Lögberg - 16.12.1926, Síða 4
Bls. 12
LöGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926
Stórglœp-aldái Bandaríkjanna.
Eftir Dr. Th. Thordarson.
í Bandaríkjunum er nú ekkert, er veldur alraent
meiri áhyggju, en sá óaldarflokkur, sem nú er risinn
upp hjá þjóðinni og fer sí-vaxandi ár frá ári. Það
er víst, að fjöldi manna hefir myndað ýms leynifé-
lög, er 1‘ifa að mestu eða öllu leyti á glæpaverkum,
og sá flokkur manna er orðinn skaðlegt átumein á
líkama þjóðfélagsins.
Sú var tíðin, að Bandaríkjaþjóðin var talin með
löghlýðnustu þjóðum hins mentaða heims, og hafði
fátt af spillvirkjum að segja. Svo var það til ársins
1850, og nokkru lengur. Það ár voru að eins 7,000
fangar í öllum fangelsum landsins, en nú eru að
minsta kost'i 350,000 karlar og konur, sem lifa að
mestu eða öllu leyti af glæpum og hermdarverkum
þar í landi. Hagfræðiskýrslur Bandaríkjanna sýna,
að árið 1900 voru myrtir 2.1 af hverjum 100,000 íbú-
anna; árið,1915, 7 af hverjum 100,000; árið 1924, 8.5
af hverjum 100,000, og á þessu ári (1926) er talið, að
11 af hverjum 100,000 muni myrtir áður lýkur. — Á
Englandi voru árið 1920 að eins 0.8, 1921 0.7,# 1922
0.5 og 1923 0.6 morð framin meðal hverra 100,000
íbúa. Munurinn á þessum og öðrum glæpaverkum
meðal þessara tveggja frændþjóða er svo mikill, að
undrum sætir.
Méðal Evrópuþjóða er engin, sem' jafnast við
Bandaríkin í glæpaverkum. Þar eru ítalir lang-
verstir, en í morðum hafa þeir komist hæst 7.5 af
hverjum 100,000 árið 1921; síðan hefir sú tala lækk-
að mjög, og hin siðustu árin hafa þeir ekki komist í
hálfkvisti við Bandaríkjamenn í neinum glæpaverk-
um. — Þjófnaður og rán fylgir vanalega og er aðal-
orsök flestra morða í þessu landi. Af því leiðir, að
fjártjónið sem glæpunum veldur, er gífurlegt, og
eftir áætlun þeirra, er kunnastir eru þessum málum,
var alt það f.iártjón og kostnaður, er glæpamenn
valda hér í landi, ekki minni en tíu þúsund miljónir
dollara árið sem leið.
Ekki alls fyrir löngu rituðu tveir merkir rithöf-
undar á íslandi nokkrar fremur ómerkar deilugyein-
ar um ýmislegt, er þeim bar á milli. Meðal annars
ræddu þeir um meðferð á illræðismönnum og lag^f
brjótum, og sá ,sem hélt uppi vörn fyrir þeirra mál-
stað, vitnaði til Bandaríkjanna og komst svo að orði:
“Eg hugsa til Bandaríkjanna. Þar er nú svo
mikið af glæpum, að þjóðina hryllir við.” Þetta er
nokkuð nærri sanni! En svo bætir hann við; “Ekki
er þetta fyrir vorkunnsemi eða refsingarskort.
Glæpamennirnir eru líflátnir, ef í þá næst. Og al-
menningur manna stendur á öndinni eftir því, að fá
illræðismönnunum refsað.”
Þetta er alveg þveröfugt við hið sanna. Hafði
þó höfundur þessara orða þá fyrir skemstu, er hann
ritaði þau, dvalið langvístum hér vestan hafs, og var
honum því engin vorkunn ^ð vita hið sanna, ef hann
hefði nokkuð reynt að kynna sér málefnið. — Sann-
leikurinn er sá, að vorkunnsemi og refsingarskortur
er einmitt það, sem nú ræður mestu 1 meðferð þjóð-
arinnar á glæpamönnum, og almenningur gerir sér
lítið far um að fá illræðismönnum refsað. Þeir eru
oft og einatt ekki handsamaðir, og þegar þeir eru
teknir, og leiddir fyrir lög og rétt, þá er málsókninni
hagað svo, að flestu er snúið þeim í hag, og mál-
sækjanda af hálfu ríkisins er gert í flestu erfiðara
fyrir en verjanda glæpamannsins. Málin eru þvæld
með öllum þeim brögðum, er lítt vandaðir lögmenn
geta fceitt, dregin á langinn sem mest, og þeim er
skotið frá einum dómstóli til annars, unz allur áhugi
fyrir þeim dofnar, vitnum fækkar og málsóknin
verður lítið annað en nafnið eitt, og loksins er glæpa-
maðurinn sýknaður eða fær vægan dóm, fangelsis-
vist, sem er honum engin hegning.
