Lögberg - 28.10.1926, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.10.1926, Blaðsíða 2
Bls. 2 LOGBEKG FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1926 Gaman og alvara. Eftir Rúnólf Marteinsson. [Nokkuð af því sem hér fer á eft-„ ir, var flutt sem samkomu-erindi 1. okt. síðastl, í Seattle,—R.M.] rFíriamh.) / Suður til Seattle. Þar hafði verið bráðabyrgða- heimili okkar hjónanna síðastlið- inn vetur. Óteljandi ánægjustund- ir áttum við þar og marga vini höfðum við eignast þar, og nú vorum vifi á leiðinni þangafi heim. Afi vísu vorum við búin að bregða búi þar, farangurinn kominn og- an í töskur og kistur, því nú vor- um við orðin svo rík, að hann rúm- aðist ekki í raufiutrí vasaklút. Þetta var mánudagurinn 31. mai. Nú var viðstaSan stutt í Seattle, að eins 2—3 klukkustundir, meS- an við biðum eftir lest, sem átti að flytja okkur suSur á bóginn. Fáeinir vinir komu á biðstöðina til að hitta okkur og óska okkur far- arheilla. Þangað kom presturinn frá Blaine. stuttur í loft upp, en “þéttur á velli og þéttur i lund’’, enda veitir honum ekki af, því hann á stóra og tignarlega konu. Þarna voru þau 'bæSi, og sólskin sælunnar ljómaði út frá þeim. Þar var Kolbeinn S. Thordarson, forkólfur Hallgríms-safnaðar, ís- lenzkur jötunn, steyptur í amerísku mcrti. Hann sópar aS sér, hann Kolbeinn, og hefir óviðráðanlegt segulmagn til að seifia menn yfir fljót torfæranna og leiða þá upp á sigurhæSir framkvæmdanna. Finst sumum, að hann sé full ráð- ríkur, en framkvæmdamennirnir hljóta aS ráfia. Það hefir ávalt verifi tilfelliS, og engin líkindi til þess, aS sú staðhæfing reynist nokk- urn tima ósannindi. Með honum var kona hans, Anna. Átti konan mín enga betri vinstúlku i æsku. en hana, og hefir vinskapur þeirra haldist óslitinn síðan. Þar komu einnig Mr. og Mrs. Halldór Sig- urSsson. Hún færði okkur dá- litla körfu, og á leiSinni suSur fundum viS þar hiS gómsætasta hangikjöt og fleira gott. Halldór var manna greiðugastur að flytja mig um Seattle-borg síSastliðinn vetur. Halldór er litill maSur vexti, en óhemju fastheldinn við mein- ingu sina. Þar voru líka Mr. og Mrs. Stefán Johnson, sem komu siðast liðiS vor, nýgift, sunnan frá Los Angeles. Höfðu þau ibúð i sömu byggingunni og viS eftir aS þau komu, og reyndust okkur hinir ákjósanlegustu nágrannar. Því mið- ur eru þau nú komin burtu frá Se- attle og er að þeim hin mesta eftir- sjá. Þar bar enn að líta Mrs. B. O. Jóhannson og eitthvaS af bömum hennar. Hún er hin myndarlegasta kona, bæSi í sjón og raun. Á hún for^ldra í Los Angeles, Mr. og Mrs. Stig Thorvaldsson. Mintist hún þeirra með sendingu og okkar með Ijúffengum ávöxtum. ÞangaS komu lika vinir, sem við höfðum eignast á þessum vetri, Mr. og Mrs. Jón Sigurðson. Er hann fóstur- sonur Mrs. Johnson, konu séra Halldórs, og í ætt við íslendinginn mikla, Jón forseta, en hún var Ilelga Lundal áfiur en hún) giftist. Hafa þau hjón sýnt okkur mikla vináttu. — ÁSur en lagt var af stað suður.buðu Mr. og Mrs. Thordar- son okkur tfl máltifiar, og nutum viS hennar hið bezta. Jæja, vertu sæl, Seattle, drotn- ingin við Puget Sound, einn hinn fegursta fjörð, sem til er í heiríii. Þú ert ekki laus við sorann, frem- ur en aðrar borgir heimsins, en þú átt mikið af hátignarfullri dýrS. Mér finst alt hið margvislega lund- arlag, sem til er í heiminum, geti átt heima í þér, geti aS minsta kosti fundið einhvern afkima. Aldrei gleymi eg hæðum þinum,’ snarbrött- um, ávölum, ögrandi, erfiðum, með takmarkalausa tilbreyting í fegurð á daginn og