Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 29. JÚLl 1926 Dularfullu far- þegarnir Eftir Allen Upward. “Lað er samt hugsanlegt að þér hafið heyrt að eg, tveim árum áður en eg giftist, átti marga aðdáendur meðal ungú mannanna í nágrenninu við Haughton. Nú, þegar alt er eyðilagt, má eg máske, án þess að vera grunuð um gort eða hé- gómagirni, geta þess, að þá var eg kölluð Haugh- ton sólin. En að liðnum nokkrum tíma fór fað- ir minn að taka eftir því, að eg gaf aðdáun ungu mannanna engan gaum, og fór svo að tala við mig um það. Hann sagði mér, að við vær- um mjög fátæk — sem eg vissi mjög vel áður — að bróðir minn í Oxford væri mjög léttúðugur og sokkinn niður í skuldir — með öðrum orðum sagt, hann lét mig greinilega skilja það, að hann vildi að eg gerði góðan ráðahag. Eg lofaði hon- um þá, að ef eg fengi tilboð frá einhverjum, sem mér geðjaðist að og bæri virðingu fyrir, þá skyldi eg taka því. Þetta huggaði hann um stund. “Litlu síðar fór Sir Arthur að heimsækja okkur alloft, og að haga sér gagnvart mér á þann hátt, sem sýndi greinilega hvað hann hafði í hyggju. Eg hélt honum í fjarlægð frá mér, eins lengi og eg gat, og að síðustu held eg að að hann hafi leitað ráða og aðstoðar föður míns og lofað honum gulli og grænum skógum, bæði að því er mig og hann snerti. “1 öllu falli fór nú faðir minn að reyna að fá mig til að giftast Sir Arthur. Hann hafði nú raunar enn þá ekki opinberlega ibeðið mín, en hvorki faðir minn eða aðrir , er sáu hann sam- vistum við mig, efuðust um, að hann myndi gera jmð, ef eg gæfi honum tækifæri til þess. “Nú varð eg að segja sannleikann, og sagði því föður mínum, að eg hvorki vildi né gæti gifzt manni, sem eg ekki elskaði. Eg sagði, að eg hefði ekkert sérstakt út á Sir Arthur að setja, þó eg vissi að hann væri afar drykkfeld- ur. En eg bæri enga virðingu fyrir honum og því síður *ást til hans, og neitaði því að giftast honum. Faðir minn heimtaði þá að rá að vita, hvort eg elskaði nokkurn annan mann, en því svaraði eg neitandi. Það er eina blekkingin, sem eg hefi gert mig seka í, þegar eg undanskil loforðið, sem eg gaf við altarið um að elska Sir Arthur, og eg hefi mörgum sinnum ásakað sjálfa mig fyrir þetta. Hefði eg dirfst að segja föður mínum sannleikann, þá hefði hann máske ekki þvingað mig til þessarar giftingar, og eg hefði þá ekki þurft að líða allar þær þjáningar, sem eg hefi nú orðið fyrir. “Nú, þegar svo langur tími er liðinn, og á þessum stað, þar sem mér eru bannaðar sam- vistir við aðrar manneskjur, og með þessum orðum, sem líklega verða ekki lesin fyr en eftir mörg ár, ef þau á annað borð vera það — nú get eg óhikað viðurkent það, sem eg þá skammaðist mín fyrir að segja föður mínum. Næstum því á sama tíma og Sir Arthur fór að dekra við mig, hafði eg fest vonlausa ást á manni, er ald- rei hafði gefið mér ástæðu til að fiugsa um sig, nema sem vin, og sem mundi vera heimska af mér að hugsa um að giftast. (Hér var eitthvað þurkað út í handritinu). Það mundi líka eiga illa við, meira er ekki nauðsjmlegt að segja. “Þegar eg á þenna hátt hafði blekt föður minn, hafði eg að eins mér um að kenna afleið- ingarnar. Hann var enn ákafari en áður að fá mig til að taka tilboði Sir Arthurs, og þegar Reginald bróðir minn kom heim í skólafríinu, ^ók hann í sama strenginn og faðir okkar. Yð- ur finst það máske undarlegt, en vonleysið um að ,fá að giftast þeim manni, sem eg elskaði, lamaði mótstöðuafl mitt, og gerði auðveldara að sigra mig, heldur en ef eg hefði ekki elskað manninn. En eins og þá stóð á, held eg að for- tölur liefðu ekki komið mér til