Lögberg - 28.10.1926, Side 1

Lögberg - 28.10.1926, Side 1
PROVINCE TAKIÐ SAR jENT STRÆTIS VAGN AÐ DYRUNUM Já, vér verðum að sýna aðra viku “3 BAD MEN“ til að gera fólk ánægt. Þ úsundum hefir verið •-'>snúið frá, og allir telja hann bezta leikinn. PDnVIWrf TAK,Ð SARGENT STRŒTIS rivuvincc vagn að dyrunum “3 BAD MEN” Engi efi mesta myndin af sinni tegund sem sýnd hefir verið þetta ár. 39. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1926 Canada Stjórna\rlformaðurinn í Ontario hefir nú hafið kosninga hríðina, með ræðu, er hann flutti að Kemptville á laugardaginn í vik- unni sem leið. Fylkiskosningar fara þar fram 1. desember, eins og áður hefir verið skýrt fmá. Vín- sala virðist vera það mál, sem helzt verði barist um við þessar kosningar. Heldur stjórnin því fram,'að stjórnarvínsala» líkt og í Manitoba, sé heppilegasta úa"- lausnin, og ætlar hún að taka upp það fyrirkomulag, ef hún verður endurkosin. Aðrir halda fram vín- sölubanni og er þar á meðal Hon. W. F. Nickle, K.C., sem hefir sagt skilið við stjórnina af þessum á- stæðum og fær mikið hrós fynir hjá bindindismönnum. * * * Tíðarfar hefir í alt haust, eða síðan snemma í september, verið mjög óstöðugt og úrkomusamt í öllum þremur iSléttufylkjunum, og hefir því nýting á uppskeru geng- ið mjög seint og erfiðlega. Er mikið af hveiti og öðrum koinnteg- undum enn óhirt í öllum fylkjun- um, en þó mest í Manitoba. Ekki er álitið, að mikið af korni hafi þó enn eyðílagst, en það hefir víða skemst töluvert vegna vot- viðranna og því minna virði en ef það hefði náðst óhrakið. Sam- kæmt síðustu sfeýrslu, sem er frá vikunni sem leið, er nú búið að þreskja 70 til 90 p/rct. af öllum korntegundum í þessum fylkjum. Er þvi mikið enn óhirt og mjög vafasamt hvernig um það fer„ því úrkomurnar haldast enn við, ým- ist. regn eða snjór. * T • Sir Robert Borden, fyrverandi stjórnarformaður í Canada, hefir þegið tilboð Oxford háskólans og þeirrar nefndar, sem inæður yfir Rhodes skólaverðlaunUnum, um að flytja fyrirlestra við háskól- ann næsta ár. Sir Robert verður í Oxford næsta sumar. til $9,000. Blaðið “New York Times” segir meðal annars: — “Franklin gat komist af með lítil laun, þegar hann forðum vair full- trúi hinnar barnungu Bandaríkja þjóðar. Hann gat búið í ódýrum herbergjum og barst ekkert á. Nú er öðru máli að gegna. Þjóðin krefst þess, að sendihernar vorir og aðrir fulltrúar komi fram í öðr- um löndum, eins og þjóðinni sæm- iy, en þá má hún ekki sýna þeim nísku, eða skera laun þeirra við neglur sér.” * * * Embættismaður einn í New York, Thomas A. Horrigan að nafni, hefir töluvert af ýmsum verðmæt- um varningi undir höndum, sem hann á ekki sjálfur, og sem hann veit ekki vel hvað hann, á við að gera. Það er nokkurs konar ó- skilafé. Hefir verið tekið af mönnum, sem komist höfðu yfir þessar vöruir/ ólöglega eða voru að verzla með þær á ólöglegan hátt. — Er þar fyrst að telja ó- sköpin öll af vínföngum. En eins og kunnugt er, hafa þau ekkert | verðgildi í Bandaríkjunum. er þar ekki verzlunarvara; enginn vandi væri að finna menn sem viljugiirt væru að gefa $5,000,- 0001 fyrir þau vínföng, sem þarna eru saman komin. — Þarna eru líka margir bílar, sem taldir eru $500,000 virði. Enn fremur