Lögberg - 30.12.1926, Qupperneq 3
23. DESEMBER 1926.
30. DESEMRER 1926
Sls. 3
Sárar Kverkar?
Gefðu því gætur þegar í staÖ ef
hálsin?i verður sár og reyndu aÖ
rá'ða bót á því, það getur veriS und-
anfari þrálátra og hættulegra háls-
og lungna-sjúkdóma^
Besta meSalið við öllu slíku er
Peps. Þegar Peps taflan leysist upp
í munninum, þá fara hin heilnæmu
efni hennar ofan í kverkarnar og
ltingnapipurnar.
Peps hreinsa kverkarnar og and-
færin bæSi fljótt og vel og en besta
vörnin gegn margskonar eiturefn-
ttm. Koma t veg fyrir bólgu og sár-
indi. Taktu Peps æfinlega þegar
þér finst að þú þurfir þeirra. Peps
tafla í munninn hreinsa loftið, sem
þú dregur að þér og er vörn gegn
kvefi og allskonar óhollustu, sem
þú átt á hættu aö anda aS þér i
strætisvögnum og annarsstaSar þar
sem mannfjöldi er samankominn.
Peps eru jafngóðir fyrir unga og
2famla til að verjast kvefi, bron-
chitis. asthma og öðrum brjóst
júkdómum.
peps
Fábu 25C. öskiu af Peps töflum
í datr. Fást alstaðar í lyfiabúðum
og öðrum búðuni eða beint frá
Pens Co. Duoont Street. Toronto.
VER SMITTANDI SJÚKDOMA
Frá Islandi.
í nýkomnum Vísis-blöðum, frá
20. og 22. nóv., standa eftirfarandi
merkar fréttir um afstöðu þjóð-
kirkjunnar á íslandi gagnvart
kirkjumálum Vestur-íslendinga:
Biskupinn neitar guðfræðingi
um vígslu.
Á morgun fer fram prestsvígsla
í dómkirkjunni; biskupinn vígir
Pál Þorleifsson cand. theol. til
Skinnastaðarprestakalls. — Annar
ungur guðfræðingur, cand. theol.
Þorgeir Jónsson, sem er ráðinn
prestur til Nýja ísl. kirkjufélags-
ins í Vesturheimi, hafði óskað að
fá vígslu sama dag, en biskupinn
neitaði að vigja hann.
Ástæður biskups til þessarar
ráðabreytni verða torskildar, ef
athugað er, að fyrir fjórum árum
vígði sami biskup prest til safn-
aðar, «em er í þessu sama kirkju-
félagi, og hafði sá guðfræðingur
numið fræði sí» af sömu mönnum
og Páll Þorgéir, þ. e. í guðfræða-
deild Jiáskóla vors'.
Á meðan biskupinn eigi hefir
gert nánari grein fyrir synjun
sinni, freistast margir til að ætla
að Þorgeir hafi framið éinhsern
glæp, er geri hann óhæfan til
prestskapar.
Vænti eg þess, að herra biskup-
inn skýri opinberlega frá ástæð-
um sínum, svo að rakalaus grunur
falli eigi á Þorgeir, og til þess að
eg og aðrir prestlingar yitum
hvers vér megum vænta, ef vér í
tið núverandi biskups kynnum að
beiðast blessunar ísl. kirkjunnar
til að boða, bræðrum vorum vest-
anhafs fagnaðarerindiðð.
Ludvig Guðmundsson.
Dr. Jón biskup Helgason
hefir, að gefnu tilefni, látið svo
ummælt Við Visi:
“Fyrirspyrjandi virðist gera ráð
f.vrir, að það sé skylda biskups að
veita vigslu til prestsembættis
hverjum kandídat, sem hennar
beiðist og hvert á land, sem hann
ætlar sér. En þetta er misskiln-
ingur. Embættisskylda mín í
þessu tilliti nær ekki út fyrir
takmörk hinnar ísl. þjóðkirkju.
En biskup getur með sérstöku
leyfi landsstjórnar veitt vígslu
mönnum, sem starfa utan þjóð-
kirkju, þegar þess er óskað af
hlutaðeigandi söfnuði og sá söfn-
uður stendur á sama játningar-
grundvelli og þjóðkirkjan — hin-
um evang. lúterska.
I því tilfelli, sem hér liggur fyr-
ir, er um hvorugt þetta að ræða.
