Lögberg - 11.11.1926, Page 6
BIs. 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
ii. NÓVEMBER, 1926.
Auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn.
Eftir óþektan höfund.
“Þó — sloppinn. — frá — ykkur,” stamaÖi
hinn deyjandi með síðustu aflrauninni. Svo
aflagaðist andlit hans af voðalegum sinadrátt-
um svo hræðileka, að þeir sneru sér frá honum.
Allan leitaði að hringnum, sem oltið hafði
inn undir borðið, og fann hann loks.
“Eitur.” sagði hann. urn leið og hann 'þef-
aði af hylki hringsins, “afar sterk lykt. Það
virðist hafa veTÍð .blásýra.” •
“Hann hefir forðað sér frá hinni jarðnesku
réttvísi.” Um leið og lögreglustjórinn talaði
þessi orð. laut hann aftur niður að Urban. sem
egndist sundur og saman í dauÖateygjunum.
Urban varð æ magnminni. Enn þá einn and-
ardráttur, augun eins og sprungin. munnurinn
opinn. höfuðið féll niður af stólnum, sem það
hafði stuðst við. Urban var dauður.
“Þa<? er gott fyrir hann,” sagði Werner,
“að hann kaus heldur að deyja en lifa.”
MeÖan lir. von Sorau, Elías Allan og Wern-
er stóðu hjá líki Urbans með hinum leynda við-
bjóð og hryllingi, sem nærvera líks framleiðir
ait af, hevrðist frá borðstofunni glasaklinging
og diskaskrölt, og glatt samtal og hár hlátur.
Hjá þessum þremur mömuim, þegar við-
burðurinn var afstaÖinn, vaknaði nú sjálfselsk-
an. Sérhver þeirra dæmdi á sinn hátt afleið-
ingarnar af þessum voða viðburði.
Lögreglustjórinn, von 'Sorau, sagði með eins
konar innri ánægj'u við sjálfan sig, að hann
hefði með aÖferð sinni afhjúpað glæpamanninn
og rekið hann í faðm dauðans, og á þann hátt
hefði mannfélagið losnað við hættulegan bófa.
Werner hugsaÖi um hvér áhrif það mundi
hafa á Leonoru, að nú var Scholwiens hefnt.
En Elías Allan var hræddur um, að orðróm-
ur hótels síns mundi líða baga við það, ef það
bærist út, að glæpamaðurinn hefði drýgt sjálfs-
morð í húsi sínu, og vildi ómögulega hræða hina
núverandi gesti sína með því, að láta þá vita um
þenna atburð.
Hann sagði hinum tveimur frá þessari ósk
Binni, sem þeir álitu sanngjarna. Svo ráðguS-
ust þeir um það hvíslandi, hvað nú skyldi gera.
Þeir réðu það af að .bíða, þangað til síÖustu
gestirnir hefðu yfirgefið borðsalinn, svo skyldi
líkið í næturkyrðinni flutt í líkhús bæjarins af
þeim lögregluþjónum, sem undir stjórn saka-
mála umboðsmanns framkvæmdu heimilisrann-
sókn í bústað Urbans, í verkstæði Allans, og
áttu, að henni lokinni, að koma með skýrslu um
árangur hennar til lögreglustjórans, í hótelinu
Gullengillinn.
Þessir þrír menn yfirgáfu því þetta ógeðs-
lega herbergi, sem hóteleigandinu læsti með
leynd.
Gestirnir, sem til staðar voru í borðsalnum,
og heldur ekki frammistöðumennimir, veittu
því neina eftirtekt, að einum færra kom út úr
herberginu heldur en þangað fóm inn fyrir
hálfri stundu síðan.
13. KAPITULI.
Heimilisrannsóknin.
1 dagstofu Allans sátu þrjár mannes«kjur að
kvöldverði, húsbóndinn, María dóttir hans og
frú Wöhlert.
Borðið var þakið með úrvals góðum mat.
