Lögberg - 23.12.1926, Blaðsíða 4
Bls. 4
LöGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1926.
Jogbcrg
Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talainan N-6327 o& N-6328
JON J. BILDFELL, Editor
Ut máskrift til blaSnin*:
THt COLUMBIH P(|ESj, Ltd., Box 317*. Wmilpeg, H*n-
UtanáakriH rit*tj6ran»:
íOiTOR LOCBERC, Box 317* Wtnnlp*g, l^an.
The “I.ttgtier*” 1* prlntad and publlshed by
Th* Columbla Pr*e«, Ldmited. ln th* Columbla
HuDdlnr, cts Sargent Av*., Wlnnlpe*. Manltoba.
Ástandið í Kína.
i.
Víða í heiminum hefir ástandið verið alvar-
legt á undanförnum árum, og er enn hvergi samt
eins og í Kína.
Það mikla land, sem skift er í 18 fylki eða
ríki, sem sum eru nægilega stór til þess að vera
heilt konungsríki útaf fyrir sig, er 1,500,000 fer-
mílur að stærð og telur hátt á f jórða hundrað
miljón íbúa er flakandi í sárum. Þar er hver
höndin upp á móti annari. engin regla eða yfir-
stjórn, er nokkru ræður eða vald hefir hjá þjóð-
inni, sem heild. Það er samt ekki svo að skilja
að þar séu ekki nógu margar stjómir, þær eru
nú sem stendur einar sex, en þær eru allar að
skara eldi að sinni köku, — reyna til þess að
faxra út kvíar sínar og auka vald sitt, en ekki
ein þeirra er fær um að tala eða ákvarða í nafni
þjóðarinar í heild.
Fvrst þegar sögur fara af Kínaveldi, var þar
einvalds konungsstjórn og var hann valinn af
vissum ættbálkum eða flokkum í landinu. Árið
2205 B. C. hófst í Kína óeyrðar tímabil þegar
ríkisstjórnin var í höndum þeirra manna er
mest máttu sín og hélst það nálega í 2000 ár,
eða þar til árið 225 B. C., þá kom fram einn af
hinum sterku mönnum Kína þjóðarinnar, Tsin,
sem braut undir sig alla hina mismunandi
flokka og krafði þá til hlýðni við einn þjóðhöfð-
ingjia en Jiað var sjálfur hann og með honum er 9
keisarastjómar fvrirkomulagið í Kína stofnað
og J)ó völdin liafi ekki ávalt verið í hondum sömu
ættanna þá helst það fyrirkomulag að mestu
óskert þar til árið 1911, en þá nevddu upp-
hlaupsmenn, sem vaxið hafði stöðugt þróttur,
frá því að Boxer uppreisnin átti sér stað í byrj-
un tuttugustu aldarinnar, hinn síðasta keis-
ara Kínaveldis til að segja af sér.
Það var orðinn klofningur í þjóðfélaginu út
af keisarastjóraar fyrirkomulaginu. Keisara-
sinnar, sem sterkastir voru í Norður-Kína,
studdu það. Lýðstjórnarmenn, sem kendir eru
við Suður-Kína, einkum Oanton, stóðu fast á
móti, svo engin varanleg sambandsstjóm hefir
getað komist á síÖan.
Af því, sem nú hefir sagt verið, geta menn
skilið, að allmiklu leyti, ástæðuna fyrir ástand-
inu, eins og það nú er — innbyrðis sundurlyndi
og óeirðir, svo Jijóðin getur ekki notið sín á
neinu sviði.
En auk þess hefir megn óvild til útlendinga
og útlendra þjóða magnast hjá henni. Ástæð-
urnar til þeirrar óvildar eru margar og rót-
t;ekar.
