Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.07.1926, Blaðsíða 7
LÖÖBERG FIMTUDAGINH 29. JÚLÍ 1926 Bls. 7. Fósturlandið. Pramh. frá bls. 2. Eftir svo sem átta stunda ferð komum við að fossi, sem kallaður er Heljarhlið. Þar urðum við að fara í land og bera bátinn og alt, sem við höfðum meðferðis ofan fyrir fosáinn. Þar hlóðum við bátinn aftur og lögðum á stað, en þá tókst ekki betur til en svo, að báturinn rakst á klett og hvolfd- ist og við sjálfir og allur farang- urinn lenti í ána. Við komumst þó sjálfir til lands, eftir að hafa þvælst í ánni svo sem klukkutíma. En báturinn var farinn sína leið og farangurinn og við sáum það aldrei aftur. ‘1Hvað er langt til Mattice?” spurði eg fylgdarmennina. “Réttar þrjátíu mílur." “Og enginn vegur?” “Nei, en við getum búið hann til.” Við lögðum á stað, og einn Ind- íáninn var leiðsögumaður og fór á undan. Vegurinn var óskapleg- ur, klettar og klungur, flóar og foræði og enn fleiri farartálmar. Við rifum okkur á skógarhríslum og flugurnar, sem þarna voru í miljóna tali, voru okkur til hinna mestu óþæginda. Þegar við hörð- um haldið áfram í tíu klukkutíma var orðið dimt og við vorum að- eins komnir þriðja part af leið- inni. Við héldum áfram. “Þarna er nú Kettle Falls. Við erum hálfnaðir til Mattice.” “Hálfnaðir, bafa hálfnaðir; hamingjan góða!” Hægt og hægt þokuðumst við á- fram. Við bjuggum til veg fyrir okkur, því líkt sem áin hafði ein- hvern tíma gert. Nóttin leið og all- ur næsti dagur, og enn ein nótt, og þá komum við loksins, snemma morguns, til Mattice. Eg var of svangur til að éta og of þreyttur til að sofa; en hvíldinni varð eg feginn. Þegar eg kom til Winnipeg, sagði eg hlutaðeigandi starfs- mönnum Hudsons Bay félagsins frá óförum mínum. Mig furðaði næstum, hve vel þeir tóku þessu, og félagið bætti mér að fullu þann skaða, sem eg hafðj orðið fyrir, þótt því bæri engin skylda til. Eg fékk nýjan útbúnað, og nú komst eg alla leið slysalaust. Eg var þarna norður frá í heilt ár og gegndi verzlunarstörfum; en auk þess stundaði eg dýraveið- ar töluvert og ferðaðist heilmik- ið á sleða, sem hundar gengu fyr- ir, og stundum gekk eg á þrúgum. Þegar árið var úti fór eg aftur til mannabygða oð var eg þrettán daga á leiðinni frá Moose Factory til Mattice. Við vorum naftursak- ir við Heljarhlið, þar sem slysið varð áríð áður. Nú sátum við þar rólegir og reyktum pípur okkar og mér fanst þessi hrikalegi staður miklu vinalegri útlits, en áður. Eg fór aftur að vinna fyrir Can- adian National járnbrautarfélagið og hjá því er eg enn. Eg hefi ferðast mikið um Canada í er- indum félagsins og þannig séð mikið af landinu. Eg hefi farið alla leið vestur að Kyrrahafi. Landið mitt. Á þessum fimm árum, sem liðin eru síðan eg kom fyrst til Mont- real, hefi eg sannfærst um, að Canada er miklu meira land og betra, heldur en eg hafði getað látið mér detta í hug. Þegar eg nú hugsa um þetta land óg þessa þjóð og sérstaklega um það, hve fólkið hefir verið mér gott og tek- ið mér vel og hjálpað mér, þegar eg var ókunnugur og allslaus og þurfti hjálpar og leiðbeiningar, þá er ein ósk öllu öðru ríkari í huga mínum, og