Kvöldverðinum var lokið, en það var enn ekki
búið að taka af borÖinu, til þess að tmfla ekki
húsóndann. Hann sofnaði nefnilega á*hverju
kvöldi í legubekknum, og lá þar sofandi þangað
til frúin vakti hann, og minti hann á að fara til
svefnherbergis síns, og þangað staulaðist hann
svo hálf sofandi og hálf fullur.
Vanafegi tíminn var kl. 9, stundum dálítið
fyr. — Frú Wöhlert las með guðrækilegum svip
í sálmabóik, og María átti annríkt með hand-
vinnu sína.
Stofuklukkan sló hálftíu.
“Hum! hum!” urraði frúin, og sagði svo
undur alúðlega:
“Hr. Allan!” '
“R-r-r-r-r!” hraut í honum.
“Það er kominn tími til að hátta,” hvíslaði
hún að honum og hristi handlegg hans.
“ Já, já!” rumdi í honum, hann geispaði 0g
teygÖi úr handelggjunum.
“Eg skal strax láta taka af borðinu,” sagði
frúin og stóð upp. Svo tók hún fáeina diska 0g
gekk út.
Hingað til hafði María ekki hreyft sig.
Nú lagði hún handavinnuna ofan í litla
öskju og stóð upp.
“Góða nótt, pabbi,” sagði hún, gekk til hans
og kysti enni hans.
Hann opnaði hálfloTíuð augun sín og starði
á dóttur sína, svo fór hann að sjá betur.
“ó, ert það þú, María?” sagði hann vin-
gjarnlega, “eg héit það væri Dorothea.”
“Nei, pabbi, hún er nýfarin fram í matar-
klefann til að loka matinn þar inni. Hún kem-
ur líklega strax aftur með vinnukonuna. ”
“Já, ” sagði hann, “hún er dugleg kona.
Hvað ætli yrði um heimili okkar, ef við hefðum
hana ekki ? Eg gæti enga nótt sofið rólegur, ef
eg vLssi ekki hve vel hún hugsar 0g sér um okk-
ur. ”
“Eg gæti séð eins vel um þig, pabbi minn.”
sagði María, “ef eg að eins þyrði að snörta við
heimilisstörfum. ”
“Barn,” sagði hann óánægður. “Þú þekk-
ir ekkert til heimilisstarfa. ”
“Pabbi,” sagði hún með eðlilegri gremju
við þennan ósanngjarna föður. “Þú ert jafn-
ranglátur gegn mér 0g Edward.”
Á þessu augabliki kom frúin inn ásamt Lottu.
Þær fóru að taka af borðinu.
“ó, kæra Dofothea,” kallaði Allan á móti
ráðskonunni, “eg er nú glaðvaknaður, 0g get
eflaust ekki sofnað aftur. ”
Frúin skildi Lottu eftir við að ryðja borðið,
0g gekk sjálf til Allans.
“ Af hverju hafið þér glaðvaknað?” spurði
hún.
“María,” rumdi í honum, “minti mig á
nokkuð, sem eg helzt vildi gleyma.”
Frúin hristi höfuðið, sneri sér að ungu stúlk-
unni og sagði:
“Faðir yðar kvartar yfir yður.”
“Hér þurfiÖ þér ekki að leika telefón/’ svar-
aði María styttingslega. Hve ástúðleg sem hún
var og hve mikið sem hún hagaði sér eftir dutl-
ungum föður síns, þá gat hún ekki fengið sig til
að gefa sig á vald ráðskonunnar.
Dóttir hiísbóndans og ráðskonan áttu því alt
af í stríði.
“Þér þekkið líklega stöðu mína,” sagði frú-
in ilskulega og hótandi.
“Og þér mína,” svaraði María .bardagafús.
Hún tók nú saumaöskjuna sína og fór út.