seiSandi ljósadýrð, eins og stjörnuhiminn væri, á kvöldin Aðdráttarafl hefir Seattle óneitan- Jega. f Suðurförin. Áfram þýtur eimlestin, gegn um Tacoma-borg, fram hjá fjallakongi Washington-ríkis, Mount Rainier Eg reyndi mitt itrasta til aS sjá hann alt sem unt yar; en svo hvarf snjóhvita tröllið að síðustu inn í náttskuggann. Á vagnstöðinni i Portland mættu okkur ágætir gamlir vinir frá Wfn- nipeg, Mr. og Mrs. O. P. Lam- ibourne. Er hann Eoglendingur, en hún íálenzk kona fjonína Johnson, áður eD hún giftist). Vofú þau öt- ulir sdrnverkamenn mínir í Good- Templara starfi þar austur frá. Var það reglulegur fagnaSarfundur með okkur. Þau fóru með okkur heim til $ín, og þar sáum viS móS- ur hennar, sem við þekkjum vel, og svo börnin þeirra tvö. Hjónin fylgdu okkur svo niður á vagnstöð og við vorum þeim þakklát fyrir hressingu, hvíld og skemtun, sem ViS höfSum fengið. Næsti áfanginn var San Franc- isco, stærsta borgin í Califomíu, en þaS var löng leið. Um miðnætti fórum við frá Portland, þar sem Oregon-ríkiS byrjar, og aS morgni annars dags vorum við komin til San Francisco. Við höfðum þá ferðast þvert yfir Oregon-rikið og norSurhlutann af hinu afar-stóra California-ríki. Útsýni á þessari leiS suður, er fljótlýst. í gegnum Oregon-ríkið er eintóm fjallaleiS. Fylgir járn- brautin, eins og titt er í fjallalönd- unum’,"vanalega einhverjum árfar- vegi, og oft gömlum slóðum, sem landkönnnunarmennirnir fóru í upphafi og ferðamenn á hestbaki og akandi í vögnum síSar. Eftir því sem sunnar dregur, verður skógurinn á fjöllunum minni, og eftir að komið er suður í miðja Californiu, eru hæðirnar, sem sjást frá járnbrautinni, þar sem eg fór, berar og dauSalegar fyrir mínu auga alls ekki fallegar. Fram hjá einu háu fjalli fórum við og kom- um mjög nálægt því, en þaS er Mount Shasta. Það sem fegurst er í Californíu, eftir minu áliti, eru dalirnir, rennsléttir vífia, og þar sem vatniS er til áveitu afar frjó- samir. Getur þar að lita mjög margvislegan jarðargróður, meðal annars gras og garðávext'i. Þar má t. d. sjá heila akra af “lettuce”. En það fegursta af öllu í dölunum eru trén, sem þar hafa verið grófiur- sett. Eru þar bæði dásamleg skuggatré og ávaxtatré. í allri SuS- ur-Californíu ber einna mest á pálmalundunum. Eru pálmatrén stundum fögur og stundum ljót. Meðan þau eru ung, eru þau nærri óviSjafnanlega fögur. Ekkert er þá til aS skemma bolinn og tæpast getur neitt hugsast fegurra, en krónan, þegar hún er. í dýrð sinni. Á hinn bóginn, þegar sum trén íara að eldast, verður krónan miklu minni að tiltölu, en laufin neðstu hafa alt af dáifi og lagst niSur með bolnum, grá og visin. Á öðru tré ber mjög mikifi þar suður frá, en þafi er “eucalyptus”-tréS, og er það upphaflega komiS frá Ástralíu. í eyðimörkinni þar er þafi afarsmátt, en alstaðar þar sem það nær til vatns; verfiur það mjög stórt. í Californíu eru þau tré vifia mjög tignarleg. Þá eru ávaxtatrén, appelsinu, fikju, lemon, sum hnetu- trén og fjölda mörg önnur, frábær prýSi fyrir sveitirnar og bæina, auk þess sem þau gefa af sér til að end- urnæra líf mannanna. Frjósamir, fagrir dalir, milli ljótra, gróðurlausra hæða, þannig kom nokkufi mikiS af Californíu mér fyrir sjónir. San Francisco stendur vifi afar- mikinn fjörS, sem skerst einar 50 milur inn í landið. Hún liggur að sunnanverðu viS fjarSarmynniS og nær út að hafi. Er mynnið mjótt og má líkja þvi við hlið, enda nefn- Fórum viS upp á feikna hæS, sem er fremur fjall en hæS, og nefnist “Twin Peaks”, af því gnípurnar eru