Sú fyrsta tekur oss til baka til ársins 1497,
þegar Vasco da Giama fann sjóleiÖina til Ind-
lands. Þá tóku Vesturlandaþjóðir að sigla til
Kína. Fyrst Portúgalsmenn 1516, þá Spán-
verjar, Hollendingar og Bretar 1535. Við þess-
ar heimsóknir Vesturlandamanna var Kínverj-
um meinilla, og hefðu bannað öll samneyti við
þá, ef þeir hefðu getað. Þeim leizt illa á vest-
ræiní menninguna þegar í byrjun, því hún var
að eins í eigin hagnaðar leit.
Ópíumverzlunin, sem fram að þeim tíma var
sára lítil í Kína og þá ópíumreykingar, óx gíf-
urlega. Fyrir árið 1767 voru að eins 200 pakk-
ar af því eitri fluttir inn til Kina árlega, en það
ár nam tala þeirra þúsundi. Ópíumreykingarn-
ar fóra /raxandi að því skapi, og stjórain var
ráðþrota að stemma stigu fyrir útbreiÖslu plág-
unnar. Hún lagði þunga hegningu við ópíum-
nautn og vildi reyna að útrýma óvini þeim. En
Jiað leiddi þjóðina og hana út í hin mestu vand-
ræði. Hún lenti í stríði við Breta I84Q, og beið
ósigur, sem von var. Árið 1855 lentu þeir aft-
ur í stríði við Breta og Frakka til samans, og
urðu þá aftur að láta af áformum sínum, og þar
að auki láta Canton af hendi við þær þjóðir.
Árið 1858 kröfðust stórþjóðimar, að Banda-
ríkjunum meðtöldum, að ópíumverzlunin í Kína
væri lögleidd. Það neituðu Kínverjar að gera.
Aftur réðust Bretar og Frakkar á Kína, og
tóku vígi }»eirra, sem voru á leiðinni til Pek-
ing. Kínverjar urðu aftur að láta undan og
dyrnar voru opnaðar Vesturlandaþjóðum inn í
Kína.
í gegn um þessar opnu dyr komu svo þjóð-
irnar til Kína. .Japanar komu 1894-5 og tóku
Formosa og Liao-tung skagann, ásamt Port
Arthur og $158,400,000 herkostnað. Síðar fengu
Rússar, Þjóðverjar og Frakkar því til leiðar
koniið, að Kínverjar fengu að halda Liao-tung,
með því að bæta $76,800.000 við herkostnaðinn.
Svo komu Rússar og þröngvuðu Kínverjum
til Jiess að veita sér leyfi til að leggja Síberíu-
járnbraut sína í gegn um Kirin, Mukden og til
Port Arthur og Peking, ásamt því að fá sér
hendur yfirráðin í Manchuríu og leigja sér Port
Arthur og Dairen.
Þjóðverjar komu og fengu níutíu og níu ára
leigusamning fyrir Kiaochow höfninni og helg-
uðu þeir sér allan Hoang Ho dalinn. — Bretar
fengu siglingarétt til fleiri hafna, en þeir höfðu
áður haft, og eftir sumum af stórám landsins,
og Frakkar fengu líka sinn hleif.
Út af Jiessu öllu og öðru fleira. sem hér er
ekki rúm til að minnast á, magnaðist ekki að-
eins óvild Kínverja til Vesturlandaþjóðanna,
lieldur jókst líka innhyrðis sundurlyndi og óá-
nægja, og er enginn vafi á, að sú óánægja var
orsökin til Boxer uppreisnarinnar árið 1900.
En fyrir hana urðu Kínverjar að borga Vest-
urlandaþjóðunum $293,850,000 í skaðabætur.
Á þeim sama tíma fóru Rússar á ný að herða á
kröfu sinni um öll yfirráÖ í Manchuria, og tók-
ust Japanítar þá á hendur að jafna sakir við
þá. Úr því varð stríðið á milli Rússa og Jap-
aníta 1904—05.
Það er sérstaklega þrent, sem festa verður
í minni, þegar hugsað er um ástandið í Kína:
Skort á festu í allri stjóra og innbyrðis óeirðir,
sem hafa fariÖ vaxandi síðustu árin.
