Lögberg - 05.08.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.08.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 5. AGÚST 1926. Bls. S. BIIM^ Nýjasta Bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst bjá mat- vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B2017-2018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg Vér mundum keyra enn í hestavögnum Ef bílarnir hefðu aldrei verið fundnir upp. Margir Winnipegbúar mundu enn nota hvaða mjólk sem vœri ef þeir hefðu ekki reynt Það ER mikill munur: Yður mun strax Crescent falla vel sterka og þægilega rjómabragð- ^hverju ^enn*‘ ^n mismunurinn er líka sá stræti á a& ^ún er algerlega hættulaus, því hún hverjum er fullkomlega hreinsuð, íuorgni Sími: B-1000 Tuttugu ára reynsla. CRESCENT CREAMERY COMPANY LIMITED eruð að byggja upp, að mikilli þjóð. Látið sem oftast berast til eyrna minna orðstir þann, sem að- dáun vekur hjá öllum þjóðum. Látið einnig vestrænuna flytja heim til mín alt, sem þið lærið í þessu landi, og ekki þekkist hleima fyrir; slíkt gerðu börn mín til forna. Aftur á móti skal eg leggja mínar heitustu bænir til ykkar á varir austanblæsins og geislabrot morgunroðans, svo að þær getið á degi hverjum borist vestur um haf og gagntekið huga ykkar og hjörtu. Árnunarorð vildi eg óska að mega flytja ykkur á hverju ári. og að þið helgið mér einn dag á ári hverju. Það er máske ekki til of mikils mælst, nú um stund. Eg veit, a?j systir mín mun unna mér þess og Jbið fjarlægist hana all sekki fyrir það. ■ Það, sem þið hafið nú þegar í té látið, er eg ykkur þakklát fyrir. öll þau fyrirtæki mín, sem þið hafið styrkt, og alla þá, sem horf- ið hafa til baka aftur með víðtæk- £:ri þekkingu, þakka eg fyrir. Öll- um þeim, sem aflað hafa mér frama í þessu landi, er eg stolt af. Fallið ekki inn með straumnum, en brjótist á móti honum, þegar á þarf að halda. Að endingu bið eg þess, að blessun mín hvíii yfir ykkur, og merki tignar minnar standi óaf- máanlega stimplað á alla ykkar framkomu í þessu landi. Svo kveð eg ykkur að sinni og jrakka fyrir þá áheyrn, er mér hefir veitt verið. B. P. 'í _____________________ Annan ágúst. Herra forseti, íslendingadagsnefndin, systur og bræður! Aðeins vil eg ykkur á það minna, að sá sem þótt hefir alþýðlegast- ur og innilegastur allra þeirra, sem á íslenzku h^fa kveðið —- hann, sem ”gat látið steina og stál falla í stuðla”, hefir einhver- staðar látið í ljósi, þökk sína yf- ir því láni sinu, að fá “að sitja kyr í sama stað samt að vera að ferðast.” Hins getur hann ekki, sem eg veit, að verið hefir vand- inn á, sem sé: að detta ekki af baki. Þegar því að sá sýnir sig hér, sem stirðast hefir stuðlað, og mestu moldviðri upp þeytt, í ís- lenzku rími, að margra dómi, ,en þó hlotið þann “þakkverðasta” heiður, að vera boðinn gestur ykk- ai hér í dag, án þess því fylgi aðrar álögur en þær, að mæta og njóta, þá þekkir hann sig þó sjálf- an svo vel, að hann veit, að eitt verði hann að varast, og það er — að halda hér ræðu, því það yrði honum sama sem: að falla af hestsbaki. 'Engu að síður veit hann eins vel, og þakkar það í huga sínum, hver sómi honum er sýndur, með þessu heiðursboði hingað, jafn vanfær1 sem hann er við að taka. Hann þakkar ykkur einlæglega ánægjustund sína hér! Eitt er það þó, sem hann metur sér meira til metnaðar og sem han veit, að við varir meðan ís- lendingar eru uppi, þetta sem hann tæpir á í ferskeytlunni, sem hann fer nú með. Hún er svona: Hvert sem út um okkar heim íslendingar flytja: í öllum hófum hæfir þeim Við háborðið að sitja. — Svo kann eg ekki betur að mæla— Þökk fyrir mig! Stephan G.