Frú Wöhlert nuggaði höndum saman, eins
og hún hefði orðið fyrir óbærilegum rangind-
um; svo tók hún sálmabókina, sem lá á borðinu,
þrýsti henni að brjósti sínu og leit til himins,
eins og hún vænti þaðan huggunar fyrir þau
rangindi, er henni voru sýnd á jöröinni. Svo
tautaði hún, eins og sér til huggunar og sálu-
bótar, nægilega háth samt til þess, að Allan
heyrði það £lögt, nokkur orð af einum sálm-
inum.
Allan horfði hátíðlegur á hana, eins og hann
gæti ekki gert sér grein fyrir, hve gæfuríkur
hann var, að eiga slíka ráðskonu og vinu.
“Dorothea,” sagði hann svo, “eg hefi orðið að
mæta geðshræringu af völdum dóttur rninrmr,
þó að mér þyki afar vænt um hana; eg fæ lík-
lega vökunótt. Á eg ekki að taka eina matskeið
af natrónf”
•
“Nei, herra Allan,” svaraði frúin auðmjúk,
“ekkert natrón, eg veit af öðru, sem er betra.”
“Öðru .betraf ”
Hún kinkaði kolli.
“Já, eg ætla að búa til handa yður blunda-
púns.”
“Blundapúns! Já, Dorothea, búið þér til
handa mér blundapúns, en helzt í stóru glasi.”
“Það er fljótgert,” sagði hún. “Yatnið í ’
eldliúsinu sýður enn þá, að tveim mínútum liðn-
' um skuluð þér fá púnsið.”
Svo þaut hún út.
Hún kom aftur fremur hraðgeng, með stórt
glas á diski, bæði að hæð og vídd, sem mjög
þægilegan ilm lagði af. Litur púnsins var gul-
gjdtur; nokkurir sykurmolar á botni glassins
voru enn ekki bráðnaðir. “tírvals Jamaika-
romm,” sagði frúin, um leið og hún setti glasið
fyrir framan Allán, “ein ihatskeið, af madeira,
sykur og sjóðandi heitt vatn. Eg von að yður
þyki það gott.”
Allan svaraði ekki, en greip teskeiðina, sem
var í glasinu, og hrærði í púnsinu, bragðaði svo
á því lítillega í byrjunnni, en drakk svo stærri
0g stærri sopa, eftir þrí sem púnsið kólnaði.
“Það var gott”, sagði hann, þégar hann
hafði rent niður seinustu munnfyllinni og sett
glasið á borðið aftur. Svo andaði hann að sér
allþungt og sagði, hálfhátt: “Ó mér líður vel,
ágætleg vel. ’ ’
Frúin hneigði sig, eins og þessi frásögíi um,
að honum liði vel, væri hennij hin fegurstu
laun.
Svo gekk hann að dyrum svefnherbergis
síns. “Góða nótt, Dorothea,” sagði hann.
Hún hafði fylgt honum að dyrunum.
“Góða nótt, hr. Allan.”
Frú Wöhlert tók lampann af borðinu, þegar
hún var búin að stinga sálmabókinni í vasann,
og gekk þaðan til herbergis síns, sem var við
annan húsgaflinn.
Algerð kyrð var í húsi Allans, eins og mið-
nætti væri komið, þótt kl. í kirkjuturninum væri
nýbúin að slá níu. — Gottfred Allan svaf fast
og rólega, þegar hann vaknaði við það, að bar-
ið var að dyrum hjá honum.
Hann settist upp í rúminu.
“Hver er við dyr mínar?” spurði hann
vandræðalegur yfir því, að slíkt næturónæði
ætti sér stað í húsi hans, þar sem allir læddust
á tánum á daginn eins og vofur. Þetta var al-
veg óvanalegt.
“Ljúktu upp, kæri pabbi,” kallaði María til
hans í gegnum lykilsgatið. “Það hlýtur eitt-
hvert óhapp að hafa átt sér stað, því ókttnnug-
ir menn eru að berja á aðaldyrnar, og heimta
að fá að komast inn.”
Allan greip eldspýtnastokkinn, sem stóð á
borði við rúmið.