að láta undan. Það sem að lokum kom mér til að taka þetta ör- lagaþrungna áfrom, var hræðilegt atriði, sem eg enn þá hugsa til með sárum tilfinningum, og það var, að faðir minn sagði mér í nærveru .bróður míns, að hann, Reginald, hefði gert sig sekan í að útvega sér peninga á margfalt verri hátt en með láni, og að hann ef til vill lenti í fangelsi, ef ekki væri mögulegt að útvega ríf- lega upphæð peninga. “Eg hefi lengi hikað við að skrifa þetta. Á eg að opinbera þetta fjölskyldu leyndarmál fyrir yður? Og þó — þegar eg seg"i frá einu, get eg eins vel sagt frá öðru, því mín innileg- asta ósk er, að — ímyndið yður ekki að þetta sé að eins fordild — að standa frammi fyrir dóm- greind yðar eins hrein og mögulegt er. Eg vil að minsta kosti að þér vitið um alt, sem haft hefir áhrif á gjörðir mínar, og einnig um það, sem eg hafði o£ hefi til að afsaka mig með. “Gagnvart þessari voðalegu hættu og van- virðu, gat eg ekki staðið lengur. Mér hafði alt af þótt vænt um bróður minn, og auk þess, þá gat eg ekki þolað að vita, að faðir minn yrði fyrir slíkri skelfingu, sem eg vLssi að mundi deyða hann; hann var þá orðinn afar sorgbit- inn og fyrirvarð sig. Eg lofaði því að giftast Sir Arthur, en með einu skilyrði. Eg hafði heyrt, að þegar hann væri undir áhrifum víns, þá yrði hann mjög róstugjarn; eg setti því það skilyrði, að hann yrði að ganga í bindindisfélag, ef eg ætti að giftast honum. “Hann samþykti þetta mótstöðulaust, og eg hefi ekki ástæðu til að álíta annað, en a,ð hann hafi staðið við loforð sitt, á meðan við vorum heitbundin; en það voru að eins fáar vikur. Sir Arthur var m jög áfram um, að giftingunni yrði hraðað, og bráðir minn ekki síður, þar eð óhult- leiki lians var kominn undir gjafmildi Sir Arth- urs. Þess vegna var strax byrjað að undirbúa giftinguna. “Eg veit ekki, hvort þér munið eftir því, að trúlofun okkar var opinberuð sama dag og eg var í heimboði hjá yður. Eg skal aldrei gleyma vinsemd yðar við mig, við þetta tæki- færi, og hina göfugmannlegu aðferð yðar, án þess að segja mér meiningu yðar um þetta hjóna- band, við að reyna að fá mig til að segja yður alt, eins og það var; en (hér var aftur eitthvað þurkað burt) við urðum trufluð í samtali okkar, og hin áminstu áhrif komu ekki aftur. Oft hefi yg furðað mig á því, hve mikinn áhuga þér sýnduð persónu, sem þér þó þektuð svo lítið, og eg hefi álitið, að það hafi verið af þeirri orsök- að þér hafið heyrt hvað orðrómurinn sagði um lávarð East og mig. Ef þetta álit mitt er rétt, get eg fullvissað yður um,. að sonur yðar sýndi mér aldrei aðra hugulsemi en ]>á, sem kurteisin krafðist að hann gerði. Orðrómurinn, sem um okkur gekk, bygðist ekki á hinni minstu ástæðu. En hvaða ástæðu, sem þér hafið haft til að vera mér svo vingjarnlegur, þá hefi eg aldrei gleymt orðum yðar þenna dag, og endurminningin um þau hefir gefið mér kjark til þess, að skrifa yð- ur þessar einlægu línur. Þér sjáið nú hvers vegna eg gat ekki skrifað föður mínum; eg gat ekki gert það án þess, að það liti svo lit, sem eg beindi ásökunum að honum. Hjarta hans mundi springa, ef hann yrði að lesa slíka skýringu og þessa. Loks kom þá brúðkaupsdagurinn. Eg ætla ekki að tala um helgisiðina í kirkjunni, sem sýndu mér, að eg lék falskan leik. En aldrei get eg gleymt því hræðilega augnabliki, þegar eg í fyrsta skifti varð ab taka á móti kossi brúð- gumans. Mér gat ekki skjátlast, eg varð þess svo greinilega vör, að Sir Arthur hafði þenna sama morgun drukkið áfengi, og ég fékk þá grun um hvað biði mín. Eg sagði samt ekkert í það skifti, og við ókum aftur til