Lögberg - 16.12.1926, Page 6

Lögberg - 16.12.1926, Page 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926 Bls. 14 Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höfwnd. Þegar eg raknaði við aftur, sá eg fyrst and- lit ráðskonunnar, hún hmt niður að mér og laug- aði gagnaugu mín í ediki; höfði mínu hafði hún lyft upp og smokkað sessu undir það. “En hvað þér eruð góðar og vingjarnlegar við mig.” “Það er ekki þess vert að minnast á það. Eg hélt að það væri ekki nauðsynlegt að kalla á hjálp, og gefa með því öllu heimilisfólkinu nóg til að tala um'. Þér megið ætla, að það sé loft- breytingin og afleiðing ferðarinnar, sem orsak- ar þetta. Þér virðist yfirleitt vera fremur við- kvæm. ’ ’ Hún fylgdi mér inn í svefnherbergi mitt, og þar reyndi eg að jafna mig, með því að lauga andlit og handleggi í köldu vatni. “'Svona, nú er þetta eflaust nóg,” sagði vin- gjarnlega konan, “þér lítið nú út eins og drukn- uð mús. — Sko, þetta mistuð þér áðan, þegar eg hjálpaði til að losa stangaboliíin. ” Þetta var myndanisti, þar sem eg geymdi mynd mannsins míns og drengsins okkar, og auk hárlokks af Richard, geymdi eg þar gift- ingarhringinn minn líka. Það var stórt og fyr- irferðarmikið nisti, svo menn gátu strax séð, að í )>ví var geymsluhólf; sérhver kona með dá- lítilli lífsrejTislu,. hefði getið^ sé til, að það geymdi leyndarinál, og roðinn, sem klæddi kinn- ar mínar, þegar hún rétti mér það, hlaut að staðfesta slíkan grun, hafi hann annars kvikn- að hjá henni. “Þér þurfið ekki að vera hræddar við mig, góða bam, eg kann að geyma leyndarmál,” sagði þessi góða ráðskona huggandi. “Svona, nú getið þér hiklaust látið frúna sjá yður, því að nú eruð þér orðnar fjörlegar aftur.” Eg gekk nokkurum sinnum fram og aftur á hjallanum fyrir utan, og þegar frú Lynwood kom, var eg orðin fær um að gegna skyldum mínum, svo engan grunaði hvað fyrir mig hafði komið. Eg var mjög glöð yfir þeim fremur ró- legu dögum, sem í vændum voru. Eg sagði við sjálfa mig, að eg hyti að vera mjög taugaveik, fyrst eg lét ímyndunarafl mitt narra mig, því annað en hugsjónasmíðar gat þetta með mann- inn minn ekki verið, og eg var ráðskonunni mjög- þakklát fvrir )>að, að hún hélt yfirliði mínu leyndu. Eg neytti járndropa og kínin, ge'kk langar göngur og skrifaði Richard, hr. Stewart og ógiftu systur minni í Warwick. Hin systir mín, sem var búin að vera gift í mörg ár, bjó í Nottingham. Systur minni í Warwiek sagði eg hvernig mér hefði gengið, og að eg hefði tekið stöðu undir öðru nafni en mínu, og að eg hefði komi drengnum mínum fyrir í fæðissöluskóla, þar sem eg bað hana að heimsækja hann við og . -ð Veðrið var ágætt og og eyddi miklu af tím- anum á hjallanum við hafið, þar sem eg hafði valið mér inndælan krók, er eg seinna skoðaði sem eign mína. Frú Flemming, ráðskonan, var mér mjög vingjarnleg, og þannig leið tíminn til miðvikudags, og þann dag komu gestirnir og hjónin aftur, alt ánægjulegt. Frú Lynwood hafði skergt sér vel, og var fjörleg og blómstr- andi. Heimkoma hennar fékk mér mikið að gera, svo eg fékk engan tíma til að koma inn í samkvæmissalina. Frú Lynwood hafði 'komið með sjávarjurtir og þangtegundir, sem hún ætl- aði að senda móður sinni; það varð að búa um þær undir eins, þar eð Lynwood ofursti, sem ætlaði af stað daginn eftir með gestum sínum, hafði lofað að taka þær með sér. Eg var næst- um búin að búa um jurtimar, þegar eg sá að mig skorti viðarkvoðu; eg hafði séð glas með viðarkvoðu í litlu fornmenjaskríni í dagstofu