í flestum ríkjum Bandaríkjanna er dauðadómur
lögleiddur fyrir morð; þau ríkin, sem hafa dauða-
dóm úr lögum numið, eru: Arizona, Kansas, Maine,
Michigan, Minnesota, North Dakota, Oregon, Rhode
Island, South Dakota, Colorado, Iowa, Washington
og Wisconsin. í öllum öðrum ríkjum Bandarikjanna
er dauðadómur fyrir morð lögleiddur. En þess ber að
gæta, að í flestum þei>i ríkjum er það lagaákvæði Iit-
ið meira en dauður bókstafur. Því er sjaldan fram-
fylgt, en fangelsisvist eða sýknun dæmd í þess stað.
Það sem hér ræður mestu, eru ekki lögin, heldur
hugsunarháttur almennings. Mikill fjöldi manna
o# kvenna í Bandarikjunum, eða að minsta kosti sá
hluti þeirra, er mest lætur til sín taka í þessum
málum, er algerlega mótfallinn dauðahegningu fyrir
nokkurn glæp, telur hana óhæfa grimd, villidýrseðl-
inu samboðna, en siðuðum þjóðum hina mestu smán.
Glæpamaðurinn er í þeirra augum ekkert annað en
brjóstumkennanlegur ólánsmaður, í raun og veru
eins góður og hver heiðarlegur meðlimur þjóðfélags-
ins, en hefir ratað í raunir, og tældur af illum fé-
lagsskap loks lent í það ólán, að fremja glæp. Þá
er að þeirra hyggju sjálfsagt ranglátt að leggja
þunga líkamlega refsingu á slíkan mann, það sem
þarf er góð aðhlynning og kærleikshót, til þess að
gera hann að nýjum og betri manni. Því er sjálf-
sagt að sýkna hann eða gefa honum fangelsisvist í
stað dauðadóms. Að nafninu til er þá glæpamaður-
inn vanalega dæmdur í æfilangt fangelsi, en í raun
og veru er þeim dómi sjaldan fullnægt. Ef hann
lifir til lengdar, er honum vanalega slept lausum
eftir fáein ár, ef hann hefir vini eða vandamenn, er
dálítið vilja í kostnað leggja til þess að fá hann
lausan látinn. Eins og eðlilegt er, reyph þessir
brjóstgóðu vinir glæpamannanna einnig að sjá um
það, að vel fari um þá, og þeim líði vel meðan þeir
dvelja í fangelsinu, og að þeim takist það kærleiks-
verk mætavel, um það ber raunin vitni. Flest eða
öll hin stærri fangelsi Bandaríkjanna eru þannig
gerð, að þess er gætt að þeir, sem þar eiga Vist, njóti
sem flestra nýtízkuþæginda. Rúmgóð herbergi með
öllum nauðsynlegum innanstokksmunum, nægum
hita, góðu lofti og sólarljósi, ef þess er kostur, heitt
og kalt vatn og böð, verða allir fangar nú að hafa.
Fæða þeirra er margbreytt, holl og nóg. Vinnan oft-
ast létt og holl líkamshreyfing, og vinnutíminn vana-
lega ekki lengri en sex klukkustundir á dag. Hve-
nær sem þeir fá einþvern kvilla, er læknir við hend-
ina, og fyrir alvarlegri sjúkdóma fá þeir góða spítala
vist. Gleraugu eru þeim gefin, hve nær sem sjón-
in deprast, og tannlæknar gæta þess, að gera tíman-
lega við allar skemdar tönnur, svo tannnfna þjáir
þá ekki. Ekki er því heldur gleymt, að þeir þarfnast
skemtana sér til dægrastyttingar, eins og aðrir
menn. Þeir fá nógar bækur, blöð og tímarit. ef þeir
vilja lesa. Ræðumenn, söngvarar og leikarar skemta
þefm við og við, og kvikmyndir fá þeir að sjá einu
sinni eða tvisvar í viku og stundum oftar. Tóbak
fá þeir nóg; en satt er það, að “cigarettur” fá þeir
ekki að reykja nema um miðdag og á kvöldin.