Fjárskort þjóðarinnar, svo hún hefir orðið
að taka fé að láni hjá erlendum þjóðum í stór-
um stíl og
Rótgróna óvild þjóðarinnar til útlendinga.
II.
Það var sagt, að alheimsstríðiÖ nýafstaðna
hefði verið háð til þess, að binda enda á stríð.
Þó að sú hugsjón sé enn ekki nema skamt á
veg komin, þá er víst óhætt að segja, að margir
menn liafi verið einlægir í því áformi, og séu
það enn; að minsta kosti hafa þeir sýnt meiri
viðleitni til þessi nú en áður, með því að stofna
Þjóðbandalagið — The League of Nations. —
í því sérstaka augnamiÖi.
Hvað áhrifamikill að sá félagsskapur verð-
ur í því sambandi, er ekki gott að segja. Tím-
inn einn leiðir það í ljós. Vér höfum ekki mikla
trú á, að nokkur ytri sambönd megni að varna
þeirri ógæfu mannanna. Því til þess að hægt
sé að útrýma stríðum, þarf fyrst að nema í
burtu stríSs-ástæðurnar, en þær eru ávalt og
ujndantekningarlaust óvild. óvild sú getur
skapast af mörgu, svo sem ágirnd, valdafíkn,
metorðagirni. 1 stuttu máli, öllu því, sem vek-
ur óvild á milli ejnstaklinga og þjóða; og áður
en aljijóða friður f:etur komist á, þarf að nema
það í burtu úr hugsun mannanna, en setja þar
í staðinn! kærleikann.
Svo hverfum vér aftur að ástandinu í Kína,
eins og það er nú.
SíÖastliðið sumar kom atvik fyrir í Kína,
sem snerti brezku stjórnina mjög ákveðið, og
hefði að sjálfsögðu nægt til þess, að til vopna
hefði verið gripið, ef allrar gætni hefði ekki
verið gætt.
Það hafði veriÖ siður eins af undirforingj-
um Kínverja, Wu-pei-fu, að taka brezk skip í
þjónustu sína til að flytja hermenn á frá einni
höfn til annarar, þegar honum sýndist.
Þetta gjörði hann síðastliðið sumar. Hann
tók skipið Wanleir. Mikill hraði var á kín-
versku hermönnunum, sem fóru niður eftir á
einni á bátum, til þess að komast um borð í
skipið. Einum bátnum, sem hlaðinn var með
silfri og mönnum, hvolfdi. Þessu reiddust her-
mennirair, þó s'kipverjarnir brezku ættu enga
sök á því. Kínverjar tókn skipið í sínar hend-
ur og skipuðu skipverjum að sigla með sig til
Wanhsien. Þegar þangað kom, var þar annað
brezkt skip fyrir, sem skarst í leikinn. En for-
ingi Kínverja, sem var Yang Sen herforingi,
tók þar önnur tvö hrezk skip. Tók hann skip
verja til fanga, en hlóð skipin með mönnum
sínum, og herútbúnaði.
Brezka stjórnin reyndi að fá þetta lagfært
og leitaði til stjórnarinnar í Peking, en hún gat
ekkert lið veitt — hafði ekki vald til þess, og
það fanst eingin stjóra eða maður í Kína, sem
vald hafði til þess að skerast í leikinn, og svo
var óreiðan mikil, að innheimta á tollum, á inn-
fluttum vörum til Kína, hætti sökum þess, að
engin stjórn hafði vald til þess að innheimta þá
annari fremur.
Stjórnin brezka leitaði þá að lokum til Yang
Sen sjálfs, og bauð honum að leggja jafnmikið
fé á banka í Kína í hans nafni og fé það var, cr
hann misti í sjóinn, ef hann vildi láta brezku
mennina og brezku skipin laus. En við það var
ekki komandi, svo brezka stjórnin sendi her-
skip til þess að leysa skipin og mennina. í
þeirri viðureign féllu 20 brezkir hermenn og all-
margir Kínverjar, en að leikslokum þarf ekki
að spyrja.
