Lögberg - 23.12.1926, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1926.
Bls. 7
Guðmundur Jónsson
snikkari.
1849 — 1926.
Guðmundur var fæddur á Elliða-
vatni, nálægt Reykjavík, 20 febrúar
1849. Sonur þeirra heiðurshjóna
Jóns Jónssonar og GuSrúnar Jóns-
dóttur. Faðir Guðmundar bjó allan
sinn búskap á Elliðavatni, — um
40 ár. Fyrri kona Jóns var Ragn-
heiður Guðmundsdóttir; og varð
þeim ei ibarna auðið. Seinni kona
Jóns var Guðrún Jónsdóttir, Matt-
híasson, prests aö Aðalvík. Þau
hjón eignuðust 12 börn, og eitt af
þeim var Guðmundur. Hann var á
ellefta árinu þegar faðir hans dó
(11. maí 1859) Móðir Guðm. hélt
áfram búskap á Elliðavatni i 2 ár.
eftir að hún misti manninn. Þá
seldi hún jörðina Benedikt Sveins-
syni, alþingismanni, sem sótti fast
eftir kaupunum; og var það mest
fyrir áeggjan bróður hennar, (sem
hafði verið settur vergi hennar)
Kristjáns Jónssonar, þá bónda á
Álftanesi. Þetta reyndust ill ráð, og
urðu ekkjunni, og börnunum til ó-
hamingju, hvað efnahag og fleira
snerti. Enda sagði Guðmundur
þeim er þetta ritar að hann hefði
heyrt föður sinn, þegar hann lá
banaleguna biðja móður sína fyrir
að selja aldrei jörðina.
Þá keypti hún aðra jörð, minni,
þar í nágrenninu, Hvammkot, kost-
aði miklu upp á endurbætur á
húsakynnum, en undi sér þar ekki.
Svo hún seldi þá jörð, eftir fjögra
ára búskap þar, og flutti til Reykja-
víkur með 7 bömum, er þá voru á
lífi:— 3 voru dáin á undan föðurn-
um, og 2 dóu ári síðar, — 1860
þegar taugaveikin geysaði þar um
slóðir.— í Reykjavík bjó hún til
dauðadags. Y'ngsta drenginn sinn
misti hún þar, 12 ára gamlan, Jens
að nafni, og annan 22 ára, sem Jón
hét; elsta barnið. Var Guðmundur
þá eini sonurinn, sem eftir lifði, og
fjórar dætur: Ingibjörg, Kristrún,
Guðrún, og Sigriður.. Þrjár af
þeim voru fluttar til Ameríku, áður
móðir þeirra dó; Kristrún, Guðrún
og Sigríður. Og giftust þær hér
vestra. Sigriður norskum manni.
Þau bæði dáin. (Juðrún Pétri Holm,
einnig norskum, ágætismanni. Þau
búa i Lincoln, Nebr. Kristrún Jón-
asi Jónssyni, hálfbróður séra Jóns
Austmans, úr Þingeyjarsýslu. Jón-
as var mest af æfinni barnakennari,
bæði 'heima og svo hér vestra. —
Dóttir þeirra hjóna, Jakobina Mál-
fríður, var sú fyrsta persóna af js-
lenzkum ættstofni í Ameríku, sem
útskrifaðist í “music’j.
Þau hjónin Jónas og Kristrún
eru nú bæði gengin til íhinnar síð-
ustu hvílu. Jónas fyrir nokkrum ár
unt, en Kristrún 3. okt. s. 1. (sjá
æfiminning hennar í Lögbergi 28.
s. m.J
Ingibjörg giftist heima, Jóni
Thorkelssyni Clemens, sem margir
kannast við hér vestra; sérstaklega
i Manitoba, þar sem heimili þeirra
hjóna er nú, að mig minnir.
Guðmundur lærði trésmíði i
Reykjavik, hjá trésmíðameistara
Boga Smith. Tók sveinsbréf 19 ára
gamall, og stundaði þá iðn alla æfi,
þar til heilsan bilaði. Guðm. giftist
í fyrra sinn 19. sept. 1873 Önnu
Stefánsdóttur, prests að Viðvík í
Skagafirði og konu hans Önnu
Runólfsdóttur. Þau giftust að
Reynistað, því þar hafði Anna ver-
ið í næst undanfarin 8 ár hjá sýslu-
manni Eggert Briem. og frú hans.
éeftir að hún misti foreldra sinaj.
