Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 29. JtlLl 1926 Bls. 5. EFRIGERATO í þessu heita veðri, metur móðirin það mikils að fá Arctic Refrigerator, fyltan af hrein- um og glitrandi ís. pví? Sökum þess að með því er ráðið fram úr þeim vanda, hvernig halda skuli fæðunni ferskri, svo framreiða megi matinn fyrirvaralaust. Ekkert heimili ætti að vera án kæliskáps! #############################################################« Hringið oss upp og fáið Refrigerator gegn- 10 daga reynslu, ásamt ís, eða komið inn í sýningarstofur vorar og litist um. Hagnýtið yður hið afarlága verð á Arctic kæliskáp- iinum, sem fást með vægum afborgunum. Þeir borga fyrir sjálfa sig með því sem þeir spara phone F-2321 Xhe Arctic Ice & Fuel Co. Ltd. 281 Donald Street (Refrigerator sýningarstofur í Metropolitan Theatre byggingunni) §H Phone F-2321 kjör að búa. Þær héldu áfram að gegna þeirri stöðu, sem þeim hafði verið eiginleg alt frá frum- tímum, meðan þroski mannsins og hættir tóku sífeldum stakkaskift- um, — að ytri blæbrigðum, eins og um vitsmunalíf og athafna. 1 klæðaburði hafa karlmenn samið sig að því sem hagnýtast var fyr- ir margháttuð störf, þeir hafa kastað kuflunum 'til þess að pils- in vefðust ekki um fætur þeirra á ísnum, meðan kvenfólkið gat haldið áfram að klæðast, innan sinna fjögurra veggja, svipað og rómvérskir höfðingjar, hvað sem á gekk. Hlutverk konunnar var eki það, að blanda sér í hvað sem á gekk í heiminum, heldur eins og frú Guðr Lárusdóttir heldur fram réttilega: að elska manninn sinn, eiga börn og passa þau. Nú bend- ir hins vegar alt þjóðlífsástand til þess, að konur muni halda upp- teknum hætti um að rækja lífs- kallanir, sem áður hefði þótt fyr- irsögn að félli í hlut annara en karla, og litlar líkur virðast á því, að “heimilið” í hinum borg- aralega skilningi endurrísi í ná- inni framtíð. Flestar hugsjónir borgarabyltingarinnar frönsku virðast, því miður, vera dauða- dæmdar, aðrar tekið myndbreyt- ingum. Súfragetturnar (eða hvað þær eru kallaðar), segja að karl- maðurinn hafi áValt hvíslað að konunni hinu sama og nýlendu- ríkin hvísla að nýlendum sínum: "Eg faðma þig” — en alt af skilið undan meiningu málsins, nefni- Iega: “Eg elska þig — til þess að undiroka þig.” Og úr því að búið er að færa klukkkuna, þá er bezt að haga sér eftir því. Það breytir engu hjá Drotni, þótt klukkan sé færð og jafnvel ekki þótt aldarfar taki stakkaskiftum, en á hinn.bóginn ekki talandi við fólk, sem veit ekki að vér lifum á árinu 1926 e. Kr. Kvenréttindin hafa þózt finna viturlegar ástæður til að hefja mótmæli gegn því, að konan haldi áfram að vera það sem hún var; því ætli þær megi ekki snoð- klippa sig og fara á þing? Úr því það er komið upp úr kaf- inu, að konan er manninum jafn- hæf til að gefa sig við hverskonar menningarstarfsemi, en á hinn bóginn ekki öllu hæfari til að tala upp börn, því ætti hún þá ekki að mega fara í Argaþrasið? Hún tekur upp háttu mannsins, smátt og smátt, í einu sem öðru, og hef- ir gert þegar í stað, þó einkum hneigst að því, að apa eftir ósiði hans (t. d. tóbaksnautn og víns), eins og frumrænum þjóðum er gjarnast á að apa lesti höfðingj- anna. Halldór Kiljan Laxness. —Dagbl. WONDERLAND. Á fimtu- föstu- og laugardag í þessari viku, sýnir Wonderland leikhúsið myndina “The New Klom dike”, með Thomas Meighen í að- al hlutverkinu. Auk þess áfram- hald af myndinni “Fighting Hearts”. — Fyrstu þrjá dagana af na^stu viku, getur að líta á Won- derland mynd, sem nefnist “Mlle