Hann kveikti á eldspítu og svo á tólgar-
kerti. (
“ Vektu Dorotheu undir eins,” kallaði hann
til dóttur sinnar.
“Eg hefi verið við hennar dyr,” svaraði
María, hún er þar ekki, herbergið er tómt.”
Allan var á meðan kominn ofan úr rúminu,
og hafði farið í nauðsynlegustu flíkumar, gekk
svo til dyranna og opnaði þær.
“Hvað hefir komið fyrir?” spurði Allan. um l
leið og batt silkisnúru sloppsins um mittið.
“Eg er hrædd um,’ ’ svaraði María, sem
skalf frá hvirfli til ilja, “að það sé eldur kvikn-
aður einhvers staðar hér í nándinni, því án
slíkrar ógæfu er engin ástæða til slíks hávaða.”
Allan gekk fram í ganginn. A eftir honum
gekk dóttir hans með lampann í hendinni. Á ,,
þessu augnabliki vom köllin og hávaðinn. end- ^
urtekin við framdyrnar. Einnig var bjöllunni
hringt afarhart.
“ Dorothea! Dorothea!” hrópaði Allan, en
engin Dorothea svaraði. Það sást hvorki né
heyrðist til hennar.
“Við| verðum að vekja vinnukonumar, ”
sagði Allan við dóttur sína, um leið og þau
gengu ofan stigann, “eg skil ekki hvar Ðorothea
hefir falið sig. Hún hlýtur þó að heyra þenna
hávaða. ”
VinnukonuherbergiÖ við hlið eldhússins var
tómt, og ekki hafði Verið snert við rúmunum.
Einnig í eldhúsinu var myrkur og kyrð eins og
í gröf.
Þar eð hávaÖinn við götudyrnar óx en mmk-
aði ekki, var ekki um annaÖ að gera fyrir All-
an, en að opna dyrnar sjálfur, til þess að kom-
ast eftir ástæðunni til þessa mikla gauragangs.
“Hver gerir slíkan hávaða þama úti?” ka.Il-
aði Allan með svo kjarkmiklum róm, að enginn
hefði ætlað honum slíkt.
“Það er enginn, sem gerir hávaða,” var hon-
um svarað í ákveðnum róm, “en sakamála um-
boðsmaður Pötch, með þjónum sínum, k refst
þess í nafni laganna, að fá aÖgang til þess að
gera heimilisrannsókn.”
“Heimilisrannsókn hjá mér!” hrópaði All-
an og ætlaði að opna dyrnar, en í skánni var
enginnlykill.
Allan bölvaði, þegar hann varð þess var, að
lykilinn vantaði. Þegar hann gat ekki opnað
dyrnar, gekk hann inn í herbergið, sem var til
hægri hliÖar við dyraganginn, opnaði gluggann
og rétti stól út til sakamála umboðsmannsins.
Þessi embættismaðiy; 0g menn hans stigu liver
á eftir öðrum upp á stólinn, og skriðu svo í
gegn um gluggann inn í húsið Svo var stóllinn
tekinn inn aftur og glugganum lokað.
“Hvers vegna?” spurði Allan, “vill lögregl-
an gera heimilis rannsókn hjá mér? Leita menn
máske hér”, bætti hann við háðslega, “að stoln-
um munum eða glæpamönnum?”
“ Já,” svaraði Pötch, “ að stórglæpamanni,
sem er grunaður um tvö morð.”
“Morð!”
Allan og María æptu samstundis af hræðslu.
Unga stúlkan lét lampann á .borðið 0g þrýsti sér
að föður sínum, eins 0g til að leita verndar.
“Hverjum,” spurði Allan, þegar hann var
búinn að j-afna sig eftir fyrstu skelfinguna, “í
mínu húsi, ætliÖ þér að eigna slíka glæpi?”