Söfnuður sá, sem hefir kallað
umræddan kandídat, hefir ekki
látið neina ósk í Ijós um það, að
eg vígði þennan kandidat, sem
hann hefir ráðið tll sín. Og eg
hefi enga tryggingu fyrir, að
hann hirði um, að eg veiti honum
vígslu, því að söfnuðuri þessi
stendur alls ekki á sama játning-
ar-grundvelli og þjóðkirkja lands
vors. Söfnuðurinn heyrir til
kirkjufélagi, sem kallar sig “Sam-
bandskirkjufélag nýguðfræðinga
og annara frjálstrúarmanna.” Og
aðal einkenni þess er, að það er
játningarlaust, en um játningar-
laust kirkjufélag verður aldrei
sagt, að það standi á saipa grund-
velli og það kirkjufélag, sem
heimtar af þjónum sínum, að þeir
a vígsludegi lofi hátíðlega að pré-
dika í anda vorrar evangelisku
lútersku kirkju. En að kirkjufé-
lag þetta er játningarlaust, or-
sakast af því, að þeir “aðrir frjáls-
trúarmenn”, sem getur um í nafni
--félagsins, eru únítarar, sem eins
0g kunnugt er standa ekki á evan-
gelisk-lúterskum trúargrundvelli,
en eru í beinni andstöðu við hann.
Og nýguðfræðingar, sem binda
bandalag til kirfy'ulegs samfélags
við únítara, gerðu það vitanlega
ekki, ef þeir hefðu nokkrar mætur
á þessum grundvelli, sem hinir
hafna.
Af þessum ástæðum hefi eg
ekki séð mér fært að veita um-
ræddum vígslubeiðanda prests-
vígslu.
)Að eg haustið 1921 veitti, með
leyfi réttra stjórnarvalda, öðrum
kandídat vígslu til prestsþjónustu
í ísl. söfnuði vestra, er rétt. En
það gerði eg bæði eftir beiðni
hlutaðéigandi safnaðar, og eftir
að fengin var og* í mínar hendur
komin skýlaus yfirlýsing um, að
söfnuður þessi stæði á sama
evangel. lúterska grundvellinum
og þjóðkirkja vor. Sú yfirlýsing
hljóðar svo:
“We deny any connection with
unitarians, declare ourselves in
harmony with evangelical luther-
an church of Iceland. If further
declarations are required wire
Quilllake cong.
I. V. Bjarnason, pres.”
Á íslenzku: “Vér afneitum sér-
hverju sambandi við úaítara,
teljum oss í samhljóðan við evan-
gelisk-lúterska kirkju á íslandi.
Sé frekari yfirlýsingar óskað, þá
símið til Quill-Lake safnaðar.
I. V. Bjarnason forseti. ”
“Samþands-kirkjufélagið” var
ekki komið á fót, þegar þetta
gerðist, og söfnuðurinn, sem hér
beiddist vígslu handa prestsefni
sinu, því ekki heldur kominn í
félag það, sem ekki var stofnað
fyrr en ári síðar
Við það, sem nú hefir verið tek-
:ð fram, bætist enn frejnur það, að
Sambandskirkjufélagið er í beinni
andstöðu við hið evang. lút.
kirkjufélag Islendinga í Vestur-
heimi, sem mest og bezt hefir
unnið að kristindómsmálum með-
al landa vorra vestra síðan er það
var stofnað. Þjóðkirkja vor vill
ekki veita þeirri andstöðu neinn
stuðning, en telur sér m'iklu frem-
Ur skylt eftir megni að styðja
“Kirkjufélagið” í starfi þess, þar
sem þeir agnúar, sem.áður voru á
samvinnu við það, eru nú úr sög-
unni og með því fengin öll skil-
yrði fyrir bróðurlegri samvinnu
á sameiginlegum grundvelli evan-
gelisk - lúterskrar kristindbms-
skoðunar.”
Anna K. Sigurðardóttir
Ijósmóðir.
Anna Krístín er fædd 4. okt.
1849. — Foreldrar hennar voru:
Sigurður Eiríksson, bróðir önnu
konu Jóns Borgfjörðs, og Guðrún
Erlendsdóttir, systurdóttir Jóns
Sigurðssonar á Gautlöndum. —
Bjuggu þau hjón á Ingjaldsstöð-
um, stendur bær sá austan
Skjálfandafljóts gegnt Ljósavatni.
Áttu þau hjón 12 börn og var
Anna Kr. þeirra elst. Fátæk voru
þau, eins og gefur að skilja, með
svo stóran barnahóp á nytjarýrri
jörð.
Snemma bar á því, að Anna Kr.
væri góðum gáfum gædd, var hún
mjög hneigð til að líkna nauð-
stöddum og hjúkra sjúkum, bæði
mönnum og málleysingjum.
Eitt sinn var Anna Kr. léð
grannkonu, 1^1 að vinna að heim-
ilisstörfum, náði hún þar í kenslu-
bók í ljósn^óðurfræðum, fékk hún
hana lánaða 0g drakk hana í sig.
