Lögberg - 05.08.1926, Page 6
Mla. «
LÖGEERG FEMTUDAGINN,
5. ÁGÚST 1926.
Dularfullu far-
þegarnir
Eftir Allen Upward.
Nú mátti engin mínúta missast. Spæjarinn
lagði Láru í ganginn, þaut svo inn í svefnher-
bergið og gaf frúnni tilfinnanlega högg með
'kreptum hnefa, sem kom henni til að þagna, að
minsta kosti fáeinar stundir.
Svo tók hann upp skammbyssuna og spenti
hana, og fór aftur til hjálparlausu konunnar.
“Komið þér, lafði Redleigh,” sagði hann
glaðlega, “við skulum strax fara burtu héð-
an.”
Hún leit undrandi til hans og hopaði á hæli.
_ “Nei, nei, stamaði hún svo, “eg má ekki
fara.. Hér eftir má eg ekki yfirgefa þetta her-
bergi, á meðan eg lifi. Vitið þér ekki hver eg
er? Eg er ekki lengur lafði Redleigh, eg er orð-
in frú Merchant, sú bandóða.”
Hún talaði þetta ekki reiðilega,’ en með kvein-
andi og blíðri rödd. Spæjarinn greip um úlnlið
hennar með vinstri hendi, og að hálfu leyti dró
og að hálfu leyti bar hana gegnum ganginn. 1
hægri hendi hélt hann á skammbyssunni og
skriðbyttuna hafði hann hengt á hnapp í treyj-
unni sinni. En þegar hann ikom að enda gangs-
ins blasti skær birta á móti honum, og hann sá
dr. Raebell og tvo eftirlitsmenn standa í vegi
fyrir sér. Hinn fyrsti var með skammbyssu í
hendi sinni, eins og hann sjálfur; hinir tveir
héldu á stórum bareflum, og allir voru þeir
ilskulegir á svip.
“ Stöðvið þau!” kallaði læknirinn til manna
sinna, og miðaði byssunni um leið á Wright.
“Það er sú vitskerta, sem ætlar að strjúka, og
hxin hefir fengið brjálaða manneskju með sér.”
Andlit Láru var hulið af langa hárinu, sem
fallið hafði niður um það mjög óreglulega, þeg-
ar verndari hennar dró hana með sér. Nú slepti
hann henni og ýtti henni alúðlega að veggnum,
miðaði svo skammbyssunni á læknirinn og sagði
djarflega:
“Dr. Raebell, eg ræð yður til að lofa mér að
halda áfram!”
“Nei, látið þið hann ekki sleppa út! Hann
er brjálaður!” hrópaði læknirinn. “Takið þið
skammbyssuna úr hendi hans.”
“Ef þið stigi, eitt skref enn,^ hleypi eg úr
skammbyssunni,” sagði Wright.
Þeir hopuðu á hæli.
“Látið þið okkur halda áfram, annars verð-
ur það ykkur dýrt spaug,” sagði Wright og
gekk áfram.
“Nei, aldrei, ef þér komið nær, skal eg
skjóta,” svaraði Raebell, sem var mjög fölur,
en ákveðinn.
Litla stund stóðu þeir og horfðu hvor á ann-
an. “Skal eg verða neyddur til að drepa einn
þeirra?” hugsaði Wright. “Hver er þó þessi
maður?” spurði Raebell sjálfan sig, og svo
rauf hann þögnina.
“Hver eruð þér?” spurði hann. “Þér er-
uð ekki einn af mínum sjúklingum.’/
“Jú, eg er einmitt einn af yðar sjúklingum,”
svaraði spæjarinn. “Eg er sá, sem þér veittuð
móttöku undir falska nafninu frú Armytage,
eins og þér tókuð á móti lafði Redleigh undir
falskajiafninu frú Robins, er þér svo létuð jarð-
setja frú Merchant undir.” 1
Það var eins og læknirinn hefði fengið högg
á andlitið við að heyra þessi orð, hann reikaði
aftur á bak utan við sig af undrun og hræðslu.