Þau settust að i Reykjavík, og voru
þar i 5 ár. Þá fluttu þau til Seyðis-
fjarðar. Langaði konu Guðm. til að
setjast þar að, sökum þess að syst-
ir hennar var þar búsett. Margrét
kona Jónasar Stephensen. Eru þau
hjón enn á lífi. Hafa síðastliðin
nokkuð mörg ár átt heima i Mozart,
Sask. en munu nú nýlega flutt til
Winnipeg, ásamt tengdasyni sínum
Pétri Nikulássyni fjónsson).
Þeim Guðmundi og önnu varð
þriggja barna auðið. Dó það fyrsta
í æsku en hin tvö voru þau Stefanía
sál., hin alkunna leikkona íslands,
Læknar Segja, að Ofmikil Vinna
Og Áhyggjur Sé Orsök Að
Mikilíi Vanheilsu.
Læknislistin Hefir Nú Meðal, Sem
Vinnur Næstum Kraftaverk,
ÞegaiJ Svo Er Ástatt.
JEf þú sefur illa og nýtur ekki
góðrar hvíldar, finnur til þreytu
og óstyrks, þá farðu beint til lyf-
salans og fáðu þetta nýja meðal,
Nuga-Tone. Þig mun stórlega
undra, hve fljott bér batnar.
Nuga-Tone veitir endurnærandi
svefn; gerir taugarnar stæltar,
matarlyst'ina góða og meltinguna
sömuleiðis; gerir mann áhuga-
saman og duglegan. Þetta nýja
meðal, Nuga-Tone, Vinnur krafta-
verk, þegar um meltingarleysi og
taugaveiklun er að ræða. Ef þér
líður ekki vel, þá ættír þú vissu-
lega, sjálfs þín vegna, að reyna
það eins og þúsundir annara
manna gera í hverjum mánuði.
Þeir er búa. til Nuga-’Tone, þekkja
svo vel verkanír þess, að þeir
leggja það fyrir alla lyfsala, að
abyrgjast það og fekila aftur pen-
ingum, ef bú ert ekki ánægður.
Það er bragðgott og þú getur
reynt það í mánuð fyrir svo sem
einn dollar. Meðmæíi og ábyrgð
og fæst hjá öllum góðum lyfsölum.
og Jón gulsmiður og strengleikari;
búsettur í Rugby, N. Dak. kvæntur
svenskri konu. önnu konu sína
misti Guðmundur 15. júlí 1882 úr
mislingunum, er það ár geysuðu
yfir landið. Var Stefanía þá 6 ára,
en Jón 2. Mun sú s'orgarbyrði hafa
orðið 'GuSm. svo erfiÖ að hann
mátti naumast undir rísa, því hann
unni konu sinni mjög heitt. Og sam-
búðin haföi veriS éins ástúðleg og
hugsast gat. Stefanía var tekin til
fósturs af móðurbróður sinum
Þorsteini Stefánssyni og konu hans
Sólveigu GuSmundsdóttur, frænku
Guðm. (systkina börn). Þau hjón
voru þá í góðum efnum, og barn-
laus; og þtátt fyrir þaS aS GuSm.
bar fult traust til þeirra, þá mun
það hafa verið eitt af því sárasta
sem hann þurfti að líða, ofan á
konumissinn, að láta Stefániu frá
sér. — Móðir GuSmundar tók Jón;
en áSur en 2 ár voru liSin kvaddi
!hún einnig þennan heim. Var hann
eftir það á ýmsum stöðum í Mjóa-
firSi og hafði drenginn þá oft með
sér; en stundum kom hann honum
fyrir. EitthvaS var hann hjá móð-
ursystur sinni Margréti, frá þeim
tíma aS Anna hans dó og þar til
GuSm. flutti til Ameriku, sumarið
1887. Þá tók hann drehginn með
sér. Sjö ára að aldri. Settist fyrst
að í Chicago, hjá systrum sínum
þar, en undi sér þar ekki nema eitt
ár. ÞaSan fór hann til Norður
Dakota, þar sem hann vissi aS
nokkrir kunningjar hans voru bú-
settir. Einn af þeim var Nikulás
Jónsson fhálfbróðir séra Jóns
Bjarnasonar) sem þá bjó nálægt
Hallson. Næst fór hann til Win-
nipeg, og þar kvóngaSist hann í
annaS sinn 27. sept. 1889 eftirlif-
andi ekkju sinni Sigríði Bjama-
dóttur, Helgason, og konu hans
Hélgu Jónsdóttur; er lengi bjuggu
á Hrappstöðum í Víðidal í Húna-
vatnssýslu. ÞaS sama haust fluttu
þau hjón til N. Dakota og settust
aS hér á Mountain fyrst, en fyrir
sérstaka tilviljun náSu þau heimilis-
rétti á landi, eftir nokkum tíma
hálfri annari mílu norðaustur af
Svold, P. O. sem nú er. Þar bjuggu
þau á sjöunda ár. Seldu þá landiS
og fluttust aftur til Mountain. Voru
hér í 9 ár. Þá fluttu þau til Hallson-
bygðar og voru þar í 3 ár. Þá hing-
að enn á ný og voru hér þá í 5 ár.,
Fluttu þau þá enn burtu héðan
1914 og þá til Canada, ásamt fleir
um hér úr bygðinni. NáSu í tvær
bújarSir,—heimilisrétt og “Preemp-
tion”, 10 milur þaSan sem nú er
bærinn Climax, Sask. Bjuggu þar í
sex og hálft ár. Þá fluttu þau enn
hingað til Mountain. Svo hér dvaldi
hann síSústu stundir æfinnar, fimm
og hálft ár, — mjög lasburða. Og
síðustu tvö áriri, að heita mátti ó-
sjálfbjarga. En umkringdur af ást-
ríkri umönnun og hjálpfýsi, frá
konunni íhans, og börnum þeirra.