spila- borð, margskonar,, $600,000 viriði, og meðul, sem mundu seljast fyr- ir $600,000. f einum poka í öllu þessu samsafni eru $1,481.07, sem lögreglan hefir fundið í húsi bein- ingamanns nokkurs, sem hafst hefir við á götunni í New York. Þetta fé er alt í smápeningum, sem gamli maðurinn hafði reitt saman svona smátt og smátt. Eitt af þessum óskilamunum er perlu- festi, sem vicrt er á $30,000. Henni hafði verið stolið og lögreglan náði henni, en eigandinn gefur sig ekki fram og finst hvergi. mun einnig hafa valdið miklu tjóni á fleiri eyjum þar suður frá. * * m Símskeyti frá Leninakan fáður Alexandropol) í Armeníu, segir að afskaplegir jgrðskjálftar hafi átt sér stað þar seint á föstudaginn í vikunni sem leið. Segir fréttin að jarðskjálftarnir hafi náð yfir stórt svæði og valdið afar miklu tjóni. Bærinn Leninakan með um 40,000 íbúvtm, og tólf inærliggj- andi bæir, séu svo að segja hrundnir í rústir. Fólk hafi far- ist í hundraða tali og hundrað þúsund mánna séu heimilislaus- ir. Eignatjónið afskaplegt. Borg- in Leninakan, sem nefnd er eftir Nikolai Lenin, hinum rússneska, er einar 60 mílur norður frá fjallinu Ararat, sem allir kannast við að nafni til. Armeníumenn hafa lengi átt við miklar hörm- unart að búa undir áþján Tyrkja. Hefir mikið verið gert til að hjálpa þeim á ýmsan hátt, og þar á meðal hafa Bandaríkjamenn bygt afarstórt barnaheimili í Leninakan, en nú er það hrunið, einfi og flestar aðrar byggingar þan í borginni. » ->5- * Baðmullarframleiðslan i Ástraliu hefir aukist stórkostlega í seinni tið eftir nýjustu hagskýrslum að dæma. ing numiö frá 500,000 til 517,500 pundurn. * * * Minnismerki næsta veglegt, yfir hermenn þá frá Suður-Afríku, er létu IífiS í heimsstyrjöldinni síSustu, hefir veriS reist að Longueval, skamt frá Somme. Er mælt ac5 minnismerki þetta sé eitt hiS feg- ursta, sem enn hafi reist veriS á Frakklandi í seinni tíð, og var fénu til þess safnað með almennum sam- sfeotum í Suður-Afríku. * * * Uppskera á Spáni og Frakklandi, kvað hafa skemst til muna af völd- um frosts. * * * Henry Ponson hefir verið skip- aður yfir umboðsmaður stjórnar- innar frönsku í Syríu, í staS De Jouvenel, er nýlega lét af því em- bætti. * * * Tveir ungir menn voru fyrir nokkrum dögum fundnitn sekir um það, að hafa stolið tvö hundruð dollara virði af vörum frá manni nokkrum í Montreal. En maður sá Gyðinga ættar, en hefir tekið kristna trú og er kaþólskur. Vildi hann með engu móti að þessir unglingap væru dæmdir í fang- elsi, en vildi að þeir sæktu messu á hverjum morgni í sex mánuði og játuðu syndir sínar fyrir prestin- um einu sinni í mánuði. Dómar- inn félst á þetta og nú sækja drengirnir kirkjuna í staðinn fyr- ir að vera í fangelsi. Bandaríkin. Framkvæmdarnefnd bændalánb- félaganna í Bandajrlíkjunum hefir veitt $30,'000,000 lán til bændafé- laga þeirra, er harðast hafa ver- ið leikin sökum bins gífurlega verðfalls á baðmull. * * * General Pershing hefir nýverið lýst yfir því í ræðu, að hann sé þess fullvía, að takmörkun Banda- ríkjahersins, sé nú þegar orðin slík, að öryggi þjóðarinnar stafi hætta af. Telur hann því bráð- nauðsynlegt að heraflinn verði aukinn til muna hið allra bráð-< asta. * * * Bandaríkjamenn eru farnir að