Modiste” og hefir Corinne Griffith megin hlutverkið með höndum. Er hér um að ræða eina af First Na- tional myndunum. Það mun óhætt að fullyrða, að þótt myndirnar á Wonderland sé yfirleitt skemitlegar, þá sé þess- ar myndir með þeim allra beztu, er sýndar hafa verið hér í borg í háa herrans tíð. Fer þar saman snild í efni og leiklist. Lillian Knight, er fyrir nokkru hlaut krýningu sem Miss Los Angeles, er ein af fyrirmyndunum í leik þessum. Myndin er bygð á frægri operettu eftir Victor Her- bert, en filmuð undir eftirliti Ro- berts Z. Leonard. Frétt frá London segir, að ferða- menn, sem þar koma frá París, geri sér það til gamans, að líma franska pappírspeninga á ferða- kistur sínar og töskur og mynda- vélarnar, sem margir þeirra bera með sér. Er þess sérstaklega get- ið, að margt fólk frá Bandaríkjun- um og Canada geri þetta. Er þetta vitanlega heldur ódýr leikur, þeg- ar franski frankinn kostar ekki nema tvö cents, eða þar um bil. Silfurbrúðkaup. Laða mig ljúfir tónar, Litirnir hug minn fanga. Úr þrengskmum vil eg þjóta, ÞangaS sem blómin anga. P. G. Það var aö kvöldi hins 24. júní síðastliðinn, aö nokkrir góðkunn- ingjar þeirra hjóna, hr. Stefáns Sigurðssonar og frúar 'hans Ragn- hildar Sigurðsson söfnuðust saman í J. B. skólahúsinu í Winnipeg í til- efni, af því að þá voru liðin 25 ár frá giftingardegi þeirra. ByrjaSi samkvæmiö með þvi, að séra R. Marteinsson skýrði frá tilefni sam- sætisins og lét, eftir að silfurbrúð-. hjónin höfðu verið ,sett í öndvegi ásamt börnunum þeirra — syngja sálminn alkunna: '“Hve gott og fag- urt ög indælt er”, Ias hann síöan biblíukafla og flutti bæn. Þar næst hélt séra H. J. Leo ræðu og tókst mæta vel. Enda kvað ræðumaður það ávalt vera sína mestu unun a'ð vera í hópi alþýöumanna og mæla fyrir minni þeirra, sem unniö hefðu sitt dagsverk með dygð og trú- mensku eins og þessi hjón hefðu sannarlega gjört. Afhenti hánn aS síðustu brúðhjónunum peningagjöf á silfurdiski, sem átti aS sýna viS- eigandi hlýhug þeirra vina, sem þarna voru samankomnir; en jafn- skjótt og presturinn hafði lokið máli sínu, kom Miss Halldórson (kennari J. B. skólaj inn í sam- kvæmissalinn meS afarstórann og fagran blómvönd, sem hún afhenti Mrs. SigurSsson fyrir hönd kennar- anna á Jóns Bjarnasonar skóla. Þar næst skemti Mrs. B. H. Olson með söng og þarf ekki að lýsa hvemig henni tókst að skemta fólkinu. Ennfremur skemtu kenn- arar skólans, Miss Halldórson meS hljóSfæraslætti og Miss Geir meS því aS segja skoplega sögu. Þá talaSi Dr. B. B. Jónsson, lýsti hann mjög ítarlega skyldurækni og trúmensku silfurbrúðgumans, því hann gleymdi aldrei stund né stað, þar sem köllun hans er, og væri þvi sérstök fyrirmynd í þvi efni. Frú B. B.. Jónsson talaSi nokkur mjög hlýleg orð til hjónanna, eins og fyrir hönd kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar. Ennfremur flutti Mr. Gunnl. Jóhannsson heiðursgestun- um kveSu sína og Goodtemplara stúknanna, því einnig þar er Mr. Sigurðsson starfandi. Einnig töluSu nokkrir af skóla- ráSsmönnum: Mr. S. W., Melsted, Mr. Sigurbj. Sigurjónsson og Mr. A. S. Bardal og var það einróma þakklæti frá þeim öllum, fyrir hversu vel að Mr. og Mrs. SigurSs- son (og þá ekki síÖur hún en hann) hefðu unniÖ sitt verk meS trú- mensku og móðurlegri umhyggju sinni aS velferS skólans og ung- mennanna sem þar stunda nám. Loks talaSi silfurbrúðguminn og þakkaSi fyrir samsætið og velvild- ina, ,sem sér og konunni sinni væri sýnd. Tók hann sér í munn orð Gunnars á HlíSarenda, þá hann forðum sagði við fornvin sinn: “GóSar þykir mér gjafir þínar Njáll, en meira "þykir mér vert um viriáttu þina og sona þinna.” SamsætiS mun hafa setið hátt upp í hundraS manns, fór það fram ágætlega, Veitingar voru eink- ar vel á borS bornar og voru með- teknar samtimis ræSunum og öðr- um skemtunum. Að endingu var silfur-brúðhjón- unum árnaS til hamingju og bless- unar, ásamt börnunum þeirra, sem nú eru öll uppkomin og mannvæn- leg, .