Hhnn lcvaddi ástvinina, og bygö-
ina í síðasta sinn 1. júní s. I., en
hans jarðnesku leyfar hvíla hér í
bygðinni, sem hann unni mest allra
ísl. bygða vestan hafs. Hann var
jarðsunginn af séra N. S. Thor-
lákssyni frá Selkirk, að viðstödd-
um öllum börnum þeirra hjóna,
nema einu, sem vegna veikinda gat
ekki komið, og fjölda ættmenna,
vina og kunningja.
Þau GuSm. og Sigríður eignuS-
ust 9 börn. Mistu 2 í æsku, og þaS
þriðja á nítjánda ári; mjög efni-
lega stúlku, sem Jensína hét. Hún
dó 26. marz 1920. — Þau sem eftir
lifa eru talin hér eftir aldri: —
Anna Kristrún, gift Óla Bjarnasyni
Dalsted verzlunarmanni aS Con-
crete N. D., Bjarni Valtýr, kvong-
aður Málmfriði Kristjánsdóttur
Halldórssonar. Eiga heima í Wal-
halla N. D. vinnur Bjarni þar sem
vélastjóri fyrir “The Porter Sup-
, ply Co.” Óskár Tryggvi (éSgifturJ
nú kornkaupmaður í Mozart, Sask.,
GuSrún Ingibjörg gift Victor
Crowton verzlunarmanni í Wal-
halla, Sólveig Aldis, gift Victor
Ásbjarnarsyni, Sturlaugssonar, for-
manni stjórnarbúgarðsins í Cava-
lier County, nálægt Langdon N. D.,
Elin Þorbjörg, /ógift) á heima í
Winnipeg. Öll eru börn þeirra
hjóna mjög gerfileg; og þrjú af
þeim gædd sérlega góðum leikara-
gáfum, þau Kristrún, Óskar og
Elín.
GuSmundur var tæplega meðal-
maSur á hæð, þráðbeinn og lióleg-
ur á fæti, áður en gigtin og ellin
fóru aS ná yfirtökunum. Nettur og
prúðmannlegur í allri framgöngu
Bláeygur og bjartur á brún og brá.
Kurteis og glaSur i viðmóti. Sér-
lega góður smiður á alt sem var
fint og vandasamt. Með; afbrigðum
vandvirkur á alt, sem hann lagði
hönd á. Vann meS trúménsku og
dygð að öllu því sem honum var
trúaS fyrir, hver sem í hlut átti. —
Eg sem þessar línur rita vann með
honum í tvö sumur viS smíSar, og
þekti hann vel öll þau ár, sem hann
var hér í bygðinnij og tala því af
eigin reynd, og viðkynning.
Eg tel óvíst aS nokkur einn Is-
lendingur hafi skilið eftir fleiri
handtök hér T bygð, unnin af jafn-
mikilli trúmensku og vandvirkni.