Við þetta létu Bretar sitja. Þeir stiltu
hefndarhug sinn, og menn þeirra eru óbættir.
Á annað atriði verður að minnast í þessu
sambandi, sem lítiÖ á skylt við mannúð eða
bróðurkærleika.
Eins og gefur að skilja, þá eiga Kínverjar í
vök að verjast í fjármálum sínum, en þó höfðu
þeir hrotist í að borga hið svo nefnda níu ára
heimalán sitt, svo að það verður uppborgað
snemma á árinu 1927, og þóttust þeir sjá þar
veg til að ná í fé nokkurt til nauðsynlegustu
þarfa sinnsl Ráðstafanir voru því gerðar við
bankastjóra í Kína að enduraýja lán þetta og
taka að tryggingn þann part tollinntektanna,
sem áður stóðu fyrir láninu.
En 25. ágúst s. 1. tilkynnir sendiherra Banda-
ríkjanna, Mr. McMurray, Kínverjum í nafni
þjóÖabanka ráðsins, að þeir mættu ekki taka
þetta nýja lán —- að þeir eigi ekki með það;
að þeir skuldi óhemju fjár, sem verði að borg-
ast, áður en þeir sjálfir fái einn eyri. Ef að
tollatekjur þeirra séu leystar undan veði, þí
verði skuldiraar að ganga fyrir öllu öðru —
skuldirnar við J. P. Morgan and Co. og allra
skuldirnar við J. P. Morgan and Co. og öll hin
félögin, sem þeir skulda, víðsvegar um heim.
Þetta er ekki ÞjóðbandalagiÖ, sem fer með
slíkan boðskap til þjóðar, sem er aðfram komin
og ráðjirota, en þessi sendiboði bankasam-
bandsins talar fyrir munn manna, og þjóða,
sem eru í bandalaginu.
Prédikun á 4. sunnud, í aðventu.
Út af Jóh. 3, 22—36.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Eftir séra N. Steingr. Thorlaksson.
■^miiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimimimimniiimiimimimiiiimiMimmimimmmuimiu:
Úr vegi méð alt, sem fyrir er!
“Konungurinn kemur! Úr vegi fyrir honum!
I D.D.Wood&Sons 1
Úr vegi með alt, sem fyrir er!” — þannig hrópuðu
fyrirrennarar konunga tál forna, — menn, sem á
undan þeim hlupu og tilkyntu fólki komu þeirra.
Jóhannes skírari var fyrirrennari, mestur og dýr-
legastur allra fyrirrennara, enda var hann fyrirrenn-
ari konungsins mesta, konungs konungnna, konungs
allra manna. Af því staðan hans var þessi, vitnaði
Jesús það, að hann væri meiri en nokkur hinna
gömlu spámanna, og að enginn melri honum hefði
fæðst. Og sömuleiðis vitnaði Jesús, að Jóhannes hafi
verið sendiboð'inn, sem átt var við, þegar Guð fyrir
munn spámannsins Malakí sagði: “Sjá, eg sendi
send'iboða minn og hann mun greiða vegínn fyrir
mér” (3, 1). Og með honum rættist orð Jesaja.spá-
manns um röddina kallandi í eyðlmörkinni: Greiðið
götu Drottins, ryðjið Guði vorum veg í óbygðinni!
(40, 3).
Með komu Jesú var Guð að koma til síns lýðs,
elns og hann hafði heitið og á þann hátt, sem hann
hafði heitið. Og Jóhannes, sendiboði Guðs og fyr-
irrennari Jesú, var að greiða götu Guðs, þegar hann
var að greiða Jesú veg.