hún er sú, að verða sjálfur Canadamaður, mega kalla Canada “lancþð mitt”. Og nú er að því komið, að eg á að afleggja minn þegnhollustu- eið. Frá þeim tíma, að eg var fyr- irliði í danska hernum, skil eg vel hvað slíkur eiður hefir að þýða. Einhver kynni að spyrja: “Elskar þú þá ekki föðurland þitt?” Það er naumast ástæða til að svara Kona, Sem Líður Vel. “Hjartað og Taugarnar Eru Miklu Sterkari, Segir Mrs. Ruth Majors. Hún skrifar oss: “Eg tók eina flösku af Nuga-Tone, og það hef- ir gert mér meira gagn held,ur en öll önnur meðul, er eg hefi reynt. eg er hressari og taugarnar eru miklu sterkari , og eins er hjartað. Eg sef vel á nóttunni.” Mrs. Ruth Majors, Santa Cruz Cal.” Nuga-Tone er skaðlaust þægi- legt að taka það inn og það er á- gætt meðal og eykur manni krafta og þrek. Gefur góða matarlyst, styrkir taugarnar, hreinsar blóðið og lætur manni líða vel. Nuga- Tone veitir endurnærandi svefn, styrkir Iifrina og meltingarfærin, og þeir, sem búa það til þekkja svo vel verkanir þess, að þeír leggja fyrir alla lyfsala að ábyrgjast það og skila aftur peningunum, ef þú ert ekki ánægður með verkanir þess. Ábyrgð. og meðmæli og til sölu hjá öllum lyfsölum. Eða sendið $1.00 pg fáið meðalið beint frá National Laboratories, 1014 S. Wabash Ave., Chicago, 111. slíkri spurningu. Hætti maður að elska landið, þar sem maður er fæddur og uppalinn og sem allar æskuminningarnar eru bundnar við, eða málið sem maður lærði við móðurknó og sem faðir og móðir ávalt nota, þegar þau biðja Guð fyrir barninu sínu fjarlæga— þá er maður í raun og veru hætt- ur að lifa, maður hefir glatað sál sinni. “En er hægt að þjóna tveimur herrum?” hugsa menn ef til vill. Þær tvær þjóðir, sem hér um ræð- ir, sú sem eg hefi tilheyrt, og sú sem eg ætla að tilheyra, eru vin- þjóðir og eiga svo margt sameig- inlegt. Æðsta hugsjón beggja er: “Friður á jörðu.” Það er einlæg sannfæring mín, að þótt-eg hætti aldrei að elska land feðra minna og þá þjóð, sem eg er af runninn, þá geti eg engu að síður verið hollur þegn Breta- konungs og trúr og góður borgari í Canada. Með þeirri sannfær- ingu tek eg pennann og undir- skrifa, eiðstafinn og er þar með löglegur borgari þessa lands, með skyldum þeim og réttindum, er þar til heyra. Lenin trúin á Rússlandi 'Eftr því að dæma, sem Arthur Ransome farast orð í “Manchest- er Guardian”, þá er hinn látni leiðtogi stjórnarbyltingarinnar á Rússlandi, Lenin, að verða dýrð- lmgur eða helgur maður í meðvit- und þjóðarittnar, eða jafnvel eitt- hvað enn þá meira en það. Alls- konar þjóðsögur eru að myndast um hann hjá alþýðu manna á Rússlandi, og virðist ekki langt frá því, að margir séu farnir að hafa átrúnað á honum. Þar í landi er að myndast nokkurs kon- ar Lenin-trú. Þegar H. G. Wells ferðaðist um Rússland 1920, of- bauð honum hve afar margar brjóstmyndir af Karl Marx voru þar að sjá hvar sem hann fór, en það er bara smáræði í samanburði við allar brjóstmyndirnar og líkn- eskin af Lenin, sem þar eru nú á hverju strái. í hverjum búðar- glugga eru smá líkneski af Lenin, og myndir af honum til sýnis og sölu, alveg eins og dýrðlir^ra- myndirnar voru í fyrri