Lögberg - 28.10.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.10.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERjG FIMTUDAGINN, 28. OKTÓBER 1926 Bl«. 5. Œfiminning. Dodds nýrnapillur eru best* nýrnameðalið. Lækna og gigt »bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu ©g önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- aölum eða frá The Doddfs Medi- cine Company, Toronto^ Canada. I gær varð frú Kristjana Hfstein niræð. Fjöldi vina og vandamanna heimsótti hana i tilefni af afmæli hennar. Vegna hins háa aldurs þótti eigi fært að halda afmælinu frekar á lofti. •—Mbl. 21. sept. WONDERLAND Douglas Fairbanks leikur “Don Q, Son of Sorrow”, sem sýndur verður á Wonderland leikhúsinu mánudag, þriðjudag og miðviku- dag í vikunni sem kemur, er mjög spennandi og áhrifamikill. Hin mikla leikkona Mary Astor leikur þar eitt aðal hlutverkið. Auk hennar leika í þessum leik Lottie Rickard Forrest, Systir Mary Pick- ford, og Stella de Lanti, Mun þeim er sjá leik þeirra á Wonder- land þykja mikið til koma. PROVINCE. IKvikmyndin “3 Bad Men”, sem sýnd er á Province leikhúsinu, er bæði fræðandi og skemtileg. Hún gefur glögga hugmynd um einn mikils verðan þátt í sðgu Banda- ríkjanna, bygging Vesturlandsins. Þessi mynd tekur jafnvel fram kvikmyndinni “The Covered Wag- gon”, sem margir kannast við. Þessi stórkostlega og merkilega mynd eh áreiðanlega þess virði, að fólk komi og sjái hana. Þann 3. þ. m. lést í borginni Lincoln, Nebraiska, pierkiskonan Kristrún Jónsdóttir Johnson. Banameinið var innvortis igerð. Kristrún var ekkja Jónasar heit. Johnsons. Voru þau Jónas og Kristrún meðal fyrstu íslendinga, sem fluttust vestur um haf. Gift- ust þau í Milwaukee og bjuggu þar þangað til að þau fluttu til Chic- ago. Siðar. bjuggu þau i Omaha hjá dóttur sinni. Kristrútn heitin var dóttir Jóns óðalsbónda Jóns- sonar á Elliðavatni og Guðrúnar Jónsdóttur Matthiesen. Systur hennar, sem enn eru á lífi, eru Mrs. Guðrún Holm i Lincoln, Nebr. og Mrs. í. J. Clemens í Ashern, Manitoba. Eftir lát Jónasar heitins fór Kristrún til systur sinnar og mágs Mr. og Mrs. Peter Holms i Lin- coln. Dvaldi hún hjá þeim til dauðadags. Var hún þar við ágæt kjör og undi hag sínum eins vel og búast mætti við — eftir að vera búin að sjá á bak öllum börnunum (8 að tölu) og manninum, sem hún unni svo mjög. Þær systur, Guð- rún og Kristrún áttu nærvistum að fagna alla æfi, og mágur henn- ar Mr. Holm — sem er norskur að ætt —■ reyndist henni alla tíð sem ibesti bróðir. Það var hann, sem hlaut hlutverkið að annast um útförina; og leysti hann það sann- arlega prýðilega af hendi. Var frá- fall Kristrúnar hrygðarefni mikið fyrir þau hjón. Þá var það ekki minni sorgaratiburður fyrir vesa- ling fjarlægu systurina í Canada, Mrs. Clemens. Kristrúji heitin var kona, sem öllum bar að virða og elska. Hún var prúð og hógvær í allri fram- komií, góðgerðarsöm og gestrisin; heimiliskær og starfsöm; ærukær var hún og vildi ekki vamm sinn vita í neinu. Forkunnar fríð var hún talin á yngri árum, og' jafnvel þegar