Lögberg - 23.12.1926, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.12.1926, Blaðsíða 2
Bls. 2 LöGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1926. Robert Marion La Follette. Foringi Framsóknarmanna. (1855 — 1925.) Framh. VI. La Follette samdi mörg lagafrumvörp, tíl þess að ’oæta hag verkamanna og vernda þá fyrir slysum. Sum af þeimhafa verið samþykt. A meðal þeirra eru sjómannalögin. Andstæð- ingar hans beittu oft ýmsum brögðum, til þess að koma í veg fyrir það, að frumvörp hans hefðu tækifæri til þess að njóta áheymar og fylgis. Skömmu eftir að La Follette var kos- inn til efri málstofunnar, þá hélt hann ræðu. sem hann hafði varið miklum tíma til þess að undirbúa. Eftir að hann byrjaði ræðuna, þá tók hann eftir því, að flestir þingmenn höfðu farið út úr þingsalnum, auk þingforseta. La Follette ávarpaði forseta og mælti: “Þingmenn efxá deildar (Senators) sýna það og sanna með fjai*veru sinni, að þeir hafa ekki mikinn áhuga fyrir því, hvernig þetta alvarlega mál verður til lykta leitt, eða hvað eg hefi um það að segja. Þjóðin — kjósendumir — hafa einlægan áhuga fyrir því. Ef að þetta mál verður ekki sam- vizkusamlega og rétt úrskurðað nú, þá verða þessi auðu sæti, sem við sjáum hér í kringum okkur, s'kipuð af öðram, eftir næstu kosningar.” Gestabekkir voru þéttskipaðir, og var þess- um orðum frá La Follette svarað þaðan með dynjandi lófaklappi, svo þingforseti hótaði að láta rýma sæti þau, ef það væri endurtekið. Eftir fáeinar mínútur voru flestir þingmenn í sætum sínum. Eitt af' þeim málum, sem La Follette barð- ist uppihaldslaust fyrir, var virðing á jám- brautum, og eignum járnbrautarfélaga um öil Bandaríkin. Hann hafði fengið því máli fram- gegnt í Wisconsin, til ómetanlegs hagnaðar fyr- ir hina fátækari borgará ríkisins. Hann kom fram með lagafrumvarp, skömmu áður en hann dó, um þjóðeign á jámbrautum. Hann sýndi fram á, að fáeinir menn hefðu alla verzlun í landinu á sínu valdi, færri en eitt hundrað. Það mun hafa verið í sambandi við virðingu á jám- brautum, og járabrautarlöggjöf, sem La Fol- lette hélt lengstu ræðu, sem nokkur þingmaður eða nokkur ræðumaður hefir líklega nokkum tíma haldið. Ræða þessi stóð yfir í nítján klukutíma, byrjaði kl. 12, 29. maí (1908) og end- aði kl. 7 næsta morgun. La Follette var ekki að halda þessa ræðu til þess að vinna sér frægð eða verðlaun, hann var að 'oerjast fyrir því, að einhliða og ósann- gjarnt lagafrumvarp yrði ekki samþykt mót- mælalaufit. Hann vonaði, að nægilega margir þingmenn fengjust til þess að tala á móti því, til þess að það yrði lagað. Eftir að hann hafði tal- að nokkra klukkutíma, þá fóru að koma inn sím- skeyti til þingmanna efri deildar frá kjósend- um, sem skoruðu á þá að styrkja La Foílette, í hans óvanalegu baráttu. Það var La Follette, sem öflugast barðist á móti því frá því fyrsta, að olíulindir Bandaríkj- anna væru leigðar pólitiskum skjólstæðingum samveldismanna. Hann var þess ekki megnug- ur að sporna við því, að Hardingstjómin leigði olíunámumar. En tveimur ámm síðar hóf hann rannsóknir, sem leiddu til þess, að olíuhneykslið var dregið fram í dagsljósið, sem varð til þess, að námurnar.voru teknar til baka. Er talið, að La Follette hafi sparað þjóðinni þar fleiri hundruð miljóna eignatap. Æfistarf La Follette, var sönn fyrirmynd fyrir æskulýðinn. Barátta hans á nióti yfir- gangi efnishvggjumanna, var í anda píslarvott- anna, hinna sönnu uppreisnar og umbótamanna. VII. Eftir að La Follette var látinn, þá rituðu