— og að þau einnig megi eiga bjarta 0g farsæla framtíS fyrir hendi, og umfram a!t vera sínum aldurhnignu og silfurhærðu foreldr- um til stuSnings og sannrar gleði á síSasta áfanganum. Einn—af—gestunum. THE EATON SPECIFIED SUIT Vér lítum svo á^ að þetta sé hið eftirtektaverðasta nokkurs staðar er að finna í Canada. Verðið er fataverð, sem “Specified Suit’ vor eru Eaton gerð. Hvað eina ákveðið af oss. Engu má breyta frá því. Hér er er sérstaklega vel gerður og úr ágætis efni. 37 ófrávíkjamlegum reglum er fylgt við að búa ... til hvern sérstakan fatnað. Og hver fatanður verður að vera gerður nákvæmlega eftir þeim reglum. Hér eru fáeinar þeirra taldar: Alt efni, svo sem Canvas og Hair- Vvloth og því um líkt, er vandlega hleypt og til þess notaSur vatnskald- ur lögur. Alt er pressaS vel og vandlega, svo sem horn öll, boSungar og ermar. Frá öllu fóSri er vandlega gengið, og þaS lagt meS höndunum. Kragarnir eru gerSir i höndunum og vel saumaSir ofan og neSan. Canvas er vandlega þrætt á meS góSum þræSi og alt gert í höndunum. Mjög vel gengiS frá öllum hnappa- götum. Vax boriS á þráSinn, sem hnapparnir eru festir meS. Allir saumar eru gerSir meS silki- tvinna og vel pressaSir. AS eins Irish Lineá Canvas er not- aS fyrir horn og boöunga. Allur framhlutinn af 'treyjunni er vel pressaður áöur en hún er saumuö saman og svo treyjan öll þegar geng- iS er frá henni. Þessi “Specified iSuit” eru nú til sýnis í karlmanna fata- deildinni. Hér er fatnaður, sem þér getið reitt yður á að þér verðið ánægður með, bæði hvað snertir efni og allan frágang, og endingu, og það með verði, sem jafnvel tekur fram því bezta, sem Eaton hefir haft að bjóða. Karlmanna fatadeildin. Á fyrsta gólfi. Hargrave Stræti. T. EATON C LIMITED Silfurbrúðkaupsveizla í Riverton. Sunnudaginn 4. júlí síðastl. voru Mr. og Mrs. Jón S. Pálsson og kona hans Kristín Björnsdóttir, sem búa eina og hálfa mílu vestan við Riverton þorpið, búin að vera í hjónabandi 25 ár. Eftir tízk- unni var viðeigandi að halda silf- urbrúðkaup, og gengust aðallega fyrir að hrinda því á stað systur Jóns, þær Guðrún, kona Jóhanns Briem, og Elín kona Valdimars Hálfdánarsonar, sem báðar eiga heima skamt frá Riverton, ásamt bornum hinnar fyrnefndu, sem öll eru uppkomin. Nánir ættingj- ar Mrs. Jón Pálson eiga engir heimili þar í grendinni. Tveir bræður hennar voru norður á Winnipeg vatni við veiðar, hitt annað náið ættfólk Mrs. Pálsson á heima í Framnes og Víðir bygð- um, en sem fyrir nýafstaðið steypiregn gat ekki komið á stað- inn, þar sem samsætið var haldið, sem var í samkomuhúsi Riverton þorpsins. Byrjaði það ekki fyr en á sjötta tímanum e.h. sökum þess, að prestur þeirra hjóna og að- standendur þeirra, var enn ókom- inn, og um sáma leyti kom í gegn um síma orðsending frá prestin- um, sem er séra Jóhann Bjarna- son, að hann gæti ekki komið veg- arins vegna. — Var þá brugðið við að fá samsætisstjóra, og varð fyr- ir því vali Guttormur J. Guttorms- son skáld, sem leysti það hlutverk rösklega og myndarlega af hendi. 