Lögberg - 12.08.1926, Page 3

Lögberg - 12.08.1926, Page 3
LÖGBBkG FMTUDiAGINH, 12. ÁGÚST 1926. Me. «. ÍSHS^S^SHS^S^SHSHSBSÍSeSZSZSZSHSHSHSBSHSHSZSHSHSHSHSHSHSHSaSMHSHSHSHSHSHSaSasaSBSHSaSHSaSHSaSHSHSaSHSHSESHSHSHSHSHSHSESHSHSHSHSaSZSHSaSaSHSSSSSHSeSSSaSÍSHSclSaS-asaire ^SHSHSH SÓLSKIN SHSHSHSHSHSHSHSHSHSaSHSHSasasasasasaSasasaSHSaSaSHSHSHSaSHSHSHSHSHSHSHSHSaSHSHSHSHSH^^aSasaSHSasaSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSaSHSHSaSHSHSHSHSHSaSHSESHSaSHSHSHSHSHS, Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Pikkú Matti. 1 skógarjaðrinum stendur lítið býli; glugg- inn á því er ekki stærri en svo, að lítill ljóshærð- ur .barnskollur fyllir upp í hann. Áður fyr var tígulsteina reykháfur á litla bænum, og vegg- irnir voru rauðmálaðir, og lagleg trégirðing umhverfis bæinn og jarðeplagarðinn. En nú er litla býlið orðið næsta fátæklegt, reykurinu leitar nú út um glufu á torfþakinu og trjágirð- ingin er löngu hrunin til grunna. En þessu víkur þannig við, að gömlu hjónin í litla bæn- um, blindur, farlama hermaður og kona hans ellihrum, geta lítið unnið; þau myndu veslast upp og cleyja úr hungri, ef gamli maðurinn væri ekki að ríða net, og gamla konan að búa til birkisópa, og svo legigur sveitin þeim árlega þrjár tunnur mjöls. Öðru máli var að gegna fyrir fimm árum. Þá bjuggu ung og hraust hjón í bænum hjá þeim, sem sé sonur þeirra og ' tengdadóttir. Þau voru dugleg o,g þá voru allsnægtir á heim- ilinu, þangað til ógæfan dundi yfir, því að einn sunnudagsmorgun, hvolfdi stóra 'bátnum, sem kirkjufólkið fór oftast á til kirkjunnar, í storm- hvíðu á miðjum firðinum, á leið til kirkjunnar, og þar druknuðu ungu hjónin, ásamt fleira fólki úr sveitinni. Og þegar kirkju'klukkurnar hringdu til guðsþjónustu, og hljómar þeirra bárust yfir um voginn, var það jafnframt lík- hringing yfir hinum, látnu, sem drottinn hafði kvatt á sinn fund til eilífrar guðsþjónustu á himnum. Nú sátu gömlu hjónin einmana eftir, ein í litlu stofunni með sorg sína og fátækt, og litla sonarsoninn sinn; því að eini arfurinn þeirra, eftir ástkæru bömin, sem fórust, var dreng- hnokki, sem Matti hét, og með því að hann var óvenjulega smár vexti, var hann oftast kallað- ur Pikkú Matti. Sá, er eigi skilur finska tungu, verður að geita sér til um þýðinguna. Hann var rjóður og 'kringluleitur, eins og vel þroskað epli; augu átti hann skær og hrein og fagurblá, og hár hans var sem sæi á gull, en annað gull átti Pikkú atti ekki í eigu sinni. Það var blóm- lega andlitið hans, sem venjulega fylti upp í litla gluggann, þegar eitthvað var um að vera á þjóð- veginum, andspænis litla býlinu. Hafir þú ein- hverju sinni verið þar á ferð, þá hefir þú eflaust séð hann. Þú hefir þá ef til vill átt þar leið um á dimmu og svölu haustkveldi,'Og hefir þá séð eldbjarmann blika úr arainum í fátæklegu stof- unni; blindi öldungurinn keptist við netin sín, gamla konan les upp hátt í biblíunni, en Pikkú Matti situr á skemli.fyrir framan eldinn, m\ð kisu sína í fanginu; hann, hlustar á lesturinn, prúður og stiltur, svo sem hann hafi hugboð 'im, hvað amma sé að lesa, en smám saman læð- ist svefninn í bláu augun hans, augnalokin þyngjast, og loks hnígur glókollurinn að knjám