Jóhannes kom. Hann vissi, að Guð hafði fengið
honum verk að vinna. Og honum þótti vænt um
verkið, af því það var verk, sem Guð hafð’i fengið
honum að vinna — það var verk Guðs—, og honum
var ant um að inna það af hendi e'ins og Guð vildi
í þeirri trú, fullviss um, að hann væri erindreki
Guðs, kom hann fram fyrir lýð'inn og kallaði svo að
kvað vlð unf alt landið: Konungurinn kemur! Búið
yður undir að taka á móti honum! Og úr vegi með
alt, sem fyr/lr honum er, svo að þér megið fagna hon-
um og þér eignist hann fyrir konung! — Og að þessu
verki sínu, og ryðja Drotni braut og búa lýðinn und-
'ir komu hans, vann hann með því að prédika gegn
syndinni. Og hann prédikaði ekki um syndina í al-
mennum orðatiltækjum, sem fóru fyrir ofan höfuð-
ið á fólkinu, h’eldur svo, að fólk gat skilið, hvað hann
átti við. Og hann var ekki hræddur Við að tala við
fólk um syndina og um synd þess. Hann var ekkert
hræddur við að styggja það; því um það var hann
ekki að hugsa, hvað því væri geðfelt, eða hvað ætti
við tíðarandann, heldur hvað Guði væri þóknanlegt.
Hann dró því ekki fjöður yfir synd/na né klæddi
hana í loðin orðatiltæki, sem komu hvergi við.
Hann kallaði syndina synd og sýndi hana eins og
Guð leit á hana og vildi að fólk lærði að líta á hana.
Fyrir hugskotssjónum hans stóð það lifandi og í
sálu hans var löngunin logandi að vinna að verkinu,
sem Guð hafði fal/ð honum, og flytja boðskapinn,
sem Guð hafði fengið honum, og ekki neitt annað.
Það var s y n d i n, sem var í vegi fyrir Guði.
Það var h ú n, sem var því til fyrirstöðu, að konung-
inum yrði fagnað. Hún var fyr/r — syndin, sem
skipaði öndvegi í hjartanu — syndin, sem fólk vildi
ekki sjá og kannast við og iðrast og játa. Burt því
með syndina! úr vegi með hana, svo að konungur-
fnn komist að! úr vegi með guðleysið í hjartanu_____
skortinn á óttanum og lotningunn'i fyrir hinum heil-
aga Guði! úr vegi með kærleiksleysið og óhlýðnina
og mótþróann gegn Guði og vilja hans! Úr vegi með
hræsnina og óeinlægnina alla! úr vegi með sjálfs-
elskuna og eiginréttlætið og sjálfsálitfð og hrokann!
Úr vegi með útvortis guðræknis-tildur og tál, sem
þér treystið á og teljið gilda fórn Guði tll handa!
Til Guðs í iðrun hjartans! Og svo út í lífið með
breytni, sem samboðí’n er iðraninni!
Þannig hrópaði Jóhannes: úr vegi með alla
syndina, sem fyrir er, svo að þér fáið fagnað kon-
unginum, sem er að koma Og frá þessu er oss sagt
og frá fyrirrennaranum mikla á jólafösthnni, til
þess að við skulum gá að því, að undirbúnings-
laust sé engum unt að fagna Jesú Kristi né heldur
að njóta jólagleðf í sannleika. Þess vegna hefir Jó-
hannes enn erindi til vor og prédikunin hans: Úr
vegi alt, sem fyrir er!
Jóhannes kom ekki sjálfur undirbúningslaust
fram fyrir lýðinn. Hann kom vel undirbúinn; því
Drottinn sjálfur hafði fengið að undirbúa hann.
Hjá honum hafði hann gengið í skóla. Þess vegna
var hann maður til þess að segja með guðdómlegum
myndugleik: “úr vegi með alt, sem fyrir er!” Af
því hann hafði fengið undirbúning sinn í skólanum
hjá Drotni, var undirbúningur hans eklqi tómur ut-
anað lærdómur eða fræðsla. Undirbúningur hans
var persónulegur, eins og allur sannur undirbún-
ingur fyrir lífið þarf að vera. Hann hafði sjálfur
með samvizku sína verið undir áhrifum hins heilaga
ög l'fanda Guðs. Hann hafði prédikað fyrst fyrír
sjálfum sér: úr vegi með alt, sem fyrir er! Því Guð
hafð’i talað við hann um synd hans ogmannsins
synd, og að hann og hver maður yrði að iðrast-s i n n-
a r syndar og lifa lifið sitt fyrir auglit'i Guðs og
þjóná honum í einlægni hjartans. Og orð Guðs náði
tökum á samvizku hans, og Guð fékk svo að skipa
öndvegissætið í sálu hans. Þess vegna var Jóhann-
es und,:rbúinn — og svo v e 1 undirbúinn.