hárið var orðið snjóhvitt munu margir hafa játað hana eina hina fríðustu af islenzkum konum. Jarðarförin byrjaði á heimili þeirra Holms hjónanna i Lincoln. Var farið með líkið til Omaha á járnbraut. Húskveðja var haldin í kapellu þar. Voru þar viðstaddir kunningjar og nágrannar Krist- rúnar, frá þeim tima sem hún var fbúföst þar, aúk þeirra sem lengra höfðu komið. Meðal hinna siðari voru þessi: Frá Chicago, Ólafur (Jónsson ritstj.) Ólafsson tann- læknir og P. M. Clemens ("systur- sonur Kristrúnar heit.: frá Kansas T dó i| N Campbell’s Trygging og ánœgja fylgir hverri flík, er keypt er í búð vorri. Komið og\skoðið vorar miklu og nýju vörubirgðir. Afar miklar birgðir af karlmanha yfirhöfnum af allra nýjustu gerð og úr bezta efni. Verð $18.75 upp í $35.00 Nærfatnaðir. Alullar combination Suits fyrir J $3.50 og fleeced lined fyrir $1.95 allar stærðir. Einnig böfum vér á boðstólum alullar peysur handa karlmönnum, alveg framúrskarandi hlýjar, fyrir aðeins $5.00, Allar tegundir karlmannafatnaðar ávalt fyrir- liggjandi í stórum birgðum, er seljast við ótrúlega lágu verði. CAMPBELL Stærsta fatabúð Winnipeg. 534 Main St.. Cor. James City, Mrs. Aurora Davis (systur- dóttir hennar) og frá Fremont, Nebr-, Mr. 'Peter Christensen (systursonur hennarj og kona hans. Var líkkistan umkringd blóm- skrúði, sem sent hafði verið úr öllum áttum. Hún var jörðuð í Forrest Lazvn grafreitnum við hliðina á manninum og börnunum tveimur, sem á undan voru farin. íslenzk blöð eru vinsamlega beðin að birta dánarfregn þessa. Mrs. Herdís Benja- mínsson. Fœdd 29. nóv. 1860. Dáin 8. ágúst 1926. Foreldrar Herdísar voru Einar Árnason, frá Kalmanstungu, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir, frá Fljótstungu í Hvítársíðu. Var Guðrún ættuð að norðan, en Ein- ar var af hinni nafnkunnu “Fitja- ætt” i Borgarfjarðarsýslu. Er sagt, að rekja megi þá ætt alia leið, í gegn um marga merkismenn, til Höfða-Þórðar landnámsmanns, er nam Höfðaströnd. Hálfbróðir Árna frá Kalmanstungu, sonur Einars í Kalmanstungu og fyrri konu hans, Katrínar Jónsdóttur, var Halldór sýslumaður í Höfn i Borg- arfirði. Þau systkini voru nokkuð mörg. Er mér sagt, að eitt af þeim væri Sigvaldi, faðir Sesselju yfir- setukonu, móður þeirra nafntog- uðu bræðra. Sigvalda Kaldalns, læknis og tónskálds, og Eggerts Stefánssonar söngvara. Bróðir þeirra, Guðmundur, fyrrum glímu- kappi íslands, er nú búsettur í Win- nipeg. Þau Einar og Guðrún, foreldrar Herdísar, bjuggu á Refsstöðnm í Hálsasveit og síðar í Brennu í Lundarreýkjadal. Börn þeirra, sem enn eru á lífi, eru þessi: Magnús Einarsson í Kistufelli í Lundar- reykjadal; Þuríður Oddson, ekkja i San Francisco, Cal.; Halldóra Smith, ekkja i Brandon, Man.; Árni Anderson, til heimilis vestur við haf, og Dr. Victoria Anderson, í St. Paul, Minn. Strax á fyrsta árinu var Herdís tekin til fósturs af þeim merku og góðu hjónum, Þorsteini Jakobssyni, Snorrasonar prests, á Húsafelli, og Ingibjörgu Jónsdóttur frá Deildar- tungu í Reykholtsdal. Var hún stöðugt hjá fósturforeldrum sínum, á