Lögberg - 11.11.1926, Síða 2
Bls. 2
LÖGBEKG FIMTUDAGINN,
ii. NÓVEMBER, 1926.
11
af hverjum
85
tilfellum reynast banvæn. Þannig
hefir það reynst í Canada. Hér er
ekki átt við sjúkdóma eins og t.d.
tæringu eða taugaveiki, heldur að
eins þar sem manneskjan hefir
orðið fyrir einhverjum meiðslum,
svo sem skorið sig eða brent eða
hruflað sig eitthvað og þar sem
þessi meiðsli hafa ekki verið alit-
ín hættuleg og af því vanrækt.
Afleiðingarnar eru oft bloðeitrun
og dauði. , ,
Þegar þú sjálfur eða þínir verða
fyrir slíkum meiðslum, J)á trygðu
þér fljótan bata með þvi að nota
Zam-Buk. Þetta jurtalyf, sefar
kvalirnar, stöðvar hlóðrásma og
með því að eyðileggja alla gerla,
kemur í veg fyrír blóðeitrun. Mað-
ur losnar þannig við alt vinnutap
og öll óþægindi, með því að nota
Zam-Buk. Alstaðar til sölu. 50c
askjan.
I erlendum ritum.
Dr. phil. Niels Nielsen, sem
ferðaðist hér um land sumurin
1923 og 1924, með styrk af sátt-
málasjóðnum danska, hefir í sum-
ar skrifað í Aarbuger for nordisk
Oldkyndighed, merkilega ritgerð
um rauðablástur á íslándi í forn-
öld. Hann hefir rannsakað alt,
sem til er í bókmentum vorum um
járnvinslu hér á landi, og síðan
skoðað þá staði, sem hann vissi
til, að gjall eða aðrar sýnilegar
menjar járnvinslu væru til, og
hann kemst að þeirri niðurhtöðu,
að fram yfir siðaskifti hafi rauða-
blástur tíðkast á íslandi. Og það
eru meira að segja Iíkur til þess,
að alt fram á 17. öld hafi Islend-
ipgar unnið sjálfir sitt járn að1
einhverju leyti.
Dr. Nielsen hefir alls fundið
menjar um rauðsíblástur á 45
stöðum hér á landi. En það er
að eins í einstaka héruðum, sem
þessi iðnaður hefir verið rekinn
í stórum stíl. Þannig hafa að eins
á þremur stöðum á öllu Suður-
landi, fundist menjar járnvinslu
Þessir staðir eru 0*ssabær í Land-
eyjum, Alviðra í ölfusi og Tungu-
fell í Hrunamannahreppi. í Mýra-
sýslu eru menjarnar miklu meiri,
en þó tekur út yfir, þegar kem-
ur vestur í Dalasýslu. í kringum
Hvammsfjörð er sannanlegt, að
járn hefir verið unnið á minsta
kosti ellefu stöðum. Fnjóskadal-
ur hefir verið þungamiðja járn-
iðnaðarins hér á landi í fornöld.
Hann hefir verið einskonar Lan-
cashire Islands. Þar hafa fundist,
með stuttu millibili, á fimtán
. stöðum menjar járnvinslu, og það
er auðséð, að þar hefir þessi iðn-
aður verið rekinn í stórum stíl.
Á Austurlandi hafa hvergi fund-
ist menjar rauðablésturs, svo
menn viti, nema við Kirkjubæ i
Hróarstungu. Það væri gaman, ef
einhverjir af lesendum Tímans,
sem vissu um fleiri staði þar, sem
járn hefir verið unnið, vildu gefa
mér upplýsingar um þetta efni.
Það er auðséð, að’ járnvinslan
hefir staðið í nánu sambandi við
skógana. í Fnjóskadal og við
Hvammsfjörð voru mikljr skógar
í fornöld , og þar var mest járn
unnið. |
Dr. Nielsen hyggur að íslend-
ingar hafi framleitt í fornöld
nægilegt járn til notkunar í land-
inu. Enda finst þess aldrei getið
í sögunum, að járn hafi verið
flutt til íslands. Það er ekki fyr
en á 15. eða 16. öld að járn fer
að verða mikilvæg innflutnings-
vara.
