Lögberg - 25.11.1926, Síða 4

Lögberg - 25.11.1926, Síða 4
4 Bi*. 4 LÖGBERG FIMTUD AGINN, 25. NÓVEMBER 1926. r Jdgberg Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col- umbta Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Taiviman N»6327 N‘6328 JON J. BILDFELL, Editor Llanáskrift tií blaSsinc Ttií COtUIHBt^ PHtSS, Ltd., Box 3l7í, Wlnnlpog, M»n- UtanAxkrift ritstjórans: ÉOtTOR 10CBERC, Box 317* Wtnnipag, !Han. Th« “L#öcb*r»" 1» prlntod and publlíhed br The Columbla Pr«»«, Umlted. ln the ColumbLa Sulldinc, «#5 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba. Bœjarstjórnarkosningarnar. Bæarstjórnar ikosningarnar eru í eðli sínu sérmál Winnipeg borgar en e'kki mál, sem snertir alþýðu manna yfirleitt og er því lítt að furða sig a þo opinber íblöð lati slik mal sig minna varða en mal þau, sem beinlmis snerta almenning. En sökum þess að blaðið Heimskringla gjörir bæjarstjórnarkosningamar að umtalsefni og allmargir af lesendum blaðanna éru búsettir í AVinnipeg, þá er ekki úr vegi að fara um þær nokkrum crðum. Aðal ástæðumar, sem blaðið Heimskringla færir fram fyrir því að íslendinsmm beri að kjósa Fred G. Tippingog þá sem bjóða sig fram af hálfu verkamanna er sú að með' því geti menn jafnað dálítið á auð'kvfingunum, sem al-‘ staðar .séu til ’oölvunar. - ' Boðskapur þessi er í hæsta máta barnalegur. Enginn sigur vinst einsta'krmgum, þjóð, eða bæjarfélögum til uppbyggingar, sem bygður er á hefndarhug. Enginn maður 'þarf að búast við að geta komíð nokkru góðu 'til' leiðar með því að æsa hugi einstakra stétta innan bæja, eða þjóðfélaga gegn öðrum. \ Róleg hugsun, laus við æsingu er bezt fallin til þess að leiða í þjós það sem lífrænast, hald- bezt og bagnýiast er í hverju máli. Aðal málið, sem bæjarstjórnarkosningamar í Wfnnipeg snúast um, er raforku-málið, og í sambandi við það segir Heimskringla að svíkja eigi aflstöðvar bæjarins í hendur Sporbrauta- félagsins í Winnipeg og Manitoba Power Com- pany og að því séu valdir 10 menn að 'oorgar- stjóranum meðtöldum. F. G. Tipping, borgar- stjóra efni verkamanna-flokksins segir hið saina og sumir frambjóðendur verkamanna til bæjarráðssetu. Þetta er hin alvarlegasta ákæra ef hún væri sönn, og maður skvldi halda, að opinbert blað og borgarstjóraefni bæru hana ekki á borð fyrir lesendur sína og tilheyrendur^ ef hún væri það ej<kir því meiri ráðvendni og samVizkusemi eiga menn heimtingu á frá þeim, en að staðhæfa slíkt um mótstöðumenn sína án sannana. Sökum þess, að vér erum einn þeirra manna, sem getum ekki með nokkru móti tfúað' þræl- mensku þæssari, sem blaðið ber á meiri hiuta bæjarráðsrfanna, skal saga máls þessa rakin í stuttu máli, svo fólk geti dæmt um hvort heldur það er Heimskringla, eða þessir tíu menn, sem svikið hafa köllun sína. Fyrir all-löngu síðan, tilkynti J. G. Glassco formaður bæjar-rafstöðvanna, bæjqrstjórninni, að ef tala þeirrav, sem rafafl kaupa frá bænum héldi áfram að vaxa eins og hún hefði gert 9. liðnum árum um W/2% þá yrði ait rafafl, sem bærinn ætti yfir að ráða uppseít árið 1928, og ■benti á, á sama tíma, að bærinn þyrfti að starf- i^*kja fossa þá, sem Slave Falls heita og eru 5 x mílum neðar í AVinnipeg-ánni, ’ en aflstöðvar ^bæjarins eru nú og semHandstjórnin hbfir sett til síðu handa Winnipeg bórg, þó með því skil- yrði, að bæjarbúar sanni innanríkisráðherra Canada, að þeir þurfi á afli frá fossum þeim að halda. í • Hér voru því þrír vegir til fyrir bæjarstjórn- ina að velja um. 1. Að sinna ekki aðvörun Mr. Glassco að neinu og láta rdka á reiðanum. 2. Taka til láns 5—6 miljónir dollara og fiyx&l'a rafstöð við Slave Falls að fengnu fulln- aðar-leyfi innanrí'kis ráðherrans. •3. Að reyna að kaupa afl það sem á þvrfti að halda um einhvern ákvéðinn Uma. Meiri hluti bæjarstjórnarinnar þessir 10 höfnuðu fvrstu tvehnur lirlausnunum. Þeirri fyrri fyrir það, að þeir áHtu að óhjákvæmilegt va>ri að raforku framleiðzla bæjarins yrði að haldast í hendur við vöxt hans og þroska. Tfin síðari fyrir það, að hún vrð+ of kostnað- arsöm sem stendur. Fyrst yrði að taka lán ö—6 miliónir'og byggja rafstöðvarnar við Slave Falls að fuUu og hafa þær tilbúnar ef unt væri 1928. All* er hægt að framleiða þar frá 50—b0 þ.úsund hesta-öfl. .En bærinn gæti ekki átt von á að geta þá selt mcíra en frá 10—11 hundruð hesta-öfl og vrði kostnaðurinn allur að .leggj- ast á þann litla part, en hitt alt að bíða ónotað þar til markður fengist fyrir það, sem ómögn- legt væri að segja um. um fram hinn árle'ga vöxt. sem áætlaður væri. Þetta þótti þessum 10 oMnikið áhættuspil fyrir bæinn og hdfnuðn þrf líka, eða hurfu frá því í bili. Þriðu úrlausnina tóku+eir - að kaaua ár- lega frá Winnipeg Eléctric félaginu rafafl tiil að fullnægja þörfinni í 9—11 ár eða í alt 30,00(7 \ hestöfl á $17.50 hvert, sem nemur yfir alt tíma- bilið $525,000. Þeir, þessir 10 bentu á að þó sú upphæð sé stór, þá álíti þeir að bærinn muni stórum hagn- ast á þeim viðskiftum,, því bæði geti bærinn selt hestaflið fyrir bærra verð en hann kaupir það, ■ og svo sætt hentugu tækifæri með lán á starfsfé og að síðustu haft* stóðina við Slave Fa.lls til- búna þegar tímabilið, sem samningurinn nær yfir við Winnipeg Electric félagið er runninn út og þá haft sölu fyrir að minsta kosti 30,000 hesta-öfl, sem ge'fa næglegar tekjur til þess að standa-st starfrækslukostnað og ve^ti á láns- fénu. A móti þessum samning börðust verka- mannafulltrúarnir í bæjarráðinu. Töldu hann hið mesta óvit og með honum væri bæjarstjórn- in að selja sjálfa sig og framtíðarvonir bæjar- búa í sambandi við rafoPku fyrirtæki bæjarins.* Þeir kröfðust þess að málið væri lagt undir at- kvæði bæjarbúa, áður en það væri afgreitt en þeir 10 neituðu og kváðu mál þetta þess eðlis að það væri vart að búast við að almenningur gæti skorið úr því á skynsamlegan hátt. Svo samningarnir voyu afgreiddir og staðfestir. Þannig er saga þessa máls eins rétt og ó- hlutdræg og vér bezt þekkjum hana og geta menn af henni gert npp reikninginn sjálfir á milK Heimskringlu og þessara 10, sem hiin seg- ir að hafi gért alt sem í mannlegu valdi hefir staðið til þess að framselja “Hydro” í hendur auðfélaganna. ” Saga kristninnar. , I^yrir nokkrum áf*uð síðan 'kom út ritverk mikið sem kent er við ritliöfundinn og skáldið H. G. Wells 0g heitir Outline of Histcrty. Er það nökkurs konar vasa-útgáfa af veraldarsög- unni — sagan samandregin í skýrar myndir, svo fólk yfirleitt geti betnr áttað sig á henni og notið hennar. Þó að verk það sé alment líent Við H. G. Wells, þá er hann þó vitanlega e'yii höfundur þess, þó hans persónulegu áhrifa gæti víða, og - sumstaðar all-einkennilega, holdur skari sér- fræðinga„ sem var að því verki. Verk þetta hlaut lof margra er það kom út, en aftur voru aðrir sem þó þeir viðurkendu nyt- semi verksins að mörgu leyti, fanst því vera á- bótavant. Einkum* varð það til þess, að vekja marga til þeirrar meðvitundar að sagan var erfki rituð frá kristilegu sjónarmiði. Temple biskup sagði um hana: “Mr. Wells ritar ekki frá sjónarmiði kristins manns og ef að sjónarmið kristninnar fær ekki að njóta sín, þá getur sagan' ekki verið sannur spegill menn- ingar framþróunarinnar.” Fleiri menn tóku í sama strenginn, og afleið- ingin af þeirri óánægju með sðgu H. G. Wells varð sú að ákveðið var að rita sögu kristninnar “An Outline of Christianity.” Hundrað sérfræðingar í þeim efnum hafa verið fengTiir til að vinna verkið, því það er eins og gefui\að skilja umsvifamikið. Á meðal þeirra eru biskupinn í Manchester, Dean Inge, Oxford lávarður, Dr. James Meffat, Dr. Percy Dearmer, Mr. G. K. Chesterton, skólastjóri L. P. Jaeks, Mr. Ramsay MacDoinald og Mrs. Maude Royden. Aðal ritstiórarnir eru tveir, þeir Dr. A. S. Peake og Dr. R. G. Parson. Um þetta fyrirtæki farast biskup Tempíe þannig orð: “Það hefir verið jafn erfitt fvrir ^þristna menn sem ókristna að átta sig á hinum eftirtektaverðu áhrifum, sem kristindómurinri hefir á monningu mannkvnsins því þau hafa aldrei verið dregin fram á ákveðinn hátt. Heild- arsaga hans og áhrif á veraldleg efni, hefir' aklrei verið hreint og hlutdrægnislaust sög^ eða skráð. Þáð hefir nú verið ákveðið hð vinna það verk, með þáfrumhugsun til grundvallar, að meta hagkvavn áhrif kristindómsins á öllum tímabilum mannkynssögnnnar síðan Kristur kom í heiminn að meðtöldu íímahili því, er vér lifum a. Slíkt ,verkefni er hverjum einum manni ofvaxið — of umfangsmikið anda nokk- urs eins. * * Til þess að geta réttlátiega ritað þá sögu og með valdi sérfræðinnar á öllum sviðum, þá hafa veríð til þess fengnir á anpað hundrað manns — menn, sem geta talað um mál þetta frá vís- indalegu sjónarmiði og rita um það með fullum skilningi á kjama þess og hin margvíslegu á- hrif.’ ’ Verk þetta á að vera í fimm bindum og eru tvö þeirra komin út og ná þau niður til loka 15. aldarinnar. Síðan að það, sem hér að framan er ritað, hef- ir þriðja heftið af Spgu Kristninnar komið út. Þyf er skift í fjóra kafla. Kiikjan og Reforma- zíónar tímabili^. Framþróun trúfrelsisins knstindomurinn Qg Ivðveldisstjómar fyrirkouiu- lagið og saga trúboðsins kristna. Þeir, sem í þetta hefti rita era á meðal annara Dean Bell frá Canterbury, Mr. G. K. Che^terton, skóla- stjóri Workman Dr. Carnegie Siippson og pró- fessor Peake. f ^ Bœkur sendar Lögbergi. i. önnur útgáfa af Sakúnítölu. eða týnda hringnum er nvkomin hingað vestur. Þessi á- gæta hók, sem þvdd var af skáldinu Steingrími Thorsteinssyni og fyrst gefin út árið 1879, én . var fyrsta útgáfan fyrir löngu uppseld og náði y miklum vinsældum hjá þjóð vorri að maklegleik- um. Þessi nýja útgáfa er gefin út af syni skáldsins, Axel Thorsteinsson 1926 og preníuð í Gutenberg. % Utsölu á hókiimi hér vestra hafa þeir O S Thorgeirsson 674 Sargeht Ave. og Þórður Thorsteinsson. sonur Steingríms heitins, 552 Bannatyne Ave., og kostar í kápu 75 cents. II. Tuttugu ára minningarrit Landsíma Islands, gefið út af Landssíma Islands, Gutenberg, Reykjavík 1926. Þetta er alt stórt ri't 168 blaðsíður og p.rýði- lega úr garðí gert að öllu leyti. Tnnihald rits þessa er sem fylgir: 1. 'Símamálið og síma-samningurinn eldri eftir Klemens Jónsson, fyrv. ráðherra. 2. Símalagningin 1906 og síðari símalagn- ingar eftir Ö. Forberg, landsímastjóra. 3. Starfræksla landsímans, eftir Gísla J. Ólafsson. 4. Bæjarsími Reykjavíkur, eftir Guðm. J. Hlíðdal, verkfræðing. 5. 'Saga loftskeytanna á íslandi, éftir Frið- björn Aðalsteinsson loftskeytastjóra. 6. Starfsfólk símans, félags-skapur og kjör eftir Andrés G. Þormær. 7. Sassíma-samningurinn nýi, eftir Magn- ús Guchindsson ráðherra. 8. Aldamót eftir Áma Pálsson bókavörð| hugleiðingar um breytingar, framfarir og fram- tíðar þarfir og hugsjónir Islendinga 0g aðvör- un um að týna ekki sjálfum sér í því óskapa menningar 0g ómenni«gar-flóði, aem yfir þá eins og aðra ganga nú. 4 9. Kort 0g myndir. ‘ v '' Minningarrit þetta er bæði fróðlegt og skemtilegt og útgefendunum til sóma. Samtal við Sócrates 9 sem gæti hafa átt sér stað. Hin langa ferð marmkynsins. ” Vísdómsvinir láta engar annir aftra sér,” svaraði Sócrates. “Ef að þú meinar með önn- um eitthvað annað en leit eftir sannleikanum og umhugsun um takmörk lífsins, sem eg hi^gsa að þú gerir og þar sem þú segir að mennimir hafi ferðast langa leið síðan eg var hér síðast, þá vildi eg hyrja með því að spyrja, eins og eg spurði Cephalus. Er síðasti partur vegarins -öruðgur, eða hvað segirðu um það? Svarið við þeirri spuraingu, Sócrates, mundi verða eins mismunandi og mennirnir era, svaraði eg. Það eru menn til, sem halda að mannkynið eigi sér sitt skeið eins og ein- staklingarnir, og það, þó'eins og hér í Piræns að blys menningarinnar hafi len-gi gengýð nlann frá manni, þá séu nú engir verðugir að veita því móttöku, og að það sé líklegt til að falla niður og slokna. Aðrir halda að nútíðarmenn séu langt á undan samtíð þinni í því efni\og þó að- eins dagrenning hjá þeim. Eg kæri onig ekki um að vita hverja þú átt við þegar þú segir “við.” Því eg sé að þið lifið í veröld, sem til- heyrir ykkur einum, sem eg skal kannast við að eg þekki ekki, nema fyrir það litla, semí eg hefi um hana heyrt frá þeim, sem nýlega hafa kom- ið yfir, sem hafa haft tilhneigingu til að hrósa henni mjög sökum þess að borgiraar