daga. All- ar búðir sjá sinn hag í því að hafa þær til sölu og gerir ekkert hvaða stjórnmálaskoðun eða trúarbrögð- um eigendurnir fylgja. Allir selja myndir og líkneski af Lenin, því það er vara, sem gengur vel út. Jafnvel búðir, sem verzla að eins með Ijósastikur, vaxkerti og aðra slíka hluti, sem notaðir eru til skrauts í kirkjum og við helgi at- hafnir, selja nú jöfnum höndum smá smá líkneski og myndir af Lenin, og sú vörutegund gengur nú miklu betur út. Það eru lika til búðir, sem ekkert hafa að sýna í gluggum sínumð, annað en líkn- eski og myndir af hinum mikla leiðtoga stjórnarbyltingarinnar. Myndirnar eru af öllum stærðum og sama er að segja um líkneskin. Sum eru í fullri líkamsstærð, eða meir, en önnur svo lítil, að hægt er að bera þau í vestisvasa sínum. Einnig er hægt að fá smáhnappa með myndum af Lenin, og bera margir þá á vestinu sínu eða treyjuhorninu. Á hverjum stofu- vegg er mýnd af Lenin. Mr. Arthur Ransome segir með- la annars: “Það er að komast á nýr siður á Rússlandi, sem í anda er sams- konar eins og sá gamli rússneski siður, að hafa dálítið safn af helgimyndum í einu horninu á hverju húsi, sem guðhræddum gestum er ætlað að hneigja höfuð sín fyrir og signa sig. í hverri vinnustofu er nú eitt hornið helg- að Lenih, eða þá einhver hluti af einum veggnum. Þar er mynd hans eða líkneski af honum, og í kring um það eru jafnan hengdir rauðir og svartir fánar, og æfinlega eru þar prentuð þessi orð: “Lenin er dáinn, en Lenin-trúin lifir.” Fólk signir sig þó ekki frammi fyrir þessum myndum, það er að segja, kommúnistarnir gera það ekki, en það kemur fyrir, að sveitafólkið gerir það. Sama er að segja um járnbrauta stöðvarnar. Þar var fólk vant að kaupa kerti og gefa þau dýrðlingunum og hugðist með því að tryggja sér fararheill. Nú eru þar myndir af Lenin og sams- konar texti eins og fyr segir. ^Þó eru pilagríms ferðirnar nýju, sem margir taka þátt í, kannske órækasta sönnunin fyrir því, að hér er um eitthvað það að ræða, sem að minsta kosti líkist átrún- aði. Það eru að eins tvö ár, síðan maður þessi dó. Það var í janúar- mánuði, og fólkið stóð úti þús- undum saman, klukkustund eftir klukkustund, þegar hann var lagð- úr til hinztu hvíldar. Nú er það að verða fastur siður, að fólkið streymir í þúsunda tali til grafar Lenins, á ári hverju, eins og menn fóru áður til Jerúsalem og fara enn til Mecca.” Eins og fyr segir, eru ýmsar þjóðsögur að myndast um Lenin, en þær eru í eðli sínu ólíkar kenningum kommúnista. Það eru helgisögur, ekki ósvipaðar sögun- um um hinn helga Nikulás. Fjármála stefna Lenins, jafn- aðar- eða sameigna-stefnan, á að hafa orðið til í huga hans, eftir því sem þjóðsögurnar segja, þeg- ar hann hafi ferðast um meðal bændalýðsins,' eins og lítilmótleg- ur farand sali og látist vera jafn- illa að sér og fákunnandi eins og aðrir menn af því tagi, sem ferð- uðust um gangandi með poka sína og seldu vörur sínar á ólöglegan hátt. Þetta á hann að hafa gert til þess að kynnast sjálfur í sjón og raun hinu fátæka og undirok- aða bændafólki. Margar sögur eru til af þessum ferðum hans og ýmiskonar æfintýrum og mann- raunum, sem