Lögberg - 23.12.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.12.1926, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIM.TUDAGINN 23. DESEMBER 1926. Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höfwid. 1 vikunni fyrir jólin leyfði veðrið fyrst, að þessi ferð gæti átt sér stað. Við vorum annars vanar að ganga í nánd við húsið, og nú hafði frú Lynwood skemtun af því, að sýna mér hve mikil gagnstæða var í landslaginu. Þenna morgun hröðuðum við okkur að ljúka við bréfaskriftirnar; ferðamennimir okkar vom enn í fjarlægð, en það var auðheyrt á bréfum ofurstans, að hann þráði og hlakkaði til jólahátíðarinnar. “Eg finn til afbrýði gegn þessari ungfrú Sedwick, Lydia, fyrst hún getur haldið þér í glöðu skapi, og það á meðan eg er f jarverandi. Eg er forvitinn eftir að sjá hana, og komast eft- ir leyndardómnum við áhrifin, sem hún hefir á þig. Hvers konar jólagjöf á eg að koma með handa hennif” skrifaði hann. Frúin la.s þessar línur í bréfinu fyrir mig, og eg var glöð yfir því, að starf mitt vann sér svo gott álit; það var nú í rauninni að eins á- nægja, að skemta jafn elskulegri og góðri per- sónu og hún var. Hún náði vináttu minni í fyrsta skifti, sem eg sá hana, og því betur sem eg kyntist henni, því meir langaði mig til að kalla hana engil, sem hefði vilst hingað ofan til okkar. Sannleiksást og hreinskilni hennar var auðmýkjandi fyrir mig, þegar eg hugsaði um undir hvaða kringumstæðum eg hafði náð stöðu í húsi hennar. Þegar hún kallaði mig Sedwick, þá skammaðist eg mín, og saklausu bréfin drengsins míns, gerðu ekki ásigkomulagið feg- urra í mínum augum. Eg þráði innilega, að fá •kjark og tækifæri til að geta viðurkent þá ó- .virðingu, sem eg var sek um. Þetta tækifæri var ekki í mjög mikilli f jarlægíj — en það er bezt að grípa ekki fram í rás viðburðanna. Það tafði dálítið fyrir burtför okkar þenna morgun, að Sir John Knight kom og dvaldi dá- litla stund, til að spyrja um hvort ofurstinn mundi koma svo snemma, að hann gæti verið með í veiðiför á fimtudaginn. Meðan hann var þar, kom vagninn okkar að dyrunum, hann hjálpaði okkur upp í hann og kvaddi glaðlega, þegar við fórum. Eg man þá hve fögur frúin var þenna morg- un. Hún var í dökkum flauelskjól með svartan flauelshatt á höfðinu með mörgum stórum f jöðrum, yfirhöfn hennar var víða skreytt þaegi- legum og fögrum loðskinnum. Mér virtist hún svo tíguleg, svo yndisleg, svo ólík öðrum mann- eskjum, sem nokkuru sinni höfðu orðið á vegi mínum. Sólin skein á gylta hárið henúar, gleð- in yfir ferðinni hafði gefið kinnum hennar dá- lítinn roða, sem mér þótti vænt um að sjá. og þó blandaðist kvíðandi sorg saman við þessa hreinskilnu aðdáun. Var hún ekki of yndisleg, alt of loftborin, skinu ekki augun hennar með himneskum gljáa? Hún vakti alt af það álit hjá mér, að’ jarðneskri sorg og synd varð að verja aðgöngu til hennar, að ógæfan mátti ald- rei fá leyfi til að nálgast hana, né bikar sárra tiWinninga að snerta varir hennar. Þegar eg hugsaði um, hvemig líf hennar nú var verndað með nákvæmri umhvggju, gat eg aðeins beðið forsjónina að það vrði ávalt þann ig; þegar kaldur vindgustur kom henni til að hjökkva við, og eg sveipaði