Lögberg - 16.12.1926, Qupperneq 3

Lögberg - 16.12.1926, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926 Bls. 11 HSHS [HS^SSSHSHSHSaSESHSHSHSaSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSasaSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHi,- ?**. Sértsö L deild í biaðinu SOLSKIN ^HshsHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSESHSHSHSHSHSHSHSH 5HSESHSHSHSH5HSHSH5HSH5HSH5HSHSHSHSH5H5HSHSH5H5H5HSHSHSH5HSHSHSHSHSH5H5H5HSHSHSHSHSHSHSHSH5HS Jól. Jálin eru að koma. HátíðTn, sem öld eftir öld liefir fært mannanna! börnum mestan fögii- uð og gleði. Þær uppsprettur gleðinnar, sem við jólin eru bundnar, þrjóta aldrei. Þær frjósa ekki í vetrarliörkunum og þær þorna okki upp í sumarhitanum. Ef mennirnir að eins fást til að leita sér svölunar við þær lindir, þá er hana þar áreiðanlega ávalt að finna. Flestir munu við það kannast, að engar sög- ur, sem þeir hafa heyrt eða lesið, hafa haft eins mikil áhrif á þá, sérstaklega meðan þeir voru böm, eins og hinar einföldu sögur um jólaboð- skapinn í Betlehem. Og börnin skilja þessar frásögur engu síður en fullorðna fólkið. - En sérstaklega vel skilja börnin jólaboðskapinn, ]>egar góð og guðhrædd móðir flytur hann börn- unum sínum. -Sem betur fer, er það ekki séra Matthías einn, sem þetta liefir reynt, þó hann kunni öðrum mönnum betur að segja frá, þar sem hann lýsir jólunum á sínu bernsku heimili og því, þegar móðir hans sagði honum söguna um fæðingu frelsarans “Síðan hóf hún heilög sagna mál. Himnesk birta skein í okkar sál. Aldrei skyn né skilniiigs kraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. ” Birta drottins ljómaði í kring um fjárhirð- ana forðum. Birta drottins ljómar enn í kring- um börnin, yngri og eldri börnin, þegar þau á jólunum heyra jólaboðskapinn, eða festa sér hann í huga. Hugsið um þetta, hve óendanlega fallegt það er, að birta drottins ljómar í kring um mennina. Það e'r fátt eða ekkert, sem mennirnir eiga dýrmætara í eigu sinni, heldur en ljúfar og fagrar bernskuminningar, og flestir mnnu kann- ast við, að margar þeirra allra ljúfustu bernsku- minninga eru bundnar við jólin, jólin heima hjá föður og móður. Það var ef til vill í ein- hverjum kotbænum, sem margir þeirra er þess- ar línur lesa, nutu jólagleðinnar í æsku sinni, en samt fundu þeir aldrei betur en þá, að birta drottins ljómaði í kring um þá á jólunum. Foreldramir geta miklu um það ráðið, hverjar verða æskuminningar barna þeirra og það má rciða sig á, að ljúfar bernskuminningar er manninum ómetanlegur styrkur, þegar hann kemur út í lífið og örðugleikarnir og freisting- arnar sækja að lionum, svo að segja úr öllum áttum. Þær endurminningar eru oft sólskins blettir þar sem hann getur fundið frið og hvíld, sem hann ekki finnur annars staðar, og þessar endurminningar eru mörgum mönnum miklu meiri styrkur heldur en flesta grunar. Það er því áreiðanlega skylda allra foreldra, að hljmna að því eftir mætti, að börn þeirra fari út í lífið með eins mikið af góðum minningum frá bernskuheimilinu eins og hægt er. Til þess eru tækifærin mörg, en aldrei meiri en á jólunum. Lögberg óskar öllum Sólskinsbörnum, yngri og eldri, gleðilegra jóla, en fyrst og fremst þess, að birta drottins megi ljóma kring um þau öll eins og fjárhirðana forðum. • Fjársjóður, sem mölur og ryð geta ekki jrandað. Þegar eg var lítil, var eg látin lesa í biblí- unni. Þar las eg meðal annars þessi oi’ð: “Safnið yður fjársjóðum á himnum, sem mölur og ryð geta ekki grandað.” Eg