g þessi afturhaldshlöð eru spurð að, hvaðan ríkisvald- inu komi sá réttur, að neita fólkinu í Canada um þann rétt, sem enginn ríkishöfðingi hefir leyft sér að neita fólkinu á Englandi um í meir en hundrað ár, þá svara þeir bara því,. að drotn- unarvaldið — það er ríkisvaldið brezka — hafi haft rétt til þess að breyta svo við nýlendur sín- ar, þegar því byði svo við að horfa, og að sá réttur hafi aldrei verið afnuminn með lögum. Þegar leiðtogar frjálslynda flokksins benda á sjálfstæðis þroska þjóðarinnar — benda á, að hún sé vaxin upp úr nýlendu-ástandi sínu upp í tölu þjóða, og sem ritað hafa sjálfstæðisþátt sinn á hvert spjald sögu sinnar í tuttugu og fimm ár og á spjöld alheims sögunnar í ellefu ár, og að það sé óhugsanlegt, að þjóðin láti ríkis valdið hjóða sér þann ósóma, sem það hefir ekki dirfst að sýna heimaþjóðinni í heila öld, þá er röksemdafærslan þrotin hjá aftur- haldinu, sem búast er við, því það er engin rök- færsla til, sem réttlætir þá afstöðu. En í stað röksemdanna á að taka upp sömu aðferðina (er búið að taka hana upp í Winnipeg Trl- bune), sem notuð var af afturhaldsliðinu 1911 — þá einkennilega lúalegu aðferð, að hrópa landráð yfir alla menn, sem dirfast að mótmæla gjörðum ríkisvaldsins. Það eiga að vera landráð, að vaka yfir sjálf- stæðisþrótti þeim, sem þjóðinni hefir aukist á síðastliðnum 20 árum. Það eiga að vera landráð, ef Canadaþjóðin undirritar samninga við aðr- ar þjóðir, án þess að Bretinn stýri penna henn- ar. Það eiga að vera landráð fyrir fólkið í Canada, að kref jast sama réttar í stjóramálum og fólkið á Englandi nýtur átölulaust. Og það eiga að vera landráð, eftir kenning þessara manna og blaða, fyrir Canada, að reyna að standa ein, að vér ekki tölum um að ganga ein án þess að gjöra það eftir nótnabók þeirra aft- urhaldsmanna, sem vilja að Canadaþjóðin verði aldrei annað en skjólstæðingur Englendinga. Og nú á að bjóða Canadaþjóðinni að hafa skifti á því góðgæti fyrir sjálfstæði sitt og þjóð- ræði. Skyldu þeir verða margir, Islendingara- ir, er flækjast láta í því neti? Kirkjumálin í Mexico. 1. Eitt af málum þeim, sém eftirtekt hafa vak- ið umj allan heim, er aðstaða stjómarinnar í Mexico til kirkju og kristindóms þar í landi, og svo hafa gengið gífurlegar sögur um athafnir í því máli, að ekki er úr vegi að gefa nokkurt yfirlit yfir það hér í blaðinu, svo að menn geti betur áttað sig á því en ella, og er þá bezt að gefa stutt yfirlit yfir lög þau, er ókyrðinni hafa valdið, er átti sér þar stað og á enn, og samin voru árið 1917, og sem fjalla um trúarhrögðin og kenslu í sambandi við þau. Eru greinar þessar teknar úr stjóraarskrá Mexico ríkis og er töluliðunum haldið eins og þeir koma þar fyrir: 3. liður—Kenslan skal vera frjáls, þegar hún fer fram í opinberum stofnunum, skal hún vera veraldlegs efnis að eins. Undirbúningsmentun öll, skal einnig vera veraldlegs efnis. Engin kirkjuleg stofnun, né heldur kirkju- legur kennimaður, má stofna eða veita baraa- skólum forstöðu. Baraaskóla, sem ekki eru /kostaðir af ríkisfé, má stofna, en kenslan í þeim verður að vera í umsjá embættismanna ríkís- ins. 1 baraaskólum, sem stofnaðir eru og við- . haldið af ríkisfé, er kenslan ókeypis. 5. Liður.—Eíkið bannar alla samninga, sem að því miða að takmarka frelsi manna, hvort heldur er í verklega, mentunarlega eða trúar- bragðalega átt. Lögin banna því öll trúar- bragðaleg mentasamtök eða munkareglur í hvaða helzt augnamiði, sem þær eru myndaðar. 