Wright notaði sér þetta undir eins, hann sneri
sér að eftirlitsmönnunum og sagði með hótandi
rödd: “Það er komið upp um glæpi húsbónda
yðar, eins og þið sjáið. Lítið þið, á hann, og
hlýðið honum ef þið þori. Hann veit ofurvel,
að eg er ekki brjálaður. Eg kom hingað til að
rannsaka hvernig lafði Redleigh hefði dáið, hún
sem gekk undir nafninu frú Ro.bins, eg var
hræddur um að hún hefði verið myrt. Eg er
leynilögreglumaður frá London, og er sendur
hingað af jarlinum af Fatheringham, og eg
hefi vini hér úti fyrir, sem munu senda lögregl-
una hingað til að rannsaka hælið hátt og lágt,
ef eg skyldi hverfa eða verða haldið hér kyrr-
um. 1 nafni drotningarinnar skipa eg ykkur að
láta mig óhindraðan halda áfram.”
Vandræðalegir og ráðalausir víku þeir úr
vegi fyrir honum; hann tók hendi Láru og hún
gekk áfram ásamt honum, en þá gerði Raebell
síðustu tilraunina til að frelsa sig og stofnun
sína.
“Takið þið konuna,” hrópaði hann. “Það
hefir enginn heimild til að taka hana héðan.”
Menn hans hikuðu eitt augnablik, en litu út
fyrir að ætla að hlýða honum, en svo alt í einu
fleygðu þeir bareflunum og reikuðu skjálfandi
aftur á bak um leið og þeir hvísluðu:
“ Svápurinn hennar frú Robins!”
Lára hafði ýtt hárinu til hliðar og starði í
augu þeirra, og þeir urðu svo hræddir af að sjá
hana, sem þeir höfðu nýlega verið með að jarð-
setja, að þeim lá við yfirliði. Wright, sem furð-
aði sig á snarræði Láru og hentugu framkomu,
hraðaði sér fram hjá þeim til útidyranna. Þar
gat hann undir eins ýtt rennilokunum frá og
tekið slagbrandinn burt, og á næsta augnabliki
voru þau úti í garðinum. En um leið og þau
hröðuðu sér að stóra girðingarhliðinu, heyrði
Wright, að verið var að elta þau. Dr. Raebell
var sjáanlega búinn að ná sér aftur, og hafði
fengið menn sína til að hjálpa sér við þessa síð-
ustu tilraun. Það var nú ekki um annað að
gera fyrir flóttapersónurnar, en að hlaupa eins
og þær gátu.
“Komið þér, lafði Redleigh,” sagði Wright
alvarlegur, “við verðum að flýta okkur betur
— við verðum að hlaupa.”
Honum til undrunar hlýddi hún honum, og
áður en ofsóknarar þeirra náðu þeim, stóðu
þau við dyr garðhússins.
Wright barði hart að dyrum, og garðyrkju-
maðurinn kom bráðlega út.
“Hvað er þetta?” spurði hann. “Hver er-
uð þið?”
Wright sagði honum fljótlega frá öllu.
“Eg er leynilögregluþjónn, sem var sendur
hingað til að rannsaka hvernig dauði frú Rob-
ins hefði átt sér stað. Eg fann hana lifandi og
tek hana nú burtu héðan. Opnið þér strax hlið-
ið fyrir okkur.”
Maðurinn skildi hann ekki strax.
“Þetta getur ekki verið rétt, hr. Eg sá
sjálfur með mínum eigin augum, að frú Robins
var jarðsett, og auk þess má eg ekki opna hliðið
án leyfis húsbónda míns.”
“Húsbóndi yðar er bófi, sem hefir brotið
lögin, og sem þess vegna reynir nú alt hvað
hann getur til þess að forðast hegningu. Ef
þér efist um orð mín, lítið þér þá á andlit þess-
arar konu.”