hann hafi átt að komast í, en sem ímyndunarafl al- þýðunnar hefir sjálfsagt búið til flestar. Eftir að hafa verið lengi í þessu ferðalagi á Lenin svo að hafa farið heim og hugsað sitt ráð og lagt niður fyrir sér sína fyrirhuguðu umbótastefnu. Nú eru til á Rússlandi stór félög, sem það hlutverk hafa, að útleggja rit hans á ýmsar tungur og útbreiða kenningar hans sem bezt þau geta. Fyrir þá menn, sem að þessum þýðingum hafa unnið, hafa bæk- ur Lenins orðið álíka helgir dóm- ar, eins og Kóraninn er Múha- meðstrúarmönnum. Sú fagra ný- ársósk kóranins, að öllum rétttrú- uðum mönnum mætti auðnast að láta sér betur farnast á nýja ár- inu, heldur en hinu gamla, hefir orðið ódauðleg á Rússlandi með ritum Lenins. Það er til skrípamynd af jarð- arför Péturs mikla og er hún þann veg, að hópur af músum er að jarða kött. Mennirnir, eins og þeir gerast upp og ofan, finna til þess, hve smáir þeir eru, þegar þeir jarða mikilmenni. Mýsnar hafa svipaðar tilfinningar gagn- vart kettinum. Það myndaðist þó engin Péturs-trú eftir að Pétur mikli dó. En nú er áreiðanlega einhver andleg hreyfing að mynd- ast á Rússlandi, sem vel mætti kalla Lenin-trú. DÁNARFREGN. Þ. 13. júlí 1926 lézt að heimili sínu 12 mílur vestur frá Swan' River bæ, Snjólaug Þorsteinsdótt-| ir, kona Roberts Dennison; veikt- ist að kvöldi þess 5. þ.m. af slagi.1 Þrír læknar gerðu alt, sem hægt var, svo og tvær hjúkrunarkonur hér innlendar, en dauðinn varð öllum yfirsterkari. Snjólaug sál. misti strax málið og fékk það ekki aftur meðan líf entist', en var með sjón og ráði til síðustu stundar. Æfiatriði þeirrar látnu verða hér ekki rakin, að eins tilkynning til hennar skyldmenna hér í þessu' landi, sérstaklega alsystur, Krist-J ínar tkkju Ásmundar Kristjáns-' sonar í Alberta, og margra náinna! skyldmenna vestur við haf og víð- ar í þessu landi; hér í bygð hálf- bróðir, H. J. Egilsson. Jarðarför þessarar konu fór fram 14. þ.m. á heimilinu; *m^rg- menni samankomið, ásamt hér mn- lendum presti, sem flutti ræðu við burtför hinnar látnu frá fallegu heimili,, og mörgum endurminn- ingum frá landnámstíð, súrum og sætum, á liðnum árum, ástkærum eiginmanni, einni dóttur og tveim sonum, sárt syrgjandi hina góðu móður. Frá heimilinu voru jarð- nesku leifarnar fluttar í kirkju í Swan River bæ, og þar haldin hinsta kveðja, að viðstöddu fjöl- menni, og gætti þar íslendinga margfalt minna en annara þjóða fólks, þó fjölmennir væru. Að enduðu því, sem fram fór í kirkj- unni, var síðasta gangan hafin og jarðnesku leifarnar hjúpaðar moldu í Swan River bæjar dáinna; manna hvílustað. Sá, sem þetta ritar, verður að taka sér það vald, að láta fylgja með þessari dánarfregn almenn- ingsálit, sem var, að Snjólaug sál. befði verið höfðingslunduð, góð- hjörtuð, gjöful og gestrisin, góð kona manni sínum og ástrík móðir barna sinna; vel gjörð til allra verka, samfara dugaði, sí-hlúandi að bágstöddum og hjúkrandý mörgum sængurkonum; gat eng- um synjað hjálpar sinnar, þegar nauðir þessa jarðneska lífs höfðu tekið sér bólfestu í hreysum; mannanna. — Þessi -dánarminn- ing sýnir fullkomlega fallveltu þessa jarðneska lífs. Konan, sem