flestöll blöð í Ameríku ritstjórnargreinar um hann. Margar af þeim ritgjörðum voru hlut- drægar, og sýndu litla þekkingu eða dómgreind. Hér fylgir útdráttur úr bréfi frá presti í Corn- wall, Connecticutt, séra Russell J. Clincey. Bréf þetta var stilað til ritstjóra New York Times, sem fyrir margra hluta sakir, er eitt allra merkasta blað vorra tíma í Ameríku. “Til ritstjóra New York Times:— “Af því að ritstjómargrein þín, rituð eftir lát La Follettes, sýndi tilraun til sanngirni, ef ekki mikinn skilning, bið eg um leyfi til þess að svara henni með nokkmm orðum, sem eg mundi ekki gera, í sambandi við árásir í blöðum sam- veldismanna, á hann látinn. “Eg deili ekki við þig um þína eigin skoðun, eða dómgreind, í sambandi við æfistarf La Fol- lette’s. Þar"hefir þú sama rétt eins og aðrir. En hefði eg gefið út blað, þá finst mér að eg mundi hafa lært það af sögu liðinna alda, að það er ekki alveg hættulaust að kasta þeirn á bál, sem gefa alt sem þeir eiga og alt, sem þeir hafa getað eignast, fyrir hugsjón. Það er ekki ^ieppileg aðferð til þess að halda uppi heiðar- legum orðstír, að brenna þá til dauða, sem lifa sönnustu lífi,-jafnvel þótt það sé gert að eins í dagblaði, menn, sem standa einir á móti fjöld- anum. Reynzlan sýnir að börn okkar reisa þeim vanalega minnisvarða. “Það er síðari greinin í ritstjómargrein þinni, sem eg deili við þig um, þar sem þú á- varpar æskulýðinn með því að gera tilraun til þes að snúa honum á móti hetjulifnaði. Þar segir þú: “ ‘Æ'fistarf La Follette’s hefir máske verið gagnlegt að sumu Jeyti. En sannarlega ekki auðugt fyrir varanlega velferð þjóðarinnar, hvað snertir opinber mál. Stórhuga ungir menn dást máske að honum, en þeir era ekki líklegir til þess að taka hann sér til fyrirmynd- ar. Eldon aðalsmaður sagði skömmu fvrir andlátið—á gamalsaldri: “Ef eg hefði tæki- færi til þess að byrja lífsstarfið afturýþá mundi eg segja efnishyggjumönnum stríð á hendur — gera uppreisn á móti þeirra menta og menning- arstefnu.” Það er fátt í lífi La Follette’s til þess að vekja áhuga og öfund ungra manna, sem byrjuðu lífið með svipuðum hugsunarhætti og Eldon aðalsmaður lýsir við burtför sína. “Þetta er hin banvæna lífsstefna, sem æsku- lýður okkar drekkur með móðurmjólkinni, nú á dögum. Þeim er kent á öllum krossgötum lífs- ins, að líf uppreisnarmannsins, sem •gefur alt fyrir hugsjón sína — uppreisnannannsins, sem lifir sönnu andlegu lífi, að líf þess manns hafi ekkert að bjóða, nema söknuð, sorg og tap. “Hinn ófyrirleitni, ærslafengni æskulýður, lítur fram fyrir sig eftir fyrirmyndum. Eftir því, sem sjóndeildarhringurinn víkkar, þá er honum fylgt eftir, til þess að skygnast um eftir hetjum og hugvitsmönnum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Þá er búmanns og verzlunarvitið óþroskað. Sálarlífið frjálsast og óeigingjarn- ast — tengdirnar við skaparann ómengaðar. — Svo kemur hin eldri kynslóð gamaldags — út- kulnuð og íhaldssöm, með sína haustnæðinga til þess að kyrkja og kæfa eldinn í sál æskunnar. Eldri kynslóðin, sem hugsar mest um að vernda það litla, sem henni hefir fénast, og miðlar æsk- unni sama veganesti, sem henni var útmælt að dagmálum, þegar trú og traust á sjálfsfórn af reksverka, og hetjulíf, ritaði framtíðarvonir skrautletri alt um kring. Þeir telja æskulýðn- um trú um það, jafnvél í velflestum skólunum okkar, að forðast að fylgja dæmi umbótamanna —píslarvottanna, og æsingamannanna, af því sú stefna gefi ekkert að launum nema sorgir og þjáningai’. Taki burtu