Garðyrkjumaðurinn athugaði konuna og
hröklaðist aftur á baík; en samt þorði hann ekki
að opna hliðið. Nú voni ofsóknararnir svo ná-
lægt, að þeiggátu hrópað til þeirra.
“Nei, eg get það sannarlega ekki, hr.; eg
hefi skipanir húsbóndans, og þeim verð eg að
hlýða.”
A sama augnablikinu heyrðu þeir rödd hús-
bónda hans. “Þetta er rótt, Campbell! Það eru
tvær vitstola manneskjur, sem ætla að strjúka
frá okkur. Sleptu þeim ekki út!”
Spæjarinn sneri sér nú hægt við. Nú var
bardagi óumflýjanlegur. “Gott”, sagði hann
við garðyrkjumanninn, sem var mjög hræðslu-
legur, en jafnframt þrjózkur. “Ef blóðsút-
hellingar eiga sér stað þá er það yður að kenna.
Þessir djöflar skulu ekki taka þessa konu til
sín aftur, og eyðileggja seinustu leifar skyn-
semi hennar, á meðan nokkur ögn af lífi er í
Jónasi Wright. Ef eg verð deyddur, látið þá
lávarð Fatheringham vita það — svo mikið
munuð þér máske vilja gera fyrir okkur.”
An fleiri orða lyfti hann skammbyssunni
upp og skaut á þá sem komu. Það var of dimt
til þess,-að hann gæti miðað rétt, svo skotið
varð gagnslaust.
En nú gerði Lára nokkuð, sem vakti undrun
Wrights. Hún sneri sér að garðyrkjumannin-
um og sagði:
“Hvernig líður litlu Ellu?”
Ahrifin voru töfrandi. Maðurinn stundi
þúngan og stamaði: “Nei, þetta get eg ekki
þolað!” Hljóp svo inn eftir lyklunum.
Nú eru óvinirnir komnir í skotmál, og Rae-
bell skaut nú á Wright, svo kúlan hitti hann í
hægri fótinn; þó datt hann ekki, en sendi þeim
undir eins þrjú skot, hvert á fætur öðru, með
þeim árangri, að dr. Raebell féll, og annar
fylgdarmaður hans fékk kúluna í öxlina, sem
kom honum til að fleygja bareflinu, og flýja.
Hinn þriðji, sem var ósærður, þaut til Wrights,
áður en hann gat skotið, og réðst á hann; og þar
eð Wright var orðinn máttvana af bóðmissi, gat
hinn fleygt honum til jarðar, en í því kom garð-
yrkjumaðurinn út, með Iyklana að hliðinu í
hendi sinni.
“Frelsið hann! Ó, frelsið hann!”
Það var Lára, sem hróaði þessi orð, og vin-
ur hennar lét hana okki endurtaka þau. Hann
hóf stóra lykilinn hátt upp yfir höfuð sitt, og
barði vökumanninn á ennið með honum, um leið
og hann feldi Wright.
Maðurinn var hálf dauður af högginu, svo
nú var ekki um mótstöðu að ræða. Wright stóð
strax upp, án þess að láta sárið tefja sig, og fór
að þakka garðyrkjumanninum.
“Þetta skal reynast yður það bezta dags-
verk, sem þér hafið nokkuru sinni unnið,” sagði
hann.
“Nú — jæja,” svaraði maðurinn með sinni
skozíku mállýzku, “eg skeyti ekkert um, þó hús-
bóndi minn hafi orðið fyrir halla, en auðvitað
missi eg stöðu mína; en eg gat ekki sta8ið kyr
og horft á það, að þeir hefðu dregið þessa ves-
alings konu inn í hælið aftur, sem hefir verið
svo góð við litlu stúlkuna mína, hvort sem hún
er brjáluð eða ekki.”