tvær. Þó ekki sjáist þaðan “öll riki veraldarinnar” og þeirra dýrð, er þaðan samt sérstaklega fögur út- S'ýn, þegar veður er bjart; en ó- heilladís smalans á íslandi, þokan, fjandskapaðist við okkur, rétt þeg- ar við vorum aS fara þar upp. ViS sáum hana koma frá hafinu, æð- andi eins og skessu yfir borgina. ViS vorum ekki ánægS yfir þessum aSförum hennar, en gagnslaust var að ausa hana fúkyrðum. Hún skemdi stórum fyrjj okkur óvana- lega tilkomumikið útsýni. Mikið er af sérstaklega fögrum listigörðum í borgunum á Kyrra- hafsströndinni. Nefni eg hér að eins tvo: Golden Gate Párk í San Diego. Þessir tveir listigarSar eru ibæfii likir og ólíkir; líkir að þvi leyti, að i báSum er margbreytnin nærri ótakmörkufi: hæfiir ,vötn, skógar, dalir, blómsturlundir, o. s. frv.; ólíkir aS því leyti, að á Bal- boa-Park er meira af suðrænum blæ, hvað tré og jurtir snertir. Þar er lika eitt hið fullkomnasta pípu- orgel, sem til er nokkurs staðar úti undir beru lofti. Er leikið á það vanalega á hverjum degi. frítt fyrir ■iUa sem á vilja hlýða. Báðir listi- garðarnir eru í mesta máta unafis- legir. Um alt Golden Gate Park fór Mrs. Olafsson mefi okkur. Eftir kvöldverð hjá Mr. og Mrs. Ölafsson, fórum við til baka til Mr. og Mrs. Halldórsson. Þar var samkoman um kvöldið. Þangað kom all-stór hópur íslendinga. Eg hafði mikla ánægju af því að hitta þar Dr. Kristbjörn Eymundsson, Mrs. Oddrúnu Sigurðsson, Mr. og Mrs. Sigfús Brynjólfsson, Miss Þórlaugu Búason, fyrverandi læri- svein minn, Dóra Halldórsson og ýmsa fleiri gamla kunningja auk þeirra, sem áfiur erú nefndir. Eg eignafiist þar líka nýja kunningja. Sérstaklega þótti mér vænt um, afi unga fólkiS sneiddi sig ekki hjá samkomunni, og hvergi, þar sem eg kom, hafði fólkiS mei^i ánægju af því að syngja islenzka söngva, en einmitt þarna í San Francisco. Samkoman hafði verið sett af stokkunum með mjög litlum fyrir- vara frá minni hálfu. Velvildar- blærinn á öllu var svo auðsær. Samskotin þarna voru líka sésták- lega rifleg. Það varð til afi gjöra samkomu- skemtunina fjölbreyttari, afi maSur var þar er hóf kappræSur við mig. Víkingablóðið rann auðsjáanlega ó- blandað i æðum hans. Hiinn var þyrstur í sennu. Fyrst skoraði hann mig á hólm afi sanna það, að bygging íslends hefSi hafist árifi 874. Eg benti honum á sumar sög- ur íslands, en þafi haffii ekkert að ist það “Golden Gate”. Þegar maS- segja, því hann hafði sé ðþað í ein- ur kemur með járnbrautinni að norð hverri alfræðibók enskri, að þetta an. er maðut' kominn að honum j hefði verið árifi 830. Þá benti eg nokkuð löngu áöur en komið er til | honum á' þúsund ára þjóShátíSina San Francisco. enda eru tvær borg- 1874, að ekki væri liklegt, afi allir ir þeim megin við' hann, Oakland ( þeir, sem afi henni stóðu, hefðu far- og Berkely, þar sem háskóli ríkisins J ið vilt með ártaJið. Þafi sigraði vík- rim, hefir heimili. Sumstaðar fer lestin fyrir neðan sandhólana, en meS- fram firðinum, þar sem járnbraut- arstæðiS virðist vera mjög af skorn um skamti. Á einum staS tókum við eftir þvi, að lestin var hætt að hreyfast, en umhverfiS fanst okkur eitthvað einkennilegt, svo við fór- um út. Sáum viS þá, að lestin, í heilu lagi, var komin um borð á skipi og var rúm fyrir sex álíka Iestir á þilfari skipsins. Þannig fórum viS yfir einn arm af firfiin- um. Þegar við komum til Oakland, fórum viS af lestinni, stigum á skipsfjöl og ferðuðumst yfir fjörð- inn til hinnar miklu San Francisco borgar. ÞaS var ekki lítið gleði-efni, að sjá þar íslenzkt, kunnugt andlit, en