tala mikið um það, að þeir launi sendiherrum sínum og konsúlum ekki nærri nógu vel. Launin, sem þeír fái úr ríkissjóði, séu ekki nærri nógu mikil til að mæta þeim útgjöldum, sem siðir og venjur hafi skapaðj, og sem nú sé ekki hægt að komast hjá. Hefir nokk- uð verið gert síðustu árin til að bæta úr þessu, en ekki nærri nógu mikið að margna áliti. Segja þeir að afleiðingarnar af þessu séu þær, að ekki sé hægt að velja menn í þessar vandasömu og virðulegu stöður með tilliti til hæfileika þeirra eingöngu, heldur verði að taka tillit til þess, hve ríkir þeir séu og hve mikið fé þeir geti lagt fram firiá sjálfum sér til að halda uppi þeirri rausn, sem óhjákvæmileg þykir. Laun sendi- herra andaríkjanna eru $10,000 til til $17,500, en konsúlar fá $3,000 Bretland. Byng, ibarón, fyrverandi land- stjóri í Canada, var sæmdur greifa- tign, þegar hann kofn aftur heim til Englands. * » • Af kolaverkfallinu er eiginlega ékkert nýtt aS segja síSan aS seinast var getið um J>að. í vikupni sem leið samþyktu verkamenn, að láta þá menn einnig hætta vinnu, sem gætt hafa námanna og sem aldrei hafa hætt vinnu, en foringjar verka^ manna hafa Iþó enn ekki fram- kvæmt þetta og munu þeir fallnir frá því jáði, enda er nú svo komiÖ að foringjarnir hafa ekki lengur vald yfir nema minni hluta þeirra manna, sem þessum verkamanna- samtökum tilheyra. ÞaS er ekki út- lit fyrir annað, en að verkamenn tapi algerlega í iþessum viðskiftum við námaeigendurna. Hvaðanœfa. Símfregn frá Rúðuborg á Frakk- landi hermir, að þar hafi íslenzk- ur sjómaður, Pétur Sigþónsson að nafni, verið myrtur. Skotinn af öðrum sjómanni. Hann var bróð- ursonur Sig. Kr. Péturssonar rit- höfundar. • * * • Dr. Hpamar Schacht, forseti ríkisbankans á Þýzkalandi, segir Þjóðverjar verði að hætta því að taka lán hjá öðrum þjóðum, því annars komi að því áður en langt um líður, að þeir geti með engu móti staðið straum af skuldum sínum. “Bankarmir senda oss ó- sköpin öll af peningum, en útlend- ar stjórnir láta Mr. Parker Gil- bert taka þá alla frá oss jafnóð- um,” segir Dr. Schacht, “hvecnt einstakir menn, sem ávaxta pen- inga sína hjá oss, fá nokkurn tíma rentur af þeim, því má hamingjan ráða.” * * * Ákaflegt ofviðri gekk yfir Cuba í vikunni sem leið, ekki ósvipað því, sem gekk yfir Florida skag- ann fyrir skömmu. Fnéttirnar segja, að ofviðri þetta hafi vald- ið miklu manntjóni; fjöldi fólks hafi látið lífið og enn fleiri meiðst meira og minna, Eignatjónið á- kaflega mikið. -Skaðaveður þetta ,Tveir prestar fluttu nýlega guSs- þjónustu á Cervino f jallinu á ítalíu, sem er um 15,000 fet yfir sjávar- mál. Hafa iþeir aS sögn báSir af því hiS mesta yndi, aS klífa f jöll og æfa sig í þeirri íþrótt á hverju ári. * • W Allmargt fólk hafSi nýlega safn- ast saman í grend við Cologne, til þess aS halda hátíÖIegt silfurbrúS- kaup trésmiSs nokkurs og konu hans, er þar áttu heima. SilfurbrúS- guminn hafSi beÖiS ail-lengi eftir konu sinni. En er honum fór aS leiöast biSin, hélt hann rákleitt til svefnherbergis þeirra hjóna, þar sem hann hugSi aS konan væri aS búa sig fyrir gestakomuna. Þegar þangaS kom, var konan öll á brott, en viS koddav-eriS var festur meS títuprjóni lítill seSili, er á var rit- aS aS óþarfi