öll tækifæri til frægðar, metorða og mannvirðinga, og ræni allri lífs- gleði frá þeim, sem henni fylgja. “Eg hefi að eins eina rödd. En með þeirri rödd lýsi eg yfir því, að þetta eru ósannindi. Eg hefi leitað í æfisögum þessara manna og kvenna, sem lifðu lífi uppreisnarmannsins — eftir því sem andinn blés þeim í brjóst, og sögðu gömlum venjum stríð á hendur. Mér dylst það ekki, hversu sárar þrautir og þjáningar, sem þetta fólk hefir orðið að þola, að krossganga þeirra og pvntingar hafa oft verið óbærileg; örvinglan og örvænting hafa oft verið einu jarðnesku félagarnir. En þrátt fyrir það, þá hefi eg aldrei lesið um neinn, sem lifði lífi upp- reisnarmanna, og dó píslarvættisdauða, að líf hans hafi ekki verið dýrðlegt og frjósamt, jafn- vel fram yfir það sem draumsjónir hans gáfu vonir um. “Til hvaða uppreisnarmanns gætir þú vitn- að, sem kendi og lifði eftir liugsjónum sínum og draumum, og var rægður og svívirtur fyrir þær kenningar, og einangraður til gálgans eða brendur, — hvar mundir þú finna þann á meðal þeirra, sem hefði viljað skifta lífi sínu fyrir auð og metorð, óhóf og unað, njóta sérréttinda — hlunninda, sem okkar kynslóð, er happasæl og hamingjusöm er talin, sækist oft svo mikið eftir.” “Það er vítaverðara, en eg fæ útmálað, að halda þeirri stefnu að æskulýðnum, að það sé að kasta lífi sínu á glæ, að lifa fyrir hugsjónir sínar. Mesti hugsjóna- og draumamaður mann- kynsins, Jesús frá Nazaret, fyi’irdæmir þá kenn- ingu, að æskulýðnum sé kent það, að líf þeirra, sem líða fyrir velferðarmál annara, sé einskis- vert. Hann var uppreisnarmaður, með brenn- andi áhuga, ætíð viljugur til þess að þjóna og lifa fyrir aðra. Einangran, fvrirlitning og spott og krossinn á hinni einmanalegu hæð, vora þau laun, sem hann hlaut, þrjátíu og þriggja ára. Algjörlega einskisvert líf, eftir dómi veraldar- mannsins. Hvor mundi dirfast að koma nálægt þeim krossi, til þess að horfa upp á sálastríðið í þeirri ásjónu, og gffa þann úrskurð, að það líf hefði ekki verið frjósamt og dýrðlegt? —Það er rétt hjá ritstjóra New York Times, að menn- ingu vorra tíma hefir hepnast að innræta hinni uppvnxandi kvnslóð aðdáun á Jesxí frá Naza- ret, og La Foilette. En hverjir eru líklegir til þess í fullri einlægni, að taka sér þá til fyrir- myndar? Fæstir bafa hug og áræði til þess, fá- ir trúa því eða skilja, að í gegn um margar þrautir ber oss inn að ganga í guðs ríki — eða fyllingu lífsins. Hinn sanni hetjuandi skilur þetta lögmál og fylgir því. (Theodore Roose- velt forseti sagði skömmu fyrir andlátið, að þeir væru ekki hæfir til að lifa, og ekki heldur hæfir til þess að deyja, sem væra hræddir við dauðann.). “Það er ekkert undravert við það, þótt menn af okkar kynslóð — nútímamenn, séu flestir hugdeigir efnishyggjumenn, þótt sannur hetju- andi sé nú sjaldgæfur. Róm var aldrei svo sek í því, að tæla og selja æskulýðinn til efnis- hyggju-dýrkunar, eins og við erum nxx á tuttug- ustu öldinni. Þörfin á því að græða fé—þörfin fyrir gullforða fyrir verzlunarfyrirtæki okkar, er okkar æðsta og fvrsta boðorð. Það er inni- haldið í okkar fjaílræðu. — “Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra” — þeir skilja ekki tilgang lífsins.. “Sá dagur rennur upp dýrðlegur og fagur, að æskulýður okkar gerir uppreisn á móti heims “s p e k i” vorra tíma. Heims-“speki” þeirri, sem skapar hatur og öfund, undirferli og fals. Einhvern tíma læra jarðarbxíar að fylgja frjálsum anda, og berjast á móti andlegri kúg- un, og efnishyggjugræðgi