'Samsætið byrjaði með viðeig- andi sálmasöng og bæn. Sex ræðu- menn töluðu og voru íslenzkir uppáhaldssöngvar sungnir a milli ræðanna. Ræðumenn voru þessir: Capt. Sigtr. Jónasson, dr. S. O. Thompson, Sigvaldi Sigurðsson, Gísli Einarsson, Thorvaldur Thor- arinsson og Tímóteus Böðvarsson og öllum þótti þeim segjast vel. Meðan á ræðuhöldunum og söngn- um stóð, var drukkið kaffi og etið brauð og annað sælgæti, sem fram var borið af rausn og með þeim myndarbrag, sem kvenþjóðin vest- ur-íslenzka er orðin svo kunnug og jafnvel fræg fyrir. 'Samsætis- stjóri G. J. G. flutti ljóð, sem þvi miður eru ekki fyrir hendi. Þá afhenti hann og silfurbrúðhjón-l unum silfurdisk, er hann sagði aðj væri frá Systrum silfurbrúðgum- ans, en að silfurpeningar þeir, sem í diskinum væru, væru frá samsætisgestunum og vinum þeirra Mr. og Mrs. Pálsson. — Þá flutti silfurbrúðguminn, Jón Pálsson, stutt en einkar lipurt erindi, sem endaði með þessari vísu: “Hafið þökk fyrir gleðina, gjöf- ina og sjóðinn, þann góðvinafagnað þið veittuð oss hér; hafið þökk fyrir ræðurnar, list- fengu Ijóðin, Ijúft þess að minnast ávalt skal mér.”- Hafði þá samsætið staðið yfir í fulla þrjá tíma. Lét þá forseti syngja “Eldgamla ísafold” og “God Save the King.” Sagði hann því næst samsætinu slitið og virtust allir skilja ánægð- ir yfir því hvað alt fór vel fram. Þau Mr. og Mrs. Pálsson njóta almennrar virðingar í bygð og ná- grenni, sökum góðrar framkomu, bæði í Bræðrasöfnuði og í bygðar- málum í heild sinni. Ber og sam- sætið vott um hlýhug 0g sæmd, er vinir og bygðarfólk yfir höfuð hafa að verðugu viljað sýna þeim hjónum. —Fréttar. Lögb. sem döguðu uppi þegar þingið var rofið, var frumvarp það, sem kent er við Campbell og sem er viðauki við kornsölulögin í Can- ada. Efni þessa frumvarps er, að veita bændum rétt til að kjósa sjálfir til hvaða hafnar hveiti þeirra sé flutt. Þenna rétt hefir bóndinn haft síðan 1900, en var tekinn af honum í fyrra með lög- um, er þá voru samþykt. Þetta Campbells frumvarp mætti ekki móhstöðu í neðri málstofunni, en hafði þar fylgi allra flokka. Það fór svo til efri málstofunnar og var lagt þar fram af Senator Wil- laughby frá Moose Jaw. Frum- varpinu var vísað til nefndar, sem hafði bankamál 0g viðskiftamál til meðferðar. Nefndin hefir eina tíu fundi og kallaði fyrir sig, meðal annara, meðlimi hveiti- r.efndarinnar. Mr. G. H. Burnell, fcrseti hveitisamlagsins í Manito- ba, skýrði málið frá sjónarmiði bændanna, og einnig T. J. Mur- ray, K.C., en fyrir hönd hveiti- kaupmanna mættu Dr. Magill og I. Pitblado K.C. Fulltrúar hveitisamlagsins sýndu ljóslega fram á nauðsyn málsins og nefndin vísaði málinu aftur til þingdeildarinnar. Efri málstofan tók svo málið fyrir og þegar þing var rofið, höfðu verið gerðar við það þrjár viðauka tillögur: 1. Að frumvarpið skyldi hljóta lagagildi í eitt ár samkvæmt stjórnarákvæði. 2. Að grein sé bætt við frum- varpið, er veiti hveitisamlögum rétt til að kaupa kornhlöður hvar sem er í sveitum landsins og verð- ið sé ákveðið af gerðardómi. 