ömmu. Og þótt þú sætir sjálfur í hinuta rík- mannlegasta vagpi, yfir á dimmum veginum, mundir þú eigi að síður renna löngunaraugum inn í fátækt þessarar stofu. Þar býr guðsótti, þar býr sakleysi, þar býr friður bænarinnar, sem græðir sár hjartnanna. Þa býr traustið á guði, sem bætir alt böl. Þessi híbýli eiga auðæfi inn- an veggja; heldurðu, að þau vildu skifta á auð- legð sinni og skrauti kóngshallanna ? En farir þú um veg þennan á sólskinsbjört- um sumardegi, þá munt þú sjá lokað hlið ná- lægt býlinu, og þá verður þú að gera þér að góðu að staldra við, ef enginn kemur itil þess að opna hliðið. En bíddu rólegur. Það líður aldrei á löngu, áður en Pikkú Matti er kominn til þín, hann er ekki vanur að láta standa á sér. Hann stökkur, alt hvað af tekur, gulllokkarnir hans, flögra í golunni, og nú er hann kominn alla leið að hliðinu. Ef þú átt skilding, þá gefðu honum einn, hann vonast eftir því, en gefðu honum helzt fallegan pening, vel skygðan; honum þyk- ir vænst um þá. Ekki þekkir hann verðmæti peninganna; honum þykir jafnmikið varið í eir- pening, sem silfurpening. En varaðu þig að fleygja peningnum á veginn, ef hestur eða vagn er í nánd, því að hugsanir Pikkú Matta ná ekki lengra en nefið á honum; og sjái hann gljá- andi pening liggja á jörðinni, hirðir hann um það eitt, að ná í hann, og skríður þá á fjórum fótum, ef ekki vill betur til. Atyrtu hann samt ekki fyrir það, við vorum engu viti bornari á hans aldri. Pikkú Matti fékk hversdagslega til matar saltfisk og ölblöndu, en stöku sinnum fékk hanti að bragða á jarðeplum og súru smjöri; og hann þreifst mæta vel og varð glaðari með hverjum ári, sem leið. En hann gat staðið á höfði og steypt sér kollhnísu í mjúku grasinu; hann kunpi að fleyta kerlingum t út eftir firðinum, þegar amma gamla var að skola skyrturnar hans. Hann þekti rjúpnaförin á snjónum og gat greint þau frá förunum hans krumma, og var furðu vel að sér um lágfótu gömlu. Hann gat ekið eftir sléttum vegi og setið á hesti ná- grannans, þegar honum var vatnað, sérstaklega ef einhver stóð við hliðina á honum.. Hann gat búið sér til sleða úr smáspýtum og hann tegldi bæði kýr og kindur úr greniköglum. Og er þá upp talin kunnátta Pikkú Matta. Og ætti það að vera nóg fyrir drenghnokka, en hrökk þó ekki, því að Pikkú Matti fór gersamlega á mi$ við einn hlut, sem telja verður til lífsnauðsynja — eg veit ekki hvort eg á að tala um það, — hann átti engar buxur. Það lágu orsakir til þess. Fyrst og fremst voru þau afi hans og amma mjög fátæk, og þar að auki var það siður þar í sveit, að drengir á reki við Pikkú Matta gengju buxnalausir hvers- dagslega; á sunnudögum voru þeir æfinlega prúðbúnir, nema Pikkú Matti. Hann var jafn- snauður þá daga, sem endranær, og var nú far- inn að verða alláhyggjufullur af því. Lengi vel hafði Pikkú Matti enga hugmynd um vöntun sína; hann hljóp og lék sér, kátur og tindilfættur, í stuttu skyrtunni sinni, svo sem aðrar flíkur hefðu aldrei sést eða þekst. En viti menn! Einn sunnudagsmorgun, þegar fólk var að búa sig til kirkju, og var komið niður að sjávarströndinni lýsti Pikkú Matti hátíðlega vfir því, að hann ætlaði að fara til kirkju. “Það nær ekki nokkurri átt, blessað barn,’ mælti