þaS var Björn Halldórsson, ásamt syni hans, gamall kunningi frá Norður Dakota og Winnipeg, og góSur austfirðingur eins og eg, son- ur Björns heit. Halldórsonar, er lengi bjó á Úlfsstöðum í Lofimund- arfirði. Var hann líka vel kunnur hér vestra. Það var heldur enginn efi á því, að Birni þótti vænt um að sjá okkur. Þeir fluttu okkur í bil eftir einni helztu götunni í borg- inni, iþangað sem Mr. Halldórsson býr. Þar tók konan á móti okkur, og gátum við ekki átt betra en hjá þeim. , Eftir hádegi þann dag fórum viS til Sigurjóns Ólafssoar húsasmifis. Er hann kvæntur dóttur Zeuthens, sem lengi var læknir á Eskifirði. Þó Mrs. Ólafsson sé al-dönsk að inginn í því atriíi, en hann var ekki af baki dottinn: hann hóf, þegar i stafi, orustu á öfirum velli. Hann hélt því fram, aS það væri landráð, synd og skömm fyrir íslenzka for- eldra, að vera afi kenna bömum sín- inda og ánægju. Þafi er óhætt að segja, að þau hjónin spöruðu ekk- ert til afi gjöra okkur veruna sem ánægjulegasta. Næsta dag var ferð áformuð til San Diego, enda fórum viS þangað um kvöldið; en þann tíma, sem eg hafði afgangs um daginn, langaSi mig aS nota til að heimsækja Mr. og Mrs. Stíg Thorvaldson. Mr. Halldórsson baufist til að aka með okkur þangafi, en sökum þess, að hann var ekki viss um að rata, fékk hann Thorstein Oddson í lið mefi sér, en hann er, eins og allir vita, þaulæfður fasteignasali frá Win- nipeg. Eg var hálfhræddur um, að samkomulagiS yrði eki sem bezt, þegar tveimur fasteignasölum frá sömu borginni, slægi saman. En sá kVífii reyndist með öllu ástæðu- laus, enda eru mennirnir báSir frá- bærlega þolinmóðir. Samkomulag- iö hefÖi ekki getaS verið betra, þó þeir hefðu báðir verið prestar. Ekki er meS þessu sagt, að þeir hafi alt af verið á sama máli, því þafi kom sjaldan fyrir, en þeir fóru svo vel mefi ágreinings atriðin, að eg gat ekki annaS en dáðst afi þessum bróðurlegu keppinautum. Það sem þá grendi á um var það, hvar Stíg- ur ætti heima. Að visu vissu þeir, aS hann átti heima aS 1620 Fargo str., en hvernig átti að finna Fargo stræti, það var heila málið. Þar var Þorsteinn miklu betur útbúinn en Halldór, því Þorsteinn haffii landabréf, sem sýndi öll stræti borg- arinnar. Mörgum sinnum kvaddi hann Halldór til afi stanza. “Eg þarf að horfa svolítiö á kortið”. Loksins komum við að hæð mikilli, norfivestanverSri; lá þá braut á ská upp hæðina, en önnur austur fyrir norðan hana. Snörp deila varð um þafi, hvora brautina ætti afi fara, en Halldór sigraði og vifi fórum norð- ari brautin, og á endanum fundum við Fargo Street, en 1620 var þar ekki, því Fargo St. endaði í miðj- um hlífiitm — áfiur en komið var að 1620. Að fara upp hæSina var ókleift, og afi mestu veglaust; það var því ekki um neitt annafi að gjöra, en að fara til baka. Á þeirri leið vissum við ekki fyr til, en við vorum komin afi musteri Angelus Temple, þar sem hin fræga Aimie Semple McPherson prédikar. Þá héldu menn, afi hún heffii druknað. Okkur kom saman um að fara þarna inn. Við fundum þar stúlku, sem sýndi okkur aðal-salinn, sem rúmar 5,300 manns, auk söng- flokksins, og viðvarpsstöðina og fleira. Þegar Mr. Oddson hafði enn á ný athugað landabréfið, með rnikill nákvæmni, var aftur lagt á staö, í þetta sinn fyrir sunnan hæð- ina. Þegar nokkuö haffii verið ferðast, nokkrum sinnum stanzafi og litiö á landabréfið, fundum við embættismann Bandaríkjastjórnar- innar, póstþjón að máli, og spurð- um hann að Fargo St. Hann sór sig og sárt við lagSi, aÖ þaö væri ekki til þeim megin hæöarinnar. En