Lögberg - 23.12.1926, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1926.
Bls. 5
Dodas nýrnapillur eru besta
nýrnameðalið. Lækna ogr gigt 'bak-
verk, bjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, eem stafa frá nýr-
unum. — Dodd's Kidney Pilla
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllutm lyf-
#öium eða frá The Dodd's Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
sjálfum er í vegi fyrir komu Guðs
til hans, því betur lænir hann að
þekkja Guð og sjá dýrð náðar-
opinberunar hans, og því meir
fær Guð gert fyrir hann og því
betur notað hann til þjónustu
sinnar, því gáum að: Hér er að
ræða um n á ð a r-opinberun Guðs,
og um komu hans til vor, sem
n á ð a r-komu. Og ráðstöfun hans
öll mönnunum til sáluhjálpar og
eílífs lífs er n á ð a r-ráðstöfun.
Það sem hann því býður okkur og
gefur okkur kost á að eignast fyr-
ir Jesúm Krist, er n á ð hans. Og
það, sem við því þurfum að þiggja
og færa okkur í nyt, er n á ð hans.
Ef við gerum það ekki, þá höfnum
viið Jesú og þá höfnum við Guði
voriim og frelsara. Án hans
hljótum við þá að vera. En skilj-
anlegt er, þegar eins stendur á
með opinberun Guðs, sem hér
ræðir um, að ekki geti verið að
ræða um rúm fyrir hana hjá þéim,
sem stórir eru í eigin augum.
Stærilætið og sjálfsálitið hjá þeim
verður í ýegi. Það lokar hjart-
anu fyrir náð Guðs og vísar henni
á burt — vill hana ekki, vegna
þess því finst það þurfi hennar
ekki með. Hún er því hjarta
einskis virð'i.
Þess vegna er hjð gamla enn þá
hið nýja: Vegurinn gamli enn þá
hinn nýi, boðskapurinn gamli enn
þá hinn nýi, og erindi Jóhannesar
til samtíða'r s'innar, enn þá erindi
til samtíðar allra þqirra, sem
flytja henni kristindóm og um
leið erindi til þeirra sjálfra: Úr
vegi með alt, sem fyrir er. Úr
vegi með syndina í iðrun! úr vegi
með hrokann og stærilætið alt í
iðrun! Úr vegi með eigingirnina
og sjálfselskuna í iðrun! Úr vegi
með alt eigin réttlæti og alt álit
á sjálfs sín ágæti í iðriyi! úr
vegi með yijirdrepsskap og hræsni
og alt tildur og tál í iðrun! Og
fram fyrir Guð í iðrun og veitið
náð hans móttöku í Jesú Kristi!
Ve'itið jólunum móttöku og fagn-
ið náð Guðs!
Náð Guðs kemur til vor í barni
í reifum og í fátækt og niðurlæg-
iing. Oss ber því að veita henni
móttöku í auðmýkt. Fagna hennl
í auðmýkt. Og lifa af henni í auð-
mýkt — af náð Guðs í Jesú Kristi.
Það er vegurinn til þess að halda
jól, af því það er vegurinn t'il þess
að vera kristinn.
En svo er lika vegurinn gamli
til þess að þjóna Guði enn þá veg-
urinn nýi, og verður ávalt: Ekkji
að hugsa um að verða sem mest-
ui eða efla eigin dýrð, heldur að
hverfa sjálfur, svo að eg skyggi
ekkii á Drottin, en að hann fái að
vaxa sem mest í augum manna og
verða sem mestur og dýrlegastur
fyrir mína framkomu og starf.