Bersýnilega er fangelsisvistin undir þessum
lífskjörum ekki nein hegning fyrir stórglæpi. Það
er víst, að mikill meiri hluti glæpamanna í Banda-
ríkjunum lifa við meiri þægindi í fangelsi, en þeir
geta veitt sér sjálfir, er þeir ganga sem frjálsir
menn. Hið helzta, sem þeir geta að fangelsisvist
fundið, er það, að þeir tefjast um stund frá atvinnu
sinni, sem er sú að fremja glæpaverk, en svo læra
þeir oft hver af öðrum 1 fangelsinu ýmislegt viðvikj-
andi því starfi sínu, og það þykir þeim töluverð bót
í máli.
Um hina smærri afbrotamenn er öðru máli að
gegna, þeir eru margir heíðarlegir menn, "þó þeim
verði það á að brjóta lög, oft og einatt, og þeim þyk-
ir fangelsisviet ill og hin mesta smán, og fyrir þá
er sú hegning oft of hörð og óréttlát.
Hins vegar hafa stórglæpamenn engan læyg af
fangelsisvist, stæra sig oft af henni, eftir að þeir
verða lausir, og verða meiri Jietjur eftir en áður í
augum stallbræðra sinna, sem oft fagna þeim opin-
berlega, er þeir koma heim aftur úr fangelsinu.
Eitt af því, sem mest veldur vorkunnsemi al-
mennings við glæpamenn, er sú skoðun, að þeir séu
siðferðislega og andlega, að eðlisfari, svo annmark-
aðir, að þeir geti ekki borið ábyrgð verka sinna.
Þetta er bygt á rannsóknmn þeirra ma> na, er r.efn-
ast sálarfræðingar. Þeir þykjast háfa uppgötvað
ýms tákn og merki, er sýni ótvírætt sálarástand
mannsins, andlega hæfileika hans og annmarka, og
þeir nefna þessa fræði sína glæpafræði.
Helzti spámaður og forsprakki glæpafræðinnar
var hinn frægj Gyðingur, Cesare Lombroso á ítalíu.
Hann ruddi til rúms þeirri kenningu, að allir glæpa-
menn væru siðferðislega ábyrgðarlausir vesalingar,
með þeim annmarka fæddir, gætu engum freisting-
um viðnám veitt, en bærust stjórnlaust með straumn-
um eins og brotið skipsflak á ólgusjó lífsins; þeir
væru því óbyrgðarlausir og aumkunarverðir, og
hegningu skyldi aldrei beita við þá, en hafa mætti
þá í haldi, til að aftra þeim frá hermdarverkum
þeim, er þeir eðlilega mundu fremja, ef þeir gengju
lausir.
Nú eru um fjörutíu ár liðin síðan þetta gerðist;
en árið 1903 tók sig til læknir einn á Englandi, Char-
les Goring, og hóf sjálfstæða rannsókn til þess að
fá vissu fyrir því, hvað hæft væri í kenningu Lam-
broso’s. Goring var sjálfur skarpskygn vísindamað-
ur, og hann fékk í lið með sér nokkra meðal hinna
beztu lækna á Englandi. Þeir fóru í fangelsin og
skoðuðu 3,000 sakamenn, mældu þá og prófuðu ná-
kvæmlega samkvæmt þeirri aðferð, er Lombroso
hafði,, og fundu þar hin sömu sérkenni og galla, til-
tölulega í sömu hlutföllum og ítalinn hafði fundið
meðal samskonar sakamanna þar í landi. Alt stóð
þar heima, eins og Lombroso hafði kent. Lengra
iiaxui L/uinuiuðu eivn.i lurio
lendingurinn lét ekki þar við sitja, hann þurfti frei
ari sannana, og nú tók hann næst til rannsóknar þa
sem fangelsum var fjarstæðast, háskólana á Enj
Iandi. Hann fór með félögum sínum' til Oxford o
Cambridge, og því næst til háskólans í Edinburgl
Þeir skoðuðu alls 3.,000 stúdenta í háskólum þessun
og höfðu í öllu nákvæmlega hina sömu aðferð o
þeir áður höfðu haft við fangana; árangurinn var s
að undrum þótti sæta; meðal stúdentanna á æðst
skólum Bretaveldis fundu þeir alt það, er Lon
broso taldi sérkenni sakamanna, fyllilega eins a
ment og þeir áður höfðu fundið það meðal fangann
Kenning Lombroso’s var dæmd marklaus og einski
virði. En rannsóknir Gorings og félaga hans vor
birtar í enskum stjórnarskýrslum; lítið var um þa
ritað og þær eru þess vegna fáum kunnar. Hir
vegar hafði Lombroso ritað ósköpin öll, rithátti
hans var oft snildarlegur, og kenningin nýstárlej
og almenningur gleypti við ritum hans, og þau flug
út um allan þinn mentaða heim, og kenning þeirr
lifir enn þann dag í dag eins og ekkert hefði ísko;
ist, og er nú í mestum blóma á ítalíu, og I Bandarík
unum hin öruggasta hjálparhella stórglæpamanna!