“Hún er ekki meira brjáluð en þér eða eg,”
svaraði spæjarinn alvarlegur. Og nú kom Lára
ekki með neinar mótbárur.
A næsta augnabliiki var stóra hliðið opið, og
lafði Redleigh og frelsari hennar voru á leið til
íStirling, en vinur þeirra og hjálparmaður fór
aftur inn til að líta eftir hinum særðu.
, I
(
NITJANDI KAPITULI.
I
Alt er ekki búið enn þá.
Jarlinn af Fatheringham sat í Iestrarher-
bergi sínu. Fyrir framan hann lá hréf til hr.
Smith í Stolne. An þess að opna það, .breytti
jarlinn utanáskriftinni til hr. Armytage, St,
Bartholomeus götunni 45, Glasgow.
Þjónn kom, inn; hann var all-vandræðaleg-
ur á svip. ^
“Það er maður úti, Iávrarður, sem vill fá að
tala við yðar hátgn, hann nefnir sig hr. Army-
tage.”
“Láttu hann undir eins koma inn,” sagði
jarlinn, um leið og hann stóð upp af stólnum.
Hann vissi undir eins hver þetta var, og
varð heldur ekki fyrir vonbrigðum, þegar mað-
urinn kom inn. Sá maður, sem hann kyntist
fyrst undir nafninu, hinn æruverði hr. Coping-
stone, og svo sem skyttunni Smith, kom inn dá-
lítið haltur, í vanalegum göfugmenna klæðnaði.
Jarlinn starði fast á hann, þangað til þjónn-
inn var farinn og hafði loikað dyrunum á eftir
sér. t
“Nú, hr. Wright?”
“ Já, lávarður, eg hefi allmikið að segja yð-
ur, en eg veit ekki með vissu, hvar eg á að byrja.
Það er máske bezt, að eg byrji á því, að af-
henda yðar hátign þetta handrit, það fanst í
herberginu, þar sem lafði Redleigh hafði
dvalið. ’ ’
Lávarður Fatheringham tók við því og las
utanáskriftina. Hann kiptist við.
“En hvers vegna er áritunin til mín?”
“Lesið þér innihaldið, yðar hátign, og þá
getið þér skilið það.”
“En það hefir einhver opnað það nú þeg-
ar.”
“ Já, eg gerði það. Eg vona að yðar hátign
ásaki mig ekki fyrir það, þegar þér hafið heyrt
allar kringumstæðurnar, sem eg skal segja yð-
ur frá, þegar þér eruð búinn að lesa það.”
Lávarður Fatheringham hnyklaði brýrnar.
“Jæja, fáið þér yður sæti,” sagði hann.
“Hvernig hafið þér meitt, yður í fótinn?”
“Ó, það er dálítil endurminning frá dr. Rae-
bell, og eg hefi líklega gert það enn verra með
því, að ganga hér um bil tvær mílur, þegar eg
var nýbúinn að fá hana. En eg held, að það
muni brátt batna til fulls.”
Hann settist, og lávarðurinn sat og las hin-
ar hryggilegu viðurkenningar Láru. Hann las
handritið til enda, án þess að líta af því ein^
mínútu. En Wright, sem athugaði hann, sá að
hann ýmist roðnaði eða fölnaði á meðan hann
las. Þegar hann hafði lokið lestrinum, Jft'aut
hann blöðin saman og stakk þeim í brjóstvas-
ann .
“ Sé réttlæti til undir sólinni,” sagði hann,
og nísti tönnum af gremju, “þá skal dauða
hennar verða hefnt.”
“Nú—þetta er máske alt ekki eins slæmt,
eins og þér haldið,” sagði Wright rólegur.
“Við hvað eigið þér? Hvað hafið þér ann-
ars upþgötvað? Talið þér, maður!”