væri fyrir bónda aS skygnast eftir sér, -— hún vildi ekk- ert meira eiga saman viS hann aS sælda, hann væri orÖinn of gamall og þessvegna hefSi hún tekiS þaÖ til bragSs aS strjúka á brott meS yngri manni. * * • Tyrkir eru aS hætta viS fjöl- kvæni. Kemur þaS til af því, aS síSan konurnar í Tyrklandi fóru aS láta snoðklipj>a sig, klæÖa sig vel og halda sér til á alla vegu, eins og kvenfólkið í Evrópu og Ameríku, þá eru þær orSnar svo kostnaSar- samar aS flestir Tyrkir eiga fult í fangi meS aS hafa eina konu, auk heldur fleiiji. Þetta er haft eftir Mme. Hadil Hourshed Bey, sem fyrir skömmu kom til Washington. Segir hún aS af þessum góSu og gildu ástæSum sé fjölkvæni að hverfa úr sögunni hjá Tyrkjum. Skáldkonan frá Seattle.; Skáldkonan, frú Jakobína John-; son, frá Seattle, Wash., er hér 1 stödd um þessar mundii;, og hefirj hún undanfarnar vikur heimsótt! flestar bygðir íslendinga hér í landi, alla leið frá Vanaouver til iWinnipeg. Víðast þar sem hún hefir komið, hafa kvenfélögin gengist fyrir því, að almennar samkomur hafa verið haldnar, þar sem frúin hefir lesið margt af sínum gullfallegu ljóðum og hef- ir henni alstaðar venið vel tekið, eins og vonlegt er og maklegt. Á þriðjudagskveldið í vikunni sem leið, las frú Jakobína mörg af ljóðum sínum á samkomu sem Jóns ISigurðssonar félagið stóð fyrir og sem haldin var í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg. Það er fljótt af að segja, að samkoma þessi var hin ánægju- legasta í alla staði. Fuúin les á- gætlega, látlaust, eðlilega,, blátt áfram og þannig, að tilheyrend- urnir hlusta með athygli, og það sem hún fer með, kemst þangað sem því er ætlað, alla leið inn að hjartarótum þess er hlustar á. Fyrst las skáldkonan nokkur ljóð, sem hún hefir þýtt úr ís- lenzku á ensku. Vobu þau eftir Matthías Jochumsson, Einar P. Jónsson, Einar H. Kvaran, Jó- hann Sigurjónsson og Gísla Jóns- son. Einhvern tíma var það haft eftir séra Jónasi A. Sigurðssyni, að oft þegar hann sæi þýðingar á ljóðum, sem sér áður hefðu verið kunn og kær, þá væru tilfinning- ar sínar því líkar, eins og þegar hann stæði við líkbörur vinar síns og horfði á hann dáinn. Þessi lýs- ing er óneitanlega snjöll og hefir mikinn, sannleika að geyma. En hún á ekki við allar ljóða þýðing- ar, sem betur fer, enda aldnei til þess ætlast, að hún væri þannig skilin. Frú Jakobínu Johnson hefir áreiðanlega hepnast að þýða mörg Ijóð svo, að þau hafa ekki að eins haldið lífi|, heldur líka lit og ilm, ef svo mætti segja. Þýð- ingar þær, sem hún las á þessari samkomu sanna það, að henni hefir hepnast þetta vandasama verk mjög vel, enda kann hún prýðisvel með bæði málin að fara. Auk ljóðaþýðinganna, sem þeg- ar er getið, las skáldkonan mörg frumsamin ljóð á íslenzku, sem hún hefir flest ort nýlega og hafa ekki komið fyrir almennings sjón- ir. Ljóð þessi em hvert öðru fallegra, þýð og laðandi og það dylst engum, seib’ Ijóðin heyrir, að hér er ekki um neinn meðal- hagyrðing að ræða. F. J. Björgvin Guðmundsson. Hann er nú kominn til London á Englandi, eins og flestum mun kunnugt og tekinn að stunda nám við hinn fræga hljómfræðiskóla, “The Royal College of Music.” Eins og áður hefir verið tekið fram, er námstíminn þar þrjú ár, og