Ef verjendur glæpamannsins hafa nóg fé frai
að leggja, þá geta þeir alt af fengið einhverja sálai
fræðinga til þess að sýna það með óskiljanlegui
sérfræðingasönnunum, að' glæpamaðurinn sé si?
ferðislega og andlega svo lamaður, að hann ge1
enga ábyrgð borið verka sinna. Fyrir rétti er vitr
ísburður þessara fræðimanna oft svo fáránlegur, a
hann er litið eða ekki tekinn til greina. Að því leyl
hefir þessi kenning fremur lítil áhrif. En hún hefi
læst sig svo inn í hug og hjörtu almennings, að þa
þroast su vorkunnseml og meðkend með glæpamönr
um, sem mestu ræður um tilveru þeirra og stari
semi (Sá rangsnúni hugsunarháttur grefur alla
grundvoll undan refsingarvaldi laganna, en glæpi
fara i voxt og íllræðismönnum fjölgar dag frá deg
ÞvflItiS er að ðttast. feir hafaatvial seíe
mikiu lettari en heiðarleg erfiðisvinna og oftas
miklu vænlegri til féfanga.
Mikið er um það rætt og ritað, hver áhrif dauð£
egning hafi á tilveru stórglæpamanna. Margir er
þezrri hegningu algerlega mótfallnir, eins og sag
er her að framan; en þeir eru Iíka margir, og meða
Þezrra flestzr dómarar og helztu málafærslumem
þjoðannnar er halda því fram, að hún og aðrar Iík
amlegar refsingar sé hið eina, sem forhertir glæpa
menn ottzst og taki alvarlega til íhugunar. Því ti
sonnunar taka þeir til samanburðar þær þjóðir sen
ofhinsaUðahTÍn" ,ÖggÍIda °g framfylgja henni
inmz örl”gar Þær’ SCm annað hvort hafa dauðahegn
mí?t i ?Uk nUmÍð’ Cða bCÍta henni sJ‘a,dan Þó lög
mætt se, og þa eru oftast England og Canada tekzí
til samanburðar við Bandaríkin. Á Englandi er
um tÍltÖ1U,ega Sjald^f- í Lundán
m, með átta mzljónum íbúa, voru t d árið 192,
af’ránsmönnunfeðaTþeíin ,'eeirr“
Syi-paður þessu verður samanburðurinn á öðr
um stoðum meðal þessara tveggja þjóða, og þó öllc
meirz munur sumstaðar, því að á Englandi eru flesl
njrð unnzn z Lundúnum, en í Bandaríkjunum eru
aðrar borgzr verri í þessu efni en New York t d
Chzcago og Detroit, sem er þeirra verst. Árið 1924
voru í Detroít, sem þá hafði nálægt einni mS
zbua fi-amm 163 morð og 615 rán. _ Sama árið voru
oronto, sem hefir rúmlega 600,000 íbúa fjögur
morð 0g 44 rán framin. Canada hefir hegningaíög
að mestu hzn sömu og England; hengir mrðinL og
zð aðr Trnn,e,n 1 Michi«an Það úr lögunfnum-
að Izflata nokkurn glæpamann eða beita neinni
líkamlegrí refsing við nokkurn fanga. Flestir
þeir, er bezt þekkja glæpamenn, segja, að lífláti næst
óttist þeir ekkert eins og hýðingu, og henni er ópsart
beitt við þá í Canada og á Englandi fyrir rán og aðra
stórglæpi, sem dauðadómur er ekki við lagður. í*
Canada er tala glæpamanna tiltölulega nálægt því,
sem hún er á Englandi, og margfalt lægri en hún er
í Bandaríkjunum.