Leiddi það til þess — meðal ann-* 1 * *
ars — að hún var hvött mjög til
þess að fara utan og nema ljós-
móðurstörf. Varð það að ráði, að
Reykjadalshreppur veitti henni
60 dala styrk, auk þess sem lands-
fé var veitt, samkvæmt lögum, til
að nema ljósmóðurstarf utan-
lands.
Tvítug sigldi Anna Kr. til Kaup-
mannahafnar ásamt annari ís-
lenzkri stúlku, Krístjönu Sigurð-
ardóttur. Lærðu þær báðar Ijós-
móðurstörf. Hefir Anna Kr. minst
þeirrar skólasystur með hlýleik.
Ári síðar kom Anna Kr. heim
til íslands aftur, útlærð með góð-
um vitnisburði, og stundaði hún
ljósmóðurstörf um eitt ár, án þess
að vera veitt umdæmið.
Að því ári l'iðnu fluttist Anna
Kr. að Sandhaugum 1 Bárðardal,
giftist hún bóndasyni þar Jóhann-
eSi Jónssyni. Endurgreiddi hún
þá 60 dala styrkinn til Reykdæla-
hrepps. Var henni veitt yfirsetu-
konú starfið í Bárðardalnum og
gegnir hún því starfi enn; er það
umdæmii víðlent og strjálbygt og
oft mjög örðugt yfirferðar vegna
vetraríkis og vatnsfalla. Hefir
hún nú stundað það starf um nær-
felt hálfan sjötta tug ára.
Oft var önnu Kr. leitað utan
umdæmis, því að fátt var um
lærðar Ijósmæður framan af
starfstíð hennar, og ekki læknir í
Þingeyjarsýslu. Hafði hún um
skeið ofurlitla lyfjabúð og stund-
aði smáskamtalækningar, og þótti
vel gefast. Heppin hafði hún ver-
ið í starfi sínn, þótt að eins hafi
út af því borið. Tekið hefir hún
á móti á fjórða hundrað börnum
og er það mikið í svo fámennu
umdæmi, og er það til, að hún
hafi tekið á móti þrem ættíiðum.
Mjög bætti hún meðferð sængur-
kvenna og ungbarna, og að lik-
indum á margur henni líf að
launa, beinlínis og óbeinlínis.
Ekki varð þeim hjónum barna
auðið. Föður sinn misti A. Kr.
um það bil, er hún giftist, tóku
þau hjónin þá til fósturs 2 yngstu
bræður hennar. Einnig ólu þau
upp systurdóttur hennar.
Um 19 ár er Anna Kr„ búin að*
vera ekkja. Hefir tekið við búi á
Sandhaugum Eiríkur yngsti bróð-
ir hennar og hefir hún verið
skjöldur og skjól heimilisins eftir
sem áður, eins og hvervetna þar,
sem hún hefir komið fram eða
látið til sín taka.
Þegar Kvenfél. S.-Þingeyinga
var stofnað, hafði A. Kr. forstöðu
deildarinnar hér í sveit um
langt skeið og ritaði allm'ikið í
blað félagsins.
Samsæti var ö. Kr. haldið—af
konum sveitarinnar — árið 1908,
til viðurkenningar fyrir vel únn-
ið starf. Var henni gefinn vand-
aður hægindastóll með áletruðum
silfurskildi.
Nokkrum árum áður höfðu hjón-
in á Lundarbrekku, Jónas Jónsson
og Jakobína Jónsdóttir, gefið ö. |
Kr. vandað úr — viðurkenning
fyrir framkomu hennar á þeirra
heimili.
Það sem sérstaklega éinkennir
Ö. Kr. er hið ágæta starfsþrek, og
hin framúrskarandi stilling og
geðprýði, sem henni er gefin. Eru
það sérstaklega dýrmætir eigin-
leikar hverri ljósmóður, að æðr-
ast aldrei, og láta aldrei á sér
sjá óttamerki, hvað sem mætir;
er það ekki lítið traust og hjálp
hverri sængurkonu, að hafa hjá
sér þann bjargfasta klett í ólgu-
sjó lífsins — að hafa á þeim
roynslustundum þerínan rólega,
glaða brimbrjót, éem bægir án
allrar áreynslu þeim boðaföllum
á bug, sem fjöldlnn fær ekki við
ráðið. — Vandsezt verður í sæti
hennar.
Gott er yður, þér yfirsetukon-
ur, að hugleiða þessa éiginleika.
Anna Kr. minnir e'inkennilega
mikið á kvenskörunginn og land-
námskonuna Auði djúpauðgu og
væri sennilegt að ættir þeirra
mætti rekja saman.
Vér skulum ei æðrast, þó ýin
fálll sjór
og endur og sinn gefi á bátinn.
Að halda sitt strik, vera í hætt-
unni stór
og horfa ei um öxl, það er mátinn.