árlegur kostnaður við námið hefir verið áætlaður $2,560. Eins og samskotalistinn ber með sér, hafa samskotin enn ekki náð áætl- uðum fyibsta árs kostnaði, þar sem rétt yfir $2(,000 erú komnir í sjóð- inn. Nefndin hefir fastlega von- ast eftir, að Björgvin myndi fá séðan farborða ipeðal Vestur-ls- lendinga, enda hefir litið vel út með það að þessu. En nú ber nauðsyn til, að samskotin falli ekki niður, og að sem fyrst komi í sjóðinni að fullu kostnaðurinn við hið fynsta námsár, og vill nefndin því ámálga við þá, er hafa hugsað sér að leggja eitthvað af mörkum, að gera það sem fyrst, svo að áhyggjur um fjárskort þurfi á engan hátt að trufla nám- ið, þrátt fyrir hina miklu dýrtíð &p nú ræður á Englandi. Nefndinni er sérstakt ánægju- efni að geta birt hérmeð bréf frá hr. Páli ísólfssyni, hinum fræga orgelsnillingi, sem einnig fæst sjálfur við tónsmíðar, er sýnir það, að viðujiikendir snillingar í Evrópu líta sömu augum á tón- skáldskapargáfu Björgvins Guð- mundssonar, og tónfræðingar þeir hér vestra, er kynst hafa verkum hans. Páll ísólfsson sá í sumar hjá séra Ragnari E. Kvaran tón- veirjk Björgvins: “Adveniat reg- num tuum”, það sem íslenzkur söngflokkur hér í Winnipeg söng í fyrra vetur undir stjórn hr. Björgvins Guðmundssonar sjálfs, og fanst svo mikið til um, að hann skrifaði séra Ragnari E. Kvaran svo hljóðandi bréf: “Méq er sönn ánægja að láta í ljós álit mitt á tónlistahæfileik- um herra Bjjörgvifis Guðmunds- sonar. Verk hans “Adveniat regnum tuum”, ber það ótvírætt með sér, að hann er miklum tónlistagáfum gæddur, og mun með aukinni þekkingu og alvarlegum lærdómi geta samið ágæt, stórbrotin tón- veuik. Þess vegna' væri það hið mesta tjón, ef efni eins og hann færi forgörðum, sökum misskilnings og fjárskorts. Reykjavík, 6. sevt. 1926. Páll Isólfsson.” Hér hefir mikill og viðurkend- ur listamaður fært í orð álit nefnd- arinnar og þeijrTa mörgu góðu drengja^ manna og kvenna, er stutt hafa 0g styðja vilja þetta fyrirtæki. Og sannarlega hlýtur það að vera metnaðarmál hverj- um íslendingi, að hinir miklu hæfileikar Bjjörgvins Guðimunds- sonar fái notið sín, íslenzku þjóð- er)ni til sæmdar, ^ð svo miklu leyti, sem þriggja ára náms- styrkur og æfilöng samúð fær á- orkað. S. K. Hall, form.. R H. Olson, ritari. M. B. Hálldórsson, Paul Bardal. Sigfús Halldórs f. H. J. P. Páisson. Fr. A. Fniðriksson. Einar P. Jónsson. I ilendingur myrtur í Frakklandi. SímaS er frá Rouen, að íslensk- ur háseti, Pétur Sigþórsson, hafi verið myrtur þar. JPétur heitinn var ungur sjó- maður, ættaður frá Klettakoti í Fróðárhreppi, bróðursonur SigurS- ar sál. Kristófers^ Péturssonar, og mun hafa verið á einhverju skipi hins Sameinaða gufuskipafélags.J. Jarðskjálfti á Reykjanesi. Símað er frá London og Kaup- mannahöfn^ að jarðskjálftar hafi komið á Reykjanesi á íslandi um helgina sem leið og valdið all- miklu tjóni; meðal - annars hafi Reykjanesvitinn skemst. Ur bœnum. Fólk er beðið að gleyma ekki grímudansi þeim, sem G. T. stúk- urnar halda í efri sal Goodtempl- ara hússins í kveld (fimtudag.) Söngmaðurinn góðkunni, Paul Bardal og Miss Mea Bergson, voru gefin saman í hjónaband á fimtu- daginn í vikunni sem leið. Ungu hjónin hafa .síðan verið á ferða- lagi, en munu nú bráðlega vænt- anlega heim til Winnipeg. Dorkas félag Fyrsta lút. safn- aðar heldur “Silver Tea” og “Croc. Shower í fundarsal kirkjunnar á Victor St., föstudagskvöldið 12. nóv. klukkan átta. Eins verður tekið á móti gömlum fötum. Til- gangur samkomu þessarar er að styðja djáknanefnd safnaðarins í líknarstarfi því, er þeir hafa um hönd. Komið því og Styrkið þetta góða fyrirtæki eftir mætti. 