eru mann- fleiri en þær voru í minni tíð og lendurnar stærri, en má eg spyrja, hvað eruð þið að aðhaf- ast til þess að réttlæta það raup? “Þú sérð skipið, sem við erum á Sócrates,” sagði eg. “Er það ekki rúmbetra en galeiðurn- ar þínar, þar að auki er það knúð af véla-afli, sem framkvæmir verk þúsund ræðara, og við erum fljótir í ferðinni á milli landa, okkúr stendJ ur ekki lengur neinn stuggur af sjónum, né heldur. þurfa menn að svitna við að flytja okk- ur. Erþað ekki framföV?” “óefað,” svaraði hann, “en því ert þú hér í Aþenu?” Til þéss að sjá leifarnar af Acropolis og undrast yfir verkum vina 'þinna, byggingar- mannanna og Kstamannanna og láta mig dreyma í skugga heimspekinga og skálda þjóð- ar þinnar. ( Verkefni skipa okkar vq.r hið sama. “Mér sjálfum,” svaraði hann, “fanst ekki mikið til um suma af samtíðarmönnum minum og þeir léku mig grátt að síðustu, þó það geri minst til hvort maður safngst til feðranna fyr $ eða Síðar. En ef þið notið skip yðar aðeins til að sigla á milli landa, sem þekt eru þá gerðum við það líka í galeiðunum okkar. Ef þau geta ekki annað en flutt jnenn nm sjóinn, þá gátu okkar gert það Mka. Hvað annað er það sem þið hafið til að stæra ykkur af ? “Við höfum byggingar,” svaraði-eg, “sem eru hærri en Acropolis og mennimir í minni horg cru í^undirbúningi með að byggja hygg- ingu, sem verða skal helmings hæð á við Hymet- tus. • “Þú virðist vera sannsögull maður,” sagði hann, “en ef þú hefir engan annan rétt til mik- ilmenskunnar en stórhýsi. Við Grikkir vorum ekki lausir við mikillæti sjálfir. ” ^ “Það er satt íSócrates,” mælti eg, “en síðan á þínum dögum höfum við 'lært margvíslega efnafræði,, t. d. að hagnýta okkur jára til véla- gerða, sem þú þekkir ekki og höfum aukið hand- afl okkar á ótal vegi og þó þú trúir mér ekki, þá höfum við nú vagna, sem fara harðara hesta- lausir en veðreiðavagnarnir ykkar í Olympus. Og við fljúgum í loftinu, höfum báta, sem fara neðansjávar og mennirnir geta talað saman yfir svæði, sem er þúsundir mílna á vídd. Alt þetta höfum vér framkvæmt með því að kynna oss náttúrulögmálið og notkun afla þeirra, sem samlandi þinn. Aristoteles byrjaði að kenna. Og á þessa vísu eram við bæði vitrir og storkir. Þeir sem hafa verið að' koma síðustu árin hafa verið að segja okkur frá þessu,” svar- aði Socrates og eg ímvnda mér að,þið séuð ekki allír lygarar. En enn vil eg„spyrja, hvaða áhrif alt þetta hefir haft á sálir ykkar og hvort að fólkið sé eins viturt og rfkið cins sterkt og vél- arnar. Eg man eftir að við athuguðum þetta í . Piræus forðum 0g okkur kom sanaan um það ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF •The Empire Sash& Door Co. Limtted Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Áhrifa yðar og at- kvæða er hérmeð æskt í þeim tilgangi að endurkjósa bæjarfulltrúa Thomas Boyd Hann hefir gegnt bæjarfulltrúa- stöðuí sex ár fyrir 2. kjördeild. Til þess að tryggja atkvæði yðar áhrif, skuluð þér merkjá kjörseð- ilinn með t ölunni 1 þannig: v\ . ) BOYÐ, THOMAS Traveller hvernig að fullkomin