kápunni fastar um hana, fann eg að meðan eg lifði, vildi eg berjast gegn öllu til að vemda hana gegn sorg og hættu. Ferðin var yndisleg. í gegnum skóginn hjá Velham, þar sem eg hafði oft tínt vilt blóm og rósir, ókum við fram hjá hinni bergfléttum- þöktu St. Lawrentius kirkju í áttina til Middle- cliff, með þess fögru útsjón. Til hægri var röð af klettóttum hæðum, til vinstri hið stórkost- lega haf. Mínútu eftir mínútu varð landslagið stór- kostlegra, klettabrúnirnar hrikalegri; og af gróðurjurtum sást ekki annað en afskræmd furatré, og alt var svo eyðilegt — eins og líf án ástar og gæfu. Eg leit í kringum mig með viðbjóði, og það sá frú Lynwood. “Þetta lítur út eins og sorgarleikur lífsins,” sagði hún alúðlega. “Eg fer að halda, að líf yðar dylji eitthvað slíkt, ungfrú Nelly; máske þér viljið einhvern tíma segja mér það, þegar við kynnumst betur.” Orð hennar komu mér á óvart, eg hélt eg hefði stjómað hugsunum mínum betur. Rétt á eftir komum við til Blackgang, og samtal okkar um þetta efni hætti að sinni. Við námum staðar við hótelið, og þegar við vorum búnar að hvíla okkur dálítið eftir þessa örðugu ferð, bjuggum við^okkur undir að skoða bæinn, og sérstaklega stóra krossinn, sem hafði gert bæinn svo nafnkunnan í nágrenninu. Til þess að komast þangað, urðum við að ganga yfir eins konar sölutorg, þar sem alls konar hlutir voru til sölu; frú Lynwood keypti mjög mikið, alt saman jólagjafir handa vinnufólkinu. Við fengum þjóninum bögglana, báðum hann að fara með þá til hþtelsins, og héldum svo á- fram. Xæst komum við að ágætlega stældum flökkumanna tjaldstað, þar sem blekkjandi spá- kerling sat og sagði fólki frá forlögum ókom- innar æfi þess, með þeirri alvöm, eins og þetta væri starf hennar, og hún væri í rauninni það, sem hún lézt vera, um leið og hún að líkindum var mjög ung, og eins konar grímumynd á jóla- markaðinum. “Látið þér gamla flökkukonu segja yður for- lög yðar,” sagði hún og horfði svo alvarlega á okkur, eins og hún vildi lesa í huga okkar. “Komið þið nær, hefðarkonur. ” Hún var klædd stórri kápu, og mikla hvíta liárið hennar læddist út undan rauðum klút, sem var einkennilega vafið um höfuð hennar. Þegar frúin hafði yfirunnið fyrstu hræðsl- una, þótti henni gaman að þessu; hún talaði hlæjandi við gömlu konuna og kvaðst ekki trúa því, að hún vissi um ókomna viðburði; en samt gaf hún henni fáeina silfurpeninga til styrktar því velgerða augnamiði, sem gamla konan kvaðst vinna fyrir og safna peningum handa því. “Látið mig sjá hendi yðar, og heyrið fram- tíðar forlög yðar frá vörum mínum,” sagði hún með nokkuru áfergi. “Það er rangt af yður, að efast um spádómsgáfu mína. Vindurinn, sem suðar á milli trjánna og hvíslar í sefinu, hjálp- ar okkur til að lesa framtíðina, hann segir okk- ur hvað hann hefir sóð og heyrt, og eftir liðna tímanum getur maður ráðið ókomna tímann. Látið mig nú sjá. Nú, jæja — þér hafið fundið eiginmann yðar hins vegar við hafið, og þér er- uð( hreyknar yfir ást hans. Þér munuð eignast son og erfingja, sem fullkomnar gæfu yðar; •samt mun sorgin ná heimili yðar, en ástin vernd- ar yður, eins og hún hefir gert, síðan þér fyrst sáuð ljós dagsins. — Á eg líka að