“Eins og yðar hátign sér, þá endar þetta
handrit mjög snögglega, og þér hafið enga
sönnun fyrir því, að hræðsla og grunur lafði
Redleigh, hafi við nobkuð að styðjast.”
“Ó, hlífið mér við öllum yðar útúrdúrum.
Snúið yður strax að málefninu. Eg krefst þess
af yður.”
“ Jæja, þá skal eg strax láta yður vita, að
lafði Redleigh er lifandi.”
Lávarður Fatheringham geispaði, og svo
krepti hann hnefana til að dylja geðshræring
sína. Nokkurum sinnum opnaði hann varirn-
ar til að tala, en geðshæring hans var of mikil
til þess, að hann gæti sagt eitt orð.
Með þögulli lotningu athugaði spæjarinn,
hvemig þessi innri bardagi gekk fyrir sig hjá
hinum drambsama, óframfærna, einmanalega
manni. Hann beið, þangað til út leit fyrir, að
jarlinn hefði jafnað sig. Svo fór hann að segja
frá öllu, smáu og stóru, sem fyrir hann hafði
komið, frá því hann lagði af stað til iSkotlands.
Aður en hann var kominn langt með sögu
sína var gripið fram í fyrir honum með spurn-
ingunni:
“En hvar er hún nú, eftir alt þetta? Hvað
hafið þér gert af henni? Hún er líklega ekki í
hælinu enn þá?”
“Nei, nei, hún kom hingað ofan eftir með
okkur. Hún er hér í nágrenninu.”
“Hvar þá? Hjá föður sínum?”
“Nei, hann hefir ekkert fengið að vita um
hana enn þá. Eg lét hana vera hjá hr. Ha-
worthy. ’ ’
Það leit út fyrir, að jarlinn væri ánægður
með þetta, og Wright hélt áfram sögu sinni.
Margbreyttar tilfinningar komu í Ijós á andliti
jarlsins, meðan spæjarinn lýsti hælinu, íbúum
þess, eiganda þess og frú Ferrier, en undir eins
og hann byrjaði á frásögninni um frú Mer-
chant, veifaði jarlinn hendinni til varnar.
“Hlífið mér við þessum óttalegu viðburð-
um,” sagði hann. “Segið mér að eins hvernig
þér funduð lafði Redleigh.”
“Það er einmitt það, sem eg er að gera, lá-
varður,” svaraði Wright rólegur, og hélt svo
áfram.
Hann sá, að andlit jarlsins varð öskugrátt,
eftir því sem hann heyrði meira. Það leit út
fyrir, að þessar hræðilegu lýsingar væri meira,
en hann gæti þolað. Spæjarinn hætti því sögu
sinni snöggvast og sagði:
“Verið þér húgrakkur, lávarður. Þér eigið
enn margar vonir, sem munu rætasL”
Svo byrjaði hann aftur, og jarlinn hlustaði
þegjandi á söguna um það, hvernig hann fann
Láru, , og. í hve hræðilegu ásigkomulagi hún
var. En þegar spæjarinn fór að segja frá við-
burðinum í ganginum, þar sem hann varð að
ganga fram hjá óvinum sínum, leit lávarður
Fatheringham þakklátlega til hans og sagði:
“Þetta var hraustlega gert af yður.”
Wright hneigði sig, hélt áfram og sagði frá
viðburðunum við hús garðyrkjumannsins, og
hinn síðasta vonlausa samfund við ofsóknarana
Þr*<á-
Þá fleygði jarlinn frá sér allri varkárni
sinni, stóð upp af stólnum, gekk til spæjarans
og þrýsti hönd hans hlýlega.
“Þér eruð ágætur maður, og eg er forsjón-
5nni þakklátur fyrir það, að láta okkur mæt-
ast,” sagði hann.
Wright roðnaði af gleði og varð mjög við-
kvæmur, ekki eingöngu yfir hrósi jarlsins, en
jafnframt yfii^ því, að nú mintist hann ekki á
neina borgun.