— Kvœði flntt á íslendingadeginum í Winnipeg, 2. Ágúst, 1926. MINNI ÍSLANDS. 1 eining feöra, feörafoldin kæra ! j1 á fagnaðasstund vér hittumst enn, i þér skylduræktar fórn að færa, sem fjarlæg börn og sannir menn. j Vér megum þér ei, móðir, gleyma, • er rnörg af oss i skauti barst, ]jví alt vort bezta hjá þér heima vér hluturn, — oss sem kvikmynd varst. Því alheimsmáttar undraverkin í öllum greinum sýnir þú ; það vitna ótal vegsummerkin, þau vorri skapgerð reyndust drjúg. Þvi umhverfið er magnstöð mesta, sem mótar ungdómssálir fyrst, og lifsins fræða frum-orð bezta, ei finnur æskan skilnings þyrst. Þó forlög dulin flutt oss hafi i fjarlægð, þar sem dveljum nú, ei neinn mun sá, i gleymsku að grafi þá guðasmíS, er birtir þú. Þar alvalds miklu handskrift höfum ; hugsun fært, er skilning jók ; þvi lesa má í stórum störfum hans stærð og mátt í þeirri bók. Þín fjöll, hans virtust veðrahallir og vindasvipir grimudans, en dalir, firðir, ósar allir og eyjar lífhviks stöðvar hans. Þín hraun og klungur kirkjugarðar, þar kumlin fomu mæta sýn, og jöklamergðin minnisvarðar, en mjallar’ blæjur dánarlín. Þin öldusog, hans andardráttur, þinn ægisgnýr, hans valdsrödd traust. Þitt vatna-ið, hans æðasláttur, og elfaniður, hversdags raust. Þin sumarbliða, hans ásýnd unga, þin engi græn, hans dýra flos, þitt Iinda-hjal, hans tæpitunga, þitt tignarmót, hans náðarbros. í barm vorn skjótt þin fegurð festi það furðu-blóm, sem lýsir af og reynist vega-visir bezti, hið villugjarna lifs um haf. Og upp af sömu rót er runnin I sú rækt. er sérhver til þin ber. —Við föður-tún sú taug er spunnin, sem teygir hug vorn enn að þér. Svo heill þér, kæra áa-eyja; þær óskir kveðju ffendum vér: að aldrei látir frá þér fleygja þeim frelsisrétti, er hæfir þér, Að vegur þinn æ vaxa megi og virðing öðrum þjóðum frá. Að sannleiks andinn ódauðlegi i ást og list þér starfi hjá. Þorskabítur. MINNI CANADA. Þú frjálsa álfa, frjóva land; á fögrum vesturslóðum; Þú, Canada, með bræðra-band, sem brosir öllum þjóðum. Nú skin við sjónum skært í dag við skaut þitt leiðin fama; og þigg nú vorsins vinarlag frá vörum þinna barna. Til þinna stranda lá vor leið um langa, þunga vegi, en von og löngun lýsti skeið í leit að fegri degi. Ef stundum þótti strangt og kalt i stríði- frumherjanna, þú hefir launað oss það alt, það ótal dæmi sanna. Þó sértu ung við tímans ta.fl, er táp og ráð i verki; við þinna linda auð og afl hvert ár þér reisir merki. ' Hér dafnar fríð og framgjörn sveit er frægir þina dagap við sérhvert spor í lífsins leit þér ljómar stærri saga. Þú undra land á æskutíð, með afli sifelt nýju, sem elur börnin frjáls og fríð i fósturskauti hlýju; þig signi dygðir, sæmd og hrós við sól á timans leiðum ; og sendu öðmm löndum ljós af lifs þins degi heiðum. Vort unga land, þú frjóva fold með faðminn vonar-bjarta; þú kostarríka, kæra mold, með kraft og'fjör í hjafTa. Þú gafst oss mátt og sól i sál við sorg og gleði dagsins ; og þér skal helga hönd og mál til hinsta sólarlagsins. M. Afarkússon. AKUR EINYRKJANS. (Tileinkað islenzkum landnemum i Vesturheimi). Hér er heilög jörð, —skóm af fótum fleyg— akur einyrkjans; höfði í lotning hneig. Hver ein hveiti-stöng segir sögu hans; blóði rituð bók akur einyrkjans. íslenzk hetju-hönd •berg til gulls sér braut, ruddi myrkvið mqrk; ættin arfsins naut. Frumbýlingsins fóm þung á verðleiks