Húsafelli, þar til hún var komin yfir fermingaraldur. Hvarf hún þá heim til foreldra sinna. Lá móðir hennar þá banaleguna. Stundaði Hierdis móður sina leguna út. Sennilega hefir það verið i þeirri legu, sem Herdís fyrst kyntist veru- lega trúar- og sálarlífi móður sinn- ar, því einhvern tima hafði hún á orði haft, að móður sinni ætti hún að þakka, fremur en öllum öðrum, það sem hún hefði eignast af kristi- legri trú og trausti á lísfleiðinni. Má af þessu marka, sem mörgum öðrum svipuðum dæmum, hversu haklgóð og blessunarrík éru áhrif kristinna mæðra á hugi barna sinna, að slík áhrif eru ekki aðeins fyrir augnablikið, eða fyrir stutta tíma yfir höfuð, heldur vara þau æfina út. Eftir lát móður sinnar fór Her- dís burt frá föður sínum og syst- kinum. Var fyrst í vinnumensku syðra um þriggja ára tíma, en flutti þá norður i Húnavatnssýslu. Dvald- ist hún þar um nokkurra ára skeið, þar til hún hvarf af landi burt, með Jósef Benjaminssyni, er síðar varð maður hennar, árið 1887. Jósef Benjaminsson, maður Her- disar, er fæddur 24. júní 1849. For- eldrar hans voru Benjamín Þor- bergsson og Þuríður Lilja Þórðar- dóttir, Jónssonar, frá Sporði í Víði- dal. Rekja ættfræðingar ætt Þórð- ar frá Sporði til ýmissa merkra manna og höfðingja á Norður- og Vesturlandi. Þórður var annálað- ur glímumaður og jötunn að afli. Svo var og faðir hans, Jón bóndi Magnússon á Sveinsstöðum í Húna- vatnssýslu. — Jósef er enn við bærilega heilsu, að undanteknu því, að hann á erfitt með heyrn í seinni tíð. Hann er góður Islendingur, vandaður maður og bezti drengur. Móðir Jósefs var þrígift og er Jós- ef sonur annars manns hennar. Hálfbróðir hans af þriðja hjóna- bandi móður þeirra, er Bjarni bóndi Bjarnason, á Bjarkalandi í Geysis- bygð. Þegar þau Jósef og Herdís komu vestur um haf, árið 1887, settust þau fyrst að á Lóni við Islendinga- fljót, hjá þeim góðu hjónum, Jón- asi Jónassyni fbróður Sigtr. Jónas- sonar) og Helgu Hallgrímsdóttur. Munu þau hafa verið þar um tvö ár. Árið 1889 fluttu þau að Hlið- arenda í Geysisbygð og bjuggu þar allan sinn búskap. Má segja, að þeim hafi farnast vel, hafa notið góðra vinsælda og virðingar í ná- grenni og héraði og búið við sæmi- leg efni. Mun og sambúð þeirra hjóna mjög hafa stutt aö því að gjöra heimilið ánægjulegt. Þau Jósef og Herdis eignuðust í hjónabandi sínu fjögur börn. Hið fyrsta þeirra, dreng er Valdimar hét, mistu þau, á fyrsta ári. Hin þrjú eru á lífi og eru þessi: Einar Benjamínsson, bóndi á Hlíðarenda, á fyrir, konu Málm- friði Jónsdóttur Sxúlasonar frá Stöpum á Vatnsnesi og Guðrúnar Jónasdóttur Helgasonar, frá Gröf í Víðidal; Lilja Guðrún, gift Carli bónda Kernested, í grend við Mani- tobavatn, og Valdheiður, ógift stúlka, til heimilis ' Winnipeg. Til sjúkdóms þess, er dró hana til dauða fann Herdís sál. fyrst að áliðnum síðastliðnum vetri. Þó á- gerðist sjúkdómurinn ekki örar en það, að hún gat nokkurn veginn þrautalaust farið í bíl með Einar’ syni sínum til Winnipeg, seint í júnímánuði. Var þá búist við, að hún, ef til vildi, með uppskurði, gæti