Þá hefir dr. Nielsen einnig ný-
lega skrifað í Geografisk Tids-
skrift, ritgerð um bók Adrian
Mohrs, “Was ich in Island sah
Fellir hann þungan dóm ufti bók
þessa, sízt vægari en Bogi ólafs-
son adjunkt, er skrifaði um hana
í fyrra. Nielsen sýnir fram á, að
það, sem Mohr skrifar um ís-
lenzkt þjóðlíf og avinnuvegi, sé
slúður eitt, og það sem hann seg-
ir um jarðfræði íslands sé svo
fjarri sanni, sem framast má
verða.
Vonandi er “Móri” nú úr sög-
unni, sem sérfræðingur í því, sem
íslandi viðkemur.
Þá hefir dr. Nilesen einnig
skrifað í Geografisk Tidsskrift
göðan og lofsamlegan ritdóm um
síðustu bók Þorv. Thoroddsen,
hina þýzku eldfjallalýsingu ís-
lands, og hann hefir enn fremur
gefið út ritgerð eftir Bjerring
sáluga Pedersen, um hraun 0g
vatnsrensli á suðvesturhluta ís-
lands.
Vonandi auðnast dr. Nielsen að
halda áfram rannsóknum sínum
hér á landi. Menn eins og hann
eru góðir gestir, sem vér megum
vera stoltir af, og eigum að taka
vel á móti.
Eins og lesendur Tímans munu
minnast, skrifaði eg í fyrra grein,
til þess að sýna fram á, að Spits-
bergen gæti ekki verið það land,
sem í fornsögum vorum er kallað
Svalbarði. í vor sem leið skrif-
aði kommandör Gustav Holm ítar-
lega ritgerð um þetta í Geogra-
fisk Tidsskrift og sannaði að
kenning Norðmanna um að Spits-
bergen væri Svalbarði, sé fjar-
stæða ein. Norskir hithöfundar
hreyfðu andmælum. Þar á meðal
sjálfur Friðþjófur Nansen í
Norsk Geografisk Tidskrift.
Þetta varð til þess, að Finnur
Jónsson skrifar ágæta grein í
Georgrafisk Tidsskrift, og rekijr
hann þar alt það, sem sögurnai'
segja um Svalbraða, og kemst, að
alveg sömu niðurstöðu og eg, og
Gustav Holm, að Svalbarði geti
alls ekki verið Spitsbergen, held-
ur hljóti það að vera austuroddi
Grænlands, sennilega í kringum
Scoresby Sund. Ef það er þá
nokkuð annað en ísbrúnin (sbr.
Svalbarði í hafsbotn).
Auðvitað er Norðmöpnum heim-
ilt að kalla Spitsbergen hverju
nafni, 'er eim þóknast, úr því
þeir hafa fengið yfirráðin yfir
landinu. En það er ekki meira
vit i því, að fyrirskipa, að það
skuli heita Svalbarði, en ef Al-
Vingi samþykti að Langanes
skyldi heita Kórea eða Reykjanes
Vínland. Hvorttveggja er álíka
skynsamlegt. H. H.
....—Lögrétta.
Þegar listamenn koma
til Ellis Island.
Margar sögur eru til um það,
hvemig Sankti Pétur hafi tekið
hinum og þessum, sem til hans hafa
komið og leitaÖ inngöngu um hlið
himnaríkis og erui ýmsar sögurnar
á þá leið, að mörgum hafi reynst
inngangan ógreið. Miklu fleiri sög-
ur eru þó af þeim sagðar, sem kom-
ið hafa til Ellis Island og leitað
inngöngu í Bandaríkin. Þeir, sem
það hafa reynt, segja margir sínar
farir ekki sléttar. í>eir finna þar
ekki Sankti Pétur, en þeir finna
einhverja af líTnboðsmönnum
stjórnarinnar, sem kannské hleypa
þeim inn í Bandaríkin og kannské
ekki.