viö fórum öll að leita, og, eftir litla stund hrópar Mr. Oddson til okk- ar: “Hérna er Fargo St.” Hijá Stigi skemtum við okkur góða stund. Kona hans hefir ver- iS heilsulaus mörg ár, og hefir hann annast hafa með frábærri snild. Talið sveigðist fljótt aS Californiu og ágæti þess ríkis fram um íslenzku J þessu landi. Það var j yfir önnur ríki jaraarinnar. bitur og langur bardagi, og ekki skal eg neitt skýra frá þvi, hvor okkar var borinn óvigur af hólmi, en þaS var skæður vopnaleikur á báðar hliðar. Helzta vöm hans i málinu, eftir því sem eg nú man, var það, að heili íslendinga væri svo af skornum skamti, aö hann gæti með engu móti rúmað nema eitt tungumál. Já, eg held annars, aö þetta sveröshögg hafi gjört mig alveg óvigan, þvi eg man þaÖ, að eftir langa sennu, tók kona við af mér, og fyrir henni lá hann, eftir nokkurn tima, gjörsamlega flatur. Þaö var fjörugt, fjölbreytt og skemtilegt kvöld þetta í San Franc- i^co og við skildum við borgþna og vinina þar mefi mikilli eftirsjá, að geta ekki verifi þar lengur. Að morgni dags fórum við frá Sán Francisco. Afi kvöldi þess sama dags komum vifi til Los An- geles. Þar mættu okkur/ þrír ís- lendingar, sem okkur voru að góðu kunnir; Pétur Fjeldsted, Gunnar Goodmundson og Thorsteinn Odd- son, alt vinir frá Winnipeg. Það þótti mér ljófiur á ráði þessara manna, að Jgonur þeirra voru fjar- verandi, eða þá fjarvera í vændum. Sá sífiasti kom einmitt til aö ráðg- ast um það viö mig, hvort kona sín ætt, heldur hún þó mjög mikið af | gæti orfiið okkur samferða, þegar íslandi. Þessum hjóum og dóttur jvið færum austur. Eg vona, að þeira Helgd, sem nú er gift kona í 1 þeir séu nú allir búnir a« heimta San Francisco, kyntumst vifi í Win- nipeg. ÞaUvoru þau meðlimir í j Skjaldborgar-söfnuði, sem eg þá þjónaði. Seinna átti eg góða komu til þeirra í Minneapolis. Nú eiga þau heima þarna við Kyrrahafið og líður vel. Mr. Ólafsson tók út bil- inn sinn og var meö okkur allan seinni hlut dagsins til aö sýna okk- ur það sem fegurst var í borginni. I það sem þeim ber. Mr. Fjeidsted flutti okkur einar tólf mílur heim til Halldórs Hall- dórssoar, fasteignasala og stóreigna manns frá W’innipeg. Hann hefir nú útibú í LosAngeles., Hjá honum og frú hans héldum við til, meðan við dvÖIdum þar i borginni. Hann býr í indælu nýju og nýmófiins húsi. Alt var þar gjört okkur til þæg- Þegar einhverjum hér í Seattle verður það á, aö nefna eitthvert annað pláss sem hæfilegt fyrir manna bústað, þá brosa menn fram- an í hann góðlátlega og kenna í brjósti um han sem bjána; en mönum dettur ekki í hug að fara aö stæla við svoleiðis náunga. Þeir að eins vorkenna honum. í Los Angeles grípa þeir, þar á móti, til vopna, ef einhver er svo ófyrirleit- inn að nefna annan stað en Suöur- Californíu, með fram sjónumKsem hæfilegan bústað fyrir hvita menn. Eg verð aö játa, að eg hefi ekki enn smittast af þeirri staða-dýrkun, sem ríkir hér á ströndinni. Eg kann vel við mig hvar sem eg hefi nóg að börða. Þess vegna uni eg vel hag mínum í Seáttle, svo eg ekki nefni fleiri ástæður fyrir vel- liöan minni hér. Föstudaginn 4. júni, komum við til San Diego. Á vagnstöðinni mættu okkur þau hjónin, Mr. og Mrs. Archibald Orr. Hann hefi eg áður nefnt. Þau voru bæöi saman valin í því að auðsýna okkur allan kærleika þann tíma, sem við vorum í San Diego, gestir þeirra. Nærri allan næsta dag voru þau að ferðast mefi okkur um listigarðana og aðra fegurðarstaði í borginni. Þau fóru einnig með ókkur niður fyrir tak- mörk Bandaríkjanna og inn í