GuSm. var einnig ástrikur eigin-
maður og faðir. Konan og börnin
voru altaf efst í huga hans, þegar
hann var í burtu frá heimilinu. —
Hvernig þeim liSi og hvort honum
mundi nú takast að innvinna sér
nóg til að framfleyta heimilinu En
hann vissi, og viðurkendi líka, að
hann var ekki einn síns liðs, þar
sem konan hans var í verki meS
honum; enda má meS sanni segja
að hún lá aldrei á liöi sínu. Heimili
þeirra hjóna var viðbrugðið fyrir
gestrisni, og hlýlegar viðtökur,
gagnvart þeim, sem að garöi bar;
sem ekki vor svo fáir, því þangaö
sækja flestir sem bros og vinarþel
mætir þeim. Margar hlýjar endur-
minningar munu því fylgja GuSm.
Jónsyni yfir um hafið frá vinum
og vandamönnum, og öllunr þeim
sem kyntust honum vel. Einnig
munu allir þeir er þektu bæði hjón-
in vel, bera innilega samhygð til
ekkjunnar og þakklætistilfinning
til beggja, fyrir vel unnið starf í
þarfir bygöarinnar og mannfélags-
ins. Megi elliár hennar verða á
nægjuleg og síðasta sólsetriS unaös-
ríkt.
Th. Thorfimison.
Nýjar vonir.
(Framh. frá 3. bls.)
mótið kom, um kveldið. ÞaS var
eins og móðurinn og sigurvonirn-
ar hefSu horfið i einhverja afdali
sálar hennar.
Hún náSi engu verulegu haldi á
hlutverkum sínum, ekki einu sinni
eins vel og hún hafði oft áSur gert.
Orðin urðu stiröari á vörum henn-
ar, röddin var of sterk með köflum
of veik annarsstaðar. Samræmið
fór alt út um þúfur.
Það sem henni fanst aS vart
mætti senda út i heiminn, geröi
hana hikandi, en aðrir gátu sungið
þaS með léttleik og samræmi.
ÞaS var sem járnverjur væru um
alt i huga hennar, og inni fyrir
helgidómar er enginn mætti kanna,
ella myndu þeir misskilja það og
aflaga.
Hún tapaði í samkeppninni og
fór hnuggin í huga heim um kveld-
ið.
Svona fór þá Sínaí-förin hennar!
Hún var óhæf til aS bera mönnun-
um örsmæstu brot af geislum
Gpös. Húri var aumari en glerrúð-
ari, sem hún hallaSi heitu höfðinu
aS. Hún gat borið svo mikið af
ljósi dagsins að nægði til aS lýsa
herbergið. — örlitið glerbrot, en
hún, sálu gædd vera, gat ekki sung-
iS lag svo lag væri á; miklu síður
svo nokkur þreytt sál findi þar
augnabliks hvíld. Ef faöir hennar
vissi hvað ömurlega hefði tekist
fyrir henni.
“Alt er hér svo ólikt okkur, pabbi,”
sagöi hún hálf hátt. — Svona líöur
þeim sem eru ósigurs megin í til-
verunni. Hún hugsaði um Pompeij,
Jerúsalem í herleiðingunni og 70
e. k., ísland i gegnum eldgos, drej>-
sóttit, landskjálfta, sjávarháska —
alt mögulegt — alla, sem höfðu
tapað, þar til dimt herbergið snérist
meS hana. Þegar hún afklæddi sig
varö fyrir henni peningabuddan.
Það voru i henni tveir dalir. Húsa-
leigan óborguð fyrir mánuS og eng-
an kvöldmat hafSi hún fengið sér.
Hún bylti sér lengi í rúminu, en gat
ekki sofnað, þó hún væri hætt að
gráta. — Loks er komið var fram
á nótt, sofnaði hún; þá dreymdi
hana aS hún væri á skipi úti á hafi
Það var um Jcveld og dimt. Hún
stóð viS öldustokkinn og horfði i
sjóinn. Á haffletinum voru margar
hafmeyjar, þær voru fagrar og
syngu yndislega, en karlmennirnir
fleygðu sér í sjóinn, er þeir heyrðu
sönginn. Ein þeirra var fegurst og
söng bezt og það lýsti af hári henn-
ar í myrkrinu. Hún kom næst skip-
inu. Það var Ástriður. Þá hljóp
Þórður 5 sjóinn. Þorbjörg kendi sér
meiri sálarangistar en hún ha’fSi
nokkurn tíma fundið til í vökunni,
kvala svo biturra, að hún fékk eng-
an veg undir risiS. Þá kom faðir
hennar og lagði hendina á öxl henn-
ar og sagði:
“Syngdu ‘Bjargið alda’ ”.
Þá hrökk hún upp.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson.
Fréttabréf.
Point Róberts, 25. nóv. '26.