Textinn sýnir okkur þetta svo vel. Við sjáum að
lærisveinar Jóhannesar taka upp þykkju fyrir meist-
ara sinn út af því að frézt hafði, að fleira fólk kom
dl Jesú en til Jóhannesar. Þeir þóttust sjá þar vott
þess, að álitið á Jesú væri að aukast, en álitið á
meistara þeirra að minka. út af þessu fyllast þeir
öfund og gremju. Búast þá við, að Jóhannes muni
taka í sama streng. Þeir þektu ekki hugarfar meist-
ara síns betur en það. Það var nú svo fjarri því að
fréttin um aukinn veg Jesú og vinsældir ylli honum
sársauka. Það varð honum einmitt hið mesta gleði-
efni. Fréttin var honum fagnaðarbíðindi. Þetta var
i selja allar beztu tegundir
KOLA
tuttugu og, sex ár höfum vér selt og flutt heim til
almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voruYard E
| Horni Rcss Avenue og Arlington Strœtis |
= Pantið frá oss til reynslu nú þegar. 5
I Phone 87 308 (
3 símalínur E
................................................
EiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiiii^
I KOL! KOL! KOL!|
I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS I
| DRUMHELLER COKE HARD LUMP §
I Thos. Jackson & Sons 1
| COAL—COKE—WOOD |
| 370 Golony Street |
| Eigið Talsímakerfi: 37 021 f
I POCA STEAM SAUNDERS ALLSXONAR |
1 LUMP COAL CREEK YWUR
Íiiiiiiiiimmmmmmmmmmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmmmimmimiiiiiiiiiiiiiiiig
það, sem hann þráði. Undir það
hafði hann verið að búa með starfi
smu. Hann var að eins brúðar-
sveinninn. Jesús var sjálfur brúð-
guminn og átti brúð|ina. Hann sá,
að verk sitt hafð'i ekki verið til ó-
r.ýtis. Um sjálfan sig hagði hann
aldrei verið að hugsa, að búa í hag-
inn fyrir sig eða auka álit sitt.
Leitaði ekki að sinni eigin dýrð.
Var ekki að keppast eftir að verða
mikill sjálfur, heldur að Jesús gætj
orðið sem mestur. H a n s dýrð
sem mest. H a n n á að vaxa, en e g
að minka—segir hann. Og það er
ekk'i nein ólund í honum, þegar
hann, segir þetta, eins og hann
væri ekki sem ánægðastur með
þessi kjör sín. öðru nær.—Þann-
fg á það að vera. Þetta er einmitt
það sem Guð vill,—hugsaði hann.
Svo það er honum stórkostlegt
fagnaðarefni. Hann veit, að Jes-
ús er að ofan, öllum æðri, en hann,
Jóhannes, af jörðu — að eins
maður.
Það er dýrlegt, að verða var við
göfuglyndið og hina sönnu mikil-
mensku, sem kemur hér fram hjá
Jóhannesi. Það vekur hrifning.
Það er svo mikið af smásálarskap
og ógöfuglyndi með okkur mönn-
unum, að það gerir okkur gott að
kynnast sönnum mikilmennum.
Hið smáa verður þá svo smátt og
lítilfjörlegt og færist okkur fjær,
þegar það, sem í sannleika er hátt
og dýrlegt, færist nær.