Sveitungi.
—19. Júní.
presturinn sannaði neitt. Hann
vissi að slíkt er ekki hlutverk
presta. En hann hafði gaman af
að grenslast eftir því, hve mikið
presturinn vissi um víkingana
fornu, og spurði því prestinn hve-
nær ísland hefði fundist. Prest-
urinn hélt því fram, að það hefði
fundist 874, en víkingurínn var
ekki ánægður með þá úrlausn, og
presturinn gat ekki fært neinar
sannanir fyrir staðhæfingu sinni.
Það er líka rangt með farið, að
víkingurinn hafi haldið því fram,
að það væri landráð að kenna
börnum íslenzku. Hinu hélt hann
fram, að slíkt nám mundi ekki
koma þeim að miklum notum hér,
og presturinn gat ekki sannað hið
gagnstæða, sem ekki var heldur
von.
iÞá er það ekki heldur rétt, sem
presturinn segir, að víkingurinn
hafi sagt, að heili Islendinga gæti
ekki rúmað nema eitt tungumál.
Hinu hélt hann fram, að þeim,
sem nema vildu fleiri tungumál
en eitt, mundi hagkvæmari kunn-
átta í öðrum málum en íslenzku,
og mun það rétt vera* að prestur-
inn hafi þá “fallið óvígur” — sem
von var.
Presturinn seg^r, að Oregon-
ríkið byrji við Portland og að
gegnum Oregon-ríkið sé eintóm
fjalla-leið. Norðurtakmörk Ore-
gon-ríkis eru 9 mílum norðar en
Portland og er bein lína þaðan um
200 mílur til næstu fjalla í suður,
en járnbrautarleið er mikið lengri
frá Portland til fjalla. Líklegast
hefir presturinn lagst til svefns,
þegar lestin fór frá Portland, og
ekki rumskast fyr en hún hafði
farið svo sem 350 mílur. Prestar
vaka ekki æfinlega, sem ekki er
von.
Presturinn segir, að járnbraut-
arlestin hafi faríð á skipi yfir
arm af San Franéisco firðinum,
en hún fór vitanlega að eins yfir
Cacramento ána frá Benicia til
Port Costa, fimm mílur frá ósn-
um, þar sem áin fellur í fjaðar-
arminn.
Þetta er að eins örlítið sýriis-
horn. Ferðasagan er löng eins og
Jónsbókarlestur, og öll svipuð
þessu. Og hún er alveg eins góð
og við var að búfcst.
ekki öxarhólmi ímynd hólmans
stóra, sem vér byggjum? Hefir
ekki það sem bezt er í íslenzkri
menningu að fornu og nýju dafn-
að mest fyrir þá sök, að það var
friðað fyrir átroðningi handan
yfir vatnið, líkt og gróðurinn í
hólmanum. Fræin voru aðkomin,
en þau hafa fengið að þroskast
í næði á sinn sérkenriilega hátt.
Er ekki öxarhólmi lifandi mynd
af góðu íslenzku sveitaheimili, þar
sem hið bezta í fari þjóðar vorrar
hefir þróast i kyrð og næði, þar
sem hver hefir verið öðrum skjól
og heimilið var éins konar ríki út
af fyrir sig og sjálfu sér nóg í
flestum efnum?
Hvernig haldið þið að færi, ef
brú væri gerð yfir í öxarhólma
og opnuð almenriingi til umferð-
ar? Hve lengi skyldi þá hinn und-
urfagri gróður hans standa í full-
um blóma? Eg má varla hugsa
til þess, hverriig þá færi, ef ekkert
væri gert jafnframt til að verja
hann. Og raunar held eg að ein-
ungis eitt gæti bjargað honum,
eftir að brúin væri komin. Það
er, ef menn hefðu helgi á honum.
Slíkt kann að virðast fjarstæða,
því að eitt af einkennum vorrar
aldar er það, hve fátt er mönnum
nú heilagt. En hvað ætti að vera
mönnum heilagt, ef ekki lífið
sjálft, og því helgara sem það
birtist í fegurri og fullkomnari
myndum. Fyr eða síðar kemur sú
tíð, og það er sonn guðsþjóqústa
að styðja að vexti og viðgangi
lífisns —
“að gera úr almennum gróanda
teig,
að guðsríki íslenzkan haga.”
I ferð minni um daglnn kom eg
líka að skurðinum og flóðgáttinni
miklu, sem verið er að gera upp
við Hvítá. Þar er eitt mesta
mannvirkið, sem unnið hefir ver-
ið hér á landi, öflugasta viðleitn-
‘in til að láta tvö strá vaxa, þar
sem áður var eitt. Eg býst við,
að flestir geiT ráð fyrir, að éveit-
an takist vel og að engjarnar
hérna í Flóanum verði vafðar
grasi á næstu árum. Við skulum
vona, að þeim verði að trú sinni.