Heiðraði ritstjóri:—
Mig minnir aS eg hafi lesiS það
í öðruhvoru íslenzka blaöinu, Lög-
bergi eöa Heimskringlu, að blöðin
vildu sem oftast fá að heyra úr öll-
um bygðum þar sem landar búa og
datt mér þessvegna í hug, að þaS
væri vel til fallið að senda fáeinar
linur héöan, í þeirri von að þú, rit-
stjóri góöur ljáir þeim rúm í þínu
víðlesna blaði, það er marga, sem
langar til að heyra héöan vestan af
ströftd Kyrrhafsins.
Þótt nú væri ekki um neitt að
skrifa nema tiðarfarið, þá væri það
eitt út af fvrir sig nóg umræðuefni,
þvi svo yndisleg hefir tíSin verið
síöan eg kom hingað vestur litlu
eftir miðjan september, s. 1. að mér 1
1 hefir legið við að öfunda þá, sem
hér hafa átt heima, síðastliöin 20 ár,
eða meira og þykir slík tíö ekki
neinar nýjungar.
SíðastliSið sumar hefir víst verið
hér gott og afferasælt, bæði hvað
vöxt og nýtingu að jarSarafurðum
viökemur og er þá mikið sagt, þeg-
ar tekiS er til samanburðar hvaö
mörg önnur bygðarlög hafa orðið
að liða misbresti á bæði vöxtum og
hirðingu á lífsviSurværi manna og
skepna. Eg ætla aS setja hér ofur-
lítið yfirlit yfir tíöina, þennan tíma
sem eg er búinn að vera hér á
ströndinni, í því trausti að það saki
engan þó það sé máské ekki alveg
rétt. ÞaS var dálítið svalt um 20.
sept., frostvart tvær nætur, þaS
þótti víst sjaldgæft hér. Eftir það
voru töluverðar rigningar af og til,
þangaS til um miðjan október, en
altaf hlýindi á milli og grasið óx.
Eftir það komu einmuna stillur og
bliðviðri nú samfleytt í 17 daga. 9.
nóv. hálf kalt og 10. nóv. var rok-
veður, öldumar héma á Kyrrahaf-
inu urSu eins stórar og þegar verst
lætur á Winnipeg vatni; þaS var
ekki Kyrrahaf þann daginn. Morg-
uninn eftir var komið logn. Hafið
spegilslétt eins og áður.
Meöan reisir rammaslag,
róstugur hafsins kliður!
eftir sérhvern öldudag
endurskapast friður.
Nóttina milli 18. og 19. var frost
og næstu nótt þar á eftir var lagt á
vatni, síSan hefir ekki komiö frost.
21. rigndi mest allan daginn, síðan
hefir veriS gott veður. í dag er
JThanks giving dayj það er gott
veður og skepnurnar, er úti um hag-
ann að bíta græna grasið, sem altaf
er að vaxa, bifreiðamar þjóta aftur
og fram um vegina. Heilsufar
fólks er hér yfirleitt í góðu lagi nú
sem stendur, nema hvaS hún gamlá
elli er býst eg viS, aÖ glettast til viB
suma með sínum gömlu tökum, sem
hún brúkar alstaðar, hryggspennu
og hælkrók, en eðlilega gengur
ihenni ver að fella fólk á þessum
brögðum hér, en víðast hvar annar-
staSar þar sem tíSin er erfiðari.
Það er munur um þetta leyti árs, aS
standa á skrúögrænni jöröinni og
glíma við gömlu skessuna, eða þar
sem maður verður aS haltra á móti
henni hálffrosinn í knédjúpum
snjósköflum. AuSvitað gefur hún
ekki upp hvernig sem á stendur en
þaö getur verið mikill munur hve
fljótt henni gengur að eyðileggja
kraftana. Efnahagur fólks er hér,
eftir útliti að dæma í góöu lagi.
Fólkið er frjálslegt og glaðlegt og
ánægt með bygöina sína. Það eru
hér tvær verzlunarbúöir og pósthús-
en öll heildsöluverzlun er gjörð við
Béllingham. Bátur, sem flytur bæöi
póst og vörur fer frá Bellingham
og hingað til Point Roberts á hverj-
um degi og er hann eign annarar
verslunarinnar hérna.
Einn bóndinn flutti héðan í vet-
ur, Jónas Sveinsson. Það er mikil
eftirsjá að honum, þvi hann var
maður greiðvikinn og hjálpsamur
og getur sá sem þessar línur skrif-
ar boriö um það, af eigin reynslu.