Delaware er hið eina ríki Bandaríkjanna, er læt-
ur hýða glæpamenn, og það er margreynt, að þeir
forðast það litla ríki eins og heitan eld. Það er ekki
sársaukinn einn, sem gerir hýðinguna ægilega í
augum glæpamanna. Hún er hin eina hegning, er
þeim þykir smánarleg. Hún tekur úr þeim allan
mesta gorgeirinn, þeir missa alla virðingu stall-
bræðra sinna, og eru einskis virtir, er þeir koma aft-
ur í þeirra hóp eftir hýðinguna. Þetta hefir reynsl-
an margsinnis sýnt, en þó er sú skoðun almenn mjög
í Bandaríkjunum, að hýðing sé svívirðileg grimdar-
refsing, mest til skammar þeim, er henni beita.
Ósagt skal látið, hver hegning og meðferð mála sé
hæfilegust og áhrifamest til þess að útrýma glæpa-
mönnum og öðrum bezt til varúðar að fylla þeirra
flokk. Um það hefir verið deilt frá fyrstu tímum
mannfélagsihs til þessa dags, og verður enn, til
þeirrar stundar, er það líður undir lok. Úrræðin
eru ýms og breytast eftir tíma og staðháttum. Eng-
ar verulegar bætur eru á því ráðnai»í neinu þjóðfé-
lagi fyr en meiri hluti allra meðlima tekur í taum-
ana og gerir glæpamanninn æalandi. Það hefir oft
átt sér stað í borgum og bæjum Bandaríkjanna, að
glæpamenn hafa vaðið svo uppi, að ekki þótti við
vært þá hafa borgarbúar risið upp sem einn maður
gegn illræðismönnunum, gripið þá hvar sem þeir
náðust og refsað þeim harðlega, en allir þeirra liðs-
menn hafa horfið á svipstundu, eins og slegnir af
töfrasprota. En heil stór þjóð getur naumast orðið
svo samtaka eða þarf a. m. k. langan tíma því til
undirbúnings. Eins og nú horfir við í Bandaríkjun-
um, eru engar líkur til að breyting verði til batnaðar
í þessu máli. Hins er heldur að vænta, að glæpaalda
sú, sem nú er risin, vaxi enn um stund, og verði ekki
brotin á bak aftur fyr en hún gerist svo ægileg, að
þjóðin sjái, að hún ætli alt að gleypa. Méðan þjóð-
in heldur hlífiskildi yfir glæpamönnum, eins og hún
gerir nú, þá má eiga víst að þeir magnast við hvern
glæp og þeim fjölgar dag frá degi. En þetta er ekki
einsdæmi.- Flestar eða allar stórþjóðir heimsins
hafa fyr eða síðar, og sumar oftar en einu sinni, orð-
lið að ganga gegnum þess konar hreinsunareld; enda
við íslendingar — allra þjóða minstir — höfum haft
okkar sturlungaöld, er okkur reið því nær að fullu.
Til þess eru einnig miklar líkur, að vér, Vestur-
íslendingar, séum Bandamönnum mjög samhuga um
meðferð á glæpamönnum. Það var nú fyrir skemstu,
og mun mörgum enn í fersku minni, að skorað var á
Vestur-íslendinga að gefa fé til þess að frelsa ís-
lenzkan glæpamann frá gálganum. Áskoranir hafa
oft borist þeim fyr og síðar, um fjárstyk til nauð-
synlegra fyrirtækja, eða til hjálpar heiðarlegum
þurfamönnum, en aldrei hafa undirtektir verið neitt
svipaðar því, er þær voru að þessu sinni. Méira fé
eafnaðist, og, miklu fleiri lögðu til nokkurn skerf,
en annars eru dæmi til meðal Vestur-lslendinga, og
alt gerðist það á örstuttum tíma. Hið sama hefði vel
getað átt sér stað hér og hvar meðal Bandamanna.
Þess konar telja margir hin mestu kærleiksverk. Um
það tjáir ekki að deila. En hitt má fullyrða, að þegar
brjóstgæðin láta mest til sín taka, þar sem glæpa-
menn eiga hlut að máli, þá er ekki alt með feldu í
þjóðfélaginu.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limjted
Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Hættur ferðalagsins
pYRRUM reiddi ferða-
A maðurinn sig á sverð sitt
og byssu til að varðveita pen-
inga sína. Nú notar Kann
Travellers’ Cheques.