*‘Um það,” svaraði sakamála umboðsmað-
urinn,” þori eg ekki að segja meiningu mína, eg
hefi að eins skipun til að rannsaka viss her-
bergi í líúsi yðar. Bæði fyrir útan aðaldyrnar
og fyrir utan hliðið að verkstæðisgarðinum,
hefi eg falið einum af þjónum mínum að vera á
verði, svo að enginn geti flúið af heimilinu.”
Yerkstæðiseigandinn, sem ekki hafði hinn
minsta grun um ástæðuna til þessara fyrirtækja
lögreglunnar, hélt að umboðsmaÖurinn ætlaði
að byrja rannsoknina í íbúðarhúsinu, og' bæði
hann og dóttir hans urðu því undrandi, þegar
Pötsch gaf í skyn, að hann vildi fara yfir í verk-
stæðið.
Sakamála umboðsmaðurinn tók litla skriÖ-
byttu upp úr vasa sínum, kveikti á henni og
gekk gegn um eldhúsið út í garÖinn. . Þjónarn-
ir, Állan og dóttir hans gengu þegjandi á eftir
honum. Brátt kom þessi fámenni hópur að
verkstæðisdyrunum, sem ekki voru lokaðar.
Allan áleit það alls ekki undarlegt, hann var
sannfærður um, að vöröurinn væri á gangi í
nándinni.
“Við skulum,” hvíslaði hinn grunlausi verk-
smiðjueigandi að lögreglumanninum, “fara upp
og vekja hr. Urban, ráðsmann minn. ”
“Þei — ekki einasta orð; truflið mig ekki.”
Lögreglumaðurinn lyfti skriðbyttunni hátt
upp, um leið og hann gekk inn. Hann var að
leita að gaspípunni á veggnum. Hann fann
hana brátt og kveikti.
Hinir komu inn á eftir.
Hvað var þetta? Það heyrðist? hár hlátur,
sem kom þeim til að nema staðar snöggvast.
Það virtist vera allfjörugt hér í verkstæðinu að
nóttu til.
Sakamála umboðsmaðurinn, sem var alveg
ókunnugur hér í verkstæðinu, leit spyrjandi til
Allans, þar eð hann hafði búist við að koma inn
í mannlaus herbergi. Hann vissi, að Urban gat
ekki verið til staðar, því bendingin, sem hr. von
Sorau hafði gefið frá sólbyrgi Gullengilsins,
var til hans. Hann hafði með henni fengið vissu
fyrir, að hin grunaða persóna var komin í hó- '
tel Elíasar Allans, og var þar undir gæzlu lög-
reglustjórans. Sem svar tit bendingarinnar,
sem hann fékk, hafði hann gefið yfirmanni sín-
um merki um það, að hann ætlaði nú að fara óg
framkvæma hiai fyrirskipuðu heimilisrannsókn.
Það voru þá mannoskjur í verkstæðisbygg-
ingunni?
“Hávaðinn kemur frá geymsluherberginu,”
sagði Allan, viðvíkjandi hinum glaða hlátri, 0g
áður en lögreglumaðurinn gat hindrað það, var
hann kominn nokkur skref á unda honum, og
hafði opnað dyrnar að herberg i nokkuru, þár
sem geymdir voru sópar og önnur áhöld.
Óvæntri sýn brá fyrir augu Allans og hinna.
Gasljósið var að eins að hálfu leyti skrúfað
UPP, og breiddi að eins daufa birtu um litla her-
bergið; en verkstæðiseigandinn þekti samt und-
ir eins prívatvörðinn sinn og vinnukonurnar
tvær, sem héldu hér hátíð af sérsta'kri tegund.
Auk þessara þriggja var þar ókunnur maður,
sem tók þátt í skemtaninni, líklega gestur, sem
vörðurinn, er hér virtist vera húsbóndi, hafði
boÖið að koma hingað.
Á einu borði þar voru nokkrar víijflöskur,
sem án efa hafði verið rænt úr kjallara Allang.