frú Lynwoods, og fór þangað til að sækja það. Eg fann það strax, en rautt hvlki, sem lá hjá glasinu, vakti eftirtekt mína. Án þess að hugsa um hvað eg gerði, opnaði eg það. Eg sá mynd af manni, sama manninum, sem hafði vakið eft- irtekt mína í Hartley 'Street — þessi mynd var af manni mínum, á því var enginn efi.' Hvað þýddi þettaf Þekti frúin hannf Það hlaut hún að gera, fyrst myndin lians var hér. Voru þau af sömu ætt? Jjjí, auðvitað — ]>að var ráðning gátunnar. Ef til vill systkinabömf Ef það ætti sér stað, hlyti frú Flemming að þekkja hann, og þá mundi hún einnig þekkja myndina í nistinu mínu — það var því áríðandi, að hún fengi ekki að sjá hana. Og ef það væri tilfellið, að hann væri skvldur frú Lynwood þá hafði eg að líkindum heyrt rétt, hann gat þá hafa verið hér, daginn áður en gestirnir fóru. En hvar var hann þá núna? Eg lagði myndina á sama stað og fór til vinnu minnar. Ósjálfrátt lauk eg við liana; hug- ur rninn var annars staðar. Hvernig átti eg að fá þessa gátu ráðnaf Ef eg mintist á þetta við frú Lynwood, mundi foiwitni hennar um mína liðnu æfi vakna; að eins hugsunin um, a.ð ein- hver vildi rannsaka mína liðnu æfi, kom tárun- um út í augum mínum, þó eg ætti að hafa of mikla sjálfsvirðingu til þess, að gráta yfir henni. Nei, eg inátti ekki sjálf koma upp um mig, eg varð að þegja, rannsaka og beita at- hygli minni. Þegar eg var búin að jafna mig, fór eg með sjávarjurtirnar ofan í viðtalsstofu frúarinnar. Um leið og eg gekk upp aftur til herbergis míns, heyrði eg rödd hennar niðri { stiganum: “Eg er þreytt núna, en er þér þakklát fyrir að þú afsakaðir mig við gestina, góði Frits. ” Það var þá maður hennar, sem fylgdi henni. Þegar hún kom inn í herbergið, æpti hún dálítið af gleði yfir að sjá fyrirkomulag sjávar- jurtanna. ^ “Sjáðu, Frits, er þetta ekki fallega gert? Það er ungfrú Sedwick, sem hefir búið um þær fyrir mig.” “Jú,” svaraði rödd, sem mer var svo vel kunn, “eg hefi tekið eftir sama snildarlega feg- urðarvitinu í fyrirkomulagi blómavöndlanna í dagstofunni. Það hlýtur að vera ánægjulegt 'að kynnast lienni; mig furðar ekki, að þér þykir vænt um hana; þú ættir að kynna mig henni, elskan mín.” En þau áhrif, sem síðustu orðin höfðu á mig. Var það mögulegt, að það væri eiginmaður minn, sem talaði þau? Hann kallaði.hana “elsk- una sína”. Það gat því ekki verið hann. Og þó — það var rómur hans. Eg varð að harka af mér og læra að gleyma. Þau töluðu meira saman, en eg skildi þau ekki. Blóðið sauð í æð- um mínum, suða var fyrir eyrunum; eg varð að fara út undir bert loft,,eg varð að líta upp til stjarnanna—ó, þær raintu mig á eiðana og hina glötuðu ást hans. 0g svo lifnuðu hjá mér aðrar endurminn- ingar — eiður, sem eg hafði svarið, loforð, sem eg hafði gefið, orð, sem eg hafði nefnt, orð, sem eg fann að. varð að hafa gildi, orðið “hefnd”. Ef maðurinn þarna niðri væri hann — hann, sem hafði gert mig svo ósegjanlega ógæfusama, hann, sem var faðir sonar míns, indæla drengs- ins míns. Drenginn, hann átti eg; faðirinn .skyldi aldrei fá að sjá liann aftur; þeirri á- • nægju að eiga hann, skyldu engin föðurréttindi ræna mig. Eg reikaði til herbergis míns, knéféll við rúmið, fól höfuðið í koddanum og grét, grét eins og hjarta mitt ætlaði að springa. En með tár- unum kom ró í huga minn, og eg fór að hugsa skynsamlegar um ásigkomulagið. Ef mér hefði nú skjátlað; menn hafa áður orðið þess varir, að raddir voru mjög líkar, og eg var í æstu skapi yfir litlu myndinni. Mér fanst óhugsandi