Innflutningslög Bandaríkajnna
eru nú orðin all-ströng. Þeir, sem
þangað vilja flytja, verða að geta
gert einhverja sennilega greini fyr-
ir því að þeir geti sjálfir haft ofan
af fyrir sér, og það sé að minsta
kosti ekki líklegt að þeir verði
þurfamenn þýóðfélagsins. Heilsan
verður að'vera i góðu lagi og það
ríður á því að innflytjandinn þafi
óflekkað mannorð. Einstaka und-
antekningar eru þó gerðar frá hin-
um tranga lagastaf, þegar um þá er
að ræða, sem hafa vfirburða hæfi-
leika í einhverja vissa átt, svo sem
til bókmenta eða lista.
En umboðsmönnum stjómarinn-
ar gengur erfitt með að þekkja
slíka menn frá öðrum og því er það
að Remsen Crawford segir frá
viðtali sínu við gamlan kunningja
sinn, sem evtt hafði mestum hluta ,
lifs síns á Eillis Island til að taka eigandi
á móti innflytjendum-'Og þá jafn-
framt að ákveða það hverjir væru
hæfir til að flytja inn í Bandaríkin
og hverjir ekki.
“Hvað veldur því að ykkur yfir-
sést svo oft þegar um þá menn er
að ræða, sem hafa yfirburða hæfi-
Ieika i einhverjar vissar áttir?”
spurði Mr. Crawford þennan kunn-
ingja sinn og til þess að skýra þá
spurningu nánar bætti hann þess-
ari við: “Ef Shakespeare kæmi hér,
munduð þér þá ekki veita honum
Iandgöngu vegna þess, að sú saga
hefir verið sögð af honum, að hann
hafi einhverntíma gerst heldur
fingralangur og tekið veiðidýr, sem
nágrannanum tilheyrðu?” Þessi
gamli og þaulæfði stjórnarembætt-
ismaður snéri sér við snögglega og
svaraði með töluverðri ákef ð:
“Lögin mæla svo fyrir, að hver sá
útlendingur, sem sekur hefir verið
fuodinn um eitthvert lagabrot, er
blett setur á mannorð hans, eða
sem játað hefir á sig eitthvað slikt,
geti ekki fengið inngöngu í Banda-
ríkin. Enginn útlendur sauðaþjófur
getur fengið hér inngöngu, og
verður að hafa sig burtu hvort sem
hann nú heitir Shakespeare eða
eitthvað annað. Auk þess er það
engum dauðlegum manni gefið, að
geta þekt menn út í æsar, þó þeir
sjái framan i þá. Gallar mannanna
eru ekki letraðir á enni þeirra Hæfi
Ieikar þeirra geta vel dulist jafnvel
þeirn sem skarpskygnastir eru, eins
og t. d. átti sér stað með Charles P.
Steinmetz, þann töframann í raf-
magnsfræðinni.”
Mr. Crawford segir meðal ann-
ars:
“Þetta samtal, sem hér hefir ver-
ið sagt frá átti sér stað á Ellis Is-
land, eitt kveld þegar þessi gamli
kunningi minn og eg vorum að
ganga fram og aftur á hafnargarð-
inum og bíða eftir bátnum til að
ílytja okkur í land. Það var næst-
um óvanaleg kyrð. Alt skvaldur.
dagsins hafði svo að segja dáið út.
Þarna voru saman komin nokkur
hundruð manna frá ýmsum lönd-
um, sem með döprum huga biðu
þess að vera aftur fluttir til þeirra
landa, sem þeir höfðu yfirgefið i
þeirri von að finna annað betra.
Burt urðu þeir að fara, nema því
aðeins, að stjórnarvöldin í Wash-
ington reyndust eftirgefanlegri
heldur en stjórnarþjónarnir á Ellis
Island, en þangað höfðu,sumir inn-
flytjenda skotið máli sínu og biðu
úrskurðar. Ljós voru í flestum
gluggum á hinu mikla innflytjenda
húsi, og spítala. þar sem sex hundr-
uð innflytjendur, sem allir voru eitt
hvað heilsubilaðir, á sál eða lík-
ama, biðu eftir nýrri læknisskoðun.