Hvað væri nú dýrlegra en að
það mætti verða árangurinn af
dvöl okkar hér — merkið, sem vfð
létum eftir að okkur liðnum: Að
við hefðum að mjinsta kosti lagt
ofurlítinn' skerf til þess að dýrð
Jesú hefði vaxið í heiminum. Það
er heiðurinn, sem Jóhannes enn
nýtur eftir nítján aldir. Alt varð
að víkja úr vegi, bæði hjá honum
^sjálfum og öðrum, fyrir Jesú
Kristi. Honum þurfti að ryðja
braut. Og sjálfur vildi hann
hverfa, til þess að Jesús sæist sem
bezt í dýrð sinni. Þetta er vitnis-
burðurinn um hann—Jesú eigin
vitnisburður og guðspjallanna.
lOg hver hefir fengið dýrlegri
vitn,isburð, en Jóhannes, og um
leið sannari? Það er svo mikið
af vitnisburði mannanna, sem er
ósannur, bæði lofið og lastið. Og
sorglegt ef að Vita til þess, að okk-
ur getur þótt vænt um loflegan
vitnisburð, þótt ekki sé nema að
litlu leyti sannur. En það, sem
okkur ætti að þýkja mest um vert,
ei vitnisburður Jesú.
Hver er vjithisburður hans um
okkur, og hver verður hann?
Verður það vitnisburður hans, að
vegur hafi verið greiddur honum
að okkar hjarta? A§ syndin hafi
ekki setið þar og lokað því, en að
við höfum farið með ahna í iðrun
til Guðs og þegið náð hans — þeg-
ið h a n n, sem hann send'i til þess
að frelsa frá sndinni og gefa ei-
lífa lífið öllum, sem' á hann trúa,
eingéinn son sinn, Jesúm Krist?
Er það vitnisburður hans um okk-
ur, að okkur sé mest um það hug-
að að ryðja honum braut — ekki
okku rsjálfum, heldur h o n u m?
Að okku? ant um að vera ekki
í vegi fyrir honum né skyggja á
hann, heldur að sýna hann og gera
hann dýrlegan? Já, hver er vitn-
'isburður hans, hvað sér hann?
Látum spurninguna vera okkur til
undirbúnings, vera hrópandans
rödd:- úr vegi með alt, sem fyrir
er! svo að við fáum séð dýrð náð-
ar Guðs í Jesú og fagnað jólun-
um og hald'ið jólin með honum.
Til séra M. J. Sk.
í þetta sinn að minsta kosti vil
eg hlífa séra M. J. Sk. við því, að
útskýra fyrir lesendum Lögbergs
guðshugmynd þá, er kemur fram
hjá honum í svar'i hans til mín
í Hkr. En það er nokkuð sterk-
lega t'il orða tekið af andlegrar
stéttar kennimanni, að kalla alla
þá “mannræfla og tvífætt dýr”
seml neytt hafa helgrar kvöldmál-
tíðar; en vitaskuld tilheyrum við
séra M, J. Sk. báðir dýraríkinu og
svo er séra M. J. íSk. eitthvað að
tala um sóðaskap í sambndi við
altarissakramentið; en eg hefi
aldre'i heyrt getið um néinn sóða-
skap í sambandi við þá heilögu
guðsdýrkun. “Guð er andi, og
þeir sem hann tilbiðja, eiga að
biðja hann í anda og sannleika."
Líklega þarf ekki að benda presti
á Jóh. 8, 47-59. Líklega véit séra
M. J. Sk. ekki af hvaða frum-upp-
runa blóðið í hans eigin æðum er,
nema að því leyti sem slíkt verður
á vísindalegan hátt prófað, en sú
vitneskja mun ná harla skamt.
M. I.
Sagnir um Sögu.
Þeir sem ekk'j hafa litið Sögu
augum enn þá, ættu þó að minsta
kosti að fá tækifæri til að líta yf-
ir efnisyfirlit þessarar fjórðu bók-
ar hennar (eða II. bókar, II. ár),
sem komin er út rétt fyrir jólin,
og kostar sama og fyrri bækurn-
ar $1.00. .Árg. $2.00. Báðir árg.
eða allar fjórar bækurnar: $4.00.
En hér kemur efnið og höfunda-
nöfnin, eru allar aðal-fyrirsagnir
biftar eftir stafrofsröð.