að nokkur maður gæti verið svo vondur, að blekkja og svíkja jafn engilhreina persónu og frúna mína. Neyðin, eða hverjar aðrar kring- umstæður, sem átt höfðu sér stað, gátu auðvit- að þvingað hann til að yfirgefa mig; en svo vondur, að hann skyldi tæla aðra konu í viðbót, og það aðra eins konu og hana — nei„ það var ólíklegt. Maðurinn minn hlaut að vera dáinn — það hafði eg haldið í mörg ár; alt þetta nýja hafði truflað'hugsunarhátt minn, og látið mig sjá sýnir um albjartan dag. Nú skildi eg það, það var ekki frú Lynwood, sem var í ætt víð manninn minn, heldur ofurstinn, þaðan átti raddlíkingin rót sína að rekja — þannig hlaut það að vera. Skyldi ofurstinn líkjast manni mínum að ytra áliti líka? ,'Ætli eg geti séð þá líkingu? Eg hafði heyrt, að systkinasynir gætu líkst hver öðrum eins og bræður, já, meira en þeir alloft gera. Það var hin eðilegasta skýr- ing að myndin, sem eg sá, væri af ofurstanum, og að hann líktist Frits. Hvað átti eg nú að gera, til þess að fá enda á þessari óvissu? Ef eg stæði gagnvart voðalegri uppgötvun, varð eg að biðja forsjónina að gefa mér hið nauð- synlega hugrekki á úrslita augnablikinu. Dyrunum ])ar úti var lokið upp og lokað Á.lkunnug rödd söng úti í ganginum gaman- vísu, og benti viðkvæði hennar á óstöðugleika ástarinnar. En það háð gagnvart tilfinningum mínum. Nei, þetta ásigkomulag verður að enda — eg verð að sjá þenna mann, ef eg á ekki að verða brjáluð. Eg ætlaði að þjóta ofan stigann á eft- ir honum, þegaí herbergisþernan stöðvaði mig. Hún kom með boð frá frúnni, að koma ofan til sín núna, meðan hún hefði tíma til að þakka mér fyrir jurta umbúninginn. Þar varð eg að sitja og láta sem ekkert væri að, um langan tíma og svo fékk eg a vita, að ofurstinn væri { billi- ardsalnum hjá gestunum. Þolinmæði — á morgun kemur aftur dagur. Bíða, bíða og atliuga. Eg fór snemma á fætur morguninn eftir, á- kveðin í þW að nota fyrsta tækifærið til að sjá húsbóndann. Það var eitthvað einkennilegt við það líka, að eg hafði nú verið langan tíma á þessu lieimili, án þess að þekkja þann mann, sem var húsbóndi þess. Meðan eg neytti morgunverðár, sagði eg eins og í hugsunarleysi við frú Flemming: * “Mig langar til að sjá ofurstann í dag, áð- ur en hann leggur af stað í ferðina; eg er for- vitin eftir að sjá þann mann, sem frúin talar svo oft um, Hvernig veitir mér hægast að gera það?” “Það er mjög auðvelt, ungfrú. Hann reyk- ir ávalt vindil í vetrargarðinum eftir morgun- verð — eg heyri til hans núna þar niðri, takið þér skæii og litlu körfuna þarna, gangið inn í garðinn að sunnanverðu og klippið blóm, þá getið þér kiklaust veitt honum eftirtekt.” óþolinmæði ríkti í huga mínum; eg reyndi eins vel og eg gat, að halda taugum mínum og hugsunum í skefjum, til þess að vera fær um að mæta því, sem nú kæmi fyrir. Eg fór strax að ráði frú Flemmings og lggði af stað, til þess að ná ráðning á forlagagátu minni. Eg var næstum undrandi yfir því, að það var sorg og framtíð frúar minnar, sem hafði æðsta sæti í huga mínum, fremur en mín eigin; en hvernig sem á því stóð, fékk eg ekki tíma til að greina þessar hugsanir í sundur, því eg fann lyktina af vindil blandast saman við blóma ilminn, og stóð kvr að hálfu leyti hulin bak við runnana, sem eg stóð lijá. Róleg, seingengin skref nálg- uðust mig, eg leit aftur með leynd ,og sá háan, myndarlegan mann, mjög líkan Frits að vefti. Ef það væri nú hann, hvað átti eg þá að gera? Eg fann, að eg mundi gleyma öllu því illa, sem hann hafði gert mér, og