leggja silfur- peninga í kross í yðar hendi, fagra. ungfm?” sagði hún við mig. ‘ ‘ Eða erað þér hræddar við að heyra rödd forlaganna frá mínum muuni?” “Eg er ekki hrædd, en eg trúi ekki því sem þér spáið. Þið eruð allar eins — orð ykkar eru einskis virði.” x' Hún horfði fast á mig. “Reynið mig þá,” sagði hún. “Eg get eins vel lesið í liðna tímanum og þeim ókomna.” “Mín liðna æfi er ekki sérlega eftirtekta- verð,” svaraði eg. “Er hún ekki? Mér sýnist það þó. Mynda- nistið á brjósti yðar er það að minsta kosti. Drengurinn, sem þér getið ekki haft hjá yður, er það líka — og hvers vegna berið þér ekki gift- ingarhringinn ? Eg er neydd til að spyrja um þetta, svo þér trúið mér.” Meðan hún talaði þessi orð, var einkenni- legur, ilskúlegur hefndarsvipuhr í augum henn- ar, sem eg gat ekki skilið. Eg ætlaði að draga hendi mína að mér ,en hún hélt henni fastri og sagði: “Ást, örvilnan og hatur — það em þau þrjú völd, sem stjórna lífi yðar. Um vortímann veifaði ástin veldisprotanum, og breytti lífi yð- ar í Paradís; eftir tvö stutt gæfurík ár vomð þér einmana, maðurinn yðar sveik yður. Svo kom örvilnanin með sínar freistingar og vondu ráðleggingar; ef þér hefðuð hlýtt, þeim, þá væruð þér eyðilagðar. Lítið bam varð yðar frelsandi engill. Þetta var liðni tíminn, nú kemur framtíðin. — Fjögur líf liggja í hendi vðar, verið þér varkárar og hugsið vel um hvernig þér farið með þau. Enn þá hefir hefnd- in að eins hvíslað að yður, en þér megið trúa því, að hún verður háværari, hún mun hrista til- finningar yðar. Og enn þá eitt, lambagammur- inn sækist eftir lambinu yðar, — það væri nú betur geymt hjá móðuripni.” Um leið og hún talaði þessi dularfullu orð, slepti hún hendi minni og sneri sér frá mér. Eg starði fram undan mér kvíðandi og mállaus. # Frúin áttaði sig fyrst. “Komið þér, Nelly,” þetta var í annað sinn sem hún nefndi mig skírnarnafni mínu í dag, “komið þér, látið ekki þessi einkennilegu orð gera yður of sorgmædda. Eg ætla nú ekki að spyrja yður hve mikið af þessum orðum er sannleikur — þér getið sagt mér það, þegar yð- ur finst að þér eigið að geræ það, og þá er eg fús til að taka þátt í sobg yðar. ” Eg fylgdi henni eins og eg væri sofandi, og gat enga eftirtekt veitt umhverfinu; orð spá- konunnar höfðu vakið alt of margar endur- minningar og bakað mér hræðslu. Þegar eg kom að sjónum, varð eg hressari; meðan frúin hvíldi sig, fékk eg tíma til að hugsa nánar um þetta. Hver var þessi spákona? Áð það var grímuklædd persóna, sem kom þannig fram./í einhverju velgerða augnamiði, vissi eg, en hver þekti mig oig liðna æfi mína? Rödd frúarinnar vakti mig af hugsunum mínum, og hennar vegna reyndi eg að vera eins glöð og áður, það sem eftir var ferðarinnar; hvort eg gat það, veit eg ekki, en viljann til þess skorti mig ekki. Við komum heim kl. 4. Meðan við vomm fjarverandi kom símrit, sem sagði að ofurstinn og Barry mundu koma á morgun. Yfirforingi Rivers, frú hans og ungfrú Thorn, ætluðu að koma á miðvikudaginn, í dag var þriðjudagur, gestirnir gátu því tekið heim- boði hjá Sir John Knights á fimtudaginn, ef engar ófyrirséðar hindranir bönnuðu það. “Eg tek ekki þátt í þess konar skemtunum,” sagði frúin, “en