24. liður.—Hver og einn er frjáls að að- hyllast hvaða helst trúarsikoðun, sem honum pjálfum gott þykir og framfylgja hvaða siða- reglum og fyririkomulagi sem hann sjálfur kýs, hvort heldur er á heimili eða við opinberar guðsþjónustur, ef að þær reglur koma ekki í bága við ríkislögin. Allar almennar guðsþjón- ustur skulu fara fram á stöðum þeim eða í al- mennum stofnunum, sem til þess eru helgaðar, undir umsjón stjóraarinnar. 37. liður.—Ef einhver gjörir sig sekan um að misbjóða landslögunum í sambandi við trúmála- stofnanir eða embættismenn þeirra, skal sá fyr- ir það týna borgararétti sínum. , 55. liður, 6. gr.—Af þingmönnum skal kraf- ! ist, að þeir séu ekki kennimenn í neinu trúar- bragðalegu félagi. 82. liður.—Forseti lýðveldisins má ekki til- heyra neinum kirkjuflokki, né heldur vera kennimaður í neinni kirkjudeild. 130. liður.—Embættismenn ríkisins skulu hafa rétt til þess að ákveða um ytri hplgisiði og hafa áhrif á þá samkvæmt anda þessara laga. Og skulu allir aðrir embættismenn veita alrík- is embættismönnum fulltingi í því. Ríkisþingið hefir ekki rétt til þess að á- kveða með lögum hvaða trúmálastofnun skuli veitt starfsréttindi í ríkinu og hverjum ekki. Hjónabandið er borgaralegur samningur og heyra því giftingar allar, eins og hver önnur réttindí er ríkið veitir, undir embættismenn ríkisins, samkvæmt ákvæði laganna. Loforð um að segja satt 0g að takast á hend- ur ábyrgð þá, sem hjónabandssamningurinn innibindur, gjörir þann aðilja, sem loforðið brýtur, sðkan við hegningarákvæði laganna. Lögin viðurkenna ekki, að kirkjan eða em- bættismenn hennar, hafi nokkurt dómsvald. Kennimenn kirkjunnar eru frá 'sjónarmiði laganna eins og hverjir aðrir emhættismenn 0g eru háðir ákvæðum laganna, sem embættum þeirra lúta. ■ 111111111111111111111111 i 111111111111111111111 m 111111111111111 n 111111111111111111111 n 1 m 1111111 iy I SKREYTIÐ HEIMILIÐ. [ ■ Það er á vorinað menn fara að hugsa um að fegra og endurnýja heimili sín. Z Draperies, blaejur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl. í HREINSAÐ OG LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. 1 Fort Garry Dyers andCleaners Co. Ltd. ■ W. E. THURBER, Manager. | j 324 YoungSt. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 = Kallið upp og fáið koatnaðaráætlun. = IMMIIIMMMMMIMMMIIMIMIMIMIIIMMIMMMIMIIMMMMilMMMinilMMIMMMMMMMIMIlfs ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF Héraðsþingin skulu hafa óskorinn rétt til að kveða á um hversu margir prestar og trúmála- flokkar séu innan lögskipunarumdæmis þeirra, sem miðað sé við þörfina innan hinna ýmsu héraða eða fylkja. Enginn nema sá, sem fædd- ur er í Mexieo, getur orðið kirkjulegur kenni- maður í Mexico. The Empire Sash& Door Co. Llmlted Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Enginn kennimaður eða prestur má við guðsþjónustur, á opinberum mannfundum, í heimulegum samkvæmum, eða við útbreiðslu trúboðskenninga sinna, andmæla grundvallar- lögum landsins, sérstökum embættismönnum eða stjórnirmi. Þeir skulu ekki hafa atkvæðis- rétt eða kjörgengi til ríkisembætta, og ekki er þeim heldur leyft að hafa samfundi í stjóra- málalegu tilliti. Aður en kirkja er vígð til helginotkunar, skal leyfi fengið frá innanríkis ráðherra ríkis- ins, en áður en það er veitt, s/kal innanríkisráð- herrann