fleygja mér í faðm hans — nei, til þess hafði eg enga heimild; eg varð að endurkalla alla sjálfsvirðing mína mér til aðstoðar, vegna sonar míns. Með endurvak- inni djörfung sneri eg mér frá blómabeinum, og gekk á móti honum. Þegar eg var fáein fet frá honum, leit eg upp og á hann, talsvert hik- andi. Já, það var fallegur maður, með dökfhrokk- ið hár og módökk augu það var, ,guði sé lof, ekki maðurinn minn. Hann stóð fyrir framan mig með hattinn í hendinni, glatt, góðlegt bros lék nm varir hans, en djúp alvara var dregin bak við hið sýnilega uppgerðarbros í augnatilliti hans. Þessi maður var verður hinnar tilbiðjandi ástar frúarinnar, og mig langaði til að faðma hann að mér, svo glöð varð eg yfir því, að eg hafi látið ímyndun mína narra mig. Nú brosti eg líka, og heilsaði með því að hneigja mig. “Ungfrú Sedwick, býst eg við?” sagði hann alúðlega. “Það er óheppilegt, að mér hefir ekki gefist tækifæri til að heilsa yður fyr, mig hefir langað svo mikið til að kynnast yður.” Það voru hér um bil sömu orðin, sem eg hafði heyrt liann segja kvöldið áður, en hve rödd hans var breytt frá því í gær, eða hafði eg sjálf verið í óáreiðanlegu ásigkomulagi, fyrst eg hafði álitið þessa rödd vera mannsins míns. Það var djúp samhygðar raust, sem gaf til kynna, að eigandi hennar var góður, eðallyndur maður; en hún vakti engar endurminningar í huga mínum. “Eruð þér að tína blóm fyrir frú Lynwood?” spurði hann. “Ef svo er, verð eg að vekja at- hygli yðar á því, að hún telur ekki helíótróp meðal uppáhaldsblóma sinna, þér afsakið bend- inguna, en mér er ve^ kunnugt um sxnekk hennar.” Eg roðnaði, því hún hafði sjálf sagt mér, að helíótrópilmurinn væri of sterkur og svæf- andi fyrir hana, og eg hafði klipt blómin í liugs- unarleysi, naumast vitandi hvað eg var að gera. Eg fékk honurn því skærin, og hann valdi fall- ega blandaðan blómavönd. En hvað frú Lyn- wood varð glöð, þegar eg sagði henni seinna, að ofurstinn hefði sjálfur tínt blómin handa lienni. Við töluðum glaðlega saman, eg var orðin sem í fyrri daga, því eg var svo glöð yfir l»vi, að grunur minn reyndist rangur. Hann lét f ljós ánægju sína yfir ])ví, að frú. Lynwood hafði fengið jafn samhygðarríka stúlku, til að vera hjá sér í væntanlegu einverunni, gaf mér fáein- ar bendingar um bókmentalegan og sönglegan smekk frúarinnar, og lofaði að senda blöð, bæk- ur og sönglög frá London. “Við komum aftur fyrir jólin, ungfrú Sed- wick, þá getið þér sagt mér, htort eg hafi falið rétt. Það er satt, mér datt núna í hug, að við nemum fyrst staðar í Warwick, við ætlum að sýna hinum amerísku vinum vorum einn af beztu bæjunum á fósturlandi okkar. Þekkið þér Warwick? Er þar nokkuð annað að sjá, en gömlu höllina?” Eg sagði honum, að eg væri fædd þar, og lýsti fyrir honum hinum mörgu fallegu pláss- um í umhverfi hins litla baijar, og um hinar mörgu gæfuríku stundir, sem eg hafði dvalið þar. Var þetta óforsjálni af mér? Þessi mað- ur var svo trúmenskulegur, að gagnvart lionum gleymdi eg minni vanalegu óframfærni. ■ Eg varð þess nú vör, að klukkan var meira en tíu, bað afsökunar og hraðaði mér í burtu til frúarinnar. En hún var ekki í viðtalsstofu sinni, hún hafði farið yfir í lestrarherbergi mannsins síns, sagði stofustúlkan, og eg skammaist mín yfir því, að hafa tafið hann svo lengi frá að finna hana. Kvöldið eftir burtförina var frú Ljmwood mjög hnuggin yfir aðskilnaðinum. Eftir því sem ákveðið var, kom maður hennar ekki aftur fyr en eftir jól, þá ætlaði hann að 'koma með