þar eð þeir hafa allir verið svo lengi í burtu, vil eg verða þeim samferða í þetta skifti. Þér getið flutt mig þangað í litla va,gn- inum, Nelly, og þá get eg séð veiðimannahópinn fara af stað.” Um kvöldið, þegar við sátum í viðtalsstofu frúarinnar, og eg, eins og vant var, ætlaði að lesa fyrir hana, sagði hún: “Nei, í kvöld skulum við láta bókina hvíla sig — við skulum tala saman. Þessa tvo síð- ustu mánuði hefir okkur liðið svo vel, og mér er farið að þykja svo vænt um yður, Nelly, mér finst eins og þér séuð systir mín. Mér finst eins og þér vakið yfir mér og vemdið mig frá öllu illu. Þetta er auðvitað ímyndun, en það gerir mig svo óhulta — það er eins og koma yðar hafi myndað nýjar lífskringumstæður fyrir mig. En hvað það mun gleðja mömmu, að þér eruð mér svo mikils virði. Eg vildi, að eg gæti verið eitt- hvað fyrir yður í staðinn — regluleg vinkona vðar, eins og eg veit þér skiljið. — Langar yður ekki til að tala við vinkonu um eitthvað af því, sem hin viðbjóðslega spákona sagði í dag?” Eg sagði henni, að mig hefði lengi langað til að segja henni sannleikann, án þess að nefna nöfn, að eins að segja henni, að mitt nafn væri , uppgerðamafn, hluti af sorgarleik lífs míns, eins og hún með réttu hefði kallað það. Eg sagði henni heldur ekki, hvar Richard litli væri, en alt annað fékk hún að vita um þann. Þegar eg þagnaði, greip hún hendur mínar og þrýsti þær innilega. “Eg vissi, að þér höfðuð liðið, Nelly,” sagði hún alúðlega, “drættimir um'^munninn yðar sýndu það greinilega, og hið dreymandi augna- tillit hefir sagt mér, að þér hafið elskað og elsk- ið enn þá, því hrein og hlý ást deyr aldrei að öllu leyti. Nelly, eg held að maður yðar hafi ekki yfirgefið yður — það hefir hlotið að vera áform hans að koma aftur. — Svo vondur er enginn maður, að hann geti yfirgefið slíka konu sem yður og indælt barn. Hann hefir ætlað að koma aftur, en kringumstæðumar hafa bannað það — það megið þér vera sannfærðar um. En, Nelly, eg þori ekki að hugga yður — eg held, — nei, eg er viss um að hann er dáinn. Og þó er það huggun — er það ekki? Þér segið eins og eg — betra að vera dauður en ótryggur og vondur?” “Þér fyrirlítið mig þá ekki sökum skorts á hreins'kilni? Þér trúið sögu minni án sannana og rekið mig ekki frá yður?” “Nelly, eg bauð yður vináttu mína — haldið þér að hún sé svo hverflynd? Eg dáist að kjark yðar og þolinmæði of mikið til þess, að mér komi til hugar að fyrirlíta yður. Áuk þes,s get eg vel skilið, að yður finst hægra að bvrja aftur - lífsbardagann sem ung og ógift stúlka, heldur en sem óverðskuldað og ranglega yfirgefin kona. En bamið, Nelly? Hvernig gátuð þér fengið yður til að yfirgefa það? Eg hefði ekki getað það. Það hefði drepið mig.” g sagði henni frá hinni bitru kvöl, sem eg þjáðist af, áður en eg skildi við son minn, og á meðan eg gerði það, mintist eg eiðsins, sem eg hafði svarið, að hefna mín á manni mínum fyr- ir þessar þjáningar, sem hann hafði ollað -mér. Það var aftur hin blíða rödd frúarinnar. sem rak þessar vondu hugsanir á flótta. “Það er lán fyrir yður, Nelly, að þér hafið fundið góðan kennara og fóstra fyrir son yðar, en ef yður nokkru sinni langar til að-hafa hann hjá yður, gleymið þá ekki, að eg vil hjálpa yð- ur til að framkvæma það, án þess að þér verðið uppvísar að því, sem þér viljið dylja. Vesal- ings litli drengurinn.