aftur náð heilsu. Gekk hún undir uppskurð, en sjúkdómurinn reyndist að vera krabbamein í maga, einn af hinum skæðustu sjúkdómum nú á dögum og verstu viðureignar. Var um ekkert að gera, nema að bíða þess er verða vildi. Það gerði Herdís líka með því þreki og þeirri staðfestu, sem henni var eiginleg. Lá hún leguna alla í Winnipeg, fyrst á spítala og svo í húsi þeirra Mr. og Mrs. Sig. Björnsson, Beverley St., og stund- aði Valdheiður dóttir hennar hana alla tíð í gegn, með hinni mestu al- úð og prjýði. Var þar endurtekin sú kærleiksþjónusta og rækt við góða móður, er Herdís sjálf hafði áður int af hendi við móður sína heima á íslandi. Jarðarför Hierdísar sál., er var mjög f jölmenn og undir umsjón hr. A. S. Bardals, fór fram frá heimili hennar, Hlíðarenda í 'Geysisbygð, þ. 14. ágúst. Tveir prestar voru þar viðstaddir, þeir dr. Björn B. Jónsson frá Winnipeg, og heima- presturinn, sá er línur þessar ritar. Voru bein hinnar famliðnu, góðu konu lögð til hvíldar í grafreit LIKNAR-S AMLAGIÐ a Stofnanir, sem góðs njóta gg af fjársöfnuninni: ■ 14 fyrir börn. g 3 fyrir gamalmenni. |j 4 fyrir sjúka. g 1 fyrir blinda jj 1 fyrir velferð heimila g 1 fyrir hjúkrun. § 2 andlega uppbygging. Verið viðbúin hinni fimtu árlegu fjársöfnun jjLUMIIIIIIIMIIMIMMIIMIIIIIMIMIIIMIIIMMMMIIIMMMMMIIMIIIIIIMIIMMMIIMIIMIMIIIMMH I D.D.Wood&Sons 1 selja allar beztu tegundir KOLA tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til = almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voruYard = 1 Horni Ross Ávenue o n ington Strœtis 1 Pantið frá oss til reynslu nú þegar. \ = | Phone 87 308 | = 3 símalínur = 'ÍMMIMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMÍ; í fjögur ár hefir Líknars^mlagið lagt fram þjónustu, sem er mjög mikils virði fyrir líkn- árstofnanirnar og fyrir þá einnig, sem fé gefa til þeirra. Njúsemi þíknarsamlagsins, með tilliti til fjársöfnunar fyri^ nauðsynlegar líknarstofn- anir, er fullkomlega sönnuð. Ástæður fyrir því, að þér ættuð að gefa þá peninga, sem þér getið lagt fram til Likn- arsamlagsins, eru í stuttu máli þær er hér segir:— 1. —Fyrirkomulag það, sem Líknarsamlagið hefir, sparar peninga og fyrirhöfn. 2. —Það er vörn almennings gegn ónauðsynleglegum átroðningi og trygging fyrir stofnanirn- ar, sem góðfe njóta af. 3. —Alt ásigkomulag þeirra stofnana, sem hér er um að ræða, hefir verið vandlðga rannsak- að, og þörf þeirra fyrir þá peninga, sem beðið er um. 4. —Starfsaðferðir stofnana þeirra, sem eru í sambandi við Líknarsamlagið hafa tekið mikl- um framförum. 5. —Nefnd sú, sem fyrir þessu stendur, er skipuð þeim mönnum og konum, sem þekkingu hafa á peningamálum og reka þetta starf þannig, að það mætti verða til sem mestra hagsmuna. Látum heiminn sjá það 2., 3., 4. og 5. Nóv. að þetta er áhugamál Winnipeg-borgar Klúbbar ýmsir og starfrækslufélög í Winnipeg hafa lánað Líknarsamlaginu ágæta menn og konui' til að ferðast um alla borgina í þessu skyni og hafa því verki lokið á fjórum dögum, 2.