kaftein Barry og ungfrú Thorn aftur; yfirfor- ingi Rivers og kona hans ætluðu að dvelja um jólin hjá dóttur sinni. Eg reyndi að koma frúnni til að tala um æsku sína og foreldra, vonandi þess, að hún segði eitthvað, sem geri mér það mögulegt að spj'rja um myndina, sem eg sá í hj'lkinu. Það leit út fyrir, að hún hefði að eins séð lítið af mannlífinu áður en hún giftist, þar eð hún var alin upp við einveru f canadisku klaustri. Stuttu eftir að hún tók þátt í félagslífinu, hafði liún kynst ofursta Lymvood. Hún mætti honum í fyrsta dansleiknum, sem hún tolí þátt * í; þar var hann ásamt kaftein Barrj'. Báðir mennirnir voru nýkomnir frá Austurlöndum, þar sem Tyrkir,. sem þeir höfðu barist fvrir, veittu þeim heiðursmerki; það var auðséð á Frúnni, að ofurstinn hafði náð ást hennar strax, og að hann var sá fyrsti og síðasti, sem hún hafði élskað. Þetta fyrsta kvöld í einver- unni var mjög viðfeldið, og mér veittist sú á- nægja, að geta komið frúnni í gott skap, áður en við skildum, en forvitni minni fékk eg ekki fullnægt. Næsta vikan leið viðburðalaust. Við ókum spölkom á hverjum degi, gengum í garðinum, heimsóttum fátæka og veika, sem frúin reynd- ist hinn góði engili, og þegar vanheilsa hennar neyddi hana til að-vera inni, las eg, lék á hljóð- færi eða söng fyrir hana. Hún átti allmikil bréfaviðskifti, en öll bréf, að ofurstanum und- anteknum, lét hún mig annast, stundum eftir því, sem hún las mér fyrir, og stundum sagði hún mér að eins fljótlega frá efni bréfsins; manni sínum skrifaði hún á hverjum degi, og fék'k jafn reglulega bréf frá honuin. Heimsóknir til okkar voru næstum engar, því frúin hikaði við að þiggja l»ær á meðan of- urstinn var fjarverandi. • Er hugsanlegt, að nokkurn tíma hafi nokkur maður verið jafn- lieitt elskaður og hann. En eg áleit líka, að hann verðskuldaði það; daglega fékk eg æðri skoðun á ástúð hans. Hann enti loforð sitt mjög ná- kvæmlega um að senda okkur bækur, blöð og sönglög, því í hverri viku kom stór böggull frá London, og það var alt af úrval, sem í honum var. Einn daginn sagði bréf ofurstans frá nýrri sendingu, í bréfinu voru þessi orð: “Barry vill fá að vita, hvernig ungfrú Sed- wick geðjast að Lyttons “komandi ættir”. Hann V hefir einmitt valið þá bók hennar vegna, þar eð hann álítur hana of dularfulla fyyir þinn smekk. ’ ’ Eg sagði auðvitað, að eg væri kaptein Barry mjög ]>akklát, þar eð hann a þenna hátt tæki til- lit til míns smekLs, en mig furðaði að hann á- leit sig þekkja hann. Eg áleit að ofurstinn hefði sagt lionum frá minni áköfu vörn fyrir “Zan- oni“, sem við liöfðum minst á Tim morguninn, ‘sem eg talaði við hann. “Nær var það, sem þér töluðuð við manninn minn, ungfrú Sedwick?” spurði hún. “Morguninn, sem hann fór af stað.” “Á, eg vissi ekki að þér hefðuð talað við hann þann dag. Var það þegar hann tíndi blómavöndinn handa mér?” “Já, hann sagði mér líka frá smekkvísi yðar að ýmsu leyti, og fól yður að nokkru leyti í vernd mína.” “Eg vissi alls ekki, að þér höfðuð talað við hann,” endurtók frúin, “eg hélt að þér hefðuð fengið blómin frá öðrum. En það gleður mig —eg skal þá líka sýna yður mynd hans. Þér verðið að segja mér hvort yður finst hún lík honum. Viljið þér taka myndabókina, sem ligg- ur þarna á borðinu?” Hún opnaði hana með litlum lykli, sem hékk í keðju, er hún bar um hálsinn, og rétti mér hana. Já, það var sama, fallega andlitið, en hér sýndist hann enn fegurri, af því hann var í einkennisbúningi sínum, sem fór honum vel. Eg bar myndabókina að