brúðkaups- morgunverðarins. Framkoma hans var nokk- uð hávær og óviðfeldin, en eg hélt að það orsak- aðist af geðshræringu. En þegar við settumst að morgunverðinum, opnuðust augu mín. “Án nokkurrar afsökunar eða blygðunar hrópaði hann, um leið og við settumst, á hús- bóndann, og bað um kampavín. Eg hvíslaði að honum og minti hann á loforð sitt; en hann sneri sér að mér og sagði ruddalega: ‘ ‘ Þetta var gott á meðan við vorum heitbundin, en nú, þegar eg hafði náð þér, og þú getur ekki losnað við mig, þá er það eg, sem ræð öllu, eins og þú skilur.” Svo drakk hann úr fullu glasi þett'a vín. Á þessu augnabliki vissi eg, hvers konar manni eg hafði gifzt, og sterkur viðbjóður og hræðsla gripu mig. “Eg ætla ekki að tala um það, sem nú skeði; það er nóg að geta þess, að Sir Arthur stóð upp frá borðinu meira en hálffullur, og ölvíman var fullkomnuð, löngu áður en við náðum Glasgow þetta kvöld. Hræðslan, sem greip mig á þeirri járnbrautarferð ,einsömul, lokuð inni hjá drukknum manni, sem kallaði sig, og hafði heimild til þess, eiginmann minn vekur hjá mér hrylling, í hvert skifti sem eg hugsa um það; og það er mesta furða, að eg skyldi ekki verða vitskert þenna dag. “Þér munuð geta séð — og hafið máske þegar séð það — hvað skeði. Hræðslan og hinn stjórnlausi viðbióður á þessu dýri‘í mannsmynd, sem nú greip mig kom mér til að taka það úr- ræði, sem máske sýnist voðalegt, en sem skelk- aði mig minna en hugsunin um að verða að vera samvistum við þessa ófreskju, sem kona hans. Eg hugsaði um alla þá eymd og kvalir, sem slíkri tilveru mundi fylgja, og afréð við sjálfa mig, hvað eg skyldi nú gera. “Eg áformaði að látast vera vitskert.” Spæjarinn hætti nú að lesa, undrandi yfir þessari afhjúpun, sem hann þó hafði búist við um nokkurn tíma. Hann endurkallaði í huga sinn hina blíðu og rólegu framkomu Láru, alúð hennar við litla barnið /og ást þess til hennar, orð dr. Grahams, um hennar líkamseðlislegu heilbrigði, sem er alveg óvanaleg hjá vitstola mannebkjum, hennar eðlishvatarlega viðbjóð á hinum sjúklingunum, brjálæðisköstin, sem að- eins komu í ljós, þegar maður hennar heimsótti hana, líklega í þeirri von, að geta fengið hana til að koma heim með sér, neitun hennar við því að yfirgefa hælið, — allar þessar kringumstæð- ur, sem bentu í sömu átt, endurkölluðust í huga hans og staðfestu fyllilega þá viðurkenningu, sem hin ógæfusama Lára gerði í handritinu. Hann barði hnefanum á enni sitt og sagði hátt: “Hamingjan góða, eg er nú sannfærður um, að hún er ekki meira brjáluð en eg er!” Nú varð honum litið á frú Ferrier. Hún hafði alt af horft á hann, og við að heyra þessi orð hans, varð andlit hennar öskugrátt, og augu hennar stóðu stirðnuð í höfðinu með örvilnuð- um svip. SEYTJÁNDI KAPITULI. Forlög Láru. Um leið og spæjarinn lét frúna eina um sín- ar eigin hugrenningar, sem ekki virtust vera sérlega gleðilegar, hélt hann áfram lestrinum. Tíminn leið, og honum var mjög áríðandi að vera búinn að lesa, áður en hann yrði truflaður. “Eg valdi (var ritað í handritið), það augnablik, Íegar lestin náði Carlile, til að byrja á mínu hræbilega hlutverki. Eg byrjaði með því að snúa mér skyndilega að Sir Arthur )orð- in “manninum mínum” var strikað yfir) og sagði honum að eg væri hin heilaga jómfrú. “Hann varð mjög vandræðalegur, en áður en hann fékk tíma til að átta sig og segja nokk- uð, þaut eg inn í afkima í vagninum og lokaði dyrunum á eftir mér. “Þegar við komum til Glasgow, náði hann mér út með aðstoð járnbrautarþjónanna og fór með mig í hótel. Eg þagði, þangað til við vor- um komin inn í herbergi uppi á