þeirri, sem nú er al- gengust. “Með sannri elsku til mannkynsins, ganga þeir glaðir út í baráttunna-, viljugir til þess að þola háð og spott, sorgir og niðurlægingu. Fel- andi guði föður anda sinn, með dýrðarljóma í áhjónu, eins og Jesús frá Nazaret. Þá verður sagt um þá, að þeir hafi fundið lífið undursam- legt. Því hver, sem gefur líf sitt, lifir eilíf- lega.” VIII. Það er sagt, að írskur píslarvottur, Robert Emmett, sem dæmdur var til dauða, hafi sagt: “Látið engan mann rita grafskrift á bautastein minn, því enginn af þeim, sem veit og skilur fvrir hverju eg hefi barist, hefir djörfung til þess að bera þai' vitni. Látið engan ófrægja þær hugsjónir, með hjátrú og vanþekkingu. Látið mig hvíla í friði og gleymsku, og minixis- varða minn bíða áletrunar, þar til aðrir menn geta í anda og sannleika borið hugsjónum mín- um og mér vitni.” Nú spyrja vinir La Follette’s, — hinar for- ingjalausu miljónir: “Verður minnisvarði hans að bíða áletranar, af því enginn hafi djörfung og einlægni til þess málamiðlunarlaust að bera hugsjónum þeim vitni, sem hann gaf líf sitt fyrir ?” Þegar La Follette var að ferðast um í síð- ustu kosningabaráttunni, 1924, — en í þeim voru honum greidd nærri því fimm miljón at- kvæði, og tvö hundruð þúsund menn og konur, búsett í nærri öllum ríkjum í sambandinu, sendu honum skriflega áskorun um að gefa kost á sér fyrir forseta, — þá sagði La Follette með- al annars: “Hinir óbrotnu borgarar — alþýð- an — í báðum hinum gömlu flokkum, þrá frjálsa stjóm, framfarir og ráðvendni. Stefna mín og markmið í þessum kosningum, ef við eða okkar menn, komumst til valda, er fyrst af öllu, að veita þjóðinni — kjósendunum — tækifæii til að neyta krafta sinna í öllum velferðannálum þjóð- arinnar, brjóta og uppræta einokun, einveldi og séréttindi fárra manna, sem hafa það algjörlega í sínum höndum, hvað mikið er framleitt af ýmsum nauðsynjavörum, og verðjeggja t. d. timbur, kol, olíu og járn og stálvöru. Miljóna- félögin, sem eiga hveitimylnumar, og kauphall- ir þær, sem hækka og lækka verð á vörum bænda eftir vild.” Þeir, sem því eru kunugir, hveraig auð- mennirnir beita valdi sínu í gegnum skóla og kirkjur, — sem á sér víðar stað, en í Bandaríkj- unum, þó það sé nokkuð með öðrum hætti, — þeir geta skilið í öllu því moldryki, sem þyrlað var upp á móti La Follette og þessari stefnu- skrá hans í þessum kosningabardaga. Það er undarlegt, að fjöldinn, sem lúta verður í lægra haldi, skuli ekki vera búinn að átta sig á því, að það er ekkeiT, sem frelsar hann og veitir hon- um afl til þess að tefla jafntefli undir lýðstjórn- ar fyrirkomulagi, við þá, sem auðinn og völdin hafa, nema fonnfastari og víðtækari mentun og dómgreind, sem mentun þeirri fylgir, til þess að verja sér foringja og fulltrúa. Alþýðumentun í Bandax-íkjunum, í verklega átt og bóklega, þolir vafalaust samQpburð við mentuix alþýðu í flestum hinum mentaðri lönd- um. En alþýðan er ekki nægilega mentuð til þess að standast> blekkingar og kænskubrögð þeirra, semi valdir eru til að stjórna iðnaði og framleiðslu. Líklega er ekki í neinu landi und- ir sólinni meira kapp lagt á það, að ná hæfileika- mönnum á einhvera hátt — í gegn um -kirkjur eða skóla, eða í gegnum blöðin eða tímaritin, ef ekki tékst að ná þeim beint—í verklega þjónustu hinna voldugu félaga. Rithöfundar era lokk- aðir til hlýðni með verðlaunum fyrir bækur þeirra. Sinclair Lewis hafnaði einum þesskon- ar verðlaunum nú á þessu ári (1926). Hann kvaðst líta þannig á þau verðlaun, að með