I?n hverriig á svo framhaldið að
verða? Hvað verður fléira stór-
merkja að segja úp Flóanum? —
unga fólkið helst aldrei til lengd-!
ar í sveitinni, nema það sjái, að i
það geti á hæfilegum aldri orðið
þar sjálfstætt, gifst, reist bú, átt
börn og buru, grafið rætur og
muru. Jafnframt Vill það hafa
eitthvað af þeim mannfagnaði,
samneyti við aðra menn, er bæ-
‘irnir veita. Þetta tvent er það,
sem mest dregur unga fólkið úr
sveitunum í kaupstaðina, að í
kaupstöðunum má mynda heimili
og l'ifa á handafla sínum einum,
og að þar er meira um mannfundi
og ýms þægindi en víðast til
sveita. Hvorttveggja þetta verð-
ur því að taka til greina, þegar
finna skal hið nýja skipulag fyrir
búskapinn hér í þessu væntanlega
Gósenlandi—flóanum.
Prestar “l'ifa og hrærast” íjHvernig verður mannlífið í Fló-
heimi trúarinnar. Þess vegna sjájanum, þegar graslífið glæðist? 1
þeir ekki heim veruleikans nemaí
“eins og gegn um gler og í þoku.”
3an Frandisco Víkingur.
Framtíðin í Flóanum
Ræða flutt við ölfusárbrú
ágúst 1926.
Eftir próf., dr.
Guðmund Finnbogason.
15.
Presturinn og Víkingujinn.
Síðast liðið haust birtist í Lög-
bergi ferðasaga eftir prest, sem
farið hafði víða um Ameríku. Er
San Francisco-borgar þar að góðu
getið og má það vera gleðiefni
þeim, sem þar búa. En að San
Frnacisco sé “stærsta borgin í
Californíu” mun vera fyrírsögn.
Sum'ir prestar hafa spádóms-
andagift, sem óvart getur bland-
ast saman við veruleikann.
Presturinn segist hafa hitt þar
mann, sem hafið hafi kappræðu
við sig. Hafi víkingablóðið auð-
sjáanlega runriið óblandað í æð-
um hans. Hann hafi skorað slg
á hólm að sanna, að bygging ís-
lands hafi hafist 874.
Þetta er ekki allskostar rétt
Víkingurinn ætlaðist ekki til að
Eg fór fyrir skömmu í fyrsta
sinni upp með öllu Sogi og að
upptökum þess í Þingvallavatni.
Aldrei á æfi minni hefi eg séð
eins yndislegt vatn. Því veldur
fyrst og fremst hreinleikinn. Ekk-
ert bergvatn getur verið tærara
en Sogið. Allir vita, hve silfur-
skærar lindirnar eru, sem koma
undan hrauninu og mynda Þing-
vallavatn. — Og þó að eitthvert
grugg bærist með lækjum út í
vatnið, þá mundi það alt sjatna á
botni þess áður en Sogið líður
brosandi inn á braut sína. Af
hreinleikanum kemur hinn
skærí litur Sogsins, þar sem það
er lygnt og hið óViðjafnanlega
hréinhvíta eða grænhvíta löður,
þar sem það fellur í fossum. All-
ur þess gangur vottar mátt 4 og
mildi í senn. Mér fanst Sogið
vera heilagt vatn og sálubót að
horfa á það. Eg gekk þaðan með
hreinni og hressari hug.
En á einum stað í Soginu er
fegursti hólminn, sem eg hefi séð.
Hann stendur iðjagrænn í stríð-
um straumi mqjð hvítar löður-
breiður alt umhverfis. Hann heit-
ir öxarhólmi.. Um nafnið er sú
saga, að einhvern tíma í hörku-
stuttu máli: —’Hvaða breytingar
gera menn ráð fyrir að verði á
heimilislífi manna, félagslífi og
menningu, þegar grasið verður
méira á engjunum? Af því hefi
eg ekki fengið nema óljósar
fregnir hjá þeim, er eg hefi talað
við. Mér skilst, að menn ætli að
auka kúabúin, hafa grasið til kúa-
fóðurs, setja upp eitt eða fleiri
rjómabú og fá svo járnbraut til
að aka öllum smjörtunnunum t‘il
Reykjavíkur. En í samband'i við
þennan framtíðardraum hefir
mér virzt bóla á nokkrum áhyggju
um, svo sem þessum: Hverjir eiga
að slá alt grasið? Og hverjir eiga
gefa kúnum? Og svo kemur
það, sem erfiðast er: Hverjir eiga
að mjólka kýrnar? 1 Með öðrum
orðum: Aðal kvíðaefnið virðist
vei-a það, að starfsfólk fáist ekki
til að vera í sveitinni árið um
kring, nema þá með afarkostum,
sem enginn búskapur þolir. Það
ctreymi til Reykjavíkur og sjáv-
arþorpanaa jafnskjdtt og það get-
ur, svo að búast megi við að þeir,
Mér dettur ekki í hug að bera
hér fram að þessu sinni ákveðnar
tillögur um það, hversu öllu þessu
skyldi haga. Það er mál, sem þarf
vandlega rannsókn og íhugun, og
það væri lang eðlilegast, að tillög-
urnar kæmu fyrst og fremst frá
héraðsmönnum sjálfum, sem eiga
að búa og niðjar þeirra við það
skipulag, sem myndað verður.