Álfur á Borg: Dr. J. P. Pálsson.
Blaðadrengurinn: B. E. Johnson
Fráfærur: Þ. Þ. Þ.
Gamanvísur: K. N. Jul'ius: Ef—
To my Soul Mate — Nafnlaust —
Fyr og nú — The Flapper.
Hákarlinn og íslendingurinn :
Þ. Þ. Þ.
Hugrúnir: Þ . Þ. Þ.
íslenzkar þjóðsagnir: Brestir:
Jónas Hall — óvætturin: Halldór
Daníelsson fyrv. alþm. —- önnur
ókind: Sam'i — ólafur drellir og
Jón Kengur: Sami — Fyrirburðir:
Sami — Um Árna föður Hafnar-
bræðra: Guðmundur Jónsson —
Bezt það gamla: Samii — Draum-
ur: Húsfreýja Anna Gestsson —
Dysjar á Hörgárdalsheiði: Stefán
Sigurðsson.
Landnemaerfi: Þ. Þ. Þ.
Smásögur og skrítlur: Of mörg
herbergi — Gamlir kunningjar —
Ágirnd vex með eyri hverjum —
Tók því rólega — Regluleg fagn-
aðarhátíð — Ágæt mjólk — Meira
gamanið—Ekki gott að segja— Á
sunnudagsskóla — Réttlát skift-
ing — Umslopagaas — Launað
fyrir sig — Sjaldan berhöfðaður
—Eplið er orsök fatanna — Ágæt
uppbót i— Sök bítur sekan — Sú
var góð! — Þannig misti Gunna
aðalsmanninn — Góð ráðlegging
— Æfitímab'ilin — 'Sannleikur
sagður of seint — Góður eftirmáli
—Fagur en seigur—Kaups kaups.
Stökur og Ljóð: Hlægilegt:
Þorskabítur — Frjáls: H. P. —
Til Aðalsteins Kristjánssonar:
Guðmundur Friðjónsson — Fyr
og nú: H. P. — Seinustu vísur
Jósefs Schram — Vor: Þ .Þ. Þ. -—
Goðafoss: Þ . Þ. Þ. — Ferskeytl-
vr: Þ. Þ. Þ.
ISýnir drengsins: Þ. Þ. Þ.
Uppgötvanir og vísind'i (þýtt og
frumsamið): Flugreiðin—Manns-
andlitið er að breytast — Lestrar-
vélin —gróðrarauki með rafmagni
— Jarðaraldurs-klukka .— Sterk-
ur geisli — Heilaskeyti — í ná-
lægri framtíð.
Úr ýmsum áttum: Hugsanahæfi-
leiki: séra E. G. J., D.D.— Skeipti-
leg vinna: William Morris—Verð-
ur er verkamaðurinn launanna:
Abraham Lincoln — Á leið til
himna: Grenyille Kléiser — Mark-
mið menningarinnar — Fyrsti
pappírsskaparinn — Heilræði:
Victor Hugo.
Þungir vasar: Þ. Þ. Þ.
/
Afi og amma.
Eftir Robcrt Qmllen.
Þetta er ritað í sérstökum til-
gangi. ÞaS er ritað til þess, aS gera
líf gömlu konunnar, ömmunnar.
þægilegra og ánægjulegra.
Þó oft sé sagt að erfitt sé að
gera afanum til hæfis. þá er þaS í
raun og veru heldur lítill vandi.
Hvað sem hann nú kann að hafa
lagt fyrir sig, þá hefir hann naum-
ast aðallega leitað ánægjunnar á
heimili sínu. HeimiliS var fyrir
hann bara staður. þar sem hann gat
sofiS og etið og hvilt sig.
Frá því að hann fór aS vinna
fyrir sér og þangað til hann var
orðinn svo gamall, að hann gat lítið
gert var þaS oftast vinnan, sem
hann hafSi hugann við. Þar kom
niður áhugi hans og þar fékk hann
mestan hluta þeirrar ánægju, sem
hann naut.