“Nú, lávarður,” endaði hann , “við slupp-
um lifandi, og gengum þessa sjö mílufjórðunga
til Stirling. En nú kemur það markverðasta í
allri sögunni. Þegar eg fann lafði Redleigh,
var það engum efa bundið, að hún hafði að
nokkuru leyti mist vitið, sökum allra þeirra
skelfinga, er hún hafði orðið að þola þessa þrjá
daga í hinum viðbjóðslega klefa, og eg var
hræddur um, að það mundi taka langan tíma,
áður en hún næði sér til fulls aftur. En það
reyndist á annan veg. Það lítur út eins og síð-
asta æsingin og hræðslan, sem fyrir hana kom,
hafi vakið eðlisleiðslu hennar, og þvingað heil-
ann til að vinna á vanalegan hátt. Þegar eg
kom út á brautina, sá eg að hún, var orðin öll
önnur. Þó” — bætti hann við, því hann sá
gleðigeislana í augum áheyranda síns — “þó
ætla eg ekki að fullyrða, að hún sé orðin alveg
jafngóð og áður. En henni hefir þó alt af far-
ið fram frá því augnabliki.”
Lávarðurinn stundi af ánægju og þakklæti.
“Og svo er enn þá eitt.” Wright þagnaði
snöggvast og leit efandi á lávarðinn. “Eg er
dálítið feiminn við að segja það; en gagnvai^t
göfugmenni, eins og yðar hátign, er mér líklega
óhætt að láta það í Ijós, og svo er það áríðandi
fyrir yður, að fá að vita það.”
“Já, segið mér alt, dyljið ekkert fyrir mér;
eg held eg hafi heimild til að fá að vita alt,”
sagði jarlinn ákafur.
“Jæja, yðar hátign hefir í bréfinu eða sög-
unni séð, að lafði Redleigh ber sérstaka vin-
áttu — hefir sérstakt traust á vðar hátign. En
það furðaði mig —* raunar ekiki þá, en seinna,
þegar eg fór að hugsa um það, eins og einkenni-
legan viðburð, að fyrsta tilraunin, er hún sýndi
—fyrsta merkið um vit og skilning, sem hún
gaf, var eftir að eg hafði sagt henni, að eg hefði
umboð yðar hátignar.”
“Einmitt það?”
“Og svo aftur hjá garðyrkjumannshúsinu,
eftir að eg í annað skifti hafði nefnt nafn yðar,
var j)að að hún kom mér til hjálpar, og bjargaði
okkur, með beiðni sinni til garðyrkjumannsins.”
“Já, einmitt það.”
“A leiðinni til Stirling ávarpaði eg liana og
nefndi nafn yðar aftur; að sönnu var of dimt
til þess, að eg sæi andlit hennar, en eg gat heyrt
það, að hún talaði við mig á alt annan hátt, þeg-
ar eg nefndi nafn yðar. Undir eins og eg var
búinn að koma henni fyrir á hóteli í Stirling,
útvegaði eg henni hjúkrunarstúlku, sem mér
var vísað á og mælt með, og sem leit út fyrir
að vera áreiðanleg, og henni sagði eg eins mifc-
ið af því, sem fyrir hafði komið, og eg áleit
nauðsjmlegt vera. Eg krafðist þess af henni,
að hún yfirgæfi ekki lafði Redleigh eitt augna-
blik, að tala eins mikið við hana og hún gæti, um
blátt áfram og gleðileg efni, og í hvert skifti
sem hún sýndi merki til þess, að falla aftur í
sitt fyrverandi ásigkomulag, að fara þá að tala
um yðar hátign, og afleiðingin af því hefir hing-
að til verið mjög góð.”
“Eg sé, að þér hugsið um alt. Þó er það
eitt, sem yður hefir ekki dottið í hug.”
“Hvað er það, lávarður?” spurði spæjarinn
dálítið gremjulega.