hugsaði þá mikið um, hvernig eg ætti að fara að því. Ef til vill hefði eg, eins og fleiri, helst viljað safna jarðneskum fjársjóðum, en til þess sá eg þá eng- in ráð, og raunar ekki heldur til þess að safna hinum andlegu. Helst virtist mér tiltækilegt, að gefa fátækum, því það hafði eg heyrt að yrð’i margborgað. En þar kom ein þrautin fvrir mig, eg vissi ekki að eg ætti nokkuð til að gefa. Eng- inn vakti athygli mína á því, að í rauninni átti eg nóg til, eins og flest önnur börn. — Eg átti ástúðlegt bros, sem eg hefði getað gefið for- eldrum mínum, í stað þess að setja upp fýlu- svip, hvað lítið sem út af bar. Eg hefði getað tekið þátt í sorg þeirra, sem hryggir voru, í stað þess að gera gys að þeim. Og eg hefði get- að verið fljót að hlaupa spor fyrir þá, sem veik- ir voru og þreyttir. En hvers virði slík smá- hugulsemi er, varð mér ekki ljóst fyr en löngu seinna. .IJelst til seint sá eg, hvað hinir svo- kölluðu smámunir geta verið mikils virði. ___ t æskunni höldum við oft, að við munum geta kaf- að hið mikla haf sannleikans og fundið þar fá- gætar skeljar og dýrar perlur; en þegar á full- orðins árin kemur, lenda flestir á lægra stigi. Við verðum þá flest að láta okkur nægja, að grafa upp það, sem aðrir hafa fundið á undan okkur og fært í land, en þang og þari gleymsk- unnar lagst ofan á, svo að nú kostar ærna fyr- irhöfn að finna það aftur, og við sjáum eigi fvr en um seinan, að við höfum oft gengið fram hjá verðmætum hlutum í hugsunarleysi og látið þá ónotaða, af því okkur virtust þeir of lítilfjör- legir til þess að þeim væri nokkur gaumur gef- inn. Kom mér þá til hugar æfintýrið um kistu Þrasa landnámsmanns, undir Skógafossi, sem kveðið var um: “Þrasakista auðug er undir fossi Skóga. Hver sem þangað fyrstur fer finnur auðlegð nóga.” framgjarnir menn fóru að leita henn- r fundu hana undir fossinum, þar sem til hennar var vísað, en { stað gripa og gersema var hún full af grávíðislaufi. Þeir þóttust verða fyrir hinu mesta gabbi og vildu ekki líta við því. Þó tók einn þeirra hnefafylli sína af lauf- inu og stakk í vasa sinn. En þegar heim kom Nokkrir Þei ar og hann fór að líta eftir, var vasinn fullur af skírasta silfri. Mér hefir farist líkt og þessum mönnum. Ýmsan fróðleik hefi eg átt kost á að nema um æfina, en fundist hann of lítilfjörlegur og kast- að honum frá mér. Nú er orðið of seint að snúa aftur. Þrasakista er lokuð fyrir mér, og eg á ekki kost á að opna hana framar. Nú á eg ekki annars kost, en að leita í vösum mínum, ef þangað kynnu að hafa slæðst fáein grávíðis- lauf, sem eg fann til í aiskunni, þegar eg vildi fara að safna fjársjóðum. Enn þá óska eg, að ínér hafði auðnast að ná í fleiri laufblöð úr kistu Þrasa meðan hún var opin. Þá hefði eg frem- ur getað'bent öðrum á þau, því víða er þau að finna, ef maður gefur því gaum. Ingunn Jónsdóttir. Góði hirðirinn. Jesús líkti sér við fjárhirðir. Hann kallaði sig sjálfan “góða hirðirinn”, en okkur kallar hann: lömb sín, sauðina sína og hjörðina sína. Jesús yfirgaf hús föður síns, kom frá himnum til þess að gæta okkar, sem hann kallar lömbin sín og hjörð föður síiis. Þegar eg var drengur, þá gætti eg kinda. fvr- ir föður minn. Það var oft erfitt. Eg þurfti stundum að sitja yfir þeim allan daginn. Mátti varla setjast niður. Stundum varð eg að ganga þreyttur og svangur allan daginn upp um f jöll og fram um dali til þess að finna kindurnar. Þegar eg þá var á heimleið með þær, reyndi eg oftast að telja þær, en gat það vanalega ekki