í þessari kveldkyrð heyrðum við
hljóðfæraslátt. Hljóðið kdm frá
herbergi i Rauðakross byggingunni,
sem er rétt hjá spítalanum. Þar var
einhver að leika á gömlu slaghörp-
una. Hér var áreiðanlega eitthvað
meira og betra að heyra heldur en
vanalega gerist. Á því gat enginn
vilst, sem eyru hefir til að heyra
hljómlist. Mér fanst eg aldrei hafa
heyrt annað eins. Eg stakk upp á
þvi, að við skyldum ganga á hljóðið
og okkur furðaði stórlega, þegar
við komumst að því, að sá sem
þessa undratóna framleiddi var
steinblindur innflytjandi, og hafði
verið það síðan hann var ungur
drengur.
Gamli maðurinn vissi varla hvað
hann átti að segja eða hugsa.
“Svona leika þeir stundum á okk-
ur þessir listamenn. Hvernig í ó-
sköpunum eigum við að geta látið
okkur detta það í hug að stein-
blindur maður geti látið hljóðfærið
framleiða aðra eins tóna. Við get-
um ekki sett fyrir innflytjendurna
röð af slaghörpum til að láta þá
reyna list sína. Heldur gátum við
ekki haft raforku tilraunastöð fyr-
ir Steinmetz eða dagblaðaskrif-
stofu fyrir Pylitzen.”
Næsta morgun var sagan um
þennan Minda tónsnilling prentuð í
mörgum dagblöðum víðsvegar í
Bandaríkjunum og hafði það þau
áhrif að stjórninni bárust þegar ó-
tal bréf frá hinum réttsýnu og góð-
gjörnu Bandaríkjamönnum, þar
sem skorað var á stjórnina að
leyfa þessum blinda manni land-
göngu. Davis ráðherra gaf þá út
þá skiþun. að manninum skyldi að
vísu Ieyft að flytja til Iandsins. en
þó varð bróðir hans að ábyrgjast
$500 fjárupphæð, því til trygging-
ar, að stjórnin þyrfti ekki að leggja
fram fé til þess að koma honum
burtu siðar, ef hann skyídi reynast
ófær til að sjá um sig sjálfur. Það
hefir ekki þurft á þessum pening-
um að halda. Hið síðasta sem sá, er
þetta ritar, hefir af honum frétt, er
það að “prófessor” Camillone spili
á opinberum söngsamkomum og
honum liði vel.
Michele Califano kom frá Naples
og hafði hann gert sér vonir um að
komast inn í Bandaríkin sem lista-
maður. Honum hafði verið synjað
inngöngu vegna þess að hann
heyrði mjög illa og hafði heldur
ekki hepnast að sannfæra hlutað-
embættsmenn um að hann
væri nokkur listamaður. En hann
var svo heppinn, að það drógst
nokkuð lengi í Washington að af-
greiða mál hans, vegna annara anna
Meðan hann því varð að bíða á
EIJis Island vanst honum timi
til að mála mvnd, sem var
óræk sönnun þess, að hann
var Iistmálari. Annars get-
ur vel verið að hann hefði verið
sendur heim aftur. Eftir að Davis
ráðherra hafði haft tækifæri til að
athuga mál Califons leið ekki á
löngu þangað til hann fékk að setj-
ast að i landinu. Þessi maður hafði
fyrst aðsetur sitt í New Vork en
fluttist þaðan til Washington. Þar
málaði hann mynd af syni forsét-
ans, sem dó skömmu eftir að for-
setinn og frú hans fluttu í “Hvíta
húsið”. Þessa mynd gaf hann Mrs.
Coolidge, en hún kom honum
framfæri hjá innlendum.distmálur-
um og hefir hann unnið sér mikið
álit.