amma. “Hví þá ekki?” spurði Pikkú Matti. ‘ ‘ Þú átt engin föt. ’ ’ Pikkú Matti varð steinhissa. “Eg gæti auðvitað lánað þér gamlan kjól af mér,” sagði amma, “en þá halda allir, að þú sért telpa.” “Eg vil ekki vera telpa,” sagði Pikkú Matti, “eg vil vera karlmaður.” “Sjáum til,” sagði amma, “hann þykist vera ikarlmaður sá litli, þó að hann standi ekki út lir hnefa. Vertu rólegur heima, Pikkú minn. ” Og Pikkú sat heima í það sinn. En skömmu seinna var þingað í bænum; þá kom f jöldi fólks úr öllum áttum, og meðal annara kom Vipplústi þangað með myndsjána sína. Þekkir þú. ekki hann Vipplústa? Allir vilja horfa í myndsjána hans; þar er líka margt að sjá. Napóleon með gullikórónu og sverð við hlið; þar er stóri mó- gúllinn með gjörð um magann og ægilegt skegg; þar er Lindagull kóngsdóttir með tígrisdýr í bandi; þursinn Bumbufaxi, og búálfurinn Ábæj- arhöll. Margir gáfu Vipplústa peninga; sumir gáfu honum brauðog sælgæti, sumir gáfu hon- um ekki nokkurn skapaðan hlut og stöku menn hreyttu í hann ónotum, en allir skemtu sér hjá honum. Pikkú Matti heyrði, þegar drengirnir voru að tala um þetta sín á milli, og hann sagðist um fram alt verða að sjá myndsjána. “En sú fjarstæða,” sagði amma þá aftur. “Hví þá það?” spurði Pikkú Matti. “Höfðingjarnir verða þar, dómarinn, hrepp- stjórinn, oddvitinn og brúarvörðurinn. Þang- að getur þú ekki farið buxnalaus.” Pikkú Matti velti þessu fyrir sér um stund, og átti auðsjáanlega í baráttu við sjálfan sig; allar íþróttirnar hans Vipplústa stóðu honum fyrir hugskotssjónum. Loks sagði hann: “En ef amma lánar mér kjól......” “Sjáið þið stúfinn!” sagði amma og skelli- liló, þegar Pikkú Matti labbaði um gólfið í dragsíðum kjólnum. — “Nú ertu öldungis eins og stúlka.” “Ef eg er eins og stelpa, þá fer eg ekki fet”, hrópaði Pikkú Matti. — “Eg er ekki stelpa, eg er karlamður.” “Þú ert engu líkari en telpu,” sagði amma, “en þú getur auðvitað sagt öllum, sem þú mæt- ir á leiðinni, að þú sértkarlmaður. ” “Það get eg,” hugsaði Pikkú Matti með sér og fór. Hann mætti ferðamanni á leiðinni, sem spurði hann: “Getur þú sagt mér, telpa mín, hvar á þingið að vera?” “Eg er ekki telpa,” sagði Pikkú Matti, “eg er karlmaður.” “Það verður þó ekki annað séð,” svaraði ferðamaðurinn. Pikkú Matti svaraði engu orði, en þegar liann kom á þingstaðinn, hrópaði hann svo hátt að allir gátu heyrt: “Eg er ekki stelpa, þótt það sýnist svo, eg er karlmaður.” Karlar og konur skellihlógu, en drengir og telpur slógu hring um Pikkú Matta, klöppuðu saman höndum og æptu há- stöfum: “Sko Maju litlu, hvar fékstu svona falleg f öt, hæ, hæ!” “Amma á kjólinn, en ekki eg,” svaraði Pik- kú Matti. — “Eg er engin Maja, eg er Matti, svo sem þið getið líklega séð.” Þá þreif stærsti og ósvífnasti drengurinn matt og stökk með hann þangað sem mestur mannfjöldinn var saman kominn, og hrópaði af öllu megni: “Hver vill sjá karlmannskríli ? Hver vill sjá karlmann í pilsi?” Pikkú Matti reiddist, og þreif í ubbann á stráknum og lamdi hann, svo sem hann gat. — “Það er kjóllinn hennar ömmu, eg á ekki kjól- inn!” sagði hann og fór svo að gráta. En strákskömmin hrópaði í sífellu: “iSko karl - mann í kvenmannsfötum!” og svo þaut hann með Pikkú Matta