—5. nóvember. Verið viðbúin, þegar þetta fólk kemur til yðar; tími þess er dýrmætur. Öllum íbúum Winnipeg-borgar, mönnum og konum, piltum og stúlkum, hverrar trúar sem þeir eru eða hvaöa þjóðerni, sem þeir tilheyra, er áhugamái að styrkja líknarstofnanirn- ar. Gerið yðar hluta! FEDERATED BUDGET BOARD OF WINNIPEG Geysisbygðar, þar sem bæði geym- ast leifar göfugra manna og góöra kvenna frá lndnámstíðinni og sömu- leiðis leifar margra hinna ungu, er burt hafa kallast í blóma lífsins., þvert á móti allri venjulegri áætl- un. En þetta er gangur lífsins og verður ekki um þokaö. Auk þess sem Herdís sál. var fremur greind kona og frábærlega þrekmikil og dugleg, að hverju sem hún gekk, úti eöa inni, átti hún í rikum mæli það, sem dr. Siguröur Nordal kallar “heilindi”. Hún var heil i huga, i orði og í verki. Reynd- ist trúlynd æfinlega og vinur vina sinna. Börn hennar eiga minning hennar sem góðrar móður til dag- anna enda. Og eiginmaöurinn, vin- ur minn, Jósef Benjmínsson, á hina söniu ágætu minning um hana sem eiginkonu sína, sem hann hefir nú orðið að sjá burtu tekna. Bæöi lifs- reynsla og góð hyggindi kristins manns munu gjöra honum mögu- legt aö bera byröina og að sætta sig við það sem orðið er. Biö eg aö orð frelsisins og höfundur þess verði með honum og vinum hans öllum, alla tið, og einnig yfir merkjalínuna hinstu. — Jóh. B. Líknarstofnanirnar eru þessar: Benediotine Orivhanage Home Welfare Associátton i Canadlan National Institute for the Infants Home Blind Jewísh Olldl Folks Home Children’s Hospital Joan of Arc Home Chí.ldi-en's Aiid Societjy Kinderig'a.rten Settlement Ass’n. Cþtldren’s Bureau Jewish OrphanoRe Children’s Home Knowiles Home for Boys Convalescent Hosp'ltal M^thers’ Assoöiation Fedenated Budget—Admlnistration Old Foilks Home Home of t.he Good Shepherd í’rovidence Shelter St. BonSface Orphanage and Old Polks Eliome St. Joseph's O rphanaso Victoria Hospfital Victoria Order of Nurses Winnipeg- General Hospital Y. IM. C. A. Y. W. C. A. Um og eftir kosningarnar. Á kjörstaðnum. Þó ei séum British born, bezt er að halda lögin, þau eru hegðun heilnæmt korn, er hyggnir sáðu í flögin. Kosningardaginn kl. 12. Óðum svegist brotin brú, birtir Meighens galla; hans mér segist sigur nú sól að legi halla. Renur um haga ræða senn, rifnar laga tjaldið, hleypti aga í hygna menn Hundadaga valdið. Yrði bið ei lýðum löng lög og siði vakta, ef að friðar fáni á stöng fengi grið aö blakta. Sér til handa sælda myrkt sjálfs í bandi sprikla; Svo hefir fjandinn sáð og yrkt sælulandið mikla. * * * Hér í spegil horfa má — hjarta feginn sagði, stjórnar greyið frama fá, féll á eigin bragði. Þó aö galla þykjumst sjá, þar aö allir hyggi, hrækjum skallann ekki á einn þó fallinn liggi. ♦ * * Orðaleikur. Ósigurs í undanreiö ýmsir voru “gantar”, sjaldan verður gatan greið gætni þegar vantar. Ula sækist eftirreið, í henni munu fantar, þungt er að naga þurra “sneið”, þegar smjörið vantar. Eftir þessu aulinn beið, auðnu breyttust kantar, þó er að naga þurra “sneið” þyngst, ef smjörið vantaar Opnir stóðu eftir seið ýmsir “serva” trantar “sýnd en gefin