Einu sinni fundu eftirlitsmenn-
irnir á Ellis Tsland ungan og lubba-
legan náunga,. sem var að byggja
snjókerlingu bak við innflytjenda
t’yflS'ngarnar; hafði han slopplð
út þegar pósturinn kom og allir
voru að hugsa um bréfin sín. Þessi
piltur var italskur að ætt, en kom
frá Armeniu og var alinn upp i
grend við fjallið Ararat, sem allir
kannast við. Hann ætlaði að kom-
ast til Bandaríkjanna, sem lista-
maður, en gekk heldur illa að
sanna að svo væri og hugsaðist hon-
um þá þetta ráð, að fara út í snjó-
inn og búa til likneski úr honum og
hepnaðist honum það svo vel, að
allir sem snjókerlinguna sáu sann-
færðust um að hér hefði listamað-
ur að unnið. Hann var ekki rekinn
heim aftur.
Svo kom litli “syngjandi dreng-
urinn”, Alexander Miíne, til EIlis
Island. Hann kom með föður sín-
um og móður, bróður, ,sem var
eldri en hann og systur sem var
yngri/ Fjölskyldan hafði ekkert
sérstakt augnamið annað en þetta
almenna, að reyna að bjarga sér
með einhverri heiðarlegri vinnu.
Milne hafði verið keyrslumaður í
Edinburg á Skotlandi, en honum
og konu hans fanst ekki, að tekj-
urnar gætu dugað til að veita börn-
unum sæmilegt uppeldi. Þau ætl-
uðu þvi að leyta gæfunnar í Banda-
rikjunum, en þegar þangað kom,
kom það í ljós að bæði hjónin voru
nokkuð biluð á heilsu,sen þó sér-
átaklega konan. Var því litið svo á,
að vel gæti verið, að þau yrðu rík-
inu til byrði og var þá ekki um
annað að tala en að fjölskyldan
færi til Ellis Island og væri svo
send heim til Skotlands.
• Einn daginn, sem fjölskyldan
beið á Ellis Island fór Alexander
litli til eins af yfirmönnunum og
spurði hann mjög feimnislega hvort
ekki væri hægt að koma þvi svo
fyrir, að hann fengi að syngja
nokkur lög í salnum þar sem fólkið
beið eftir þvi að vera skoðað og
yfirheyrt; en sá salur er rétt við
skrifstofur embættismannanna.
Var honum Sagt að þetta væri *el-
komið og gæti hann sungið eins og
hann vildi um miðjan daginn með-
an þeir sem þar væru að vinna
hvíldu sig litla stund fengju sér að
borða. Hann byrjaði með þessari
vísu:
“So, they sent me off to school,
For to learn the golden rule,
In the troosers that me father used
to wear.”
Söngur drengsins hafði þegar
afarmikil áhrif á alla sem heyrðu.
Innflytjendurnir, sem þarna sátu
hundruðum saman, daprir í huga
út úr vonbrigðunum og mótlætinu
öllu, sem þeir höfðu orðið fyrir á
Ellis Island, gleymdu þá í svipinn
öllum raunum sínum, og létu óspart
í ljós gleði sina og ánægju. Svo
söng hann “Me Ain Wee Hoose”
og þeir sem þektu hvernig ástatt
var fyrir foreldrum drengsins,
komust innilega við. Embættismað-
ur stjórnarinnar, sem hér átti hlut
að máli, varð svo hrifinn af söngn-
um og þótti svo mikið til þess
koma hve sýnileg áhrif hann hafði
á það fólk, sem þarna var saman-
komið, að hann breytti úrskurði
sínum og leyfði fjölskyldunni land-
göngu. Gus Edwards var einn af
þeim sem mætti miklum örðugleik-
um á Ellis Island, en hann fór
sjálfur til ''Washington og sann-
færði þá, sem þar áttu fyrir að ráða
um það, að, hann væri verulegur
söngmaður, enda hefir sú orðið
raunin á. /
Svona gengur það, og þessu líkt,
fyrir mörgum sem til Ellis Island
koma og drepa á dyr hjá Banda-
rikjamönnum og beiðast inngöngu.