Fari hann nú i ellinni aS búa hjá
syni sínum eSa dóttur, þá þarf hann
okki að leggja niður. eða fá öðrum
í hendur. það sem honum á mann-
dómsárunum þótti mest til koma.
Hið nýja heimili hans, eins og
gamla heimilið, er fyrir hann, bara
staður til að eta og sofa.
Geti hann veriS á fótum, þá er
hann vanalega úti mikiS af tíman-
um. þegar veðrið er gott. Hann tal-
ar við kunningja sína um fornar
tiðir. Hann situr í stólnum sínum,
reykir pípu sína og lætur sig dreyma
um æskuna. Hann ráfar í kring um
heimiliS til aS stytta sér stundir.
Sjálfsagt finnur hann til þess að
ellin er meir og meir að færast yfir
hann og kraftarnir eru aS þrjóta.
En hann heldur virSingunni fyrir
sjálfum sér og missir ekki sjónar á
frelsinu, vegna þess aS það hafði
aldrei verið fast bundið viS heim-
ili hans. Þesara gæða gæti hann
notið hvar sem væri.
Það er alt öðru máli aS gegna
með ömmuna. í mörg ár hefir sú á-.
nægjá,, sem hún hefir notið aS
mestu leyti veriS bundin við heim-
ilið, þar sem hún sjálf var hús-
móðir.
Ef hún nú verður ekkja og þarf
þess meS aS fara til barna sinna til
að eyða þar ellidögunum þá verS-
ur hún að gefa frá sér það, sem
hún hafSi bygt ánægju sina á.
Á gamla heimilinu voru henni all-
ir hlutir kærir. Þeir ’voru allir
bundnir við lif hennar. Auðlegð
endurminninganna er þaSan runn-
in.
HeimiliS var ríki hennar. Hér
réSi hún fyrir og engin efaðist um
að til þess hefði hún fullan rétt. Ef
hún yildi færa til húsmunina og
raða þeim öðruvísi heldur en þeir
höfðu áður verið, eSa hengja nýja
mynd á vegginn. eSa gera eitthvaÖ
annaS því líkt, þá var hennar eigin
vilji alt, sem þurfti til þess að það
væri gert.
HeimiliS og rétturinn til að ráSa
þar og stjórna, voru aðal stoðirn-
ar undir sjálfsvirðingu hennar, sem
oss öllum eru ómissandi til að geta
haldiS lífsgleSi vorri.
Á heimili sonar síns eða dóttur.
hefir hún ekkert að segja. Hún ræS-
ur engu, hún er eins og gestur.
Gerum ráð fyrir aS börn hennar
séu henni góð og viljji alt fyrir
hana gera sem í þeirra valdi stend-
ur. Þá hefir hún samt sem áður
mist af þeim réttindum, sem hún
áður hafði og matti mikils. Hún er
nokkurskonar auka-manneskja á
heimili, þar sem önnur kona er hús-
móSirin. Hún hefir þarna eiginlega
ekkert aö gera, sem nokkra þýðngu
hefir; er þar aöeins vegna þess að
hún þarf þess. Hún finnur þetta og
hún finnur aS það er ekkert nema
dauðinn, sem úr þessu getur bætt
og henni finst að sér sé ofaukið á
heimilinu. Hún sé þar bara fyrir.
Engin kona, sem sjálf hefir verið
húsmóSir. getur algerlega sætt sig
við þaS, að dvelja á heimili þar sem
önnur kona ræður lögum og lofum.
ÞáS er ýmislegt sem hana langar til
að gera, en er hrædd við að fram-
kvæma það, vegna þess aS húsmóð-
urinni kynni aS mislíka. Hún geng-
ur margs' á mis, sem hún gæti feng-
ið ef hún bæði um þaS. en henni
finst það ekki samboðið virðingu
sinni. Hún lítur á sjálfa sig þannig
aS hún sé öðrum byrSi og hún nýt-
ur aldrei lífsins og frelsisins eins
og hún geröi meðan hún var sjálf
húsmóðir á sínu eigin heimili.