hafa leitað sér allra upplýsinga hjá héraðs eða fylkisstjóra þess fylkis, sem kirkjan er í sem vígja á. Umsjónarmaður skal vera settur yfir hverja kirkju, sem sé ábyrgðarfull- ur íyrir því, að söfnuðurinn, er kirkjuna á, breyti lögum samkvæmt, innan kirkju og utan. Umsjónarmaður hverrar kirkju, ásamt tíu borgurum, sem heima eiga í hverri sókn, skulu skyldir að tilkynna hlutaðeigandi sveitarráði hver tilnefndur hafi verið. Þegar umsjónar- manna skifti hafa orðið og þegar prestaskifti verða, skal fráfarandi prestur ávalt tilkynna hlutaðeigandi yfirvöldum, 0g skal þá hinn nýi prestur vera í för með honum ásamt tíu borgur- um í þeirri sókn, sem prestaskiftin verða í. Ráðsmenn hverrar sveitar skulu skyldir að sjá um, að ákvæðum þessum sé framfylgt, og skulu þeir halda skýrslu yfir kirkjur og kirkju- umsjónarmenn. En ef þeir bregða út af því, þá skal það varða embættismissi og sekt, sem nem- ur 1000 pesos. Enn fremur skal það vera skylda hverrar sveitarstjórnar, að tilkynna fylkis- eða héraðs- stjóra, þegar nýir söfnuðir hafa tekið til starfa og bygt kirkju. Prívat gjafir mega menn af- henda í kirkjum, sem helgaðar eru opinberri guðsþjónustu. Undir engum kringumstæðum skulu náms- greinar, sem kendar eru í guðfræðiskólum til þess að undirbúa presta undir prestsstöður, viðurkendar, eða teknar til gerina við nám eða mentastig, sem veitt eru í ríkisskólunum. Hver sá, sem út af því ákvæði laganna breytir, er glæpsamlega sekur og öll slík hlunnindi skulu tafaraust afnumin og einnig mentastig það, sem þau hafa verið veitt til þess að ná. Ekkert rit, sem að nokkru leyti getur kallast kirkjulegt rit, skal hafa rétt til þess að ræða stjórnmál landsins, og ekki heldur skal minnast á í slíkum blöðum neinar athafnir embættis- manna stjóraarinnar, í sambandi við opinber mál. Allur pólitiskur félagsskapur, sem að ein- hverju leyti bendir til að hann sé í sambandi við trúarbrögð, eða trúarbragðalegt félag, skal með öllu bannaður. Pólitiskan fuúd má ekki halda í húsum, sem notuð ertí til oþinberrar guðsþjónustu. Enginn prestur má þiggja að gjöf, né heldur neinn, eða neinir fyrir hans hönd, fasteignir, sem áður hafa verið í eign og til afnota trúar- hragða eða velgerða félaga. Prestar géta ekki lögum samkvæmt tekið arf, frá eða eftir neina, sem ekki eru skyldmenni hans í fjórða lið að minsta kosti. Allar eigur prestanna, bæði lönd 0g lausir aurar, og trúarbragðafélaganna, skulu stjóm- ast af 27. grein grundvallarlaga ríkisins, að því er arftöku einstaklinga í þeim snertir. Brot á ofangreindum reglum, geta aldrei í kviðdómi komið, til sektarákvæðis. Þingrof. ‘^Mikil tíðinai og ill” eru það, sem blöðin fljrtja nú. Þingrof á miðjum þingtíma, svo störf þingsins verða að litlu liði þetta árið. Nýjar kosningar í sumar, þegar annir eru mestar og verst gegnir. Búast má við, að þeim fylgi mörg óþægindi, því svo hefir oftast verið, og eflaust verða þessar kosningar sóttar af kappi á báðar hliðar, 0g líklega harðara en nokkru sinni áður. Það er svo til þeirra stofnað. Eftir því sem séð verður af blöðunum, lítur út fyrir, að landstjórinn hafi brotið viðurkendar hlutleysis- reglur, og komið því til leiðar, að Conservatívar hefðu völdin, meðan á kosningunum stæði. Mælisif það mjög illa fyrir, og það enda bjá mörgum þeim, er áður hafa fylt þann flokk, og sem ekki eru blind- aðir af flokksfylgi. Það má því búast við harðri sókn frá