hér ér minst, var á ferð 1 bíl með öðrum syni sínum, og kom á nokk-j ur heimili í bygðinni sér til gam-| ans, og ánægjan sýndist sitja á stóli glaðværðar, búandi saman við heilbrigði mannlegs líkama.l En hvað skeður? Að sama kvöldi er konan reyrð fjötrum dauðans, áj góðum aldri, alheilbrigð, með á-j nægjuna í hjartanu, frá liðna deg*; inum. Sannast hér það fornkveðna, að “enginn dagur er til enda tryggur.” — Nánustu vandamenn! Snjólaugar sál. þakka innilega öll- um fslendingum hér í bygðinni þátttöku þeirra í sorginni og fjöl- menna fylgd þeirra til síðasta á- fanga þeirrar látnu. H. J. E. I Gjafir til Jóns Bjarna- sonar skóla. Rev. K. K. ólafson........ $5.00 Safnað af Maríu G. Árnason, Minneota, Minn: Mr. og Mrs. J. G. ísfeld.. 5.00 Mr. og Mrs. H. B. Hofteig .... 5.00 Mrs. Aug. Josephson ....... 1.00 Mrs. Helga Sumarliðason, gjöf til skólans í minningu um eig- inmann hennar, Sumarliða gullsmið Sumarliðason, er dó 29. marz síðastl. nálægt 01- ympia, Wash............... 10.00 Egilson Bros, Calder, Sask 25.00 Gísli Jónsson, Wapah P.O. 5.00 B. Thorbergsson, Churchbr. 10.00 B. Thorbergson, Wapata P.O. 5.00 J. E. Böggild, ræðismaður Dana í Can., (Montreal) fyrsta árs- tillag til skólans...... .... 10.00 Einnig hefir ræðismaðurinn, á- samt konsúl Alb. C. Johnson, sent skólanum þessar bækur: Islands Addressebog 1926. Denmark 1924. Denmark 1925. Iceland, an de- scriptive Treatise, Ilustrated. Fyrir allar þessar gjafir vottar skólaráðið alúðlegt þakklæti. S. W. Melsted, gjaldk. Hvað bcr oss að gera? Það var í meira lagi gleðilegt, að verða var við hinn mikla á- huga, sem kom í ljós hjá kirkju- þinginu í heimatrúboðsmálinu og er það góðsviti á ýmsan hátt. Þeir eru til, sem halda því fram, að heimatrúboðsstarfið glæðist við lifandi ástundun heiðingjatrú- boðsins. Hitt hygg eg þó nær sanni, að heiðingjatrúboðið glæð- ist bezt með dyggilegri atorku á heimatrúboðssvæðinu, eins og vel cg hyggilega var tekið fram á kirkjuþinginu. Skýrslur um bæði þessi atriði eru til í Gjörðabók kirkjufél. ár frá ári og benda ljóslega í þessa átt. Heiðingja- trúboðið- hefir verið rækt að nokkru, en starfið 'heima fyrir hefir farið minkandi. Heilir hóp- ar af fólki voru hafa ekki notið minstu aðstoðar og aðhlynningar svo árum skiftir. Trúboðsstarfið bæði heima og erlendis virðist hafa verið þannig, að menn hafa viljað reka naglann, en hausinn látinn ganga fyrir. Ekki svo að skilja, að starfið erlendis og aðr- ar athafnir þafi verið reknar upp á kostnað starfsins á heimatrú- boðssvæðinu, heldur hefir það að miklu leyti verið látið afskifta- lítið og látið reka á reiðanum. En þó vex starfssviðið ár frá ári, eft- ir því sem menn dreifa sér um bæi og bygðir þessa lands. Það er alls ekkj eðlilegt mann- legri hyggju, að rækta engi og slægjur fjærlendis^ en láta túnið leggjast í órækt. Hvorttveggja er nauðsynlegt, en því betra sem túnið er, þess hægra er að sinna því, sem liggur fjær. Það orð, af hálfu forseta kirkjufél., er í alla staði tímabært og vel mælt, að það væri nauðsynlegt að nota alla fáanlega krafta á heimatrúboðs- svæðinu. Það tek eg sem hvatn- ing, ekki að eins