“Það skal eg strax segja yður; en segið mér
nú alla yðar sögu fyrst. Hvað gerðuð þér svo,
þegar þér voruð búinn að útvega þessa hjúkr-
unarfconu í Stirling?”
“Svo fann eg laöknir, til að líta á sárið mitt.
Hann sagði, að eg yrði strax að fá umbúðir um
sárið, og að eg yrði að liggja í rúminu fyrstu
sex dagana. Hann hefði eins vel getað skipað
mér að liggja þar í sex ár. Eg fór að sönnu í
rúmið, en var þar að eins um nóttina; svo fór
eg á fætur og út, og sendi símrit til hr. Ha-
worthy, þar sem eg sagði honum, að hann mætti
búast við okkur, og svo fórum við með lestinni
til Glasgow. Aður en eg fór af stað, sendi eg
mann til sinnisveikra hælisins með nafnspjald-
ið mitt, og bað að senda mér farangur minn, á-
samt öllu, sem lafði Redleigh ætti þar.”
“Hvað þá? Gerðuð þér þetta í raun og
veru? Og þeir létu yður fá þetta? t hvaða á-
sigkomulagi fann, sendimaðurinn þá?”
“Nú—eg sendi bréfið mitt til dr. Raebell
eða frú Ferrier, ef hann væri ekki fær um að
taka á móti því. Eg sagði þeim til syndanna í
bréfi mínu, sem endaði með því, að þar eð lafði
Redleigh væri nú í afturbata, og þar eð þau
hefði eflaust verið verkfæri í höndum manns
hennar, þá ætlaði eg ekki að eiga meira við þetta
. mál. >Svo bætti eg við í eftirskrift, að eg von-
aði að þeim liði nofckurn veginn vel, þó að þau
hefði orðið fyrir dálítilli truflun síðastliðna
nótt.”
“Og hvaða svar fenguð þér svo?”
“Ó, einmitt það, sem eg hafði búist við.
Hóflaust ska'mmabréf frá dr. Raebell sem sagði
mér, að eg hefði skotið hann í höfuðið, og að
hann ætlaði nú að láta taka mig fastan fyrir
þjófnað, innbrot, fyrir að beita valdi og morð-
tilraun, og að frú Ferrier gæti ekki batnað hin
voðalega veiki, sem eg hefði orsakað henni með
minni svívirðilegu breytni við hana; hann
kvaðst vera viss um, að hann fengi að njóta
þeirrar ánægju að sjá mig hengdan. 'Seinast
skrifaði hann, að lafði Redleigh væri hættulega
brjáluð, sem hefði valdið honum mikillar fyrir-
hafnar og ónota, og að hann hefði ekki gert
annað við hana, heldur en nauðsynlegt var.”
Nú þagnaði spæjarinn eina mínútu, en bætti svo
við: “Samt var hann svo hygginn, að senda
mér það, sem eg bað um. Það var garðyrkju-
maðurinn og litla stúlikan hans, sem komu með
það, og hann sagði mér, að það væri að eins lít-
ill snepill af eyra læknisins, sem eg hefði eyði-
lagt, og að frú Ferrier hefði engan baga liðið
af. meðferðinni, sem hún fékk.”
“Og hvað gerðuð þér svo við þau?”
* ‘ Við manninn og barnið ? Eg var svo djarf-
ur að koma með þau hingað. Eg áleit, að yður
fcynni að þykja gaman a ðsjá þau. Þau eru ein-
hversstaðar úti í garðinum.”
Lávarðurinn brosti vingjarnlega til spæjar-
ans og hneigði sig samþykkjandi.
“Eg skal sjá um, að þau iðrist aldrei eftir
þessum vistaskiftum,” sagði hann.
“En hvað var það, sem yðar hátign sagði
að eg hefði gleymt?” spurði Wright enn þá dá-
lítið gramur.
Enn þá brosti lávarðurinn