Jónas hafði hér kindarækt og farn-
aöist vel. Annars er búskapur hér
aðallega bygður á hænsnum og kúm
og gefur hvorttvegga góðan arö
Rjómi er sendur héðan 2 í viku á
þriðjudögum, og föstudögum um
1500 pund í hvert sinn. Smjörfitu-
pundiö er 48 cents. Flestir bændur
hér tilheyra eða eru hluthafar í
Whatcom County Darymen’s As-
sociation og hefir einn bóndinn
sýnt mér skýrslu ffinancial reportj
nýkomna, sem sýnir starf þess yfir
6 mánuöi til 30. júni 1926 og set eg
hér fáeinar tölur — örlítið brot til
að sýna aS ibændurnir hérna eru
ekki iðjulausir.
Sour cream to Association, 367,-
437 lbs. Butter made, 1.781.668.
Cheese made 199,401. Milk powder
made 2,328,161. Sale for six
months ending june 30th, 1926.
Butter, $723,536.52.
Cheese, $69,623.56.
Milk powder, 275,288.38.
FélagiS hefir creameries eða
(plants) .bæði í Linden og Belling-
ham aðal skrifstofan er í Belling-
ham. 1
Þegar þess er gætt aö í þessu
County er annað stórt félag fCarni-
age Condensery) sem utanfélags*-
bændur selja til, þá fer mönnum aö
skiljast hve stórkostleg framleiðsl-
an er i þessu eina County, hvaS þá
í öllu W|ashington ríki. Bændur hér
sem hænsnarækt stunda hafa frá
1400 upp í 2000 hænur, sem mest
hafa, sumir 700 og þaðan af minna,
þeir sem hafa 1400 selja 10 kassa af
eggum á viku og frá einu heimili,
sem hefir 2000 hænsni eru sendir
17 kassar á viku, sem seljast fyrir
12 dollara hver. Bændur eru hér
allir í félaginu The Washington Co.
operative Egg and Poultry Ássocia-
tion, sem nær yfir alt ríkið, stofn-
að 1917 og til aS sýna framför þess
upp að þessum tíma (total sales
figures) set eg hér eftirfylgjandi
tölur fyrir árin 1917 og 1925.
1917, total sales $217,000.00
1925, total sales 10,969,501.37.
1 Fyrstu 6 mánuðina af árinu 1926
er sölureikningur félagsins $6,434,-
452.72 fyrir sama tímabil af árinu
1925, $4,959,396.01 feSa 4 af
hundraði framfærzlaj ASalskrif-
stofa er í Seattle og 14 móttöku-
staðir og fóöursöluhús í vesturhluta
Wíashington ríkis, svo sem Linden,
Bellingham, Everett, Seattlé, Ta-
coma, Elma, Winlock og fleiri. Fé-
lagið selur allar fóðurtegundir til
bænda og allra innanfélagsmanna
fyrir heildsöluverö og af því eg
veit að íslenzku blöðunum er ant
um að sem mestur og bestur félags-
skapur komist á, meSal bændastétt-
arinnar, eru þessi dæmi þess viröi
að þau séu lesin.
Kartöflur eru ekki mikiö ræktað-
ar hér á Pt. R.; verð á þeim er nú
sem stendur $1.00 fyrir hundrað
pundin, en einn bóndinn hérna fékk
síðastliðið sumar 6 hundruð dollara
viröi upp úr einni ekru og hefir það
ekki þurft að vera nein fyrirtaks
upskera þar sem verSið á þeim
tima var 15 cents pundið eða 15
dolara hundrað pundin, en senni-
lega hafa það ekki veriS fátækling-
amir, sem gátu keypt svo dýra
fæðu, þegar fariö var að selja hana
út af markaðinum, en þetta er nú
ekki óvanalegt hérna i stórbæjun-
1 fyrst á sumrin þegar nýr garö-
matur fer að koma á markaðinn.
Að endingu vil eg geta þess, aö
héðan frá Pt. R. er fagurt útsýni,
líkast þvi sem skáldið kveöur um
('og eyjar og vogar og vikur og
sund og víðsýnt og blikandi haf”).
Og daglega sjást eins og þar stend-
ur “skrautbúin skip fyrir landi,” og
eitt af þeim, þó það sé nú ekki
mjög stórt eöa skrautlegt, færir
löndunum hér kærkomna kunn-
ingja á hverjum mánudegi, klukk-
an litið eftir 11 f. h.. Þessir kunn-
ingjar eru islenzku vikublöðin frá
Wiinnipeg.
Guðtn. Elíasson.
Sambandsþingið
Sam'bandsþingiS í Ottawa var
sett hinn 9. þ. m. eins og til stóS.