til sérstakra starfsmanna, heldur og til safn- aða og einstaklinga þeirra innan kirkjufél. Þess er óskandi og vonandi, að ábugi sá, sem konl í Ijós á síðasta kirkjuþingi, verði enn fremur sýnilegur heima fyrir í söfnuð- unum, og að ungir og gamlir leggi fúslega til starfsins, svo að þetta stóra velferðarmál fái aftur að skipa þann sess, sem það eitt sinn gerði. í hinu ágæta erindi, fluttu af séra Jóni J. Clemens á þinginu, var margskonar umhugsunarefni. Væri óskandi það gæti komið fyr- ir almennings sjónir. Hann mint- ist á eftirlaun eða ellistyrk presta, sem Sameinaða lúterska kirkjan leggur prestum sínum á gamals- aldri. Það var bent á, að slík regla á sér stað í þessari heims- álfu og víða um heim, ekki aðeins gagnvart prestum, heldur líka gagnvart mönnum yfirleitt, sem sinna opinberum störfum almenn- ingi til heilla. Verzlunar fyrir- tæki og félög endurgjalda þjónum sínum dygga þjónustu með efna- legum, styrk í ellinni. Ellistyrks- frumvarpið sáluga, sem öldunga- deildinni í Ottawa þóknaðist að farga í fæðingu, benti í sömu átt. Það er sameiginlegt með prest- um og öðrum starfsmönnum þess opinbera, að þakkir eru misjafnar og laun lítil, og afgangur enginn af tekjunum. Margir hafa lágt vinnukonukaup og sumir minna, svo þegar starfsfjör og kraftur ér horfinn, er ekkert fram undan nema hin harða og örðuga braut örvasa og öreiga gamalmennis, og þeirra, sem kunna að vera þeim áhangandi. Það er vitanlegt, að all-flestir, sem gera kristindómsmálin að lífs- æfistarfi sínu, gátu gegnt öðrum stöðum, arðmeiri og þægilegri á allan hátt. Það er altítt, að menn segja upp arðsömit starfi til þess að geta sint sinni kristilegu köll- un. Þeir áttu sér hvöt*— innri hvöt og köllun, sem gaf þeim ekk- ert undanfæri og leiddi þá inn á hina örðugu braut. Þessar hugleiðingar eru bygðar að miklu leyti á því, sem séra Jón sagði í erindi sínu. Sem Islend- ingur og sannur vinur þjóðar sinnar, benti hann á þetta, sem hann álítur betur fara, þótt hann sé nú starfandi meðal bræðra vorra syðra; og þeir telja sér hei- laga skyldu að líta eftir starfs- mönnum sínum, sem hafa slitið kröftum sínum án Jífvænlegra launa. Það er ekki líklegt, að þetta mál \rði mjög til gagns eða gengis þeim, sem nú eru starfandi innan kirkjufél Væntanlega eigum vér framtíð fyrir höndum, sem heild út af fyrir sig, eða í félagi með öðrum. Víst er gott að búa vei í haginn fyrir þá, sem eftir osa koma. Mér er spursmál, hvort vér sem þjóðflokkur, getum setið hjá og haldið virðing okkar, með því að vera eftirbátar annara í þessu máli. Á þjóðarbrotið íslenzka hér vestra engan mann eða menn, sem finna hvöt hjá sér að taka upp þetta mál og fylgja því til fram- kvæmda? Tækifæri er hér fyrir þann, sem vill vel og getur, og ber fjársjóðinn og hjartað á rétt- um stað, og með því geta sér þann bautastein, sem lengi end- ist. S. S. C. gpyflSKg5Pi^««H«HSH»HSHZHSMZMSHZj^HMSm^ H si; 1:; x i fj |> s H S M 63 K 53 K K, W|' s 60 . ■' K X K B M K K 53 63 60 53 60! Eí 60 ■ N 53 60 53 60 S 60 |{ 60!' 53 63 S. ki|; g'! g> s 60i P 60 ■ 60 60 s.; 1 6o.; 53'. 63 ; 53.; 6. S H S<> 60 53 60'. Do.; 53'. 60 53 63'. 