vog: leiftra um höfuð hans fegurst frægöar log. Brött er sigur-braut, urðum orpin leið ; þeim, sem fyrstur fer, gatan sjaldan greið. Kjarnrik konungs-sál rigði þessi vé; engin þrauta þraut henni kom á kné. Sjáðu! sigurs spor: blómleg býli -7- tún, þar sem alt var auðn, — dáða dýrðleg rún! Svífur fyrir sjón bjálka-skýli i skóg; geislar glitra um þil, — hreystin helg þar bjó. Frumbýlingsins fóm, niðjans náðargjöf, gjöldum gulli lifs, rós þá rís á gröf. Ættar andans sverð, bjart, sem aldrei brást, berum vel til vígs, svo mun sigur fást. Akur einyúkjans merlar moT'gunskin; daggar-pérlum prúð hlæja blóm und hlyn. Fall á kné á fold, kyss hinn svala svörð, gerðu guði þökk, hér er heilög jörð. Richard Bcck. Kveðjusamsæti. Sunnudagurinn 25. júlí var eftirminnilegur dagur og sem lengi mun lifa í endumiinningu islenzka fólksins í Wynyard og nærliggjandi bygðum því að liðnu hádegi þann dag kom fjöldi fjöldi fólks saman við ströndina á Quill Lake vatni. Ástæðan til samkvæmis þess var sú að kveðja þau séra Harald Sig- mar og frú hans, sem eru á förum úr bygð íslendinga þar vestra og suður til íslenzku safnaðanna í Norður Dakota og til þessa kveðju- samkvæmis höfðu um fimm hundr- uð manns safnast saman þar á ströndinni á landareign Steingríms bónda Jónssonar þar sem naut sval- ans frá vatninu og forsælu skógar- ins. Pallur hafði verið reistur þar á staðnum fyrir ræðumennina og heiðrsgestina og hófst samkvæmið með guðsþjónustu undir stjórn hr. J. B. Jónssonar. Söngflokkur undir stjórn hr. B. Hjálmarsonar aðstoðaði. Eftir að byrjunarathöfninni var lokið fór aðal athöfn dagsins fram, sem var að kveðja presthjónin og færa þeim gjafir að skilnaði. Fyrst- ur af ræðumönnum, sem töluðu við tækifærið auk forsetans var Mr. G. Benediktsson, sem talaði fyrir hönd Wynyard safnaðar og afhenti hann þeim Mr. og Mrs. Rev. H. Sigmar vandaðan og dýran silfurborðoún- að að gjöf frá öllum söfnuðum hans. Fyrir hönd Elfros-safnaðar tal- aði Jón bóndi Sveinbjömsson. Mr. Th. Einarsson fyrir hönd Mozart safnaðar og Mr. J. B. Jónsson fyrir hönd Kandahar-safnaðar. Sagðist þeim öllum vel. Séra Fr. Friðriks- son talaði fyrir hönd Quill Lake safnaðar og þakkaði fyrir góða sam vinnu og góðvild, sem hann hefði á- valt mætt hjá séra Sigmari. Mr. Walter Svinbjörnsson talaði næst fyrir minni Mrs. H. Sigmar. Mintist ræðumaður á hina ágætu hæfileika Mrs. Sigmar, sem hún hefði óspart notað í þjónustu safn- aðarfólks mannsins og með allri framkomu sinni unnið sér ást og virðingu þess. Mr. Björn Hjálmarsson mintist séra H. Sigmars, sem prests og 'borgara. Hann 'benti á hina mörgu kosti, sem séra Sigmar væri búinn til þess að mæta kröfum hinnar vandasönni prestsstöðu og hin ýmsu skylduverk presta i mannfé- laginu þyrftu yfirleitt að mæta og öll þau verk hefði séra Sigmar leyst svo af hendi að hann hefði unnið sér traust og virðingu bæði safnað- arfóíksins og meðborgara. Var ræða Mr. Hjálmarssons hin sköru- legasta. Séra Sigmar svaraði ræðunni og þakkaði fyrir veldVild þá, sem sér og f jölskyldu sinni hefði ávalt verið sýnd og gkýrði frá ástæðum þeim er ráðið hefðu burtför sinni úr bygð- inni. Að ræðuhöldum loknum var mál- tið framreidd og menn skemtu sér við samræður það sem eftir var dags og heimferðartimi kominn. Þótti þetta vera ein sú ágætasta samkoma. sem haldin hefir verið í þessum bygðum og sú eftirminni- legasta. Wynyard Advance. Verzlunarráð Wynyard-bæjar á fundi 26. maí samþykti að safna sjóð, sem afhendist séra Haraldi Sigmar i þakklætis- og viðurkenn- ingarskyni fyrir starf hans áður en hann og frú hans flytja alfarin burt úr Sask. \ nefnd til að undirbúa það mál voru kosnir á fundinn, for- seti verzlunarráðsins og bæjarstjór- inn. — Wynyard Advance. Leiðrétting. 