10. sept síðastl. voru þau Guð- rún Vilborg Anderson og Bjami Ásgeir Egilsson, bæði frá Gimli, gefin saman í hjónaband af dr. Birni B. Jónssyni að, 774 Victor St., Winnipeg. Fréttabréf Vogar, Man., 17. okt. 1926. Um tíðarfarið er héðan fátt nýtt aö segja, þvi það hefir verið nokk- uð líkt á þeim stöðvum, sem bygð- ir íslendinga eru fjölmennastar. Þó munu þurkarnir i vor, og fram um miðsumar, hafa verð skaðlegri hér milli vatnanna (Manitobavatns og Winnipegvatns) en á flestum öðr- um stöðum. Töfðu þeir mjög fyr- ir öllum jarðargróðri, svo til vand- ræða horfði, en rættist þó vonum frernur úr því seint i júlí og ágúst. Grasvöxtur varð i rýrara lagi, og ákuryrkja mátti heita að mishepn- aðist með öllu, enda er hún ekki mikil hér við Manitobavatn. Þó spratt hveiti nokkuð á sumum stöð- um, en stráið var svo lágt, að það varð varla slegið. Aðrar kornteg- undir mishepnuðust algjörlega hjá flestum. Garðávextir mjög léleg- ir, nema helzt kartöflur, og þó rýr uppskera af þeim. — Heyskapur hepnaðist vonum betur, þvi kalla mátti hagstæða tið í ágúst, og fram i miðjum september. Um það levti brá til óþurka, svo litið varð um heyskap eftir það. Um 20. sept. gerði snjóbyl sem um hávetur, svo jarðlaust varð fyrir gripi í 2 sólar- hringa. Síðan hefir tíð verið köld, oftast frost á nóttum. eri ]x> rignt öðru hverju. í dag er suðaustan- snjóhríð. og 10 þuml. bleytusnjór liggur vfir alt. Verður þvi efluast NÚMER 43 jarðlaust næstu daga, ef frýs í nótt, j sem mestear líkur eru til. Leggur þá helst til snemma að, ef vetur byrj- ar nú þegar. Flestir munu hafa fengið sæmi- legan heyforða hér meðfram vatn- inu, en hætt er við að hey verði rýr hjá þeim, er búa lengra frá vatn- inu, því þar voru þurkarnir í vor enn þá skaðlegri; enda hafa þeim brugðist vonirnar með strá til fóð- urdrýginda. Sú breyting hefir orðið hér á í haust, að Stefán bóndi Stefánsson að Vogar, er fluttur burtu úr bygð- inni. Var hann um langt skeið með gildustu bændum hér i sveit. Póstafgreiðslu hafði hann á hendi frá þvi pósthús var sett á Vogar, og sveitaverzlun hafði hann um nokk- ur ár. Ekki mun hún hafa aukið búsæld hans, því aðílutningar voru hér örðugir á þeim árum. Gisti- hús hafa þau hjón haft um mörg ár, og unnið sér einróma álit og vin- sældir í þeirri stöðu. Húsakynni höfðu þau góð, og vel löguð til að taka á móti gestum; enda var þess þörf, þvi heimili þeirra var á krossgötum, þar sem mest var umferð í bygðinni. Sið- ustu árin hefir Stefán verið 'blind- ur og þrotinn feð starfsþreki. Hafa því efni hans gengið mjög til þurð- ar síðari hann gat ekki séð um bú sitt sjálfur. Enda hefir margur sömu sögu að segja síðastliðin ár, þótt heila sjón hafi. Kona Stefáns er dugleg með afbrigðum, en henni var ofætlun að sjá um alt bæði úti og inni, þar sem gestagangur var jafn mikill. — Hús