þeirri hlið, og að alt verði notað sem pen- ingar og vðld geta til Ieiðar komið. Nú er því um að gjöra að kynna sér sem bezt hvernig sakir standa, svo atkvæðasmalarnir komi ekki að tómum kofun- um. Það hefir löngum vferið svo, að allur fjöldinn af kjósendum hefir litla grein gjört sér fyrir því hvað í hófi var, en látið blint flokks- fylgi eða fortölur agentanna ráða atkvæði sínu. En svo mætti ekki fara nú. Það er engum manni með heilbrigðu viti vorkunn að skapa sér sjálfstæða skoðun í pólitík eins og nú standa sakir. Nú eru völdin hrifsuð í hendur annars flokksins, að eins til þess að hann hafi betri aðstöðu við kosnipg- arnar. Af þeim flokki gæti mað- ur búist við gjörræði í fleiri efn- um. 1 Það vill nú svo vel til, að bæði íslenzku blöðin eru að mestu leyti sammála um þetta. — Slíkt hefir ekki borið við fyr um kosningar, svo eg muni. Þeim ber að sönnu dálítið á milli um aðgjörðir King- stjórnarinnar, og má auðvitað margt um það segja frá báðum hliðum. Sjálfsagt hefir þeirri stjórn yfirsézt í ýmsu, eins og öðr- um syndugum mönnum, en margt hefir hún vel gjört okkur vestan- mönnum til hagsmuna, og myndi eílaust hafa gjört fleira í þá átt, ef hún hefði staðið á traustari fótum. Og enda þótt alt væri satt, sem henni hefir verið fundið til foráttu, þá ættum við að láta gömlu regluna gilda, að “taka það skárra af tvennu illu.” Mestar líkur eru til, að bænda- flokkurinn sé nú úr sögunni, eftir framkomu hans á þessu síðasta þingi að dæma. Hann hefir unn- ið sér til óhelgi með því að hjálpa til að fella stjórnina, eins og þá stóðu sakir. Sá flokkur hafði bezta tækifæri til að koma fram áhugamálum bænda á þessu þingi, því stjórnin átti alt sitt traust undir fylgi hans. En svo þegar margt af áhugamálum okk- ar er komið á góðan rekspöl, og þar á meðal Hudson Bay brautar- málið, þá snúast nokkrir af þeim í lið með Conservatívum; hjálpa til áð fella stjórnina, og eyðileggja með því þau mál sem þeir höfðu áður fylgt og voru kosnir til að fylgja. Þessir menn hafa brugð- ist illa trausti kjósenda sinna, og líklega eyðilagt framtíð flokks þess, er þeir heyrðu til. En hvað veldur þessari sundr- ung í bændaflokknum? Margs er til getið, og þar á meðal þess, að Conservatívar hafi gefið þeim fé til fylgis sér, eins og Flosi forð- um. En hafi svo verið, þá má ætla, að þeir kunni betur til að gæta en Eyjólfur Bölverksson, og beri ekki gullið utan á sér, svo vottum verði við komið. Hér er ekki eins strangur dómstóll fyrir þingsafglöpum, eins og var á ís- lírndi í fornöld. Hvað gat annars Conservatívum gengið til að fella stjórnina á þessum tíma, og eyðileggja með því að miklu leyti störf þingsins í ár? — Þetta er spurning, sem kjósendur ættu að athuga. Þótti þeim þingið vera búið að gjöra of mikið fyrir bændur og vestur- fylkin? Meighen og nokkrir af hans mönnum greiddu þó atkvæði með okkar stærsta áhugamáli: Hudson Bay málinu. iGátu þeir ekki eins vel dregið það að fella stjórnina, þar til störfum þinglins var að mestu lokið? Það er ástæða til að líta bvo á, sem þeim hafi þótt of mik- ið gjört fyrir okkur, og viljað eyðileggja það í tíma. Fylgi Meig- hens með brautarmálinu, gat aft- ur verið gott innlegg við næstu kosningar. íslenzkir kjósendur! Bændur og bæjadbúar. — Greiðið ekki blindandi atkvæði við þessar kosn- ingar. Athugið vandlega hvað í húfi er, og kynnið ykkur hlut- drægnislaust alla málavöxtu. Not- ið