Mexi- co. Við komum þar i þorp nokk- urt, sem nefnist Tijuana. Er bær- inn afiallega eitt langt stræti, og frá enda til enda, beggja vegna, eru þar eintómar drykkjukrár og spilahús. Hið fyrsta. er við sáum í bænum. var auglýsing: “Fyrsta tækifærið til aþ fá drykk”. og hifi seinasta er við sáum, þegar vifi fórum þaðan, var önnur • auglýsing: “Seinasta tækifærifi til afi fá sér drykk” ; enda streymir Bandaríkjafólkið þangað: kvenfólk og karlmenn á öllum aldri, til aö fá sér drykk. Þegar við komum til baka frá Mexico, heimsóftum viö Mr. og Mrs. K. Magnússon, sem áður er getið. Því miður var Mr. Magn- ússon ekki heima, var i vinnu. Viö drukkum þar eftirmiðdagskaffi og skemtum okkur hið bezta. Um kvöldiö var samkoman og var hún vel sótt og að öllu leyti á- nægjuleg. Daginn eftir, sunnudag- inn 6. júní, flutti eg guðsþjónustu og var þar einnig góö aðsókn. Eg skal geta þess, hér, aö íslendingar í San Diego lögðu mér til meiri pen- inga til ferfiarinnar en nokkur ann- ar hópur íslendinga á ströndinni. í orði og verki studdu þeir mig mjög drengilega. Ýmsra heimboöa nutum við með- an viö vorum þar. Á laugardags- kvöldið höfðum við kvöldverö hjá Mr. og Mrs. Frank W. Frederick- son. Var þafi mjög ánægjulegt að kynnast henni og börnunum og verulegur fagnaðarfundur með hon- um og mér. Þegar eg var bráða- byrgðar prestur í Winnipegí sum- aifi 1900, meðan sérá Jón Bjarna- son var afi ferðast heima á íslandi, fór Mr. Frederickson suður til St. Paul, og síðan hefir hann alt af ver- ifi fjarri íslendingum, en er þó tryggur móðurmáli sínu, heldur ís- lenzkt blað og tala íslenzku eins vel og þegar hann fór. Á sunnudag- inn vorum vifi til miðdags hjá Mr. og Mrs. Jóni H. Johnson, sem Manitoba fslendingar þekkja vel. Þar var lika séra Eyjólfur Melan frá Gimli. Eftir gufis"])jónustu drukkum vifi kaffi hjá Mr. og Mrs. Jóni Laxdal. Var hann all-lengi kaupmaður í Mozart i Saskatche- wan-fylki. Úti í garfiinum þeirra stóð fíkjutré. Borðuðum vifi þar græna fíkju í fyrsta sinni. f kvöld- verðarveizlu vorum við hjá Mr. og Mrs. Einari Scheving, sem íslend- ingar í Norður-Dakota þekkja sér- staklega vel. Vifi eigum mjög hlýj- ar endurminningar frá San Diego. Á mánudagskvöldiö vorum viö í heimboði hjá Mr. og Mrs. McFar- lane í Los Angeles; þar var sam- koman um kvöldið. Var frúin Miss Olive Oliver áöur en hún giftist, dóttir Eggerts Oliver. söngkona á- gæt og myndarkona á allan hþtt. Stór og myndarlegur hópur fólks kom saman um kvöldið og var rösklega sungið. Ýmsir tóku þar líka til máls. Fólk skemti sér hið bezta. Jók það á skemtunina, að Bjarni Björnson leikari var þar og hermdi dásamlega eftir sumum Vestur-íslendingum. Þar í borginni vorum viö fram á fimtudagskvöld, sáum á þeim tíma baðstaöina. Santa Monica og Long Beach, og fleiri staði. í Long Beach heimsóttum viö Miss Maríu Hólm og höföum þar miðdag. Þann dag voru þau að flytja okkur og skemta Mr. og Mrs. Égill Shield. í fyrsta sinni höfðum við þá bað í sjónum, og var það óvenju yndislegt og hressandi. Þegar við komum til baka frá Long Beach, skírði eg barn fyrir 'Mr. og Mrs. Björn Hálmarsson. Búa þau í sama húsi og Shields hjónin, en þáer konurnar báðar eru dætur Stígs Thorvalds- sonar. Vorti þau eldri hjónin þar bæði og fleiri kunningjar. Var Stígur sérstaklega ræfiinn og skemtilegur það kvöld. Okkur þótti öllum ánægjulegt aö vera saman um kvöldið. í annað sinn komum við heim til Mr. og Mrs. Thorst. Oddsonar. Þau búa í mjög þægilegu og skemti- legu húsi, og umhverfis það er yndislegur garður. meö