Það er ekki hægt að (segja, að
hverju barninu gagn verður, og
það er ekki mikið hægra að ákveða
hver innflytjandinn muni reynast
vel. En það er áreiðanlegt að mörg-
um hefir reynst erfitt að komast
inn í Bandarikin, sem síðar hafa
ekki aðeins reynst sjálfbjarga,
heldur hafa orðið stórauðugir
menn í Bandarikjunum og að öllu
leyti reynst ágætir borgarar. Einn
af þeim var George West. Fyrst
eftir að hartn kom til Ameríku
vann hann á pappirsmylnu í New
Jersey fyrir $7.00, á viku og þurfti*
að ganga þrjár mílur á hverjum
degi í vinnuna. Siðar græddist hon-
um svo fé að hann varð stórauðug-
ur. Hann var all-lengi þingmaður
og gaf sig mikið við opinberum
málum og þótti í öllu ágætur borg-
ari. En þegar þessi maður kom til
Ellis Island, þótti mjög vafasamt
að hann gæti nokkurntíma haft
ofan af fyrir sér. Morris Gest, leik-
hússtjórinn alkunni, varð að biða
lengi á Ellis Island, þegar frænka
hans kom með hann til Ameriku,
vegna þess að hann fór sinna ferða
og neitaði þverlega að ganga á
skóla á Rússlandi.
Dæmin þessu lík eru fleiri en
a tölum verði talin. Andrew Carnegie
sagðj þeim sem þetta ritar, einu
sinni að það hefði legið við, að
föður sínum hefði verið .neitað ,um
landgöngu í Bandarikin, þegar
hann kom frá Skotlandi með þenn-.
an son sinn, sem þá var aðeins 13
ára. Þegar maður hugsar um það,
að litlu munaði, að Andrew Carne-
gje, Joseph Pulitzer, Charles Prot-
eus Steinmetz og Michael Pupin,
og ótal fleirum afburðamönnum
væri neitað um að setjast að í
Bandaríkjunum, þá getur ekki dul-
ist, að embættismennirnir í Castle j
Garden og Ellis Island hafa reynst |
mjög misvitrir og þeim hefirimis-
hepnast að gegna sinu vandasama
starfi.
Laadbúnaður á Grænlandi.
Hversu hann er nú rekinn
Þess er getið í “Fredríkshalds
Avis ’ 3. þ. m., að Lindemann
Walsöe, formaður sauðabús danska
ríkisins á Grænlandi, hafi þá dval
ist vikutíma í Færeyjum, til þess
að athuga, hvort sauðfjárrækt sú,
er Færeyingar hafa tamið' sér,
mætti rekin verðá á Grænlandi.
Fjármaðurinn átti tal ‘við blaða-
mann frá “Dimmalætting” og sagð-
ist honum frá búskapnum þar
vestra á þessa leið:
“Búið var reist við Julianehaab
1925. Húsin taka 400 fjár. Voru
172 sauðkindur keyptar frá ís-
landi og 30 frá Færeyjum. Var til
busins stofnað i því skyni, að
Skrælingjar ætti kost á góðum f jár-
stofni, þeir sem kynni að vilja
eignast sauðfé. Þeim gefst kostur á
að læra fjármensku við búið og fá
nokkrar kindur, gegn þvi að skila
jafnmörgu sláturfé á þremurliæstu
árum. Síðustu^ átta ár hafa 43
Skrælingjar ssgtt þessum kostum.
Er nú nær hundrað sauðeiganda í
Eystri-bygð og eiga þeir samtals
um 2000 fjár. Geitfé er alls um
hundrað. •
Ríkið lánar frumbýlingum fé til
húsagerðar handa'mönnum og fén-
aði. Eru þeir skyldir til að taka sér
bólfestu inni í fjarðarbotnum, ef
þess er krafist,' þar sem beitiland
er best og graslendi; geta þeir þá
jafnffamt stundað
1 1
Þeir Eru
Hérna!
V ÉR höfum fullkomnar byrgðir af
NORTHERN togleðura yfirskóm,
handa öllum: karlmönnum, kvenfólki
og börnum.
Komið inn með fjölskylduna.. Látið
oss selja yður þægilegan,
hlýjan, vatnsheldan skó-
fatnað, sem ávalt verndar
fæturna gegn bleytu og
fyrirbyggir kvef og aðra
slíka kvilla.