ríkishugsjón ætti að vera og væri æðsta hugsjón mannanna að ná því tak- marki, auk þess að varðveita sál sína. Ert þú 'ekki samþykkur því líka?” Vissulega Sócrates. Hvað hefir þessi þroski þinn til að fljúga og alt það sem tæki mig langan tíma að þekkja* og skilja, þó eg verði að játá eftir því sem mér þefir verið sagt, að eg gjarnan vildi aka í þess- um vögnnm ykkar — gjört til þess að fullkomna ríkisskipunar fyrirkomuíagið og fegra s'álirnar? Hafa lögin og þjóðskipunar fyrirkomulagið, sem við vorum að hugsa um, náð framgangi? Eru borgsrverðir ykkar öruggir og ungdómur- inn vel upplýstur? Hafið þið komið á því heið- arlega stjórnarfyrirkomulagi, sem við allir höfum komið okkur sjiman um að nefngi heiðurs og dygða fvrirkomulag, eða' hafið þið eitthvert annað af verri, tegund? Skipa heimspekingarair sæti konunganna, eru prins- ar og konungar heimsins gæddir anda og afli heimspekinnar? Því við komum okkur einnig saman um, að þar, til stjóramálaleg dygð og vizka er samfara, þá þurfi hvorki hæja- né þjóð- félög að vonast eftir að fá bót meina sinna.” “Vertu miskunnsamur, Sócrates,” sagði eg “þú spyrð spurninga, sem engir nema vitring- ar geta sv’arað, og iþar að iauki eru skoðanir mannanna svo breytilegar .og stjórnarfyrir- komulag iað hvort sem eg segði já eða nei þá segði eg ósatt. ,En heimspekingar vorir skipa • enn ekki sæti konunganna^og þeir fáu konung- ar, sem eftir eru í heiminum hafa getið sér fremur lítið orð fyrir heimspekiskunnáttu, þó sumir þéirra hefðu ékki vanþörf að njóta lífs- gleði þeirrar, sem sagt er að hún veiti. “Hvaða stjómarfyrirkomulag er þá í meetu uppáhaldi í heiminum?” Lýðveldis fyrirkomulagið nú sem stendur, en það er ekki samskonar lýðveldis fyrirkomu- lag og þú sást á þínum hérvistardögum. Við pössilm það nú, að ef lancísfjórar okkar eru misindismenn, að þeir geti ekki komið klækjum sínum fram eða gjört okkur of mik- inn skaða, og við sjáum um það líka, að ef þeir eru ágætismenn, að hendur þeirra séu hæfilega 1 Tundnar í þá áttina. ” % “Tekst ykkur það?” Að nokkru leyti í báðum tilfellunum. en það sem þú sagðir Sócrates einu sinni um lýðveldis- fyrirkomulagið, sýndist vera eins satt í dag og það var jhjá Grikkjum. Það eru margir menn, cinnig mcðal ýor, sem þó þeir hafi framið glæpi t gegn ríkinu, halda áfram lífi sínu og athöfnum óáreittir og vissulégta er nóg af tilbreytingum og^óreiðn, sem mælir út á háðar hendur yndis- lega frelsistegund líknm jafnt sem ólíkum. Við höfum á meðal vor þá, sem liía dygðugu og at- orkusömu lífi.” I (Framh.) \ jpHSHsa5HsasH5HSH5HSHSH5HSH5H5H5HSHSH5H5H5a5H5H5a5HSH5ns? sasasasasasas 3 jj Leikfélag Sambandssafnaðar: 3 “ . > . j Landafrœði og ást 3 . » ^ sjónleikur í þremur þáttum íj eftir Björnstjerne Björnson 3 verður sýndur í samkomu^alsambandssafnaðar a Þriðjudag 30. Nóv. og Midv.dag 1. Des. 3 • q KI. 8 síðdegis 3 0 S n / SHSHSESHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSaSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSK Aðgangnr 50c.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.