grasflöt- um, blómum og trjám. Tvö pálma- tré eru þar, sitt hvoru megin við götuna þegar gengifi er inn. fra strætinu, svo fögur, að eg hefi aldr- ei séö fegurri páVmatré. Þeirn hjon- um var eg sérstaklega vel kunnug- ur í Winnipeg og á þeim mikið gott aö þakka. Hann var stofnandi Skjaldborgár-safnaðar í Wlnnipeg og lang-helzti styrktarmaður, eig- andi Skjaldborgar. Plúsið lánaði hann söfnuðinum ávalt leigulaust. Viö áttum góftar stundir á heimili iþeirra í Los Angeles, ekki síöur en í Winnipeg. Síöasta daginn, sem við vorum í þessari borg, vorum viö á vegum Mrs. Ortner. íslenzkrar konu. og greiddi hún götu okkar á allan hátt. Þá var nú ekki um annað aö göra. en að slita sig burt frá Los Angeles, þessum feikna borga klasa. Þegar á vagnstöðina kom, gekk eg mjög meinleysislega upp að borð- inu, þar sem aðgöngumiðar afi svefn vagni eru seldir. Þaö er af hygnum mönnum ætíð taliö sjálf- sagt, aö vera búinn aö kaupa þá eða tryggja sér þá nokkru áður etl þeir eiga að notast; en svo hafði borg- ardýrðin i Los Angeles heillað niig, að því hafði eg alveg gleymt. Mafiurinn, sem eg ávarpaði svaraði mjög hæversklega, aö allir svefn- vagnamiöar fyrir þessa lest væru seldir. Nú fór mér ekki að verða um sel. Eg haföi áformað að vera í Spanish Fork, í Utah, næsta sunnudag, og eg ætlaði að stanza lítilsháttar í Salt Lake City. Eg reiknaði, aö eg heföi ekkert of mik- inn tíma og fyrirvarö mig að fara til baka. Þegar að lestinni kom, tók litið betra við. Þaö leit ekki út fyrir, að eg kæmist einu sinni í vanalegum dagvagni. Fólkstroðn- ingurinn var ægilegur. Seinna fékk eg afi vita að á honum stóð þannig, að fariö var niðursett þann dag, til að gefa fólki kost á því að sækja eitthvert þing í Salt Lake City. Loks komumst við upp í vagninn, en alt var troðfult. Flestir sögðu, að járnbrautarfélagifi hlyti aö bæta við vögnum; en þegar vifi höfðum kvalist um stund i troðningnum, kom járnbrautar embættismafiur og tilkynti, að allir þeir, sem ekki hefðu fengið sæti, yrfiu afi fara af lestinni, engum vögnum yrði bætt við, og þafi væri á móti lögunum að flytja fólk, sem ekki hefði sæti. Ekki batnafii þá. Samt fór nú heill hópur af lestinni, en það var ekki nokkur minsta von um sæti fyrir okkur samt. Ekki fórum við þó af lestinni, og hún fór af stað. Þá datt mér það i hug, að setja tösk- unaar á gólfið, hverja ofan á aðra, og setjast svo á þær. Það gjörðum viö og þá var ekki lengur hægt að segja. að við hefðum ekki sæti; en sú tilhugsun, að vera í þeim stell- ingum alla nóttina, og svo allan næsta dag! Það var bezt að hugsa sem minst um það. Þetta öðrum enda vagnsins, en skáhalt vifi mig var æfii langur stoppafi- ur bekkur. Á honum sátu hjón, feit og nieir en miðaldra. Eg tók eftir því, afi þau fóru ekki vel meÖ plássið. Milli konunnar og veggj- arins var gott autt bil, og milli karls og kerlingar var heil taska. Þetta þótti mér heldur ljótt athæfi, þeg- ar menn áttu svo erfitt mefi að fá sæti. Sjaldan hefi eg ferðast svo á járnbrautarlest, að eg hafi ekki orðið var við sömu eigingirni. Kona meö börn og töskur kom þama inn seinna, og henti sér ofan á farangurinn rétt fyrir framan kelinguna. En hún var búin til úr steini, aö minsta kosti hjartað. Eg er hræddur um, að mér hafi orðið það á að horfa á konuna. Gctið þifi ímyndað ykkur hvernig eg horfði á hana? Ekki þið hér t Se- attle, því þiö hafiö aldrei séð mér eld brenna úr augum í blossandi reiði. En ef þifi hefðuð verið með mér þarna á lestinni, má vera aö þið heffiuð séö þaö. Eftir all- langan