“Verið þér alveg rólegar,” sagði vörðurinn
um leið og Allan opnaði dyrnar, “hér er engin
ástæða til að vera hræddur, ungfrú Lotta. Eng-
inn tekur eftir neinu.”
“Sá gamli, ” sagði eldabuskan um leið, “sef-
ur eins og steinn, ha-aha-ha!”
“Bölvuð ómennin!” hrópaði Allan, um leið
og hann gekk inn í herbergið, þar sem alt í einu
varð grafarþögn, eins og eldingu hefði slegið
niður. Svo tók hanif eina af flöskunum á borð-
inu, leit á verzlunarmerkið og sá, að víninu
hafði verið stolið úr kjallara sínum. “Nú veit
eg,” sagði hann, “hvað orðið hefir af kampa-
víninu í kjallar mínum.”
ÞS heyrðst voðalegt hljóð, þegar þessar
fjórar manneskjur, sem voru næstum magn-
þrota af hræðslu, urðu þess vísari, að það var
ekki vofa, heldur þeirra eigin húsbóndi sjálfur,
sem stóð fyrir framan þær.
“Miskunn! miskunn!” Um leið og vörður-
inn talaði þessi orð, fleygði hann sér fyrir fæt-
ur Allans. “Gerið okkur ekki ógæfusöm.”
“AS því er mig snertir, þá er þetta í fyrsta
skifti,” sagði Lotta snöktandi, “fyrst vildi eg
ekki fara með þeim; en þau tældu mig svo
margvíslega, að eg aö síðustu gat ekki neitað
þeim. ’ ’
“Það lítur út fyrir,” sagði umboðsmaSur-
inn, “að við höfum fundið hér fleira, en við
bjuggumst við.”
Þessar fjórar persónur urðu enn þá hrædd-
ari, þegar þær þektu þennan embættismann.
Vörðurinn, ókunni maðurinn, sem seina kom
í ljós að var einn af verkamönnum verksmiðj-
unnar, 0g Lotta, voru alveg sundur marin.
Eldabuskan áttaði sig fyrst.
‘ ‘ Höfum við gert nokkuð rangt ? ’ ’ sagði hún
um leiö og hún gekk til Allans. “Eftir minni
* skoÖun ekki; því frú Wöhert, sem er næstum
því sama og húsmóðir heimilisins, 0g sem réði
mig í vist hingaÖ, hefir sagt mér, að ef eg gætti
starfs míns vel, mætti eg eta og drekka af birgð-
unum í eldhúsinu og kjallaranum, eins mikið og
eg vildi. 1 dag hefi eg verið þyrst, og að eg hefi
slökt þorsta minn hér í verkstæðinu, er alls ekki
rangt, því eg befi þó ekki yfirgefið hús og
heimili, eins og frú Wöhlert, s em skemtir sér,
guð einn veit hvar. ’ ’
Þessi klóka stúlka vissi mjög vel, að hún
minkaði gildi yfirsjónar sinnar, um leið 0g hún •
jóS yfirsjón annars.
“Dorothea!” hrópaði Allan, sem áleit sig
horfa ofan í hyldýpi við fætur sína. “Það er
ekki mögulegt.”
“Hve oft,” sagði eldabuskan háðslega, “hef-
ir ekki þessi góða kona farið út að nóttu til. Og
eg ásaka hana ekki fyrir það, því hún mátti ef-
laust gera það. ” •
‘ ‘ Dorothea! ’ ’
Allan gat ekki talað annað en að eins nafn
hennar. Uppgötvanin kom; svo skyndilega.
“Að því er þessar persónur snertir,” sagði
sakamála umboðmaðurinn, um»leið og hann
benti á veizlufólkið, “þá geta þær ekki umflúið
hegningu, ef þér, lir. Allan, viljið láta hegna
þeim; en eg bið yður nú að fylgja mér lengra,
því eg hefi skipun til að leita annara spora.