þeirra brann siðastliðinn vetur, eins og getið var um hér í blaðinu. Þau treystust ekki að byggja það upp aftur, til að halda sömu rausn og áður. Tóku þau því það ráð, að selja bú sitt og flytja burtu. Þau hafa nú leigt hótel í Eriksdale, og búast við að reka þar greiðasölu, og er von- andi að þeim farnist þar vel. — Samsæti var þeim haldið áður en þau fóru héðan. og tóku flestir ná- grannar þeirra þátt í þvi. Voru þeim hér afhentar minningargjaf- ir frá sveitungum þeirra. Margar ræður voru þar haldnar, en ekki kann eg að skýa frá þvi, sem þar fór fram, því þá var eg í Winni- peg. Eflaust fylgja þeim hjónum hugheilar heillaóskir sveitunga þeirra yfir á riýja heimilið. Landeign sína að Vogar hafa þau leigt Jóni bónda Steinþórssyni, sem áður var nágranni þeirra. Guðm. Jónsson. Lokun Grænlands. Er. Danmörk viðurkendi ísland fullvalda þjóðaréttarriki 19^18 lof- aði Danmörk þar með hátiðlega og upp á æru og samvisku að hinn al- menni hluti þjóðaréttarins skyldi gilda milli Islands og Danmerkur og að þessi réttur skyldi haldinn svo af Danmörku gagnvart íslandi sem því ríki, er vel heldur. Með fullveldisviðurkenningunni lofaði Danmörk Islandi því þar með hátiðlega, að Grænland skyldi standa borgurum þess opið og önd- vert til innflutnings og reksturs at- vinnu, verslunar, fiskiveiða, land- búnaðar, námugraftrar o. s. frv., þvi þetta: skyldan til að hafa land sitt opið fyrir allskonar andlegum og efnislegum viðskiftum við borg- ara allra þjóðaréttarrikja, er kjarni almennþ þjóðarréttarins. Undantekning frá skyldunni til að hafa alt land sitt opið er lokun herskipahafna, er sérstaklega stend- ur á, og lokun einstöku hafna eða landshluta af sóttvarnarástæðum í bili. — En milli þessara undantekn- inga og lokunar Grænlands er ekk- ert hugsanasamband. Danir vita þvi ofurvel sjálfir, að Grænland stendur opið fyrir öllum þeirn þjðaréttarríkjum, sem ékki hafa gefið þeirn sérstakt leyfi fyrir sitt leyti til þess, að þeir megi hafa Græníapd lokað fyrir sínum þegn- um. Þau riki, er gefið hafa Dan- mörku leyfið hafa gert það i versl- unarsamningum, er segja má upp hvenær sem ér. Þær þjóðit^ sem mestra hagsmuna hafa að gæta á Grænlandi og ekki hafa gefið leyfið til lokunar landsins eru íslendingar og Hollendingar. Hollendinga tókst Dönum aldrei að fá til að leyfa nema lokun íslands og Færeyja, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Til Islendinga hafa Danir enn ekki vogað sér að leita með beiðni um að mega hafa einokun á Grænlandi og mun margur virða þeim það til vorkunar. I 6. gr. Sambandslaganna heita Danir íslenskum ríkisborgurum sama rétti um alt sitt veldi og danskir ríkisborgarar njóti á ís- landi þ. e. jafnrétti við íslenska menn. Til þess að útiloka þann mögu- leika, að íslendingar gætu sett bú- setu á íslandi sem skilyrði fyrir notkun fiskiréttinda við íslands, fengu dönsku nefndarmennirnir skotið 3. lið inn i 6. gr. Sambands- laganna þar sem það er tekið fram, að íslenskir og danskir ríkisborg- arar skuli hafa sama rétt til fisk- veiða innan landhelgi hvort annars, án tillits til þess, hvar þeir eru bú- settir. Er sambandslögin voru sam- þykt höfðu eftir dönskum landslög- um allir danskir þegnar frjálsa heimild 'til fiskveiða