Það eru ef til vill ömmur, sem
ánægðar eru með kjör sín, þó þær
séu algerlega upp á börn sín kom-
nar. Það eru kanpské líka til menn
og konur, sem svo vel og viturlega
fara meS sina gömlu foreldra, að
þau finni litið eða ekki til ósjálf-
stæðisins. Eg veit það ekki.
Hitt veit eg. að þær af gömlu
konunum. sem best una hag sínum,
þeirra er eg þekki, búa út af fyrir
sig. þar sem þær mega sjálfar ráða.
Börn þeirra leggja þeim til það sem
þær þurfa af því þær eru fátækar.
Barnabörn þeirra, og aðrir ættingj-
ar koma til þeirra af því að þær eru
einmana, og stytta þeim stundir, og
þær finna ekki til ófrelsisins. eöa
til þess að þa^r séu byröi og í veg-
inum fyrir öðrum.
Þá skyldu, sem hvílir á uppkomn-
um börnum, gagnvart fátækum
mæSrum þeirra, má skýra á þessa
leið: “Við verðum að sjá um
mömmu. Við höfum minni áhyggj-
ur af hag hennar og þaS kostar
okkur kannské minna að hafa hana
heim hjá okkur. En henni mundi
líða betur, þá stuttu daga. sem hún
á eftir ólifaða, ef hún mætti vera
út af fyrir sig, haft sitt eigiö heim-
ili, þar sem hún réði sjálf, eins og
hún hefir gert í 50 ár. Annaðhvort
af þessu tvennu verðum við að
gera.”
Það er heldur litill vandi að ráöa
fram úr þessu ef amman er eins og
þær gerast langflestar. Maður fær
rétta svarið. ef maður hugsar um
þetta án eigingirni.
Ellin breytir ekki mannlegu eðli.
Gamla fólkinu getur ekki liðiö vel,
ef þaS finnur til þess, aö það veld-
ur unga fólkinu óþæginda og óá-
nægju.
Meðan gamla fólkiö heldur full-
um sönsum, elskar það frelsið
næstum eins og það gerði í æsku
og jafnvel umhyggjusemi og góS-
vild getur ekki bætt þvi missi þess.
Enn finnur það töluvert til sín
og þaÖ sem því finst vera lítilsvirð-
ing legst eins þungt á þaö nú eins
og þaS gerðii þegar það var ungt.
Það er afvegaleidd góðgerðar-
semi, sem lítillækkar þa, sem gott
er gert. Þaö er undarleg skyldu-
rækni, gagnvart gömlum foreldrum,
þegar bömin fara þannig með þau,
aS þau taka frá þeim það sem. þeim
er dýrmætast; brjóta niöur lund
þeirra og sjálfstæði. Það er ófull-
komin ást. sem aöeins gefur eftir
sínum eigin geðþótta.
—American Magasine.
Commercial and Industrial Rewiew
Það er ekki lengra síðan en i
febrúar.-mánubi 1926» félag
þeirra manna í Manitoba, sem þá
atvinnu stunda að ferðast um og
selja vörur af ýmsu tægi. tóku sig til
og kom á nokkurskonar iðnsiningti
i Winnipeg. Vat þaö gert með þvi
augnamiöi að auka viðskifti, sem
þá voru mjög dauf. Þrátt íyrir það,
aS félagiS hafði aðeins þrjár vikur
til undirbúnings, þá hepnaðist fyrir-
tækið ]>ó ágætlega, enda var á allan
hátt til þess vandaö eftir beztu
föngum. Hafi margir kaupmenn
I hér í borginni látið í 1 jósi ánægju
sína yfir þessu og óskað þess aö
1 sýningin yrði endurtekin árlega.