En það ætti að vera öllum ljóst,
að hér er verið að gera stórfelda
tilraun, sem mikið veltur á að vel
fari. Hér er verið að leggja inn á
nýja braut í íslenzku þjóðlífi, og
hugsunin um það, að hér er merki-
legt tækifæri til að marka nýja
stefnu, skapa nýja sveitamenning,
ætti að fylla alla unga menn þessa
héraðs áhuga og framtaksþrá. Og
þá ríður á, að menn geri sér ljóst,
að sönn menning birtist í sjálf-
stæðum smekk, hún sést á því, að
menn kunni í öllum efnum að sniða
sér stakkinn eftir vexti og þó við
vöxt. Það er vottur um menning-
arskort og vantraust á sjálfum sér
að apa eftir öðrum það, sem menn
sjá fyrir sér, án þess að athuga
fyrst, hvort það á éins vel við hjá
manni og hinum. Sveitirnar hafa
mist ýmislegt gott og ga,malreynt i
menningu sinni, bæði í húsasmíði,
klæðnaði, mataræði og siðvenjum.
af því menn hafa hugsunarlaust
gert ráð fyrir þvi, að alt væri betra
eins og það er haft í kaupstöðun-
um. Kaupstaðirnir okkar hafa hins
vegar apað eftir útlenda tízku,
hvort sem hún átti hér við eða
ekki. En dálítil umhugsun ætti að
nægja til að sannfærast um, að í
mörgum efnum hæfir annað í sveit
en í borg. Menn éiga því hvorki
að reyna að gera sveitina að borg
né borgina að sveit, heldur sníða
lifshættina á hvorum staðnum sem1
mest eftir staðháttunum. Við það
kemur fram sjálfstæð menning,
sem verður mönnum því hjart-
grónari, sem þeir hafa lagt meira
af hugsun sinni og smekk í að
skapa hana. — Ekkert finst mér
yndlfelegra en að koma á sveita-
heimili þar éem flest ber með sér,
að það er^ heimafengið, heima-
hugsað og heimaunnið. Það er þá
eins og hugsun fólksins, sem skap-
aði þett með eigin höndum, andi
hlýtt að manni, hvert sem litið er.
Slikt fer heimilinu jafnvel eins og
iðjagrænt grasið fer túninu kring
um bæ'inn. Hvorttveggja ber vott
um gróðrarmagn, sýnir, að menn-
irnir, jafnt og jurtirnar, eiga sér
rætur i þeim jarðvegi, sem þeir
eru settir i, og draga holla nær-
ingu þaðan. Þar sem slík menn-
':ng þróast, elta menn ekki hvert
hjóm útlendrar tízku, því að þeir
sem ekk'i verða farnir með bil, yita> hverg Virði það er> gem þeir
fari þegar járnbrautin kemur. —
Og hvaða gagn verði þá að áveit-
unni og járnbrautinni? >
Þetta er vissulega alvarlegt
mál, og satt að segja virðist mér
alt þetta mikla áveitufyrirtæki
leika á lausum þræði, meðan
menn hafa ekki gert sér ljóst,
hvernig lífi manna á að haga hér
í Flóanum, þegar grasið kemur.
Mér fyndist eðlilegt, að hér væri
naumast talað um annað manna á
milli en það, hvað gera ætti til
þess sveitalífið blómgaðist hér að
sama skapi sem grasið vex betur.
Ekkert værí eðlilegra en að hér
frosti myndaðist ísspöng út i | ræi{i hver uppástungan aðra og
hólmann. Maður brá við og fór
þangað með öxi og ætlaði að
höggva tré, er þar var, og er hann
var í undirbúriingi með það,
heyrði hann braka í ísspönginni
og þaut af stað aftur í land- En
1 fátinu gleymdi hann öxinni, og
er hún þar enn.