lofti, þá byrjaði eg að hamast og gerði hann svo kvíðandi, að hann sendi eftir lækni. “Læknirinn, sem kom, sagði honum strax, að eg væri vitskert. Eg heyrði hann segja Sir Arthur (sem nú var án áhrifa víns), að ásig- komulag mitt væri ajileiðing af mikilli æsingu í sambandi við taugaveika geðsmuni. Hann end- aði með því að segja, að það væri bezt að símrita föður mínum að koma. Ef koma hans gæti ekki huggað mig, væri ekki um annað að gera, en að koma mér fyrir í “stofnun” um tíma, og svo nefndi hann þetta. Mér hafði dottið í hug, að gripið yrði til þeirra ráða að kalla föður minn hingað, og það hrygði mig mikið; en eg hafði nú áformað þetta og kom ekki til hugar að hætta við það. Eg hafði þá ánægju að heyra læknir- inn segja, að nærvera hans væri orsökin til minnar miklu æsingar, og að hann mætti ekki fyrst um sinn nálgast mig. Alla næstu nótt hélt eg áfram þessum æðisköstum, en undir morg- uninn leyfði eg mér að sofna. “Litlu eftir hádegið kom faðir minn, og að sjá hann var mér sönn eldraun. Án efa hefir hann ásakað sjálfan sig beisklega fyrir það, að þannig skyldi vera komið fyrir mér, og eg sá glögt, að hann hafði orðið miklu ellilegri og kjarkmimii eftir að hann fékk símritið. Mér var mikið á móti skapi að verða að blekkja hann, en þar eð eg þekti lundarfar h$ins og skoð- anir, var eg sannfærð um, að ef eg segði honum sannleikann, mundi hann segja manni mínum frá því, og reyna að sætta okkur. En það var þetta, sem eg hafði ákveðlð, að aldrei skyldi eiga sér stað. “Eg kom ekki með neitt æðiskast á meðan faðir minn var viðstaddur, en eg hélt áfram að tala um sjálfa mig sem hina heilögu jómfrú, og eg sá, að hann var líka sannfærður um, að eg væri geggjuð. Sama daginn var eg svo flutt til Auchtertown og afhent hr. Raebell. ‘ ‘ Mér fanst það strax nokkuð grunsamt, að mér var þar gefið falskt nafn. Því í bókum hæl- isins er eg hvorki innfærð sem lafði Redleigh, né ungfrú Brown, sem eg hefði helzt kosið, held- ur sem “frú Robins”. Að eins dr. Ra'bell einn veit, hver eg er. Faðir minn var nú samt til staðar, og vissi um alt þetta fyrirkomulag, og það huggaði mig nokkuð. Þeir yfirgáfu mig um kvöldið, og síðan hefi eg ekki séð föður minn. Eg hefi samt heyrt , að hann lifi og sé við góða heilsu. 1 “Það, sem eftir er af sögu minni, má segja með fáum orðum. Eg hefi lifað mjög einmana- lega og yfirgefin. Hafi eg breytt rangt, og þær manneskjur eru eflaust til, sem álíta mig hafa gert það, þá hefi eg sannarlega orðið að líða fyrir það, og verð að líða enn þann dag í dag. Nú er eg alveg vinalauh. Eg þori ekki að skifta mér af vesalings brjáluðu manneskjunum; því eg er hrædd úm, að eg muni þá sjálf missa vitið, — hræðsla, sem hefir alt af ásótt rpig, síðan eg kom hingað, og sem hefir ollað mér mikillai; kvalar, að undantekinni einni, sem er enn þá stærri. “Aðstoðar læknirinn, dr. Graham, er góð- ur og vingjamlegur maður og eg held næstum, að eg þyrði að treysta honum og segja honum sannleikann. En það er ein af þeim leiðinlegu afleiðingum af blekking minni, að eg þori ekki að tala skynsamlega, hvorki við hann né neina aðra eðlilega persónu, af ótta fyrir því, að það komist upp, að eg er ekki brjáluð. iSamt sem áður gruna eg dr. Graham ,og dr. Raebell um, að þeir viti meira um mig en þeir látast gera. “Það lakasta, sem eg hefi orðið að þola hér, eru heimsóknir Sir Arthurs. Það lítur út fyrir, að hann hafi ekki mist vonina um, að mér kunni að hatna, og eg er alt af hrædd um það. að eigandi hælisins hafi gefið í skyn, að eg sé ekki eins vitskert og eg látist vera. Eg verð af. þessari ástæðu að