Hinn nýi landstjóri Lord Wílling-
don setti þingið og las hásætisræö-
una og fór þingsetningin fram með
vanalegri viðhöfn og hátíðabrag.
Forseti neðri málstofunnar var
kosinn Hon. Roldolphe Lemiux,
sem verið hefir forseti á undan-
förnum þingum og mætti það nokk-
urri mótspyrnu. vegna þess. aS þaS
þótti gagnstætt gömlum venjum aö
kjósa sama mann fyrir forseta oft-
ar e*h tvisvar i senn. Þeir þingmenn
er kjósa vildu Hon. Lemieux uröu
•þó miklu fleiri. enda hefir hann
jafnan þótt standa ágætlega í stöðu
sinni sem þingforseti.
Hásætisræðan er stutt i þetta
sinn og er aðal efni hennar það sem
hér skal greina:
1. Þau lagafrumvörp, sem sam-
þykt voru á síðasta þingi, en sem
ekki náðu lagagildi, verða nú aftur
lögö fyrir þetta þing. ViSauki viB
kornsölulög Canada veröur einnig
lagður fyrir þingið.
2. Lög er styðja að þvi að koma
upp verksmiðjum er vinni coke úr
canadiskum kolum.
3. Lög. samkvæm skýrslu þeirr-
ar nefndar, sem sett var til aö rann-
saka réttindi Strandfylkjanna og
veröur sú skýrsla lög fyrir þingiö
strax í þingbyrjun.
4. Lög viSvikjandi aukabrautum
Canadian National járnbrautakerf-
jsins.
5. Lög, er staðfesta samninga við
hluthafa Grand Trunk Pacific
járnbrautarfélagsins.
Breytingar á þingskipun verða
teknar til athugunar. ÞaS er einnig
tekiö fram í hásætisræöunni aS
mikið hafi verið gert að viðgerð og
lagningu Hudson flóa brautarinnar
á þessu ári og áformað sé að halda
þvi verki áfram strax næsta vor,
eins fljótt og veSur^ leyfir. Einnig
er skýrt frá aB Prinsinn af Wales
mundi þiggja boS stjómarinnar og
heimsækja Canada á næsta sumri,
þegar þess verSur minst aö 60 ár
eru liðin síðan fylkjasambandið var
myndað. Sömuleiðis Baldwin for-
sætisráðherra á Bretlandi, ef hann
geti mögulega komiö því viS.
ÞaS^ er búist við aö umræður um
hásætisræðuna verði ekki langar í
þetta sinn og hófust þær á mánu-
daginn í þessari viku.
Dánarminnirg.
Sigurlaug Guðmundsdóttir
Hjálmsson var fædd að Miðvöllum
í SkagafirSi 12. janúar áriö 1861.
Foreldrar hennar voru þau heið-
urshjónin Guðbjörg Eyjólfsdóttir
og Guðmundur Isleifsson. Föður
sinn misti hún 6 ára gömul og ólst
upp hjá vandalausum eftir það.
Þegar hún var 16 ára flutti móðir
hennar af landi burt til Ameríku en
Sigurlaug réðist sem vinnukona að
Kúskerpi i Blönduhlið í SkagafirSi.
Þar giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sinum', Guömundi Hjálms-
syni 19. okt. árið 1879. Þau hjónin
dvöldu fvrst á Kúskerpi en fluttu
svo vestur um haf árið 1887 og
settust aö í Hallson-bygB i N. Dak.
í Hallson og Akra bygðtim voru
þau þangað til þau fluttu til Leslie,
Sask. árið 1904. Dvöldu þau þar í
sex ár á heimilisréttarlandi srínu
skamt frá Leslie. Þaðan fluttu þau
til Montana og námu land viS Dun-
kirk bæ. Þaðan fluttu þau til Blaine
Wash. áriB 1921 og hafa átt þar
heima siðan. Hún andaðist aö heim-
ili sinu skamt frá Blaine aB kveldi
hins 14. okt. s. I. og var jörðuð frá
isjenzku lútersku kirkjunni i Blaine
á 47 giftingar afmælisdaginn sinn
þann 19. okt. 1926.
Séra R. Marteinsson frá Seattle
var sóknarprestinum til aðstoðar
viö jarðarförina.