Gerið svo vel að fylgja mér til herbergja við-
skiftaráðsmanns yðar. ”
Undir eins og þessir tveir menn, ungfrúin
0g einn þjónn, höfðu snúið baki að veizlufólk-
inu, flúði það hvert af öðru í ýmsar áttir.
“Þessar dyr,” sagði Allan, þegar þeir voru
komnir upp á loft, “eru að hústað ráðsmanns
míns. Á eg að berja að dyrum?”
“Það mun verða gagnslaust,” sagði um-
boðsmaðurinn ákveðinn,'“því ráðsmaður yðar
er ekki heima.”
“Heldur ekki heima?” spurði verkstæðis-
eigandinn, 0g dró dóttur sína, sem hélt um
handlegg hans, fastara að sér.
Síðan María kom inn í verkstæðið, hafði hún
ekki sagt eitt einasta orð. Unga stúlkan var
eins og í dái, yfir þessum ótrúlegu viðburðuní,
sem hún sá og heyrði.
Sakamála umboðsmaðurinn lagði nú hendi
sína á skráarhúninn, en dyrnar voru læstar.
“Hafið þér ekki annan lykil að þessum dyr-
um?” spurði hann.
Allan, sem spurður var, neitaði því.
Pötsch sneri sér að þjónunum 0g gaf þeim
bendingu.
Einn þeirra tók upp stóra lyklakippu.
Fimm mínútum síðar voru dyrnar opnar.
Híbýli Urbans voru, eitt stórt herbergi með
tveim gluggum, og svefnherbergi, með einum
glugga. í stærra herberginu var eitt stórt
skrifborð, og nokkrir aðrir lélegir húsmunir.
Á skrifborðinu stóðu tveir ljósastjakar með
kertum í, 0g kveikti Pötsch á þeim báðum, með
loganum á skrið.byttu sinni.
Skrifborðið var opnað eins fljótt og dyrnar.
Sakamála umboðsmaðurinn rannsakaði inni-
hald þess nákvæmlega.
Hann las fáein bréf, og lagði þau svo aftur
til hliðar.
“Loksins,” tautaði hann við sjálfan sig,
“það er þá engin villa. Þetta sannar samband
þeirra.”
Hann hafði fundið þrjú bréf með áritun
Urbans og undirskrift Bertholds.”
Pötsch braut bréfin saman og stakk þeim í
vasa smn. Af peningum var þar lítið, er sýnd-
ist vekja undrun hjá umboðsmanninum. Svo
var alt herber^ið/rannsakað nákvæmlega, en
ekkert fanst þar, sem vakti sérstaka eftirtekt.
, , J svefnberberginu fann lögreglumaðurinn
1 oahtlegum, ormsmognum klæðaskáp, tvennan
skrautlegan og verSmikinn karlmanns fatnað,
- sem vakti undrun Allans.
Rúmið var rannsakað 0g plássið undir því,
en þar fanst ekkert óvanalegt.
“Líkaminn,” sagði sakamála umboðsmaður-
inn, “getur í öllu falli ekki verið falinn í þess-
um.tveimur herbergjum. ”
“Hvaða líkami?” spurði Allan skelkaður.
“Eg hefi að mmsta kosti til bráðabirgða, ”
sagði Pötsch, án þess að gefa beint svar, “nægi-
legt í þessum uppgötvunum, þær eru meira en
nógar til að færa sannanir á hendur honum. ”
Um leið lagði hann hendina á brjóstvasa
írakka síns, þar sem bréf Bertholds voru
geymd, og benti á þessa tvo skrautlegu klæðn-
aði, sem hann gaf þjóninum skipun til að tgka
með sér.
Alt í einu datt lögreglumanninum eitthvað í
hug. Hann gekk að glugganum, opnaði hann
og leit út.
, Garðurinn náði alla leið að verkstæðisveggn-
^m. Myrkrið bannaði, að maður gæti séð hlut-
ina í honum. Án þess að segja eitt orð, lokaði
lögreglumaðurinn glugganum aftur.