3. Að gömul grein kornlaganna frá 1912 sé tekin inn í lögin, og dómstólunum falift að skýra hana. Hvernig farið hefði um frum- varp þetta að lokum, ef þing hefði ekki verið rofið, er ekki hægt að segja. En meðferð þessa laga frum- varps hefir vakið bændurna í Austur-Canada til að hugsa alvar- lega um þetta mál, og hefir vænt- anlega þær afleiðingar, að bænd- urnir í Ontario mynda sitt hveiti- samlag, enda eru helztu menn þeirra mjög hlyntir því. Lesendum er boðið að leggja fram spurningar viðvíkjandi hveitisamlaginu, og Verður þeim svarað í þessu blaði. Hveitisamlagið. Campbells frumvarpið. Eitt af lagafrumvörpum þeim, Dr. Valtýr Guðmundsson segir álit sitt um “Sögu”. Eftirfarandi bréfkafli til Þ. Þ. Þorsteinssonar, er hér birtur með leyfi höf., dr. Valtýs GuSmundsson- ar, háskólakennara i Kaupmanna- höfn og fyrrum ritstjóra “EimreiS arinnar.” “Eg hefi lesið 2. hefti af “Sögu” yðar með mikilli ánægju. Það, er engu síður en það fyrsta, bæði skemtilegt og alþýðlegt, og óvana- lega gott mál. Og prófarkir auðsjá- anlega mjög vandlega lesnar. Því þó einstöku prentvillur finnist, þá eru þær.svo fáar, að furðu gegnir. Og efnið er alt gott, ekkert alveg ónýtt. Sögurnar eru góðar, t. d. er í “Hjálp í viðlögum” sérlega vel dregnar myndir. Og það sem mér þykir bezt við sögur yðar og efnis- valið yfirleitt, er þaö, að þar cr ekki verið aö fimbulfamba út i loftið, bara til að skemta heldur um leið aS kenna, læða óbeinlinis inn holl- CAPITOL MIÐSUMARS 0 T S A L A Fjölbreyttar birgðir af skófatnaði kvenna úr hvítu kid, patent, suede dökt kid, kálfskinni. Miðs.sala ############################################################# Frá 10%“25% afsláttur gefinn á öllum hinum verðhaerri skótegundum á útsölu þessari. í Shuteria deild vorri Þúsund pör af kvenskóm úr hvítu kid, patent, satin, suede.dökku kid, og kálfskinni, á Miðsumarssölunni ############################################################# Capitol Boot Shop Ltd. 301 Portage Ave. um kenningum fyrir lífið, svo menn geri tvent í einu: “aö gleðja og &aRna- Þann skáldskapinn álít eg mest virði, sem hefir eitthvert takmark. En auðvitað þarf list aö vera með í leiknum til að ná tak- markinu. —- En “listin fyrir listina,” er ótæti. Þeir sem eru aðeins að skrifa og yrkja fyrir sjálfa sig, eiga ekkert erindi til annara, og ættu aldrei aö láta neitt á 'prent út ganga. “íslenzkir bústólpar,” eru snildar- kvæði, bæði vel kveðin og lýsing- amar ágætar. Mér þótti mikið til þeirra kvæöa koma, og þau eru ramíslenzk. “Saga er ekki aðeins skemtirit, heldur og holt uppeldisrit, og þó list og smeklóvísi í meöferðinni. Ef yður tekst að halda svona áfram, getiö þér unniö mikið gagn meö bókinni.” • • • Fyrra hefti annars árgangs miss- irisritsins “Sögu” (vor og sumar bókinj, er nú í prentun og veröur sent til áskrifenda í lok ágústmán- aöar. Eru það vinsamleg tilmæli út- gefandans til hinna ýmsu lestrarfé- laga í bygðum Islendinga og bæj- um aö þau settu “Sögu” ekki í um- ferð meðal félaga sinna, fyrri en ár væri liðiö frá útkomu hvers ár- gangs. Með þvi eina móti myndu þau ekki spilla mikiö fyrir áskrift- um og sölu hennar. En ef hvert hefti er strax látiö ganga manna á milli, þegar það kemur út, ^ður en áskriftum befir verið safnaö, er auðsikiliö að í jafrl-fámennum hóp og íslendingar eru vestan hafs verði kaupendur fáir, einkum þar sem aö líkum ræöur, aö í félögunum séu þeir menn og konur, sem einna mest sinna íslenzkum lestri. En eitt einasta eintak álitið nægilegt fyrir heilar og hálfa sveitir og bæi. Lestrarfélögin eru ein af heilla- drýgstu og gagnlegustu félagsstofn- unuin vestan hafs. Þaö er því gagn- stætt ætlunarverki þeirra og af mis- skilningi sprottið, ef þau verða Þrándur í Götu og jafnvel banabiti islenskrar bókaútgáfu í Vestur- heimi. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess Kve efni og útbúnaður er (fuilkominn. Kievel Brewing Co. Limited St. Roniface Pbones: N11T8 N1179

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.