Að því er séð verður frá bakk-
anum, ber hólminn það með sér,
að hann hefir um langan aldu/
verið friðhelgur fyrir ágangi
manna og dýra. Þar eru reynitré
og bjarkir og hvannstóð og blóny
skrúð í svo fagurskipuðum þyrp-
ingum, að slikt sést ekki nema
þar sem náttúran hefir fengið að
starfa í fríði. — Plönturnar, sem
námu þarna land, endur fyrir
löngu, hafa smám saman fundið
þá stöðu, er samræmislegust var
við þarfir þeirra. Þær hafa lagað
sig hver eftir afstöðu sinni til
annara, uns fremsta þroska varð
náð. Þaðan stafar samræmið og
fegurðin, sem gleður augað.
Þess1! mynd hefir fylgt mér síð-
a og vakið margar hugsanir. Er
allar væru þær teknar til vand-
legrap íhugunar, að hér væru
nefndir manna, er sætu'iðulega á
ráðstefnu til að reyna að hugsa
upp það búskaparlag 0g þá heim-
Uishætti, sem hér ættu við, þegar
grasið góða kæmi um allar engj-
ar. Hér eru ótal spurningar, sem
krefjast úrrlausnar:
Eiga hér aðallega að vera kúa-
bú eða sauðabú? Á að hafa hér
s^órbýli eða smábýli? Eiga búin
að vera einkaeign eba félagseign?
Hvernig verkfæri og vélar á að
nota? Eiga menn að .vinna saman,
eða hver að bauka sér, hafa vélar
hver fyrir s'ig eða í samlögum?
Eiga bæirnir að vera á víð og
dreif, eða mynda þorp? o. s. frv.
En fyrst og síðast verður spurn-
ingin þessi: Hvern'ig á að haga
öllu starfi og heimilisháttum svo,
að hin uppvaxandi kynslóð, karl-
ar og konur, viljl vera áfram í
sveitinni sinni, í stað þess að
flýja þaðan, ekk'i sem fæturnir
sjálfir hafa skapað.
Eg mintist áð^ir á öxarhólma.
Hann stendur mér fyrir hugskots-
sjónum sem ímynd þeirrar sveita-
menningar, sem komandi kynslóðir
eíiga að skapa í landi hér. Þar er
gróðrarmagn, þar er fjölbreytni,
þar er hið bezta skipulag og þar er
fullkomin fegurð. Eg óska þess,
að hér megi á komandi árum vaxa
upp menning, jafnheilbrigð og jafn
fögur og gróðurinn í öxarhólma.
— Lesb. Mbl.
Kona rithöfundarins.
Því er jafnan svo varið, að al-
menningur hefir mikla forvitni á
að vita sem mest um daglegt líf,
siði og hætti skáldanna og annara
listamanna, sem þjóðkunnir eða
heimskunriir hafa orðið fyrir verk
sin. Ekki á þetta sér sízt stað um
skáldið Joseph Conrad, því líf
hans var að ýmsu einkennilegt og
æfintýra ríkt.
Hann var fæddur á Póllandi og
þar uppalinn. Hann gerðist sjó-
maður snemma og fór víða. En
þegar hann var um þrítugt, hætti
hann við sjómenskuna og settist
að á Englandi, 0g var þekking
hans á enskri tungu þá mjög ó-
fullkomin. En það liðu ekki nema
tvö eða þrjú ár þangað til út koma
eftir hann sögur eins og “Almay-
er’s Folly”, “The Nigger of the
Narcissus” og “Youth”. Eru sög-
ur þessar skrifaðar á svo gullfall-
egu máli, að ensk tunga hefir ald-
rei verið betur skrífuð.
Kona þessa rithöfunaar hefir, í
leyti er eftirtektaverð og merki-
leg. Farast henni orð á þessa
leið:
Það er virðuleg staða, að vera
kona mikils rithöfundar, sem í Mf-
anda lífi hlýtur , og það að verð-
leikum, mikla frægð og viður-
konningu. Skynsöm kona finnur
ótal vegi til að aðstoða mann sinn
við ritstörf hans, án þess að vera
honum til nokkurra óþæginda, eða
léta hann finna að hún sé á nokk-
urn hátt að grípa 'inn í hans
verkahring. Hún getur látið
hann finna, að hún fylgist með
því, sem hann er að gera og meti
verk hans. Það er skáldinu á-
nægja og styrkur að vita af því,
að konan hans lætur sig einhverju
varða, það sem bezt er og göfug-
ast í sálarlífi hans og þarf hún
ekki að slá honum gullhamra til
þess að hann finni þetta. Þetta
er styrkur konunnar, og hér getur
hún unnið manni sinum mikið
gagn. Þegar rithöfundurinn finn-
ur það, að um verk hans er hugsað
á hans eigin heimili og þau eru
þar skilin, og um þau dæmt af
góðvilja og samúð, þá er það hon-
um ómetanlegur styrkur og miklu
a.f áhyggjum hans og óþægindum
þar með rutt úr vegi.