fyr en heirn að húsunum kom. Eg var ])ví ætíð mjög kvíðafullur á leiðinni heim, því skyldi eitthvað vanta af kindunum. þá varð eg að leggja aftur af stað til að leita að þeim, sem vantaði. Þegar heim að húsunum kom, þá taldi eg kindurnar inn um dyrnar, og oft kom þá fyrir, að eina, tvær eða þrjár vantaði. Það var bei.skasta lífs- reynslan. Annað hvort varð eg að fara strax af stað að leita, það var farið að dimma og eg var orðinn þreyttur og svangur, eða eg varð að geyma að leita til næsta dags og eiga þá á hættu að eitthvað tapaðist af kindunum, sem heima voru, á meðan eg var að leita að hinum. Leitin var oft erfið, eg liljóp og stökk, stundum datt eg og meiddi mig svo að blæddi úr hnján- um eða fótleggjunum. Stundum fanst mér eg svo einmana og yfirbugaður, þar1 sem eg var lengst inni í afdölum, að eg gat ekki stilt mig um að gráta. Það kom fyrir, að eg þurfti að leita að sömu kindinni eða kindunum í fleiri daga. Eg glejuni aldrei þeim stundum, en þá datt mér aldrei í hug, að þetta starf mitt mundi seinna hjálpa mér til þess að skilja, hversu mikið Jesms gerði fyrir okkur og hve mikil sár- indi það kostaði hann. Hann var stundum svo þreyttur og hrygg- ur yfir ógæfu okkar, að hann grét. Hann var árvakur, viljugur, starfsamur, fórnfús, þraut- seigur, nákvæmur og kærleiksríkur. Hann fór snemma á fætur, eins og góði f járhirðirinn jafn- an gerir. Hann fór þá afsíðis til þess að tala við sinn himneska föður, til þess að biðja hann að hjálpa sér þann daginn, svo að hann gæti gætt lamba sinna réttilega. Og þegar hann hafði þannig búið sig undir dagsverkið, þá tók hann til starfa. Hann kendi fjöldanum, læknaði þá sem veikir voru, hjálpaði þeim sem bágt áttu og huggaði allla hrelda. Hann tók litlu böniin í fang sitt og blessaði þau. Hann miskunaði þeim séka, sem átti að grýta. Hann var jafn- áhugasamur, þegar hann talaði við eina fyrir- litna konu við Jakobs brunn, eins og þegar liann var umkringdur af mörg þúsund manns. Hann var eins fús til þess að benda kennimanninum Nikódemusi á hið sanna “himna brauð”, sem komið var niður af himni til þess að gefa heim- inum líf, eins og hann var viljugur til þess að lijálpa veika manninum við Betesda laug, sem engan átti að. Þannig stafaði góði hirðirinn. Hanri fórnaði líka öllu. Hann yfirgaf sitt bjarta, hlýja, skrautlega og inndæla heimili á himnum, fór fyrir föður sinn út í myrkur og kulda, kvalir og dauða; kom hingað til jarðar- innar til þess að hjálpa o'kkur. Við vorum föð- ursins týndu sauðir. Jesús þoldi alt ilt okkar vegna, hungur og þorsta, þreytu og kvalir, háð. og spott manna, misþyrmingu og krossins dauða. Hann elskaði svo 'heitt, að hann gaf líf sitt fyrir okkur, sem hann elskaði. Jesús varð að leggja út í allar þessar hætt- ur, koma hingað til jarðarinnar, þangað sem syndin ríkir, til þess að segja okkur frá' föður sínum, live liann væri góður og hversu mikið hann elskaði okkur. Og við köllum kenninguna, sem hann kendi, fæðuna sem góði hirðirinn gaf hjörð sinni, og við erum hjörð hans. Það er ekkert til, sem veitir hjörtum okkar meiri svölun en það, sem Jesús kendi okkur um kærleika Huðs. Hann sagði, að Guði þætti svo vænt um okkur, að jafnvel öll hárin á höfð- um okkar væm talin. Að Guð hugsaði það mikið um okkur, að hann teldi jafnvel hárin á höfðinu á okkur, Hugsum okkur hvílík ná- kvæmni það er! Þá getúm við líka verið viss um, að Guð telur öll okkar góðverk, telur allar bænir okkar, telur tárin, þegar við grátum, tel- ur öll sporin, sem