Lítið inn og yður munu
falla byrgðirnar í geð.
Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmönnum:
Arborg Farmjrs’ Co-op Ass’n
Jonas Anderson, Cypress River
T. J. (Jlemens, Ashern.
S. Einarson, Lundar
S. D. B.
T. J. Gíslason, Brown.
Lakeside Traöing Co., Gimli.
S. M. Sigurdson, Arborg -
F. E. Snidal, Steep Rock
Stephenson .Eriksdale.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIII
refaveiðar til atvinnu sér
Blaðamaður spyr, hvort eigi
verði stundum vandkvæði á um
fóður handa fénu.
— Fjarri fer því, segir bústjóri,
jafnvel þótt fé gangi ekki úti allan
veturinn. Vér hýsum féð fjóra eða
fimm mánuði, en beitum því þegar
veður ley-fir. Féð gengur úti á
sumrun^og* hefir þá víðast hvar ó-
þrotlegan haga irtn dali og fjalla-
hlíðir.
— Súr þari hefir reynst oss af-
bragðs fóður. Þanginu er safnað í
stórar gryfjur og verður að súr-
sætu mauki. Kemur það fullkom-
lega að sömu notum sem fóður-
rófur og er fé sólgið i það. Auk
þess er fénu gefið með hey og
þurkaður víðir. Hey er þar kjarn-
betra en í Færeyjum. Þá er loðsíld
afbragðs gott fóður. Gcngur loð-
síldin oft í feíknatorfum, svo að
henni er bæði ausið upp í báta og á
land. Hert loðsíld er bæði ódýrt og
kjarngott fóður. Ennfremur höf-
um vér reynt ískóð til fóðurs. Það
kalla skrælingjar “uvak”. Gengur
það einnig unnvörpum og féð étur
það með græðgi.
Féð verður flest 'feitt og stór-
vaxið. S'krokkarnir v^a að jafn-
aði fjóra fjórðunga. ■/
Sláturféð, sem Skrælingjar inna
af hendi til endurgjalds bústofni
sinum, kaupa danskar fjölskyldur,
svo sem xo skrokka hver. Skrokk-
ana má hengja upp í útihúsum og
geyrha frosna og qskemda allan
veturinn. Sumt er kjötið saltað eða
soðið niðui*
Bústjórinn s'egir, að Eæreyingar
mundu komast vel af í Grænlandi,
ef þeim væri leyft aðsetur þar.
Landbúnaður, ásamt sjávarfangi,
svo sem nú er í Eæreyjum, mundi
falla vel við ' landshætti á Græn-
landi./Reynt hefir verið á síðari ár-
um að rækta færeyskt korn í Eystfi
bygð og hefir borið sæmilegan á-
rangur.
— Hversu er margt kúa í Eystri-
bygð?
— Eitthvað um 40. Fyrir mörg-
um árum fluttist danskur maður,
er verið hafði nýlendustjóri inn í
Igaliko fjörð og reisti þar kúabú.
Afkomendur hans blönduðust
nokkuð Skrælingjum, en þeir eru
enn ljóshærðir, hafa norrænt ættar-
mót og reka enn kúabú.
Svo segist bústjóranum frá. Til
fróðleiks mætti geta þess, að sauða-
búið er r?kið í Hvalsey í Hvals-
eyjarfirði. Gengur hann inn í nes
það, er skilur Eiríksfjörð og Ein-
fiskiveiðar og Jarsfjörð. Það er engin nýung, að fé
frá íslandi gangi þar í eynni, því
að Þorkell farserkur, systruflgur
Eiríks rauða, geymdi þar fé sitt.
“Hann var rammaukinn mjök.
Hann lagðist eftir geldingi göml-
um út í Hvalsey ok flutti utan á
baki sér þá er hann vildi fagna
Eiriki frænda sínum, en ekki var
sæfært skip heima; þat er löng hálf
vika.” — í Hvalseyjarfirði stendur
enn steinlímd tóft kirkjumjar fornu
merkileg og mikilfengleg. Þar
höfðu afkomendur Islendinga sið-
asta athvarf sitt, að þvi er munn-
mæli Skrælingja herma.