Eg hef'i margt lært af þrjátíu
ára sambúð Við rithöfund, sem
var alveg sérstaklega tilfinninga-
næmur, svo að nákvæmlega
þurfti að stilla orðum sínum við
hann og sem þurfti gott næði og
langan tíma til að hugsa um það,
sem ^iann var að gera og að yfir-
vega svo að segja hvert orð og
hverja setningu, serri hann skrif-
aði. Þegar kona giftist rithöf-
undi, þá tekst hún á hendur
skyldur, ?em flestar aðrar konur
hafa lítið af að segja, og hún
verður að gera sér ljósa grein fyr-
ir þeim. Honum ríður á, að um-
hverfið, sem hann lifir í, sé við
hans hæfi, og það á sitt við hvern,
og það svo, að sjaldan fellur
tveimur hið sama. Eg þekki einn
rithöfund, sem hefir svo lítið
vinnuherbergi, að það er ekki
stærra en rúmgóður skápur. Hann
hafði lengi verið sjómaður og eg
býst við, að á skipunum hafi hann
variist við þessa þröngu klefa.
Aftur eru aðrir, sem ekki eru á-
nægðir, nema þeir séu í stóru her-
bergi, hafi stórt og fallegt skrif-
borð og fjaðrapenna til að skrifa
með, og þar að auki þurfa þeir að
sjá út á sjóinn gegn um skrif-
stofugluggann.
Mín reynsla er sú, að skrifstofa
bónda míns var í löngu herbergi
á gömlum bóndabæ og var stof-
an, eins og þá gerðist, mjög lág-
reist. Borð voru þar mörg, og á
þau var raðað miklu af þéttskrif-
uðum pappírsörkum. Tveir ösku-
standar voru þar, og var ekki ó-
vanalegt, að reykur stæði upp úr
þeim, stundum báðum í einu, og
voru þeir oft, að mér fanst, hættu
lega nærri handritunum. Þar var
einn lampi og logaði oft svo lengi
á honum á nóttunni, að komið var
fram á morgun og dagsljósið fór
að bera lampaljósið ofurliði. Á
þessum árum gekk það glæpi
næst, að hreyfa við nokkru af
þessum blöðum, sem lágu þar um
öll borð og stóla, eða færa úr
stað bækur, sem lágu opnar til og
frá á gólfinu, og ekki mátti með
nokkru móti fletta þar við blaði.
Eg hafði mikla löngun, næstum
ástríðu, til að strjúka rykið af
borðunum og færa hlutina í það
lag, sem mér fanst betur fara.
En það var ekki því líkt, að nokkru
slíku væri vel tekið.
En þegar hver bók var bú'in af
hálfu mannsins míns, allar próf-
arkir vandlega lesnar og stíll
leiðréttur og alt hafði verið sent
til prentarans með mjög trúverð-
ugum manni, þá hafði eg nóg aft
| gera, því svo vandlega þurfti að
| halda saman hverjum snepli af
handriti, að þar mátti ekkert
! vanta. Hélt eg þessu því öllu
saman 0g gerði það með mestu
nákvæmni.”
toga, heldur sem bílarnir bera? Og blaðinu “Sunday Express”, ritað
þá verða menn að skTlja það, aðgreln um mann sinn, sem að ýmsu
! Læknar Áreiðanlega Sjúkdóma,
Sem Af Meltiingarleysi Stafa.
! Læknar, Sem Hafa Margra Ára
Reynslu, Furðar Stórlega Hve
Fljótt og Vel Þetta Meðal >
Læknar Slika Sjúkdóma.
Hafi læknirinn ekki nú þegar
ráðlagt þér þetta meðal, þá farðu
i sjálfur til lyfsalans og fáðu þér
I flösku af því; það heitir Nuga-
Tone. Það er bragðgott og þú
getur fengið mánaðarforða fyrir
einn dollar. Þig mun furða, hve
skjót áErif það hefir. Þegar um
er að ræða meltingarleysi, upp-
þembing, lifrarveiki, ólyst, höfuð-
verk. svefnlevsi og áhugaleysi, þá
er ekkert sem jafnast á við þetta
meðaU Reyndu það í nokkra daga
og þú munt finna. að það gerir
þig eins og að nýrri mannenskju.
Það veitir endurnærandi svefn og
þér fer strax að líða betur. Þeir,
sem búa til Nuga-Tone, þekkja svo
vel verkanir þess, að þeir leggja
fyrir alla lyfsala að ábyrgjast það
og skila aftur peningunum, ef þú
ert ekki ánægður. Hefir ágætis
meðmæli og fæst hjá öllum góð-
um lyfsölum.