Þessi svning ver.ður endurtekin i
vetur og ekkert ógert látið til þess
aS hún megi taka fram öllum vetr-
ar-iönsýningum, sem hingað til
hafa fram farið i Vestur-Canada.
Sýning þessi veröur haldin í \\ m-
nipeg sömu vikuna, eins og hið ár-
lega “Bonspiel" og veröur þá nið-
ursett fargjald meö öllum járnbraut
um í Manitoba og vestur hluta
Ontario-fylkis fyrir alla þá, sem
koma til Winnipeg. Er Jætta í
fyrsta sinn síðan fyrir stríðiS að
fólk hefir átt kost á ódýrum vetr-
arferöum til Winnipeg.
Það væri mjög hentugt fynr
kaupmenn úti í sveitunum aö nota
þetta tækifæri og koma til borgar-
innar og veröur þeim sérstaklega vel
tekið af þeim sem fyrir þessu
standa. Eiga þeir þess þá kost aö
kynna sér sem vandlegast þær vör-
ur, sem tilbúnar eru í Canada og
eins að sjá hvar og hvernig vörurn
ar eru búnar til, þær sem gerðar eru
í Winnipeg.
Frá Islandi.
Seyðisfirði, 9. nóv.
(Ofsaveður og flóðgangur að-
faranótt laugardags, austanlands.
— Á Norðfirði brotnuðu um 30
árabátar, sumir í spón, smábryggj-
ur og sjóhús brotnuðu allmikið.
Um 20 kindur týndust í sjóinn,
átta skippunda fiskihlaða tók út
af þurkreit. Á Mjóafirði týndust í
sjóinn 3 árabátar og á bænum
Eldleysu 15 skippunda fiskihlaði
af venjulegum þurkreit. Fiski-
hlaðinn var fergður með klöppum.
Menn búast við því, að brúin á
Eskifjarðará verði fullgerð í
Vikulokin.
Fiskafli var ágætur á Fáskrúðs-
firði síðustu úiku og afli er hér
dágóður, þegar gæftir eru sæmi-
legar.
Bæjarstjórnin hér ákvað fjár-
framlag minst 50,000 krónur til
byggingar fyrirhugaðs fjórðungs-
spítala fyrir Austurland.
Á Seyðisfirði hefir verið stóðug
hláka síðan á föstudag. Að mestu
autt orðið á láglendi.—Mbl.
Reykjavík, 18. nóv.
iGísíi Guðmundsson gerlafræð
ingur er erlendis um þessar mund-
ir, h. a. í þeim erindum að grensl-
ast eftir af hverju komi skemdir
í saltkjöt. — “Tidens Tegn” hefir
átt tal við hann um eitt og annað,
er að þessu máli lýtur, og segir
Gísl’i í lok samtalsins, að það sé
persónuleg skoðun síii, að hvorki
Norðmenn né íslend'inwar græddu
á því, ef tekið yrði fyrir markað á
íslenzku saltkjöti í Noregi. En
jafnframt getur hann þess, að ís-
lendingar mundu stefna að þvi,
að afla sér markaðs fyrir kjöt
sitt víðar en í Noregi.
Á sextíu og sjö ára afmæli Jóh.
L. L. Jóhannessonar, 14. nóv. s. 1.
voru þessar vísur mæltar af
munni fram við hann af Guðlaugi
Guðmundssyní presti:
Enn um langa líMns braut
ljós þitt fái að skína,
hamingjan í hverri þraut
hönd þér rétti sína.
Mímis þinni þ'ambi af skál
þjóðin daga alla,
jneðan inni íslenzkt mál
á í dölum fjalla.
'Eins og getið hefir veríð um
hér í blaðinu, andaðist fyrir
skömmu á hæli í Danm., Brjmj-
ólfur Magnússon, sonur Magnús-
ar próf. Bjarnasonar, af Prests-
bakka á Síðu. Líkið var flutt
hingað og héðan landveg austur
að Prestsbakka og jarðsungið þar
2. þ.m. Til minningar um hinn
látna son sinn, gaf prófastur
Hörglandshreppd 2000 kr., er verja
skal til skógræktar í hreppnum.