— En þér megið vera viss- ar um, að faðir hans er dáinn. Enginn maður, hve tilfinningarlítill sem hann er, gæti um langan tíma skilið sig frá konu og bami. Við verðum að reyna að fá fregnir, Nfelly — alt er betra en þessi óvissa, sem/steluy hinum beztu æskuárum, frá yður. Þegar þér hafið sannan- iraar fyrir því, að maður yðar sé dáinn, eruð þér frjálsar, og gætuð máske drengsins yðar vegna, fengið yður til að giftast aftur.” “Aldrei! Eg hefi elskað einu sinni, með allri þeirri ást, sem eg á til. Maðurinn, sem eg elskaði, sveik mig, og deyddi um leið möguleik- ann til að geta elskað. Eg get aldrei litið á neinn mann öðruvísi en sem eigingjarnan, sem krefst alls, en gefur ekkert í staðinn. Kona, sem þjáðst hefir af vonzku manns síns í fyrsta hjónabandi og giftir sig samt aftur, verðskuld- ar að hið síðara hjónaband verði verra en hið fyrra. Eg held, að ef eg gleymdi sjálfri mér, og þrátt fyrir alt, sem eg hefi liðið, gæfi öðrum manni ást mína, mundi eg verða hrædd um að hefnd forlaganna lenti á mér. Nei, krefjist þess ekki, að eg treysti nokkrum manni. Eg hafa og fyrirlít þá alla.” Eg var orðin heit af geðshræringu; þau rang- indi, sem eg hafði liðið, gerðu rödd mína harða með dimmum hreim, svo orðin urðu enn hörku- legri. Frúin greip fram í fyrir mér kvíðandi: “Nelly, Nelly! Þér megið ekki tala þannig. Eg neyðist þá til að halda, að spákonan hafi les- ið í huga yðar betur en eg, sem þó sé yður á hverjum degi. Hvernig getur yður komið til hugar að dæma alla eftir einum. Það eru marg- ir eðallyndir menn til á hnettinum — menn, sem við fúslega beygjum okkur fyrir, sem það er sannarlegt lán að lifa fyrir, ogl sem við getum alið upp sonu fyrir, sem líkjast þeim. Og yðar eigin sonur, Nelly, verður hann ekki líka með tímanum maður? Er það ekki skylda vðar að ala hann upp til .að verða góður og eðallyndur maður? Og hvernig getið þér það, ef þér álítið að maður geti ekki verið eðallyndur? Sjáið þér ekki mótsögnina í orðum yðar? Hvemig hefni- gimin, sem er eðlisfari yðar ósamkvæm, ruglar i skoðunum yðar? Þér munuð aldrei geta fyrir- gefið manni yðar? Gétið þér haldið þessu hatri við lýði gagnvart föður barnsins yðar? Verðið þér ekki vegna sonar yðar að fyrirgefa föðum: um? Og ef við að eins finnum gröf hans, hald- ið þér ekki að tilfinningar kvalanna réni, ef að þér þar getið grátið fyrirgefningartárum? — Komið þér, segið mér meira um hann. Máske við getum fengið manninn minn til að hjálpa okkur að grenslast eftir honum, máske líka að hann þekki eitthvað til hans — munið hve mik- ið hann hefir ferðast. Hafið þér ekki mynd af honum? Það mundi gera leitina auðveídari. ” Eg var að því komin að taka myndanistið og sýna henni mvndina, en. einhver óákveðin hræðsla við afleiðingarnar, sem af því kynni að orsakast, bannaði mér að gera það. Eg sagði eitthvað um, að eg hefði mynd í herbergi mínu, sem eg skyldi sýna henni seinna. Á þessu augnabliki kom þjónninn með seðil frá lafði Knight, það var enduraýjun á heimboðinu, og þar var þess einnig