31. júlí 1926. Herra ritstjóri:— í tilefni af samtali voru, og sem þú færðir sem fréttagrein í blað þitt Lögberg finst mér eg vera knúður til að leiðrétta ofurlítið mishermi. Þú segir......norður og niður til Fort Providence og sett þar til síðu, heilt keisaradæmi. — Eg sagði að hið upphaflega svæði sem stjórnin lagði til síðu fyrir vísunda norður af Peace River og norður undir Great Slave Lake, það svæði væri á stærð við keisara- dæmi. Fort Providence nefndi er ekki, því það er fleiri tugi mílna frá nefndu plássi. Aftur segir þú .... þá gerðu menn gys að þeirri ráð- stöfun. Nú segir Magnússon að menn væru hættir því, og skildu að það voru spjátrungamir, sem hlægi- legir voru, en ekki King-stjórnin. — Það sem eg sagði, var að margt mætti finna að ráðsmensku vísunda- búsins og margir hefðu atyrt stjórn ina fyrir að flytja visundana norð- ur. En að minu álfti ætti alls ekki að atyrða stjórnina fyrir það fyrir- tæki, því í framtíðinni yrði það að góðum notum fyrir land og lýð. Að menn væru hættir að hlæja sagði eg aldrei, því það er öðru nær, ráðsmenskan á búinu er mjög skop- leg en hvorum það er að kenna ráðsmanni búsins, eða King stjórn- inni, læt eg ósagt að sinni. Með von um að þú gefir linum þessum rúm i blaði þinu er eg þinn einlægur B. Magnússon. * * • .4 thugasemds— Við ofanprentaða athugasemd skal það tekið fram að i frétt þeirri eftir hr. Birni Magnússyni, sem stóð í Lögbergi nýlega hefir mis- prentast Fort Providence fyrir Point Providence, sem er rétta nafnið á stað þeim sem visunda- hjörð stjómarinnar er haldin á og þar sem talað var um að menn væru hættir að gjöra gys að King Þ >m- inni fyrir framkvæmdjr sinar i þvi máli. þá áttum vér auðvitað að við hugmyndina sjálfa, en e'kki bráða- byrgðar fyrirkomulag. — Ritstj. Hveitisamlagið. Manitoba Samvinnu Bandalagið. Með því augnamiði að efla sam- vinnufélagsskapinn og auka þekk- ingu á honum og kynna almenn- ingi þær hugsjónir, sem hann byggist á, var samvinnu banda- lag þetta stofnað á fundi í Winni- peg hinn 10. júlí, þar sem mættir voru fulltrúar frá hinum ýmsu samvinnufélögum í fylkinu. Þetta bandalag kemur í staðinn fyrir hið svo nefnda “Advisory Council”, sem sett var í fyrra til að hafa umsjón með því að selja bændavörur í sameiningu. Hefir sú nefnd undirbúið stofnun þessa bandalags. Þessir menn hafa verið kosnir fáðsmenn bandalagsins: F. W. Ransom, G. W. Toveel, W. A. Land- reth, A. J. Axelson, R. B. Dickin- son. Hon. A. Prefontaine talaði á fundinum og bauð fulltrúana vel- komna. Sagðist hann hafa mikla trú á samvinnu hugmyndinni og óskaði1 þess, að fá sem greinileg- astar upplýsingar um gerðir bandalagsins. George Keen, skrif- ari Co-operative Union of Can- ada” var einnig staddur á fund- inum og hjálpaði til að semja grundvallarlög bandalagsins. Aðrir viðstaddir voru: F. W. Ransom frá Manitoba hveitisam- lagiilu; A. J. Axelson, frá Star- buck Co-operation Association; R. B. Dickson, frá Solsgtrih Co-op- erative See Oat Growers Associ- ation; R. B. Dickson, frá veð cS ation; A. McjKay, frá Manitoba Co-operative Dairies, Ltd.; Dr. Campbell frá Austin C°-0Perariv® Store; W. A. Landreth, frá Mani- toba Co-operative Egg and Poul- try Association; W. Grainger, frá Woodridge Co-operative