tima og nokkrar tilraunir tókst mér að fá pláss í svefnvagni. i Einhver, sem pantað hafði pláss og átti að koma á tilteknum stað, kom ekki, og hans pláss fengum við, en kona sem sat á sama bekk og þjón- in, sagfii mér sífiar, að þegar eg var farinn burt til að reyna afi útvega ökkur pláss í svefnvagninum, hafi gömlu konunni orðifi að orði: “I do hope that man dies not come back” éEg vona afi þessi mafiur komi ekki til bakaj. Svo þið sjáið, að eitthvað geta augun mín sagt. Næsta morgun vorum við komin inn í Nevada rikið. Það, sem við sáum af því ríkií var að mestu leyti voðaleg dauðans eyöimörk, og nokkufi af því, sem viö sáum af Utah-ríkinu þann dag, var furðu- likt: þröngir dalir, klettar, klung- ur, gróðurlitlar hæðir. Þann dag var heitt. Það var heitasti dagurinn okkar á allri ferð- inni. Annar dagur var líka nokk- uð heitur, þegar við fórum í gegn um Oregon-ríkið. Anna*s voru engir þvingandi hitar á leiöinni. Við furðuðum okkur stórlega á því. aö syfist í Californíu vax ekk- ert heitara en í Seattle. Við\f Mæður, sem reynslu hafa, segja, að Zam-Buk sé bezta með- alið til að græða sár og hör- undskvilla barna, vegna þess: Að það er jurtameðal—engir eitraðir litir. Að það varnar sóttkveikju— kemur í veg fyrir, að ígerð hlaupi í skurði eða brunasár. Að það er græðandi—dreguir úr alla verki. Græðir ávalt. Jafn gott fyrir fullorðna. Selt í öllum búðum og hjá lyfsölum. amBuk um yndislegt veður alla leið. f San var i Francisco er sagt að sé að eins tíu stiga munur á meðalhita sumars og vetrar, 65 gráður á sumri og 55 á vetri. Aö kvöldi dags vorum viö komin í frjósaman og fagran dal, frarn hjá Great Salt Lake og aö höfuð- borg Utah-ríkis, Salt Lake City. Þangaö kom, 24. júní áriö 1847, hópur mormóna, sem voru að flytja út í óbygðir til iþess að vera óáreitt- ir með trúarbrögð sín. Spámaður þeirra, Joseph Smith, hafði verið myrtur. Brigham Young gjörfiist þá leiðtogi þeirra og þarna var stafiurinn, fyrirheitna landifi, sem hann leiddi þá inn í. í hópnum voru 143 karlmenn, 3 konur og tvö börn. Með sér hafði hópurinn tölu- fNiöurlá á bls. 7). » ■■■ ATHUGIÐ! $24.: ieng- W. B. Scanlan J. P. McComt» Ef Vörugæði og bezta afgreiðsla hafa nokurt gildi í yðar augum, þá musiuð þór kaupa hjá oss Álfatnaði og yfirhafnir 5° *;l 9Q 50 iii OO • ogupp Vorar miklu byrgðir gera yður hægt með að velja úr. Vér veitum Vér spörum beztu afgrciðslu. yöur peninga Vér ieljum ryrir peninga. Vér seljum ódýrt. Komið inn og litist um. Scanlan & McComb Men’s Better Clothes for Less 357 Portage við Carlton. •.•A"'> Gott Whisky Cocktail getur aðeins verið búið til úr góðu Whisky HIÐ BEZTA WHISKY COCKTAIL ER BÚIÐ TIL ÚR éé éé CWfflSKY Skrifið eftir Cocktail verðlista vorum Hiram Walker and Sons, Limited, Walkerville, Ont 1 i 111111; 1:1111 ] 1111111111111111111111111111111 i 1111111111 [ 11111111111111 i 111111111 j1111111 m11111111v_ | VETUR AÐ GANGA IGARÐ = Nú er einmitt rétti tíminn til að lita og endurnýja alfatnaði og E yfirhafnir til vetrarins. Hjá oss þurfiö þér ekki að bíða von úr E E viti eftir afgreifislu. Vér innleiddum þá afiferö, að afgreiða varn- E ~ inginn sama daginn og honum var viðtaka veitt. Pantanir utan af = ~ landi afgreiddar fljótt og vel. E Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd. | E , W. E. THURBER. Manager. = | 324 Young St. WINNIPEG Sími 37-061 | T11111111111111111111111 ■ 1 ■ 111 ■ 111111111111.111111111111 m 111 m 111111 n 1111111111111 s 111111111111

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.