getið, að það myndi gleðja húsbænduraa, ef eg skoðaði mig sem eina af boðsfólkinu. Þar eð maðurinn átti að koma með svar, fór frúin inn til að skrifa það, og eg varð ein eftir með hngsanir mínar. Á morgun kemur kafteinn Barrv — nei, maðurinn minn. Var það hugsanlegt, mögulegt? — Eg varð enn að segja sjálfri mér, að myndin var af honum, röddin hans, og að hann hét Frits. Eg hafði hikað við að sýna fninni mynd- ina, af því það gat skeð, -að mér hefði skjátlast; og ef svo væri, vildi eg ekki gera mig hlægilega. Hvað ætli komi fyrJr á morgun, ef það samt sem áður er hann? Orð fniarinnar um að fyr- irgefa fpðumum vegna sonarins, höf|5u komið hinum betri tiífinningum mínum til að hefja baráttu við hefnigimina — þegar við sæjumst aftur, hvað mundi þá vera sterkast í mér — drambið, sem vill hið vonda, eða ástin, sem helzt af öllu vill fyrirgefa? Eg verð að hlusta á orð hans, hvernig sem alt snýst — menn hafa ekki heimild til að dæma neinn án yfirheyrzlu. Það geta; ef til vill, verið afsa’kandi ástæður fyrir hann, þó eg skilji þær ekki. Frúin segir satt, eg verð að fyrirgefa sonar míns vegna. En hvað tíminn leið seint. 'Æjtlaði morgun- dagurinn aldrei að sýna sig? “Góðan morgun, ungfrú Sedwick,” sagði ráðskonan, þegar eg morguninn eftir kom inn í herbergi hennar um morgunverðarleytið. “Þér emð líka fölar í dag, og frú Lynwood hef- ir váknað með höfuðverk. Það hefir líklega ekki mætt ykkur neitt óþægilegt í gær? Tómas mintist á spákonu, sem hefði spáð fyrir yður og frú Lynwood, er það satt?” Frú Flemming var ávalt góð og vingjarnleg við mig, og þar eð eg hafði sagt húsmóður henn- ar svo mikið umí æfi mína, áleit eg það skyldu mína að tala hreinskilnislega við gömlu kon- una. Eg sagði henni frá spákonunni, sem eg enn þá áleit vera dulklædda persónu, og því, sem hún hefði sagt um mína liðnu æfi. Eg hefi ekki sagt yður neitt um mína liðnu æfi, frú Flemming,” sagði eg, “og þér hafið verið svo nærgætnar, að spyrja mig einskis — yður hefir grunað, að það væri sorg og ógæfa, sem eg duldi. Þér getið því s'kilið, hve kvelj- andi -það var fyrir mig, að ókunnug persóna þekti svo vel æfiferil minn — og það, sem hún sagði, var satt — eg hefi verið gift, og maður- inn minn yfirgaf mig og litla barnið okkar. — Ásakið þér mig fyrir það, að eg reyndi að dylja leyndarmál mitt til þess, að geta unnið fyrir mér á heiðarlegan hátt?” “Nei, alveg gagnstætt, unga stúlkan mín — eg vorkenni yður af heilum hug. En hvað menn irnir geta, verið miskunnarlausir, að taka jafn- yndislega persónu í faðm sinn, og fleygja henni s\'o frá sér aftur, eins og hún væri brúða, sem rnaður er orðinn leiður af. En slíkir menn eru þó til í heiminum.” Af ákafanum ýtti hún við kaffikönnunni, sem valt um koll og spýtti módökkum, straum yfir borðið. Þetta fékk henni svo mikið að gera, að eg gat ekki framkvæmt það áform mitt •að spyrja hana um kaftein Barry. Jæja, það varð að vera þannig, ráðning gátunnar var í nánd. Stofustúlkan kom með tvö bréf til mín, ann- að þeirra var frá Richard litla, og lýsti yfir- burða skemtilegri samkomu, sem hr. og frú Stewart höfðu haldið fyrir drengina. “Og hugsaðu þér, mamma,” skrifaði sonur minn, “ Alice frænka er