Þeim GuSmundi og Sigurlaugu
vaS fimm barna auðið. Tveir dreng-
ir dóu i æsku en á lífi eru: Kristó-
fer giftur Jónínu (úöur Johnson)
eru þau búsett í Blaine, Vilhelm,
giftur amerískri konu ('Helen HillJ,
þau búa í Taoma, Wash. og Odd-
ný, gift Áshalli Brandsson, bróð-
ur Dr. Brandson í Winnipeg, búa
þau skamt frá Blaine, Wash. Á
þeirra vegum dvöldu þau Guð-
mundur og Sigurlaug síðustu árin
og hjá þessari dóttur sinni dvelur
hinn aldraði ekkjumaður nú. Þrjár
systur lifa Sigurlaugu sáþ Helga,
gift Sigurbirni Björnssyni bónda
viö Hensel, N. Dak GuSbjörg, gift
Páli Jóhannssyni við Quill Plaine,
Sask. og Guðrún, gift Árna, syni
Sumarliöa sál. gullsmiös, eiga j>au
heimili í Seattle. Wash.
Mentunarskortur varð Sigur-
laugu sál. eins og svo mörgum hinna
eldri íslendinga, þröskuldur á leiÖ
framfaranna. Hún var gædd mikl-
um námshæfileikum í hvaða átt
sem var og átti djúpan fróðleiks-
þorsta og þrá til þeirrar mentunar,
sem göfgar upplýstra manna anda.
Að afla sér þeirra gæSa og miBla
þau öðrum, var einn af hinum
sterkustu pörtum í andlegu inn-
ræti hennar. Af sjálfsdáðum komst
hún til þeirrar þekkingar í danskri
tungu, aS hún hafBi full not af
dönskum og norskum bókum. Hún
las mikið og var sérstaklega hrifin
af fðgrum ljóðum, enda hagmælt
sjálf í besta lagi.
Sem eiginkona, móðir og hús-
móðir var hún til fyrirmyndar.
Heimili gömlu hjónanna virtist
bjóSa gestum faöminn og þaðan
andaði alt af hlýju út i nágrennið
og út á þjóöveginn, enda var sam-
komulagiB hið bezta heima fyrir.
Hún var alstaðar vinsæl þar sem
hún þektist, fyrir góðsemi, umburð-
arlyndi og hjálpsemi. Hún var virt
og velmetin af nágrönnum sínum og
sárt saknað af á^tvinum sinum.
Eiginmanni sínum og börnum
gaf hún þau kærleiksblóm sem
aldrei munu hjá þeim fölna í end-
urminningunum.
H. E. Johnson.
Dingwall’s
búa til allan sinn gullvarning í verk-
stofunni að 62 Albert St., Winnipeg
Allar vörumar eru unnar undir umsjón þaulœfðra
sérfrœðinga, og þarf því eJcki að efast um haldgæði
þ'eirra.
Komið inn í búð vora að kveldinu og kaupið það, sem
þér þarfnist. Búðin opin til kl. 10 á kveldln.
Allar tegundir af fingurgullwm, við mjög lágu verði.
Ekta demants Dinmer hringar, 18 k. í1 fallegri hvítri
umgjörð.
Fagrir nýtízku Aquamarine hringar, 1-í Jc. í hvítri
gullumgjörð.
Afar mikið úrval af armhöndum, úr ekta lOk. hvítu
gulli, sett þrennum fíngerðum sapphires. Verð $35
Aðrar tegundir, einnig úr gulli,. frá $15 til $50
Fallegir Signet hringar karla, úr skíru gulli, fyrir að
eins $15.
Enn fremur höfum vér fyrirliggjandi márgvíslegar
byrgðir af hálsbindis prjðnum, onyx og demantar,
fyrir $8.50.
Gleymið ekki hinum fallegu Dress Sets í jólagjafa-
kössum. Kosta í góðri gullfyllingu $4.00; úr ljósu
gulli, $25.00 og tír platínum $40.00. Jólagjafir, sem
öllum falla vel í geð.
Kaupið Jólagjafir yðar hjá
DINGWALL’S '
Portage, rétt við Garry Street.
EXCURSIONS
Austur Canada
DESEMBER 1., 1926, TIL JANUAR 5., 1927
Vestur Strandar
VISSA DAGA I DESEMBER, JANUAR OG FEBRUAR
Fjelagid er areidanlegt
—Mikilsverd regla fyrir ad nota Canadian National brautirnar
Látið 08» hjálpa yður að ráðstafa ferðinni. Umboðsmenn vorir munu með érargju
annast alt sem þér þurfið. Selja yður ódýrt far. gefa nægan fyrirvara, o. s.frv.
eða skrifið W. J. QUINLAN, District Pasfen|cr Agcnt, Winnipeg
r.flHfllDAH MATIDNftL RftlLWflYS