Verðum Vjið ekki oft vör við
þetta, er við lesum æfisögur mik-
illa og góðra manna? Er ekki
eins og þá birti yfir lífinu? Og
er ekki eins og yl leggi þá um okk-
ur, yl nýrra hugsjóna og nýrra
langana? Og þegar hið góða og
göfuga í Viðureigninn(i við • var-
menskuna, ber hærra hlut, fer þá
ekki um okkur hrifningarylur
sigurhróssins? Að vísu Virðist
varmenskan oft vérða ofan á,
jafnvel í hinni helgu sögu, en er
þó að eins sjónhverfing. í raun
og veru er það vegur hins góða til
sjgurs.
Jóhanpes skírarj var í sann-
leika mikilmenni, einhver mestl
og bezti maðurinn, sem uppi heflr
verið. Og göfugastur og beztur
birtist hann einmitt í því, hvernig
hann gleymjr sjálfum sér í hinu
mikla starfi sínu og vill sjálfur
hverfa, til þess að Jesús megl
verða sem mestur og dýrlegastur.
Um það hugsar hann mest, og að
því lýtur aðallega starfið hans.
Hann vill ekki vera í vegi fyrir
Jesú né skyggja á hann, heldur
láta hann sjást sem bezt. Og ein-
mitt vegna þess varð hann hið
dýrlega verkfæri í hendi Guðs.
Guð gat notað hann svo vel, af því
hann hafði lært svo frábærlega
vel að gleyma sjálfum sér. Og
þess vegna eru það svo margir,
sem Guð fær ekki notað til þjón-
ustu sinnar. Þeir hugsa um of um
sjálfa s'ig. Líta of stórum augum
á sjálfa sig. Finna of mikið til
sín. Ef þeir eru miklum hæfi-
leikum gæddi^, þá verða hæfileik-
arnir í vegi fyr/r drotni, í stað
þess að vera í þjónustu hans.
Það er því engin furða, þó til
séu menn, sem þykjast ekki sjá
Guð eins og hann hefir opinberað
sig mönnunum til sáluhjálpar —
sjá hann alls ekki í dýrlegustu op-
inberun hans, í náðaropinberun
hans fyrir Jesúm Krist, — af því
að til eru menn, sem líta svo stórt
á sjálfa sig og verða svo fypir-
ferðarmiklir í sínum éigin aug-
um, að þeir verða fyrir opinber-
uninni, skyggja sjálfir á sólina,
sem upp rann af hpeðum með
græðslu undir vængjum sér.
Valda sjálfir sólmyrkvanum. Þeir
telja sér sjálfir trú um, að þeir
séu svo vel sjáandj fyrir þekking
sína og gáfur, að þéir s j á i, að
ekkert sé í þessari opinberun, sem
kristnin hefir álitið og álítur að
varpað hafi svo dýrlegu ljósi yfir
heiminn og inn í himinjinn. En
sannleikurlnn er sá, að það er
ekki þekking þeirra og gáfur, sem
hafa gert þá “sjáandi”. Hinn í-
myndaði risavöxtur þeirra, hefir
valdið sólmyrkva. Þe/r eru í vegi.
Sjá ekki til sólar fyrir sjálfum
sér. Eru sjálfum sér svartasta
ský'ið, sem skyggir á sól Guðs í
augliti Jesú Krists. Eðlilega geta
þeir þá ekki fagnað komu hans.
Ef þeir fagna á jólunum, þá er
það ekki út af barninu, sem fædd-
ást á jólunum, heldur út af brúðu-
barni, sem þeir búa sér til. Og
fátækt er það og aumlegt að
faðma að sér brúðubarn, þegar
kostur er á að leggja að brjósti
sér lifandi barn. En það eigum
við kost á að sjá og að eignast og
eiga fyrir það að lifa og verða
eilíflega að mönnum •— fyrir barn-
ið 1 i f a n d i, sem fæddjst á jól-
i(num.
Því m'inni sem maðurinn verð-
ur í eigin augum og því betur sem
úr vegi ryðst það, sem hjá honum