var ei veið”, víxluðust allir pantar. Rýmum brjóst, því gríman grett gekk og róstan teygð og flétt, drekkum “toast” fyrir dauöri stétt, er dæmdi á Eóstru svartan blett. Þjóöin bjóst aö þvo af blett— þursinn vógst á höröum klett; er af fóstru fargi létt, flestum ljóst, og sýndist rétt. Stunur og hósta stilti frétt, stjómar róstán barst á klett, mála gjóstri mark var sett, móður brjóstiö andar létt. • * • Ætla má sízt ásjár frýnar, undanhaldið “kom á daginn”, liggur enn fram á lappir sínar ljónið fyrir handan sæinn. Nagar hramminn nístir tönnum, niður hleypir brúna flösum, ótti af stendur öllum mönnum, eldi úr fnæsir báðum nösum. Sér á vegi rokknum rakka, reyna feginn vill hann takið, hristir, teygir hrokkinn makka, halann sveigir yfir bakið. Varga drykkju vanur seppi vígfús hnykkir sér í dæli; hnitar þykkum hala kleppi, hrín og rykkir sér úr bæli. /. G. G. Magic bökunarduft, er*ávalt það bezta í kökur og annað kalfi- brauð. það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. komai þr eö hér er um Cnada- rnann aö ræða, sem hefir rutt sér braut og unnið sér mikið álit í Ix>n- don. Hann hefir flutt meö sér frá London alt, sem hann þarf á að halda til að sýna list sína á laugar- dagskvöldið í þessari viku. The Studcnt Princc. Þessi fræga hljóðfærasveit, sem nú er að enda viö annað áriö í New York. þar sem hún hefir verið stöð- ugt þann tíma, kemur fram í fyrsta sinn á Walker leikhúsinu á mánu- dagskveldið hinn 1. nóvember og verður hér eina viklu. Hér er um að ræða einn af gimsteinum hljóm- listarinnar og fær þessi hljómsveit alstaðar orð fyrir að hafa þaö eitt að bjóða, sem ágætast þykir á sviði hljómlistarinnar nú á dögum. Hér er alveg sérstakt tækifæri fvrir þá, sem unna söng og hljóðfæraslætti, að njóta mikillar ánægju. Með ■pósti geta menn nú þegar pantaö sæti í leikhúsinu. The Australian National Band. Walker leikhúsið hefir samið viö The Australian National Band um að leika þar nokkrum sinnutn seint t nóvember. Þessi hljómsveit er nú að enda við ferðalag sem hún byrjaði í október 1925 og hefir henni alstaðar verið afar vel tekið. Leiðtogi hennar, Albert H. Boile, hefir hlotið gullmedalíu fyrir fram- úrskarandi hæfileika sina og hefir hann og sveit hans alstaðr fengið mikið lof. Fyrir skömmu kom hljómsveit þessi fram á víðvarps- sýningu. sem haldin var í Rochest- er, N. Y., og streymdi þangað fólk þúsundum saman til að heyra hana. The Big Parade. Þess er ekki langt að biða, að The Big Parade verður á Walker leikhúsinu og verður síðar um það getið hér í blaðinu. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess bve efni op útbúnaður er ? fuilkominn. WALKER. Matheson Long. Það er mikill fjöldi Winríipeg- búa, sem þessa viku njóta þeirrar ánægju að sjá og heyra Mr. Long á Walker Leikhúsinu. Hann er mað- ur fríður í andliti, vel vaxinn, hefir ágæta rödd, sem hann getur ávalt notað eins og við á. Canadamönn- um þykir eðlilega mikið til hans Xievel Brewing Co. Limited St. Bonifoce Phones: N1178 N1179

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.