Associa- tion; Alex Pearcy, frá Dugald Co- operative Association. Sjóður hveitinefndarinnar geng- ur til 'Samvinnufélagsskaparins. Samkvæmt ráðstöfun sambands- stjórnarinnar frá 7. febr. 1925, var fjármála ráðherranum í Ottawa falið að skifta $560,000 af þeim $757,000, sem hveitinefndin Wafði afgangs, milli fylkjanna þannig, að Saskatchewan fær 50.75 prct., Manitoba 23 prct. Alberta 20 prct, Ontario 4.75 prct., Quebec 1.15 pct og British Columbia .35 prct. Það sem kom í hlut Manitoba- fylkis, nam $128,000. Þessum peningum hefir stjórn f ylkisins varið til að kaupa hlutabréf í Canadian National járnbrautrfé- Iginu, sem sambandsstjórnin á- byrgist og sem gefa 5 prct. vöxtu. Samkvæmt lögum, sem samþykt voru á síðasta fylkisþingi, er sér- stök nefnd skipuð, sem nefnd er “The Co-operative Marketing Board”, sem sér um vextina af þessum peningum og ver þeim til að styrkja samvinusölu á afurð- um þeim, er bændrnir í Manitoba framleiða. Þeir sem þessa nefnd skipa, eru: Hon. A. Prefontaine, akur- yrkjumála ráðherra, formaður; W. A. Landreth, R. D. Colquette, F. W. Ransom, G. W. Tovell Prof. H. C. Grant, G. H. Brown. Nefnd- in hélt sinn fyrsta fund hinn 8. júní, ogkaus sér það skrifara, sqjn er P. H. Ferguson, M. S., sem var kennari við búnaðarskóla Mani- toba fylkis. Nefndin hefir lagt það fyrir Mr. Ferguson, að kom- ast í samband við samvinnufélög í fylkinu og gefa nefndinni upp- lýsingar um þau. Fyrsta borgun hveitisamlags- ins 1926 v Ráðsmenn söludeildar hveiti-; samlagsins hafa ákveðið að þetta ár verði fyrsta niðurborgun fyrir korntegundir þær, er hér segir. Alt miðað við Fort William: hvert bushel. Wheat, No. 1 Northern.... $1.00 Oats 2 C. W...................34 Barley, 3 C. W................50 Flax, 1 N. W............... 1.50 Rye, 2 C. W...................70 Lesendum er boðið að leggja fram spurningar viðvíkjandi hveiti samlaginu og verður þeim svar- að hér í blaðinu. Félag Vestur-íslendinga í Reykjavík. Fundur í félagi Vestur-íslend- ir.ga í Rvík var haldinn á Hótel Heklu 31. marz s.l. Séra Ragnar E. Kvaran og frú hans voru boð- in á fundinn. Formaður félags- ins mintist nokkrum orðum á væntanlegt samstarf við Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi. Séra Ragnar Kvaran flutti því næst fróðlegt erindi. Fór hapn nokkrum orðum um menn og mál vestra, stefnur í andlegum málum, og þau áhrif, sem hann hefði orðið fyrir þar í landi. Því næst sagði hann ítarlega frá því markverðasta, sem er að gerast í félagsmálum meðal íslendinga vestra, einkanlega þjóðræknis- sfarfseminni. Hann kom víða við og var erindið hið fróðlegasta. Verður eigi gerla frá því sagt í stuttri grein, enda mun bráðlega birtast grein eftir Kvaran um samskonar efni í Morgunbl. Þess má geta þó, að mikið fjör er í þjóðræknisfélagsskapnum vestra og starfað að mörgum merkum ! málum (Sbr. og smágrein í næst-1 síðasta blaði). M. a. stakk ræðu-1 niaður upp á því, að hæfur maður bér á landi væri fenginn til þess að skrifa yfirlitsgreinar um hin nerkustu mál, sem hér eru á döf- inni, til birtingar í íslenzku blöð- unum vestra, svo íslendingar í Vesturheimi hefðu alt af glögga hugmynd um þau mál, sem mest er um vert á íslandi. Það þyrfti að halda áhuganum á íslenzkum málum vakandi með því o. fl. For-! maður félagsins stakk síðar^ upp i á þeirri hliðstæðu hugmynd, að | fenginn væri hæfur maður vestra til þess að skrifa yfirlitsgreinar um vestur-íslenzk mál í íslenzk blöð. Kvaðst hann hafa gert rokkuð að því sem forstöðumaður