í landhelgi Grænlands. Með lögum,, er sam- þykt voru i Danmörku í fyrra, var réttur til fiskiveiða í landhelgi Grænlands áskilinn Grænlendingum einum. Séu Grænlendingar danskir þegnar, hafa íslendingar sama rétt og þeir til fiskveiða i landhelgi Grænlands sbr. 3. lið “án tillits til þess hvar þeir eru búsettir.” Danir geta með þessum landslögum sinum útilokað sjálfa sig frá fiskirétti við Grænland, en sé Grænland danskt land, koma þessi dönsku lög íslend- ingum ekkert við, þar sem sam- bandslögin eru sérstakur þjóðar- réttur og landslög Dana sem annara rikja verða að víkja fvrir honum. En þótt nú þessi síðustu fiskilög Dana við Grænland riði i bága við sambandslögin, var það samt lauk- rétt af íslensku lögjafnaðarnefnd- inni að ganga alveg fram hjá þeim eins og öðrum lögum Dana um Grænland, af því Grænland ek’ki er hluti úr Danaveldi að réttum lög- um, og dönsk löggjafarvöld hafa því ekkert löggjafarvald á Græn- landi, heldur gilds öll íslensk lög um alt Grænland, ef ekki er sér- staklega tekið fram, að þau gildi ek’ki þar. Þetta er sjálfsögð afleið- ing af þvi að Grænland er að rétt- um lögum hluti úr íslenska rikinu. | Á Grænlandi eiga Islendingar að ! fara i einu og öllu eftir íslenskum i lögum og réttarvenjum, og síst ættu I menn nú eftir að ísland er viður- kent fullvalda riki að biðja Dani um leyfi til þess að mega reka atvinnu sína í íslensku landi. — Jafnvel þótt Grænland væri danskt land hafa ís- lendingar, samkvæmt þjóðaréttin- um og sambandslögunum jafnan rétt til að reka alla atvinnu þar og danskir borgarar á íslandi, svo að um ekkert er að biðja Dani. Það er nú fyrirsjáanlegt, að á næsta sumri sigli fríður floti af ís- landi til Grænlands til þess að auðga land vort af auðlegð mið- anna fyrir vestan Grænland. Ef- la*ist verður það mesti floti er lát- ið hefir í haf frá íslandi til Græn- lands, síðan Eiríkur rauði og félag- ar hans létu í haf til að nema Græn- land. — Ef til vill slást einhverjir íslenskir landnámsmenn með i för- ina næsta surnar og taka sér til eignar forn óðöl vor á Grænlandi. En hvaða réttarvernd ætlar is- lenska stjórnin að veita þessum ís- lensku þegnum á Grænlandi, og vill stjórn vor halda uppi eignarrétti Islendnga til Grænlands og á hvern hátt? Þetta eru tvö stórmál, sem óhjá- kvæmilega verða að ræðast viö kosningar þær, sem nú fara í hönd í haust. Það, að íslenskir menn geti notað sér auðsuppsprettur Græn- lands undir lögtrygðri vernd þessa ríkis er svo stórvægilegt atriði fvrir atvinnuvegi íslands og alla efnalega afkomu þessarar þjóðar, að öll önn- urmál verða ð skipa hinn óæðra bekk fyrir þvi. Grænlandsvinir, þið hugsjóna- menn og æskwmenn þessa lands, tími köllunar ykkar er kominn. Við kosningar þær, sem nú fara í hönd verðið þið að krefjast þess af öll- um frambjóðendum, að þeir lýsi huga smum um Grænlandsmálið og greiða þeim einum atkvæði ykkar, sem vill beita sér fyrir endurnámi og endurheimt Grænlands. Fyrir þessu stærsta stórmáli borinna og óborinna verða öll matflokkabönd og stéttarígur að víkja, ef þau ríða í bága við æðstu þjóðræknishugsjón og mestu þörf þjóðar vorrar, endur- nám og endurheimt Grænlands. Jón Dnason. —Vísir.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.