Er naumast hægt að hugsa sér
fallegri minningargjöf en þessa.
Úr Mýrdal er skrifað 7. þ.m.—
Heilsufar alment gott. Tíðarfar
með afbrigðum kalt svona snemma
og byrjaði snjókoma og frost um
10. okt., kúm því gefið síðan, og
sumstaðar var öllum fénaði gef-
ið nokkra daga, meðan harðindin
voru sem mest. — Margir eiga
jarðeplli í görðum, sem búast má
við að ónýtist alveg. — Mbl.
WONDERLAND.
Santa Claus Matinee.
Stjórn Wlonderland leikhússins
auglýsir nú sérstakan Santa Claus
leik, sem sýndur verSur síSari hluta
dags á aöfangadaginn. Hér er ein
af kvikmyndum þeim, sem kendar
eru við Vesturlandið og þaö má
reiða sig á að börnunum verSur
s'kemt að horfa á hana. Myndin
veröur sýnd aðeins' i þetta sinn.
Þar að auki fyrsti þátturinn af hin-
um nýja leik: Casey of the Coast
Guard.
PROVINCE
Það voru ekki tilhalds stúlkurnar
í Ameriku nú á dögum, sem fyrstar
fundu upp á því að ganga með
“drengakollinn.” þó menn imyndi
sér alment aö svo hafi verið. Fyrir
meir en 400 árum fundu Spánverjar
Vlllimenn i Ameriku, sem létu ungu
stúlkurnar ganga meS stutt klipt
hár og átti þaÖ að sýna sorg þeirra
Þrjár vísur.
Eftir R. J. Davíðsson.
Gísli Brynjólfsson.
Þíns anda logar enn hið mikla bál,
og enn þinn sjáum blæða hjartans dreyra;
hrygg við drekkum Faralds fornu skál—
hans frelsissöngvar berast þó að eyra.
Illmálg dama á vegi þínum varð—
vonarrós þar hverri náði spilla.
í útlegð fórst — það eftir léztu skarð,
er aldrei síðan neinum tókst að fylla.
Sigurður Thorarelnsen.
Þú snauður varst, en sál þín áttji lendur
með sumur löng og fögur munar blóm;
þótt færi’ að haust, þér féllust ekki hendur,
ei ferlegan þú hræddist norna dóm.
Séð þú hafðir svalalindir þrotna,
oft svefnlaus augun eygðu dimman geim;
eins og fugl með báða vængi brotna,
úr bálviðrunum ertu kominn heim.
Til Boga Th. Melsted.
Var það ei Norn, sem að vald'i þér ból
og varpaðj suður um ál?
Fanstu ei á íslandi frið bæð’i og skjól.
og í fjöllunum talandi mál?
Eg sé þig sem rambandi, rótlausan meið,
eða reikandi útlaga’ á strönd.
En heiminum lýsir þó langt fram á leið
það letur, sem skráði þín hönd.
Minni Hörgárdals.
Sungið á héraðssamkomu á Skriðuhólmum
sumarið 1924.
Lengst er í norðrí dalur flóðs og fjalla,
fossar þar niður brattar hlíðar falla;
úr þeirra djúpi duldar raddir kalla,
duliðsmál þær til foldbyggjenda spjalla.
Upp yfir hörgar hrikalegir gnæfa
hrímþursar þar sem skýjahnoðrar þæfa;
frammi á sænum ýmsar listir æfa
Alda og Drðfn og hvífext Himinglæfa.
Standa í röðum brekkum undjr blóma
býlin ofin vatns- og fjalladróma.
Möðruvelli Inn forna sveitarsóma
sjá má og Skriðu í æfintýraljóma.
* * *
I Kenni oss Drangi stöðugleikann sterka,
styðji oss Geirafoss til hreystiverka.