53 60 > 53 60 53 H 53 60 53 60< B, H 53 60 3 g S' N gt 60 53 H Holt, Renfrew & Co. L imited Furriers Since 1837 WINNIPEG, - MANITOBA AGÚST FUR SALA Sparið 20% til 35% á Haust og Vetrar Loðfatnaði Yðar Hv.í að bíða og borga svo meira fyrir fur-kápuna, semþér þurfið til vetrarina. Alt hið nýjasta og fullkomnasta er hér úr að velja, tilbúið úr skinnum, sem keypt voru áður en verðið hækkaði. petta út af fyrir sig sparar milcla pen- inga fram yfir það sem hægt er að gera síðar. ÍMikill af- sláttur þýðir tvöfaJdan sparnað. pað hefir aldrei verið nokkrum vafa bundið, að Holt, Renfrew hafa það allra bezta sem fáanlegt er 1 fur-fatn- aði og þeir gera ávalt eins og þeir segja. AJdrei hefir þeirra ágúst-sala verið eins arðvænJeg almenningi eins og nú. Kaupið Fur Yðar NÚ me;ð Hægum Borgunarskilmálum 10 prct. þegar kaupin eru gerð, 50 prct. áður en þér takið kápuna, afganginn eftir samkomulagi Engir vextir. Ekkert tekið fyrir geymslu. ^ Kjörkaup, er ekki eiga sinn líka, á Fínum Fur Coats Aðeins nokkur sýnishom af þeim kjörkaupum, sem ágúst salan hefir að bjóða. Vanav. Ágúst sala. EJectric Seal — Self Trimmed ................................ Electric Seal — Opos&um Trimmed ............................. Electric Seal — Alaska Sable Trimmed............................ Bessaraibian Lamb — Alaska Sable Trimmed ..................... Persian Lamb — Alaska Sable of Grey Squirrel Trimmed Persian Lamb — Alaska Sable or Grey Squirrel Trimmed Muskrat — Self Trimmed ............................... \ Muskrat — Self Trimmed ................................ Raccoon —Self Trimmed...........................—...... Raccoon — Self Trimmed................................ SJERSTÖK KJÖRKAUP Á FUR-CHO KERS. \ Ringtail Opossum Grey and Taupe S Alaska Sable ...... Álíka afsláttur á öllu öðru, sem fur-deildinni tilheyrir. Komið í búðina cða skrifið voru Mail Order Department og segið þurfið. $115. $89.50 $145. $115.00 $155. $125.00 $250 $195.00 $375. $295.00 $435. , $345.00 $375. $295.00 $450. $365.00 — $185. $145.00 $250. $197.50 $375. S295.00 $435. $345.00 $13.50 $10.50 $18.50 $13.50 $20.00 $15.00 $30.00 $22.50 $37.50 $29.50 $47.50 $37.50 \ hvað þér Sparið pen- inga á við- gerðum yðar f ágúst mánuði kost- ar það 25% minna að láta gera við fur-káp- una yðar, heldur en það kostar >í haust. Lát ið gera þetta nú og tryggið yður þannig að hafa kápuna í lagi þegar þér þurfið á henni að halda. Verið vissir um að verkið sé rétt, gert. Treystið ekki hverjum sem er til þess. Sendið kápuna til Holt, Ren- frew, sem hafa gert þetta verk síðan 1837. Verkið er áreiðanlega rétt gert og verðið sanngjarnt. Vér gef- um áætlanir. Að fóðra Furkápu kostar $15.00 og yfir H X | X I N X >.H S 63 S 63 X 63 X K) fl h X 6S X 63 X N X 63 {I X ;.x i;s >.63 X 63 X g X '.63 X 65 52 69 ;x J63 .X ' ,63 X 63 53 63 X 63 X 63 X M X 1.66 X g X 65 X 53 X 63 X 63 X 55 X 63 X 65 X H X H X X 63 X 63 X 69 X N X N ■ « ; 'M ; x '.63 X 65 ■ 63 *H ♦ 53 X 63 ■X - . HXHXHXHXMX63BHXHXHXHZMXMXMX69SHSMXMXMXMSHXMXHXHXHXHXHXHXHXMXHXHXHXHXHXHXKXMXHXMZHXMXMXMXHXHXMSMXHZMXMXHZHSMX

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.