láta í ljós annað eins band- æði og mér er mögulegt, í hvert skifti sem hann kemur, en afleiðing þessa er aftur sú, að eg verð lokuð inni í hinu hræðilega dúkum klædda herbergi. “En það, sem vakið hefir mestan óróa hjá mér, er það tilboð, sem dr. Raebell hefir gert mér alloft síðustu vikurnar, nefnilega að senda mig burt til einhvers afvikins staðar úti á landi, þar sem eg get notið ótakmarkaðs frelsis. Eg get ekki ímyndað mér, að þeir gerðu mér betta tilboð, ef þeir héldi að eg væri reglulega brjál- uð, og er hrædd við, að í því felist einhver gildra. Eg held, að þegar eg er laus úr þessu hæli, þá muni Sir Arthur gera mig að fanga sín- um og segja mér blátt áfram, að hann álíti að brjál mitt sé að eins til málamynda. Mín eina von er nú, að eg fái leyfi til að vera í þessu hæli með allri þess eymd og kvölum, þangað til dauðinn á einn eða annan hátt losar mig við þau bönd, sem eg hefi sjálf hnýtt um mig, og annað hvort sendir mig aftur út í heiminn, sem frjálsa manneskju, eða tekur mig burtu héðan — þó eg verðskuldi það ekki — til annars gæfu- ríkari heims, heldur en þessi getur nokkurn tíma orðið fyrir mig. “Þetta er alt, sem eg hefi að segja. Hræðsl- an, sem þessar síðustu vikur hefir aftur og aft- ur heimsótt mig, hefir komið mér til að skrifa þessa- sorglegu sögu á pappírinn, svo að eg, ef þetta voðalega skeður, og ef eg fæ tækifæri til þess, geti sent þetta skjal með aðstoð vinar míns, garðyrkjumannsins. Eg veit ekki, hvort þér munið geta hjálpað mér, þó'þér vilduð; en það verður mér samt mikil huggun, að hugsa uxú að það var til einn vinur (því þetta orð vona eg mér sé leyfllegt að brúka), sem skildi og máske kendi í brjósti um, kæri lávarður Fathering- ham, þau forlög, sem réðust á Yðar í einlægni vinveittu Láru Brown.” Nú kom autt pláss í handritinu. Þar sem aftur var byrjað að skrifa, var skrifað með blý- ant, og skriftin var ekki eins greinileg né glögg að lesa. “Eftirskrift. — Eg hélt ekki, að eg mundi svo bráðlega vertða að skrifa meira á þenna ' pappír. Eg er mjög sorgbitin og óróleg. Dr. Graham fór héðan burt fyrir fáum dögum, og eg hefi verið flutt yfir í hans herbergi. Það er voðalegt fyrir mig að hugsa um það, að eg ei* nú í því herbergi, sem er beint á móti klefa bandvitlausrar manneskju. Þeir segja að eg sé veik og dr. Raebell hefir látið gefa mér mörg lyf. En enn þá hafa lyfin ekki ollað mér neins ills, að svo miklu leyti að eg veit. En hvað ætli komi nú fyrir seinna?” Svo kom ný viðbót, sjáanlega skrifuð fyrir stuttu síðan. “Eg geymi þetta handrit bak við kommóð- una. Eg vona, að ef eitthvað kemur fyrir mig, þá muni hinn nýi aðStoðarlæknir finna það, og ef hann er heiðarlegur maður, eins og dr. Gra- ham, senda það til yðar.” “Nei, hann mundi heldur afhenda dr. Rae- bell það,” tautaði spæjarinn. Svo las hann á- fram eins hratt og hann gat. Skriftin varð nú ógleggri og ólæsilegri. “Dr. Raebell var hér inni rétt núna. Hann kom frá klefa hins bandóða. Eg held mig stund um heyra á nóttunni skrölt í hlekkjum þar inni. Þó getur það verið að eins ímyndun. Skal eg í rauninni vera að missa vitið? Andrúmsloftið hér inni er, eins og það sé þrungið af óákveð- inni skelfingu. 