Aður en þérfariðí ferðalag, þá
skiftið peningumyðar fyrir
Travellers’ Cheques hjá
einhverri af deildum
The Royal Bank
of Canada
(11111111111M111111111111111i1111111111111111111111111111111111111111111111111111.IIIIi111111111
I D.D.Wood&Sons {
selja allar beztu tegundir
KOLA
= tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til E
= almennings beztu tegunciir eldsneytis, frá voruYard E
| Horni Ro ss Avenue og Arlington Strœtis =
= Pantið frá oss til reynslvFnú þegar. =
( Phone 87 308 I
= 3 símalínur =
* u 111 m 1111 m 1111111:1111111111111111 n 111111111111111 > 11111111111:1111 m 111111111111111111 ■ ■ 1111111 f?
Kveðjuljóð.
(Orkt við fregn um lát druknaðra æskuvina.)
Grátperlum rignir; heiman yfir hafið
harmdjúpar stunur flytur blærinn kaldi;
sólarlaus dagur — evart er skuggakafið,
sveipað er landið bleiku mjallar-tjaldi.
Fegurstu rósir fölar undlir snævi,
fornvinir kærstir lík í djúpum sævi.
Nærri er höggvið, hnignir bernskuvinir;
hugar-þrek brestur, örðugt strengi’ að knýja.
Skarð er í sveit, þar féllu fagrir hlynir,
framarla’ í hópi sona tímans nýja.
Viildi’ eg að ísland ætti gnægðir slíkra,
ötulla, góðra drengja, kostaríkra.
Falla oss tár, er feysknir stofnar hníga,
fyrri er sveitar bezta voru prýði;
mæddum frá barmi stunur þungar stíga,
stórfelt er tap þá kveðið vorum lýði.
Sárast er þó, er kjarna-kvisti yngsta
kaldríðrið nístir *— æfiraunin þyngsta.
Skil eg því glögt, hve sviða- djúpt er -sárið,
sorgmæddu hjarta langar verða stundir,
svefnvana nætur, dagur einn sem árið,
er þá ei neinn, sem græðir slíkar undir?
Meistarans lífsorð glitrar gröfum yfir:
“Grát eígi, kona, son þinn dáinn lifir.”
“Grát eigi” hvíslar blær, er blómin ungu
blíðlega strýkur, ný með hverju vori;
“grát eigi”, mælir geisli, er skýin þungu
greiðlega klýfur, sumar hans í spori;
“grát eigi” er letrað ljóst í himinstjörnum,
lifandi máli, huggun jarðar börnum.
‘ Hvort mun sá guð, er fugla loftsins fæðir,
fellir ei nokkurt strá úr hendi sinni,
hann, sem í litskrúð fegurst liljur klæðir,
lífgar úr vetrar-dauða jarðar-kynni;
hvort mun hann nokkurt líf manns týnast láta?
Ljós er oss kveikt og ráðin dýpsta gáta.
i
Horf þú með von mót himni morgunbjörtum,
hækkandi dagur rís í austurvegi;
leysir úr fjötrum, lífgar blóm í hjörtum,
langeldar vorsins blika’ á strönd og legi.
Kvisturinn ungi’, er fyrri fenti yfir,
fegurstu laufum skrýðist, grær, og lifir.
Vinirnir lifa, þökkum Ijúft og lengi
líf þeirra allra — gleði-bjarta daga.
Minningar blíðar hræra hjartans strengi,
hugar í djúp er rituð þeirra saga.
-Samherjar dyggir! sæmd er slíka’ að harma,
sveitinni gæfa, nöfnin vefjast bjarma.
Richard Beck.
.......................
(KOL! KOL! KOL!|
I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS I
I DRUMHELLER COKE HARD LUMP i
Ihos. Jackson & Sons
COAL—COKE—WOOD
370 Colony Street
Eigið Talsímakerfi: 37 021
i POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR 1
| LUMP COAL CREEK VIDUR |
ÍÍiiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmE
A
Weslern
Q'iristmas-
CALGARY
BEER
Bjór sem hefir orðstír.
Til þess að geta notið jólanna, eins og í
gamla daga, þarf auðvitað þennan gamla
og góða drykk.
í meira en 25 ár hefir Calgai*y Beer
sómt sér vel á jólaborðunum í Vestur-
Canada. Á jólunum er ekkert vinsælla en-
hann, að undanteknu jólatrénu.
Calgary Brewing and Malting Co.
Calgary Limited Canada