við hlaupum fyrir hann, telur líka erfiðu sporin okkar. Hann veit þá um allar okkar sorgir og alt, sem okkur liggur á hjarta, hann veit hvað okkur langar til að fá, hann þekkir gleði vora, hann veit hvað er bezt fyrir okkur, hann elskar okkur með eilífum kærlei'ka og gerir alt fyrir okkur, sem verða má okkur til góðs. Þessi kenning Jesú er það liuggunarríkasta, sem við getum fundið, hún er einmitt fæðan, sem veitir hjörtum vorum sanna svölun. Þessi fæða er líka holl. Hún er holl fvrir okkur sjálf, holl fyrir heimilið okkar og þjóð- ina okkar. Ef við gerum ]>að, sem liann bauð okkur, ]>á mun ókkur vegna vel og,éið munum þá verða til mikillar blessunar. Hann bauð okkur að (dska óvini vora, að gjöra öllum gott. biðja fvrir þeim sem ofsæktu okkur og töluðu illa um okkur. Hann bauð okkur að feta í fót- spor sín og lífa lireinu og heilögu lífi. Hann er góði hirðirinn. Hann' gengur á flndan okkur, hann leiðir okkur að eins veg sannleikans, stro ef við erum lömbin lians, ]>á getum við ekki ráfað í villu, eða verið illa haldin. Við hljótum þá að lifa hreinu og heilögu lífi, honum til dýrð- ar, en öðrum til fvrirmyndar. Pétur Sigurðsson. Ofurlítil skólasaga, Drengjum þykir gaman að skotum og hvell- um. Það er eitthvað svo mannalegt.- Nú höfðu drengirnir í skólanum á Eyri komist yfir efni í púðurkerlingar og eldglæringar, og voru með “sprengingar” úti og inni, og-tók eigi fyrir, þð bannað væri og hörðu væri liótað. Einu sinni verður “sprenging” inni í einum bekknum, og þegar farið var að rekast í því, berast böndin að tveim sveinum. Menn vissu eigi til að aðrir hefðu komið inn í þá stofu um það levti, og yrði því annar hvor að vera sekur eða báðir. — Drengirnir hétu Jón og Sigurður og voru góðir víiiít. Hafði Jón verið einn um verkið, en Sigurður var alveg saklaus, og vissi ekki um neitt fvrri en hvellurinn kom. Skólastjórinn tekur báðii fyrir^ til yfir- heyrslu og byrjar á Jóni, og liarðneitar hann sökinni. — Þá er Signrður yfirheyrður. Hann þegir við, játar livorki sökina né ber liana af sér. Þetta þótti næg sönnun fyrir sekt hans, og fékk hann bæði að kenna á reglustikunni og líka innisetu, meðan hini voru að leika sér. Jóni var ekki vel rótt innanbrjósts. Hann náði fundi Sigurðar um kvöldið, og átaldi hann fyrir það, að hann skvldi ekki líka hafa neitað. “Mér gat ekki dottið annað í hug, því að ekki vildi eg koma þér í skömm, og þú varst saklaus. En enginn var við, og það, var ekki hægt að sanna þetta á okkur.” “Það var nú einmitt það,” sagði Sigurður, “að við vorum þarna. tveir einir. Kennarinn gat ekki verið í óvissu um það, að annar hvor okkar var sékur. Og ef við báðir neituðum, þá varð annar hvor okkar að hafa skrökvað. Þess vegna þagði eg.” Nú geta menn ráðið í hugsanir Jóns litla um nóttina. Daginn eftir átti skólastjórinn að vera hjá þeim í bekknum í fyrstu kenslustund- inni. Þegar ha»'n var sestur, gengur Jón upp að kennarasætinu, og stvnur því upp kjökrandi að hann hafi einn verið með “sprenginguna ” daginn áður, en Sigurður sé alveg saklaus. “Eg mátti til að segja frá því. ” Það varð steinhljóð í bekknum. Skólastjór- inn var stundarkom að átta sig á þessu. Síðan tók hann í hendina á Jóni og sagði: “Komdu með mér til hans Sigurðar, við þuffum báðir að biðja hann fyrirgefningar.” Skólastjórinn tók í hönd iSigurðar, en Jón hljóp upp um hálsinn á honum. Eftir það tók ar” í skólanum. — alveg fyrir N. Kbl 1 sprengmgarn- STÖKUR. Berir þú kvöl þér í brjósti, blæði í sál þinni upndir; leitaðu’ að öðrum, sem líða, létt þeirra þungbæru stundir Na>ði nepjan úm sál þér, nístistu’ af rokveðursöldum; skýldu þá öðrum sem skjálfa, skapaðu yl handa köldum. Finnist þér von sérhver visna, veiki þig efi í geði; gleddu með umhyggju og ástúð annara lífstraust og gleði. Já, krjúptu með alt sem þig angrar að annara þrautabeði. Þá verður heil hver holund og hugurinn þrunginn af gleði. María Jóliannsdóttir. JÓLAGAMAN. Þeim hafði verið :kent það, bræðranum, að fara me5 bænirnar sínar undir svefninn. Nú voru þeir liáttaðir eitt kvöldið, skömmu fyrir jólin, og Tommi var búinn að bæta heillangri romsu við venjulegu kveldbænina sína: Hann var að biðja guð að gefa sér það og það í jólagjöf. “Þú þarft ekki að hafa svona liátt,” sagði eldri bróðir hans, guð heyrir eins til þín fyrir því. ’ ’ “Já,” sagði Tomi, “en hún amma heyrir svo illa.” DR. B. J. BRANDSON f!16-2S0 Modical Arts iSldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834. Offic® tlmar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu & aC selja meBul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fft, eru notuB eingöngu. Pegar þér kómiB meB forskriftina tll vor, megiB þér vera vlss um, aB f& rétt þaB sem læknirinn tekur tll. Notre Datne and Slierbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf Giftinga- og .iarðarfara- Blóm með litluxn fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkkistur og annast um út- farir. Ai'.ur fltbOnaBur aá. beztl. Enn fremur seíur hann allskonar ! minnlsvai-Ba og legsteina. Skrifsitofu tale. 86 607 Heimilis Tals.; 58 302 THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN tsl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfr.eðingar. 356 Main St. Tals.: 24 968 356 Maln St. Tals.: A-496S Peir hafa einnig skrifstofur aB Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aB hltta 6. eftirfylgj- and ttmum: Lundar: annan hvern mlBvikudar Riverton: í'yrsta fimtudag. Glmll: Fyrsta miBvlkudag. Piney: þriSJa föstudag 1 hverjum mánuBl. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðlngur Hefir rétt tll aB flytja mfU baBl I Manltoba og Saskatchewan. Skrifstofn: Wynyard, Sa.sk. Athygli! Komifl með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. A. C. JOHNSON 907 Confederation I.lfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir minnt. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða_ ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Heimasimi 33 328 J. J. SWANSON & CO. I LiIMITED R e n t a 1 8 Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340 STEFAN SOLVASON TEAt'HHH ot PIANO 1256 Domlnion St. Phone 29 832 Envil Johnson SERVIOE EL.EOTRIO Rafmagns ContracUng — AUm- lcyns rafmaoMndhöJd Meld oo vtd þau pert — Eo •«! Moffat op McClary Eldavélar oo heft þmr Ul sýnia d verkMtœði nUnu. « 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson's byggingin vlB Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Helma.: 27 28* Verkst. Tals.: Hehna Tala.: 28 383 29 384 G. L. STEPHENSON PLTTMBER AUskonar rafmagnsAhöld, svo smn straujárn, víra, allar tegundlr *í glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME 8T. Tals. 2.4 153 NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. íslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir l:>-gsta verð. Pantanir afgreiddar bæ(M fljótt og vel. FJölbrejrtt úrval Ilrein og Upur viðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpec. Pbone: 34 298

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.