ykkar heilbrigðu skynsemi, en ekki fortölur apnara eða flokks- fylgi. Guðm. Jónsson. Athugasemdir í marg- menni. Það er æfinlega ánægjulegt að athuga formsatriði, ekki sízt eins og þau birtast í ásýnd hversdags- leikans í fjölbreytni mannlegs lífs. Og það er miklu fróðlegra að slangra um göturnar með hend- urnar fyrir aftan bakið, en lesa bækur. Fyrir nokkrum vikum var eg á ferðalagi í margmenni og gerði þá nokkrar athugasemdir. Eg krotaði þær niður hjá mér og ætlaði að senda þær heim. Þess- ar athugasemdir skrifaði eg ein3 litlaust og mér var unt, í fyrsta lagi til þess að komast hjá því að verða kallaður annað en grand- var tíðindamaður, og í öðru lagi til þess að hneyksla ekki frú Guð- rúnu Lárusdóttur. Lífsskoðanir síðustu _ ára fara fara mjög í bága við þessa svo- kölluðu heilbrigði og bjartsýni fyrri tíma ýmsra. Menn hafa nú alt aðrar skoðanir á lífshamingju en t. d. á síðstliðinni öld, meðan fífill borgaramenningarinnar var sem fegurstur. Lífsgildi hækka og lækka í gengi eins og gjald- miðill. Þanníg hafa menn í hrönnum tapað ánægjunni af að lifa fyrir konu, börn og heimili. Það hefir orðið gengishrun á kven- fólkinu eins og varð á þýzka markinu. Stuttkjóllinn og drengja kollurinn er í ætt við það, sem nefnt er stýfing krónunnar hér á landi. Þó er ekkert líklegra, en að kvertfólkið verði verðfest þeg- ar minst varir, á sama hátt og þýzka markið, þótt ganga megi að því vísu, að verðgildisfesting- in verðr á nýjum grundvelli (shr. rentumarkið). Á morgun eru framkvæmdar hugsjónir, sem virð- ast ekki annað en kjaftavaðall í dag. Svo að eg víki að stuttkjóla- siðnum (sem er í tízku í öllum evrópiskum bæjum, nema Reykja- vík, þá er hann í rauninni hálf- gerður afkáraskapur. Merkir menn hafa haldið því fram, að það geti haft alvarleg áhrif á menn, að sjá langt upp eftir fót- um kvenna, en ekki hefi eg mikla trú á því, yfirleitt. Samt hefir mér virst þetta sýningarhald kvenmanna hafa einna verst áhrif á gamla menn; ungir menn á vor- um tímum eru fullir af “spleen”. Hinu finst mér ekki svarandi, sem formælendur stuttkjólasiðs- ins stagast jafnan á, nefnilega , fegurðaráhrifum þeim, sem fætur kvenna eiga að hafa á menn. Auð- vitað eru fætur,kvenna eins fall- egir og hvað annað, en heldur ekki fallegri en hvað annað frá fagurfræðilegu sjónar miði, og margt verið látið ódásamað, sem fegurra var. En séu drættir þeir athugaðir, sem alstaðar mótar fyrir í lífsvið- horfi nútíðarkonunnar, þá finst mér sem reka muni að því, að all- mikil bylting muni gerast í kven- búningi, þegar þessi stuttkjóla- siður hefir Iifað sitt fegursta. Síðustu tízkufyrirbærin koma manni á þá trú. Stuttkjóllinn eða kjólgopinn virðist vera upphaf þess, að konur taki að klæðast jökkum af svipaðri gerð og karl- ar, og alls engum pilsum. Tekst þá af kvenhataralýðnum ómakið að úthúða pilsvörgunum. Með öðr- um orðum: Þeir tímar eru að nálgast, að mismunur á búnaði manns og konu hverfur hjá oss, eins og t. d. hjá Austurlandaþjóð- um ýmsum. Menn vita, að það var. siður í fornöld, að karlar og konur byggjust eins eða líkt, og er enn siður víða. Kjólar kvenna eins og tíðkast hafa fram á vora daga, eru leifarnar af kirtlum eð skikkjum fornaldarmanna. Or- sökin til þess að konur héldu leng- ur í þennan forna klæðnað beggja kynjanna, er eflaust sú, að þær áttu jafnan við frumrænni lífs-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.