glugganum, til þess að geta séð mjmdina enn betur. Það var gott, að eg hafði fjarlægst frúna, því á þessu áugnabliki varð mér litið á sama andlitið og eg sá í hylkinu og á heimili yfirforingja Rivers. “ Sýnist jTður ekki, að mjmdin sé lík?” “Mjög lík. Hún er snildarlega vel gerð, eg gæti þeka hana hvar sem eg sæi hana,” sagði eg og reyndi livað eg gat að tala rólega. ‘ ‘ En hvað ofurstinn er skreyttur mörgum heiðurs- merkjum, það eru líklega tyrknesk heiðurs- merki? Maðurinn, sem situr beint á móti of- urstanum, er eins skreyttur. Er það vinur of- ursta Lymvoods?” Þannig liélt hún áfram að spauga, ón þess að taka eftir geðshræringu minni. Eg var undrandi, efandi, vonandi ástar, gröm yfir ó- trygðinni; alt þetta hélt bardaga í huga mínum, rneðan eg starði töfruð á þessa, mér svo kæru drætti. Eðlisávísun mín hafði þá ekki vilt mér sjónir, hann hafði verið í nánd við mig, verið undir sama ])aki og eg, og eg heyrt rödd hans. En hann hafði þó kallað frú Lyinvood “elskuna sína.” Það gat hann þó ekki sagt við hana. Eða hafði eð hjært rangt? Og hann kallaði sig Barrj'? Hví hafði hann skift um nafn? Og það var sagt, að hann væri ógiftúr? Var hann þá tryggur mér? En hvers vegna dvaldi hann þá hér, án þess að reyna að finna mig? Hann var máske að leita að áritan minni? Hann hafði máske sagt ofursta Lynwood leyndarmál sitt? Hann hafði minst á, að þeir ætluðu til War- wick. Þessi óvissa var næstum meiri en eg var fær um að þola. Hver ætli ráðningin verði á þessari gátu? Það er enn þá hálfur mánuður til jóla — eg verð að reyna,að vera róleg þang- að til. Hvernig ætli fyrsti samfundur okkar verði? Skyldi liann þekkja mig strax? Skal hann bjóða mig velkomna, eða ætli hann vilji helzt, að við séum ókunnug? Er hann farinn að hata mig? A þessu augnabliki kom, frúin til mín, og byrgði augu mín með hendi sinni. “Eruð þér orðnar algjörlega töfraðar, ung- * frú Sedwick? Eg held sannarlega, að ást við fyrsta tillit hafi kviknað í huga yðar. Við skul- um vona, að Frits Barry verði jafn meðtæki- legur. ” Hann hafði þá haldið skírnamafni sínu. Það var þá áreiðanlega hann, sem hún hafði talað við í viðtalsstofu sinni. Eg jafnaði mig eftir beztu getu, þakkaði fyrir lánið á mynda- bókinni og fékk lienni hana. Hún hélt áfram að stríða mér á meðan hún lét bókina á sinn stað. Á þessu augnabliki var okkur sagt, að þurrmet- is hádegisverður væri á borð borinn — það stefndi liugsun hennar í aðra átt. Á meðan við neyttum matar, stakk hún upp á því, að við skj’ldum ferðast til Blaokgang einhvern af næstu dögum. “Vlð skulum fara fyrsta fallega morgun- inn, sem við fáum,” sagði hún. “Þá förum við snemma á fætur, til þess að geta dvalið þar fá- einar stundir við getum neytt hádegisverðarins í hótelinu og komið heim síðari hluta dags. Eða, viljið þér heldur bíða ]>angað til mennimir koma heim, svo þér getið fengið betri fylgd?” bætti hún við storkandi. Eg samþj'kti auðvitað fyrri uppástunguna, og SVO var þessi fyrirætlun álitin ákveðin. “ Já, það má eg óhætt fullyrða,” svaraði hún hlæjandi. “Getið þér ekki gizka á, hver það er; Það er kapteinn Barry, sem tekur svo mikið til- lit til fegurðarvits yðar, horfið þér á hann með nákvæmni, góða mín. Hann er ekki giftur, og það lítur svo út, sem maðurinn minn geri sér tatsvert ómak, til að vekja eftirtekt hans á jTð- ur. Hann kemur aftur um jólin, það er móske ekki svo vitlaust að vera hjónabandsstofnari fjTrir jafn fagrar persónur. ”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.