Þá er eigi síður merkilegur stað-
nr sá, er kúabúið stendur, því að
það er biskupssetrið sjálft, Garðar
í Einarsfirði. Þar háðu Grænlend-
ingar fornu þing sitt. Þar var dóm-
kirkjaö’ vígð hinum helga Nikulási.
En: nú er hún Snorrabúð stekkur:
af Grænlendingum þeipx, er þar
búa og reka kvikfjárrækt á inu
gamla höfuðbóli þarsem einnig var
stórbú í fomöld (yíir hundrað
kúa).”
Ekki er það allskostar rétt, sem
bústjórinn segir um “danska ný-
lendustjórann,” sem stofnað hafi
nautabúið á biskupsstólnum. Hér
er átt við norskan kaupman’n, er
vestur fór af hvötum Egede’s
prests. Hét sá Anders Olsen. Stofn
aði hann kaupstaðinn í “Juliane-
haab” og reisti sér bóndabýli í
Görðum. Eru þar enn hans afkom-
endur. Olsen þessi var fróðleiks-
maður og kunni góð skil á fornum
rústum og mannvirkjum íslend-
inga þar i Eystri-bygð jeftir þvi
sem Egill prestur Þórhallsson segir
i bók sinni: “Efterretning om
Rudera eller Levninger af de gamle
Islænderes Bygninger paa Grön-
lands Vestkyst,” préntaðri í Kh.
1776. B. Sv. * ,
—Vörður.
—“Nú sjást litlar minjar dómkirkj- 1
unnar,” segir Daniel Bruun höf-
uðsmaður. “Árið 1894 kom eg þang
að og sást þá enn fyrir grundvelli
kirkjunnar allgreinilega og afstöðu
inna fornu staðarhusa. En siðan er
alt þetta að mestu horfið, afmáð
Coke Yard Sími Kola Yard Sími
51 776Q0ke 27 773
l Hagkvæmasta eldsneytið. Fljót afgreiðsla
Amerísk harð- og Canadísk lin-kol
J. D. CLARK FUEL CO. Ltd.
Office Phones: 370 Garry Street
23 341 og 26 547 GagnvaTt DingwaH’s
Gengið inn um hliðardyrnar
Sendið korn yðar
tii
UflitedGrain Growers' td.
Bank of Hamilton Chambers
WINNIPEG
Lougheed Building
CALGARY
Fáið beztu tryggingu, sem hugsanleg er.
£«Mllllllimiir7lllllll||MI|||||M||||||H||||||||||||||||||||||||||||||lM||||||||l||||||||,|||||||,f_.
VETUR AÐ GANGA IGARÐ
E Nú er eínmitt rétti timinn til að lita og endurnýja alfatnaði og 1
= yfirhafnir til vetrarins. Hjá oss þurfiö þér ekki að biða von úr |
= viti eftir afgreiðslu. Vér innleiddum þá«aðferð, að afgreiða varn- 1
= inginn sama ^aginn og honum var viðtaka veitt. Pantanir utan af =
= landi afgreiddar fljótt og vel. Í
| Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd.
I W. E. THURBER. Manager. =
E 324 Young St. WINNIPEG Sími 37-061 =
^ 11111111111111 Mi 1111111111 u 1111111111111 > 1111111111111111111111111111111 n 11111111111111111111111111 tj=
EXCURSIONS
Austur Canada
DESEMBER 1., 1926, TIL JANUAR 5., 1927
Vestur Strandar
VISSA DAGA | DESEMBER, JANUAR OG FEBRUAR
Fjelagid er áreidanlegt
■Mikilsverd regla. fyrir ad nota Canadian National brautirnar
Látið 088 hjálpa yður að ráéstafa ferðinni. Umboðsmenn vorir munu með ánægju
annast alt sem þér þurfið. Selja yður ódýrt far, gefa nægan fyrirvara, o, s.frv.
eða skrifjð W. J. QUINLAN, District Passenger Agent, Winnipeg
[ANADIAN NATIONAL RAILWAYS
/
1