Fréttastofu Blaðamannafélags Is- lands, að senda út tilkynningar til blaðanna um ýmislegt vestra, en þó minna en vera bæri, vegna ó- ! nógs kunnugleika á ýmsum mál- um. Ef nú Þjóðræknisfél. vildi láta sqmja slíkar yfirlitsgreinar um vestur-íslenzk mál í íslenzk blöð, kvað hann fréttastofuna fúsa j til þess að koma þeim ál^ramfæri við blöðin. Séra Friðr. Hallgrims- son stakk upp á því,að gefin væri út snotur bók með myndum, með ýmsum upplýsingum um systkini okkar vestra, sögu þeirra, kjör og baráttu, ágrip af æfisögum hinna merkustu Vestur-lslendinga 0. s. frv. Kvaðst hann hafa þá trú, að slíku kveri mundi vel tekið bæði vestra og hér, og full .nauðsyn á útgáfu þess. Formaður félagsins mintist þá á hliðstæða hugmynd, sem dr. Guðm. Finnbogason kom með í erindi, sem hann hélt í fé- laginu í fyrra vetur, nfl. að gefin verði út nokkurs konar sýnisbók vestur-íslenzkra bókmenta, úrval af sögum, greinum og ljóðum hinna beztu vestur-íslenzku rit- lenzkra rithöfunda. Stgr. Arason kennari talaði um viðskiftasam- band í sambandi við aukin kynni, þá staðreynd, að þær þjóðir, sem skifti mikið saman, hafi bezt tæki- færi til þess að kynnast, ekki ein- göngu á viðskiftasviðinu, heldur cg á öðrum sviðum. Mintist hann á Hudsons Bay járnbrautina í þessu sambandi og þær vonir, sem menn hefðu eitt sinn gert sér um, að íslandi mundi hagur af verða, er hún yrði fullger, nfl. að ísland yrði þá viðkomustaður skipa, er sigla milli Stóra Bretlands og Hudson Bay og ef til vill korn- geymslustöð. Séra Kvaran sagði frá Hudson Bay járnbrautinni, hvað er að gerast í því máli nú. Kvað hann sér kunnugt um, að nokkrir merkir vestur-íslenzkir fésýslumenn hefðu fullan hug á, að setjast að við Hudson Bay, þeg- ar járnbrautin er fullger. Engu verður auðvitað um það spáð, hvort nokkrar af þeim vonum, sem hér að framan er minst á, rætast. En verði íslenzkir kaup- sýslumenn búsettir við Hudson Bay mun engin fjarstæða að spá því, að þeir tímar komi, að á kom- ist viðskiftasamband milli ís- lenzkra kaupsýslumanna og þeirra. Friðrik Björnsson skipstjóri hélt því næst góða ræðu um fé- lagsmál. Kvað hann stjórn Fé- lags Vestur-fslendinga hafa rétt Þjóðræknisfélaginu höndina með samstarf á sem flestum sviðum fyrir augum, og kvaðst vona, að margt gott mundi af leiða, þó hann yrði að átelja þann drátt, sem hefði orðið á svari frá Þjóð- ræknisfélaginu. Hólmfríður Árna- dóttir mintist nokkrum orðum á elzta meðlim félagsins, præp. hon. Bjarna Þórarinsson. Varð hann 71 árs daginn eftir. Vottuðu við- staddir honum virðingu með því að standa upp og óskuðu honum til hamingju. Þakkaði hann með nokkrum orðum. Séra Bjarni hefir verið hinn bezti félagsmað- ur og í hvívetna látið sér ant um hag og sæmd félagsins. —'Ráðgert er, að innan skamms verði aftur fundur í félaginu. Verða þá rædd félagsmál og á þeim fundi mun Hólmfríður Árna- dóttir að öllu forfallalausu flytja erindi. Hún er fyrir skömmu komin úr níu mánaða vesturför og kann frá mörgu að segja. Hún ei nú vara-forseti félagsins, en var forseti þess í hitt eð fyrra. Félags Vestur-lslendinga biður mikið starf. Það getur látið mik- ið gott af sér leiða á ýmsum svið- um. En það getur það því að eins, að allir meðlimir þess, karl- ai og konur, leggi hönd á plóginn. —Sdbl. Askell. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum Jdcss hve efni cg útbúnaður er [fuilkominn. KíeveI Erewing Co. Limited St. Boniface Plioness IS1178 N1179

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.