því að veita þeim móttöku, þá skuldbindi hann sig til þess að sýna hlýðni, kurteisi, og foi’ðast hug- myndaflug í rithætti. Hann sagði, að öll þessi verðlaun væru hættuleg, sérstaklega “The Pulitzer Prize”, því þótt það væri svo skilið, að verðlaun þessi ættu að veitast fyrir sögu, sem hefði mest bókmentalegt gildi, þá væri það einnig tekið fram, að bókin væri ekki hættuleg. Upton Sinclair hafa víst ekki verið veitt nein verðlaun. . Skömmu fyrir kosningar 1924, þá bauð eitt af blöðum þeim, sem fylgdu Calvin Coolidge að málum, (The Kansas City Journal), að borga $1,000, ef La Follette gæti nefnt eitt verzlunar- félag, sem hefði notið hlunninda, eða sérréttinda frá Samveldisflokknum, eða stjórn þess flokks, sem þá sat að völdum. Ef hann gæti nefnt fé- lag, sem hann ætlaði sér að lögsækja og hegna, ef hann kæmist til valda. La Follette tók á móti þessu skeyti, þar sém hann var að halda ræðu. Tilboð blaðs þessa var svar á móti ákær- um, sem hann hafði komið fram með í ræðu stuttu áður. La Follette svaraði tilboði blaðs þessa taf- arlaust með öðru hraðskeyti: “Af félögum }>eim, sem hafa notið sérréttinda, fyrir aðgjörð- ir Samveldisflokksins, sem er ásetningur minn að gera upp reikninga við, verði eg kpsinn for- seti Bandaríkjanna, nægir í kveld að nefna Andrew Mellons aluminum skattlögin, og sam- nefnt verzlunarfélag. Sendið ávísun til Sálu- hjálparhersins. ” Andrew Mellon, fjármálaráðgjafi í ráðu- neyti Hardings og Coolidge, stórauðugur íhalds- maður ,og einn allra fremsti og færasti f.jár- málafræðingur í Bandaríkjunum. William Allen White, sagnfræðingur — Valdimar Ásmundsson Norður-Arneríku — sagði: “Þegar sagnfræðingar síðari tíma rita sögu Bandaríkjanna, þá verða þeir oft að leita í verkum La Follette’s, þegar þeir safna sögu- heimildum fvrir síðasta aldarf jórðung nítjándu aldar og fyrsta aldarfjórðung hinnar tuttug- ustu. La Follette hafði áræði til þess að byggja upp, en ekki að rífa niður. ” Eins og áður hefir verið tekið fram, þá áttu * mörg af helztu lagafrumvörpum; þeim, sem af- greid^ vora, meðan La Follette var meðlimur sambandsþingsins, honum tilveru sína að þakka. Það nægir að geta þess, að hann samdi þrjátíu og eitt frumvarp, fyrir kjörþing Sam- veldismanna 1908 og 1912. Þingnefndum, sem stefnuskrá sömdu, fyrir forsetaefni 'þau, sem þá vora í vali, virtust framvörp þessi of frek— krefjast of mikilla endurbóta. Þess vegna var þeim þá hafnað, en nú eru tuttugu og sex af þeim orðin að lögum, stjórnir beggja flokkanna, lýðstjórnar og samveldismanna, hafa nú sam- þykt frumvörp þessi. * * Robert Marion La Follette andaðist 18. júní 1925, fjórum dögum meira en sjötugur. Hann hafði þjáðst af hjartasjúkdómi af og til í tíu ár. Honum var það fyllilega ljóst, þegar hann tók forseta útnefningu, að hann mundi ekki eiga Professional Cards DR. B. J. BRANDSON f!16-2i,0 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St*. Phone: 21 834. Ofílce timar: 2_S Heimill: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggrjum sérstaka áherzlu & ati aelja meiSul eftir forskriftum lœkna. Hin beztu lyf, sem hægt er a6 fá, eru notuS elngöngu. Pegar þér kómiC meB forskriftina til vor, megiB þér vera viss um, aB fá rétt þaB sem læknirlnn tekur tll. Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medlcal Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy 8U. Phonee: 21 834 Office tlmar: 2—3. Helmlll: 764 Victor St. Phone: 27 58'6 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Pane: 21 834 Offlce Hours: 3—5 Heimill: 921 Sherburne 8t. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef o* kverka sjúkdóma.—Er aö hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals. 4.2 691 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Br aB hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Oífice Phone: 22 206 Helmlll: 806 Vlctor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Taimlaknlr 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phone: 21 834 Heimilis Tals.: 38 626 DR. G. J. SNÆDAL TannXirknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald 8t. Talsimi: 28 889 Giftinga- og Jarðarfara- Blóm nieð litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 80 720 St. John: 2, Ring s A. S, BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um út- farir. AUur útbúnaBur sá beztM. Enn fremur seíur hann allskonar mlnnlsvarBa og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Heimilia Tals.: 58 302 Tals. 24 153 NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fsienzldr lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 963 356 Main St. Tals.: A-496S Jelr hafa einnig skrifstofur »6 Lundar, Riverton, Gimli og Plnoy og eru þar aS hltta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miBvlkudaf Rlverton: Pyrsta flmtudag. Gimll: F>rsta miBvikudag. Piney: priBJa föatudag 1 hverjum mánuSl. A. G. EGGERTSSON (sl. lögfræðlngur Hefir rétt til aB flytja mál bæBl 1 Manltoba og Saskatchewan. Skrlfstofn: Wynyard, Sask. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bhtg- WINNIPEG Annast um fastcignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofusíml: 24 263 Heimajsimi 33 328 J. J. SWANSON & CO. ( LdMITED R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 ParÍ3 Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340 STEFAN SOLVASON TKACHER of - PIANO 1256 Dominion St. Phone 29 832 Emil Johnson SEKVICE ELEOTRIO Rajmagna Contractlno — Atti- kyns rajmaganáhöld seld og viO þau gert — Eg *el MoJJat og McCtary Eldavélar og hejt þmr til sýnis d verkstæOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’g byggingln rlð Toung Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Hehna.: 27 28« Verkst. Tals.: 28 383 Hel ma Tala.: 29 384 G. L. STEPHENSON PLCMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo straujárn, víra, allar tegundlr af glösum og aflvoka (batterles) VERKSTOFA: 676 HOME 8T. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrlr lægata verð. Pantanlr afgrciddar bsaBt fljótt og voi. FJölbreytt úrval. Iirein og lipur viðskiftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Avo. Winnlpe*. Phone: 84 298 langt eftir. Hann vissi, að líkur voru litlar til þess, að hann mundi ná kosningu, bann var glaður að halda uppi baráttunni, meðan kraft- arnir leyfðu. Síðustu orð hans voru töluð við eldri son hans, Robert, sem hann unni svo mikið, sem nú hefir verið kosinn eftirmaður hans í öldunga- deildina í Washington. “Bob! Eg er sáttur við alla menn, en það er svo margt ógert, sem eg hefði getað unnið að. Eg veit ekki hvernig tilfinningar fólkið— þjóðin—ber til mín. Kærleikann til þeirra, sem hefir verndað mig í gegn um lífið, tek eg með mér í gröfina.” La Follette var talinn mesti afkastamaður til hins síðasta. — 1 andlátinu var andi hans að starfa fyrir þjóðina, og föðurlandið. — Hjartað sló tíðara hin síðustu slögin, fyrir ást hans og nmhyggju, fyrir hinum fátæku, fávísu, smáðu, — fyrir alþýðtmni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.