æpandi og hljóðandi eftir endilöngum þingstaðnum. Aldrei hafði Pikkú komist í þvílíka raun. Hann grét og hljóðaði, hann klóraði, beit og barði, og loks er haxm slapp, tók hann til fótanna eins og líf lægi við; þá flæktist hann í pilsinu og féll, komst á fætur aftur með grátstaf í kverkunum, datt enn að nýju, staulaðist á fætur og hljóp, þangað til hann steyptist alveg á höfuðið. Lafmóður og snöktandi, komst hann loksins heim í kofann til afa og ömmu. ‘ ‘ Færðu mig úr, eg vil ekki vera í kjól. Eg er karlmaður,” hrópaði hann óðara en hann kom auga á ömmu sína. “Gráttu ekki, Pikkú minn,” sagði gamla konan hughreýstandi “þegar þú ert orðinn stór, skaltu sýna þeim, að þú ert karlmaður ekki síð- ur en þeir.” “ Já,” sagði afi, “og næst skal eg lána þér buxuraar mínar.” Þeim þótti svo vænt um aumingjann litla, gömlu hjónunum. Hann var, næst guði, eina gleðin þeirra og huggun hér á jörðu; þau hefðu fegin viljað gefa honum gullofnar buurí, ef þau hefðu getað. Pikkú fékk nú smurða brauð- sneið, og ekki leið á löngu, áður en sorg hans var gleymd; hann settist út í horn og hætti al- veg að hugsa um, hvílík smán það væri fyrir karlmann að vera í kvenmannsftum. Nokkura eftir þetta var alt í uppnámi á veg- inum; fólk kom akandi í vögnum og hlaupandi á tveimur jafnskjótum, því að von var á tignum manni, sem var á ferð um landið; og svo tiginn var hann, sagði fólkið, að kóngurinn sjálfur var honum ekki öllu fremri. Fjöldi fólks kom saman, til þess að sjá hann, og margvíslegar sögur gengu um þennan mi'kla mann. — Hann ekur í gullvagni, sögðu sumir, hann hefir tólf hesta fyrir vagninum. Hann er ibiíinn gulli og silfri frá hvirfli til ilja. En bömin höfðu sínar hugmyndir um hann. Þau töldu það sjálfsagt, að hann hefði gríðarstóran mal á bakinu, fullan af silfurpeningum og lakris, sem hann stráði á veginn handa þeim. Þessi fregn barst til eyraa Pikkú Matta, og hann sagðist óðara fara líka, að sjá manninn, hann vissi, sem sé hvað hann vildi, hann Pikkú Matti, auminginn, sem svo oft vill verða um eftirlætisgoð afa og ömmu. “Þú vilt,” sagði amma. “Veiztu, hvar vilj- inn þinn á heima?” “Og svo áttu engin fötin,” sagði afi bros- andi, “eða viltu kjólinn hennar ömmu aftur?” “Eg vil ekki sjá neinn kjól,” æpti Pikkú Matti og sótroðnaði, þegar honum kom til hug- ar öll sú smán, sem flík þessi hafði bakað hon- um. — “Nei, eg vil ekki sjá kjól, eg vil buxurn- ar hans afa!” “Heyrum þann litla!” sagði afi. “Leiddu mig þá upp á loftið. Við skulum sjá, hveraig þær fara þér.” Þá hýrnaði ekki lítið yfir Pikkú Matta. Hann skautst upp stigann, sem köttur, svo að afi hans átti fult í fangi með að fylgja. honum eftir. Og nú stóð hann hjá grámáluðu kistunni í horninu á loftinu, og kistan sú var í hans aug- um ímynd allrar frægðar og frama, og oft hafði hann rent forvitnisaugum til hennar, þegar hann var að leggja gildrur fyrir mýsnar á loft- inu. Og þegar afi hans lauk kistunni upp, sá Pikkú Matti fyrst af öllu sverðið hans afa; það lá efst í kistunni. “Þetta vil eg hafa,” hrópaði hann. “Hvað vill litli anginn?” sagði afi. “Haltu á sverðinu, á meðan eg tek herbúnaðinn upp úr kistunni. ’ ’ Pikkú Matti tók við sverðinu, og var það svo þungt, að hann gat tæplega