Sagan oss geymir feður mæta, merka.
Minnumst því Þórðar, Leáfs og Þórólfs sterka.
Landvæthir fornar vel á verði standið,
verjið þér dalinn, spilling frá oss bandið.
Kaupstaðaloft, sem lævi er tíðum blandið,
látið þér eigi breiðast yfir landið.
Sveipi þig, dalur, sólin geislaflóði,
svörður þinn grjóvgist, dafni jarðargróði,
rómi þig börn þín bæði í orði og óði,
öðlist þér fólk með hraustu og göfgu blóði.
Vernda þú, drottinn, dalinn flóðs og fjalla,
frjálsan t;il starfa æskulýð hans kalla.
ILátum nú sorg og sundrung niður falla.
Samvinnan tengi og bindi’ oss saman alla.
Jóhann Sveinsson,
frá Flögu.
'R grípum hérmeð tækifærið,
til að þakka vorum mörgu við-
skiftavinum fyrir viðskifti þeirra
mi tíð oq óskum beim heilsu og
^ BAKIÐ YÐAR EIGIN |
f
BRAUD
með
ROTAL
I
b
CAKES
Sem staðist hef-
ir reynsiuna nú
yfir 5o ár
eftir dáinn ættingja. Þessi siöur er
enn ekki með öllu útdauður, eins og
sjá má af kvikmyndinni “The Last
Frontier,” sem sýnd verður á Pro-
vince leikhúsinu í næstu viku. Hár-
ið, sem þannig er klipt af, er síðar
látið á líkneski, sem búið er til af
hinum látna ættingja. Margir góö-
ir leikarar koma framí leik þessum,
svo sem William Boyd, Marguerite
D. La Motte, Jack Haxie, J. Farrell
Macdonald. Mitch Lewis, Gladys
Brockwell, Junjor Coghlan e>g
Frank Lackteen.
WALKER.
“So This is London”
Þessi skemtilegi og vinsæli leik-
ur eftir George H. Cohan, verður
sýndur á Walker leikhúsinu í
fimm kveld og tvisvar síðari hluta
dags. í fyrsta sinni á þriðjudags-
kveldið 28. desember. Hin mikla
leikkona, Verna Felton, leikur þar
Bandaríkjastúlku, sem er gift
enskum lávarði. Allir leikendurn-
ir, sem leysa hlutverk sín mjög
vel af hendi. Þessi leikur hefir
verið leikinn í meir en tvö ár í
senn bæði í London og New York
og má af því marka, að bæði Bret-
um og Ameríkumönnum þykir
mikið til hans koma. Miss Felton
kemur nú frá Vancouver, þar sem
hún hefir leikið þennan leik í tíu
vikur.
“Joy Bombs” New Dumbells
Revue. — “Joy Bombs” er mjög
heppilegt nafn, sem hinn gáfað’i
og skemlilegí höfundur, Captain
Plunkett, hefir gefið leik sínum,
því hér er um gamanleik að ræða,
þar sem það er augnamiðið að
skemta áhorfendunum, og það
hepnast áreiðanlega mjög vel.
Verður á Walker leikhúsinu, vik-
una sem byrjar 10. janúar.
D’Oyly Carte Opera Company.
Þessi flokkur leggur á stað frá
London til Canada hinn 24. des-
ember með C.P.R. gufuskipinu
“Metagama”. Þetta er hlnn mesti
söngflokkur, sem komið hefir
austan um haf til Canada og kem-
ur hann meðal annars við á Waljf-
er leikhúsinu.
The Green Hat.
Það verður ekki langt þangað
til að leikflokkur frá New York
sýnir þann fræga leik í Walker
leikhúsinu.
Kievel Brewing Co. Limited
St. Boniface
Phoness N1178
IN1179
Alveg óviðjafnanlegur
drykkur
Sökum* þe8»’hve efni og útbúnaöur er
fuilkominn.