líka komin. Hún býr hjá gamalli góðri konu, niður í þorpinu, hún hefir kryddsölubúð, og segir alt af, að eg skuli koma og leika við Dick. Dick er drengur, sem kallar gömlu konuna ömmu. ’ ’ Þannig skrifaði sonur minn, og eg skildi bréf hans betur, þegar eg hafði lesið hitt bréf- ið, sem var frá systur minni; hún skrifaði, að þegar hún eitt sinn heinisótti Richard, þá hefði hún fundið gömlu fní Rimer, sem einu sinni vann hjá mömmu. Hún fór frá okkur, til að setjast að hjá dóttur sinni, sem var ekkja, en nú var hún líka dáin, og litli Dick, eða Richard var nú hjá henni. Það var hjá þessari gömlu konu, að systir mín hélt til í frístundum sínum, til þess að vera ©ins nálægt mínum dreng og mögu- legt var. “Hanna gamla man vel eftir þér,” skrifaði systir mín, “og hún hefir grátið beiskum tárum vfir ógæfu þinni. Hún álítur, að þú saknir barnsins þíns, og eg er fús til að styðja að því, að þú getir fengið að sjá hann, en þú veizt sjálf hvað hentast er. Frú Lynwood virðist vera góð kona, og mikla kaupið, sem þú færð, er bami þínu til styrktar. Þú getur reitt þig á, að hann lítur vel út í flauels fatnaðinum, sem eg keypti handa honum, samkvæmt beiðnU þinni, og gömlu fötin hans eru mátuleg handa Dick, sem er góður og vel upp alinn drengur, svo Richard er óhætt að umgangast hpnn. — En nú kemur annað efni, sem eg er neydd til að segja þér frá, og sem eg vona að geri þig ekki of æsta. Eg er því sem næst viss um, að Frits, maður þinn, hefir verið í Warwick. Það eru hér um bil sex vikur síðan eg sá hann ganga í áttina til hallar- innar, ásamt mörgum körlum og konum. Hann gekk fáein skref á eftir hinum og virtist vera mjög hugsandi. Hann var ekki mikið breyttur, og eg var svo viss um að það' var hann, að eg ætlaði að fara að ávarpa hann, þegar annar maður kom til hans. Eg vildi ekkert ónæði gera, beið þess vegna heila stund í garðinum, þar sem eg hafði setið og lesið, þegar hópurinn gekk fram hjá. Eg bjóst við að hann kæmi aft- ur, en það varð ekki. 1 rökkurbyrjun sama kvöldið sá eg hann koma og stefna að heimili mínu, þar sem þú bjóst einu sinni. Hann leit í kringum sig, eins og hann væri að gá að ein- hverju. Eg stóð bak við blæjuna, svo hann sá mig ekki, en gasljósið skgin á andlit hans, svo eg mun hafa þekt rétt. Hann var jafn fagur og áður, að eins lítið eitt fölari. Var það ekki und- arlpgt, að hann kom ekki inn? Eg var svo sann- færð um að hann kæmi, að eg hljóp frá gluggan- um til að segja vinnukonunni að kveikja ljós, en þegar eg leit út aftur, var hann horfinn. Þíj mátt ekki ætla að það hafi verið af deyfð, að eg gat ekki talað við hann; mér kom ekki til hug- ar, að hann myndi fara aftur. 1 þetta skifti sá eg hvorki né heyrði meira um hann, en fyrir fá- um dögum síðan, rétt áður en eg fór að finna Richard, kom þernan til mín og sagði, að það væri maður niðri, sem vildi finna mig. “Það er hár og l^glegur maður með skegg.” “Hver er það, Mary? Hvar er nafnspjald- ið hans ? ’ ’ spurði eg. “, það er satt, eg gleymdi að biðja um það. Hann gekk beina leíð inn, og nam staðar fyrir framan mynd ungfrú Nelly. Á eg að fara ofan og spyrja um nafn hans”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.