1 dag gaf læknirinn mér meira af lyf jum, en hann fór áður en eg var búinn að drekka þau, svo eg helti þeim á gólfið. Nú hefi eg verið lokuÖ hér inni í fimm daga, og ekki séð aðra en hann og frú Ferrier. Við hana hefi eg alt af verið svo hrædd.” Hér hætti skriftin aftur. “Þetta er sjötti dagurinn, sem eg er í þessu fangelsi,” byrjaði hún aftur. “1 dag herti eg upp hugann, og fór að tala við dr. Raebell. Eg sagði honum, að eg væri alls ekki veik. Hann brosti til mín og sagði, að hann vissi vel, hvað hann væri að gera, og að það væri samkvæmt vilja manns míns, að hann færi þannig með mig. Eg varð afar óróleg við að heyra þetta. Svo fór hann út, en hann gaf mér engin lyf að þessu sinni. Þetta huggaði mig dálítið; en mér finst, að nú sé verið að byrja á illum áformum gegn mér. “ó, eg get naumast trúað mínum eigin augum! Rétt núna sá eg menn bera líkkistu fram hjá glugganum. Hún á að vera handa mér. Eg get ekki skrifað meira. Guð gefi, að—” f ÁTJÁNDI ^APITULI. 'i Lifcmdi grafin. Þannig endaði handritið. iSkrifarinn hafði sjáanlega heyrt eitthvað, er hún áleit að mundi trufla sig, og hafði þess vegna flýtt sér að loka pappírsvendlinum og láta hann í felustaðinn, án þess að hugsa um það, að það var einmitt sú persóna, er hún hræddist mest, sem kom og fann hann. Wright reiddist meira og meira, eftir því sem hann las meira. Þegar hann loksins var nú búinn með það, stakk hann handritinu í vasa sinn og stökk til hinnar vondu frúar, sem lá skjálfandi fyrir framan hann. Hann greip í hana og hristi hana, svo það brakaði í þurru liðamótunum hennar, og sagði með hótandi rödd: “Nornin þín! Hvað hefir þú gert við hana?” Þessi orð voru nægileg til þess, að sannfæra frúna um að það var ekki brjálaður maður, sem hún átti við að stríðaj sem hana hafði raunar grunað um fyr. Hún hafði ginkcflið í munn- inum, svo hún gat ekki svarað; en hún leit til dyranna, sem spæjarinn hafði ekki lokað á eftir sér, þegar hann kom inn. Á sama augnabliki og sem svar við spurn- ingunni og augnatillitinu, heyrðist gegnum opnu dyrnar ógeðslegt hljóð, sem næstum stöðvaði blóðrás heyrandans. Það var hljóðið, sem Lára hafði minst á— skröltið í hlekkjum hins vitskerta. Þegar Wright heyrði þetta hljóð, reikaði hann eins og hálfrotaður maður til dyranna, greip skriðbyttuna sína, ýtti spjaldinu frá ljós- inu og hljóp út í ganginn til klefadyranna, eins og hann í raun og veru væri orðinn brjálaður. Dyrnar voru ekki læstar, því svo var búið um íbúa klefans, að hann gat aldrei nálgast dyrnar. Hann opnaði dyrnar í ofboði og þaut inn. ^ Birtan frá ljósinu sýndi honum allan klefann. Hinn hræðilegi grunur hans var rétttur. Hey- hrúga, sem tæplega gat varið hana frg kuldan-- um af hinu harða steingólfi í þessari dimmu og viðbjóðslegu fangaholu, þar sem enginn sólar- geisli gat komist inn, hulin tuskum og fjötruð og bundin við vegginn eins og vllt dýr, lá hin fagra og aðlaðandi Lára l Brown, kona Sir Arthurs Redleigh. Spæjarinn nísti tönnum af vonzku, þegar hann sá þessa hræðilegu sýn; svo lét hann ljós- berann á gólfið — því þarna voru engir hús- munir — og þaut til hinnar föngnu konu. ó! Hún gerði hann hræddan með sínu hugsunarlausa glápi. Forsjónin hafði veitt henni meiri meðaumkun en manneskjurnar; bún var hætt að þjást — hún var orðin vit- stola. — Um leið og tárin komu fram í augum hans, greip hann í hlekkina og reyndi að brjóta þá, en gat ekki. Þá mundi hann eftir lyklakippunni .sinni og gat með einum lyklinum opnað lásinm Eftir eitt augnablik voru handjárnin líka dottin af henni; hann tók vesalings konuna í faðm sinn og ætlaði að bera hana burt. En á sama augnabliki og hann kom út í dyrnar, ómaði hávært org á móti honum. Með- an hann var að lesa handrit Láru, hafði frú Ferrier hepnast að losast að nokkru leyti við ginkeflið, án þess að hann sæi það, og þegar hann yfirgaf hana, hepnaðist henni að losna al- gerlega við það. Undir eins og hún gat, orgaði hún eftir hjálp.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.