valdið því. Afi klappaði honum á kinnina. “Þegar þú ert orð - inn stór,” sagði hann, “getur svo farið,, að þú berir líka sverð og iberjist fyrir ættjörðina. Viltu það?” “Já já,” sagði drengurinn og rétti úr sér. “Eg skal höggva höfuðið af þeim öllum sam- an. ” “Það er naumast!” sagði afi, “öllum sam- an? Það er víst undir því komið, við hverja þú ætlar að berjast.” “ Já,” sagði Matti og varð hugsi. “Eg ætla að höggva hausinn af tóunni og valnum og brenninetlunni og öllum, sem gera afa og ömmu eitthvað ilt. Já, afi, og svo skal eg höggva höf- uðið áf öllum, sem kalla mig stelpu.” “Nú, nú, Pikkú, vertu hægur vertu ekki svona grimmur í skapi! Hér ern buxumar. Þú þarft víst að fá frakkann líka, er ekki svo?” % “ Já, afi, og sverðið og hattinn líka.” “Jú, jú, þú ert laglegur snáði!” sag#i afi. “Eg skal lána þér það alt saman gegn því, að þú lofir mér að fara ekki lengra en að hliðinu, þegar amtmaðurinn kemur.” “ Já, afi.” “Þeir voru nýkomnir ofan aftur, þegar hreppstjórinn kom akandi á fleygiferð eftir veginum, og hrópaði hástöfum, að fólkið skyldi víkja, því að amtmaðurinn kæmi eftir fáein augnablik. Nú varð ys og þys úti, og engu minni inni í kofa afa og ömmu. Pikkú Matti var að fara í buxurnar hans afa. Þær voru gráar á lit, með ljósbláum rönd- um utanfótar, og stórar voru þær, svo að Pikkú Matti hefði vel getað falið sig í annari skálm- inni. Það var víst um það. En hann ætlaði í þær samt! Skálmamar voru brettar upp og 'buxuraar voru bundnar á hann uppi undir hönd- um. Það voru sömu vandræðin með frakkann, sem einnig var grár á lit, með ljósbláum upp- uppbrotum. Það var engu líkara, en að frakk- inn væri fremur sniðinn á tröll en drengsnáða. Ermaraar dró Matti við jörð, og frakkalöfin sópuðu gólfið. “Þetta er ótækt,” sagði amma. Og svo nældi hún upp ermamar of löfin með títur- prjónum. (Nl. næst.) tJr “Hdgist Þitt Nctfn!” Hinsti bjarmi dagsins dvín. Dimman foldu vefur. Ástarfaðir, upp til þín önd vor glöð sig hefur. Send oss verad af himni hljótt Helgra máttarvalda. Láttu engla nú í nótt náttvörð um oss halda. LykuF dagur ljósri brá, líður sól að vesturöldum. Skuggar teygjast tinda á, tár og myrkur sezt að völdum. Sendu styrk af himni hljótt, herra, lýstu mér í nótt. Profession ial Caras DF, B. J. BRANDSON ftl 6-220 Medlcal Arts Bld«. Cor. Graham og: Kennedy St». Phone: A-1834 Ofítce tlmar: 1 3 Helmlli: 776 Victor St. Phone: A-7113 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 Vér leggjum sérstaka a.herzlu & aC eelja meCul eftir forskriftum laekna. Hin beztu lyf, sem hægrt er aC fft, eru notuC eingöngu. pegar þér kómiC meC forskriftina til vor, megrlC þér vera viss um, aC fá rétt þaC sem læknirinn tekur til. Nótre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf é W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. Islenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-West, Perm. Bldg 356 Maln St. Tals.: A-4963 Peit^ hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aC hltta ft eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mlCvlkudar Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miCvikudag. Piney: þrlCJa föstudag 1 hverjum mftnuCi. DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON Lsl. lögfræðlngur Hefir rétt til aC flytja mftl bnCI 1 Manltoba og Saskatchewan. Skrlfstofa: Wynyard, Sask. Selnasta mftnudag I hverjum m&n- uCl staddur I Churchbridge DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bidg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phoue: A-1834 Office Hours; 3—5 Heimili: 921 Sherbnrne St. Winnipeg, Manitoba. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aC hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Life Bldg. WINNEPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundú. Srlfstofnsfmi: A-4263 Hásshnl: B-38M Dr. K. J. Backman 404 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgeilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar 10-12, 3-6, 7-8 Phone, office A-1091. H. N8538 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bidg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. EJr aC httta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Offioe Pbone: N-6410 Heimlli: 806 Victor St. Sími: A-8180 J. J. SWANSON & CO. LIMITII) R e n t a 1 s Insurance Real Estate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg iPhones: A-6349—A-6340 DR. Kr. J. AUSTMANN 72414 Sargent Ave. ViCtalstlml: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Hehnlll: 1338 Wolaley Ave. Sfml: B-7288. STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emily St. DR. J. OLSON Taimhcknir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phone: A-3521 HelmlU: Tals. Sh. 3217 £mil Johnson SEUVIOE KLEOTRIC Rafmagn* Contracting — AUa- kvns rafmavsndhöld aeld 00 viO þau gort — Eo ««I Moffat oo McClary Eldavélar oo hefi þœr til aynis d verkatæOi nUnu. 524 SARGENT AVE. ^ (gamla Johnson’s byggingin viC Young Street, Wlnnlpeg) Verskst. B-1507. Hedm. A-7286 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talstml: A-8889 Vorkst. Tals.: Heima Tals.1 A-8383 A-B384 G. L. STEPHENSON PLHMBKR Allskonar rafmagnsáhöld, svo serat straujárn, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA:*«76 HOME 8T. a Giftinga- og Jaröartara- Blóm meí lltlum fyrlrvara BIRCH Blómsaii 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 Sími: A-4153. ísl. Myndastofa A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. NewLyceum Photo Studio Selur llkkistur og annast um út- farir. Alinr útbúnaCur sft beztl. Enn fremur seíur hann allskonar mlnnlsvarCa og legsteína. Skrifst. Talsími: N-6607 ‘ Heimilis T&lsimi: J-8302 Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. Islenzka bakaríið Selur heztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanhr afgredddar beeM fljótt og veL Fjölbreyttt úrval. Hreln og lipur viðskiftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wluntpeg. Phone: B-42B8 MRS. SWAINSON aC 627 SARGEXJ Ave., Winnipeg, hefir ávaTt fyrirliggjandi úrvals- bárgðir af nýtízku lrvenlúittam. Hún er eina ísl. konan. sem sllka verzlun rekur í WhuUpeg. lslend- lngar, látlð Mra Swainson njóta vlðskifta yðar. Hávært dagsins hark og stríð hljóðnar senn með þungum kliði. Jesú ásján undurblíð yfir hús mitt lýsi friði. Kom svo, draumvær höfgi, hljótt. Herra, gist hjá mér í nótt. V. V. Sruevarr.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.